11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Niðurstöður rannsókna sinna birta starfsmenn stofunnar í skýrslum Raunvísindastofnunar<br />

sem og í innlendum og alþjóðlegum fagtímaritum.<br />

Starfsmenn Stærðfræðistofu eiga öflugt samstarf á fræðasviðum sínum við fólk<br />

víða um heim og algengt er að samstarfsmenn erlendis frá dvelji við stofuna til<br />

að vinna að sameiginlegum rannsóknaverkefnum. Sérstaklega má geta þess að<br />

tveir af starfsmönnum stofunnar, Þórður Jónsson og Lárus Thorlacius, eru þátttakendur<br />

í samstarfsnetunum ENRAGE og Forces Universe á vegum Evrópusambandsins.<br />

Stofan bar hitann og þungann af 24. Norræna stærðfræðiþinginu, sem jafnframt<br />

var 1. Fransk-norræna stærðfræðiþingið og haldið var í Reykjavík í janúar síðastliðnum.<br />

Í tengslum við þingið var á vegum stofunnar einnig ráðstefna í tvinnfallagreiningu<br />

sem bar heitið Complex Days of the North.<br />

Tveir af starfsmönnum stærðfræðistofu, Freyja Hreinsdóttir og Ragnar Sigurðsson,<br />

stóðu að því að koma á laggirnar svokölluðu Reiknisetri. Það er vefsetur þar<br />

sem kennd er tölvunotkun við lausn stærðfræðilegra verkefna; sjá vefslóðina<br />

http://www.hi.is/reiknisetur/<br />

Breytingar á starfsmannahaldi stofunnar á árinu urðu sem hér segir:<br />

Ágúst Sverrir Egilsson kom til starfa sem sérfræðingur.<br />

Freyja Hreinsdóttir lét af störfum sem sérfræðingur og hélt til kennarastarfa við<br />

Kennaraháskóla Íslands.<br />

Halldór I. Elíasson lét af störfum sem prófessor við stærðfræðiskor, en gegnir<br />

áfram hlutastarfi við stofuna.<br />

Jón Ragnar Stefánsson lét af störfum sem dósent við stærðfræðiskor og starfar<br />

ekki lengur við stofuna.<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson lauk doktorsprófi og hélt til starfa við Nordita í Kaupmannahöfn.<br />

Pawel Bartoszek lauk meistaraprófi.<br />

Ragnar Sigurðsson lét af störfum sem vísindamaður við stofuna og fluttist í starf<br />

prófessors við stærðfræðiskor.<br />

Frekari upplýsingar um starfsfólk stærðfræðistofu og rannsóknaverkefni hennar<br />

má finna á vefsíðunni http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/Staerdfr.html<br />

Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stærðfræðistofu frá árinu<br />

1975. Yfirleitt er þar haldinn einn fyrirlestur á viku, en fyrirlestrahald er stopulla<br />

yfir hásumarið. Í málstofunni kynna starfsmenn stofunnar og aðrir vísindamenn á<br />

svipuðum fræðasviðum rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði og<br />

stærðfræðilegri eðlisfræði. Sérstaklega má geta þess að samstarfsmenn erlendis<br />

frá halda þar iðulega fyrirlestra. Upplýsingar um málstofuna er að finna á<br />

veffanginu http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/malstofa.html<br />

Jarðvísindastofnun<br />

Jarðvísindastofnun Háskólans hóf starfsemi 1. júlí 2004 með sameiningu Norrænu<br />

eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans<br />

samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,<br />

Páll Skúlason, háskólarektor og Sigurður Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóra<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar, undirrituðu í apríl það ár. Jarðvísindastofnun<br />

er til húsa í Öskju, nýja náttúrufræðahúsi Háskólans. Markmið Jarðvísindastofnunar<br />

er að vera metnaðarfull alþjóðleg rannsóknastofnun í jarðvísindum,<br />

sem endurspeglar einstaka jarðfræði Íslands og þá þekkingu í jarðvísindum sem<br />

byggst hefur upp hér á landi. Norrænum tengslum starfseminnar er viðhaldið<br />

undir heitinu Norræna eldfjallasetrið og unnið er að eflingu annarra alþjóðlegra<br />

tengsla. Jarðvísindastofnun heyrir undir Raunvísindastofnun en er stjórnunar- og<br />

skipulagslega sjálfstæð innan þess ramma sem lög og reglur Háskóla Íslands<br />

setja. Forstöðumaður Jarðvísindastofnunar er Ólafur Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur,<br />

en formaður stjórnar Stefán Arnórsson, prófessor.<br />

161

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!