29.07.2014 Views

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

7. TBL. 2005 – VER‹ 899,- M/VSK – ISSN 1017-3544<br />

<strong>GENGU</strong> <strong>SAMAN</strong> <strong>TIL</strong> DÓMARA<br />

„<br />

Við <strong>er</strong>um<br />

saklaus “<br />

Baugsmálið <strong>er</strong> <strong>umfangsmesta</strong><br />

dómsmál í sögu íslensks viðskiptalífs


E F N I S Y F I R L I T<br />

30 – Dagbókin:<br />

Dagbók<br />

sumarsins<br />

18 – Forsíðugrein:<br />

BAUGSMÁLIÐ<br />

64 – Vanmetin grein:<br />

Gluggaútstillingar<br />

38 – Samgöngur:<br />

Flutningabílarnir<br />

tæta upp vegina<br />

60 – Fæðingarorlof forstjóra:<br />

Þjó›félagi›<br />

„fu›ra›i upp“<br />

54 – Sendih<strong>er</strong>rar:<br />

Pólitíkusar í<br />

sendih<strong>er</strong>rastörf<br />

6 Leiðari:<br />

Bush og Baugsmálið.<br />

8 Kynning:<br />

Lex-Nestor lögmannsstofa.<br />

10 Fréttir:<br />

18 Forsíðugrein:<br />

Baugsmálið.<br />

30 Dagbókin:<br />

Dagbók sumarsins.


E F N I S Y F I R L I T<br />

18 – Fræknir endurskoðendur:<br />

NESTORARNIR KVEÐJA FAGIÐ<br />

Stofnu› 1939<br />

Sérrit um vi›skipta-, efnahags- og atvinnumál – 67. ár<br />

ÚTGEFANDI:<br />

Heimur hf.<br />

RITSTJÓRN, AUGL†SINGAR OG AFGREI‹SLA:<br />

Borgartúni 23, 105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646,<br />

netfang: fv@heimur.is<br />

ÁSKRIFTARVER‹:<br />

kr 8.370 á ári, 10% afsláttur ef greitt <strong>er</strong> me› kreditkorti.<br />

LAUSASÖLUVER‹:<br />

899 kr.<br />

DREIFING:<br />

Heimur hf., sími 512 7575<br />

PRENTVINNSLA:<br />

Gutenb<strong>er</strong>g hf.<br />

LJÓSMYNDIR:<br />

© Heimur hf. – Öll réttindi áskilin var›andi efni og myndir<br />

RITSTJÓRI OG ÁBYRG‹ARMA‹UR: Jón G. Hauksson<br />

AUGL†SINGASTJÓRI:<br />

Sjöfn Sigurgeirsdóttir<br />

68 – Nýr eigandi:<br />

Kristinn<br />

í Pennanum<br />

LJÓSMYNDARI:<br />

Geir Ólafsson<br />

ÚTLITSHÖNNUN:<br />

Magnús Valur Pálsson<br />

ISSN 1017-3544<br />

38 Samgöngur:<br />

Vöruflutningabílarnir spæna upp<br />

vegina.<br />

48 Kynning:<br />

Neytendastofa.<br />

50 Endurskoðun:<br />

Fjórir fræknir endurskoðendur<br />

kveðja fagið.<br />

54 Pólitíkusar í sendih<strong>er</strong>rastörf<br />

58 Nýtt ráðgjafafyrirtæki:<br />

Magnús Hreggviðsson og<br />

Rób<strong>er</strong>t Trausti Árnason með<br />

nýtt fyrirtæki.<br />

60 Fæðingarorlof forstjóra<br />

64 Gluggaútstillingar:<br />

Gluggaútstillingar í v<strong>er</strong>slunum<br />

<strong>er</strong>u vanmetin grein.<br />

68 Eigendaskipti:<br />

Nýr eigandi Pennans.<br />

72 Tekjublaðið:<br />

Könnun um það hv<strong>er</strong>nig laun<br />

forstjóra hafa hækkað umfram<br />

aðra?<br />

74 Kvikmyndir<br />

Launamunur karla og kvenna.<br />

76 Úr einu í annað:<br />

80 Fólk<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 5


RITSTJÓRNARGREIN<br />

AÐ TRÚA ÖLLU ILLU UPP Á VALDHAFA?<br />

Bush og Baugsmálið<br />

ÉG HEF VELT ÞVÍ fyrir mér síðustu daga hv<strong>er</strong>s vegna vel<br />

menntað, upplýst og þenkjandi fólk trúir öllu illu upp á stjórnmálaforingja.<br />

Það virðist v<strong>er</strong>a hægt að dengja hv<strong>er</strong>ju sem <strong>er</strong> á þá<br />

- og þess vegna b<strong>er</strong>a upp á þá glæpsamlegt athæfi - fólk kokgleypir<br />

við því. Og það án þess að færð séu rök fyrir glæpnum heldur virðist<br />

það eitt duga að vísa til þess að þeim sé trúandi til alls vegna þess að<br />

þeir séu vondir, illgjarnir og hefnigjarnir. Tvö nýleg dæmi um þetta<br />

<strong>er</strong>u ásakanir um að Davíð Oddsson utanríkisráðh<strong>er</strong>ra sé á bak við<br />

Baugsmálið og að Georg W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt<br />

skeytingaleysi og lítinn vilja til að hjálpa svörtum samlöndum sínum<br />

í neyð í New Orleans vegna hörundslitar þeirra.<br />

EN HVERS VEGNA þessi trúgirni? Ástæðan<br />

getur varla v<strong>er</strong>ið önnur en að fólki finnist fljótlegra<br />

og auðveldara að v<strong>er</strong>a með sleggjudóma og dæma<br />

aðra út frá tilfinningum og stjórnmálaskoðunum<br />

fremur en rökum. Þegar ég ræddi nýlega við ágætan<br />

og mjög svo upplýstan vin minn, sem að vísu styður<br />

Samfylkinguna og hefur fundist Davíð Oddsson<br />

hrokafullur, spurði ég hvort hann tryði því virkilega<br />

að Davíð væri á bak við Baugsmálið og hefði sigað<br />

löggunni á Baugsmenn. Hann svaraði: „Já, ég trúi því<br />

að hann hafi v<strong>er</strong>ið með puttana í þessu.“ Hvað með<br />

rök? spurði ég: „Ég get ekki nefnt þau, hann hefur<br />

bara v<strong>er</strong>ið svo augljóslega á móti Bónusfeðgum,<br />

talað illa um þá í fjölmiðlum og kallað Jón Ásgeir<br />

götustrák.“<br />

ÉG ÆTLA AÐ VÍSA í annað samtal við annan góðan vin minn.<br />

Eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurríki Bandaríkjanna og allt<br />

var á tjá og tundri í New Orleans, Mississippi og Louisiana barst í<br />

tal að myndir frá New Orleans hefðu v<strong>er</strong>ið eins og í þriðjaheims ríki<br />

og að frásagnir fólks af nauðgunum og barsmíðum hefðu v<strong>er</strong>ið með<br />

ólíkindum. Við höfðum orð á því að hér heima á Íslandi hefði þetta<br />

ekki getað g<strong>er</strong>st. Talið barst síðan að því hv<strong>er</strong>s vegna ekki hefði<br />

v<strong>er</strong>ið búið að styrkja flóðgarða í kringum New Orleans til að draga<br />

úr hörmungunum, en fellibylir ganga yfir Flórída og suðurríkin á<br />

hv<strong>er</strong>ju ári. Ennfremur ræddum við það hv<strong>er</strong>s vegna svo mikill seinagangur<br />

hefði v<strong>er</strong>ið á að hjálp bærist og að eitthvað væri að almannavörnum<br />

Bandaríkjamanna.<br />

ÞÁ SAGÐI MINN ágæti vinur allt í einu, að þarna hefðu Bush<br />

og ríkir Bandaríkjamenn afhjúpað sig sem kynþáttahatara því þeim<br />

stæði á sama um þessa svörtu, fátæku landa sína í New Orleans sem<br />

þeir hefðu skilið eftir í dauðanum og hann bætti við: „Bush kom illa<br />

upp um sig. Það hefði v<strong>er</strong>ið eitthvað annað ef þetta hefðu v<strong>er</strong>ið ríkir,<br />

hvítir Bandaríkjamenn.“ Skömmu síðar sá ég að vinur minn var ekki<br />

Fyrir þá sem trúa<br />

öllu illu upp á<br />

stjórnmálaforingja,<br />

jafnvel glæpsamlegt<br />

einelti,<br />

þá <strong>er</strong> eins gott að<br />

hér á landi sé til<br />

dómsvald þannig<br />

að maður þurfi<br />

ekk<strong>er</strong>t að óttast.<br />

einn um þessa skoðun, bandarísk dagblöð voru byrjuð að leita að<br />

sökudólg vegna afleiðinga fellibylsins. Hann fannst. Bush forseti.<br />

Fljótlegt og auðvelt! Eitt stórt samsæri.<br />

ÞAÐ SAMA Á VIÐ um Baugsmálið. Eitt stórt samsæri! Sú<br />

skoðun <strong>er</strong> ótrúlega útbreidd. Enda hefur v<strong>er</strong>ið keyrt á henni mjög<br />

markvisst í vörn þeirra feðga, Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs<br />

Jóhannessonar. Ég hef góðar taugar til þeirra feðga, eins og annarra<br />

duglegra athafnamanna. Mér finnst þeir harðir, duglegir, snjallir<br />

og klókir bisnessmenn sem taka áhættu í fjárfestingum. Þeir hafa<br />

unnið þrekvirki fyrir íslenska neytendur með lágu matvöruv<strong>er</strong>ði og<br />

Bónus mælist vinsælasta fyrirtæki landsins í könnun<br />

Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar ár eftir ár.<br />

ÉG ER HINS VEGAR alg<strong>er</strong>lega á öndv<strong>er</strong>ðum<br />

meiði við þá feðga - og næ ekki þeirri vörn þeirra - að<br />

þetta sé allt runnið undan rifjum Davíðs Oddssonar<br />

og að háttsettir embættismenn dansi eftir hans höfði.<br />

Er þetta ekki einum of bíómyndalegt? Hv<strong>er</strong>nig <strong>er</strong><br />

hægt að fá það út að hatur Davíðs á Jóni Ásgeiri sé<br />

svo mikið að embætti lögreglustjóra og tugir sérfræðinga<br />

þar séu með samráð um að knésetja hann og<br />

aðra tengda Baugi. Mér hefur satt best að segja v<strong>er</strong>ið<br />

brugðið hvað bæði Jón Ásgeir og Jóhannes hafa sett<br />

þetta fram af mikilli einlægni og sannfæringu.<br />

EN GOTT OG VEL, látum það nú v<strong>er</strong>a þótt<br />

þeir Jón Ásgeir og Jóhannes trúi öllu misjöfnu upp<br />

á Davíð. Einhv<strong>er</strong> kynni að segja sem svo að þetta væri hluti af einhv<strong>er</strong>ri<br />

„paranoju“ og þeir „fyndu heldur betur fyrir stöðu sinni“ fyrst<br />

þeir trúa því svo einlæglega að forsætisráðh<strong>er</strong>ra sé að eltast við þá<br />

prívat og p<strong>er</strong>sónulega. Hins vegar <strong>er</strong> lyginni líkast hvað margt fólk<br />

trúir því að þetta sé samsæri Davíðs. Ef til vill <strong>er</strong>u það þó fyrst og<br />

fremst pólitískir andstæðingar hans. Davíð hefur að vísu g<strong>er</strong>t sig<br />

sekan um að tala óvarlega í garð Jóns Ásgeirs, kallað hann „götustrák“<br />

og haft á orði að þeir feðgar séu of valdamiklir í viðskiptalífinu.<br />

En fyrr má nú v<strong>er</strong>a trúgirni fólks.<br />

SANNLEIKURINN ER SÁ að enginn maður hefur átt meira<br />

undir því en einmitt stjórnmálaforinginn Davíð Oddsson að Íslendingar<br />

hefðu það gott, að viðskiptalífið dafnaði af miklum krafti, að<br />

kaupmáttur Íslendinga ykist stöðugt, og að Íslendingar byggju við<br />

hið lága matvöruv<strong>er</strong>ð sem þeir feðgar hafa innleitt hér á landi með<br />

Bónusv<strong>er</strong>slunum sínum. Hvað græðir hann á að hjóla í þá?<br />

FYRIR ÞÁ SEM TRÚA öllu illu upp á stjórnmálaforingja, jafnvel<br />

glæpsamlegt einelti, þá <strong>er</strong> eins gott að hér á landi sé til dómsvald<br />

þannig að maður þurfi ekk<strong>er</strong>t að óttast.<br />

Jón G. Hauksson<br />

6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


LEX-NESTOR LÖGMANNSSTOFA:<br />

ÓHÁÐ OG FAGLEG RÁÐGJÖF<br />

ER NAUÐSYNLEG Í VIÐSKIPTALÍFINU<br />

LEX-NESTOR EHF. <strong>er</strong> ein stærsta lögmannsstofa landsins, með 20<br />

lögmenn í sinni þjónustu og yfir 30 starfsmenn alls. Lex-Nestor hefur<br />

um árabil sinnt þjónustu við fyrirtæki af öllum stærðum og náð að<br />

fylgja nýjum straumum og mæta auknum kröfum viðskiptalífsins.<br />

Kröfur viðskiptamanna félagsins hafa þannig leitt til þess að Lex-<br />

Nestor <strong>er</strong> í fararbroddi á sínu sviði.<br />

Aukin áh<strong>er</strong>sla á skattamál félaga hjá Lex-Nestor Undanfarið<br />

hefur Lex-Nestor unnið að skiptingu í svokölluð þjónustusvið og<br />

leitast þannig við að tryggja frekar aðgang viðskiptavina sinna að<br />

sérfræðiþjónustu. Skipting í svið ræðst annars vegar af eðli mála,<br />

Ragnheiður M. Ólafsdóttir hdl. og Ólafur Haraldsson hrl. starfa bæði<br />

á félagaréttar- og fjármagnsmarkaðssviði Lex-Nestor.<br />

svo sem í eignarrétt, samkeppnisrétt og hugv<strong>er</strong>ka- og auðkennarétt,<br />

en hins vegar af eðli viðskiptavina, t.d. fyrirtæki, sveitarfélög,<br />

bankar, o.s.frv. Sérstöku skattasviði var hleypt af stokkunum í<br />

tengslum við félagaréttarsvið í því skyni að efla þjónustu við fyrirtæki<br />

og <strong>er</strong> Halldór Jónsson hrl. í forsvari fyrir þeirri þjónustu.<br />

„Við höfum fundið það undanfarin ár að þörfin fyrir<br />

þjónustu á sviði skattaréttar eykst stöðugt, ekki aðeins í ágreiningsmálum<br />

heldur ekki síður í ráðgjöf vegna samninga aðila eða breytinga<br />

á félögum, t.d. í samrunum. Hv<strong>er</strong>s kyns fjárfestingar eða sala og<br />

fjármögnun þeirra hafa í för með sér skattaleg áhrif og viðskiptavinir<br />

vilja vita um þau í stað þess að láta þau koma á óvart síðar.“ Að<br />

sögn Halldórs hefur þessi þjónusta v<strong>er</strong>ið veitt hjá félaginu en frekari<br />

áh<strong>er</strong>sla sé lögð á hana nú. Í því skyni hafi Garðar Gíslason hdl. v<strong>er</strong>ið<br />

ráðinn til félagsins en hann starfaði áður sem forstöðumaður lögfræðiskrifstofu<br />

og staðgengill skattrannsóknastjóra ríkisins. Saman<br />

búi þeir yfir áratuga reynslu á sviði skattamála bæði gagnvart stjórnvöldum<br />

og dómstólum. „Af stærri lögmannsstofum <strong>er</strong> Lex-Nestor sú<br />

eina sem sinnir þessum málaflokki markvisst,“ segir Halldór.<br />

Ólafur Haraldsson hrl. starfar ásamt fleirum á félagaréttarsviði<br />

Lex-Nestor og f<strong>er</strong> fyrir fjármagnsmarkaðssviði stofunnar. Hann<br />

tekur fram að samningar sem tengist fjármögnun félaga v<strong>er</strong>ði sífellt<br />

flóknari og að algengara sé að þeir krefjist sérfræðiþekkingar á fleiri<br />

en einu sviði. „Við fjármögnun félags þarf auðvitað að v<strong>er</strong>a til staðar<br />

þekking á lánasamningum og tryggingaskjölum, auk þess þarf að<br />

taka tillit til reglna félagaréttar og skattaréttar, reglna fjármagnsmarkaðarins<br />

o.s.frv. Nauðsynlegt <strong>er</strong> að horfa á alla þessa þætti í<br />

samhengi. Félaga- og skattasvið vinni því náið með fjármagnsmarkaðssviði<br />

í viðameiri málum þar sem hagsmunir <strong>er</strong>u oft miklir. Hér<br />

<strong>er</strong> því um v<strong>er</strong>kaskiptingu að ræða en sviðin tvinnast saman og úr<br />

v<strong>er</strong>ður skemmtileg hópvinna lögmanna hér á Lex-Nestor sem skilar<br />

sér í bættri þjónustu til viðskiptavina okkar.“<br />

Lögmenn veita sjálfstæða og óháða þjónustu Mikil umræða hefur<br />

átt sér stað um eðli lögmannsstarfsins og þá hvort starfsmenn, t.d. á<br />

endurskoðendaskrifstofum, geti veitt slíka þjónustu. „Víða <strong>er</strong>lendis<br />

gilda strangar reglur um hlutleysi endurskoðenda gagnvart viðskiptavinum<br />

sínum þannig að endurskoðandi má ekki endurskoða<br />

félag sem hefur þegið ráðgjöf hans eða samstarfsmanna áður. Hér<br />

<strong>er</strong> framkvæmdin ekki eins ströng. Dæmi <strong>er</strong>u um að fyrirtæki njóti<br />

8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5<br />

KYNNING


Halldór Jónsson hrl.<br />

(t.h.) f<strong>er</strong> fyrir skattasviði<br />

Lex-Nestor.<br />

Nýlega var Garðar<br />

Gíslason hdl. (t.v.)<br />

ráðinn til stofunnar.<br />

Fyrirtækið hefur eflst<br />

mikið og v<strong>er</strong>ður haldið<br />

áfram á sömu braut og<br />

hagur viðskiptavinarins<br />

hafður að leiðarljósi<br />

í rekstrinum.<br />

aðstoðar endurskoðunarfyrirtækis við samningag<strong>er</strong>ð,<br />

sama fyrirtæki endurskoði ársreikning og<br />

telji fram til skatts og sinni síðan hagsmunagæslu<br />

í hugsanlegu ágreiningsmáli við skattyfirvöld, ef<br />

því <strong>er</strong> að heilsa.“<br />

Halldór bendir á að í þessum tilvikum sé enginn<br />

óháður aðili sem líti eftir því, hvort ráðgjöf<br />

hafi v<strong>er</strong>ið rétt eða rétt talið fram miðað við gefnar<br />

forsendur. „Hafi mistök v<strong>er</strong>ið g<strong>er</strong>ð í slíkri ráðgjöf<br />

eða við framtalsg<strong>er</strong>ð <strong>er</strong> endurskoðandinn líklega<br />

síðasti maðurinn sem á að annast um meðf<strong>er</strong>ð ágreiningsmáls við<br />

skattyfirvöld.“ Halldór sér þó breytingar á þessu síðustu miss<strong>er</strong>in<br />

og að fyrirtæki leita í auknum mæli til óháðra aðila til að skoða rétt<br />

sinn. Margir endurskoðendur séu líka vakandi yfir þessu og vilji<br />

tryggja óháða og sjálfstæða þjónustu við sína viðskiptamenn.<br />

Sama á að sínu leyti við um lögfræðinga sem vinna hjá bönkunum.<br />

Bankar sem taka að sér fjármögnun v<strong>er</strong>kefna <strong>er</strong>u oft komnir<br />

í stöðu ráðgjafa um félagaréttarleg mál, t.d. um hlutafjáraukningu,<br />

samruna o.þ.h. þar sem þessi atriði geta v<strong>er</strong>ið nátengd þeim tryggingum<br />

sem bankinn krefst vegna útlána. „Í þessum<br />

tilvikum <strong>er</strong> nauðsynlegt að sjálfstæður lögmaður<br />

vinni að slíku með lántaka, ekki aðeins vegna<br />

hagsmuna lántakans sjálfs heldur krefjast hagsmunir<br />

bankans þess einnig að lántakinn hafi tekið<br />

sínar ákvarðanir um innri mál sjálfur,“ segir Ólafur<br />

Haraldsson.<br />

Samstarf við Háskóla Íslands Lex-Nestor <strong>er</strong><br />

stuðningsaðili rannsóknarstofu í skattarétti við<br />

Lagastofnun Háskóla Íslands. Lögmannsstofan leggur metnað sinn í<br />

að v<strong>er</strong>a í góðu og nánu sambandi við háskólana hér á landi og telur<br />

að allir aðilar hafi hag af slíku samstarfi.<br />

Meginv<strong>er</strong>kefni skattasviðs Lex-Nestor:<br />

• Ráðgjöf<br />

• Ágreiningsmál<br />

• Málflutningur<br />

• Refsimál<br />

• Lögfræðiálit<br />

• Innheimta opinb<strong>er</strong>ra gjalda<br />

• Rannsóknir og kennsla<br />

Lex-Nestor <strong>er</strong> með aðsetur í glæsilegu húsnæði að Sundagörðum 2.<br />

Sundagörðum 2 • 104 Reykjavík<br />

Sími: 5902600 • Netfang: lex@lex.is<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 9


FRÉTTIR<br />

PÉTUR<br />

BJÖRNSSON<br />

FIMMTUGUR<br />

Fjöldi góðra gesta samfagnaði Pétri<br />

Björnssyni, stjórnarformanni Ísfells, sem<br />

hélt upp á fimmtugsafmæli sitt á dögunum.<br />

Meðal gesta voru margir úr vinahópi<br />

Péturs, einnig ýmsir úr sjávarútveginum, en<br />

afmælisbarnið hefur starfað á þeim vettvangi<br />

alla sína tíð. Þá voru sumir gestanna einnig<br />

tengdir Margréti Þorvaldsdóttur, eiginkonu<br />

Péturs, sem einnig varð fimmtug í ár.<br />

Komdu sæll og blessaður! Hjónin<br />

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, og<br />

Hanna Pétursdóttir fótasérfræðingur<br />

mæta í veisluna.<br />

Veislustjórinn. Benedikt Sveinsson,<br />

fyrrum forstjóri ÍS, stýrði afmælisveislunni<br />

og hér sést hann ásamt<br />

Sif Haraldsdóttur eiginkonu sinni.<br />

Til vinstri <strong>er</strong> Árni M. Mathiesen<br />

sjávarútvegsráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Pétur og Sigríður Snævarr sendih<strong>er</strong>ra, en þau <strong>er</strong>u nágrannar í<br />

Vesturbænum í Reykjavík.<br />

Finnbogi Jónsson, fyrrv<strong>er</strong>andi stjórnarformaður Samh<strong>er</strong>ja, á<br />

skrafi við hjónin Steingrím J. Sigfússon alþingismann og B<strong>er</strong>gnýju<br />

Marvinsdóttur konu hans. Steingrímur, sem flutti ræðu í afmælinu,<br />

<strong>er</strong> gamall vinur Péturs og saman leika þeir blak reglulega.<br />

10 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


FRÉTTIR<br />

Þyrping reisir stórhýsi á Bílanaustslóðinni við Borgartún:<br />

ÁTTA HÆÐA HÚS Á BÍLANAUSTSLÓÐINNI<br />

Í<br />

þessu v<strong>er</strong>kefni eins og<br />

öðrum <strong>er</strong> markmið okkar og<br />

metnaður að byggja vandað<br />

mannvirki á góðum stað og geta<br />

boðið viðskiptavinum okkar samkeppnishæft<br />

v<strong>er</strong>ð, hvort sem<br />

þeir leigja húsnæðið eða kaupa,“<br />

segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri<br />

Þyrpingar hf. Nú í<br />

septemb<strong>er</strong> hefjast framkvæmdir<br />

við smíði átta hæða v<strong>er</strong>slunarog<br />

skrifstofuhúss í svonefndum<br />

Bílanaustsreit í Borgartúni í<br />

Reykjavík. Þyrping stendur að<br />

þessu v<strong>er</strong>kefni, en til stendur að<br />

reisa alls tólf þúsund f<strong>er</strong>metra<br />

byggingu á átta hæðum með<br />

þriggja hæða bílakjallara sem<br />

rúma mun um 200 ökutæki.<br />

Þetta <strong>er</strong> enn einn áfanginn í<br />

þeirri endurreisn Borgartúnsins í<br />

Reykjavík sem átt hefur sér stað<br />

á undanförnum árum, en óhætt<br />

<strong>er</strong> að segja að starfsemi við götuna<br />

hafi gengið í endurnýjun lífdaganna.<br />

Gamlar byggingar hafa<br />

vikið fyrir nýjum, sem margar<br />

hv<strong>er</strong>jar hýsa framsæknustu fyrirtæki<br />

landsins og þá ekki síst í<br />

fjármálageiranum.<br />

Undirtektir <strong>er</strong>u góðar<br />

Þyrping keypti lóðina að<br />

Borgartúni 26 í Reykjavík fyrir<br />

nokkrum miss<strong>er</strong>um. Á hluta<br />

lóðarinnar mun ÍAV reisa um<br />

200 íbúðir, en á þeim hluta sem<br />

snýr út að Borgartúni mun áðurnefnt<br />

stórhýsi rísa. Á neðstu hæð<br />

hennar v<strong>er</strong>ður um 1.200m² v<strong>er</strong>slunarrými<br />

en á efri hæðum hússins<br />

<strong>er</strong> g<strong>er</strong>t ráð fyrir ýmiss konar<br />

skrifstofu- og þjónustustarfsemi.<br />

Oddur segir að framkvæmdir<br />

ættu að v<strong>er</strong>a komnar á fullt skrið<br />

undir lok ársins og fyrri hluta árs<br />

2007 eigi húsið að v<strong>er</strong>a tilbúið<br />

til innréttinga. Starfsemi í húsinu<br />

ætti því að v<strong>er</strong>a komin í fullan<br />

gang eftir um tvö ár.<br />

„Við <strong>er</strong>um að byrja markaðssetningu<br />

og kynningu á húsinu<br />

þessa daga og það litla sem við<br />

höfum þreifað fyrir okkur þá <strong>er</strong>u<br />

undirtektir góðar,“ segir Oddur.<br />

Hann telur stjórnendur leggja höfuðáh<strong>er</strong>slu<br />

á þrjá þætti þegar þeir<br />

velja húsnæði fyrir starfsemi fyrirtækja<br />

sinna. Í fyrsta lagi staðsetningu,<br />

í annan stað sýnileika<br />

og í þriðja lagi aðgengi viðskiptavina<br />

og starfsmanna. „Ef þú <strong>er</strong>t<br />

með vel þekkt vörum<strong>er</strong>ki skiptir<br />

miklu að velja starfseminni<br />

Skrifstofu- og<br />

v<strong>er</strong>slunarhúsið v<strong>er</strong>ður<br />

alls tólf þúsund f<strong>er</strong>metra<br />

bygging á átta hæðum<br />

með þriggja hæða<br />

bílakjallara sem rúma<br />

mun um 200 ökutæki.<br />

Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar hf.<br />

áb<strong>er</strong>andi stað. Að því leyti til <strong>er</strong><br />

Borgartún st<strong>er</strong>kur valkostur enda<br />

í alfaraleið og í nágrenninu <strong>er</strong>u<br />

einmitt mörg fyrirtæki með kunn<br />

vörum<strong>er</strong>ki sem eiga sér st<strong>er</strong>ka<br />

vitund í huga þjóðarinnar.“<br />

Mörg v<strong>er</strong>kefni framundan<br />

Þegar stórhýsið við Borgartún<br />

<strong>er</strong> risið <strong>er</strong> ætlun Þyrpingar<br />

að koma því í útleigu eða<br />

sölu og í framhaldinu v<strong>er</strong>ður<br />

Suðurhlið skrifsofu- og v<strong>er</strong>slunarhúsnæðis sem rísa mun á Bílanaustslóðinni á næstunni.<br />

það selt til fjárfesta. Þyrping,<br />

sem <strong>er</strong> í eigu Baugs Group<br />

og Fasteignafélagsins Stoða,<br />

stendur auk byggingarinnar við<br />

Borgartún, að fjölmörgum öðrum<br />

v<strong>er</strong>kefnum um þessa mundir.<br />

Þar má nefna v<strong>er</strong>slunarhús á<br />

Völlum í Hafnarfirði sem v<strong>er</strong>ður<br />

opnað í desemb<strong>er</strong> á þessu ári og<br />

framhald á uppbyggingu í 101<br />

Skuggahv<strong>er</strong>fi í Reykjavík. Nú <strong>er</strong><br />

á prjónunum að fara í uppbyggingu<br />

á 2. og 3. áfanga hv<strong>er</strong>fisins<br />

með 180 íbúðum sem koma á<br />

markaðinn á næstu miss<strong>er</strong>um.<br />

Jafnframt <strong>er</strong> sala hafin á einbýlishúsalóðum<br />

í landi Akralands<br />

ehf., það <strong>er</strong> sunnan megin við<br />

Arnarnesveg í Garðabæ. Sala<br />

þar á lóðum hefur gengið vonum<br />

framar og byrjað v<strong>er</strong>ður að selja<br />

lóðir í næsta áfanga hv<strong>er</strong>fisins<br />

um áramót.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 11


FRÉTTIR<br />

Eldur við Íslandsbanka.<br />

Spúandi eldgleypar léku<br />

listir sínar fyrir þátttakendur<br />

í Reykjavíkurmaraþoni, en<br />

þátttaka í því var góð.<br />

FV-mynd: Geir Ólafsson.<br />

Reykjavík var í sínum rétta<br />

ham og iðaði öll af lífi á<br />

menningarnótt sem haldin<br />

<strong>er</strong> í áliðnum ágúst. Dagskráin<br />

hófst í morgunsárið þegar ræst<br />

var í Reykjavíkurmaraþon.<br />

Hlaupararnir, sem lengst fóru,<br />

voru langt fram á dag að tínast<br />

í mark eftir sitt 42ja kílómetra<br />

maraþonhlaup. Þá var löngu hafin<br />

menningardagskrá sem fólst<br />

í myndlist, listasmiðjum, tónleikahaldi,<br />

sýningum, upplestri<br />

skálda og þannig mætti áfram<br />

halda. Gleðin stóð langt fram á<br />

kvöld, en ætla má að hápunkturinn<br />

hafi v<strong>er</strong>ið stórtónleikar<br />

Rásar 2 á Miðbakkanum við<br />

Reykjavíkurhöfn þar sem margar<br />

af vinsælustu rokksveitum landsins<br />

léku. Amen var svo sett á<br />

eftir efninu með flugeldasýningu<br />

sem Orkuveita Reykjavíkur stóð<br />

fyrir, venju samkvæmt.<br />

MENNINGARNÓTT<br />

12 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


FRÉTTIR<br />

Spreyjað á vegginn. Á menningarnótt gafst ungum listamönnum<br />

tækifæri til að spreyja á veggi og færa þar með í listrænan búning<br />

það sem alla jafna <strong>er</strong> harðbannað og þykir ljótt.<br />

Draugaborg. Í höfuðstöðvar TM<br />

mættu mórar, skottur og draugar<br />

austan frá Stokkseyri og þegar<br />

húma tók í höfuðborg varð<br />

Austurstrætið ofurlítið draugalegt.<br />

Hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni.<br />

AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ:<br />

300 STÆRSTU Á LOKASPRETTI<br />

Sjöfn Sigurgeirsdóttir.<br />

Vinnsla á bók Frjálsar v<strong>er</strong>slunar,<br />

300 stærstu, <strong>er</strong> núna<br />

á lokaspretti. Bókin kemur<br />

út í byrjun októb<strong>er</strong>. Ritstjórn<br />

Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar bi›ur þau<br />

fyrirtæki, sem enn eiga eftir<br />

a› senda inn uppl‡singar, a›<br />

breg›ast vel vi› og hafa samband<br />

vi› Elfi Logadóttur sem<br />

hefur annast söfnun uppl‡singa<br />

frá fyrirtækjum. Þa› sama <strong>er</strong><br />

a› segja um þá sem ætla a›<br />

augl‡sa og eiga eftir a› panta.<br />

Síminn hjá Sjöfn Sigurgeirsdóttur<br />

augl‡singastjóra og Elfi<br />

Logadóttur <strong>er</strong> 512-7575.<br />

Elfur Logadóttir.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 13


FRÉTTIR<br />

SAMSKIP OG DANÓL<br />

FÁ VERÐLAUN<br />

Fal legt um hv<strong>er</strong>fi fyr ir tækja,<br />

jafnt inn an dyra sem utan,<br />

hef ur góð á hrif á starfsandann<br />

og greini legt <strong>er</strong> að fyr ir tæki<br />

leggja æ meira upp úr því að<br />

skapa starfs mönn um sín um sem<br />

best vinnu um hv<strong>er</strong>fi. Í sum ar<br />

hlutu tvö fyr ir tæki, Danól og<br />

Sam skip, Fegr un ar við ur kenn ingu<br />

Reykja vík ur borg ar fyr ir lóð ir sín ar.<br />

Bæði <strong>er</strong>u þau í Vog um, Danól við<br />

Skútu vog 3 en Sam skip við Kjalar<br />

vog 7-15.<br />

Hús næði Danól ehf. teyg ir sig<br />

milli tveggja gatna. Við Skútu vog<br />

3 <strong>er</strong>u bíla stæði en fal leg gróð urbeð<br />

<strong>er</strong>u þeim meg in bygg ing anna<br />

sem snýr að Bark ar vogi.<br />

Að sögn Ein ars F. Krist insson<br />

ar fram kvæmda stjóra <strong>er</strong>u<br />

þetta eig in lega tvö hús. Fyr irtæk<br />

ið flutti inn í eldra hús ið<br />

1991-92 en í það nýrra fyr ir<br />

fjór um árum. Fyr ir fram an þenn an<br />

nýrri hluta <strong>er</strong>u gróð ur beð og<br />

að kom an að hús inu mjög fal leg.<br />

Rún ar Gunn ars son, arki tekt<br />

húss ins, hef ur skipu lagt lóð ina<br />

að v<strong>er</strong>u legu leyti en Guð mund ur<br />

Thorodd sen garð yrkju mað ur sér<br />

um við hald henn ar.<br />

Danól <strong>er</strong> við Skútuvog 3.<br />

Á vegg húss ins við inn ganginn,<br />

sem <strong>er</strong> klædd ur rauð leitu<br />

grjóti aust an af fjörð um, á bak<br />

við fal legt blóma beð, <strong>er</strong> Danólm<strong>er</strong>k<br />

ið úr stáli sem Rún ar hannaði<br />

líka.<br />

Danól hef ur áður hlot ið við urkenn<br />

ingu Þetta <strong>er</strong> ekki í fyrsta<br />

skipti sem Danól fær við ur kenningu<br />

sem þessa því fyr ir mörg um<br />

árum byggði fyr ir tæk ið tvö hús í<br />

Vatna görð um og hlaut fyr ir þau<br />

v<strong>er</strong>ð laun. Starfs menn taka ekki<br />

þátt í gróð ur setn ingu eða við haldi<br />

lóð ar inn ar, „ég og kon an mín,<br />

Ólöf Okt ós dótt ir, leggj um lín urn ar<br />

í sam ráði við Rún ar arki tekt en<br />

Guð mund ur garð yrkju mað ur sér<br />

svo um út færslu og við hald,“<br />

seg ir Ein ar.<br />

Og skyldi um hv<strong>er</strong>f ið ekki hafa<br />

góð á hrif á starfsand ann? „Við<br />

skul um vona það,“ seg ir Ein ar og<br />

hlær við.<br />

Samskip <strong>er</strong> við Kjalarvog 7-15.<br />

Starfs menn fjöl menntu til gróður<br />

setn ing ar Í vor var efnt til<br />

sér staks gróð ur setn ing ar dags hjá<br />

Sam skip um með mik illi þátt töku<br />

starfs manna. Hulda Krist ín Magnús<br />

dótt ir, að stoð ar mað ur starf andi<br />

stjórn ar for manns fyr ir tæk is ins,<br />

seg ir að þátt tak an hafi v<strong>er</strong> ið ó trúleg<br />

og það þótt v<strong>er</strong> ið hafi míg andi<br />

rign ing. Menn létu slíkt ekki á sig<br />

fá og til starfa á gróð ur setn ing ardag<br />

inn mættu milli 150 og 200<br />

starfs menn og fjöl skyld ur þeirra.<br />

Lands lags arki tekt ar hjá Landmót<br />

un, Ingi björg Krist jáns dótt ir<br />

og Ás laug Trausta dótt ir, hönnuðu<br />

lóð Sam skipa sem <strong>er</strong> mjög<br />

at hygl is v<strong>er</strong>ð. Mik ið b<strong>er</strong> á lá börðu<br />

grjóti sem minn ir á sjáv ar strönd.<br />

Ryðg að stál <strong>er</strong> not að í stað<br />

kant steina í hellu lögn og háir<br />

stál vegg ir líta út eins og stál þil<br />

í höfn um lands ins og leiða hugann<br />

einnig að stál inu í skip un um<br />

sem sigla með vör ur til og frá<br />

land inu. Hulda Krist ín seg ir að<br />

í fram tíð inni muni mik ið b<strong>er</strong>a á<br />

mel gresi á lóð inni, en það gróður<br />

settu starfs menn nú í vor. Sáð<br />

var fyr ir mel gres inu í vet ur og<br />

ung plönt un um plant að út í reiti<br />

sem starfs menn fengu út hlut að<br />

á gróð ur setn ing ar dag inn. Eng in<br />

Um sagn ir<br />

Þórólf ur Jóns son, deildar<br />

stjóri garð yrkju deild ar<br />

Reykja vík ur borg ar, og<br />

Björn Ax els son hjá skipulags<br />

full trúa borg ar inn ar<br />

skip uðu vinnu hóp sem<br />

valdi lóð ir sem hlutu<br />

fegr un ar við ur kenn ing una.<br />

Í um sögn um Danól,<br />

Skútu vogi 3, seg ir: Lóð in<br />

Skútu vog ur 3 fær við urkenn<br />

ingu fyr ir fal leg an<br />

frá gang á beð um og bílastæð<br />

um á at hafna svæði.<br />

Í um sögn um Sam skip<br />

seg ir: Lóð Sam skipa við<br />

Kjal ar vog 7-15 fær við urkenn<br />

ingu fyr ir snyrti lega<br />

og stíl hreina lóð á stóru<br />

at hafna svæði.<br />

sum ar blóm <strong>er</strong>u á lóð inni en tré á<br />

stöku stað í stein beð um.<br />

Á gróð ur setn ing ar dag inn<br />

g<strong>er</strong>ðu menn sér glað an dag,<br />

fóru í leiki, borð uðu pyls ur og<br />

sæl gæti og tóku við v<strong>er</strong>ð laun um<br />

milli þess sem mel gres ið var<br />

gróð ur sett. Ekki hef ur v<strong>er</strong> ið tek in<br />

á kvörð un um garð yrkju störf<br />

starfs manna Sam skipa næsta<br />

sum ar en mik il og virk starfsmanna<br />

stefna <strong>er</strong> rek in hjá fyr ir tækinu<br />

og aldrei að vita hvað bíð ur<br />

manna að ári.<br />

14 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


FRÉTTIR<br />

FORSTJÓRI KALL Í HEIMSÓKN<br />

Askham Bjarnason, forstjóri<br />

fjarskiptafélagsins<br />

Kall í Færeyjum, sem Og<br />

Vodafone eiga núna um 82%<br />

eignarhlut í var hér á f<strong>er</strong>ð<br />

nýlega. Og Vodafone bættu við<br />

sig 68% hlut í Kall í júlí en fyrir<br />

átti félagið um 14%. Kall <strong>er</strong> með<br />

um 15% hlut á færeyska fjarskiptamakaðnum<br />

og með um<br />

25% hlut í GSM-markaðnum.<br />

Átján manns starfa hjá félaginu<br />

sem veltir um 650 milljónum.<br />

Þegar Askham var hér á f<strong>er</strong>ð<br />

var Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri<br />

Og Vodafone, en Árni<br />

Pétur Jónsson hefur tekið við af<br />

honum. Eiríkur <strong>er</strong> núna forstjóri<br />

Dagsbrúnar en það rekur dótturfélögin<br />

Og Vodafone og 365<br />

miðla.<br />

Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone, Viðar Þorkelsson, aðstoðarforstjóri<br />

