11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Martha Hjálmarsdóttir var ráðin í 37% lektorsstarf í lífeindafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

Á árinu lét Árni Kristinsson, prófessor í lyflæknisfræði, af störfum. Honum eru<br />

færðar þakkir fyrir langt og gott starfsframlag til deildarinnar.<br />

Á árinu var auglýst í fyrsta sinn samhliða starf prófessors/yfirlæknis í krabbameinslækningum.<br />

Sólveig G. Hannesdóttir var ráðin í starf þjónustusérfræðings (post doc- starf) til<br />

tveggja ára. Þórarinn Guðjónsson var einnig ráðinn í starf þjónustusérfræðings<br />

(post doc-starf) til tveggja ára.<br />

Á árinu voru eftirtaldir ráðnir í 5 ára kennarastöður (eldri störf): Árni V. Þórsson,<br />

37% dósent í barnasjúkdómafræði, Bjarni A. Agnarsson, 37% dósentsstarf í líffærameinafræði,<br />

Guðmundur Jón Elíasson 37% lektorsstarf í myndgreiningu, Ólafur<br />

Steingrímsson 37% dósentsstarf í sýklafræði, Rafn Benediktsson, 37% dósentsstarf<br />

í lyflækningum og Þorvaldur Jónsson, 37% dósentsstarf í handlæknisfræði.<br />

Ráðið var án auglýsingar í tvö störf á grundvelli samstarfsamninga um fjármögnun<br />

annarra, að fullu eða að hluta. Björn Guðbjörnsson var ráðinn í 37% dósentsstarf<br />

með áherslu á rannsóknir og kennslu í gigtsjúkdómum. Unnur Steina<br />

Björnsdóttir var ráðin í 37% dósentsstarf með áherslu á eflingu kennslu og rannsókna<br />

í ofnæmisfræði og klínískri ónæmisfræði innan læknadeildar.<br />

Samþykkt var að veita Guðmundi Vikar Einarssyni, dósent í þvagfæraskurðlækningum<br />

launalaust leyfi í eitt ár frá ágúst <strong>2005</strong>. Guðmundur Geirsson var ráðinn til<br />

að leysa hann af.<br />

Framgang á árinu hlutu eftirtaldir: Eiríkur Steingrímsson, Ingileif Jónsdóttir og<br />

Jórunn Erla Eyfjörð hlutu framgang úr dósentsstarfi í prófessorsstarf.<br />

Á árinu voru haldnir alls 17 fundir í deildarráði, 4 deildarfundir og einn skorarfundur<br />

með áherslu á kennslumál. Einn vinnufundur var haldinn með forstöðumönnum<br />

fræðasviða.<br />

Innan læknadeildar eru fjölmargar fræðigreinar og fyrir hverri fræðigrein fer forsvarsmaður.<br />

Fræðigreinarnar mynda samstarfshópa sem kallast fræðasvið og<br />

eru þau 22 talsins. Fyrir fræðasviðinu fer forstöðumaður sem deildarráð velur úr<br />

hópi forsvarmanna fræðigreina á sviðinu. Forsvarsmaður fræðigreinar hefur umsjón<br />

með kennslu og rannsóknum innan sinnar greinar en forstöðumaðurinn hefur<br />

yfirumsjón með kennslu og rannsóknum á sviðinu og eru ábyrgir fyrir rekstri<br />

sviðsins gagnvart læknadeild.<br />

Rannsóknanám<br />

Rannsóknatengt nám (meistara- og doktorsnám) í læknadeild er sérstök eining<br />

undir umsjón rannsóknanámsnefndar, sem Helga Ögmundsdóttir, prófessor veitir<br />

forystu. Hún, ásamt kennslustjóra rannsóknatengda námsins, Gunnsteini Haraldssyni<br />

Ph.D., og meðlimum rannsóknarnámsnefndarinnar, halda utan um og<br />

efla það mikla rannsóknatengda nám sem fram fer við deildina. Tæplega 100<br />

nemendur voru í rannsóknatengdu námi á árinu, um 54 í meistaranámi og um 45<br />

í doktorsnámi. 19 nemendur hófu meistaranám í heilbrigðisvísindum og 10 luku<br />

því á árinu með góðum árangri. Í doktorsnám innrituðust 10 nemendur en 5 luku<br />

doktorsprófi. Tveir læknar vörðu doktorsritgerðir sínar við læknadeild (prófgráða:<br />

doktor í læknisfræði, Ph.D.), Tómas Guðbjartsson og Sædís Sævarsdóttir og einn<br />

hjúkrunarfræðingur, Sólveig S. Bender (prófgráða: doktor í heilbrigðisvísindum,<br />

Ph.D.) og tveir líffræðingar, Kristbjörn Orri Guðmundsson og Sigrún Lange (prófgráða:<br />

doktor í heilbrigðisvísindum, Ph.D.). Vel sótt málstofa á vegum nefndarinnar<br />

var haldin vikulega yfir veturinn. Þar fluttu bæði nemendur í rannsóknatengdu<br />

námi og kennarar erindi.<br />

Vísindanefnd deildarinnar er undir forystu Jórunnar Erlu Eyfjörð, dósents. Nefndin<br />

hefur verið sameiginleg fyrir læknadeild (4 fulltrúar, þar af 1 úr sjúkraþjálfunarskor),<br />

tannlæknadeild (1 fulltrúi) og lyfjafræðideild (1 fulltrúi). Nefndin er m.a.<br />

ráðgefandi um framgangsmál, umsóknir í tækjakaupasjóð og vinnur við undirbúning<br />

og framkvæmd rannsóknaráðstefnu deildanna sem haldin er annað hvert<br />

ár. 12. ráðstefnan var haldin dagana 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>. Hún var sameiginleg<br />

ráðstefna lækna-, lyfja-, tannlækna- og hjúkrunarfræðideildar og hefur aldrei<br />

verið glæsilegri. Átta gestafyrirlesarar fluttu lengri erindi á ráðstefnunni. Einnig<br />

142

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!