11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

karlar sem greinast. Farið er að bera á ónæmi gegn þeim andveirulyfjum sem<br />

notuð eru við meðferð HIV-sýkingar. Þarf flóknar rannsóknir á veirunni þessu til<br />

staðfestingar og hefur Rannsóknastofa í veirufræði ekki tekið þær rannsóknir upp<br />

enn, en verður vafalaust að gera það á næstu misserum. Lifrarbólguveira C<br />

breiðist enn hratt út meðal þeirra sem neyta fíkniefna í æð. Þeir yngstu sem<br />

greinast nú sýktir af völdum lifrarbólguveiru C eru fæddir á árunum 1986-1988.<br />

Ljóst er að forvarnir gegn eiturlyfjum ættu að verða eitt af aðalforgangsverkefnum<br />

heilbrigðis- og menntakerfisins þar sem mikið er í húfi. Mikilvægt er að<br />

greina lifrarbólguveiru C sem fyrst þar sem oft tekst að ráða niðurlögum veirunnar<br />

ef meðferð er hafin stuttu eftir smit.<br />

Samstarfsverkefni varðandi lifrarbólguveiru C, aðrar lifrarbólguveirur og einnig<br />

varðandi ýmsar illa skilgreindar veirur héldu áfram við háskólasjúkrahúsið í<br />

Málmey. Samstarfi við Karolinska Institutet í Stokkhólmi varðandi verkefni um<br />

sameindafaraldsfræði lifrarbólguveiru B tókst að ljúka og voru niðurstöðurnar<br />

birtar í veirufræðitímariti.<br />

Annað stórt rannsóknarsvið eru greiningar á öndunarfærasýkingum, þar á meðal<br />

á svonefndri „respiratory syncytial“-veiru (RS) sem á hverju ári herjar hérlendis<br />

og er vel skrásett faraldsfræðilega. Sama gildir um inflúensuveirur, en slæmur<br />

inflúensufaraldur gekk í byrjun árs og olli andlátum meðal elstu kynslóðarinnar.<br />

Fjöldi tilfella greindist af svokölluðum caliciveirusýkingum sem er uppkasta- og<br />

niðurgangspest sem kemur oft upp á sjúkrahúsum, elliheimilum, öldrunardeildum<br />

og víðar. Hófst faraldur þessi á haustmánuðum 2002 og stendur enn (mars<br />

<strong>2005</strong>), þótt miklu færri tilfelli hafi fundist miðað við fyrstu árin. Greining á veirunni<br />

var tekin upp fyrir fáum árum.<br />

Vegna mikilla umræðna og hræðslu við sýklahernað eftir árásirnar 11. september<br />

2001 í Bandaríkjunum var afráðið að útbúa og tækjavæða eitt einangrunarherbergi<br />

á rannsóknastofunni til þess að vera betur í stakk búinn að greina torkennilegar<br />

sýkingar sem gætu verið af völdum sýklaárásar. Þessum viðbúnaði og undirbúningi<br />

var haldið áfram. Samstarf við Smittskyddsinstituttet í Stokkhólmi varðandi<br />

slíka hugsanlega sýklavá var í gangi. Jafnframt voru sett upp próf fyrir veirum<br />

sem taldar eru líklegastar að notaðar yrðu í slíkri sýklaárás.<br />

Nú hefur mikið verið rætt um fuglaflensu en hún hefur herjað á fugla í nokkrum<br />

heimshlutum þar á meðal í Evrópu. Fáir menn hafa þó tekið veikina.<br />

Rannsóknastofa í veirufræði hefur komið sér upp greiningaraðferð fyrir fuglaflensu<br />

skyldi hún stinga sér niður hérlendis sem verður að telja ólíklegt.<br />

Kennsla var á árinu viðamikill þáttur í starfsemi rannsóknastofunnar. Starfsfólk<br />

hennar hélt fræðslufundi víða um ýmis efni innan greinarinnar. Skipuleggur<br />

starfsfólk deildarinnar námskeið í veirufræði við Háskóla Íslands fyrir lækna<br />

nema, hjúkrunarnema, lyfjafræðinema og við Tækniháskóla Íslands fyrir lífeindafræðinema.<br />

Tveir meistaraprófsnemar voru skráðir við rannsóknastofuna og annar<br />

nemandi var um það bil að útskrifast frá Karolinska Instituttet í Stokkhólmi en<br />

aðalhluti verkefnis hans var af íslenskum toga og yfirlæknir rannsóknarstofunnar<br />

var einn af leiðbeinendum. Sem fyrr situr yfirlæknir í sóttvarnaráði og er formaður<br />

nefndar til útrýmingar<br />

mænusóttar á Íslandi.<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði byggist á samstarfi Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar<br />

Íslands, Hafrannsóknastofnunarinnar og Sandgerðisbæjar.<br />

Í Rannsóknastöðinni unnu á árinu <strong>2005</strong> níu menn við rannsóknir í sjö stöðugildum.<br />

Þeir sáu um að flokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverkefninu<br />

Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum<br />

svo sem greiningu magasýna og aldursgreiningu á fiskum. Umsjón með rekstri<br />

stöðvarinnar hafði Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur.<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum hefur hafið samstarf við<br />

Rannsóknastöðina. Starfsmenn Fisksjúkdómadeildar nota nú aðstöðuna í<br />

Sandgerði til að gera tilraunir á lifandi fiski með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdómum.<br />

218

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!