Og Vodafone, Anna Huld Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Og Vodafone, Martin<br />

Pauli Jacobsen, frá Kall í Færeyjum, Askham Bjarnason, forstjóri fjarskiptafélagsins Kall í Færeyjum og<br />

Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Dagsbrúnar, móðurfélags Og Vodafone. FV-mynd: Geir Ólafsson.<br />

JÁ <strong>er</strong> nýtt fyrirtæki Símans<br />

Já heitir nýtt fyrirtæki sem<br />

stofnað hefur v<strong>er</strong>ið um nokkra<br />

þjónustuþætti sem heyrt hafa<br />

undir Símann. Hið nýja félag<br />

mun reka upplýsingaþjónustuna<br />

118, annast ritstjórn og útgáfu<br />

Símaskrárinnar og rekstur vefsvæðisins<br />

Símaskra.is.<br />

Simaskra.is <strong>er</strong> jafnframt vefsvæði<br />

félagsins en farið <strong>er</strong> inn á<br />

það með því að slá inn slóðina<br />

www.simaskra.is eða www.ja.is.<br />

Markmið Já <strong>er</strong> að veita viðskiptavinum<br />

aðgang að áreiðanlegum<br />

upplýsingum sem nýtast í dagsins<br />

önn, hvenær og hvar sem<br />

þeir þarfnast þeirra.<br />

Já <strong>er</strong> dótturfélag Símans.<br />

Starfsmenn <strong>er</strong>u um 140<br />

en flestir starfa við 118.<br />

Starfsstöðvar Já <strong>er</strong>u í Reykjavík,<br />

á Ísafirði, Akureyri og<br />

Egilsstöðum.<br />

Kirstján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tekur nýja vefsíðu<br />

Símaskra.is í notkun á blaðamannafundi sem haldinn var í<br />

húsnæði Já á Akureyri á dögunum. Með á myndinni <strong>er</strong>u Katrín<br />

Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, og Sigríður Margrét<br />

Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.<br />

Lei›réttingar<br />

vegna Tekjubla›s<br />

Tvær meinlegar villur voru<br />

í Tekjubla›i Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar.<br />

Þar var sagt a›<br />

Steingrímur Leifsson, framkvæmdastjóri<br />

Frostfisks<br />

í Þorlákshöfn, hefði<br />

v<strong>er</strong>i› me› 243 þús. kr.<br />

á mánu›i á sí›asta ári.<br />

Hi› rétta <strong>er</strong> a› hann var<br />

me› yfir 600 þús. kr. á<br />

mánu›i. Þá var sagt a›<br />

Víglundur Þorsteinsson,<br />

stjórnarforma›ur BM<br />

Vallár, væri me› 150 þús.<br />

kr. á mánu›i á sí›asta<br />

ári, en hi› rétta <strong>er</strong> a›<br />

hann var me› um 1.065<br />

þús. kr. á mánu›i. Frjáls<br />

v<strong>er</strong>slun bi›ur þá Steingrím<br />

og Víglund afsökunar á<br />

þessum mistökum.<br />

-Ritstj.<br />

16 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Mynd ársins! Hin ákærðu<br />

ganga saman fylktu liði í<br />

Austurstræti í átt að<br />

Héraðsdómi Reykjavíkur<br />

við Lækjartorg.<br />

BAUGSMÁLIÐ DÓMTEKIÐ:<br />

„VIÐ<br />

ERUM<br />

SAK-<br />

LAUS“<br />

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Baugsmálið <strong>er</strong> eitt <strong>umfangsmesta</strong><br />

dómsmál í sögu íslensks viðskiptalífs.<br />

Eftir um þriggja ára rannsókn<br />

lögreglunnar var Baugsmálið loks<br />

dómtekið 17. ágúst í Héraðsdómi<br />

Reykjavíkur. Sakborningarnir sex<br />

lýstu allir yfir sakleysi og sögðu<br />

ákærurnar rangar.<br />

18 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð<br />

Þau gengu saman sem ein liðsheild<br />

í Austurstrætinu á leið í Héraðsdóm<br />

Reykjavíkur við Lækjartorg. Þau voru<br />

vel klædd, afslöppuð, vel útlítandi,<br />

brosandi og geisluðu af sjálfstrausti.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 19


BAUGSMÁLIÐ DÓMTEKIÐ<br />

Í dómsal. Jón Ásgeir Jóhannesson,<br />

forstjóri Baugs, ásamt v<strong>er</strong>janda sínu,<br />

Gesti Jónssyni (til vinstri) og Einari<br />

Þór Sv<strong>er</strong>rissyni, v<strong>er</strong>janda Jóhannesar<br />

Jónssonar.<br />

Fulltrúar ákæruvaldsins mæta við þingfestingu Baugsmálsins. Fremstur í flokki f<strong>er</strong> Jón H. B. Snorrason,<br />

saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar.<br />

20 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð<br />

Jóhannes Jónsson<br />

ásamt v<strong>er</strong>janda<br />

sínum, Einari Þór<br />

Sv<strong>er</strong>rissyni. „98%<br />

þjóðarinnar <strong>er</strong>u<br />

sammála okkur um<br />

sakleysi okkar.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 21


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

SEK EÐA<br />

SAKLAUS?<br />

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Dómsdagur, sá fyrsti í þessu mikla máli. Þau gengu<br />

saman sem ein liðsheild í Austurstrætinu á leið í Héraðsdóm<br />

Reykjavíkur við Lækjartorg. Þau voru vel<br />

klædd, afslöppuð, vel útlítandi, brosandi og geisluðu af<br />

sjálfstrausti.<br />

Þannig komu sakborningarnir sex í Baugsmálinu mönnum fyrir<br />

sjónir þegar þeir gengu ásamt v<strong>er</strong>jendum sínum inn í Héraðsdóm<br />

Reykjavíkur hinn 17. ágúst þegar Baugsmálið var dómtekið.<br />

Fréttamenn, innlendir sem útlendir, voru á útopnu í kringum þau.<br />

Sennilega hafa sakborningar aldrei áður komið jafn sameinaðir fyrir<br />

dómara Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta var eins og vel útfært atriði<br />

í kvikmynd.<br />

ÁKÆRAN ER RÖNG<br />

„Ákæran <strong>er</strong> röng og ég <strong>er</strong> algjörlega saklaus,“ sagði Jón Ásgeir<br />

Jóhannesson, forstjóri Baugs, þegar Pétur Guðgeirsson dómsforseti<br />

spurði hann hvort ákæran á hendur þeim væri rétt eða röng. Þessi<br />

setning telst mjög líklega setning ársins í íslensku viðskiptalífi, líkt og<br />

myndin af sakborningum saman í Austurstrætinu á leið í Héraðsdóm<br />

telst mynd ársins.<br />

Aðrir sakborningar svöruðu á sömu leið og Jón Ásgeir. „Ákæran<br />

<strong>er</strong> röng, ég <strong>er</strong> saklaus,“ hljómaði þegar Pétur Guðgeirsson dómsforseti<br />

spurði ákærðu, einn af öðrum, hvort ákæran á hendur þeim væri<br />

rétt eða röng.<br />

HIN ÁKÆRÐU<br />

Hin ákærðu <strong>er</strong>u: Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi<br />

Jónsson, fyrrv<strong>er</strong>andi forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður<br />

í Baugi, Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums,<br />

Stefán Hilmarsson endurskoðandi og Anna Þórðardóttir endurskoðandi.<br />

Lögmenn sakborninganna <strong>er</strong>u: Gestur Jónsson, v<strong>er</strong>jandi Jóns<br />

Ásgeirs Jóhannessonar, Einar Þór Sv<strong>er</strong>risson, v<strong>er</strong>jandi Jóhannesar<br />

Jónssonar, Jakob R. Möll<strong>er</strong>, v<strong>er</strong>jandi Tryggva Jónssonar,<br />

Kristín Edwald, v<strong>er</strong>jandi Kristínar Jóhannesdóttur, og Þórunn<br />

Guðmundsdóttir, v<strong>er</strong>jandi Stefáns Hilmarssonar og Önnur Þórðardóttur.<br />

Þinghaldið í Héraðsdómi stóð aðeins yfir í 20 mínútur en<br />

þá frestaði Pétur því til 20. októb<strong>er</strong>. Fyrirsjáanleg <strong>er</strong>u mikil og<br />

ströng réttarhöld sem setja munu svip sinn á fréttir vetrarins - svo<br />

umfangsmikið <strong>er</strong> það.<br />

Fari málið fyrir Hæstarétt <strong>er</strong> búist við að dómur hans liggi fyrir<br />

næsta haust. Ákæruatriðin í málinu <strong>er</strong>u 40 talsins og málsskjöl yfir<br />

20 þúsund blaðsíður. Þau v<strong>er</strong>ða ekki afhent fjölmiðlum.<br />

Eðlilega varð ekki þv<strong>er</strong>fótað fyrir fréttamönnum og ljósmyndurum<br />

í Héraðsdómi þegar sexmenningarnir mættu ásamt lögmönnum<br />

sínum. Þinghaldið hófst kl. 13.30 þennan dag og hófst á<br />

því að Jón H. B. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar<br />

ríkislögreglustjóra, fór yfir ákæruatriðin.<br />

FJÖLSKIPAÐUR DÓMUR<br />

Dómurinn <strong>er</strong> fjölskipaður. Meðdómendur Péturs <strong>er</strong>u þeir Arngrímur<br />

Ísb<strong>er</strong>g héraðsdómari og Garðar Valdimarsson, hæstaréttarlögmaður<br />

Jón G<strong>er</strong>ald Sullenb<strong>er</strong>g<strong>er</strong>, fyrrv<strong>er</strong>andi viðskiptafélagi Bónusfeðga, og<br />

sá sem kærði málið til lögreglunnar, mætti við þingfestingu málsins.<br />

22 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

og löggiltur endurskoðandi. Þeir Arngrímur og Garðar voru ekki á<br />

staðnum.<br />

Baugsmálið <strong>er</strong> eitt af viðamestu dómsmálum á Íslandi og örugglega<br />

annað af tveimur umfangsmestu dómsmálum í íslenskri viðskiptasögu.<br />

Hitt var Hafskipsmálið. Bæði málin<br />

eiga það sameiginlegt að stjórnmálamenn blandast<br />

inn í umræðuna um þau.<br />

Davíð Oddsson utanríkisráðh<strong>er</strong>ra blandast inn<br />

í vörn sakborninganna sem segja að ákærurnar á<br />

hendur þeim sé runnar undan rifjum hans. Í Hafskipsmálinu<br />

blönduðust nafntogaðar menn í Sjálfstæðisflokknum<br />

inn í umræðuna. Þess má geta að<br />

Ólafur Jóhannesson, þá dómsmálaráðh<strong>er</strong>ra, var<br />

dreginn inn í umræður um Geirfinnsmálið fyrir<br />

þrjátíu árum.<br />

BEINA KASTLJÓSINU AÐ DAVÍÐ<br />

Fjölmiðlar í Danmörku og Bretlandi hafa fjallað<br />

mikið um Baugsmálið og ákærurnar - enda Jón<br />

Ásgeir Jóhannesson þekktur maður í viðskiptalífi þessara landa<br />

vegna umsvifa Baugs þar. Allir <strong>er</strong>lendu fjölmiðlarnir segja frá þeirri<br />

vörn Baugsmanna að Davíð Oddsson utanríkisráðh<strong>er</strong>ra eigi upptökin<br />

í málinu.<br />

Rannsókn lögreglunnar í Baugsmálinu hefur tekið þrjú ár og<br />

þögnin um rannsóknina v<strong>er</strong>ið svo yfirþyrmandi að alls kyns sögur<br />

hafa gengið manna á milli um málið. Rannsóknin hófst með flugeldasýningu,<br />

fjölmennri húsleit lögreglunnar á skrifstofum Baugs hinn<br />

Hagnaður Baugs Group á<br />

fyrstu sex mánuðum þessa<br />

árs nam 10,6 milljörðum<br />

eftir skatta. Heildareignir<br />

Baugs Group voru bókfærðar<br />

á 101 milljarð í lok<br />

júní 2005. Eigið fé félagsins<br />

nemur 46 milljörðum<br />

króna og eiginfjárhlutfall<br />

<strong>er</strong> 45%.<br />

28. ágúst 2002. Ekki v<strong>er</strong>ður annað séð en að málið hafi undið upp á<br />

sig jafnt og þétt meðan á rannsókn hefur staðið.<br />

Upphaf málsins <strong>er</strong> að fyrrum viðskiptafélagi Bónusfeðga, Jón<br />

G<strong>er</strong>ald Sullenb<strong>er</strong>g<strong>er</strong>, sem búsettur hefur v<strong>er</strong>ið í Bandaríkjunum um<br />

árabil, lagði fram kæru til lögreglunnar vegna<br />

viðskipta Baugs við fyrirtæki hans, Nordica Inc.<br />

í Bandaríkjunum. Þáv<strong>er</strong>andi lögfræðingur Jóns<br />

G<strong>er</strong>alds var Jón Steinar Gunnlaugsson, nú hæstaréttardómari.<br />

JÓN GERALD VAR MÆTTUR<br />

Jón G<strong>er</strong>ald var mættur í Héraðsdómi Reykjavíkur<br />

við þingfestinguna og var á meðal áhorfenda í<br />

dómsal. Hann sat á fremsta bekk í salnum. Aðeins<br />

nokkur ákæruatriði í þessu umfangsmikla máli<br />

snúast um viðskiptin við Jón G<strong>er</strong>ald og meintar<br />

greiðslur Baugs á snekkjunni „Thee Viking“ - sem<br />

Jón G<strong>er</strong>ald segist hafa átt með Gaumi.<br />

Húsleit lögreglunnar á skrifstofum Baugs hinn<br />

28. ágúst 2002 var g<strong>er</strong>ð í miðjum samningaviðræðum þeirra Baugsmanna<br />

við breska auðkýfinginn Philip Green. Húsleitin varð til þess<br />

að hann hætti við að yfirtaka Arcadia í samvinnu við þá Baugsmenn<br />

- sem höfðu hins vegar áttu hugmyndina að yfirtökunni og leitað til<br />

hans um samvinnu.<br />

Þegar ákærurnar voru birtar sakborningum 1. júlí sl. voru Baugsmenn<br />

í viðkvæmum samningaviðræðum við <strong>er</strong>lenda fjárfesta um<br />

kaup á bresku v<strong>er</strong>slanasamsteypunni Som<strong>er</strong>field. Baugsmenn urðu<br />

Fréttamenn elta Jón H. B. Snorrason, saksóknara og yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, þegar hann yfirgefur Héraðsdóm.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 23


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

Deidre Lo, lögfræðingur breska<br />

lögfræðifyrirtækisins Capcon-<br />

Argen Ltd., á fundi með fréttamönnum:<br />

„Eðlilegar skýrar <strong>er</strong>u<br />

á öllum atriðum í ákærunni sem<br />

snúa að sakborningum.“<br />

að daga sig út úr þeim samningaviðræðum eftir margra mánaða<br />

vinnu.<br />

Baugsmálið <strong>er</strong> flókið. Baugur <strong>er</strong> tjónþoli og hinir ákærðu, þ.e. forsvarsmenn<br />

og endurskoðendur Baugs og Gaums, <strong>er</strong>u sakaðir um að<br />

hafa valdið Baugi fjárhagslegu tjóni. Á sama tíma benda Baugsmenn<br />

á að staða Baugs Group hafi aldri v<strong>er</strong>ið st<strong>er</strong>kari.<br />

Í yfirlýsingu sem stjórn Baugs Group sendi frá<br />

sér segir m.a.: „Staða Baugs Group <strong>er</strong> st<strong>er</strong>kari en<br />

nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum<br />

starfa 51 þúsund starfsmenn í nokkrum<br />

löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum<br />

króna hinn 31. desemb<strong>er</strong> 2004 og heildarvelta 866<br />

milljörðum króna.“<br />

Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni: „Baugur<br />

Group, í samstarfi við aðra, hefur tekið yfir rekstur<br />

samtals 13 fyrirtækja <strong>er</strong>lendis frá því að lögregluyfirvöld<br />

hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarv<strong>er</strong>ðmæti þeirra<br />

viðskipta 25,9 milljörðum króna. Þar að auki hefur félagið fjárfest<br />

fyrir 50,4 milljarða króna í Bretlandi, Íslandi og Danmörku.“<br />

ENGIR „HLUTLAUSIR SÉRFRÆÐINGAR“<br />

Engir „hlutlausir sérfræðingar“ í reikningshaldi og skattalögum hafa<br />

fengist til að tjá sig um einstök ákæruatriði í Baugsmálinu við fjölmiðla.<br />

Það bendir til þess hve <strong>er</strong>fitt og flókið þetta mál <strong>er</strong>.<br />

Lögfræðiálit, sem forráðamenn Baugs hafa óskað eftir, hafa hins<br />

vegar v<strong>er</strong>ið birt í fjölmiðlum. Lögmannsstofa Hreins Loftssonar,<br />

stjórnarformanns Baugs, fékk Jónatan Þórmundsson, prófessor í<br />

refsirétti við Háskóla Ísland, til að taka saman álitsg<strong>er</strong>ð um málið.<br />

Álit Jónatans var birt í fjölmiðlum 2. júlí, eða daginn eftir að<br />

ákærurnar voru gefnar út. Jónatan kemst að þeirri niðurstöðu að<br />

málatilbúnaður ákæruvaldsins á hendur sexmenningunum byggðist<br />

á veikum forsendum og að varnir þeirra væru vænlegar.<br />

Baugsmálið <strong>er</strong> eitt af<br />

viðamestu dómsmálum á<br />

Íslandi og örugglega annað<br />

af tveimur umfangsmestu<br />

dómsmálum í<br />

íslenskri viðskiptasögu.<br />

Jónatan segir m.a. í álitsg<strong>er</strong>ð sinni: „Lögreglurannsókn efnahagsbrotadeildar<br />

ríkislögreglustjóra hefur nú staðið stanslaust,<br />

eftir því sem látið <strong>er</strong> í veðri vaka, allt frá 28. ágúst 2002 án þess að<br />

sakborningum hafi v<strong>er</strong>ið g<strong>er</strong>ð formleg grein fyrir gangi málsins og<br />

hugsanlegum rannsóknarlokum.<br />

Þótt margt sé óljóst um umfang og eðli þessarar lögreglurannsóknar,<br />

gagnsemi hennar og líklegan<br />

árangur, má þó fullyrða að hún tekur sífellt á<br />

sig nýjar myndir með nýjum sakarefnum, jafnóðum<br />

og eldri sakarefni <strong>er</strong>u skýrð eða hrakin<br />

af hálfu Baugs Group hf., stjórnenda félagsins,<br />

lögfræðinga og endurskoðenda,“ segir í<br />

áliti Jónatans.<br />

CAPCON-ARGEN LTD.<br />

Í kjölfar birtingar ákærunnar í sumar fékk<br />

Baugur breska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Ltd. til að fara<br />

ofan í ákæruatriðin og sagði aðalhöfundur hennar, Deidre Lo, á<br />

fundi með fréttamönnum nokkrum klukkustundum áður en málið<br />

var dómtekið hinn 17. ágúst, að eðlilegar skýringar væru á öllum<br />

atriðum í ákærunum sem snúa að sakborningunum.<br />

Í skýrslunni <strong>er</strong> ekki tekin afstaða til sektar eða sýknu þeirra.<br />

Fram kom á fundinum að Deidre Lo hefði aldrei kynnst viðlíka<br />

máli í rannsóknum sínum. Capcon-Argen Ltd. vann skýrsluna fyrir<br />

Baug á fimm vikum og fékk aðgang að öllum málsskjölum.<br />

Það hefur vakið athygli allra hvað Baugsmenn hafa rekið mikinn<br />

áróður fyrir því að málið sé sprottið undan rifjum Davíðs<br />

Oddssonar. Þannig svaraði Jóhannes Jónsson fréttamönnum eftir<br />

þingfestingu málsins að hann væri sannfærður um sakleysi sakborninga:<br />

„98% þjóðarinnar <strong>er</strong>u okkur sammála í því.“<br />

Hann bætti síðan við: „Ég veit hvað þarna býr að baki,“ og vísaði<br />

þar enn og aftur til aðdraganda kærunnar.<br />

24 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

ÁKÆRURNAR Í<br />

BAUGSMÁLINU<br />

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON<br />

MYND: GEIR ÓLAFSSON<br />

Ákært <strong>er</strong> m.a. fyrir fjárdrátt og umboðssvik vegna meintra<br />

ólögmætra lánveitinga að upphæð 1,3 milljarðar króna og<br />

fyrir rangfærslur í bókhaldi, auk fleiri brota.<br />

Ríkislögreglustjóri gaf ákærurnar út á hendur sexmenningunum,<br />

þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni,<br />

Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Stefáni<br />

Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, hinn 1. júlí sl. Málið<br />

var hins vegar þingfest einum og hálfum mánuði síðar, hinn 17.<br />

ágúst, í Héraðsdómi Reykjavíkur.<br />

Ákærurnar flokkast í ellefu kafla eftir tegund brota og <strong>er</strong>u í fjörutíu<br />

liðum. Málsskjöl <strong>er</strong>u mikil að vexti eða 20 þúsund síður.<br />

Ákært <strong>er</strong> fyrir fjárdrátt og umboðssvik vegna ólögmætra lánveitinga<br />

að upphæð 1,3 miljarðar króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi<br />

sem hljóða upp á hátt í 1,4 miljarða, auk fleiri brota sem snúa að<br />

lögum um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Sannist sekt varða<br />

meint brot fangelsisvist og sektum.<br />

Flestar ákærurnar snúa að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra<br />

Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrv<strong>er</strong>andi forstjóra Baugs.<br />

Ákærurnar <strong>er</strong>u margs konar. Hér v<strong>er</strong>ður ekki farið nákvæmlega<br />

ofan í þær þar sem aðrir fjölmiðlar <strong>er</strong>u búnir að því. En ákærunar<br />

snáust til dæmis um: Að fjárfestingar Gaums og Fjárfars hafi v<strong>er</strong>ið<br />

fjármagnaðar af Baugi; Að forsvarsmenn Baugs hafi lánað um 847<br />

milljónir af fé Baugs til sjálfra sín og fjölskyldufyrirtækja, m.a. til<br />

Gaums og Fjárfars, oft án skuldarviðurkenninga, trygginga eða<br />

samninga um endurgreiðslur; Að Baugur hafi greitt 34 reikninga<br />

vegna skemmtibáts í annarra eigu; Að Baugur hafi greitt p<strong>er</strong>sónulegar<br />

úttektir óviðkomandi félaginu. Alls fjalla 11 af 40 liðum<br />

ákærunnar um lán Baugs til þessara tveggja félaga. Í ákærunum<br />

kemur fram að lánin hafi v<strong>er</strong>ið veitt á tímabilinu frá októb<strong>er</strong> 1998<br />

til maí 2001 þegar Baugur var skráður á V<strong>er</strong>ðbréfaþingi Íslands og<br />

í eigu margra hluthafa.<br />

Í mjög fróðlegri og skýrri úttekt Morgunblaðsins hinn 17. ágúst<br />

á Baugsmálinu kemur fram að um helmingurinn af fyrrgreindum<br />

847 milljóna króna lánum hafi v<strong>er</strong>ið g<strong>er</strong>ður upp á árunum 1998 og<br />

1999.<br />

Enn <strong>er</strong> hins vegar deilt um 95 milljónir sem færðar voru til Kaupþings<br />

og síðar til félags í eigu Gaums en sakborningar segja fjárhæðina<br />

hafa v<strong>er</strong>ið þóknun í tengslum við kaup í Arcadia.<br />

Önnur lán voru g<strong>er</strong>ð upp á árinu 2002, fyrir og eftir húsleit lögreglunnar.<br />

Þar af voru 210 milljónir g<strong>er</strong>ðar upp með víxlum sem gefnir<br />

voru út 20. maí 2002 og greiddir 5. septemb<strong>er</strong> 2002, eða nokkrum<br />

dögum eftir húsleitina. Um 150 milljónir króna voru g<strong>er</strong>ðar upp eftir<br />

húsleit lögreglunnar.<br />

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, hefur sagt í<br />

fjölmiðlum í útskýringum sínum að öll viðskipti milli Gaums, eignarhaldsfélags<br />

fjölskyldunnar, og Baugs hafi v<strong>er</strong>ið þannig að Baugur<br />

hafi alltaf hagnast. Engu hafi v<strong>er</strong>ið stolið og enginn orðið fyrir tjóni<br />

af hans völdum. Þá hefur hann margoft sagt að ekk<strong>er</strong>t hafi v<strong>er</strong>ið<br />

hlustað á eða tekið tillit til skýringa sakborninga í málinu.<br />

Bréf dómenda til ákæruvalds og v<strong>er</strong>jenda í Baugsmálinu<br />

Þegar Frjáls v<strong>er</strong>slun var komin í<br />

prentun bárust fréttir um a› Pétur<br />

Gu›geirsson hér›asdómari og<br />

dómsforseti í Baugsmálinu, hef›i<br />

sent saksóknara og v<strong>er</strong>jendum<br />

í Baugsmálinu bréf um að annmarkar<br />

væru á ákærunum. G<strong>er</strong>›ar<br />

<strong>er</strong>u athugasemdir vi› 18 af 40<br />

ákæruli›um og a› annmarkarnir<br />

séu þeir a› v<strong>er</strong>kna›i ákær›a<br />

sé ekki nægilega vel l‡st. Me›<br />

ö›rum a› sk‡ra þurfi betur og l‡sa<br />

meintum brotum fjögurra hinna<br />

ákær›u. Lögmenn voru á því a›<br />

þetta teldist áfall fyrir ákæruvaldi›.<br />

Bo›a› var til sérstaks þinghalds þar<br />

sem sækjandi og v<strong>er</strong>jendur gætu<br />

komi› sjónarmi›um sínum a›.<br />

26 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 27


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

PR-FYRIRTÆKIÐ<br />

Hvað eiga Baugur Group, Am<strong>er</strong>ican Express og Morgan Stanley<br />

sameiginlegt? Þekktasta almannatengslafyrirtæki Breta,<br />

Gavin And<strong>er</strong>son, vinnur fyrir þau öll.<br />

TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR<br />

MYND: GEIR ÓLAFSSON<br />

Breska almannatengslafyrirtækið Gavin And<strong>er</strong>son vinnur<br />

fyrir Baug Group. Þetta <strong>er</strong> þekktast fyrirtækið í Bretlandi í<br />

almannatengslum, „public relation“. Fyrirtækið starfar m.a.<br />

fyrir Morgan Stanley og Am<strong>er</strong>ican Express.<br />

Meðan allt gengur vel sjá PR-fyrirtækin, sem sérhæfa sig í viðskiptaheiminum,<br />

um að breiða út velgengnisfréttir. Þegar illa viðrar,<br />

óhöppin dynja yfir og vondu fréttirnar ógna afkomu fyrirtækis, mannorði<br />

stjórnenda eða hvoru tveggja láta PR-fyrirtækin hendur standa<br />

fram úr <strong>er</strong>mum í björgunaraðg<strong>er</strong>ðum, sem miða að því að g<strong>er</strong>a sem<br />

minnst úr því neikvæða - og g<strong>er</strong>a sitt til að allt sýnist betra en það<br />

<strong>er</strong>, auðvitað ekki með lygum - því það lítur hrikalega illa út ef upp<br />

kemst - heldur með því að segja kannski ekki alla söguna, því oft má<br />

satt kyrrt liggja.<br />

Gavin And<strong>er</strong>son Vettvangur PR-fyrirtækjanna <strong>er</strong><br />

auðvitað fjölmiðlarnir þar sem skoðanir og afstaða<br />

mótast. Gavin And<strong>er</strong>son var stofnað 1981, <strong>er</strong> með<br />

skrifstofur í þrettán löndum og hjá fyrirtækinu starfa<br />

150 manns. Hér í London starfa 43. Í þeim karlaheimi<br />

sem viðskiptaheimurinn hér <strong>er</strong> vekur athygli að þar<br />

af <strong>er</strong>u 30 konur. Þetta <strong>er</strong> reyndar almennt einkenni<br />

á PR-fyrirtækjum - margar konur vinna þar. Sumir<br />

segja að það sé vegna þess að konur séu almennt<br />

snjallar í mannlegum samskiptum, eigi bæði auðvelt með að eiga<br />

saman að sælda við viðskiptavini og við þá sem þarf að hafa áhrif á.<br />

Yfirlýst markmið Gavin And<strong>er</strong>son <strong>er</strong>u: „Upplýsa. Breyta. Leysa:<br />

Áhrifamikil samskiptaáætlun getur breytt almannaskoðun, skapað<br />

bægslagang með nýjum tiltækjum eða haldið niðri stormi í aðsigi.“<br />

Til að ná þessum markmiðum felst starfið mjög í því að v<strong>er</strong>a í<br />

góðu sambandi við fyrirtækið sem unnið <strong>er</strong> fyrir til að átta sig á því<br />

sem gæti orðið fréttaefni og eins að rækta sambandið við fjölmiðla<br />

og fréttamenn. Hv<strong>er</strong>n einasta virkan dag í hádeginu <strong>er</strong>u mýmörg<br />

veitingahús í London þéttsetin af fjölmiðlafólki sem þiggur veitingar<br />

í boði PR-fólks og <strong>er</strong> um leið fóðrað á upplýsingum.<br />

Ekk<strong>er</strong>t athugav<strong>er</strong>t við það. Frétta- og blaðamenn <strong>er</strong>u ekki svo<br />

einfaldir að halda að þeim sé boðið í mat af því þeir séu svona<br />

skemmtilegir eða m<strong>er</strong>kilegir. Það <strong>er</strong> óneitanlega gagnkvæmni í<br />

gangi: PR-fólkið <strong>er</strong> að b<strong>er</strong>a út góðar sögur af viðskiptavinum sínum<br />

og fjölmiðlafólkið <strong>er</strong> spennt fyrir sambandinu því það getur tryggt<br />

þeim þau forréttindi að v<strong>er</strong>ða fyrstir með áhugav<strong>er</strong>ðir fréttir - svo<br />

allir fá eitthvað fyrir sinn snúð.<br />

Það <strong>er</strong> líka hárfínt jafnvægi sem fyrirtæki eins og Gavin And<strong>er</strong>son<br />

v<strong>er</strong>ður að hafa í huga: Sá, sem reynir einu sinni að villa um fyrir<br />

blaðamönnum með röngum upplýsingum, v<strong>er</strong>ður varla spurður aftur<br />

- og blaðamenn tala saman svo fiskisagan flýgur fljótt. Blaðamenn<br />

<strong>er</strong>u reyndar misjafnlega ginnkeyptir fyrir upplýsingum PR-fyrirtækja.<br />

Þeir sem stunda rannsóknarblaðamennsku leggja yfirleitt lykkju á<br />

leið sína framhjá þessum fyrirtækjum því þeir hafa nógan tíma til að<br />

afla sér upplýsinga sjálfir. Þeir sem <strong>er</strong>u í því að skila af sér stuttum<br />

fréttum í löngum bunum geta frekar freistast<br />

til að gleypa upplýsingar hráar.<br />

Það <strong>er</strong> athyglisv<strong>er</strong>t að<br />

þegar íslenskir fjölmiðlar<br />

fengu ákærurnar frá Baugi<br />

fylgdu þeim ekki yfirlitin<br />

yfir kortaúttektirnar. Þær<br />

hafði Griffiths hins vegar<br />

undir höndum.<br />

Umfjöllunin um Baug Umfjöllunin um Baug<br />

hefur v<strong>er</strong>ið fyrirf<strong>er</strong>ðarmikil í breskum fjölmiðlum<br />

undanfarin miss<strong>er</strong>i. Það <strong>er</strong> þó varla<br />

eingöngu ötulu starfi Gavin And<strong>er</strong>sons að<br />

þakka heldur fyrst og fremst vegna þess<br />

að Baugur hefur v<strong>er</strong>ið að kaupa svo þekkt<br />

fyrirtæki. Leikfangabúðin Hamleys <strong>er</strong> smáfyrirtæki<br />

á enskan mælikvarða,en nafnið <strong>er</strong><br />

ofurþekkt. Sama <strong>er</strong> með aðrar búðir sem Baugur hefur keypt: nöfn<br />

þeirra skreyta allar v<strong>er</strong>slunargötur í London og víðar (þó sumir<br />

haldi því fram að þessar og ámóta keðjur hafi drepið fjölbreytnina,<br />

g<strong>er</strong>i allar v<strong>er</strong>slunargötur eins, af því þær útrými litlum sjálfstæðum<br />

búðum en það <strong>er</strong> önnur saga). Þess vegna <strong>er</strong> Baugur orðið svo<br />

þekkt nafn í Bretlandi meðan aðeins þeir innvígðu hafa heyrt Bakkavör<br />

nefnda.<br />

Innan um jakkafatagengið sk<strong>er</strong> Jón Ásgeir Jóhannesson sig úr.<br />

Sítt, dökkt hárið og allt að því kæruleysislegt útlitið dregur að sér<br />

athygli. Menn sem <strong>er</strong>u öðruvísi, jafnvel þó þeir séu fáorðir, laða að<br />

sér athygli fjölmiðlanna - og þekktu búðarnöfnin g<strong>er</strong>a sumsé sitt.<br />

Ákærurnar í bresku fjölmiðlunum Þegar kom að ákærunum hefur<br />

línan í bresku fjölmiðlunum v<strong>er</strong>ið sú að þær snúist mest um ofurnotkun<br />

greiðslukorta með óvissri heimild á skyndibitastöðum. „Big<br />

Mac fraud“ <strong>er</strong> hugtakið sem hefur gengið í gegnum blaðafréttirnar.<br />

Spurningin <strong>er</strong> hvort hér <strong>er</strong> bara hv<strong>er</strong> að éta upp eftir Ian Griffiths,<br />

blaðamanninum sem skrifaði fyrst um kærurnar í Guardian, áður en<br />

28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð<br />

GAVIN ANDERSON<br />

kærurnar voru birtar á Íslandi, eða hvort þetta sé línan sem PR-fólkið<br />

hafi lagt.<br />

Í PR-fræðunum gildir almennt að það sé skynsamlegast að hugsa<br />

til langs tíma, ekki tjalda til einnar nætur. Enskur fréttamaður fræddi<br />

mig á að hann hefði snúið sér til starfsmanna Gavin And<strong>er</strong>sons eftir<br />

upplýsingum um Baugsákæruna og fékk að vita að hún sn<strong>er</strong>ist um<br />

slappt bókhald af því fyrirtækið hefði vaxið hraðar en bókum varð<br />

yfir komið en enginn hefði hvorki hagnast né tapað á því. Ef Héraðsdómur<br />

Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að málið snúist um<br />

annað og meira en þetta og kortagleði og skyndibita kemur talið um<br />

„Big Mac Fraud“ og seinvirkt bókhald ekki vel út.<br />

Griffiths fræddi mig á því að hann hefði í raun engan sérstakan<br />

áhuga á Baugi heldur á íslensku fjárfestingunum í Englandi. Hann<br />

sagðist hafa útvegað sér ákæruna sjálfur, frá íslenskum aðilum, en<br />

ekki hafa fengið hana í gegnum Baug eða Gavin And<strong>er</strong>son, sem hann<br />

áliti hið mesta óþurftarfyrirtæki eins og PR-fyrirtæki almennt. Sjálfur<br />

hefði hann það fyrir reglu að notast ekki við upplýsingar þeirra<br />

heldur afla þeirra sjálfur.<br />

Skýringarnar sem Griffiths lætur fylgja ákærunum líkjast<br />

mjög þeim skýringum sem hinir ákærðu birtu í málgagni<br />

sínu, Fréttablaðinu, daginn eftir að Guardian birti<br />

tvær greinar Griffiths. Það <strong>er</strong> líka athyglisv<strong>er</strong>t að þegar<br />

íslenskir fjölmiðlar fengu ákærurnar frá Baugi fylgdu þeim<br />

ekki yfirlitin yfir kortaúttektirnar. Þær hafði Griffiths hins<br />

vegar undir höndum - en eins og kunnugt <strong>er</strong> var það ekki<br />

fyrr en saksóknari birti sjálfur ákæruna að Íslendingar gátu<br />

farið að skemmta sér við að rýna í sálarlíf korthafanna út<br />

frá neysluvenjum þeirra.<br />

Í Guardians-greininni <strong>er</strong> bent á að saksóknara þyki<br />

samkrull Gaums og Baugs undarlegt: í Englandi sé slíkt<br />

samkrull harðbannað og saknæmt en sé ekki óalgengt á<br />

Íslandi. Þegar ég benti Griffiths á að svona samkrull án<br />

vitundar stjórnar, eins og ákærurnar byggja á, sé líka saknæmt<br />

á Íslandi virtist honum það nýnæmi og varð ekki<br />

síður undrandi þegar ég benti honum á að í íslenskum<br />

fréttaflutningi af ákærunum vektu þessi atriði ákærunnar<br />

meiri athygli heldur en glaðbeitt kortanotkun á skyndibitastöðum<br />

og í glæsifatabúðum.<br />

Íslendingurinn Halldór Lárusson Í teymi Gavin And<strong>er</strong>sons,<br />

sem sér um málefni Baugs, <strong>er</strong> einn Íslendingur,<br />

Halldór Lárusson. Hann benti á að Baugur væri viðskiptavinur Gavin<br />

And<strong>er</strong>sons, ekki hinir ákærðu. Almennt sagði Halldór að það gilti<br />

að starfsmenn fyrirtækis eins og Gavin And<strong>er</strong>sons svöruðu því sem<br />

spurt væri um en reyndu ekki að hagræða sannleikanum, enda kæmi<br />

slíkt bæði fyrirtækinu sjálfu og viðskiptavinum í koll síðar. Það eina<br />

sem gengi í upplýsingamiðlun<br />

væri heiðarleiki.<br />

Almennt kveður svo rammt<br />

að starfsemi PR-fyrirtækja að<br />

þegar slæmar stórfréttir til<br />

dæmis um stjórnmálamenn eða<br />

einstök fyrirtæki ríða yfir þá <strong>er</strong><br />

það yfirleitt sérstakt umfjöllunarefni<br />

fjölmiðla hv<strong>er</strong>nig viðkomandi<br />

hafi tekist með almannatengslum og upplýsingamiðlun að g<strong>er</strong>a<br />

sjónarmið sín gildandi. Áhrif PR <strong>er</strong>u auðvitað aðeins sýnileg þegar<br />

illa tekst til og sjónhv<strong>er</strong>fingar og blekkingarmyndir koma í ljós.<br />

Gott PR <strong>er</strong> ósýnilegt - en fær sem flesta til að sjá hlutina frá sjónarhóli<br />

þeirra sem beita því. Þess vegna <strong>er</strong> það svo ógnarlega lúmskt<br />

og <strong>er</strong>fitt að sporna við því.<br />

Til marks um hvað starfsemi PR-fyrirtækja <strong>er</strong> mikið í sviðsljósinu<br />

þá gengur um þessar mundir grínþáttur á BBC2 sem heitir „Absolute<br />

Pow<strong>er</strong>“ þar sem leikarinn Stephen Fry f<strong>er</strong> með hlutv<strong>er</strong>k eiganda<br />

Í teymi Gavin And<strong>er</strong>sons,<br />

sem sér um<br />

málefni Baugs, <strong>er</strong> einn<br />

Íslendingur, Halldór<br />

Lárusson. Hann bendir á<br />

að Baugur sé viðskiptavinur<br />

Gavin And<strong>er</strong>sons,<br />

ekki hin ákærðu.<br />

Hjá Gavin And<strong>er</strong>son í<br />

London starfa 43, þar af<br />

<strong>er</strong>u 30 konur. Þetta <strong>er</strong><br />

reyndar almennt einkenni<br />

á PR-fyrirtækjum<br />

- margar konur vinna þar.<br />

PR-fyrirtækis. Hann hefur algjör völd og<br />

hikar ekki við að beita bolabrögðum til að<br />

þjóna hagsmunum viðskiptavina og þó mest<br />

sjálfs sín.<br />

Frúin í Hamborg Hluti af gjörgæslu PR-fyrirtækja<br />

<strong>er</strong> að veita viðskiptavinum þjálfun í<br />

að v<strong>er</strong>a spurðir spjörunum úr í fjölmiðlum.<br />

Þá <strong>er</strong>u þeir þjálfaðir í að koma vel fyrir, ekki<br />

v<strong>er</strong>a með augun hvimandi út um allar trissur<br />

heldur hafa þau föst á viðmælandanum og<br />

gjarnan halla sér aftur til að virðast afslappaður<br />

og öruggur. Aðalkúnstin <strong>er</strong> svo að víkja<br />

sér undan óþægilegum spurningum með því<br />

að svara öðru en spurt <strong>er</strong> um - umfram allt<br />

aldrei að v<strong>er</strong>ða svars vant og missa aldrei<br />

sjónar á því sem þeim hentar að koma til<br />

skila, hvort sem þeir <strong>er</strong>u spurðir um það<br />

eða ekki.<br />

Þessi þjálfun g<strong>er</strong>ir að v<strong>er</strong>kum að sjónvarps-<br />

og útvarpsviðtöl snúast svo oft upp í<br />

útgáfu af „frúin í Hamborg“ þar sem spyrillinn<br />

reynir að fá viðmælandann til að segja<br />

ákveðna hluti, jafnvel ákveðin orð en viðmælandinn beitir öllum PRbrögðunum<br />

til að v<strong>er</strong>jast. Sumir ganga svo langt að kenna PR-brögðunum<br />

um að hafa drepið andann í stjórnmálum - af því þau snúist<br />

ekki lengur um hvað sagt sé, um skoðanir og hugmyndir, heldur um<br />

hv<strong>er</strong>nig hlutirnir séu sagðir: Um áf<strong>er</strong>ð en ekki innihald.<br />

Halldór Lárusson starfar hjá<br />

Gavin And<strong>er</strong>son í London.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 29


D A G B Ó K I N<br />

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.<br />

16. júní<br />

Bogi Þór kaupir<br />

Sindra-Stál<br />

Bogi Þór Siguroddsson, eigandi<br />

Johan Rönning og fyrrum forstjóri<br />

Húsasmiðjunnar, keypti<br />

allt hlutafé í Sindra-Stáli um<br />

miðjan júní, skömmu fyrir þjóðhátíðardaginn.<br />

Sindra-Stál <strong>er</strong><br />

fornfrægt fyrirtæki, stofnað árið<br />

1949, og flytur inn stál, málma,<br />

byggingavörur, festingavörur,<br />

vélar og v<strong>er</strong>kfæri. Bogi eignaðist<br />

Johan Rönning fyrir rúmu einu<br />

og hálfu ári. Hann var forstjóri<br />

Húsasmiðjunnar frá árinu 2000<br />

til 2002 og skrifaði fræga bók<br />

um brotthvarf sitt þaðan. Hún<br />

var um viðskiptasiðf<strong>er</strong>ði og hét<br />

Fjandsamleg yfirtaka.<br />

Bogi Þór Siguroddsson.<br />

27. júní<br />

Allt saman<br />

ein blekking<br />

Talsv<strong>er</strong>t fjaðrafok varð í endaðan<br />

júní vegna þeirra ummæla<br />

Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts<br />

við viðskipta- og hagfræðideild<br />

Háskóla Íslands, að þýski bankinn<br />

Hauck & Aufhäus<strong>er</strong> hefði<br />

aldrei átt hlut í Búnaðarbankanum<br />

heldur hefði S-hópurinn<br />

einungis fengið lán hjá þýska<br />

bankanum til að fjármagna<br />

kaupin á bankanum og veðsett<br />

um leið hlutabréf í Búnaðarbankanum.<br />

Sagði Vilhjálmur að<br />

málið hefði v<strong>er</strong>ið ein blekking.<br />

Framkvæmdastjóri Hauck &<br />

Aufhäus<strong>er</strong> svaraði Vilhjálmi að<br />

bragði og kvað ekk<strong>er</strong>t v<strong>er</strong>a hæft<br />

Vilhjálmur Bjarnason.<br />

í ummælum hans og sagði m.a. í<br />

yfirlýsingu: „Hauck & Aufhäus<strong>er</strong><br />

g<strong>er</strong>ðist hluthafi í Eglu hf. hinn<br />

15. janúar 2003, ásamt K<strong>er</strong>i hf.<br />

og Vátryggingafélagi Íslands hf.,<br />

og var eigandi helmings hlutafjár<br />

félagsins þegar það keypti kjölfestuhlut<br />

af íslenska ríkinu í Búnaðarbanka<br />

Íslands hf. hinn 16.<br />

janúar 2003.“<br />

29. júní og 4. ágúst<br />

KARL, JÓN OG HANNES STYRKJA SIG<br />

Þrátt fyrir þrenn stórviðskipti<br />

með hlutabréf í Íslandsbanka í<br />

sumar hafa valdahlutföll innan<br />

bankans lítið breyst. Karl W<strong>er</strong>n<strong>er</strong>sson<br />

og systkini hafa sem<br />

fyrr tögl og hagldir í bankanum<br />

og meirihlutinn í bankanum <strong>er</strong><br />

traustur.<br />

Það var í byrjun júní sem<br />

Steinunn Jónsdóttir seldi Burðarási<br />

4,11% hlut sinn<br />

í bankanum fyrir<br />

um 7,4 milljarða.<br />

Nokkrum dögum<br />

áður hafði faðir<br />

hennar,<br />

Karl W<strong>er</strong>n<strong>er</strong>sson.<br />

Hannes Smárason<br />

og Jón Ásgeir<br />

Jóhannesson.<br />

Jón Helgi Guðmundsson í Byko,<br />

selt helming hlutar síns, eða<br />

1,78%, til Bjarna Ármannssonar,<br />

forstjóra Íslandsbanka, Einars<br />

Sveinssonar, formanns bankastjórnar<br />

Íslandsbanka, og nokkurra<br />

framkvæmdastjóra bankans.<br />

Næst dró til tíðinda í endaðan<br />

júní. Þá voru þeir Jón Ásgeir<br />

Jóhannesson og Hannes Smárason<br />

á bak við kaup á 5,3% eignarhlut<br />

í bankanum fyrir um 9,5<br />

milljarða.<br />

Þriðju stóru viðskiptin urðu<br />

þegar Milestone, fjárfestingafélag<br />

Karls og systkina, keyptu<br />

hinn 4. ágúst sl. 4,14% hlut<br />

Jóns Snorrasonar fyrir 7,8 milljarða.<br />

Eftir þau kaup eiga Karl og<br />

systkini hans um 16,4% hlut í<br />

bankanum. Þessi viðskipti hafa<br />

ekki breytt valdahlutföllunum<br />

innan bankans. Karl W<strong>er</strong>n<strong>er</strong>sson,<br />

Jón Ásgeir Jóhannesson,<br />

forstjóri Baugs Group, og Hannes<br />

Smárason, stjórnarformaður FL<br />

Group, hafa styrkt sig í sessi.<br />

Fram hefur komið að þeir ætla<br />

að stofna eignarhaldsfélag sem<br />

v<strong>er</strong>ður kjölfestufjárfestirinn í<br />

bankanum. Hugmynd Karls <strong>er</strong><br />

að setja 67% hlut sinn í Sjóvá-<br />

Almennum inn í þetta eignarhaldsfélag<br />

og eiga meirihlutann í<br />

því, eða 51%<br />

Stofnun eignarhaldsfélagsins<br />

var mál málanna í byrjun júní, en<br />

það vantar greinilega eitthvað<br />

upp á að allir endar séu hnýttir<br />

- því komið <strong>er</strong> fram í septemb<strong>er</strong><br />

og ekk<strong>er</strong>t bólar á félaginu.<br />

Eftir sumarið hafa tveir af<br />

fjórum stóru hluthöfunum, sem<br />

mynduðu frægt bandalag um<br />

meirihluta í bankanum í fyrra,<br />

selt sína hluti; Þau Steinunn<br />

Jónsdóttir og Jón Snorrason.<br />

Ætla má að félög á vegum<br />

Karls og systkina, Jóns Ásgeirs<br />

og Hannesar eigi núna um 26%<br />

hlut í Íslandsbanka, Straumur-<br />

Burðarás á um 27%, Einar<br />

Sveinsson, stjórnarformaður og<br />

hluthafar honum tengdir, eiga<br />

um 10% og helstu stjórnendur<br />

og lykilstarfsmenn um 10%.<br />

Núv<strong>er</strong>andi meirihluti heldur<br />

því örugglega. En fróðlegt v<strong>er</strong>ður<br />

að sjá hvað hið nýja eignarhaldsfélag<br />

Karls, Jóns Ásgeirs og<br />

Hannesar v<strong>er</strong>ður með stóran hlut<br />

þegar þar að kemur. Ætla v<strong>er</strong>ður<br />

að frekari kaup þeirra séu líkleg<br />

þar sem völd þeirra <strong>er</strong>u ekki<br />

tryggð nema með aðstoð Einars<br />

Sveinssonar og lykilstjórnenda<br />

bankans.<br />

30 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


D A G B Ó K I N<br />

1. júlí<br />

Yfirtökunefndin<br />

og FL Group<br />

Yfirtökunefnd tók til starfa<br />

þennan ágæta dag. Henni <strong>er</strong><br />

ætlað að fjalla um yfirtökuskyldu<br />

á hlutabréfamarkaði. Formaður<br />

nefndarinnar <strong>er</strong> Viðar Már Matthíasson<br />

lagaprófessor, Þór Sigfússon,<br />

framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,<br />

<strong>er</strong> varaformaður. Þriðji<br />

nefndarmaðurinn <strong>er</strong> Magnús<br />

Gunnarsson, stjórnarformaður<br />

Capital hf.<br />

Yfirtökuskylda skapast við<br />

40% eignarhlut, þ.e. að einn<br />

hluthafi, eða hann í samráði við<br />

aðra hluthafa, hafi náð yfirráðum<br />

í félagi.<br />

Fyrsta stóra v<strong>er</strong>kefni nefndarinnar<br />

kom strax í fyrstu vikunni<br />

og fólst í að athuga hvort yfirtökuskylda<br />

hefði myndast í FL<br />

Group vegna viðskiptatengsla<br />

eignarhaldsfélaganna Oddaflugs/Primusar<br />

(Hannesar Smárasonar),<br />

Baugs Group og Kötlu<br />

Investment eftir að Katla Investment<br />

og Baugur keyptu hlut Saxbyggs<br />

í FL Group. Félögin fjögur<br />

voru þar með komin með rúm<br />

65% í félaginu. Viðskiptatengsl<br />

<strong>er</strong>u á milli félaganna annars<br />

staðar, t.d. í Húsasmiðjunni, Og<br />

Vodafone og Mosaic Fashion.<br />

Yfirtökunefndin komst hins vegar<br />

að þeirri niðurstöðu að ekki hefði<br />

myndast yfirtökuskylda þrátt<br />

fyrir viðskiptatengsl stærstu<br />

hluthafanna í FL Group í öðrum<br />

félögum.<br />

1. júlí<br />

Stjórn FL Group<br />

sagði af sér - engin<br />

áhrif á gengið<br />

Það var ekki bara að yfirtökunefndin<br />

fengi FL Group inn á sitt<br />

borð sem sitt fyrsta stóra v<strong>er</strong>kefni.<br />

Fyrstu vikuna í júlí var ekki<br />

rætt um annað í viðskiptalífinu<br />

en duttlungafullan hlutabréfamarkað<br />

og hv<strong>er</strong>s vegna ekki<br />

hefði orðið v<strong>er</strong>ðhrun á bréfum í<br />

FL Group í kjölfar sviptinganna<br />

innan stjórnar félagsins. Þær<br />

höfðu engin áhrifa á gengi bréfanna.<br />

Sex af sjö stjórnarmönnum<br />

sögðu af sér - allir nema Hannes<br />

Smárason stjórnarformaður - í<br />

kringum stjórnarfundinn 30. júní<br />

sl. enda þá ljóst að til tíðinda<br />

væri að draga og Saxbygg að<br />

selja 26,56% hlut sinn í félaginu<br />

til Kötlu Investment SA og<br />

Baugs Group. Gengi bréfanna<br />

var 15,0 þegar viðskiptin voru<br />

g<strong>er</strong>ð og hækkuðu meira að<br />

segja upp í 15,10 daginn eftir.<br />

Umræðuefnið var einfaldlega<br />

þetta: Svona lagað gæti ekki<br />

g<strong>er</strong>st nema á íslenska markaðnum<br />

sem væri með „sín eigin“<br />

lögmál.<br />

Gunnlaugur Sigmundsson,<br />

forstjóri Kögunar.<br />

2. júlí<br />

Sérstakt félag<br />

um Opin k<strong>er</strong>fi<br />

Kögun seldi þennan dag allan<br />

hlut sinn í Opnum k<strong>er</strong>fum Group<br />

til félags með svipað nafn, þ.e.<br />

Opin k<strong>er</strong>fi Group Holding ehf. Í<br />

raun var Kögun að setja Opin<br />

k<strong>er</strong>fi undir sérstakt félag með<br />

þessum gjörningi þar sem eigendur<br />

Opinna k<strong>er</strong>fa Group Holding<br />

<strong>er</strong> Kögun og Iða fjárfestingarfélag<br />

sem <strong>er</strong> í eigu Kaupfélags<br />

Eyfirðinga og Straums-Burðaráss.<br />

Kögun yfirtók Opin k<strong>er</strong>fi Group í<br />

októb<strong>er</strong> sl.<br />

4. júlí<br />

Hv<strong>er</strong>jir eiga Kötlu<br />

Investment?<br />

Katla Investments SA, sem<br />

keypti ásamt Baugi Group,<br />

hlutinn í FL Group af Saxbyggi,<br />

<strong>er</strong> í eigu Magnúsar Ármanns,<br />

Sigurðar Bollasonar og Kevin<br />

Sanford. Þess má geta að félag<br />

þeirra keypti tæp 9% í Baugi<br />

Group í desemb<strong>er</strong> á síðasta ári af<br />

Kaupþingi banka. Þá á Kevin Sanford<br />

12,8% í Mosaic Fashions<br />

ásamt eiginkonu sinni, en þar <strong>er</strong><br />

Baugur Group stærsti hluthafinn,<br />

á 36,8% hlut.<br />

Þess má geta að Sigurður<br />

Bollason <strong>er</strong> sonur hins kunna<br />

kaupmanns Bolla Kristinssonar í<br />

Sautján. Sigurður settist í stjórn<br />

FL Group eftir viðskiptin. Leiðir<br />

Hannesar Smárasonar og þeirra<br />

Magnúsar Ármanns og Sigurðar<br />

Bollasonar liggja líka saman<br />

hjá Og Vodafone. Næststærsti<br />

hluthafinn þar, Runnur ehf., <strong>er</strong> í<br />

eigu Primus (Hannesar) og Mogs<br />

ehf. sem <strong>er</strong> í eigu Magnúsar og<br />

Sigurðar.<br />

6. júlí<br />

Finnur lykt af<br />

ilmvatnsfyrirtæki<br />

Það <strong>er</strong> óhætt að segja að Karl<br />

W<strong>er</strong>n<strong>er</strong>sson sé einn öflugasti fjárfestir<br />

þessa árs. Hann hefur látið<br />

til sín taka innan Íslandsbanka.<br />

En í byrjun júlí var sagt frá því<br />

að hann ásamt nokkrum öðrum<br />

íslenskum fjárfestum hefðu keypt<br />

meirihluta í breska ilmvatnsfyrirtækinu<br />

P<strong>er</strong>-Scent. Um var að<br />

ræða 70% hlut og var v<strong>er</strong>ðmæti<br />

hans um 4,9 milljarðar króna.<br />

12. júlí<br />

Birgir Már<br />

til Samson<br />

Birgir Már<br />

Ragnarsson.<br />

Þennan dag<br />

var tilkynnt<br />

að Birgir Már<br />

Ragnarsson<br />

lögfræðingur<br />

hefði v<strong>er</strong>ið<br />

ráðinn framkvæmdastjóri<br />

Samson<br />

eignarhaldsfélags ehf. Félagið<br />

á 45% eignarhlut í Landsbankanum.<br />

Birgir Már <strong>er</strong> 31 árs og<br />

lauk embættisprófi í lögum frá<br />

Háskóla Íslands 1999. Hann<br />

útskrifaðist með meistaragráðu<br />

í lögum, LL.M, á sviði alþjóðlegs<br />

fjármagnsréttar frá Harvard Law<br />

School árið 2003.<br />

21. júlí<br />

Baugur Group<br />

kaupir í dönsku<br />

fasteignafélagi<br />

Þó helstu eignir Baugs Group<br />

séu í Bretlandi <strong>er</strong> ljóst að félagið<br />

hefur mikinn áhuga á Danmörku<br />

um þessar mundir. Um miðjan<br />

júlí var sagt frá því að Baugur<br />

Group hefði fest kaup á 30%<br />

hlut í danska fasteignafélaginu<br />

Keops. Kaupv<strong>er</strong>ðið var 564 milljónir<br />

danskra króna eða tæpir 6<br />

milljarðar króna. Þegar Baugur<br />

Group tók þátt í að kaupa<br />

Magasin du Nord á síðasta ári<br />

voru glæsilegar fasteignir inni<br />

í kaupunum og ljóst að félagið<br />

hefur lengi haft áhuga á fasteignum<br />

- og það ekki bara hér<br />

á landi.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 31


D A G B Ó K I N<br />

23. júlí<br />

Burðarás<br />

setti glæsilegt<br />

Íslandsmet<br />

í hagnaði<br />

Hvílíkur hagnaður; mönnum var<br />

allt að því brugðið yfir tölunni.<br />

Burðarás skilaði 24,5 milljarða<br />

króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum<br />

ársins og var það talsv<strong>er</strong>t<br />

meiri hagnaður en bankarnir<br />

höfðu spáð. Þetta <strong>er</strong> glæsilegt<br />

Íslandsmet yfir hálfsárs rekstur.<br />

Stærsti hluti hagnaðarins varð til<br />

á öðrum ársfjórðungi af sölunni<br />

á Eimskip, alls 12,2 milljarðar.<br />

Hagnaður Burðaráss í fyrra var<br />

9,3 milljarðar og rúmir 2 milljarðar<br />

árið 2003.<br />

Fleiri stórtíðindi af Burðarási<br />

áttu eftir að sjá dagsins ljós áður<br />

en sumarið var á enda; um v<strong>er</strong>slunarmannahelgina<br />

var félaginu<br />

skipt upp á milli Landsbankans<br />

og Straums.<br />

29. júlí<br />

Páll Magnússon<br />

útvarpsstjóri RÚV<br />

Það sáu það örugglega sárafáir<br />

fyrir í upphafi sumars, þegar<br />

umræðan var sem mest um að<br />

Markús Örn Antonsson væri á<br />

Páll Magnússon.<br />

leiðinni til útlanda sem sendih<strong>er</strong>ra,<br />

að „<strong>er</strong>kióvinurinn“ Páll<br />

Magnússon, sjónvarpsstjóri<br />

Stöðvar 2, ætti eftir að v<strong>er</strong>ða<br />

skipaður útvarpsstjóri RÚV af<br />

Þorg<strong>er</strong>ði Katrínu Gunnarsdóttur<br />

menntamálaráðh<strong>er</strong>ra til næstu<br />

fimm ára. Páll var á meðal 23<br />

umsækjenda um stöðuna. Hann<br />

v<strong>er</strong>ður seint sakaður um að v<strong>er</strong>a<br />

reynslulítill eftir að hafa v<strong>er</strong>ið<br />

viðloðandi Stöð 2 sem fréttastjóri<br />

og framkvæmdastjóri frá<br />

haustdögum 1986, eða í bráðum<br />

nítján ár. Eftir svo langan tíma<br />

á einkarekinni sjónvarpsstöð <strong>er</strong><br />

hann líklegur til að koma með<br />

f<strong>er</strong>skan blæ inn í stofnunina, blæ<br />

hins frjálsa útvarps og sjónvarps.<br />

28. júlí<br />

SÍMINN SELDUR Á 66,7 MILLJARÐA<br />

Þetta var sögulegur dagur í íslenskri viðskiptasögu.<br />

Opnuð voru tilboð í Símann í mestri<br />

einkavæðingu Íslandssögunnar. Jón Sveinsson,<br />

formaður einkavæðingarnefndar, dró þá<br />

upp úr umslagi nöfn þriggja bjóðenda í Símann.<br />

Nafn hæstbjóðanda var Skipti ehf.<br />

Fjárfestingafélagið Skipti ehf., sem <strong>er</strong> í<br />

eigu Exista og Kaupþings banka, auk fjögurra<br />

lífeyrissjóða og fjárfesta, bauð hæst<br />

66,7 milljarða. Rætt var um það í spjallþáttum<br />

um kvöldið að þetta væri mikill sigur<br />

fyrir Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans,<br />

sem hefur unnið náið með bræðrunum í<br />

Bakkavör sem <strong>er</strong>u aðaleigendur Exista<br />

og Kaupþings banka. Er g<strong>er</strong>t ráð fyrir að<br />

Brynjólfur v<strong>er</strong>ði „stóra nafnið“ við stjórnun<br />

Símans á næstu árum sem forstjóri eða<br />

„starfandi stjórnarformaður“.<br />

Símstöðin ehf. átti næsthæsta tilboðið,<br />

upp á 60 milljarða. Að baki þess félags stóðu<br />

Burðarás, KEA, Ein stutt, Talsímafélagið, og<br />

Tryggingamiðstöðin. Tilboðið var 6,7 milljörðum<br />

lægra en Skiptis, hæstbjóðanda.<br />

Það kom mörgum á óvart að Burðarás<br />

skyldi ekki bjóða hærra og tryggja sér Símann.<br />

Ekki hefur farið fram hjá neinum að<br />

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur mikinn<br />

áhuga á fjarskiptamarkaðnum og hefur látið<br />

til sín taka í nokkrum þekktum evrópskum<br />

símafélögum, eins og í Búlgaríu, Tékklandi og<br />

Finnlandi. Menn sögðu þess vegna sem svo,<br />

að hann væri eflaust sá sem gæti g<strong>er</strong>t sér<br />

mestan mat úr Símanum og samnýtt hann<br />

við þau evrópsku símafélög sem hann kemur<br />

að.<br />

Þriðja tilboðið var frá Nýja símafélaginu.<br />

Að baki þess félags voru Atorka Group,<br />

Mósa, Straumborg og F. B<strong>er</strong>gsson eignarhaldsfélag.<br />

Tilboðið var um 54,7 milljarðar og<br />

um 12 milljörðum lægra en tilboð Skiptis.<br />

YFIR <strong>TIL</strong> ÞÍN, SKIPTI<br />

Þau voru skemmtileg nöfnin á nokkrum félögunum<br />

sem stóðu að tilboðunum þremur í Símann.<br />

Þetta <strong>er</strong>u nöfn eins og Skipti, Ein stutt,<br />

Talsímafélagið og Símstöðin.<br />

En hv<strong>er</strong>jir standa að hæstbjóðandanum<br />

í Símann; Skipti? Exista ehf. <strong>er</strong> með 45%<br />

hlut. Félagið <strong>er</strong> í eigu Bakkabræðra Holding,<br />

Kaupþings banka og nokkurra sparisjóða. Þá<br />

<strong>er</strong> Kaupþing banki einnig á eigin vegum með<br />

30% hlut. Lífeyrissjóður v<strong>er</strong>slunarmanna <strong>er</strong><br />

með 8,25% hlut sem og Gildi - lífeyrissjóður.<br />

Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn<br />

<strong>er</strong>u með 2,25% hlut. Loks <strong>er</strong>u<br />

Imis ehf., félag í eigu Skúla Þorvaldssonar,<br />

og MP Fjárfestingarbanki með 2% hlut hvor.<br />

Erlendur Hjaltason <strong>er</strong> framkvæmdastjóri<br />

Exista og var talsmaður Skiptis við kaupin á<br />

Símanum.<br />

30% HLUTUR KAUPÞINGS VERÐUR<br />

SELDUR Í aðdraganda sölunnar á Símanum<br />

var mikið rætt um aðkomu almennings að<br />

kaupunum. Gekk það svo langt að Agnes<br />

Bragadóttir og Orri Vigfússon stofnuðu fjárfestingarfélagið<br />

Almenning á vormánuðum og<br />

hafði það g<strong>er</strong>t bindandi samning við Símstöðina<br />

(Burðarás og fl.) um sölu á 30% hlut til<br />

almennings í landinu á sama v<strong>er</strong>ði og Síminn<br />

væri keyptur á í frumútboðinu.<br />

Í frétt sem Skipti sendi frá sér eftir að<br />

gengið hafði v<strong>er</strong>ið að tilboði félagsins sagði<br />

að kaupin tryggðu aðkomu stórs hluta landsmanna<br />

í gegnum eign þeirra í lífeyrissjóðunum,<br />

auk þess sem stefnt væri að því að<br />

skrá félagið á Aðallista Kauphallar Íslands í<br />

síðasta lagi fyrir árslok 2007. Þá sagði að<br />

samfara skráningunni yrði 30% hlutur Kaupþings<br />

banka boðinn almenningi og fagfjárfestum<br />

til kaups.<br />

32 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


D A G B Ó K I N<br />

2. ágúst<br />

Friðrik kaupir<br />

TM Software<br />

Friðrik Jóhannsson,<br />

stjórnarformaður<br />

TM<br />

Software.<br />

Um leið og tilkynnt<br />

var um<br />

uppstokkunina<br />

á Burðarási og<br />

sameiningu<br />

Burðaráss og<br />

Straums var<br />

tilkynnt að Friðrik<br />

Jóhannsson,<br />

forstjóri félagsins,<br />

væri að hætta, enda hefði<br />

hann keypt meirihluta (52,3%)<br />

í TM Software af Burðarási og<br />

Brú Venture Capital og ætlaði að<br />

einbeita sér að því fyrirtæki. TM<br />

Software <strong>er</strong> hugbúnaðarfyrirtæki<br />

og hét áður Tölvumyndir. Friðrik<br />

tekur þar sæti sem stjórnarformaður.<br />

Nafni hans Sigurðsson <strong>er</strong><br />

forstjóri félagsins. Saman eiga<br />

þeir tveir um 69% hlutafjárins.<br />

4. ágúst<br />

Nýr forstjóri<br />

Dagsbrúnar<br />

Það fór fyrir brjóstið á mörgum<br />

þegar sagt var frá skipulagsbreytingum<br />

í kringum Og Vodafone og<br />

að Eiríkur S. Jóhannsson tæki við<br />

forstjórastöðu nýs móðurfélags<br />

Og Vodafone<br />

sem héti<br />

Dagsbrún.<br />

Það var auðvitað<br />

nafnið<br />

Dagsbrún<br />

sem menn<br />

stöldruðu<br />

við. Fannst<br />

sumum<br />

Eiríkur S.<br />

Jóhannsson,<br />

forstjóri Dagsbrúnar.<br />

sem óþarfi væri að koma með<br />

þetta nafn þar sem Dagsbrún<br />

væri fyrst og fremst í hugum<br />

þjóðarinnar V<strong>er</strong>kamannafélagið<br />

Dagsbrún. Einhv<strong>er</strong> spurði: V<strong>er</strong>ður<br />

Eiríkur formaður Dagsbrúnar,<br />

eins og Guðmundur Joð og Ebbi<br />

á Litlu-Brekku? Fjarskiptarekstur<br />

Dagsbrúnar v<strong>er</strong>ður undir heitinu<br />

Og Vodafone og þar hefur<br />

Árni Pétur Jónsson v<strong>er</strong>ið ráðinn<br />

forstjóri. Fjölmiðlarekstur Dagsbrúnar<br />

v<strong>er</strong>ður undir heitinu 365<br />

miðlar og þar <strong>er</strong> Gunnar Smári<br />

Egilsson forstjóri.<br />

4. ágúst<br />

Danskir og sænskir<br />

takast á í Össuri<br />

Stærstu hluthafarnir í Össuri hafa<br />

aukið hluti sína í fyrirtækinu að<br />

undanförnu - svo að eftir hefur<br />

v<strong>er</strong>ið tekið. Þetta byrjaði á því að<br />

4. ágúst jók danska fjárfestingafélagið<br />

William Demant Invest<br />

Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista,<br />

takast í hendur þegar niðurstaðan í útboðinu lá fyrir og að Skipti væri með hæsta tilboðið.<br />

VERÐIÐ, 66,7 MILLJARÐAR? Hæsta tilboðið<br />

í Símann, tilboð Skiptis upp á 66,7<br />

milljarða, var hærra en flestir höfðu reiknað<br />

með. Fyrirfram var langoftast rætt um að tilboðin<br />

í Símann myndu v<strong>er</strong>a einhv<strong>er</strong>s staðar<br />

á bilinu 50 til 60 milljarðar. Tilboð Skiptis<br />

reyndist svo afg<strong>er</strong>andi hæst, að ekki fór á<br />

milli mála að þar voru menn að tryggja sig.<br />

Síðustu mánuðina fyrir útboðið var jafnan<br />

talað um að baráttan um Símann kæmi til<br />

með að standa á milli bræðranna í Bakkavör<br />

og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Sú<br />

varð líka raunin. Það vakti athygli að ekk<strong>er</strong>t<br />

þeirra <strong>er</strong>lendu félaga, sem lögðu fram óbindandi<br />

tilboð fyrr í sumar, voru með bindandi<br />

tilboð þegar til kastanna kom.<br />

OF HÁTT VERÐ? Þegar tilboðið í Símann lá<br />

fyrir, 66,7 milljarðar, sögðu margir að þetta<br />

v<strong>er</strong>ð væri hreinlega of hátt - svo mikil áhætta<br />

væri samfara þessum kaupum. Áhættan felst<br />

líklegast mest í því að ýmsar tækninýjungar<br />

í tengslum við Netið g<strong>er</strong>i símtöl ódýrari og<br />

dragi úr tekjum símafélaga. Hins vegar býður<br />

Netið líka upp á ýmsa nýja möguleika fyrir<br />

símafélög.<br />

En var tilboð Skiptis of hátt? Það á eftir<br />

að koma í ljós. Hlutabréfamarkaðurinn <strong>er</strong><br />

í toppi um þessar mundir. Við v<strong>er</strong>ðmat á<br />

fyrirtækjum <strong>er</strong> best að horfa á afkomuna.<br />

Nýjustu afkomutölur Símans voru birtar<br />

föstudaginn 26. ágúst sl. þar sem fram kom<br />

að hagnaður Símans fyrstu sex mánuðina<br />

hefði v<strong>er</strong>ið 2,2 milljarðar miðað við um 1,2<br />

milljarða á sama tíma í fyrra.<br />

V<strong>er</strong>ði hagnaður Símans á öllu árinu um<br />

4,4 milljarðar þýðir söluv<strong>er</strong>ðið 66,7 milljarðar<br />

að V/H hlutfallið í kaupunum <strong>er</strong> 15,1<br />

sem telst nokkuð lágt.<br />

Þá hefur stundum v<strong>er</strong>ið rætt um einhv<strong>er</strong>ja<br />

þumalputtareglu (ekki veit ég hvaðan<br />

hún <strong>er</strong> komin) sem segir að EBITA margfölduð<br />

með 9 gefi góða mynd af v<strong>er</strong>ðmæti<br />

fyrirtækja. EBITA Símans var 3,5 milljarðar<br />

fyrstu sex mánuðina. V<strong>er</strong>ði hún 7 milljarðar<br />

á öllu árinu gefur það v<strong>er</strong>ðmat upp á 63<br />

milljarða.<br />

Í HVAÐ FARA SÍMA-PENINGARNIR?<br />

Auðvitað <strong>er</strong>u allir farnir að rífast um það<br />

hv<strong>er</strong>nig best sé að eyða peningunum sem<br />

fengust fyrir Símann. „Greiða niður skuldir“,<br />

segja hagfræðingar til að létta frekar á<br />

vaxtabyrði ríkissjóðs. Aðrir vilja Sundabraut<br />

og hátæknisjúkrahús. Það var einmitt Davíð<br />

Oddsson utanríkisráðh<strong>er</strong>ra sem fyrstur kom<br />

með hugmyndina um að setja féð í eitt stórt<br />

nýtískulegt hátæknisjúkrahús. Það v<strong>er</strong>ður<br />

vafalaust lítill vandi að eyða þessu fé, ekki<br />

satt?<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 33


D A G B Ó K I N<br />

A/S við sig eignarhlut upp á<br />

3,8% og fór hlutur þess upp í<br />

23,9% af heildarhlutafé Össurar<br />

og þar með urðu Danirnir stærsti<br />

hluthafinn. Sænska fjárfestingafélagið<br />

Industrivärden AB, sem<br />

áður hafði v<strong>er</strong>ið stærsti hluthafinn,<br />

svaraði fyrir sig um miðjan<br />

ágúst og fór hlutur þess þá upp<br />

í 23,35%. En Danirnir bættu þá<br />

þegar um betur, keyptu meira<br />

og lyftu eignarhlut sínum upp<br />

í 24,58%. Þannig standa mál<br />

núna. Það <strong>er</strong> þetta andrúmsloft<br />

þegar danskir og sænskir keppa.<br />

Andri Teitsson.<br />

5. ágúst<br />

Bomba sumarsins,<br />

Andri hættir hjá KEA<br />

Þetta mál var ein af bombum<br />

sumarsins. „Andri Teitsson,<br />

framkvæmdastjóri KEA, segir<br />

starfi sínu lausu af p<strong>er</strong>sónulegum<br />

ástæðum og stjórn félagsins hefur<br />

fallist á uppsögn hans.“ Þetta<br />

hljómaði svo sem saklaust en<br />

þjóðfélagið „fuðraði nánast upp“<br />

dagana á eftir þegar Andri sagði<br />

á heimasíðu KEA að hann hefði<br />

beðið um langt fæðingarorlof í<br />

samræmi við lög og reglur en að<br />

stjórnin hefði talið það óheppilegt.<br />

Það var síðan olía á eldinn<br />

þegar Benedikt Sigurðarson, formaður<br />

stjórnar KEA, sagði spurður<br />

um málið í fréttum Stöðvar 2<br />

að fæðingarorlof væri ekki fyrir<br />

forstjóra: „Ég <strong>er</strong> þeirrar skoðunar<br />

og hef v<strong>er</strong>ið lengi og fyrir þennan<br />

tíma að þessi lög væru sett fyrst<br />

og fremst til að tryggja réttarstöðu<br />

almennra starfsmanna.<br />

Staða stjórnenda, sem <strong>er</strong>u á<br />

alvörulaunum og <strong>er</strong>u lykilmenn<br />

í sínum fyrirtækjum, <strong>er</strong> að mínu<br />

mati allt öðruvísi og <strong>er</strong> eðlilegt að<br />

það væri hugsanlega tekið á þeim<br />

málum með ákvæðum í starfssamningum<br />

viðkomandi,“ sagði<br />

Benedikt á Stöð 2. Og viðbrögðin<br />

létu ekki á sér standa.<br />

5. ágúst<br />

Jón Björnsson til<br />

Magasin du Nord<br />

Það þóttu auðvitað tíðindi þegar<br />

forstjóri Haga, Jón Björnsson,<br />

var ráðinn forstjóri Magasin du<br />

Nord í Danmörku frá 1. októb<strong>er</strong>.<br />

Jón hefur setið þar í stjórn frá því<br />

Baugur og fleiri keyptu fyrirtækið<br />

undir lok síðasta árs. Við þessa<br />

breytingu fór „domino-spilið“ í<br />

gang hjá Högum. Finnur Árnason,<br />

forstjóri Hagkaupa, tók við<br />

sem forstjóri Haga og Gunnar<br />

Ingi Sigurðsson, rekstrarstjóri<br />

Hagkaupa, tók við Finni sem<br />

framkvæmdastjóri Hagkaupa.<br />

Gunnar hefur v<strong>er</strong>ið rekstrarstjóri<br />

v<strong>er</strong>slana Hagkaupa frá árinu<br />

1998.<br />

8. ágúst<br />

Kaupa stórt<br />

land á Spáni<br />

Rób<strong>er</strong>t<br />

Wessman.<br />

Hún var<br />

einhv<strong>er</strong>n<br />

veginn öðruvísi<br />

fréttin<br />

um að þeir<br />

Björgólfur<br />

Thor Björgólfsson,<br />

stjórnarformaður<br />

Actavis, og Rób<strong>er</strong>t<br />

Wessman, forstjóri Actavis, væru<br />

í forsvari fyrir kaup íslenskra fjárfesta<br />

á 2 milljóna f<strong>er</strong>metra orlofshúsalandi<br />

á Spáni fyrir um 8 milljarða<br />

króna. Landið <strong>er</strong> í nágrenni<br />

Murica á suðausturströnd<br />

Spánar og áætla þeir Björgólfur<br />

og Rób<strong>er</strong>t að skipuleggja þar<br />

orlofshúsabyggð fyrir vel stæða<br />

einstaklinga. Áætlað <strong>er</strong> að reisa<br />

hótel auk 2.500 íbúða og íbúðarhúsa<br />

og byggja upp golfvelli og<br />

útivistarsvæði fyrir íþróttastaði.<br />

Áætluð fjárþörf v<strong>er</strong>kefnisins <strong>er</strong><br />

um 9,5 milljarðar króna. Stofnað<br />

hefur v<strong>er</strong>ið hlutafélag utan um<br />

þetta v<strong>er</strong>kefni og heitir það AB<br />

Capital. Burðarás á um fimmtung<br />

í félaginu á móti þeim Björgólfi<br />

Thor og Rób<strong>er</strong>ti. Íslandsbanki,<br />

Straumur og Landsbankinn lána<br />

fé til v<strong>er</strong>kefnisins.<br />

Magnús Þorsteinsson.<br />

9. ágúst<br />

Leiðir skilja -Magnús<br />

selur í Samson<br />

Tilkynnt var þennan dag að<br />

Magnús Þorsteinsson, viðskiptafélagi<br />

Björgólfs Guðmundssonar<br />

og Björgólfs Thors Björgólfssonar<br />

í hartnær fimmtán ár, hefði selt<br />

þeim hluti sína í þremur eignarhaldsfélögum;<br />

Samson eignarhaldsfélagi<br />

ehf., Samson Global<br />

og Topaz Equities. Leiðir þeirra<br />

hafa þó ekki skilið að fullu því<br />

Magnús <strong>er</strong> ennþá annar stærsti<br />

hluthafinn í lyfjarisanum Actavis<br />

Group á eftir Björgólfi Thor.<br />

Það hefur v<strong>er</strong>ið áb<strong>er</strong>andi undanfarin<br />

miss<strong>er</strong>i að áhugi Magnúsar<br />

hefur legið í því að v<strong>er</strong>ða umsvifamikill<br />

á sviði flutninga. Hann <strong>er</strong><br />

aðaleigandi Avion Group sem á<br />

nokkur flugfélög og keypti auk<br />

þess Eimskip af Burðarási sl.<br />

vor.<br />

10. ágúst<br />

Nýr fjármálastjóri<br />

til Actavis<br />

Þennan dag var sagt frá því að<br />

Mark Keatley hefði v<strong>er</strong>ið ráðinn<br />

framkvæmdastjóri Actavis Group<br />

frá 1. septemb<strong>er</strong> og taki sæti í<br />

framkvæmdastjórn fyrirtækisins.<br />

Hann var áður framkvæmdastjóri<br />

fjármálasviðs hjá Farmar SA í<br />

London, leiðandi framleiðanda<br />

á lyfjum til þriðja aðila í Evrópu.<br />

Mark hefur MBA-gráðu frá Stanford<br />

Business School. Hann <strong>er</strong><br />

löggiltur endurskoðandi í Bretlandi<br />

og meðlimur í félagi endurskoðenda<br />

þar.<br />

10. ágúst<br />

Bjarni í Brauðbæ<br />

selur<br />

Nýir eigendur <strong>er</strong>u komnir að<br />

Hótel Óðinsvé og Brauðbæ, en<br />

þar hafa feðginin Bjarni Árnason<br />

og Þóra Bjarnadóttir ráðið<br />

ríkjum undanfarin ár. Það <strong>er</strong><br />

Þórstorg ehf. sem kaupir af þeim<br />

feðginum. Þórstorg <strong>er</strong> í eigu<br />

Lindu Jóhannsdóttur, Ell<strong>er</strong>ts Finnbogasonar,<br />

félags í eigu Birgis<br />

Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar<br />

og fjárfestingafélagsins<br />

Gamma ehf.<br />

Ell<strong>er</strong>t <strong>er</strong> hótelstjóri. Bjarni<br />

Árnason hóf rekstur smurbrauðsstofunnar<br />

Brauðbæjar árið 1964.<br />

34 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Útsölustaðir:<br />

Hagkaup Kringlan<br />

Hagkaup Smáralind<br />

Bjarg Akranesi<br />

Jón og Gunna Ísafirði<br />

JMJ Akureyri<br />

Skagfirðingabúð Sauðárkróki<br />

Lækurinn Neskaupsstað


D A G B Ó K I N<br />

1. ágúst<br />

SAMEINING BURÐARÁSS OG STRAUMS<br />

Á kynningarfundinum. Magnús Kristinsson, útg<strong>er</strong>ðarmaður í Eyjum og stjórnarformaður Straums, Þórður<br />

M. Jóhannesson, forstjóri Straums, Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, Friðrik<br />

Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, og Sigurjón<br />

Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.<br />

Björgólfur Guðmundsson,<br />

stjórnarformaður<br />

Landsbankans.<br />

Ánægður með árangurinn<br />

og stækkun<br />

bankans.<br />

Þórður M. Jóhannesson,<br />

forstjóri Burðaráss,<br />

v<strong>er</strong>ður forstjóri<br />

hins sameinaða<br />

Straums-Burðaráss<br />

fjárfestingarbanka.<br />

Það var fréttastofa Ríkissjónvarpsins<br />

sem „skúbbaði“ á fréttinni<br />

um sameiningu Burðaráss og<br />

Straums fjárfestingabanka í kvöldfréttatíma<br />

mánudagsins 1. ágúst<br />

um v<strong>er</strong>slunarmannahelgina. Þar<br />

með byrjaði boltinn að rúlla. Allar<br />

línur viðskiptalífsins urðu glóandi.<br />

Sameiningin fór þannig fram<br />

að eignum Burðaráss var skipt<br />

upp á milli Landsbankans og<br />

Straums þannig að úr varð stærri<br />

Landsbanki og stærri Straumur-<br />

Burðarás fjárfestingarbanki. Tvær<br />

flugur í einu höggi.<br />

Eigið fé Burðaráss við skiptinguna,<br />

um 74,8 milljarðar, var skipt<br />

nánast jafnt á milli Landsbankans<br />

og Straums. Landsbankinn fékk<br />

í sinn hlut 37 milljarða (49,46%)<br />

og Straumur fékk 37,8 milljarða<br />

kr. (50,54%) af eigin fé Burðaráss.<br />

Bankastarfsemi <strong>er</strong> af þeim<br />

toga að aukist eigið fé þeirra<br />

gefur það þeim stórfelld tækifæri<br />

á að margfalda útlán sín - og<br />

stækka þannig efnahagsreikninginn<br />

v<strong>er</strong>ulega.<br />

Eftir uppstokkunina varð eigið<br />

fé Landsbankans 96 milljarðar<br />

og eigið fé Straums-Burðaráss<br />

fjárfestingarbanka 103 milljarðar.<br />

Þar með var Straumur-Burðarás<br />

orðinn annar stærsti banki<br />

landsins á eftir Kaupþingi banka,<br />

Landsbankinn þriðji stærsti og<br />

Íslandsbanki fjórði stærsti með<br />

eigið fé upp á 77 milljarða.<br />

Á kynningarfundi forráðamanna<br />

Burðaráss, Landsbankans<br />

og Straums á Nordica hóteli<br />

þriðjudagsmorguninn 2. ágúst<br />

kom fram að aðdragandinn að<br />

uppstokkuninni hefði v<strong>er</strong>ið frekar<br />

stuttur. Björgólfur Thor Björgólfsson<br />

sagði að eftir að Burðarás<br />

seldi Eimskip hefði félagið staðið<br />

frammi fyrir því að þurfa að sækja<br />

um fjárfestingabankaleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu<br />

þar sem öll önnur<br />

starfsemi en fjárfestingarstarfsemin<br />

hefði v<strong>er</strong>ið seld út. Þar<br />

með hefði mönnum dottið í hug<br />

Björgólfur Thor Björgólfsson,<br />

stjórnarformaður<br />

Burðaráss.<br />

Sagt <strong>er</strong> að hann hafi<br />

v<strong>er</strong>ið arkitektinn að<br />

sameiningunni.<br />

að fara þá leið að sameina Burðarás<br />

og Straum.<br />

Um það var skeggrætt í viðskiptalífinu<br />

eftir sameininguna<br />

að þeim Björgólfsfeðgum „hefði<br />

ekki leiðst“ að segja frá því að<br />

Straumur-Burðarás væri orðinn<br />

næststærsti banki landsins,<br />

Landsbankinn þriðji stærsti - og<br />

Íslandsbanki kominn í fjórða<br />

sætið. Þeir Björgólfsfeðgar <strong>er</strong>u<br />

kjölfestufjárfestar bæði í Straumi-<br />

Burðarási og Landsbankanum.<br />

En við uppstokkunina á Burðarási<br />

fengu hluthafar félagsins<br />

hlutabréf í Landsbankanum sem<br />

nemur 19,6% af heildarhlutafé og<br />

í Straumi sem nemur 43,9% af<br />

heildarhlutafé.<br />

36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


D A G B Ó K I N<br />

Ein ar Sig urðs son.<br />

10. á gúst<br />

Ein ar Sig urðs son<br />

hætt ir hjá FL Group<br />

Sagt var frá því að Ein ar Sig urðsson,<br />

fram kvæmda stjóri rekstrar<br />

stýr ing ar og við skipta þró un ar<br />

hjá FL GROUP, hefði á kveð ið<br />

að láta af störf um hjá fé laginu<br />

1. sept em b<strong>er</strong>. Ein ar hef ur<br />

starf að hjá FL GROUP og áður<br />

Flug leið um frá 1988. Hann var<br />

fyrst upp lýs inga full trúi fé lags ins,<br />

þá að stoð ar mað ur for stjóra og<br />

loks fram kvæmda stjóri frá ár inu<br />

1997, fyrst yfir stefnu mót un,<br />

þá yfir stefnu mót un og fjár málastýr<br />

ingu sam stæð unn ar og loks<br />

yfir rekstr ar stýr ingu og við skiptaþró<br />

un. Ein ar var frétta mað ur hjá<br />

Sjón varp inu á árum áður. Þá varð<br />

hann fyrsti út varps stjóri Bylgjunn<br />

ar árið 1986.<br />

11. á gúst<br />

Ró b<strong>er</strong>t Melax, forstjóri<br />

Dags Group<br />

Það kom v<strong>er</strong>u lega á ó vart þeg ar<br />

til kynnt var að Ró b<strong>er</strong>t Melax,<br />

stjórn ar for mað ur og að al eig andi<br />

Dags Group, hefði tek ið við sem<br />

for stjóri fé lags ins af Sv<strong>er</strong>ri B<strong>er</strong>g<br />

Stein ars syni. Í til kynn ingu frá<br />

fé lag inu sagði að Sv<strong>er</strong>r ir hefði<br />

á samt Degi Group unn ið að fjárfest<br />

inga v<strong>er</strong>k efn um <strong>er</strong> lend is og<br />

muni hann á næst unni beina<br />

Ró b<strong>er</strong>t Melax.<br />

kröft um sín um að þeim v<strong>er</strong>kefn<br />

um. Jafn framt kom fram að<br />

Sv<strong>er</strong>r ir tæki sæti í stjórn fé lagsins<br />

og væri hlut hafi í því eft ir<br />

sem áður. Ró b<strong>er</strong>t Melax hóf f<strong>er</strong> il<br />

sinn í við skipt um sem ann ar<br />

tveggja stofn enda Lyfju.<br />

12. á gúst<br />

Hagn að ur bank anna<br />

þriggja 46 millj arð ar<br />

Hagn að ur við skipta bank anna<br />

þriggja, Kaup þings banka,<br />

Lands banka og Ís lands banka,<br />

nam sam tals um 46 millj örð um<br />

króna, að því <strong>er</strong> fram kom í<br />

Morg un korni Ís lands banka<br />

þenn an dag. Arð semi eig in<br />

fjár var frá 36 til 56% sem <strong>er</strong><br />

raun ar með ó lík ind um hátt. Mikill<br />

vöxt ur <strong>er</strong> í út lán um, ráð gjöf<br />

og v<strong>er</strong>ð bréfa við skipt um - auk<br />

þess sem geng is hagn að ur <strong>er</strong><br />

mik ill vegna hækk andi v<strong>er</strong>ðs á<br />

hluta bréf um. V<strong>er</strong>ði bank arn ir þrír<br />

rekn ir með jafn góð um ár angri<br />

á seinni helm ing árs ins stefn ir í<br />

90 millj arða hagn að alls árs ins.<br />

Sagt og stað ið! Slík ar töl ur hafa<br />

aldrei sést áður í sögu banka á<br />

Ís landi.<br />

Sak born ing arn ir sex ganga<br />

fylktu liði í Aust ur stræti í átt að<br />

Hér aðs dómi Reykja vík ur.<br />

17. á gúst<br />

Baugs mál ið þing fest<br />

Mið viku dag ur 17. á gúst 2005 og<br />

einn af stóru dög un um í ís lenskri<br />

við skipta sögu sem hafa v<strong>er</strong> ið<br />

nokkr ir í sum ar. Sak born ing arn ir<br />

sex, sem á kærð ir <strong>er</strong>u í Baugs málinu,<br />

gengu þá inn í Hér aðs dóm<br />

Reykja vík ur kl. 13.30, á samt<br />

lög mönn um sín um, með bros á<br />

vör og vel út lít andi fyr ir fram h<strong>er</strong>skara<br />

sjón varps- og frétta manna<br />

þeg ar Baugs mál ið var þing fest<br />

fyr ir dómn um. Á kærðu lýstu sig<br />

sak lausa og sögðu á kæruna á<br />

hend ur sér ranga þeg ar dóm ur inn<br />

spurði þá um sekt eða sak leysi.<br />

Máls skjöl in í Baugs mál inu <strong>er</strong>um<br />

um 20 þús und blað síð ur. Þing-<br />

Alhliða lausnir fyrir<br />

geymslurými af öllum stærðum<br />

Rými ehf. • Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Sími: 511 1100<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 37


D A G B Ó K I N<br />

haldið tók um 20 mínútur og<br />

frestaði Pétur Guðgeirsson héraðsdómari<br />

málinu að því loknu<br />

til 20. októb<strong>er</strong>. Fari málið fyrir<br />

Hæstarétt, sem allir eiga von á,<br />

<strong>er</strong> g<strong>er</strong>t <strong>er</strong> ráð fyrir að hann dæmi<br />

í málinu næsta haust.<br />

26. ágúst<br />

Kristín til London<br />

Kristín Pétursdóttir<br />

<strong>er</strong> flutt til<br />

London.<br />

Ein áhrifamesta<br />

kona<br />

viðskiptalífsins,<br />

Kristín<br />

Pétursdóttir,<br />

framkvæmdastjóri<br />

Fjárstýringar<br />

Kaupþings<br />

banka<br />

undanfarin ár,<br />

hefur fært sig til innan bankans<br />

og hafið störf í London. Þar mun<br />

hún stýra innleiðingu breska<br />

bankans Sing<strong>er</strong> & Friedland<strong>er</strong> í<br />

Kaupþings banka samstæðuna.<br />

Við framkvæmdastjórastarfi<br />

Kristínar tók Guðni Aðalsteinsson<br />

hagfræðingur. Guðni starfaði<br />

áður sem framkvæmdastjóri hjá<br />

skuldabréfasviði Credit Suisse í<br />

Frankfurt.<br />

30. ágúst<br />

Stjórnendur<br />

Kaupþings<br />

auka við hlut sinn<br />

Þessi frétt vakti nokkra athygli.<br />

Hún var um að átta stjórnendur í<br />

Kaupþingi banka, fruminnh<strong>er</strong>jar,<br />

hafi g<strong>er</strong>t framvirka samninga<br />

við bankann um kaup á hlutum<br />

í bankanum fyrir samtals rúma<br />

1,7 milljarða króna. Lokauppgjör<br />

samninganna f<strong>er</strong> fram þann 29.<br />

nóvemb<strong>er</strong> nk. Kaupv<strong>er</strong>ðið <strong>er</strong> 580<br />

krónur á hlut sem var markaðsv<strong>er</strong>ð<br />

bankans þegar þeir voru<br />

g<strong>er</strong>ðir.<br />

Hreiðar Már<br />

Sigurðsson.<br />

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri<br />

bankans og Sigurður Einarsson,<br />

starfandi stjórnarformaður bankans,<br />

<strong>er</strong>u á meðal kaupenda.<br />

Hlutabréfaeign Hreiðars Más í<br />

bankanum <strong>er</strong> núna um 1.185<br />

milljónir að markaðsvirði og<br />

Sigurðar um 1.485 milljónir að<br />

markaðsvirði. Þar að auki nema<br />

samanlagðir kaupréttir þessara<br />

æðstu stjórnenda bankans um<br />

7,7 milljónum hluta, sem að<br />

markaðsv<strong>er</strong>ðmæti <strong>er</strong>u um 4,5<br />

milljarðar kr.<br />

31. ágúst<br />

V<strong>er</strong>slunarráð v<strong>er</strong>ður<br />

Viðskiptaráð<br />

Jón Karl<br />

Ólafsson,<br />

formaður<br />

stjórnar V<strong>er</strong>slunarráðs<br />

og forstjóri<br />

Icelandair,<br />

kynnti nýtt<br />

nafn ráðsins<br />

í samsæti<br />

á Hótel Nordica.<br />

Nýja<br />

Sigurður<br />

Einarsson.<br />

Jón Karl<br />

Ólafsson, formaður<br />

stjórnar<br />

V<strong>er</strong>slunarráðsins,<br />

kynnir nýtt<br />

nafn ráðsins.<br />

nafnið <strong>er</strong> Viðskiptaráð Íslands og<br />

sagði Jón Karl að kosturinn við<br />

það væri að það vísaði til breiðari<br />

hóps aðildarfyrirtækja ráðsins.<br />

Sitt sýnist hv<strong>er</strong>jum um nýja<br />

nafnið. Það gamla var á góðum<br />

m<strong>er</strong>g. Þá kom fram í ræðu Þórs<br />

Sigfússonar, framkvæmdastjóra<br />

ráðsins, að nýjar áh<strong>er</strong>slur í<br />

starfseminni væru tengslanet<br />

fyrirtækja, hnattvæðing og bætt<br />

samskipti við útlönd.<br />

31. ágúst<br />

Eimskip fjárfestir<br />

í frystigeymslum<br />

Eimskip hefur keypt eitt<br />

stærsta frystigeymslufyrirtæki<br />

í Evrópu. Þetta <strong>er</strong> hollenska<br />

fyrirtækið Daalimpex Behe<strong>er</strong><br />

B.V. í Hollandi. Daalimpex <strong>er</strong><br />

stærsta frystigeymslufyrirtæki<br />

í Hollandi og eitt hið stærsta í<br />

Evrópu. Daalimpex rekur fjórar<br />

frystigeymslur í Hollandi og muni<br />

kaupin styrkja v<strong>er</strong>ulega stöðu<br />

Eimskips í frystiflutningum.<br />

1. septemb<strong>er</strong><br />

Ingólfur í stað<br />

Hreiðars Más<br />

Ingólfur Helgason hefur v<strong>er</strong>ið ráðinn<br />

nýr forstjóri Kaupþings banka<br />

á Íslandi í stað Hreiðars Más Sigurðssonar<br />

sem einbeitir sér fyrst<br />

og fremst að rekstri Kaupþings<br />

banka samstæðunnar. Hreiðar<br />

Már v<strong>er</strong>ður áfram búsettur á<br />

Íslandi, enda höfuðstöðvar bankans<br />

hér á landi. Ingólfur heyrir<br />

beint undir Hreiðar Má, líkt<br />

og forstjórar bankans í öðrum<br />

löndum. Ingólfur hefur v<strong>er</strong>ið<br />

framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar<br />

Kaupþings banka.<br />

Hann hóf störf hjá Kaupþingi við<br />

einstaklingsráðgjöf árið 1993.<br />

1. septemb<strong>er</strong><br />

Hræringar í<br />

Atorku Group<br />

Þennan dag var sagt frá því<br />

að félög í eigu þeirra Þorsteins<br />

Vilhelmssonar og Magnúsar<br />

Jónssonar hefðu keypt 9,9% í<br />

Atorku Group og að þeir ættu<br />

orðið samtals 35,33% í félaginu.<br />

Einnig keypti Atorka um 6,4%<br />

af eigin bréfum. Seljendur voru<br />

Landsbankinn í Lúxemborg,<br />

Styrmir Þór Bragason og félög<br />

tengd Aðalsteini Karlssyni og<br />

Lárusi Blöndal. Við söluna sögðu<br />

þeir Aðalsteinn og Lárus sig úr<br />

stjórn Atorku og Styrmir hætti<br />

sem framkvæmdastjóri félagsins.<br />

Hann mun þó halda áfram stjórnarsetu<br />

í Austurbakka hf. og Lífi<br />

hf. Þess má geta að Magnús<br />

Jónsson <strong>er</strong> tengdasonur Þorsteins<br />

Vilhelmssonar og Styrmir<br />

Þór Bragason <strong>er</strong> tengdasonur<br />

Aðalsteins Karlssonar.<br />

Bjarni Ármannsson, forstjóri<br />

Íslandsbanka.<br />

2. septemb<strong>er</strong><br />

Stjórnendur seldu<br />

í Íslandsbanka<br />

Sagt var frá því að forstjóri<br />

Íslandsbanka og fimm framkvæmdastjórar<br />

bankans hefðu<br />

selt 241 milljón hluta í bankanum<br />

á genginu 15,25 krónur.<br />

Andvirði hlutanna <strong>er</strong> tæpir 3,7<br />

milljarðar króna. Sömu aðilar<br />

voru í hópi lykilstjórnenda í<br />

bankanum sem keyptu í lok maí<br />

síðastliðins 240 milljónir hluta<br />

í bankanum á genginu 13,30<br />

krónur, eða fyrir tæplega 3,2<br />

milljarða. Söluhagnaður stjórnendanna<br />

var því samanlagt um<br />

470 milljónir fyrir skatta.<br />

38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S A M G Ö N G U R<br />

ÞEIR TÆTA UPP<br />

Fólki stendur orðið ógn af vöruflutningabílum þegar það ekur um þjóðvegi<br />

landsins. Flutningabílarnir tæta upp vegina og vegak<strong>er</strong>fið virðist<br />

ekki í stakk búið til að anna þessum miklu þungaflutningum.<br />

TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Flutningabíll á fullri f<strong>er</strong>ð.<br />

Víða <strong>er</strong>u vegir landsins alls<br />

ekki búnir undir mikla og<br />

vaxandi umf<strong>er</strong>ð stórra vöruflutningabíla,<br />

sem hv<strong>er</strong> um<br />

sig brýtur vegi niður á við 60<br />

þúsund fólksbíla.<br />

40 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S A M G Ö N G U R<br />

ÞJÓÐVEGINA<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 41


S A M G Ö N G U R<br />

Síðla hv<strong>er</strong>n virkan dag aka tugir vöruflutningabíla<br />

út úr borginni til áfangastaða<br />

hringinn í kringum landið. Þeir<br />

<strong>er</strong>u ýmist á leiðinni norður, austur eða<br />

vestur og ævinlega fulllestaðir. Koma<br />

síðan næsta dag afur til Reykjavíkur og <strong>er</strong>u<br />

aftur með fullf<strong>er</strong>mi. Þessir flutningar hafa vaxið<br />

hröðum skrefum síðustu árin og áætla má að í<br />

ár nemi heildarflutningsmagnið um vegi landsins<br />

nærri einum milljarði tonnkílómetra, og þar<br />

<strong>er</strong> átt við flutninga á hv<strong>er</strong>s konar þurrvarningi,<br />

fiski, malarefni, olíu og raunar öllu því sem nafn<br />

má gefa. Ekk<strong>er</strong>t bendir til annars en þessi þróun<br />

haldi áfram, jafnvel þó vegak<strong>er</strong>fið sé fjarri því í<br />

stakk búið að anna þessum mikla þunga.<br />

Eimskip hætti rekstri strandflutningaskipsins<br />

Mánafoss seint á síðasta ári og með því<br />

fluttust nær allir flutningar hér innanlands<br />

út á þjóðvegina. Viðmælendur Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar<br />

segja fráleitt að það hafi markað einhv<strong>er</strong><br />

straumhvörf. Vægi flutninga skipa á ströndina<br />

hafi v<strong>er</strong>ið að dragast saman um áraraðir, enda<br />

sé krafa markaðarins sú að fá vöruna fljótt í<br />

áfangastað. Þannig hafi tekið allt að þrjá sólarhringa<br />

að flytja varning til Akureyrar senda með<br />

skipi frá Reykjavík en taki aðeins fimm til sex<br />

klukkustundir með flutningabíl.<br />

„Álagið á þjóðvegina<br />

<strong>er</strong> ekki meira en spár<br />

sögðu fyrir um. Rúmum<br />

2,6 milljörðum kr. <strong>er</strong> í ár<br />

varið til endurbyggingar<br />

og viðhalds þjóðvega<br />

landsins.“<br />

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri.<br />

Flutningabílar í fjórða veldi<br />

„Jafnvel þótt sjóflutningar geti v<strong>er</strong>ið ódýrari en<br />

flutningar á landi velur fólkið hraðann frekar<br />

og <strong>er</strong> tilbúið að greiða meira fyrir en ella,“<br />

segir Pálmar Óli Magnússon framkvæmdastjóri<br />

rekstrarsviðs Samskipa. „Hið eina sem hægt <strong>er</strong><br />

að g<strong>er</strong>a í þessari stöðu <strong>er</strong> að fara í átak í vegamálum,<br />

því víða <strong>er</strong>u vegirnir virkilega slæmir<br />

og alls ekki búnir undir það mikla álag sem <strong>er</strong><br />

á þeim í dag. Landflutningar <strong>er</strong>u komnir til að<br />

v<strong>er</strong>a; fljót og örugg þjónusta <strong>er</strong> forsenda þeirra<br />

lífsgæða sem fólk úti á landi krefst.“<br />

Við samanburð á niðurbroti vöruflutningabíla<br />

og fólksbíla á þjóðvegunum hefur v<strong>er</strong>ið<br />

42 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S A M G Ö N G U R<br />

Að ríkissjóður fær ríflega 40<br />

milljarða í tekjur á þessu ári af<br />

bifreiðum, en Vegag<strong>er</strong>ðin fær<br />

aðeins 13 milljarða til vegamála<br />

í landinu.<br />

TEKJUR RÍKISSJÓÐS AF BIFREIÐUM OG UMFERÐ<br />

Tekjur af bifreiðakaupum:<br />

19 milljarðar<br />

Helstu skattar <strong>er</strong>u vörugjöld og virðisaukaskattur<br />

Tekjur af eldsneyti:<br />

20 milljarðar<br />

Helstu skattar <strong>er</strong>u bensín- og olíugjöld, virðisaukaskattur og bifreiðagjald.<br />

Aðrar tekjur:<br />

1 milljarður<br />

Helstu skattar þar <strong>er</strong>u af ýmiskonar þjónusta, svo sem skráningargjöld og<br />

ýmsir neysluskattar.<br />

HEIMILD: FÍB<br />

nefnd svonefnd fjórðaveldisregla. Það <strong>er</strong> að<br />

niðurbrotið sé fjórðaveldi af álagi öxulþunga á<br />

veginn. Út frá þeirri reiknireglu telst 44ra tonna<br />

flutningabíll brjóta veginn niður eins og 60 þúsund<br />

fólksbílar.<br />

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri telur þessa<br />

kenningu geta átt sér nokkurn stað. Minnir þó<br />

á að fjölmargir aðrir þættir hafi einnig sitt að<br />

segja um slit og endingu vega. Veðrátta hafi<br />

mikil áhrif og til dæmis slíti fólksbílar yfirborði<br />

veganna talsv<strong>er</strong>t ef þeir <strong>er</strong>u á nagladekkjum.<br />

„Jafnvel þótt sjóflutningar<br />

geti v<strong>er</strong>ið ódýrari en flutningar<br />

á landi velur fólkið hraðann<br />

frekar og <strong>er</strong> tilbúið að greiða<br />

meira fyrir en ella.“<br />

Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa.<br />

Burðargetan <strong>er</strong> undir stöðlum<br />

Í skýrslu nefndar á vegum samgönguráðuneytis<br />

sem fjallaði um þróun flutninga hér innanlands<br />

og kom út fyrr á þessu ári segir að burðargeta<br />

vegak<strong>er</strong>fisins sé sums staðar v<strong>er</strong>ulega undir<br />

stöðlum. Aukin þungaumf<strong>er</strong>ð geti haft í för<br />

með sér töluv<strong>er</strong>t skemmri endingartíma vega<br />

en ella og sé öxulþungi bifreiða afg<strong>er</strong>andi<br />

áhrifaþáttur hvað varðar endingu á efra burðarlagi.<br />

Þá getur neðra burðarlag farið mjög<br />

illa þegar frost <strong>er</strong> að fara úr jörðu á vorin. Þá<br />

brotnar undirefnið smátt og smátt og fínefnið,<br />

sem dregur í sig bleytu, eykst. Með því minnkar<br />

burðarþolið. Á síðustu miss<strong>er</strong>um hefur hins<br />

vegar v<strong>er</strong>ið reynt að bregðast við þessu með<br />

því að blanda tjöruefni í undirlagið sem hefur<br />

gefið góða raun.<br />

Pálmar Óli Magnússon vill slá ákveðna<br />

varnagla við áðurnefndri kenningu um fjórða<br />

veldið. Bendir á að hún sé byggð á rannsóknum<br />

sem g<strong>er</strong>ðar voru í Bandaríkjunum fyrir meira<br />

en fjörutíu árum. Síðan þá hafi orðið mikil<br />

framþróun í g<strong>er</strong>ð bifreiða, sem séu til dæmis<br />

með mun betri fjöðrunarbúnaði en áður var.<br />

Sömuleiðis sé allt öðruvísi staðið að vegag<strong>er</strong>ð.<br />

Forsendur séu með öðrum orðum gjörbreyttar<br />

og því telur Pálmar nær lagi að miða slit vega<br />

við öxulþunga í þriðja veldi og vísar þar í nýrri<br />

bandarískar rannsóknir. Á hinn bóginn vanti<br />

frekari rannsóknir sem geti varpað einhv<strong>er</strong>ju<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 43


S A M G Ö N G U R<br />

Um 60% af v<strong>er</strong>ði<br />

hv<strong>er</strong>s bens ín lítra<br />

renn ur til rík is sjóðs<br />

ljósi á atriði og þær sé nauðsynlegt að g<strong>er</strong>a<br />

fyrr en síðar svo einhv<strong>er</strong> botn fáist í umræðuna.<br />

Skuldadagar í vegabyltingu<br />

En hvað sem líður reiknireglum, stendur<br />

eftir sú meginstaðreynd að vegir landsins<br />

þola illa aukið og vaxandi álag. Í áðurnefndri<br />

VISS IR ÞÚ...<br />

skýrslu nefndar um flutningaþróun hér innanlands<br />

kemur fram að vegurinn úr Reykjavík<br />

og norður í land sé á stórum köflum um<br />

og yfir tuttugu ára, sem <strong>er</strong> algengur endingartími<br />

vega. Miðað við það <strong>er</strong> mjög víða<br />

kominn tími á endurbætur.<br />

Jón Rögnvaldsson segir að fyrir um aldarfjórðungi<br />

hafi komið til sá möguleiki að<br />

Að einn 44 tonna flutn inga bíll með tengi vagni jafn gild ir<br />

um f<strong>er</strong>ð 60 þús und fólks bíla í nið ur broti á veg um?<br />

Að 4.800 vöru- og flutn inga bíl ar <strong>er</strong>u á Ís landi, þ.e. bíl ar yfir<br />

12 tonn um?<br />

Að rík is sjóð ur fær ríf lega 40 millj arða í tekj ur á þessu ári af<br />

bif reið um þeirra í formi skatta og tolla, þ.e. af elds neyt is sölu<br />

og inn flutn ings- og vöru gjöld um?<br />

Að Vega g<strong>er</strong>ð in fær alls 13 millj arða á þessu ári til vega mála í<br />

land inu?<br />

Að FÍB á ætl ar að tek ur rík is ins af sölu bif reiða elds neyt is,<br />

þ.e. bens íns og díselol íu, nemi um 20 millj örð um á þessu ári?<br />

Að um 60% af v<strong>er</strong>ði hv<strong>er</strong>s bens ín lítra <strong>er</strong>u op in b<strong>er</strong> gjöld<br />

rík is sjóðs?<br />

Að að eins 1 millj arð ur f<strong>er</strong> í við hald á bundnu slit lagi á<br />

þjóð veg um lands ins á ári?<br />

Að 1,6 millj arð ar fara í end ur bygg ingu og ann að við hald<br />

þjóð vega?<br />

Að 6,3 millj arð ar fara í stofn fram kvæmd ir, þ.e. ný framkvæmd<br />

ir vegna þjóð vega?<br />

Að 4,0 millj arð ar fara í rekst ur og þjón ustu Vega g<strong>er</strong>ð ar inn ar,<br />

en þar inni í <strong>er</strong>u gjöld vegna snjó mokst urs og f<strong>er</strong>ju rekst urs?<br />

Að veg ur inn frá Reykja vík og norð ur í land <strong>er</strong> á stór um köfl um<br />

um og yfir tutt ugu ára?<br />

Að veðr átt an og nagla dekk hafa ekki síð ur á hrif á eyð ingu<br />

vega og þyngd bíla?<br />

Stór auk in slysa hætta <strong>er</strong> af aukinni<br />

um f<strong>er</strong>ð vöru flutn inga bíla.<br />

Ný lega varð al var legt slys í<br />

Hall orms staða skógi þar sem<br />

fólks bíll og stór flutn inga bíll með<br />

tengi vagni rák ust sam an.<br />

Að rík ið hef ur „stór grætt“ á hækk andi elds neyt is v<strong>er</strong>ði í heimin<br />

um og stór aukn um inn flutn ingi nýrra bíla til lands ins?<br />

Að FÍB á ætl ar að tekj ur rík is ins af bif reið um og notk un þeirra<br />

hafi auk ist um „að eins 8 millj arða“ á yf ir stand andi ári, eða<br />

úr 32 millj örð um í 40 millj arða?<br />

44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S A M G Ö N G U R<br />

RUNÓLFUR ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FÍB:<br />

Tekjur ríkisins af bifreiðum 40 milljarðar<br />

Áætla má að tekjur ríkisins af bifreiðum<br />

og notkun þeirra muni nema ríflega 40<br />

milljörðum króna í ár, sem <strong>er</strong> um 8 milljarða<br />

aukning milli ára. Þetta <strong>er</strong> mat Runólfs Ólafssonar<br />

framkvæmdastjóra Félags íslenskra<br />

bifreiðaeigenda, sem segir félagið ekki<br />

gagnrýna skattheimtu af bifreiðum ef þeim<br />

fjármunum sem þannig aflast sé varið til vegaframkvæmda<br />

eða annars þess sem til heilla<br />

horfi fyrir bifreiðaeigendur. Raunin sé hins<br />

vegar alls ekki sú.<br />

„Í ár <strong>er</strong> 13 milljörðum króna varið til Vegag<strong>er</strong>ðarinnar.<br />

Umf<strong>er</strong>ðarstofa og lögreglan fá<br />

sitt en í öllu falli <strong>er</strong> þó ljóst að tekjur ríkisins<br />

af bifreiðum <strong>er</strong>u margfalt meiri en útgjöldin.<br />

Því teljum við hjá FÍB að bæði sé talsv<strong>er</strong>t<br />

svigrúm til að lækka álögur á okkar fólk og<br />

sömuleiðis fara í auknar vegaframkvæmdir,“<br />

segir Runólfur.<br />

Þumalputtareglan segir að af v<strong>er</strong>ði hv<strong>er</strong>s<br />

bensínlítra renni 60% til ríkissjóðs. Þar <strong>er</strong> átt<br />

við bensíngjald, vörugjald og virðisaukaskatt.<br />

Bensínlítrinn kostar þegar þetta <strong>er</strong> skrifað<br />

tæpar 114 krónur í sjálfsafgreiðslu og hefur<br />

hækkað umtalsv<strong>er</strong>t í ár. Segir sig þá sjálft að<br />

tekjur ríkissjóðs aukast í stíganda við annað,<br />

þegar vaskurinn á bensín <strong>er</strong> hlutfall af öðru<br />

en ekki föst tala. Þá voru á fyrstu sjö mánuðum<br />

þessa árs fluttir til landsins 11.500 nýir<br />

bílar, ámóta margir og allt árið í fyrra. Þetta<br />

skilar sínu inn í ríkissjóð. Þá <strong>er</strong>u hér ótalin bifreiðagjöld<br />

og ýmsir neysluskattar á varahluti<br />

og rekstrarvörur.<br />

„Skattheimtan á bifreiðaeigendur <strong>er</strong> langt<br />

umfram það sem eðlilegt getur talist,“ segir<br />

Runólfur Ólafsson. Hann segir tölur um mikið<br />

slit flutningabíla á vegum landsins gefa tilefni<br />

til að ætla að skattlagning á þær bifreiðar sé<br />

ekki í samræmi við notkun þeirra á vegak<strong>er</strong>finu<br />

og að eigendur einkabíla séu látnir niðurgreiða<br />

h<strong>er</strong>kostnaðinn. Það sætti FÍB sig ekki<br />

við og vilji breytingar.<br />

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 45


S A M G Ö N G U R<br />

leggja svonefnda klæðningu á vegi landsins.<br />

Árið 1980 hafi aðeins 358 km af þjóðvegum<br />

v<strong>er</strong>ið lagðir malbiki, en þegar klæðningin<br />

kom til sögunnar hafi v<strong>er</strong>ið hægt að margfalda<br />

þessa vegalengd á fáum árum. Nú sé á<br />

hinn bóginn komið að skuldadögum þeirrar<br />

byltingar í vegag<strong>er</strong>ð sem klæðningin var.<br />

Breiðari vegir og hættuminni<br />

„Vegag<strong>er</strong>ðin g<strong>er</strong>ir umf<strong>er</strong>ðarspár tuttugu ár<br />

fram í tímann og leggur þær til grundvallar<br />

þegar farið <strong>er</strong> í vegaframkvæmdir. Í þeim <strong>er</strong><br />

að jafnaði miðað við að tíundi hluti umf<strong>er</strong>ðar<br />

séu stórir bílar og því <strong>er</strong> ég ekki svo viss um<br />

að álagið á vegina sé eitthvað stórkostlega<br />

mikið meira en spár sögðu okkar,“ segir Jón<br />

Rögnvaldsson. Hann bætir því þó við að fyrir<br />

fáum árum hafi leyfilegur öxulþungi bifreiða<br />

v<strong>er</strong>ið aukinn úr 10 tonnum í 11,5 og slíkt hafi<br />

að sjálfsögðu áhrif. Miklu ráði sömuleiðis<br />

um endingartíma vega úr hv<strong>er</strong>nig efni þeir<br />

séu byggðir og yfirleitt hafa vegag<strong>er</strong>ðarmenn<br />

komist í góðar námur.<br />

Í ár v<strong>er</strong> Vegag<strong>er</strong>ðin rúmlega 2,6 milljörðum<br />

króna til endurbyggingar og viðhalds vega.<br />

Þar af f<strong>er</strong> um 1 milljarður til viðhalds á<br />

bundnu slitlagi og 780 milljónir til að styrkja<br />

og endurbæta vegi. Afgangurinn af nefndri<br />

upphæð skiptist síðan á nokkra smærri liði.<br />

Endurbygging vega hangir reyndar saman<br />

við nýframkvæmdir. Meðal annars nefnir<br />

Jón Rögnvaldsson veginn í Stafholtstungum í<br />

Borgarfirði þar sem miklar framkvæmdir hafa<br />

staðið yfir síðustu mánuði. Þar <strong>er</strong> vegurinn<br />

allur byggður upp og aukinheldur breikkaður<br />

úr 6,5 metrum í 8,5. Þar munar um minna og<br />

vitaskuld dregur sú breikkun úr allri slysahættu.<br />

Rökin <strong>er</strong>u skýr<br />

Síðustu miss<strong>er</strong>in hafa ýmsir, svo sem stjórnmálamenn,<br />

sett fram kröfur um að hefja<br />

strandflutningar að nýju, þá hugsanlega með<br />

opinb<strong>er</strong>um tilstyrk að einhv<strong>er</strong>ju leyti. Í því<br />

sambandi hefur v<strong>er</strong>ið vísað til þess að víða í<br />

Evrópu sé nú kostað kapps að færa flutninga<br />

af vegum í skip eða þá yfir í lestarsamgöngur.<br />

Pálmar Óli Magnússon telur þessar bollaleggingar<br />

fjarstæðukenndar og bendir á að í Evrópu<br />

séu þessar ráðstafanir nauðvörn. Þar sé<br />

Þjóðvegirnir <strong>er</strong>u alls ekki g<strong>er</strong>ðir fyrir<br />

þessa miklu umf<strong>er</strong>ð vöruflutningabíla<br />

sem <strong>er</strong> sífellt að aukast. Þyngd bílanna <strong>er</strong><br />

oft alveg við leyfilegan hámarksþunga á<br />

vegunum. Á mörgum þeirra fáfarnari <strong>er</strong>u<br />

aðeins einbreið klæðning á miðju vegar<br />

og þegar bílar mætast þurfum við á stóru<br />

bílunum að víkja með því að fara alveg út í<br />

axlirnar. Afleiðingar þessa <strong>er</strong>u að kantarnir<br />

<strong>er</strong>u að brotna niður sem síðan étur út frá<br />

sér inn á veginn,“ segir Bjarni Gunnarsson<br />

vöruflutningabílstjóri. Hann starfar á vegum<br />

Landflutninga - Samskipa og <strong>er</strong> í reglulegum<br />

f<strong>er</strong>ðum milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.<br />

Stöðugt fleiri bílar<br />

Tíu til tólf flutningabílar <strong>er</strong>u í reglulegum<br />

f<strong>er</strong>ðum að vestan og stundum raunar<br />

fleiri. Það segir Bjarni v<strong>er</strong>a í samræmi við<br />

þróun undanfarinna ára. „Síðan ég byrjaði<br />

að keyra hér á milli hefur v<strong>er</strong>ið stöðugur<br />

vöxtur í landflutningum og bílunum v<strong>er</strong>ið að<br />

fjölga. Það að strandflutningum var hætt<br />

á síðasta ári þýddi alls engin straumhvörf<br />

heldur var það aðeins lokapunktur í langri<br />

þróun,“ segir Bjarni.<br />

Bjarni Gunnarsson, vöruflutningabílstjóri<br />

á Ísafirði:<br />

„Fyrst og fremst heppni<br />

ræður því að vöruflutningabílstjórar<br />

hafi ekki<br />

lent í fleiri slysum.“<br />

BJARNI GUNNARSSON, VÖRUFLUTNINGABÍLSTJÓRI:<br />

Kantarnir að brotna niður<br />

Miðað við fimm öxla undir bíl og vagni<br />

má heildarþyngd ækis ekki v<strong>er</strong>a meiri en<br />

44 tonn. „Víða <strong>er</strong> undirlag veganna mjög<br />

slæmt, þeir mjóir og standa alls ekki undir<br />

þeim kröfum sem til þeirra <strong>er</strong>u g<strong>er</strong>ðar.<br />

Þetta <strong>er</strong> til dæmis raunin víða í Strandasýslu,<br />

til dæmis í Bitrufirði og á Ennishálsi.<br />

Sama gildir þegar <strong>er</strong> komið <strong>er</strong> í Ísafjarðardjúpið.<br />

Við Reykjanes <strong>er</strong> ekið á vegi sem<br />

lagður var um 1950 og þú getur því rétt<br />

ímyndað þér hv<strong>er</strong>nig ástand hans <strong>er</strong>. Það<br />

hefði átt að fara í endurbætur á veginum<br />

þar á undan veginum í Hestfirði og Skötufirði,<br />

þar sem lagt var slitlag á síðasta ári,“<br />

segir Bjarni sem telur forgangsröðun í samgöngumálum<br />

oft undarlega.<br />

Fjárfestingin sé arðbærari<br />

„Vegirnir <strong>er</strong>u slíkir að fyrst og fremst<br />

heppni ræður því að vöruflutningabílstjórar<br />

hafi ekki lent í fleiri slysum en raun b<strong>er</strong><br />

vitni. Á sumum stöðum <strong>er</strong>u komnir ágætir<br />

vegir, bæði breiðir og með st<strong>er</strong>ku undirlagi.<br />

Um þá mætti raunar gjarnan v<strong>er</strong>a meiri<br />

umf<strong>er</strong>ð þannig að fjárfestingin við uppbyggingu<br />

þeirra sé arðbærari en nú <strong>er</strong>.“<br />

46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S A M G Ö N G U R<br />

13 milljarðar til Vegag<strong>er</strong>ðarinnar<br />

Skiptist svona: 6,3 milljarðar fara til stofnframkvæmda, 2,6 milljarðar til endurbyggingar<br />

og viðhalds vega (þar af f<strong>er</strong> 1 milljarður til viðhalds á bundnu slitlagi)<br />

og 4,0 milljarðar <strong>er</strong>u eyrnam<strong>er</strong>ktir rekstri og þjónustu Vegag<strong>er</strong>ðarinnar,<br />

en inni í þeirri fjárhæð <strong>er</strong> snjóruðningur á veturna og f<strong>er</strong>jurekstur.<br />

BJÖRN MIKAELSSON, YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Á SAUÐÁRKRÓKI:<br />

Dekkin plægðu upp veginn<br />

Nýlega var ég á f<strong>er</strong>ð austur á landi og<br />

ók upp brekku á eftir fulllestuðum flutningabíl.<br />

Bílstjórinn hafði fært sig út í vegaxlirnar<br />

til að gefa öðrum svigrúm til að komast<br />

fram úr. Þungi bílsins var mikill og ég<br />

horfði á hvar klæðningin hreinlega plægðist<br />

upp undan afturdekkjunum. Þetta var rosalegt<br />

að sjá og sýndi mér best að í mörgum<br />

tilvikum þola vegirnir alls ekki álag þungra<br />

flutningabíla,“ segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn<br />

á Sauðárkróki.<br />

Vegurinn <strong>er</strong> mjór og hlykkjóttur<br />

Björn segir margar hættur leynast úti í<br />

umf<strong>er</strong>ðinni vegna þessa mikla álags sem<br />

á vegunum <strong>er</strong>. Almennt séu vegir í dag<br />

aðeins 6,5 metrar á breidd og það sé fjarri<br />

því nóg.<br />

„Hér í Skagafirði <strong>er</strong>u margar slysagildrur<br />

og þar nefni ég sérstaklega veginn um<br />

Silfrastaðafjall og í Norðurárdal áður en<br />

ekið <strong>er</strong> upp á Öxnadalsheiði. Núv<strong>er</strong>andi<br />

vegur á þessum slóðum <strong>er</strong> mjór og hlykkjóttur<br />

og þarna <strong>er</strong>u fjórar einbreiðar brýr.<br />

Blessunarlega standa vegaframkvæmdir<br />

fyrir dyrum á þessum slóðum en hafa þó<br />

v<strong>er</strong>ið í biðstöðu alltof lengi sem hefur<br />

kostað okkur fjölda umf<strong>er</strong>ðaróhappa.“<br />

Á fullri f<strong>er</strong>ð<br />

En hvað sem líður umf<strong>er</strong>ðarmannvirkjum<br />

og styrk þeirra segir Björn Mikaelsson<br />

„Margar slysagildrur en mannlegi þátturinn<br />

hefur líka áhrif, segir Björn Mikaelsson,<br />

yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.<br />

mikilvægt að hafa mannlega þáttinn líka í<br />

huga hvað varðar umf<strong>er</strong>ðaröryggi, enda séu<br />

mannleg mistök orsök velflestra umf<strong>er</strong>ðarslysa.<br />

Lögbundinn hámarkshraði stórra<br />

flutningabíla með aftanívagn sé áttatíu<br />

kílómetrar á klukkustund en mörg dæmi<br />

séu um að lögregla hafi stöðvað bílstjóra<br />

á meiri hraða, jafnvel við <strong>er</strong>fiðar akstursaðstæður.<br />

vegak<strong>er</strong>fið kolsprungið vegna álags og nauðsynlegt<br />

sé að tappa af umf<strong>er</strong>ðarþunganum. Hér<br />

á landi sé þetta alls ekki raunin, alla jafna sé<br />

umf<strong>er</strong>ð á vegunum lítil þó svo þeir b<strong>er</strong>i illa<br />

þungann sem á þá <strong>er</strong> lagður. Við því v<strong>er</strong>ði að<br />

bregðast með átaki í vegag<strong>er</strong>ð.<br />

„Það <strong>er</strong>u sex eða sjö ár síðan við hjá Samskipum<br />

hættum strandsiglingum og þá voru<br />

rökin alveg skýr í okkar huga. Strandflutningaskipið<br />

fór héðan frá Reykjavík nánast tómt og<br />

sigldi á kannski tíu til fimmtán viðkomustaði<br />

úti um land. Tók um borð frystivörur og kom<br />

svo hingað til Reykjavíkur viku síðar, þá fullf<strong>er</strong>mt.<br />

Á sama tíma fóru bílarnir héðan út á<br />

land fullhlaðnir og komu síðan nánast tómir<br />

aftur í bæinn. Með því að hætta siglingunum<br />

gátum við hins vegar v<strong>er</strong>ið með fulllestaða bíla<br />

báðar leiðir. Rökin fyrir því að hætta strandflutningum<br />

voru því alveg skýr og við teljum<br />

forsendur í dag alveg þær sömu.“<br />

Jón Rögnvaldsson talar á svipuðum nótum<br />

og segir að í viðskiptaumhv<strong>er</strong>fi nútímans sé rík<br />

krafa fólks að fá vöruna senda heim að dyrum<br />

fljótt og þar standi skipaf<strong>er</strong>ðir flutningum aldrei<br />

snúning. „Að því leyti hafa vegaflutningarnir<br />

forskot. Þó finnst mér að ákveðnir vöruflokkar<br />

þyrftu ekki sama flutningshraða og gætu allt<br />

eins v<strong>er</strong>ið fluttir á sjó sem landi. Þar get ég til<br />

dæmis nefnt olíu, bensín og ýmsa þungavöru.<br />

Síðan skulum við ekki gleyma að fiskflutningur<br />

þv<strong>er</strong>s og kruss um landið <strong>er</strong> mjög mikill og<br />

hefur v<strong>er</strong>ið að aukast síðustu árin.“<br />

Einbreiðar brýr til ama<br />

Pálmar Óli segir það mikinn misskilning að<br />

halda að flutningafélögin geti stýrt því einhliða<br />

hvort flutningar hér innanlands v<strong>er</strong>ði sjóleiðis<br />

eða með um landveg. „Sumir tala eins og<br />

að fyrirtæki í flutningastarfsemi séu í nánast<br />

sjálfstæðum heimi og geti stýrt sínum viðskiptavinum.<br />

Sannleikurinn <strong>er</strong> sá að fáar greinar <strong>er</strong>u<br />

jafn háðar ytri skilyrðum og þörfum viðskiptamanna<br />

og einmitt flutningastarfsemi. Krafa<br />

markaðarins <strong>er</strong> að fá vöruna um landveg bæði<br />

fljótt og vel. Við því þarf að bregðast og g<strong>er</strong>a<br />

átak í vegaframkvæmdum. Byggja upp vegi og<br />

breikka. G<strong>er</strong>a síðan gangskör að því að fækka<br />

einbreiðum brúm úti á þjóðvegunum. Þær<br />

skipta hundruðum, <strong>er</strong>u hvarvetna slysagildrur<br />

og til mikils ama.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 47


NEYTENDASTOFA<br />

Neytendav<strong>er</strong>nd, viðskiptahættir og öryggismál<br />

NEYTENDASTOFA tók til starfa 1. júlí síðastliðinn<br />

og tók hún við hlutv<strong>er</strong>ki Löggildingarstofu<br />

sem lögð var niður frá sama tíma. Auk<br />

þess tók hún við hluta af v<strong>er</strong>kefnum sem<br />

áður voru á starfssviði Samkeppnisstofnunar<br />

og annast Neytendastofa nú framkvæmd<br />

nýrra laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum<br />

og gagnsæi markaðarins. Neytendastofa<br />

f<strong>er</strong> með rafmagnsöryggismál eins<br />

og kveðið <strong>er</strong> á um í lögum um öryggi raforkuvirkja,<br />

neysluveitna og raffanga. Neytendastofa<br />

annast markaðseftirlit með rafmagnsvörum<br />

og öðrum almennum vörum<br />

sem skylt <strong>er</strong> að uppfylli öryggiskröfur og<br />

skulu v<strong>er</strong>a CE-m<strong>er</strong>ktar. Einnig hefur stofnunin<br />

yfirumsjón með mælifræði. Á sviði<br />

lögmælifræði annast Neytendastofa varðveislu<br />

landsmæligrunna og hefur eftirlit með<br />

framkvæmd laga um vog, mál og annast<br />

framkvæmd faggildinga fyrir hönd íslenskra<br />

stjórnvalda. Á sviði hagnýtrar mælifræði<br />

starfrækir stofnunin kvörðunarþjónustu á<br />

mælitækjum fyrir atvinnulífið og opinb<strong>er</strong>a<br />

aðila. Nýmæli <strong>er</strong> að lögum samkvæmt skal<br />

Neytendastofa vinna að stefnumótun á sviði<br />

neytendamála og beita sér fyrir því að g<strong>er</strong>ðar<br />

v<strong>er</strong>ði rannsóknir á því sviði. Þá annast stofnunin<br />

einnig dagleg störf og undirbúning<br />

mála fyrir talsmann neytenda í samræmi<br />

við ákvæði í þjónustusamningi. Á Neytendastofu<br />

<strong>er</strong>u alls 20 starfsmenn.<br />

Mælifræðisvið:<br />

• Varðveisla landsmæligrunna<br />

• Kvörðunarþjónusta<br />

• Eftirlit með löggildingu mælitækja<br />

• Löggilding vigtarmanna<br />

Rafmagnsöryggissvið:<br />

• Öryggisstjórnun löggiltra<br />

rafv<strong>er</strong>ktaka<br />

• Rannsóknir bruna og slysa<br />

• Markaðseftirlit með rafmagnstækjum<br />

• Öryggisstjórnun rafveitna og<br />

iðjuv<strong>er</strong>a<br />

• Markaðseftirlit með vörum unnum<br />

úr eðalmálmum<br />

Eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum<br />

„Neytendastofa <strong>er</strong> ríkisstofnun og starfar að<br />

stjórnsýsluv<strong>er</strong>kefnum á sviði neytendamála,“<br />

segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.<br />

„Meðal nýrra þátta í starfseminni <strong>er</strong><br />

eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum, til<br />

dæmis villandi auglýsingum o.fl., en ákvæði<br />

um þetta voru áður í samkeppnislögum.<br />

Í lögunum <strong>er</strong>u einnig ákvæði um gagnsæi<br />

markaðarins sem segir okkur að almenningur<br />

eigi rétt á því að v<strong>er</strong>ð vöru og þjónustu<br />

sé tilgreint skýrt og réttilega.“<br />

Tryggvi segir að Neytendastofa eigi að annast<br />

söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga<br />

á sviði neytendamála og að vinna að stefnumótun<br />

og sýna frumkvæði í þeim málum<br />

sem hún hefur umsjón með. Mikilvægt <strong>er</strong> því<br />

að stofnunin miðli skipulega upplýsingum um<br />

neytendamál og þjóni þá bæði neytendum og<br />

atvinnurekendum þannig að allir hagnist.<br />

Sérþekking fyrir neytendur og framleiðendur<br />

„Á Neytendastofu hefur byggst upp<br />

sérþekking á rétti neytenda og geta jafnt<br />

neytendur, framleiðendur og innflytjendur<br />

sótt í þann þekkingarbrunn sem hér <strong>er</strong> til<br />

staðar. Jafnframt mun stofnunin stefna að<br />

því að miðla upplýsingum um neytendamál<br />

betur en v<strong>er</strong>ið hefur hingað til. Fáir eða<br />

engir seljendur vöru eða þjónustu hafa það<br />

að markmiði að beita óréttmætum viðskiptaháttum<br />

heldur <strong>er</strong> oft þekkingin ekki fyrir<br />

hendi. Öflug upplýsingagjöf til dæmis hvort<br />

einhv<strong>er</strong>jir skilmálar hafi v<strong>er</strong>ið úrskurðaðir<br />

ólögmætir eða hvort tiltekin vara sé hættuleg<br />

og eftirlýst á innri markaðnum í Evrópu<br />

getur forðað óþarfa tjóni. Þarna <strong>er</strong> ég að tala<br />

um að það <strong>er</strong>u tvær hliðar á sama peningi.<br />

Þegar talað <strong>er</strong> um réttindi og skyldur á markaði<br />

þá virkar það þannig að neytendur eiga<br />

oft mikinn rétt og atvinnulífið hefur sínar<br />

skyldur við neytendur. Þarna á að v<strong>er</strong>a á<br />

f<strong>er</strong>ðinni gagnkvæmur skilningur á hlutv<strong>er</strong>kinu<br />

og með hvaða hætti þessir hagsmunir<br />

tengjast. Samkeppnin f<strong>er</strong> sífellt vaxandi og<br />

seljendur á vörum og þjónustu vilja í æ<br />

ríkara mæli einbeita sér að því að uppfylla<br />

þarfir viðskiptavina og virða réttindi þeirra.<br />

Það <strong>er</strong> dýrt að tapa viðskiptavinum og dýrt<br />

að afla nýrra. Í framtíðinni má því ætla<br />

að Neytendastofa þjóni ekki einungis neytendum<br />

heldur einnig atvinnulífinu og þar<br />

með landsmönnum öllum með einum eða<br />

öðrum hætti. Neytendav<strong>er</strong>nd og virðing fyrir<br />

réttindum neytenda <strong>er</strong> því allra hagur.<br />

Neytendastofa hefur margþætt hlutv<strong>er</strong>k<br />

en grunnþráðurinn <strong>er</strong> samt neytendav<strong>er</strong>nd.<br />

Við förum með öryggismál í sambandi við<br />

48 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5<br />

KYNNING


afmagn, sem <strong>er</strong> ein tegund vöru og getur<br />

v<strong>er</strong>ið hættulegt, og <strong>er</strong> okkar starf að hafa<br />

eftirlit með öryggi rafmagnstækja sem notuð<br />

<strong>er</strong>u í landinu, jafnt nýjum sem notuðum. Þá<br />

höfum við eftirlit með því að raforkufyrirtækin<br />

fylgi settum reglum um rafmagnsöryggi<br />

og starfsemi löggiltra rafv<strong>er</strong>ktaka sé<br />

ávallt þannig að fyllsta öryggis sé gætt.<br />

Það þarf mannskap til að fylgjast með<br />

öryggismálum svo vel fari. Við viljum haga<br />

starfseminni á þann hátt að nota faggiltar<br />

skoðunarstofur til að framkvæma eftirlitið<br />

í eins ríkum mæli og unnt <strong>er</strong>. Faggildingu<br />

geta hlotið einkaaðilar sem vilja taka að<br />

sér eftirlitsstörf. Við ætlum okkur ekki að<br />

v<strong>er</strong>a með stóran hóp af „markaðslöggum“<br />

sem send v<strong>er</strong>ði á staðinn þegar <strong>er</strong>indi b<strong>er</strong>st,<br />

heldur felst hagræðing í að við semjum<br />

skoðunarreglur og njótum síðan þjónustu<br />

skoðunarstofa sem <strong>er</strong>u faggiltar til að framkvæma<br />

slík v<strong>er</strong>k þegar á þarf að halda.<br />

Ég get nefnt sem dæmi að ef við viljum<br />

fá úttekt á því hvort hættuleg raftæki eða<br />

leikföng <strong>er</strong>u á boðstólum í v<strong>er</strong>slunum þá<br />

pöntum við þjónustu frá faggiltri skoðunarstofu<br />

sem f<strong>er</strong> á vettvang og skoðar hvort<br />

slík tæki eða leikföng <strong>er</strong>u á markaði hér á<br />

landi. Það <strong>er</strong> síðan okkar að fylgjast með<br />

því að einkaaðilarnir vinni sína vinnu af fagmennsku<br />

og eftir þeim reglum sem neytandinn<br />

á að geta treyst og að enginn mismunun<br />

sé í aðf<strong>er</strong>ðarfræðinni. Á grundvelli skoðunarskýrslna<br />

metum við sem stjórnvald hvort<br />

ástæða <strong>er</strong> til aðg<strong>er</strong>ða, t.d. hvort innkalla<br />

eigi vöru, setja á sölubann eða beita öðrum<br />

stjórnvaldsúrræðum.“<br />

Markaðseftirlitssvið:<br />

• Óréttmætir viðskiptahættir<br />

• Gagnsæi markaðarins<br />

• Almennt vöruöryggi,<br />

þ.m.t. CE-m<strong>er</strong>kingar<br />

• Framkvæmd og eftirlit með<br />

sérlögum á sviði neytendav<strong>er</strong>ndar<br />

sem nauðsynlegir <strong>er</strong>u þegar taka á mælitæki<br />

til kvörðunar.<br />

Dæmi um iðnaðarfyrirtæki sem notað<br />

hafa kvörðunarþjónustu Neytendastofu <strong>er</strong><br />

fyrirtæki sem framleiða ál, lyf, g<strong>er</strong>vilimi,<br />

vogir og flæðilínur. Útflutningur þessara fyrirtækja<br />

skiptir miklu máli fyrir íslenskan<br />

efnahag og þeir fjármunir sem íslenska ríkið<br />

setur í mælifræði <strong>er</strong>u ekki miklir miðað<br />

við það sem slíkur hátækniiðnaður skilar<br />

ríkinu.<br />

Í alþjóðaviðskiptum aukast gæðakröfur<br />

sífellt. Í ljósi þessa hefur nú kvörðunarþjónustan<br />

aflað sér faggildingar af bresku faggildingarstofnuninni<br />

UKAS samkvæmt ÍST EN<br />

17025 staðlinum. Framangreind faggilding<br />

tekur ekki bara til kvarðana heldur einnig til<br />

yfirstjórnunar o.fl. Við <strong>er</strong>um opinb<strong>er</strong> stofnun<br />

og almenningur á kröfu á að hér sé starfað af<br />

miklum metnaði og gæðum og við sem hér<br />

störfum vinnum markvisst að því að Neytendastofa<br />

v<strong>er</strong>ði stofnun sem allir treysti.<br />

Þess vegna <strong>er</strong> brýnt að starfa áfram á grundvelli<br />

gæðastjórnunar í þessari stofnun.“<br />

Borgartúni 21 • Sími: 5101100<br />

Netfang: www.neytendastofa.is<br />

Mælifræðisvið Mikilvægt starfssvið Neytendastofu<br />

<strong>er</strong> mælifræðisvið: „Efnahagur<br />

heimsins byggir á áreiðanlegum mælingum<br />

og prófunum, sem hægt <strong>er</strong> að treysta á<br />

og <strong>er</strong>u alþjóðlega viðurkenndar. Mælifræði<br />

skiptir miklu máli við að tryggja gæði<br />

í margs konar iðnaðarstarfsemi. Á Íslandi<br />

v<strong>er</strong>ður framleiðsluiðnaður, eftirlitsiðnaður,<br />

rannsóknarstofur og aðrir að hafa aðgang<br />

að faggiltri kvörðunarþjónustu, s.s. til að<br />

kvarða nákvæmar vogir ofl. Þótt tekjur af<br />

kvörðunum hafi vaxið árlega um 20% síðustu<br />

árin <strong>er</strong> markaðurinn lítill. Á meðan svo<br />

<strong>er</strong> v<strong>er</strong>ða stjórnvöld að halda úti kvörðunarþjónustu<br />

og það kemur í hlut Neytendastofu<br />

að annast hana enda varðveitir hún og hefur<br />

umsjón með v<strong>er</strong>ðmætum mæligrunnum<br />

Hluti starfsmanna Neytendastofu<br />

og Tryggvi Axelsson forstjóri,<br />

sem <strong>er</strong> fremst til hægri.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 49


Frumh<strong>er</strong>jarnir og stofnendur KPMG <strong>er</strong>u að hætta þar vegna aldurs.<br />

Um árabil voru þeir með stærstu og þekktustu fyrirtæki landsins á sinni<br />

könnu og áhrifamiklir ráðgjafar helstu forstjóranna á bak við tjöldin.<br />

NESTORARNIR<br />

50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


E N D U R S K O Ð U N<br />

Fjórmenningarnir<br />

Helgi V. Jónsson,<br />

Sveinn Jónsson,<br />

Ólafur Nilsson og<br />

Guðni S. Gústafsson<br />

hafa allan sinn starfsf<strong>er</strong>il<br />

v<strong>er</strong>ið áb<strong>er</strong>andi í<br />

íslensku viðskipalífi. Ólafur Nilsson og<br />

Guðni Gústafsson <strong>er</strong>u<br />

að láta af störfum hjá<br />

KPMG vegna aldurs.<br />

Þeir Helgi V. Jónsson<br />

og Sveinn Jónsson hættu þar<br />

fyrir örfáum árum. Um árabil<br />

voru þeir á meðal þekktustu<br />

endurskoðenda hér á landi og<br />

með stærstu og þekktustu fyrirtæki<br />

landsins á sinni könnu og<br />

sem slíkir áhrifamiklir ráðgjafar<br />

helstu forstjóranna á bak við<br />

tjöldin. Ólafur, Guðni og Helgi<br />

stofnuðu Endurskoðun hf., forv<strong>er</strong>a<br />

KPMG, fyrir sléttum þrjátíu<br />

árum. Þremur árum síðar<br />

bættist Sveinn í hópinn sem<br />

fjórði meðeigandi stofunnar.<br />

„Algengt <strong>er</strong> meðal <strong>er</strong>lendra<br />

endurskoðenda að þeir vinni<br />

aðeins til 60-65 ára aldurs eða<br />

hætti jafnvel yngri en það. Oftsinnis<br />

<strong>er</strong> fyrirkomulagið þannig<br />

í dag að menn v<strong>er</strong>ða bara að<br />

hætta. Hins vegar <strong>er</strong> langur<br />

vinnudagur einkennandi fyrir<br />

starf endurskoðandans. „Áður<br />

fyrr var g<strong>er</strong>t ráð fyrir því að<br />

endurskoðandinn dytti dauður<br />

niður við skrifborðið í störfum<br />

sínum,“ segir Helgi Vilhelm<br />

Jónsson, sem var einn af þremur<br />

stofnendum Endurskoðunar hf.<br />

árið 1975, fyrirtækis sem nú b<strong>er</strong><br />

heitið KPMG á Íslandi.<br />

„Við tókum okkur þrír<br />

saman góðir félagar sem þekktust<br />

vel innbyrðis og stofnuðum<br />

TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON fyrirtækið árið 1975 ásamt<br />

MYND: GEIR ÓLAFSSON<br />

konum okkar,“ segir Ólafur<br />

Nilsson sem <strong>er</strong> löggiltur endurskoðandi.<br />

KVEÐJA<br />

Ólafur byrjaði að læra<br />

1956 hjá Endurskoðunarstofu<br />

Björns Steffensen og<br />

Ara Ó. Thorlacius og starfaði<br />

þar til ársins 1964, en<br />

setti þá á fót eigin stofu. Á<br />

árinu 1965 tók hann síðan<br />

við starfi skattrannsóknastjóra<br />

sem hann gegndi til ársins<br />

1975.<br />

„Þessir þrír voru, auk mín,<br />

Helgi V. Jónsson, sem þá var<br />

borgarendurskoðandi, og<br />

Guðni Gústafsson sem rak á<br />

þeim tíma sjálfur endurskoðunarstofu.<br />

Við Guðni þekktumst<br />

vel, námum endurskoðunarfagið<br />

á sama stað, á Endurskoðunarstofu<br />

Björns Steffensen<br />

og Ara Ólafs Thorlacius.“<br />

Helgi V. Jónsson <strong>er</strong> hæstaréttarlögmaður<br />

og löggiltur<br />

endurskoðandi. „Ég var skrifstofustjóri<br />

borgarv<strong>er</strong>kfræðings<br />

Reykjavíkurborgar árin 1963-<br />

66 og borgarendurskoðandi<br />

Reykjavíkurborgar um níu ára<br />

skeið þar á eftir. Helgi vann<br />

mestallan sinn starfsf<strong>er</strong>il hjá<br />

KPMG, hætti störfum þar 2001,<br />

en vinnur nú að einstökum<br />

v<strong>er</strong>kefnum fyrir Themis lögmannsstofu<br />

sem hann stofnaði<br />

með dóttur sinni Hönnu Láru<br />

Helgadóttur hrl. árið 2004.<br />

Langur vinnudagur<br />

„Á námsárum mínum í endurskoðun<br />

voru nemar, vægast<br />

sagt, ekki á háum launum, en<br />

unnu langan vinnudag,“ segir<br />

Guðni. „Vinnuharkan var einnig<br />

mikil á upphafsárum Endurskoðunar<br />

hf. og var talað um<br />

að eitthvað væri að mönnum<br />

ef þeir skiluðu ekki minnst 300<br />

tíma vinnuframlagi á mánuði.<br />

Það hefur loðað við okkar kynslóð<br />

að við vorum lengi vel<br />

gjarnir á að viðhalda þessum<br />

langa vinnutíma. Það þýðir hins<br />

vegar ekki að bjóða mönnum<br />

upp á þannig kjör í dag. Menn<br />

fara einfaldlega annað ef þeim<br />

ofbýður vinnuharkan.“<br />

Ætluðu að v<strong>er</strong>a fjórir „Við<br />

ætluðum upphaflega að stofna<br />

þetta fyrirtæki fjórir saman<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 51


E N D U R S K O Ð U N<br />

með Sveini Jónssyni sem þá<br />

var aðstoðarseðlabankastjóri.<br />

Sveinn sá sér hins vegar ekki<br />

fært að v<strong>er</strong>a með okkur í byrjun<br />

en kom til liðs við okkur þremur<br />

árum eftir stofnun Endurskoðunar<br />

hf.,“ segir Ólafur. Allir <strong>er</strong>u<br />

þeir fjórmenningarnir annaðhvort<br />

hættir störfum sökum aldurs<br />

eða við það að hætta.<br />

Starfsmenn Endurskoðunar<br />

voru 10 í upphafi en mikið vatn<br />

hefur runnið til sjávar síðan þá. Á<br />

Íslandi starfa nú um 170 manns<br />

hjá KPMG. Löggiltir endurskoðendur<br />

<strong>er</strong>u um 40, þar starfa sjö<br />

lögfræðingar og fjöldi viðskiptafræðinga.<br />

Höfuðstöðvar KPMG<br />

hafa v<strong>er</strong>ið að Borgartúni 27<br />

frá árinu 2003 en félagið rekur<br />

einnig starfsstöðvar í átta öðrum<br />

sveitarfélögum á landinu.<br />

„Vinnuharkan var einnig<br />

mikil á upphafsárum<br />

Endurskoðunar hf. og var<br />

talað um að eitthvað væri<br />

að mönnum ef þeir skiluðu<br />

ekki minnst 300 tíma<br />

vinnuframlagi á mánuði.“<br />

- Guðni S. Gústafsson.<br />

Guðni rak<br />

eigin endurskoðunarstofu<br />

sem<br />

sinnti m.a.<br />

endurskoðun<br />

fyrir Loftleiðir<br />

áður en Endurskoðun<br />

hf.<br />

var stofnað.<br />

Stórir viðskiptavinir í upphafi<br />

„Við tókum strax þá stefnu að<br />

ráði Ólafs að hafa launin okkar<br />

í lægri kantinum og byggja fyrirtækið<br />

heldur upp og tryggja<br />

betur góð eftirlaun. Við <strong>er</strong>um<br />

farnir að njóta þeirrar fyrirhyggju<br />

Ólafs í dag,“ segir Guðni.<br />

„Uppistaðan á 42 ára starfsf<strong>er</strong>li<br />

mínum var endurskoðunarvinna<br />

fyrir Flugleiðir og Loftleiðir<br />

áður. Segja má að Endurskoðun<br />

hf. hafi v<strong>er</strong>ið stofnuð utan um<br />

þjónustu við Flugleiðir, sem voru<br />

viðskiptavinir endurskoðunarstofu<br />

minnar áður,“ segir Guðni.<br />

„Starfsemi Endurskoðunar<br />

hf. var fyrstu árin í Essohúsinu<br />

við Suðurlandsbraut. „Húsráðendur<br />

þar voru okkur mjög vinsamlegir<br />

og við gátum stækkað<br />

lengi vel við okkur á þeim stað.“<br />

„Endurskoðun varð fljótlega<br />

stærsta fyrirtækið í sínum geira<br />

hérlendis. Árið 1985 fórum við<br />

inn í alþjóðlegt samstarf við<br />

KPMG, en áður höfðum við v<strong>er</strong>ið<br />

með samstarf við annað alþjóðlegt<br />

endurskoðunarfyrirtæki,<br />

Grant Thornton, sem við unnum<br />

töluv<strong>er</strong>t með í Flugleiðav<strong>er</strong>kefnum.<br />

Erlendir lánveitendur<br />

g<strong>er</strong>ðu kröfu um það á þessum<br />

tíma að stórt alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki<br />

kæmi að endurskoðun<br />

stærri fyrirtækja með<br />

okkur. Árið 1995 var húsnæðið<br />

að Suðurlandsbraut orðið of lítið<br />

og starfsemin flutt að Vegmúla<br />

3,“ segir Ólafur.<br />

„Mér <strong>er</strong> alltaf minnisstætt á<br />

þeim dögum þegar við voru að<br />

stofna fyrirtækið en vorum ekki<br />

búnir að finna okkur húsnæði<br />

og reksturinn ekki kominn í<br />

gang. Þá óskaði Járnblendiv<strong>er</strong>ksmiðjan<br />

á Grundartanga eftir tilboðum<br />

um endurskoðun. Það<br />

voru þarna einhv<strong>er</strong>jir útlendingar<br />

sem vildu spjalla við okkur.<br />

Þeim leist hins vegar ekk<strong>er</strong>t vel<br />

á að við myndum koma starfseminni<br />

á legg og létu ekk<strong>er</strong>t v<strong>er</strong>ða<br />

af viðskiptum, en óskuðu okkur<br />

bara góðs gengis,“ segir Helgi.<br />

Kom í samstarf eftir þrjú ár<br />

„Ég var ekki einn af stofnendunum<br />

Endurskoðunar hf. árið<br />

1975 en það kom vissulega mjög<br />

st<strong>er</strong>kt til álita að ég yrði það. Á<br />

þeim tíma vann ég hjá Seðlabankanum,<br />

stjórnaði þá bankaeftirlitinu.<br />

Það stóð þannig á í störfum<br />

mínum að það varð ekki úr því<br />

að ég kæmi að stofnun stofunnar.<br />

Hins vegar kom ég þremur árum<br />

seinna inn sem fjórði meðeigandinn,“<br />

segir Sveinn.<br />

„Þegar ég kom inn í fyrirtækið,<br />

hafði ég unnið í bankak<strong>er</strong>finu<br />

og þekkti það umhv<strong>er</strong>fi<br />

mjög vel. Þess vegna hefði mátt<br />

búast við því að ég hefði stílað<br />

inn á það að þjóna sem endurskoðandi<br />

fjármálafyrirtækja.<br />

Hins vegar var hugsun mín alls<br />

ekki sú - ég vildi gjarnan reyna<br />

eitthvað nýtt, kynnast nýjum<br />

sviðum í atvinnulífinu. Vegna<br />

laga- og þjóðfélagsbreytinga á<br />

þeim tíma, var aukin eftirspurn<br />

frá fjármálafyrirtækjum eftir<br />

þjónustu endurskoðenda á þessu<br />

sviði. Því var leitað til mín fyrstu<br />

2-3 árin og bankar, sparisjóðir,<br />

tryggingafélög, lífeyrissjóðir, fjárfestingalánasjóðir<br />

og fyrstu v<strong>er</strong>ðbréfasjóðir<br />

á landinu voru þeir<br />

sem ég þjónaði. Fyrr en varði<br />

var ég kominn með kúnnahóp<br />

úr þessum geira,“ segir Sveinn.<br />

Samrunar fyrirtækja Ólafur<br />

Nilsson kom að öllum mögulegum<br />

störfum hjá fyrirtækinu.<br />

„Ég sinnti töluv<strong>er</strong>t endurskoðun<br />

fyrir sjávarútvegsfyrirtæki,<br />

tryggingarfélög og einstaka fjármálafyrirtæki.<br />

Eftirminnilegast<br />

úr störfum mínum finnst mér<br />

v<strong>er</strong>a samrunarnir sem orðið<br />

hafa á stórum fyrirtækjum á<br />

Íslandi. Einn af þeim eftirminnilegri<br />

var þegar Ísbjörninn og<br />

Bæjarútg<strong>er</strong>ð Reykjavíkur sameinuðust<br />

í Granda. Nóg var af<br />

hrakspánum fyrir því fyrirtæki<br />

vegna þess að sjávarútvegnum<br />

gekk ekki vel á þeim tíma þegar<br />

sameiningin fór fram og pólitík<br />

hljóp í málið, einkum vegna<br />

„Áður fyrr var g<strong>er</strong>t ráð<br />

fyrir því að endurskoðandinn<br />

dytti dauður niður<br />

við skrifborðið í störfum<br />

sínum.“<br />

- Helgi V. Jónsson<br />

Helgi starfaði<br />

sem<br />

borgarendurskoðandi<br />

fyrir stofnun<br />

Endurskoðunar<br />

hf.<br />

BÚR. Sagan b<strong>er</strong> því hins vegar<br />

vitni að Granda, nú HB-Granda,<br />

hefur gengið vel. Sameining<br />

bankanna og tryggingarfélaganna<br />

var einnig eftirminnileg,<br />

en fyrirtæki okkar kom að<br />

öllum þeim sameiningum.“<br />

Ólafur <strong>er</strong> hættur öllum<br />

afskiptum af rekstri KPMG á<br />

Íslandi og <strong>er</strong> einnig að mestu<br />

hættur störfum.. „Ég hef mörg<br />

áhugamál sem ég get betur sinnt<br />

núna. Fjölskylda mín <strong>er</strong> með<br />

sumarbústað og þar <strong>er</strong> heilmikil<br />

trjárækt. Á vetrum stunda ég<br />

skíði eins og ég g<strong>er</strong>ði á mínum<br />

yngri árum. Ég hef sömuleiðis<br />

reynt að gefa mér tíma í golfið á<br />

sumrin og flugið hefur lengi v<strong>er</strong>ið<br />

mitt áhugamál,“ segir Ólafur<br />

sem <strong>er</strong> með einkaflugmannsréttindi.<br />

„Ég hef því nóg að g<strong>er</strong>a þó<br />

að ég sé að hætta í vinnunni,<br />

áhugamálin, fjölskyldan, börnin<br />

og barnabörnin sjá um það.“<br />

Skipt um starf með jöfnu millibili<br />

Sveinn Jónsson stjórnaði<br />

bankaeftirlitinu í 10 ár. „Eftir<br />

10 ára starf hjá Endurskoðun<br />

bauðst mér starf hjá Búnaðarbankanum<br />

sem aðstoðarbankastjóri.<br />

Þar starfaði ég á árunum<br />

1988-98. Á tíma mínum hjá<br />

Búnaðarbankanum tók ég mér<br />

eins árs frí frá störfum og fór<br />

52 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


E N D U R S K O Ð U N<br />

í mast<strong>er</strong>snám á tölvufræðum í<br />

City Univ<strong>er</strong>sity í London. Árið<br />

1998 var ég orðinn 63 ára og þá<br />

var kominn tími til að hætta og<br />

snúa sér að áhugamálunum. Ég<br />

gíraði mig aðeins niður, hætti<br />

í Búnaðarbankanum og tók<br />

að mér v<strong>er</strong>kefni fyrir KPMG á<br />

árunum 1998-2000. V<strong>er</strong>kefnin<br />

fólust aðallega í því að sinna<br />

áreiðanleikakönnunum og ráðgjafav<strong>er</strong>kefnum<br />

á vegum tölvumála.<br />

Eftir það lagði ég niður<br />

störf og nýt eftirlaunaáranna við<br />

tungumálagrúsk, golf, laxveiðar<br />

og önnur áhugamál.“<br />

Strik í reikninginn „Ég lenti<br />

í því þegar ég var 42 ára að fá<br />

heilablóðfall, æð sprakk í höfðinu,<br />

í v<strong>er</strong>tíðarlokum ársins 1982.<br />

Ég gekkst þá undir aðg<strong>er</strong>ð, var<br />

frá vinnu í þrjá mánuði en náði<br />

mér smám saman aftur. Læknir<br />

minn, Bjarni Hannesson, sagði<br />

mér að innan við 2% þeirra sem<br />

fengju heilablóðfall á þessum<br />

stað, næðu sér að fullu. Ég tel<br />

mig því v<strong>er</strong>a v<strong>er</strong>ulega heppinn<br />

að v<strong>er</strong>a við góða heilsu nú 23<br />

árum síðar. Í veikindum mínum<br />

reyndust Ólafur og Helgi mér<br />

afskaplega vel og gengu í störf<br />

mín í fjarv<strong>er</strong>u minni. Þar sannaðist<br />

hið fornkveðna, „sá <strong>er</strong> vinur<br />

<strong>er</strong> í raun reynist“. Þá fann ég<br />

virkilega fyrir því hve góðir vinir<br />

mínir þeir <strong>er</strong>u,“ segir Guðni.<br />

„Að hætta að vinna 65 ára<br />

- hvað tekur við? Fjölskyldan,<br />

fyrst og fremst og svo allir okkar<br />

góðu vinir. Við hjónin eigum<br />

barnaláni að fagna. Við eigum<br />

þrjú uppkomin börn, 13 barnabörn<br />

og tvö barnabarnabörn,<br />

eða 18 afkomendur alls sem sjá<br />

mér fyrir nægum v<strong>er</strong>kefnum það<br />

sem eftir <strong>er</strong>. Við eigum okkar<br />

sælureit sem <strong>er</strong> sumarhús í<br />

Skorradal og þangað viljum við<br />

fara eins oft og kostur <strong>er</strong>. Nú<br />

„Löggjöfin og allt regluv<strong>er</strong>k<br />

um fjármálafyrirtæki<br />

<strong>er</strong> í dag ótrúlega miklu<br />

flóknari og ítarlegri en<br />

þegar ég var að starfa á<br />

mínum fyrstu árum sem<br />

endurskoðandi.“<br />

- Sveinn Jónsson.<br />

Sveinn kom<br />

til starfa hjá<br />

Endurskoðun<br />

hf. 1978 en<br />

var áður<br />

aðstoðarseðlabankastjóri.<br />

v<strong>er</strong>ða stundirnar þar fleiri. Ég á<br />

mér ýmis áhugamál önnur, svo<br />

sem veiði og að spila keilu. Svo<br />

á ég við ramman reip að draga,<br />

þar sem ég á langt í land með að<br />

standast hinum „nestorunum“<br />

snúning í golfi, en nú <strong>er</strong> lag að<br />

ráða bót á því!“<br />

Meiri sérhæfing og flóknara<br />

starfsumhv<strong>er</strong>fi „Starfsumhv<strong>er</strong>fi<br />

endurskoðandans hefur breyst<br />

v<strong>er</strong>ulega á þeim tíma sem ég<br />

hef starfað,“ segir Ólafur. „Endurskoðunarfyrirtækin<br />

hafa<br />

stækkað og hafa tekist á við<br />

meiri sérhæfingu í störfum.<br />

Áður fyrr þurftu menn að vita<br />

allt um alla hluti sem lutu að<br />

þjónustunni, en nú gengur það<br />

ekki. Það koma stundum margir<br />

starfsmenn að stærri v<strong>er</strong>kefnum<br />

og hefur hv<strong>er</strong> þeirra sérþekkingu<br />

á sínu sviði. Sérhæfingin<br />

<strong>er</strong> meiri og tækjabúnaður og<br />

möguleikar manna <strong>er</strong>u núna<br />

allt aðrir og meiri en áður var.<br />

Starf endurskoðandans var mjög<br />

tímabundin álagsvinna en vinnuálagið<br />

<strong>er</strong> orðið jafnara en áður,“<br />

segir Ólafur.<br />

Gjörbreytt starf endurskoðenda<br />

Sveinn <strong>er</strong> á því að starf<br />

endurskoðandans hafi breyst<br />

heilmikið á starfsf<strong>er</strong>linum. „Þar<br />

b<strong>er</strong> helst að nefna fjögur atriði.<br />

Starfsumhv<strong>er</strong>fið sjálft hefur<br />

breyst mikið. Löggjöfin og allt<br />

regluv<strong>er</strong>k um fjármálafyrirtæki<br />

<strong>er</strong> í dag ótrúlega miklu flóknari<br />

og ítarlegri en þegar ég var að<br />

starfa á mínum fyrstu árum sem<br />

endurskoðandi. Alþjóðavæðingin<br />

hefur g<strong>er</strong>t það að v<strong>er</strong>kum<br />

að fyrirtæki starfa ekki lengur<br />

bara í einu landi, oft mörgum í<br />

einu. Endurskoðandinn v<strong>er</strong>ður<br />

að bregðast við þeirri gífurlegu<br />

breytingu sem af því leiðir. Einn<br />

angi af því <strong>er</strong> að samræma vinnubrögð<br />

við kollegana í öðrum<br />

löndum.<br />

Önnur breyting <strong>er</strong> sú að<br />

formleg uppbygging fyrirtækja<br />

<strong>er</strong> orðin mjög flókin í mörgum<br />

tilfellum. Þú sérð í fréttum að<br />

A-hf á í B-hf sem á í C-hf sem á<br />

í D-hf. Endurskoðandinn v<strong>er</strong>ður<br />

að leggja fram vinnu til að endurskoða<br />

samstæðureikninga á milli<br />

þeirra og getur það v<strong>er</strong>ið ansi<br />

flókið mál.<br />

Þriðja breytingin sem minnast<br />

má á, <strong>er</strong> sú að viðskiptasamningar<br />

<strong>er</strong>u orðnir miklu<br />

flóknari í öllum greinum, ekki<br />

síst í fjármálaheiminum. Margir<br />

kannast orðið við svokallaða<br />

afleiðusamninga sem g<strong>er</strong>a reikningsskilin<br />

v<strong>er</strong>ulega flókin.<br />

Í fjórða lagi má nefna tæknina<br />

sem að sjálfsögðu hefur í<br />

mörgum tilfellum hjálpað endurskoðandanum,<br />

en skapar jafnframt<br />

nýja áhættu. Viðskipti<br />

g<strong>er</strong>ast hraðar og <strong>er</strong>u oft pappírslaus,“<br />

segir Sveinn.<br />

„Eftirminnilegast úr störfum<br />

mínum finnst mér<br />

v<strong>er</strong>a samrunarnir sem<br />

orðið hafa á stórum fyrirtækjum<br />

á Íslandi.“<br />

- Ólafur Nilsson.<br />

Ólafur var<br />

skattrannsóknarstjóri<br />

áður en<br />

hann hóf<br />

störf hjá<br />

Endurskoðun<br />

hf.<br />

Kenndir við íþróttafélög Fjórmenningarnir<br />

<strong>er</strong>u allir kenndir<br />

við íþróttafélög, Ólafur og Helgi<br />

við KR, Sveinn við KA og Guðni<br />

við Val. „KR stendur sig ekki vel<br />

um þessar mundir í Landsbankadeildinni<br />

í knattspyrnu en við<br />

látum ekki deigan síga þó illa<br />

gangi. Það var alltaf gott samkomulag<br />

hérna í vinnunni, við<br />

KR-ingar vorum með svo mikla<br />

yfirburði og fáir sem lögðu til<br />

atlögu við okkur,“ segir Ólafur<br />

sem var þekktur skíðakappi hjá<br />

KR á sínum yngri árum.<br />

„Þegar Valur féll í fyrsta skipti<br />

úr úrvalsdeild niður í 1. deild í<br />

knattspyrnu, var Sveinn Jónsson<br />

duglegur að velta mér upp úr<br />

því, því KA hafði vanalega ekki<br />

úr miklu að spila. Þegar tækifærið<br />

gafst, fullnýtti Sveinn náttúrulega<br />

það. Fótboltarígurinn<br />

stóð hins vegar samstarfi okkar<br />

aldrei fyrir þrifum, við göntuðumst<br />

eðlilega með árangur<br />

okkar félaga þegar þannig stóð<br />

á,“ segir Guðni.<br />

„Það væri heldur ekk<strong>er</strong>t<br />

gaman af því ef KR ynni alltaf.<br />

Önnur íþróttafélög myndu<br />

hreinlega hætta ef svo færi,“<br />

segir Helgi, en hann var lengi<br />

leikmaður í meistaraflokki<br />

KR og landsliðsmaður í knattspyrnu<br />

á árunum 1955-61. Hann<br />

spilaði einnig handbolta með<br />

Aftureldingu og körfubolta<br />

með ÍR. „Þetta kallar maður<br />

nú bara lauslæti,“ segir Ólafur,<br />

„að stunda íþróttir með þremur<br />

félögum“!<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 53


S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I<br />

GUÐMUNDUR ÁRNI<br />

OG MARKÚS ÖRN<br />

SENDIHERRAR<br />

TEXTI: SIGURÐUR BOGI<br />

SÆVARSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður og Markús Örn Antonsson,<br />

fyrrv<strong>er</strong>andi útvarpstjóri, munu á næstu vikum taka við störfum sendih<strong>er</strong>ra<br />

Íslands í Stokkhólmi og Kanada. Nítján þingmenn eða ráðh<strong>er</strong>rar<br />

hafa áður valist til þess að gegna slíkum störfum fyrir Íslands hönd.<br />

„Hef alltaf haft áhuga<br />

á að búa og starfa<br />

<strong>er</strong>lendis,“ segir Guðmundur<br />

Árni Stefánsson,<br />

v<strong>er</strong>ðandi sendih<strong>er</strong>ra<br />

í Svíþjóð.<br />

Stjórnmálin gefa víðtæka reynslu<br />

„Ég held að útþráin sé nokkuð<br />

sem búi meðal nánast allra<br />

Íslendinga. Sjálfur hef ég<br />

alltaf haft áhuga á að búa og<br />

starfa <strong>er</strong>lendis um einhv<strong>er</strong>n<br />

tíma og því gaman að fá<br />

þetta tækifæri núna, þótt<br />

með seinni skipunum sé,“<br />

segir Guðmundur Árni<br />

Stefánsson, v<strong>er</strong>ðandi<br />

sendih<strong>er</strong>ra Íslendinga í<br />

Svíþjóð. Hann lætur<br />

af þingmennsku nú á<br />

haustdögum og tekur<br />

formlega við hinu nýju<br />

starfi ytra síðari hluta<br />

októb<strong>er</strong>. Áður mun<br />

honum gefast nokkur<br />

tími til að kynna sér og<br />

læra starfshætti utanríkisþjónustunnar,<br />

sem<br />

hann kveðst þó þekkja nokkuð<br />

til eftir meira en tólf ára setu á<br />

Alþingi, þar af ráðh<strong>er</strong>ra í hálft<br />

annað ár.<br />

Til sendih<strong>er</strong>rastarfa fyrir Íslands<br />

hönd hafa jöfnum höndum<br />

valist embættismenn, menn<br />

úr viðskiptalífinu og fyrrv<strong>er</strong>andi<br />

stjórnmálamenn. Guðmundur<br />

Árni segist telja þetta fyrirkomulag<br />

ágætt. Íslenska utanríkisþjónustan<br />

sé fáliðuð og<br />

mikilvægt að þeir sem undir<br />

m<strong>er</strong>kjum hennar starfa hafi<br />

fjölþætta reynslu og komi úr<br />

ólíkum áttum. „Í stjórnmálastarfi<br />

safna menn að sér víðtækri<br />

reynslu sem kemur sér<br />

vel í þessu starfi, Það að telja<br />

fyrrv<strong>er</strong>andi stjórnmálamenn<br />

ómögulega til þessara starfa,<br />

eða yfirleitt starfa á almennum<br />

vinnumarkaði eftir þingsetu, <strong>er</strong><br />

viðhorf sem ég held að eigi sér<br />

ekki mikinn hljómgrunn, nema<br />

rétt á yfirborðinu. Jafnvel þó<br />

svo einstaka þingmenn reyni<br />

jafnvel stundum að spila með<br />

dægurþrasinu og tala sitt eigið<br />

starf niður.“<br />

Sem alþingismaður hefur Guðmundur<br />

Árni komið að ýmsum<br />

v<strong>er</strong>kefnum á sviði EFTA, ESB,<br />

NATO og norræns samstarfs.<br />

„Menn g<strong>er</strong>a sér ekki alltaf<br />

grein fyrir því hvað böndin<br />

milli Norðurlandanna <strong>er</strong>u st<strong>er</strong>k<br />

og hvað þessar bræðraþjóðir<br />

okkar b<strong>er</strong>a í raun mikla virðingu<br />

fyrir Íslendingum og því<br />

hvað þessi 300 þúsund manna<br />

þjóð hefur spjarað sig vel.“<br />

54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I<br />

Alls 36 b<strong>er</strong>a í dag titil sendih<strong>er</strong>ra.<br />

Af þeim <strong>er</strong>u 20 starfandi <strong>er</strong>lendis<br />

og þrír í leyfi. Þrettán þeirra starfa<br />

hér heima og gegna margvíslegum<br />

störfum í utanríkisráðuneytinu.<br />

Einn <strong>er</strong> ráðuneytisstjóri og annar sendih<strong>er</strong>ra<br />

<strong>er</strong> aðstoðarmaður hans. Einn gegnir starfi<br />

prótokollstjóra, fimm <strong>er</strong>u skrifstofustjórar<br />

í ráðuneytinu og jafnmargir starfa á skrifstofum<br />

þess.<br />

Grunnlaun og staðaruppbót<br />

Grunnlaun sendih<strong>er</strong>ra <strong>er</strong>u 480.696 kr. Auk<br />

grunnlauna fær starfsmaður greidda uppbót<br />

sem <strong>er</strong> kostnaðartengd greiðsla og nefnist<br />

staðaruppbót. Bæturnar miðast við starfssvið,<br />

fjölskyldustærð, v<strong>er</strong>ðlag og aðrar sérstakar<br />

aðstæður á hv<strong>er</strong>jum stað; meðal annars<br />

þær sem af sjálfri flutningsskyldunni<br />

leiða.<br />

Staðaruppbætur <strong>er</strong>u á bilinu 150 til 600<br />

þúsund kr. á mánuði og breytilegar frá<br />

einum stað til annars. Risna <strong>er</strong> endurgreidd<br />

KJÖR SENDIHERRA<br />

1. GRUNNLAUN <strong>er</strong>u 481 þús. kr. á<br />

mánuði.<br />

2. STAÐARUPPBÆTUR<br />

(skattfrjálsar) allt að 600 þúsund kr.<br />

á mánuði. Breytilegar eftir löndum.<br />

3. SKATTUR <strong>er</strong> greiddur af öllum<br />

launagreiðslum en staðaruppbætur<br />

<strong>er</strong>u skattfrjálsar.<br />

4. FRÍTT HÚSNÆÐI, þegar þeir<br />

starfa <strong>er</strong>lendis.<br />

5. FRÍR SÍMAKOSTNAÐUR<br />

að hluta.<br />

6. RISNA til veisluhalda og móttaka<br />

gesta <strong>er</strong> endurgreidd eftir reikningi<br />

upp að ákveðnu hámarki sem <strong>er</strong><br />

breytilegt eftir v<strong>er</strong>ðsvæðum.<br />

7. FRÍR BÍLL. Sá bíll <strong>er</strong> notaður sem<br />

sendiráðsbíll í leiðinni.<br />

eftir reikningi upp að ákveðnu hámarki sem<br />

<strong>er</strong> breytilegt eftir v<strong>er</strong>ðsvæðum. Tókyó og<br />

New York <strong>er</strong>u borgir á hæsta v<strong>er</strong>ðsvæði<br />

en Mapútó í Mósambik <strong>er</strong> á hinu lægsta.<br />

Skattur <strong>er</strong> greiddur af öllum launagreiðslum<br />

en staðaruppbætur <strong>er</strong>u skattfrjálsar. Flutningsskyldir<br />

starfsmenn hafa frítt húsnæði<br />

þegar þeir <strong>er</strong>u starfandi <strong>er</strong>lendis og hluti<br />

símakostnaðar <strong>er</strong> greiddur.<br />

Í ár fara um 2,1% af öllum útgjöldum ríkissjóðs<br />

til utanríkisþjónustunnar. Þetta <strong>er</strong>u<br />

tæpir sjö milljarðar króna. Stórar sneiðar<br />

í t<strong>er</strong>tunni <strong>er</strong>u rekstur utanríkisráðuneytisins<br />

sjálfs, málefni Keflavíkurflugvallar og<br />

rekstur sendiráða víða um lönd. Einnig taka<br />

þróunarmál og starf Íslands innan alþjóðastofnana<br />

mikið til sín.<br />

Utanríkisþjónustan nýtur trausts<br />

„Erlendis v<strong>er</strong>ður maður þess oft var að<br />

íslenska utanríkisþjónustan nýtur mikils<br />

trausts. Fulltrúar annarra landa undrast<br />

styrka stöðu og virðingu sem Ísland nýtur<br />

Ólíkur bakgrunnur <strong>er</strong> kostur<br />

„Ég hef lengi haft áhuga á að<br />

takast á hendur starf í utanríkisþjónustunni.<br />

Þegar þessi möguleiki<br />

kom til umræðu í fullri alvöru fyrir<br />

nokkru, fannst okkur hjónum ekk<strong>er</strong>t<br />

því til fyrirstöðu að breyta til<br />

starfslega. Mér hefur hentað ágætlega<br />

að breyta til og fá margvíslega<br />

reynslu í mismunandi störfum<br />

fremur en að v<strong>er</strong>a lengi á sama<br />

stað,“ segir Markús Örn Antonsson,<br />

v<strong>er</strong>ðandi sendih<strong>er</strong>ra Íslands<br />

í Kanada. Hann tekur við starfinu<br />

þar ytra nú á haustdögum, en<br />

hann lét af starfi útvarpsstjóra um<br />

síðustu mánaðamót. „Þegar maður<br />

horfir til þess að starfslokaaldurinn<br />

nálgast óðfluga <strong>er</strong> að sjálfsögðu<br />

mjög ánægjulegt að fá tækifæri<br />

til að prófa eitthvað nýtt síðustu<br />

starfsárin.“<br />

Sendiráð Íslands <strong>er</strong> í Ottawa í<br />

Kanada og þar munu Markús og<br />

eiginkona hans, Steinunn Ármannsdóttir,<br />

búa og starfa næstu<br />

árin. „Við hlökkum til að fara til<br />

Kanada. Við eigum þar marga<br />

vini og kunningja meðal Vestur-<br />

Íslendinga eftir stjórnarsetu mína<br />

og formennsku í Þjóðræknisfélagi<br />

Íslendinga,“ segir Markús. Sendiráðið<br />

annast samskipti Íslands og<br />

Kanada á breiðum grundvelli, með<br />

áh<strong>er</strong>slu á stjórnmál, viðskipti og<br />

menningarmál. Einnig hefur það<br />

fyrirsvar fyrir Íslands hönd gagnvart<br />

nokkrum löndum í Mið- og Suður-<br />

Am<strong>er</strong>íku.<br />

Þegar Sjónvarpið var sett á laggirnar<br />

árið 1966 var Markús einn<br />

af fyrstu fréttamönnum þess - og<br />

27 ára var hann kjörinn til setu í<br />

borgarstjórn. Hann var ritstjóri<br />

Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar um ellefu ára<br />

skeið, borgarstjóri í þrjú ár<br />

og hefur v<strong>er</strong>ið útvarpsstjóri<br />

í samtals fimmtán ár, með<br />

hléi. „Allt þetta <strong>er</strong> mikilvæg<br />

reynsla og kemur að<br />

góðu haldi á ýmsum starfsvettvangi,<br />

kannski ekki<br />

síst þeim sem nú bíður<br />

mín. Fljótt á litið held ég<br />

að það sé kostur að menn<br />

sem starfa í utanríkisþjónustu<br />

landsins<br />

hafi ólíkan bakgrunn,“<br />

segir<br />

Markús.<br />

„Fá margvíslega reynslu<br />

í mismunandi störfum<br />

fremur en að v<strong>er</strong>a lengi á<br />

sama stað,“ segir Markús<br />

Örn Antonsson, v<strong>er</strong>ðandi<br />

sendih<strong>er</strong>ra í Kanada.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 55


S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I<br />

Í ár fara um 2,1% af öllum<br />

útgjöldum ríkissjóðs til utanríkisþjónustunnar.<br />

Þetta <strong>er</strong>u<br />

tæpir sjö milljarðar króna.<br />

Báðir af vinstri vængnum. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri<br />

Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og til hægri<br />

<strong>er</strong> Svavar Gestsson sendih<strong>er</strong>ra í Svíþjóð sem senn flyst til<br />

Kaupmannahafnar.<br />

Tómas Ingi Olrich sendih<strong>er</strong>ra í París, Sturla<br />

Sigurjónsson skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu<br />

utanríkisráðuneytisins og Kjartan Jóhannsson<br />

sendih<strong>er</strong>ra í Brüssel.<br />

Stjórnmálamenn í starfi sendih<strong>er</strong>ra<br />

• Alb<strong>er</strong>t Guðmundsson. Borgarfulltrúi,<br />

þingmaður og fjármálaog<br />

iðnaðarráðh<strong>er</strong>ra Sjálfstæðisflokksins<br />

og síðast formaður<br />

Borgaraflokksins. Sat á Alþingi<br />

1974 til 1989. Sendih<strong>er</strong>ra í<br />

París 1989 til 1993.<br />

• Benedikt Gröndal. Þingmaður<br />

Alþýðuflokks og forsætisráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sat á Alþingi 1956<br />

til 1982. Sendih<strong>er</strong>ra 1982 til<br />

1991, fyrst í Stokkhólmi og síðast<br />

hjá Sameinuðu þjóðunum í<br />

New York.<br />

• Björn Dagbjartsson. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks. Sat<br />

á Alþingi 1984 til 1987. Eftir<br />

það framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar<br />

Íslands<br />

og loks sendih<strong>er</strong>ra í Mapútó í<br />

Namibíu 2001 til 2005.<br />

• Eiður Guðnason. Þingmaður<br />

Alþýðuflokks og síðast umhv<strong>er</strong>fisráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sat á Alþingi 1978<br />

til 1993. Sendih<strong>er</strong>ra frá 1993,<br />

fyrst í Osló og nú í Peking.<br />

• Einar Ágústsson. Þingmaður<br />

Framsóknarflokks 1963 til<br />

1979. Utanríkisráðh<strong>er</strong>ra í sjö<br />

ár. Sendih<strong>er</strong>ra í Kaupmannahöfn<br />

1980 til dánardægurs<br />

1986.<br />

• Gísli Sveinsson. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks og fleiri. Sat<br />

á Alþingi með hléum frá 1916<br />

til 1947. Sendih<strong>er</strong>ra í Osló<br />

1947 til 1951.<br />

• Guðmundur Í. Guðmundsson.<br />

Þingmaður Alþýðuflokks 1942<br />

til 1965. Utanríkisráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra 1965 til 1979. Sat<br />

í London, Washington og víðar.<br />

• Guðmundur Árni Stefánsson.<br />

Frá haustinu 2005. Til Stokkhólms.<br />

• Gunnar Thoroddsen. Borgarstjóri<br />

og þingmaður Sjálfstæðisflokksins<br />

og síðast forsætisráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sat á Alþingi 1934<br />

til 1965 og 1971 til 1983.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra í Kaupmannahöfn<br />

frá 1965 til 1969.<br />

• Jón Baldvin Hannibalsson.<br />

Þingmaður Alþýðuflokks 1982<br />

til 1998. Fjármála- og utanríkisráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra frá 1998,<br />

í Washington og nú í Helsinki.<br />

56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S T J Ó R N M Á L A M E N N Í U T A N R Í K I S Þ J Ó N U S T U N N I<br />

Pólítískir samh<strong>er</strong>jar. Þorsteinn Pálsson sendih<strong>er</strong>ra sem <strong>er</strong> að hætta í utanríkisþjónustunni<br />

og Markús Örn Antonsson sem þar hefja þar störf sem<br />

sendih<strong>er</strong>ra í Kanada.<br />

út á við, þrátt fyrir fámennið,“ segir<br />

Markús Örn Antonsson, v<strong>er</strong>ðandi<br />

sendih<strong>er</strong>ra í Ottawa, í samtali við<br />

blaðið. Hann bætir við að milliríkjasamskipti<br />

krefjist sérþekkingar á<br />

ýmsum sviðum, sem fólk öðlist ekki<br />

nema með sérnámi sem miði einmitt<br />

að störfum í utanríkisþjónustunni.<br />

Löng starfsreynsla innan hennar sé<br />

einnig þýðingarmikil.<br />

„En það má líka v<strong>er</strong>a pláss fyrir<br />

aðra sem frá öðrum sjónarhóli<br />

þekkja vel hið íslenska samfélag og<br />

aflvakann sem þróun þess byggir á,<br />

hvort sem það <strong>er</strong> á sviði viðskipta<br />

eða menningar,“ segir Markús Örn.<br />

Hann telur margt í störfum utanríkisþjónustunnar<br />

lítt sýnilegt og mikilsv<strong>er</strong>ður<br />

árangur af starfinu fái ekki<br />

þá umfjöllun sem v<strong>er</strong>t sé. „Eitthv<strong>er</strong>t<br />

smámunalegt smjatt fjölmiðla um<br />

risnukostnað, sem óhjákvæmilega<br />

fylgir því að kynna og standa vörð<br />

um hagsmuni Íslands út á við, virðist<br />

eiga furðu greiðan aðgang að þjóðarsálinni.<br />

Minni áh<strong>er</strong>sla <strong>er</strong> lögð á víðsýna<br />

umfjöllun og mat á árangrinum<br />

í heild, sem <strong>er</strong> glæsilegur.“<br />

• Kjartan Jóhannsson. Þingmaður<br />

Alþýðuflokks 1978 til 1989.<br />

Sjávarútvegs- og viðskiptaráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Frá 1989 sendih<strong>er</strong>ra og<br />

framkvæmdastjóri EFTA. Nú sendih<strong>er</strong>ra<br />

í Brussel.<br />

• Kristinn Guðmundsson. Utanríkisráðh<strong>er</strong>ra<br />

frá 1953 til 1956,<br />

án þess að v<strong>er</strong>a kjörinn á þing.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra frá 1956 í London og<br />

seinna Moskvu.<br />

• Markús Örn Antonsson,<br />

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,<br />

borgarstjóri í 3 ár, útvarpsstjóri.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra í Ottawa frá 2005.<br />

• Pétur Benediktsson. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks frá 1967 til<br />

æviloka, jafnframt því sem hann<br />

var bankastjóri Landsbanka<br />

Íslands frá 1956 til dánardægurs.<br />

Starfaði í utanríkisþjónustunni<br />

frá 1930 til 1956. Sendih<strong>er</strong>ra frá<br />

1941 og sat í London, Moskvu<br />

og París.<br />

• Sigurður Bjarnason. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks með hléum frá<br />

1942 til 1970. Sendih<strong>er</strong>ra frá<br />

1970 í Kaupmannahöfn, Peking,<br />

London og víðar.<br />

• Stefán Jóhann Stefánsson. Þingmaður<br />

Alþýðuflokks með hléum<br />

frá 1937. Forsætisráðh<strong>er</strong>ra um<br />

hríð. Frá 1957 til 1965 sendih<strong>er</strong>ra<br />

í Kaupmannahöfn.<br />

• Svavar Gestsson. Þingmaður<br />

Alþýðubandalags 1978 til 1999.<br />

Ráðh<strong>er</strong>ra í ýmsum ráðuneytum.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra frá lokum þingsetu;<br />

fyrst í Winnipeg í Kanada, í Stokkhólmi<br />

og tekur senn við embætti<br />

í Kaupmannahöfn.<br />

• Sveinn Björnsson. Þingmaður<br />

Heimastjórnarflokksins og fleiri<br />

flokka með hléum frá 1914 til<br />

1920. Frá því ári og nær samfellt<br />

til 1941 sendih<strong>er</strong>ra Íslands í Kaupmannahöfn.<br />

Eftir það ríkisstjóri og<br />

loks forseti Íslands til dánardægurs<br />

1952.<br />

• Thor Thors. Þingmaður Sjálfstæðisflokks<br />

1933 til 1941.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra Íslands í Washington<br />

frá 1941 til æviloka 1965.<br />

• Tómas Ingi Olrich. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks 1991 til 2003.<br />

Síðast menntamálaráðh<strong>er</strong>ra.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra í París frá 2004.<br />

• Þorsteinn Pálsson. Þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999.<br />

Forsætisráðh<strong>er</strong>ra auk þess að<br />

gegna fleiri ráðh<strong>er</strong>raembættum.<br />

Sendih<strong>er</strong>ra frá lokum stjórnmálaf<strong>er</strong>ils,<br />

fyrst í London og nú Kaupmannahöfn.<br />

Er að láta af störfum<br />

í utanríkisþjónustunni.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 57


N Ý T T F Y R I R T Æ K I<br />

Stofna Firma<br />

Consulting<br />

Magnús Hreggviðsson og Rób<strong>er</strong>t Trausti Árnason<br />

hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Firma Consulting.<br />

Þetta <strong>er</strong> fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við<br />

kaup og sölu meðalstórra og stórra fyrirtækja.<br />

TEXTI: HILMAR KARLSSON<br />

MYND: GEIR ÓLAFSSON<br />

Magnús Hreggviðsson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi<br />

Fróða, og Rób<strong>er</strong>t Trausti Árnason, fyrrum forstjóri<br />

Keflavíkurv<strong>er</strong>ktaka og sendih<strong>er</strong>ra, hafa stofnað saman ráðgjafafyrirtækið<br />

Firma Consulting. Þeir segja að „þekking og<br />

traust“ séu einkunnarorð hins nýstofnaða fyrirtæki sem sérhæfir sig í<br />

ráðgjöf við fjárfesta og stjórnendur meðalstórra og stórra fyrirtækja.<br />

Þeir Magnús Hreggviðsson og Rób<strong>er</strong>t Trausti Árnason, segja að<br />

lögð v<strong>er</strong>ði áh<strong>er</strong>sla á p<strong>er</strong>sónulega þjónustu þar sem gæði, trúnaður<br />

og traust v<strong>er</strong>ða í fyrirrúmi. Meðal þess sem Firma Consulting ehf.<br />

tekur að sér <strong>er</strong> aðstoð við kaup og sölu á fyrirtækjum á Íslandi,<br />

Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Ennfremur aðstoð við sameiningu<br />

fyrirtækja, v<strong>er</strong>ðmat á fyrirtækjum, v<strong>er</strong>ðmat á fasteignum, við<br />

skoðun á fjármögnun fyrirtækja, stofnun og uppstokkun.<br />

Magnús og Rób<strong>er</strong>t Trausti <strong>er</strong>u þekktir einstaklingar í viðskiptalífinu<br />

hér á landi og hafa víðtæka reynslu og þekkingu. Magnús<br />

<strong>er</strong> með áratuga reynslu úr endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi,<br />

fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi og<br />

starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Rób<strong>er</strong>t Trausti<br />

hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf og v<strong>er</strong>ið í<br />

sjálfstæðum rekstri. Var hann um nokkurra ára<br />

skeið forstjóri Keflavíkurv<strong>er</strong>ktaka og starfaði um<br />

árabil sem sendih<strong>er</strong>ra í utanríkisþjónustunni og<br />

ráðneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og var um<br />

skeið forsetaritari.<br />

Traustur sameiginlegur grunnur „Við sameinuðum<br />

krafta okkar í sumar og teljum að bakgrunnur<br />

okkar Rób<strong>er</strong>ts Trausta sé st<strong>er</strong>kur þegar<br />

kemur að ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja,“<br />

„Við sameinuðum krafta<br />

okkar í sumar og teljum að<br />

bakgrunnur okkar Rób<strong>er</strong>ts<br />

Trausta sé st<strong>er</strong>kur þegar<br />

kemur að ráðgjöf við kaup<br />

og sölu fyrirtækja,“<br />

segir Magnús<br />

segir Magnús. „Rób<strong>er</strong>t Trausti hefur undanfarin tvö ár aðstoðað<br />

marga í slíkum viðskiptum. Ég seldi Fróða á síðastliðnu ári og<br />

hef síðan v<strong>er</strong>ið að skoða ýmsa möguleika í viðskiptalífinu sem<br />

gætu hentað mér og varð niðurstaðan sú að fara í þessa sérhæfðu<br />

ráðgjafaþjónustu, aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja. Ég stofnaði<br />

18 ára gamall bókhaldsskrifstofu sem óx í meðalstórt endurskoðunar-<br />

og ráðgjafafyrirtæki á þeirrar tíðar mælikvarða og helgaði mig<br />

henni í fimmtán ár. Aflaði mér m.a. löggildingar til sölu fyrirtækja,<br />

fasteigna og skipa. Árið 1982 söðlaði ég um og fór úr hlutv<strong>er</strong>ki<br />

ráðgjafa í framkvæmdahlutv<strong>er</strong>kið með sölu endurskoðunar- og<br />

ráðgjafafyrirtækis míns. Var frá 1982 í 22 ár í útgáfustarfsemi,<br />

fasteignarekstri, „land-development“ (Smárahvammi), og ráðgjöf<br />

við nokkra athafnamenn. Nú hef ég í hyggju að hasla mér völl á sérhæfðu<br />

sviði og nýta mér menntun mína, reynslu úr ráðgjafastörfum<br />

og rekstri sem framkvæmdamaður síðastliðna<br />

tæpa fjóra áratugi.<br />

Þeir félagar segja að markmið Firma Consulting<br />

ehf. v<strong>er</strong>ði að veita stjórnendum og eigendum<br />

meðalstórra og stórra fyrirtækja vandaða þjónustu:<br />

„Við viljum v<strong>er</strong>a óháðir aðilar á þessum<br />

vettvangi og teljum okkur v<strong>er</strong>a með reynslu og<br />

bakgrunn sem á að v<strong>er</strong>a traustur grundvöllur fyrir<br />

slíka þjónustu. Rób<strong>er</strong>t Trausti <strong>er</strong> sem kunnugt<br />

<strong>er</strong> með mikla reynslu í utanríkismálum sem fyrrv<strong>er</strong>andi<br />

sendih<strong>er</strong>ra og starfsmaður utanríkisþjón-<br />

58 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Rób<strong>er</strong>t Trausti Árnason og Magnús Hreggviðsson, stofnendur Firma Consulting ehf.<br />

ustunnar og hefur víðtæka þekkingu á því sviði, auk þess að hafa<br />

v<strong>er</strong>ið forstjóri stórs íslensks fyrirtækis. Þekking og reynsla Rób<strong>er</strong>ts<br />

Trausta hérlendis og <strong>er</strong>lendis ásamt minni úr íslensku viðskiptalífi<br />

teljum við v<strong>er</strong>a góðan bakgrunn sem þarf til að veita vandaða og<br />

góða þjónustu þeim stjórnendum og fjárfestum sem við stefnum að<br />

því að þjóna bæði hérlendis og <strong>er</strong>lendis.“<br />

Fóru vandlega yfir kaup og sölu fyrirtækja „Áður en við ákváðum<br />

að hefja samstarf í Firma Consulting ehf. fórum við yfir fyrirtækjamarkaðinn,<br />

þ.e. hv<strong>er</strong>nig staðið <strong>er</strong> að kaupum og sölum á fyrirtækjum<br />

á Íslandi. Niðurstaða okkar var sú að hlutlausa aðila vantaði, sem<br />

skilað gætu vandaðri þjónustu við meðalstór og stór fyrirtæki og<br />

hefðu nægilega breiðan bakgrunn í menntun, reynslu og þekkingu<br />

á rekstri fyrirtækja og <strong>er</strong>lendum samskiptum. Því ákváðum við að<br />

hefja samstarf og leggja áh<strong>er</strong>slu á þann markhóp. Jafnframt g<strong>er</strong>ðum<br />

við samstarfssamning við stórt fyrirtæki í milligöngu fyrirtækja<br />

í Danmörku með samskiptanet á hinum Norðurlöndunum. Ennfremur<br />

munum við hefja samstarf við fyrirtæki í þessum geira á<br />

austurströnd Bandaríkjanna,“ segir Magnús.<br />

Rób<strong>er</strong>t Trausti segir engin landamæri í viðskiptum þegar þeir<br />

<strong>er</strong>u spurðir um áh<strong>er</strong>slu á þjónustu við kaup og sölu fyrirtækja<br />

<strong>er</strong>lendis: „Við getum aðstoðað fyrirtæki hér heima í fjárfestingum<br />

innanlands og <strong>er</strong>lendis í gegnum okkar traustu samstarfsaðila, sem<br />

<strong>er</strong>u stórir og virtir í sínum heimalöndum. Það <strong>er</strong> engin spurning að<br />

mikil gróska <strong>er</strong> hér í viðskiptalífinu. Og sóknarhugur til útlanda, sem<br />

við kjósum að nefna landnám fremur en útrás. Möguleikarnir <strong>er</strong>u<br />

miklir <strong>er</strong>lendis. Við horfum einkum til Danm<strong>er</strong>kur og þá sérstaklega<br />

til Kaupmannahafnar, sem ég þekki vel til eftir störf þar um árabil<br />

sem sendih<strong>er</strong>ra. Þá vil ég einnig nefna Eystrasaltslöndin þar sem<br />

ég þekki til og tækifæri <strong>er</strong>u einnig mörg. Við leyfum okkur að telja<br />

þessi svæði heimamarkað íslenskra fyrirtækja. Mörg spennandi<br />

tækifæri <strong>er</strong>u einnig á austurströnd Bandaríkjanna.<br />

Fyrirtæki okkar <strong>er</strong> sjálfstætt og óháð. Við ábyrgjumst trúnað og<br />

fljóta og örugga þjónustu og <strong>er</strong>um þegar farnir að veita þá þjónustu<br />

sem við sérhæfum okkur í. Get ég nefnt sem dæmi að við fengum fyrirspurn<br />

frá forstjóra fyrirtækis, sem veltir um einum milljarði króna<br />

á ári, hvort við gætum fundið fyrirtæki í Danmörku, sem starfaði í<br />

sama geira og það íslenska og væri áhugav<strong>er</strong>ð fjárfesting. Það tók<br />

okkur ekki nema einn sólarhring með aðstoð samstarfsaðila okkar<br />

í Danmörku að finna fyrirtæki í Kaupmannahöfn, sem við töldum<br />

henta fyrir þennan aðila. Er þegar hafin skoðun á þessum kosti.“<br />

Trúnaður <strong>er</strong> mikilvægur Magnús og Rób<strong>er</strong>t Trausti segja að trúnaður<br />

þeirra við viðskiptavini sé mikilvægur og nauðsynlegur til að<br />

ná árangri. Þeirra markmið v<strong>er</strong>ði að hafa fremur færri skjólstæðinga<br />

en fleiri og sinna þeim síðan með markvissum og yfirveguðum vinnubrögðum<br />

og í kyrrþey. „Við hófum í júlí að láta vita af okkar og<br />

sendum út til fáeinna eigenda og stjórnenda fyrirtækja upplýsingar<br />

um hvaða þjónustu við bjóðum upp á og létu viðbrögðin ekki á sér<br />

standa. Var greinilegt á þeim hv<strong>er</strong>su vel þegin sú þjónusta <strong>er</strong>, sem<br />

við bjóðum upp á,“ segir Magnús<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 59


S É R S T Æ T T D E I L U M Á L<br />

FÆÐINGARORLOF<br />

TEXTI: SIGURÐUR BOGI<br />

SÆVARSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

FORSTJÓRA


S É R S T Æ T T D E I L U M Á L<br />

Það fór allt á ann an end ann þeg ar Andri Teits son, fram kvæmda stjóri KEA, sagði<br />

upp og gaf þá skýr ingu að stjórn KEA hefði talið ó heppi legt að hann færi í langt<br />

lög bund ið fæð ing ar or lof. En <strong>er</strong> raun hæft að for stjór ar fari í langt fæð ing ar or lof?<br />

Mál Andra Teits son ar, framkvæmda<br />

stjóri KEA, setti allt á<br />

ann an end ann. Þjóð fé lag ið nánast<br />

nán ast „fuðr aði upp“ þeg ar<br />

Andri sagð ist hafa sagt upp<br />

vegna þess að hann fengi ekki lög bund ið<br />

fæð ing ar or lof. Bene dikt Sig urðs son, stjórn arfor<br />

mað ur KEA, sagði í frétta við tali í upp hafi<br />

að ó heppi legt væri að fram kvæmda stjór inn<br />

fengi fæð ing ar or lof og hyrfi úr starfi í marga<br />

mán uði. Síð an kom sú seinni tíma skýr ing<br />

fram hjá Bene dikt að mál ið sn<strong>er</strong> ist um trúnað<br />

ar brest Andra í starfi. Í fram haldi af því birtist<br />

frétt þar sem sagt var að starfs loka samning<br />

ur Andra næmi um 20 millj ón um króna<br />

og því feng ið ríf legt fæð ing ar or lof. Nokk uð<br />

fjararði und an um ræð unni þeg ar mál ið fór í<br />

þenn an far veg.<br />

Það skorti ekki stóryði jafn rétt is sinna í<br />

ýms um fylk ing um í þessu máli. „Forn fá leg<br />

við horf, blygð un ar laus mál flutn ing ur og karlremba.“<br />

Allt voru þetta tugg ur sem heyrðust<br />

í hita leiks ins. Andri lét af störf um<br />

snemma í á gúst í kjöl far þess að stjórn<br />

fé lags ins vildi ekki láta hon um eft ir að<br />

fara í þrett án mán aða for eldra or lof<br />

vegna fæð ing ar tví bura sem Andri og<br />

kona hans vænta á haust dög um.<br />

Eft ir stend ur hins veg ar um ræð an<br />

um það hvort það sé raun hæft að forstjór<br />

ar, sem <strong>er</strong>u á sér samn ing um og yfir<br />

aðra starfs menn hafn ir hvað laun og<br />

kjör sn<strong>er</strong>t ir, geti tek ið sér fæð ing ar or lof<br />

og horf ið á braut úr starfi svo mán uð um<br />

skipti. Er það ein hv<strong>er</strong> karl remba og fornfá<br />

leg við horf að telja langt fæð ing ar or lofi<br />

for stjóra raun hæft?<br />

En hv<strong>er</strong>t <strong>er</strong> svig rúm stjórn enda í fyr irtækj<br />

um til að taka sér or lof frá störf um um<br />

lengri tíma? Rétt ur inn <strong>er</strong> skýr sam kvæmt<br />

laga bók stafn um, en að stæð ur oft þannig að<br />

þeir sem í stefni standa v<strong>er</strong>ða að af sala sér<br />

ýms um þeim rétt ind um sem fólk ið á gólf inu<br />

get ur með réttu g<strong>er</strong>t til kall til. Þetta <strong>er</strong> að<br />

minnsta kosti mat nokk urra við mæl enda<br />

Frjálsr ar v<strong>er</strong>sl un ar. Sjón ar mið in í þessu efni<br />

<strong>er</strong>u í öllu falli mörg þó svo um ræð an við<br />

brott hvarf Andra frá KEA hafi v<strong>er</strong> ið nokk uð<br />

ein hliða og í anda fé lags legs rétt trún að ar,<br />

þ.e. að all ir for eldr ar ættu að geta tek ið sér<br />

leyfi frá störf um við fæð ingu barns.<br />

Olíu skvett á eld<br />

Mál Andra Teits son ar snérist aldrei um lagaleg<br />

an rétt hans til fæð ing ar or lofs, held ur<br />

inn an hús a t riði hjá KEA. Það <strong>er</strong>; að einn<br />

þriggja starfs manna fé lags ins, for stjór inn<br />

sem hef ur alla þræði í hendi sér, yrði fjarri<br />

góðu gamni í rúm lega ár. Ó heppi legt feðraor<br />

lof var hin op in b<strong>er</strong>a skýr ing á brott hvarfi<br />

Andra Teits son ar frá KEA sem bæði hann og<br />

stjórn fé lags ins sam mælt ust um að op in b<strong>er</strong>lega<br />

skyldi ein vörð ungu rædd á „já kvæð um<br />

nót um“ eins og það var orð að í frægri yf irlýs<br />

ingu.<br />

Í sjón varps við tali nefndi Bene dikt Sigurð<br />

ar son, stjórn ar for mað ur KEA,<br />

að skýr ing in á starfs lok um<br />

Andra væri þó trún að arbrest<br />

ur sem orð ið hefði<br />

milli að ila. Ekki var<br />

af hálfu máls að ila<br />

út skýrt hv<strong>er</strong> þessi trún að ar brest ur væri, þótt<br />

ýjað hefði v<strong>er</strong> ið ó stað fest að sínu hv<strong>er</strong>ju í<br />

fjöl miðl um. Í áð ur nefndu við tali sagði Benedikt<br />

það sína skoð un að lög um fæð ing ar- og<br />

feðra or lof ættu ekki að ná til há laun aðra<br />

stjórn enda fyr ir tækja. Við brögð in við þeim<br />

orð um voru harka leg, í raun lík ust því að<br />

olíu væri skvett á eld.<br />

Andri Teits son,<br />

fyrr v<strong>er</strong> andi<br />

fram kvæmdastjóri<br />

KEA.<br />

Þjóð fé lag ið<br />

nán ast „fuðr aði<br />

upp“ eft ir<br />

yf ir lýs ingu<br />

hans um<br />

fæð ing ar -<br />

or lof ið.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 61


S É R S T Æ T T D E I L U M Á L<br />

PÉTUR H. BLÖNDAL<br />

Benedikt Sigurðsson, formaður stjórnar<br />

KEA. Hann steig ölduna í ólgusjó eftir yfirlýsingu<br />

sína um fæðingarorlof framkvæmdastjóra.<br />

Allir eiga sama rétt<br />

Lög um fæðingar- og foreldraorlof frá árinu<br />

2000. Í fyrstu grein þeirra segir að þau taki<br />

til foreldra á vinnumarkaði, hvort heldur<br />

þeir séu starfsmenn annarra eða sjálfstætt<br />

starfandi. Í annarri grein laganna segir að<br />

markmið þeirra sé að tryggja barni samvistir<br />

við bæði föður og móður og g<strong>er</strong>a konum<br />

sem körlum kleift að samræma fjölskylduog<br />

atvinnulíf. Á þessu <strong>er</strong> engin undantekning<br />

g<strong>er</strong>ð, enda <strong>er</strong> í landsins lögum enginn<br />

mannamunur.<br />

En <strong>er</strong>u lögin um fæðingarorlof óframkvæmanleg<br />

þegar kemur að forstjórum -<br />

hvort sem þeir <strong>er</strong>u karlar eða konur. Eftir<br />

standa praktískar spurningar. Hve lengi<br />

getur fyrirtæki v<strong>er</strong>ið án framkvæmdastjóra?<br />

Kemur til greina að æðstu stjórnendur stórra<br />

fyrirtækja afsali sér réttinum til fæðingarorlofs?<br />

Fái greidd góð laun og ýmis önnur<br />

fríðindi en þurfi í staðinn að standa sína<br />

sólarhringsvakt og það svikalaust. Hv<strong>er</strong>su<br />

algengt ætli það sé að konur í starfi forstjóra<br />

eða háttsettra millistjórnenda taki sér<br />

mjög stutt fæðingarorlof vegna þess að þær<br />

treysta sér einfaldlega ekki til að v<strong>er</strong>a of<br />

lengi fjarv<strong>er</strong>andi?<br />

„Umræðan um mál framkvæmdastjóra<br />

KEA hefur sent jákvæð skilaboð út í þjóðfélagið,“<br />

segir Pétur H. Blöndal, þingmaður<br />

Sjálfstæðisflokks. „Þetta mál sýnir vel að<br />

lögin <strong>er</strong>u að virka. Þau hafa g<strong>er</strong>t konur<br />

sem karla jafn dýra starfsmenn þegar<br />

kemur að fæðingarorlofi. Áður fyrr hefði<br />

ekk<strong>er</strong>t v<strong>er</strong>ið sagt þegar kona þurfti í fæðingarorlof<br />

en nú fara bæði kynin í orlof sem<br />

oftast gengur greitt fyrir sig,“ segir Pétur.<br />

Hann bætir við að megininntak laganna<br />

um fæðingar- og foreldraorlof hafi v<strong>er</strong>ið að<br />

g<strong>er</strong>a karla jafn kostnaðarsama og konur<br />

með tilliti til fæðingarorlofs, sem aftur<br />

stuðli að jafnrétti. Auk þess hafi lögunum<br />

v<strong>er</strong>ið ætlað að bæta stöðu fjölskyldunnar<br />

í þjóðfélaginu. Þau hafi v<strong>er</strong>ið „jákvæð fjölskyldupólitík“<br />

eins og hann kemst að orði.<br />

Pétur segir að í fámennum fyrirtækjum<br />

geti orlof starfsmanna yfir lengri tíma v<strong>er</strong>ið<br />

vandkvæðum bundið. „Auðvitað skapar<br />

vanda í fyrirtækjum þegar sá sem svarar í<br />

símann f<strong>er</strong> í langt frí, því sá <strong>er</strong> algjör lykilstarfsmaður.<br />

En það <strong>er</strong> góðra stjórnenda<br />

að geta leyst slík mál og þá þarf, gagnvart<br />

öllum starfsmönnum og þar með töldum<br />

æðstu stjórnendum, að hafa helst tveggja<br />

til þriggja manna hóp staðgengla sem<br />

Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri<br />

hjá STRÁ MRI - ráðningaþjónustu: „Þeir<br />

sem ráða sig í hálaunaðar stjórnunarstöður<br />

<strong>er</strong>u líkast til tilbúnari en aðrir að<br />

fórna einhv<strong>er</strong>ju á móti.“<br />

Pétur H. Blöndal þingmaður: „Auðvitað<br />

skapar vanda í fyrirtækjum þegar sá sem<br />

svarar í símann f<strong>er</strong> í langt frí, sá <strong>er</strong> algjör<br />

lykilstarfsmaður.“<br />

þekkja nákvæmlega skyldur hv<strong>er</strong>s starfs<br />

og geta þar hlaupið í skarðið.“<br />

Stjórnað á hálfum degi Pétur minnir á<br />

að stjórnendur í fæðingarorlofi hafi stundum<br />

tekið orlof sitt með þeim hætti að v<strong>er</strong>a í<br />

vinnu aðeins hálfan daginn eða sinnt því<br />

með öðrum sambærilegum hætti.<br />

„Menn komast alveg yfir að stjórna<br />

fyrirtæki á hálfum degi, það <strong>er</strong> að segja<br />

ef þeir forgangsraða hlutunum og fela undirmönnum<br />

sínum ákveðin v<strong>er</strong>kefni. Aðall<br />

góðrar stjórnunar <strong>er</strong> nefnilega sá að g<strong>er</strong>a<br />

sjálfan sig óþarfan.“<br />

GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR<br />

„Langvarandi fjarv<strong>er</strong>a lykilstjórnanda frá fyrirtæki<br />

hefur auðvitað slæm áhrif á rekstur.<br />

Það liggur í augum uppi,“ segir Guðný Harðardóttir,<br />

framkvæmdastjóri hjá STRÁ MRI<br />

- ráðningaþjónustu. Hún kveðst ekki vita til<br />

þess að ákvæði um afsal fæðingarorlofs eða<br />

annarra sambærilegra réttinda séu sett inn<br />

í ráðningarsamninga, að minnsta kosti hafi<br />

slíkt ekki v<strong>er</strong>ið í þeim samningum sem fyrirtæki<br />

hennar hafi annast. Lögin um foreldraorlof<br />

hafa aðeins v<strong>er</strong>ið í gildi í fá ár og því<br />

eigi framkvæmd þeirra eftir að slípast betur<br />

til. „Auðvitað hafa stjórnendur fyrirtækja<br />

62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


S É R S T Æ T T D E I L U M Á L<br />

TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON<br />

Tryggvi Þór H<strong>er</strong>b<strong>er</strong>tsson hagfræðingur:<br />

„Þú þarft að gefa þig allan í<br />

starfið. Færð greitt samkvæmt því,<br />

en afsalar þér þá um leið ákveðnum<br />

réttindum.“<br />

„Há laun æðstu stjórnenda í fyrirtækja<br />

<strong>er</strong>u yfirleitt varin með því<br />

hve mikla ábyrgð þeir b<strong>er</strong>a. Í þeim<br />

greiðslum getur líka falist umbun<br />

fyrir að helga sig starfinu fullkomlega.<br />

Því <strong>er</strong> í mínum huga fullkomlega<br />

óeðlilegt að menn g<strong>er</strong>i bæði<br />

kröfu til þeirra félagslegu réttinda<br />

sem fólkið á gólfinu hefur og til hárra<br />

launa. Mér finnast kröfur um slíkt í<br />

raun v<strong>er</strong>a kjánalegar,“ segir Tryggvi<br />

Þór H<strong>er</strong>b<strong>er</strong>tsson, forstöðumaður<br />

Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.<br />

Hann bendir á að starfsumhv<strong>er</strong>fi<br />

íslenskra fyrirtækja sé orðið mjög<br />

„dínamískt“. Við slíkar aðstæður sé<br />

mikilvægt að stjórnendur séu sveigjanlegir<br />

í starfi. Gefi sig alla í starfið<br />

og séu sveigjanlegir. Standi meðan<br />

stætt <strong>er</strong>.<br />

„Menn í stjórnunarstörfum geta<br />

ekki labbað út klukkan fimm og<br />

sagt vinnudeginum lokið. Slökkt á<br />

gemsanum og v<strong>er</strong>ið áhyggjulausir.<br />

Farið síðan í fimm vikna sumarleyfi.<br />

Þeir þurfa að gefa sig alla í<br />

starfið. Fá greitt samkvæmt því, en<br />

afsalar sér þá um leið ákveðnum<br />

réttindum,“ segir Tryggvi, sem bætir<br />

því við að laun stjórnenda séu í dag<br />

orðin í takt við alþjóðleg viðmið.<br />

Þetta eigi ekki síst við í íslenskum<br />

fjármálafyrirtækjum með alþjóðlega<br />

starfsemi. Þá segir hann það liggja í<br />

augum uppi að fólk í einyrkjastörfum<br />

geti illa vikið frá v<strong>er</strong>kefnum sínum í<br />

kannski hálft ár, v<strong>er</strong>ið í fæðingarorlofi<br />

og ætlað síðan að taka þráðinn<br />

upp að nýju þar sem frá var horfið.<br />

Í öllu falli sé ljóst að með slíku<br />

minnki framleiðni og þá séu lægri<br />

laun eðlileg afleiðing.<br />

eignast börn síðan lögin voru sett árið<br />

2000, en ég hef ekki til þessa séð nein<br />

dæmi lík því sem kom upp á Akureyri.“<br />

Samkvæmt lögum <strong>er</strong> hægt að nýta<br />

sér réttinn til fæðingarorlofs á allt að<br />

átján mánaða tímabili. Það hafa ýmsir<br />

stjórnendur raunar g<strong>er</strong>t, vitandi að samfelld<br />

fjarv<strong>er</strong>a um langan tíma sé illa<br />

samrýmanleg þeim starfsskyldum sem<br />

þeir hafa tekist á hendur. Nýbakaðir foreldrar<br />

í stjórnunarstörfum taki orlof sitt<br />

alla jafna út með því að v<strong>er</strong>a frá vinnu<br />

fáeinar vikur, daga eða mæti þá til<br />

vinnu hluta úr degi.<br />

„Við höfum tekið að okkur að ráða<br />

millistjórnendur fyrir fyrirtæki, tímabundið,<br />

það <strong>er</strong> til að leysa af í fæðingarorlofi<br />

eða í öðrum sambærilegum<br />

tilvikum. Að bjarga málum þannig <strong>er</strong><br />

hins vegar aldrei auðvelt og tel ég<br />

möguleikana á að ráða lykilstjórnanda<br />

tímabundið, síst auðveldari,“ segir<br />

Guðný Harðardóttir.<br />

„Jafnframt <strong>er</strong> v<strong>er</strong>t að benda á að<br />

þeir sem hafa metnað til að ráða sig<br />

og takast á við lykilstörf við stjórnun<br />

<strong>er</strong>u að taka við ábyrgð, fá laun í takt<br />

við það og því væntanlega meðvitaðir<br />

um gildi viðv<strong>er</strong>u sinnar í starfi. Þeir sem<br />

ráða sig í hálaunaðar stjórnunarstöður<br />

<strong>er</strong>u líkast til tilbúnari en aðrir að fórna<br />

einhv<strong>er</strong>ju á móti.“<br />

Andri Teitsson. Akureyringur í húð og hár, vélav<strong>er</strong>kfræðingur<br />

sem hefur alla tíð starfað í fjármálaheiminum.<br />

Hv<strong>er</strong> <strong>er</strong> Andri Teitsson?<br />

Andri Teitsson <strong>er</strong> fæddur á aðfangadag jóla árið 1966.<br />

Hann <strong>er</strong> af Brekkunni á Akureyri, sonur Teits Jónssonar<br />

tannlæknis og sérfræðings í tannréttingum og<br />

Valg<strong>er</strong>ðar Magnúsdóttur sálfræðings, sem um nokkurra<br />

ára skeið gegndi starfi félagsmálastjóra á Akureyri.<br />

Andri lauk stúdentsprófi frá MA árið 1986 og fór þá<br />

til náms í vélav<strong>er</strong>kfræði við Háskóla Íslands. Því námi<br />

lauk hann 1990 og framhaldsgráðu frá Stanfordháskóla<br />

í Kaliforníu í Bandaríkjunum ári síðar.<br />

Að námi loknu snéri hann til starfa á heimaslóðum<br />

á Akureyri, var ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands og<br />

seinna viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á<br />

Akureyri.<br />

Um fimm ára skeið var Andri framkvæmdastjóri<br />

Þróunarfélags Íslands og átti á sama sæti í stjórnum<br />

ýmissa fyrirtækja. Undir lok árs 2002 var hann ráðinn<br />

framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og kom til<br />

starfa á vordögum 2003. KEA hefur í dag sjálft ekki<br />

neina atvinnustarfsemi með höndum, en tekur þátt í<br />

fjölda fjárfestingav<strong>er</strong>kefna sem hafa að markmiði að<br />

styrkja byggð á Norðurlandi.<br />

Eiginkona Andra <strong>er</strong> Auður Hörn Freysdóttir, sem<br />

einnig á rætur sína á Akureyri. Saman eiga þau fjögur<br />

börn - og tvíburar <strong>er</strong>u væntanlegir í heiminn í haust og<br />

þeirra vegna <strong>er</strong> Andri á leið í fæðingarorlof, sem aftur<br />

varð undirrótin að brotthvarfi hans frá KEA.<br />

„Ég <strong>er</strong> mikill fjölskyldumaður og tek fjölskyldulífið<br />

fram yfir flest annað,“ sagði Andri í viðtali við Morgunblaðið<br />

fyrir tæpu ári og óhætt <strong>er</strong> að segja að þessi<br />

ummæli hans hafi fengið nýtt og meira inntak í ljósi<br />

starfslokanna, sem hrundu af stað einu sérstæðasta<br />

deilumáli nýliðins sumars.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 63


Í GLUGGUNUM<br />

LISTIN<br />

Útstillingar í v<strong>er</strong>slunargluggum<br />

skipta máli.<br />

Þær eiga að kalla á<br />

vegfarendur og beina<br />

þeim inn í v<strong>er</strong>slunina.<br />

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

64 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


BERGLJÓT YLFA PÉTURSDÓTTIR<br />

FIMM<br />

SEKÚNDUR<br />

Stílhreinn gluggi þar sem aðaláh<strong>er</strong>sla <strong>er</strong> lögð á fötin. „Engin v<strong>er</strong>slun <strong>er</strong><br />

eins. Ég reyni að útfæra hv<strong>er</strong>n v<strong>er</strong>slunarglugga eftir stíl hennar.“<br />

B<strong>er</strong>gljót Ylfa Pétursdóttir útskrifaðist sem<br />

útstillingahönnuður frá Iðnskólanum í<br />

Hafnarfirði vorið 2003. Hún vinnur við<br />

v<strong>er</strong>slunarstörf hjá Kultur í Kringlunni auk þess sem<br />

hún vinnur hjá ýmsum fyrirtækjum sem v<strong>er</strong>ktaki<br />

og sér þar um útstillingar. Áður en hún flutti til<br />

Þýskalands, þar sem hún bjó í sjö ár, vann hún sem<br />

flugfreyja hjá Flugleiðum og við afgreiðslustörf í<br />

Silfurbúðinni. Áhugi á hönnun vaknaði í Þýskslandi og<br />

þá sérstaklega útstillingar í v<strong>er</strong>slunum.<br />

„Ég <strong>er</strong> mikil handavinnukona,“ segir B<strong>er</strong>gljót Ylfa<br />

sem <strong>er</strong> yfirleitt kölluð Ylfa. „Námið í Iðnskólanum í<br />

Hafnarfirði var skemmtilegt og skapandi og stóðst<br />

allar mínar væntingar.“ Þegar skreyta á glugga<br />

föndrar hún sjálf ýmislegt sem á eftir að gleðja augu<br />

vegfarenda. „Ég kaupi m.a. blóm og vír og f<strong>er</strong> mikið<br />

á haugana þar sem ég finn alls konar dót til að nota<br />

í skreytingar. Ég <strong>er</strong> alltaf með hugann við þetta og <strong>er</strong><br />

endalaust að finna góðar hugmyndir fyrir þau fyrirtæki<br />

sem ég vinn fyrir. Yfirleitt <strong>er</strong> ég búin að skipuleggja<br />

nokkra glugga fram í tímann til að samræmi haldist.<br />

Það <strong>er</strong> ekki gott að hafa of mikið í glugganum; vegfarendur<br />

v<strong>er</strong>ða að koma augu á vöruna en ekki einhv<strong>er</strong>ja<br />

kaos.“<br />

Ylfa segir að hvað stílinn varðar þá fari hann eftir<br />

hv<strong>er</strong>ri v<strong>er</strong>slun. „Engin v<strong>er</strong>slun <strong>er</strong> eins. Ég reyni að<br />

útfæra hv<strong>er</strong>n v<strong>er</strong>slunarglugga eftir stíl hennar. Ég<br />

hlusta á v<strong>er</strong>slunareigandann hvað varðar óskir hans.<br />

Ég hef þó yfirleitt v<strong>er</strong>ið heppin og fengið að láta<br />

hugmyndaflugið njóta sín. V<strong>er</strong>slunarglugginn skiptir<br />

meginmáli. Hann <strong>er</strong> andlit v<strong>er</strong>slunarinnar og ódýrasta<br />

auglýsingin sem völ <strong>er</strong> á. V<strong>er</strong>slunareigendur hafa um<br />

fimm sekúndur til að grípa augu vegfarenda og þá<br />

skiptir útlit hans máli.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 65


GUÐRÚN DAGMAR HARALDSDÓTTIR<br />

Á AÐ AUKA SÖLU<br />

Guðrún Dagmar Haraldsdóttir <strong>er</strong> útstillingarhönnuður<br />

hjá Hagkaupum í<br />

Smáralind þar sem v<strong>er</strong>slunarrýmið <strong>er</strong><br />

um 10.000 f<strong>er</strong>metrar. Hún sagði upp starfi<br />

sínu við markaðsrannsóknir eftir að hafa lesið<br />

grein í Frjálsri v<strong>er</strong>slun um nám í útstillingum<br />

við Iðnskólann í Hafnarfirði vorið 1999. Hún<br />

ákvað að hefja nám á hönnunar- og listabraut<br />

með aðaláh<strong>er</strong>slu á útstillingar. Hún útskrifaðist<br />

vorið 2001.<br />

„Ég var hrifin af öllu sem tilheyrði<br />

fagurfræði sem barn. Ef til vill hafði<br />

bæði uppeldið og umhv<strong>er</strong>fið<br />

áhrif sem og eitthvað meðfætt.“<br />

Guðrún Dagmar segir að hjá Hagkaupum<br />

starfi duglegt fólk sem sé meðvitað um<br />

hv<strong>er</strong>nig vöruframsetning á að v<strong>er</strong>a. Setja<br />

þarf vöru fram á þann hátt að hún auki sölu.<br />

Útstillingarhönnuður þarf auk þess að hafa tilfinningu<br />

fyrir litasamsetningu, röðun, formum<br />

og v<strong>er</strong>ðm<strong>er</strong>kingum.<br />

„Athyglisv<strong>er</strong>ður gluggi og vel framsett vara<br />

virkar yfirleitt st<strong>er</strong>kt á viðskiptavininn. Þetta<br />

getur líka ómeðvitað fengið viðskiptavininn til<br />

að festa kaup á vöru sem hann e.t.v. ætlaði<br />

sér ekki að kaupa eða hafði ekki hugmynd<br />

um að væri fáanleg. Í þessu samhengi <strong>er</strong> nauðsynlegt<br />

fyrir útstillingarhönnuðinn að taka fram<br />

hluti sem fylgja ákveðinni vöru sem undirstrikar<br />

ennþá frekar stemmningu útstillingarinnar.“<br />

Guðrún Dagmar segir að Hagkaup séu<br />

gullnáma fyrir útstillingarhönnuð þar sem<br />

vöruúrvalið sé mikið og vöruflokkarnir margir.<br />

„Starfið felst í því að vinna sjálfstætt og v<strong>er</strong>a<br />

frjó í hugsun. Það <strong>er</strong> einnig skapandi og krefjandi.<br />

Þ.a.l. <strong>er</strong> nauðsynlegt að fylgjast vel með<br />

nýjustu straumum og stefnum í vöruframboði<br />

og framsetningu. Umfram allt þarf að gæta<br />

þess að staðna ekki í starfinu.“<br />

Guðrún við útstillingu á grillvörum<br />

í glugga Hagkaupa í<br />

Smáralind. Allir hugsanlegir<br />

fylgihlutir fá að v<strong>er</strong>a með.<br />

66 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


STEINUNN FINNSDÓTTIR<br />

Svart-hvítt og einfaldleiki. „Gluggi v<strong>er</strong>slunar<br />

á að selja og til þess að hann virki þarf að<br />

huga að samspili lita og forma.“<br />

ÆTTI AÐ VERA Í REKSTRARKOSTNAÐI<br />

Steinunn Finnsdóttir hafði unnið við bókhald<br />

í 20 ár þegar hún ákvað að breyta<br />

til. Hún skráði sig í nám í útstillingum við<br />

Iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist í fyrravor.<br />

„Þetta <strong>er</strong> tveggja ára nám þar sem m.a. <strong>er</strong><br />

kennt um útstillingar, formfræði, litafræði og þar<br />

<strong>er</strong>u teikni- og hönnunaráfangar.“<br />

Í dag <strong>er</strong> Steinunn v<strong>er</strong>slunarstjóri í ISIS í<br />

Kringlunni og þar fær hún útrás fyrir sköpunarþörfina,<br />

bæði hvað varðar gluggann í v<strong>er</strong>sluninni sem<br />

og v<strong>er</strong>slunina sjálfa. Auk þess sér hún um útstillingar<br />

í ISIS í Smáralind. Þá starfar hún fyrir önnur<br />

fyrirtæki í aukavinnu; hún stillir upp í v<strong>er</strong>slunum,<br />

hefur hannað sýningarbása og skreytt veislusali.<br />

„Mér finnst v<strong>er</strong>slunareigendur ekki reikna með<br />

útstillingum í glugga í rekstrarkostnaði. Þetta<br />

ætti að v<strong>er</strong>a í rekstrarkostnaði v<strong>er</strong>slana og það <strong>er</strong><br />

synd að v<strong>er</strong>slunareigendur séu að horfa í þennan<br />

smáhlut sem <strong>er</strong> að borga lærðu útstillingafólki.<br />

Þótt arkitektar hafi séð um hönnun v<strong>er</strong>slunarinnar<br />

þá vantar mikið ef ekki <strong>er</strong> góð útstilling inni í<br />

v<strong>er</strong>sluninni sjálfri og glugga v<strong>er</strong>slunarinnar.<br />

Mér finnst að v<strong>er</strong>slunareigendur í v<strong>er</strong>slunarmiðstöðvum<br />

ættu að v<strong>er</strong>a skyldugir til að v<strong>er</strong>a<br />

með þessa hluti í lagi. Það f<strong>er</strong> ekki á milli mála<br />

hv<strong>er</strong>jir hafa látið faglært fólk sjá um útstillingar í<br />

gluggum og hv<strong>er</strong>jir ekki. Það vinnur faglært fólk<br />

í <strong>er</strong>lendum v<strong>er</strong>slunarkeðjum hér á landi og hjá<br />

stærstu innlendu fyrirtækjunum. Hjá þessum fyrirtækjum<br />

hefur fólk áttað sig á því að það skiptir<br />

máli að varan sé rétt upp sett. Það skiptir máli<br />

að gluggi sé fallegur og aðlaðandi og kalli í rauninni<br />

á væntanlega viðskiptavini. Gluggi v<strong>er</strong>slunar<br />

á að selja og til þess að hann virki þarf að huga<br />

að samspili lita og forma.<br />

Kannski veit fólk ekki hvar það á að ná í<br />

okkur. Þó held ég að fólk sé að vakna til lífsins<br />

hvað þetta varðar hér á landi.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 67


N Ý R E I G A N D I P E N N A N S<br />

KRISTINN<br />

Í PENNANUM<br />

Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson og nokkrir fjárfestar keyptu Pennann í<br />

byrjun sumars af Gunnari Dungal. Kristinn var áður eigandi<br />

dreifingarfyrirtækjanna Vörubíls og Dreifingarmiðstöðvarinnar.<br />

Þau fyrirtæki seldi hann til Pósthússins.<br />

TEXTI: GEIR GUÐSTEINSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Um miðjan júnímánuð sl. var Penninn hf. seldur hópi fjárfesta<br />

undir forystu Kristins Vilb<strong>er</strong>gssonar. Eigendahópur<br />

Pennans samanstendur af Kristni, föður hans Vilb<strong>er</strong>gi Vilb<strong>er</strong>gssyni<br />

og félögum í hans eigu, Friðriki Smára Eiríkssyni<br />

og félagi í eigu Þórðar Kolbeinssonar framkvæmdastjóra<br />

DHL á Íslandi, Páls Kolbeinssonar bróður Þórðar, og Ómars Benediktssonar.<br />

Kristinn tók við starfi forstjóra Pennans af Gunnari Dungal,<br />

fyrrum eiganda og forstjóra, en faðir Gunnars stofnaði fyrirtækið<br />

árið 1932. enninn <strong>er</strong> fimmta stærsta smásölufyrirtæki landsins með<br />

12 v<strong>er</strong>slanir innan sinna vébanda undir nöfnum bókabúðar Máls og<br />

menningar og Pennans Eymundssonar. Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson stofnaði<br />

fyrirtækið Vörubíl og keypti síðar Dreifingarmiðstöðina sem var<br />

í eigu Eddu útgáfu, eins stærsta birgis Pennans.<br />

Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson segir að vegna viðskipta við Pennann hafi<br />

hann þekkt nokkuð til starfseminnar. Þeir félagar seldu svo Vörubíl<br />

og Dreifingarmiðstöðina inn í Pósthúsið en þar eiga þeir fimmtungs<br />

hlut ásamt Frétt og Flugleiðum. Var ákveðið að leita nýrra tækifæra<br />

í viðskiptalífinu og þá kom nafn Pennans fljótlega upp í umræðunni<br />

og hvaða möguleikar væru á að kaupa fyrirtækið. Þá fóru hlutirnir<br />

að g<strong>er</strong>ast nokkuð hratt.<br />

Að sögn Kristins <strong>er</strong> rekstur Pennans mjög fjölbreyttur. Það sé annars<br />

vegar v<strong>er</strong>slanasvið, sem <strong>er</strong> landsmönnum öllum þekkt, og hins<br />

vegar starfsemin á fyrirtækjasviði sem <strong>er</strong> ekki eins sýnileg en ekki<br />

síður stór í sniðum og fyrirtækinu sérlega mikilvæg.<br />

Góður árangur<br />

-Þessa dagana <strong>er</strong> mikil samkeppni á þessu sviði vegna þess m.a.<br />

að skólar <strong>er</strong>u að byrja. Alþýðusambandið hefur kannað v<strong>er</strong>ðlag<br />

á skólavörum sem væntanlega þýðir að þið þurfið að v<strong>er</strong>a „á<br />

tánum“ og pressa ykkar v<strong>er</strong>ð niður að einhv<strong>er</strong>ju leyti. Kemur<br />

það niður á arðseminni?<br />

„Eðli smásöluv<strong>er</strong>slunar liggur í að bjóða betri blöndu af v<strong>er</strong>ði og<br />

þjónustu en næsta v<strong>er</strong>slun. Samkeppni í þessum geira <strong>er</strong> ekki ný af<br />

nálinni og við vissum það áður en við tókum við rekstri Pennans.<br />

Reksturinn <strong>er</strong> í góðu jafnvægi og arðsemin góð. Það <strong>er</strong> mjög auðvelt<br />

að missa sjónar á langtímamarkmiðum og arðsemi þegar menn <strong>er</strong>u<br />

í harðri samkeppni og vilja halda eða auka við markaðshlutdeild<br />

sína.<br />

Rekstur Pennans dreifist á margar rekstrareiningar og starfsemin<br />

<strong>er</strong> víðtæk. Við <strong>er</strong>um með v<strong>er</strong>slanir sem <strong>er</strong>u fullkomlega samkeppnisfærar<br />

við v<strong>er</strong>slanir eins og Griffil, þar sem samkeppninni í skólavörum<br />

hefur v<strong>er</strong>ið mætt mjög ákveðið. Hins vegar <strong>er</strong>um við með<br />

Pennav<strong>er</strong>slanirnar, Eymundsson og Mál og menningu sem bjóða<br />

upp á mikið vöruúrval á gæðavörum á góðu v<strong>er</strong>ði. Þetta snýst um<br />

virði vörunnar sem viðskiptavinurinn fær.<br />

68 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson hefur stýrt Pennanum í liðlega tvo mánuði. „Félagið hefur vaxið hratt síðustu árin og mörg spennandi v<strong>er</strong>kefni <strong>er</strong>u framundan.“<br />

Þegar þessar v<strong>er</strong>ðkannanir <strong>er</strong>u skoðaðar ofan í<br />

kjölinn kemur í ljós að v<strong>er</strong>ðmunurinn <strong>er</strong> ekki mikill<br />

og í mjög mörgum tilfellum óv<strong>er</strong>ulegur. Þar <strong>er</strong> ekki<br />

tekið tillit til meiri þjónustu í okkar v<strong>er</strong>slunum og í<br />

mörgum tilfellum meira úrvals. Samkeppnin <strong>er</strong> hörð<br />

og fyrirtæki keppa bæði um v<strong>er</strong>ð og gæði ásamt<br />

öðrum þáttum.<br />

Ég tel okkur v<strong>er</strong>a samkeppnisfær á báðum sviðum.<br />

Við settum okkur markmið fyrir þessa v<strong>er</strong>tíð og<br />

héldum okkur við aðg<strong>er</strong>ðir sem við töldum styðja<br />

við þau markmið. Og við <strong>er</strong>um v<strong>er</strong>ulega ánægð með hv<strong>er</strong>nig tókst<br />

til. Svo má nefna það sem aldrei <strong>er</strong> tekið inn í v<strong>er</strong>ðkannanir, skiptibókamarkaðina,<br />

þar sem við höfum alg<strong>er</strong>a forystu og spörum námsmönnum<br />

ótaldar fjárhæðir á hv<strong>er</strong>ju ári. Markaðurinn hefur v<strong>er</strong>ið<br />

tölvuvæddur og <strong>er</strong> nú frábærlega skilvirkur.<br />

Þetta fyrsta álagstímabil hjá Pennanum eftir að við tókum við<br />

hefur gengið vel og það <strong>er</strong> mikilvægt að ná góðum árangri í hausttörninni<br />

og svo aftur fyrir jólin en þessi tvö tímabil <strong>er</strong>u þau mikilvægustu<br />

fyrir smásöluna hjá okkur,“ segir Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson.<br />

- Telurðu að stór hluti fólks kaupi þessar vörur þar sem lægsta<br />

v<strong>er</strong>ðið <strong>er</strong> boðið, og þá án tillits til þjónustu og gæða?<br />

„Það <strong>er</strong> mjög mikilvægt að menn aðgreini sig líka með aukinni þjónustu<br />

og úrvali sem við státum af. Það <strong>er</strong> athyglisv<strong>er</strong>t að á þessum<br />

„Samkeppnin <strong>er</strong><br />

hörð og fyrirtæki<br />

keppa bæði í v<strong>er</strong>ði<br />

og þjónustu. Það <strong>er</strong><br />

ljóst að Penninn <strong>er</strong><br />

fyllilega samkeppnisfær.“<br />

markaði telja menn það eingöngu hagkvæmt að<br />

keppa í v<strong>er</strong>ði. Það <strong>er</strong> stundum gott fyrir viðskiptavinina,<br />

en ekki alltaf. Í samkeppninni má ekki<br />

eingöngu horfa til þess að ná aukinni markaðshlutdeild<br />

og auka veltuna og missa sjónar af framlegðinni.<br />

Það getur v<strong>er</strong>ið mikill fórnarkostnaður<br />

því samhliða.<br />

Þá <strong>er</strong> mikilvægt að skoða kostnaðarsamsetninguna,<br />

og hér hefur v<strong>er</strong>ið unnið vel í þeim málum og<br />

það <strong>er</strong> enn tækifæri til að auka hagræðinguna og<br />

g<strong>er</strong>a betur. Viðskiptavinurinn þarf einnig að fá að njóta þeirrar hagræðingar.“<br />

- Þið bjóðið einnig upp á mikið úrval skrifstofuhúsgagna. Er<br />

hagur í því að v<strong>er</strong>a með svona fjölþætta starfsemi? Kannski sjá<br />

margir hag í því að geta keypt allt á skrifstofuna á einum stað,<br />

en kannski <strong>er</strong> sérhæfingin heppilegri þegar öllu <strong>er</strong> á botninn<br />

hvolft?<br />

„Sérhæfing <strong>er</strong> mikilvæg og gefur mönnum forskot En stundum f<strong>er</strong><br />

það ekki saman að geta keypt allt á sama stað því kröfurnar <strong>er</strong>u<br />

svo fjölbreytilegar. En hins vegar <strong>er</strong> gott að viðskiptavinurinn þekki<br />

vöruúrvalið en valið í húsgögnum <strong>er</strong> oftast <strong>er</strong>fiðara og flóknara en<br />

í ritföngum. Það byggir líka á útboðum eða öðrum þáttum. En góð<br />

þekking starfsmanna Pennans á þessum markaði nýtist vel.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 69


N Ý R E I G A N D I P E N N A N S<br />

Húsgagnasvið Pennans <strong>er</strong> tiltölulega sjálfstætt og<br />

gæti í rauninni v<strong>er</strong>ið sérstakt félag en auðvitað <strong>er</strong> það<br />

mjög st<strong>er</strong>kt markaðslega að viðskiptavinirnir vita að<br />

Penninn á þetta allt til og að gæðin <strong>er</strong>u til staðar.“<br />

Mesta v<strong>er</strong>ðmætið felst í starfsfólkinu<br />

- Eru g<strong>er</strong>ðar strangar kröfur til starfsfólks Pennans<br />

um þekkingu á vörunni sem það selur eða f<strong>er</strong><br />

skólun starfsmanna meira eða minna fram eftir<br />

ráðningu?<br />

„Það kann að hljóma klisjukennt, en stór hluti v<strong>er</strong>ðmætis<br />

Pennans felst í starfsfólkinu og það varð<br />

okkur sem keyptum þetta fyrirtæki mjög snemma<br />

ljóst. Starfsaldur lykilstarfsmanna <strong>er</strong> hár sem staðfestir<br />

að Penninn <strong>er</strong> góður vinnustaður. Þekking á vörum og þjónustu<br />

Pennans <strong>er</strong> því í flestum tilvikum mikil. Margir starfsmanna<br />

hafa unnið sig í gegnum fyrirtækið og vaxið í starfi. Það <strong>er</strong> stefna<br />

Pennans að bjóða starfsfólki upp á tækifæri til þess.<br />

„Þetta fyrsta álagstímabil<br />

hjá Pennanum eftir<br />

að við tókum við hefur<br />

gengið vel og það <strong>er</strong><br />

mikilvægt að ná góðum<br />

árangri í hausttörninni<br />

og svo aftur fyrir jólin<br />

en þessi tvö tímabil <strong>er</strong>u<br />

þau mikilvægustu fyrir<br />

smásöluna hjá okkur.“<br />

Sérhæfing <strong>er</strong> einnig mikil sem <strong>er</strong> sannarlega<br />

kostur. Þó við g<strong>er</strong>um ekki kröfu til þess að allir<br />

lesi allar bækur sem koma t.d. út fyrir jólin þá<br />

hlýtur að v<strong>er</strong>a mjög ánægjulegt fyrir áhugafólk<br />

um bókmenntir að starfa hjá Pennanum.<br />

Starfsmenn fá mikinn stuðning við að vaxa í<br />

starfi, og hér <strong>er</strong> starfræktur Pennaskóli, sem <strong>er</strong><br />

til dæmis ætlað að auka tölvulæsi starfsmanna<br />

og þekkingu á vörum og vöruflokkum sem við<br />

bjóðum upp á. Símenntun <strong>er</strong> fyrir alla starfsmenn.<br />

Starfsmenn sem sækja endurmenntun hjá<br />

háskólunum fá til þess stuðning okkar enda <strong>er</strong><br />

aukin þekking starfsmanna bara jákvæð fyrir fyrirtækið,<br />

g<strong>er</strong>ir starfsfólkið víðsýnna og hæfara til þess að takast á við<br />

ýmislegt sem það þarf að afgreiða hér.“<br />

- Það hljóta að v<strong>er</strong>a aðrar kröfur og önnur sýn hjá fyrirtækjum<br />

en einstaklingum og kannski þarf fyrirtækið að v<strong>er</strong>a meira vakandi<br />

yfir því að bjóða það nýjasta sem <strong>er</strong> á markaðnum <strong>er</strong>lendis<br />

á hv<strong>er</strong>jum tíma?<br />

„Hér <strong>er</strong> fylgst mjög vel með allri þeirri þróun sem á sér stað, og það<br />

í öllum þeim vöruflokkum sem Penninn býður. Stundum <strong>er</strong> vöruúrvalið<br />

kannski helst til mikið vegna þess að því fylgir kostnaður að<br />

liggja með stóran lag<strong>er</strong>. Kannski f<strong>er</strong> um 90% af veltunni gegnum 40%<br />

vörunúm<strong>er</strong>anna en metnaður okkar liggur ekki síst í vöruúrvali.“<br />

Penninn hefur stækkunarmöguleika<br />

- Það <strong>er</strong> stundum sagt að nýir vendir sópi best. Má búast við<br />

breytingum á rekstri Pennans?<br />

„Við vissum að við vorum að kaupa félag í góðum rekstri og á<br />

fleygif<strong>er</strong>ð svo það þurfti ekki að taka mikið til í rekstrinum. Stefnumótun<br />

<strong>er</strong> unnin út frá langtímamarkmiðum og við <strong>er</strong>um með ýmsar<br />

hugmyndir sem við hyggjumst hrinda í framkvæmd. En þær v<strong>er</strong>ða<br />

unnar á þeim grunni fagmennsku, trausts og yfirvegunar sem einkennt<br />

hefur Pennann. En það <strong>er</strong> ljóst að við teljum Pennann eiga<br />

inni stækkunarmöguleika.<br />

Markaðssetningin í framtíðinni mun að einhv<strong>er</strong>ju leyti snúa að<br />

þeim sem við teljum að við getum náð betur til, og á einhv<strong>er</strong>jum<br />

sviðum hefur reksturinn ekki gengið nægjanlega vel. Því þarf að<br />

breyta.<br />

Það <strong>er</strong> viss ögrun að v<strong>er</strong>a leiðandi á markaðnum og auðvelt að<br />

missa fókusinn í þeirri stöðu. Allir hinir aðilarnir á markaðnum b<strong>er</strong>a<br />

sig saman við okkur og reyna að sigra okkur. Þetta <strong>er</strong> svolítið eins og<br />

að v<strong>er</strong>a Íslandsmeistari í fótbolta. Það leggja öll liðin sig 120% fram<br />

við að sigra helsta keppinautinn.“<br />

Kristinn Vilb<strong>er</strong>gsson nýtir þær frístundir sem gefast m.a. til að<br />

spila körfubolta og hlaupa en fyrr á árum spilaði hann körfubolta<br />

með KR og spilar nú fótbolta með ungmennafélaginu Rögnunni í<br />

Reykjavík. Áhugi á lax- og silungsveiði hefur farið vaxandi síðustu<br />

ár.<br />

70 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


T E K J U B L A Ð F R J Á L S R A R V E R S L U N A R<br />

TEKJUBLAÐ FRJÁLSRAR VERSLUNAR<br />

Stjórnendur í bönkum<br />

nær þrefalda laun sín<br />

V<strong>er</strong>ulegt launaskri› <strong>er</strong> á me›al æ›stu stjórnenda<br />

fyrirtækja og langt umfram launavísitiölu.<br />

TEXTI: GEIR GUÐSTEINSSON<br />

V<strong>er</strong>ulegt launaskri› <strong>er</strong> á me›al æ›stu<br />

stjórnenda fyirtækja. Me›allaun tekjuhæstu<br />

manna í fjármálafyrirtækjunum hækku›u<br />

um 182% á fimm árum, frá upphafi ársins<br />

2000 til loka árins 2004, samkvæmt könnun<br />

Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar og byggir á hinu árlega<br />

tekjubla›i: Tekjur 2400 Íslendinga. Launavísitala,<br />

sem mælir almenna launahækkun í<br />

landinu, hækka›i á sama tíma um tæp 29%.<br />

Starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa hækka›<br />

hlutfallslega mest á tímabili.<br />

Þa› vekur líka athygli a› 30 efstu í þeim<br />

flokkum, sem voru sko›a›ir, hafa hækka›<br />

mun meira í launum en þeir sem ne›a koma<br />

í hv<strong>er</strong>jum flokki. Me› ö›rum or›um; tekjumunur<br />

innan stétta s‡nist v<strong>er</strong>a a› aukast.<br />

Me›allaunahækkanir frá árinu 2000 til ársins 2004<br />

Forstjórar 139%<br />

Starfsmenn fjármálafyrirtækja 182%<br />

Næstrá›endur 75%<br />

Embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja 35%<br />

Læknar 24%<br />

Launþegar innan vébanda Alþ‡›usambands Íslands 36%<br />

Launavísitala Hagstofunnar 29%<br />

Skv. Tekjublaði Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar.<br />

Starfsmenn fjármálafyrirtækja Tekjur<br />

þeirra 30 efstu í flokki starfsmanna fjármálafyrirtækja<br />

voru a› jafna›i rúmar 1,2 milljónir<br />

á mánu›i ári› 2000, bori› saman vi› 3,5<br />

milljónir á sí›asta ári a› jafna›i.<br />

Hækkunin á þessu tímabili <strong>er</strong> því 182%!<br />

Nokku› dregur úr hækkuninni þegar ne›ar<br />

dregur á listann. Alls 99 starfsmenn fjármálafyrirtækja<br />

<strong>er</strong> me› tekjur yfir 1 milljón<br />

á mánu›i.<br />

Forstjórar Í flokki forstjóra fyrirtækja<br />

nemur me›allaunahækkun 30 efstu forstjóranna<br />

139% á tímabilinu. Alls 98 forstjórar<br />

<strong>er</strong>u me› hærri tekjur en 1 milljón á mánu›i<br />

í flokki forstjóra.<br />

Næstrá›endur Laun þeirra 30 efstu í flokki<br />

næstrá›enda hafa hækka› um 75% á tímabilinu.<br />

Miklar breytingar <strong>er</strong>u á nafnalista<br />

í þessum flokki. Enginn þeirra sem var í<br />

einu af 10 efstu sætunum tekjuári› 2000 <strong>er</strong> í<br />

þeim flokki ári› 2004. †mist hafa þeir fari›<br />

til annara starfa e›a færst mun ne›ar á listann.<br />

Alls höf›u 66 næstrá›endur meira en 1<br />

milljón á mánu›i á sí›asta ári.<br />

Embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja<br />

Me›allaun 30 tekjuhæstu embættismanna<br />

og forstjóra ríkisfyrirtækja á árinu<br />

2004 hækku›u um 35% og <strong>er</strong> fyrsti hópurinn<br />

í þessari samantekt sem ekki nær<br />

launaskri›i Alþ‡›usambands Íslands á<br />

sama tímabili. Lægstu laun ASÍ voru komin<br />

í 97.463 krónur í mars ári› 2004 og höf›u<br />

þá hækka› um 35% á þessu tímabili sem vi›<br />

<strong>er</strong>um a› sko›a.<br />

Í þessum flokki höf›u fimm hærri laun<br />

en 1 milljón krónur á mánu›i á sí›asta<br />

ári.<br />

Læknar Me›allaun lækna s‡nast hafa<br />

hækka› minnst í þessum samanbur›i, e›a<br />

um 24% á þessum fjórum árum. Í þessum<br />

flokki mælast hins vegar flestir me› tekjur<br />

yfir 1 milljón króna, e›a alls 113 manns. Þa›<br />

gæti gefi› vísbendingar um a› læknar hafi<br />

v<strong>er</strong>i› búnir a› ná launahækkun umfram<br />

a›ra ári› 2000.<br />

72 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


KVIKMYNDIR<br />

TEXTI: HILMAR KARLSSON<br />

TERRY GILLIAM<br />

OG GRIMMSBRÆÐUR<br />

Þegar þessar línur <strong>er</strong>u skrifaðar <strong>er</strong> stutt í að nýjasta kvikmynd T<strong>er</strong>ry<br />

Gilliams, Grimmsbræður (The Broth<strong>er</strong>s Grimm), v<strong>er</strong>ður frumsýnd,<br />

en sjö ár <strong>er</strong>u síðan Gilliam sendi frá sér Fear and Lothing in Las<br />

Vegas. Eins og oftast þegar Gilliam á í hlut hefur ekki ríkt mikill vinskapur<br />

á milli hans og þeirra sem borga brúsann. Í þessu tilfelli <strong>er</strong>u<br />

það bræðurnir Bob og Harvey Weinstein hjá Miramax sem hafa v<strong>er</strong>ið<br />

Gilliam <strong>er</strong>fiðir. Hafa hvað eftir annað stöðvað dreifingu myndarinnar<br />

og heimtað að Gilliam taki til greina þær breytingar sem þeir vilja<br />

g<strong>er</strong>a á myndinni, sem Gilliam hefur að sjálfsögðu neitað. Þeir bræður<br />

höfðu samt í gegn að skipt var um kvikmyndatökumann og einn leikara<br />

meðan á g<strong>er</strong>ð myndarinnar stóð.<br />

Á meðan ríkt hefur stríðsástand um lokaútgáfu á Grimmsbræðrum<br />

hefur Gilliam v<strong>er</strong>ið að g<strong>er</strong>a aðra kvikmynd, Tideland, með Jeff<br />

Bridges í aðalhlutv<strong>er</strong>ki og nú <strong>er</strong>u allar líkur á að Grimmsbræður<br />

og Tideland v<strong>er</strong>ði frumsýndar nánast samtímis. Kostnaður við g<strong>er</strong>ð<br />

Grimmsbræðra <strong>er</strong> gefinn upp 85 milljónir dollarar, en kostnaður við<br />

Tideland <strong>er</strong> ekki nema 15 milljónir dollarar.<br />

Margir mánuður <strong>er</strong>u síðan T<strong>er</strong>ry Gilliam lauk við Grimmsbræður.<br />

Það <strong>er</strong> ekk<strong>er</strong>t nýtt fyrir T<strong>er</strong>ry Gilliam að myndir hans séu settar á<br />

biðlista. Hann hefur stundum mátt þakka fyrir að myndir hans væru<br />

teknar til sýningar. Frægt <strong>er</strong> þegar hann var orðinn óþolinmóður eftir<br />

að meistarav<strong>er</strong>k hans, Brazil, yrði sýnt. Hann keypti heilsíðu auglýsingu<br />

í New York Times og auglýsti eftir myndinni. Framleiðendur<br />

myndarinnar sem höfðu sett hana í geymslu<br />

urðu fyrir þrýstingi og myndin var sett í dreifingu.<br />

Ekki fór eins vel fyrir The Man Who<br />

Killed Don Quixote, sem Gilliam byrjaði á fyrir<br />

fimm árum. Varð hann fyrir miklum óhöppum,<br />

meðal annars eyðilögðust leikmyndir í stormi. Hætt<br />

var við myndina Gilliam til sárrar skapraunar, en þessi<br />

mynd hafði v<strong>er</strong>ið hans draumav<strong>er</strong>kefni í mörg ár. Um g<strong>er</strong>ð<br />

myndarinnar og þau áföll sem Gilliam varð fyrir, var g<strong>er</strong>ð<br />

heimildarmyndin Lost in La Mancha, áhrifamikil og góð<br />

mynd sem lýsir því hvað g<strong>er</strong>ist þegar allt f<strong>er</strong> úrskeiðis.<br />

Ævintýrin heilluðu Allir kannast við Grimms-ævintýrin.<br />

Þeir sem <strong>er</strong>u fullorðnir í dag ólust upp við þessi hugljúfu<br />

ævintýri og var T<strong>er</strong>ry Gilliam engin undantekning: „Ég<br />

hef alltaf v<strong>er</strong>ið hrifinn af ævintýrum og finnst allar mínar<br />

74 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5<br />

Jacob og William Grimm. Heath Ledg<strong>er</strong> og Mark Damon í hlutv<strong>er</strong>kum<br />

bræðranna.<br />

kvikmyndir v<strong>er</strong>a ólík ævintýri. Og Grimmsævintýrin <strong>er</strong>u ómissandi<br />

hlekkur í þeim ævintýraheimi sem ég hef skapað fyrir sjálfan mig.<br />

Það var því auðvelt fyrir mig að takast á við þá bræður. Myndin <strong>er</strong><br />

ekki bein saga þeirra bræðra heldur <strong>er</strong>u þeir<br />

felldir inn í ævintýraheiminn. Er lítill vandi að<br />

sjá ýmislegt sem stangast á við raunv<strong>er</strong>uleikann.<br />

Meðal annars <strong>er</strong> aldur þeirra allt annar í myndinni<br />

og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum að ég<br />

tók eftir því að við látum William v<strong>er</strong>a eldri bróðurinn<br />

en Jacob þann yngri. Í raunv<strong>er</strong>uleikanum var<br />

Jacob sá eldri.“<br />

Það <strong>er</strong>u Matt Damon og Heath Ledg<strong>er</strong> sem leika<br />

Grimmsbræðurna. Þeir f<strong>er</strong>ðast um sveitir Frakklands,<br />

segja sögur og leika töfrabrögð. Ekki <strong>er</strong> allt eins og<br />

sýnist í sýningum þeirra og þegar stjórnvöld telja<br />

að þeir beiti brellum til að fá fólk til að borga leggja<br />

þeir á flótta. Á flótta þeirra fléttast ævintýri þeirra<br />

inn í söguþráðinn, meðal annars koma Öskubuska,<br />

Hans og Gréta og Rauðhetta við sögu.<br />

Meðal annarra leikara í Grimmsbræðrum<br />

<strong>er</strong>u Jonathan Pryce, Monica Bellucci, Lena<br />

Monica Bellucci leikur spegladrottninguna<br />

illgjörnu.


KVIKMYNDIR<br />

T<strong>er</strong>ry Gilliam ásamt sviðshönnuði sínum Guy Hendrix Dyas við<br />

tökur á Grimmsbræðrum.<br />

Headey og Pet<strong>er</strong> Stormare. Handritið skrifaði Ehren Krug<strong>er</strong>, en hann<br />

hefur aðallega fengist við að skrifa handrit að hryllingsmyndum.<br />

Meðal afreka hans á því sviði má nefna Scream 3, The Ring og The<br />

Ring 2.<br />

Am<strong>er</strong>íkumaður í London T<strong>er</strong>ry Gilliam <strong>er</strong> fæddur í Minneapolis í<br />

Bandaríkjunum 2. nóvemb<strong>er</strong> 1940. Í dag <strong>er</strong> hann breskur ríkisborgari<br />

og hefur átt heima í London frá því um miðjan sjöunda áratuginn.<br />

Hann vakti fyrst athygli sem einn að meðlimum Monthy Pythons<br />

hópsins, en með honum þar voru T<strong>er</strong>ry Jones, Michael Palin, Eric<br />

Idle, John Cleese og Graham Chapman, allt Bretar. Hlutv<strong>er</strong>k Gilliams<br />

innan hópsins var að skrifa handrit, sjá um sviðsetningu, teikna þegar<br />

þess þurfti, auk þess sem hann lék, þó ekki eins mikið og aðrir. S<strong>er</strong>ían<br />

Monthy Python’s Flying Cirkus hafði v<strong>er</strong>ið mjög vinsæl í sjónvarpinu,<br />

en þegar þeim félögum í Monthy Python fannst sem þeir væru<br />

búnir með sinn skammt þar, ákváðu þeir að g<strong>er</strong>a kvikmyndir og<br />

leikstýrði Gilliam ásamt T<strong>er</strong>ry Jones fyrstu myndinni, Monthy Python<br />

and the Holy Grail. Gilliam ákvað síðan að g<strong>er</strong>a upp á eigin spýtur<br />

Jabb<strong>er</strong>wocky árið 1977. Hún vakti ekki mikla athygli. Með aðstoð<br />

félaga sinna g<strong>er</strong>ði hann síðan Time Bandits. Með þeirri mynd má segja<br />

að Gilliam hafi fest sig í sessi sem frumlegur kvikmyndaleikstjóri.<br />

Gilliam tók síðan þátt í að g<strong>er</strong>a Monthy Python’s Meaning of<br />

Life. Strax að henni lokinni hóf hann að g<strong>er</strong>a Brazil, sem var v<strong>er</strong>ðlaunuð<br />

í bak og fyrir. Þetta var 1985. Fjórum árum síðar leikstýrði<br />

hann The Adventures of Baron Munchausen. Sú mynd olli nokkrum<br />

vonbrigðum. Það sama <strong>er</strong> ekki hægt að segja um hans næstu tvær<br />

myndir, The Fish<strong>er</strong> King og 12 Monkeys. Báðar fengu góða dóma<br />

og mikla aðsókn og <strong>er</strong>u enn vinsælustu kvikmyndir hans. Fear and<br />

Loathing in Las Vegas kom næst og skiptust áhorfendur yfirleitt í<br />

tvennt gagnvart henni, sumum fannst hún v<strong>er</strong>a snilld á meðan aðrir<br />

þoldu hana ekki, ekk<strong>er</strong>t þar á milli. Þess má svo geta að J.K. Rowling,<br />

höfundur Harry Pott<strong>er</strong> bókanna, vildi að T<strong>er</strong>ry Gilliam leikstýrði<br />

fyrstu Pott<strong>er</strong>myndinni. Það féll í grýttan jarðveg hjá framleiðendum<br />

myndarinnar og fékk hún engu þar um ráðið.<br />

T<strong>er</strong>ry Gilliam <strong>er</strong> að v<strong>er</strong>ða 65 ára gamall og segist v<strong>er</strong>ða orðinn<br />

þreyttur á slagsmálum: „Það <strong>er</strong> eins og v<strong>er</strong>öldin minnki í hv<strong>er</strong>t sinn<br />

sem ég á í <strong>er</strong>jum. T<strong>er</strong>ry Jones hefur sagt við mig að ég sé maður sem<br />

vilji v<strong>er</strong>a með ófrið og það haldi mér gangandi. Þessi ófriður heldur<br />

mér að vísu vakandi, en það <strong>er</strong> varla þess virði að standa í þessu.“<br />

BÍÓFRÉTTIR<br />

Örlög<br />

stríðsmyndar<br />

Það <strong>er</strong> ekki aðeins Grimmsbræður<br />

sem hefur fengið að rykfalla<br />

í hillum hjá þeim Weinsteinbræðrum.<br />

Stuttu eftir hina hörmulegu<br />

atburði 11. septemb<strong>er</strong><br />

2001 ákvað Harvey Weinstein<br />

að hressa upp á þjóðarvitundina<br />

með því að g<strong>er</strong>a kvikmynd um<br />

frækinn björgunarleiðangur bandarískra<br />

h<strong>er</strong>manna í seinni heimstyrjöldinni,<br />

þar sem einum h<strong>er</strong>flokki<br />

tókst að frelsa 500 bandaríska<br />

fanga úr höndum Japana.<br />

Myndin, The Great Raid, var g<strong>er</strong>ð<br />

undir leikstjórn Johns Dahl (The<br />

Last Seduction, Round<strong>er</strong>s) og<br />

var hún tilbúin til sýningar í lok<br />

árs 2002. Sjálfsagt hefur Weinstein<br />

í kjölfarið farið að kanna<br />

markaðinn og séð að ekki var<br />

st<strong>er</strong>kur grundvöllur fyrir kvikmynd<br />

úr seinni heimsstyrjöldinni. Ekki<br />

bætti Íraksstríðið úr vandanum,<br />

stríð sem varð óvinsælla með<br />

hv<strong>er</strong>jum mánuði sem leið. Það<br />

var síðan loks um miðjan ágústmánuð<br />

síðastliðinn að The Great<br />

Raid var frumsýnd og hefur hún<br />

fengið sæmilegustu viðtökur hjá<br />

gagnrýnendum. En samkvæmt<br />

aðsókn liggur leið hennar fljótt á<br />

myndbanda- og mynddiskamarkaðinn.<br />

Kostnaður við g<strong>er</strong>ð myndarinnar<br />

var 80 milljón dollarar og<br />

voru tekjur fyrstu vikuna aðeins<br />

3 milljónir dollarar.<br />

Benjamin Bratt og James<br />

Franco í hlutv<strong>er</strong>kum h<strong>er</strong>manna<br />

í seinni heimsstyrjöldinni<br />

í The Great Raid.<br />

Helen Mirren <strong>er</strong> ekki á<br />

flæðisk<strong>er</strong>i stödd hvað<br />

varðar laun.<br />

Helen Mirren<br />

hæst launuð í<br />

bresku sjónvarpi<br />

Helen Mirren <strong>er</strong> ein virtasta<br />

breska leikkonan og hefur henni<br />

hlotnast margs konar heiður og<br />

<strong>er</strong> meira að segja öðluð og má<br />

kalla sig Dame Helen Mirr-en.<br />

Henni hlotnaðist enn ein rós í<br />

hnappagatið þegar ITV sjónvarpsstöðin<br />

g<strong>er</strong>ði samning við hana<br />

um að leika í síðustu myndinni<br />

sem g<strong>er</strong>ð v<strong>er</strong>ður um lögregluforingjann<br />

Jane Tennyson í Prime<br />

Suspect, sjónvarpss<strong>er</strong>íunni.<br />

Samtals fær Mirren 750.000<br />

pund (86,2 milljónir króna)<br />

fyrir myndina sem sýnd v<strong>er</strong>ður<br />

í tveimur hlutum. Þetta g<strong>er</strong>ir<br />

185.000 pund fyrir hv<strong>er</strong>n sýndan<br />

klukkutíma. Sá sem átti metið<br />

áður var David Jason, en fyrir leik<br />

sinn sem hinn geðþekki lögreglumaður<br />

George Frost í Touch of<br />

Frost, hefur hann fengið 150.000<br />

pund fyrir hv<strong>er</strong>n sýndan klukkutíma.<br />

Þess má geta að Helen<br />

Mirren lék fyrst Jane Tennyson<br />

árið 1991.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 75


ÚR EINU Í ANNAÐ<br />

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.<br />

Myndlist:<br />

BLÁMINN<br />

Á STRIGANUM<br />

Málv<strong>er</strong>k eftir Húb<strong>er</strong>t Nóa. Blái liturinn <strong>er</strong> áb<strong>er</strong>andi í v<strong>er</strong>kum hans.<br />

21. októb<strong>er</strong> v<strong>er</strong>ður opnuð sýning<br />

á v<strong>er</strong>kum Húb<strong>er</strong>ts Nóa í Listasafni<br />

Reykjanesbæjar og lýkur henni í<br />

desemb<strong>er</strong>byrjun. Þar v<strong>er</strong>ða tvær<br />

myndaraðir og tvö vídeóv<strong>er</strong>k.<br />

Hvað myndaraðirnar varðar <strong>er</strong> um<br />

að ræða fimm GPS-mælipunkta<br />

á hálendi Íslands. Borholur <strong>er</strong>u<br />

aðaláh<strong>er</strong>slan í vídeóv<strong>er</strong>kunum en í<br />

þeim má líta á borholu sem myndbirtingu<br />

skapandi athafnar.<br />

Blái liturinn <strong>er</strong> áb<strong>er</strong>andi í<br />

v<strong>er</strong>kum Húb<strong>er</strong>ts Nóa.<br />

„Ég vann á sínum tíma við<br />

rannsóknir á hálendinu og nálgaðist<br />

þar landið með mælitækjum,<br />

segulmælum, viðnámsmælum og<br />

jarðborunum en mældi jafnframt á<br />

sjálfum mér þessa birtu og þessa<br />

liti. Ég las einhv<strong>er</strong>n tímann texta<br />

þar sem var haft eftir Guðb<strong>er</strong>gi<br />

B<strong>er</strong>gssyni að sálin í Norðurlandabúum<br />

væri blá. Þetta <strong>er</strong> hugsanlega<br />

nálgun við þennan bláa lit.“<br />

Listamaðurinn á v<strong>er</strong>k eftir<br />

sig frá því hann var unglingur<br />

þar sem blái liturinn var líka ráðandi.<br />

„Ég bjó þá í Árbæjarhv<strong>er</strong>fi;<br />

í útjaðri byggðar og fjallasýnin<br />

blasti við: Esjan, Skálafell og<br />

„Í v<strong>er</strong>kunum leitast ég við að<br />

tefla saman kyrrstöðu og hreyfanleika.<br />

Þessa tvo þætti má<br />

finna í öllum mínum v<strong>er</strong>kum.“<br />

fleiri fjöll sem ég þá og síðar sá<br />

ástæðu til að mála.“<br />

Um áh<strong>er</strong>slur í v<strong>er</strong>kunum segir<br />

Húb<strong>er</strong>t Nói: „Ég virðist hafa tilhneigingu<br />

til að fara á kyrra og<br />

þögla staði. Þetta <strong>er</strong>u hugsanlega<br />

viðbrögð við samtímanum. Í<br />

v<strong>er</strong>kunum leitast ég við að tefla<br />

saman kyrrstöðu og hreyfanleika.<br />

Þessa tvo þætti má finna í öllum<br />

mínum v<strong>er</strong>kum.<br />

Alkemísk hugmyndafræði <strong>er</strong><br />

mér hugleikin; vísindaleg nálgun<br />

á andlegum v<strong>er</strong>uleika. Það <strong>er</strong><br />

sá spegill sem ég skoða sjálfan<br />

mig í.“<br />

Frjáls v<strong>er</strong>slun fyrir 25 árum<br />

Æskumyndin:<br />

Æskumyndin <strong>er</strong> af Ásgeiri Sv<strong>er</strong>rissyni,<br />

framkvæmdastjóra hjá Tæknivörum.<br />

Ásgeir skorar á Alexand<strong>er</strong> Eðvardsson,<br />

yfirmann hjá KPMG, að láta birta af sér<br />

næstu æskumynd. Þeir <strong>er</strong>u veiðifélagar og<br />

hafa þekkst í nokkur ár. Ásgeir segir að<br />

Alexand<strong>er</strong> sé strákur góður og hafi einstaklega<br />

skemmtilegan húmor.<br />

Ásgeir Sv<strong>er</strong>risson,<br />

framkvæmdastjóri<br />

hjá tæknivörum.<br />

„Ofsalegur munur <strong>er</strong> þetta eftir að þeir fóru<br />

að framleiða plastflöskurnar.“<br />

76 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Hönnun:<br />

DÍMON GERIR VÍÐREIST<br />

Ákveðnar en mjúkar línur einkenna sófann.<br />

Tólf ár <strong>er</strong>u liðin síðan Erla Sólveig Óskarsdóttir<br />

útskrifaðist sem húsgagna- og iðnhönnuður frá Danmarks<br />

Design Skole í Kaupmannahöfn. Á þessum<br />

tólf árum hefur hún einbeitt sér að stólum auk sófa<br />

og borða. Hönnun hennar <strong>er</strong> framleidd í nokkrum<br />

löndum - í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku,<br />

Kólumbíu og Frakklandi - og seld út um allan heim.<br />

„Ég legg áh<strong>er</strong>slu á notagildið og einfaldleikann,“<br />

segir Erla Sólveig. Vinnan <strong>er</strong> aðaláhugamálið og segist<br />

hún v<strong>er</strong>a „fagidíót“. „Ég vinn heima. Ég sé ekki<br />

fyrir mér að ég gæti v<strong>er</strong>ið með vinnuaðstöðu úti í<br />

bæ. Ég væri sjaldnast heima.“<br />

Sófinn Dímon á sér langa sögu. Hún sýndi hann<br />

fyrst á Hönnunardegi sem haldinn var á Íslandi árið<br />

1999. Þá voru framleidd og seld nokkur stykki auk<br />

stóls í stíl við sófann. „Sófinn var síðan sýndur á<br />

sýningu í Kaupmannahöfn árið 2003. Forsvarsmenn<br />

ítalska fyrirtækisins Rossin Italia sáu í kjölfarið<br />

mynd af honum í hönnunartímariti og sendu mér<br />

tölvupóst. Dímon <strong>er</strong> nú framleiddur hjá þessu fyrirtæki.<br />

Auk þess var ég beðin um að hanna sófaborð<br />

við húsgögnin. Ég kalla sófann „Stóra-Dímon“ en<br />

stólinn „Litla-Dímon“.“<br />

Sófann einkenna ákveðnar en mjúkar línur.<br />

Erla Sólveig <strong>er</strong> að vinna að þremur stólum og<br />

borði. Hún <strong>er</strong> í samstarfi við þýskt-kólumbískt fyrirtæki<br />

og danskt fyrirtæki.<br />

„Það <strong>er</strong> mikið í farvatninu.“<br />

Erla Sólveig Óskarsdóttir, húsgagnaog<br />

iðnhönnuður. „Ég legg áh<strong>er</strong>slu á<br />

notagildið og einfaldleikann.“<br />

„Í nefi <strong>er</strong> þroskaður ávöxtur, jafnvel ofþroskaður,<br />

en jafnframt vottur af brenndum brjóstsykri.“<br />

Uppáhaldsvínið:<br />

DIEVOLE RINASCIMENTO<br />

„Af þeim fjölda víntegunda<br />

sem ég hef smakkað, <strong>er</strong>u<br />

margar í uppáhaldi og <strong>er</strong>fitt<br />

að nefna eitthvað eitt til<br />

sögunnar,“ segir Bjarni<br />

Snæbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri<br />

hjá IMG, sem<br />

hefur v<strong>er</strong>ið í vínklúbbi í tíu<br />

ár. „Ég vil þó nefna eitt af<br />

því sem hefur v<strong>er</strong>ið í uppáhaldi<br />

hjá mér; ekki vegna<br />

þess að það <strong>er</strong> það besta<br />

sem ég hef smakkað og<br />

í sjálfu sér ekki stórt vín,<br />

heldur vegna þess að það<br />

hefur reynst prýðilegur förunautur<br />

með flestum mat og<br />

nægilega margslungið til<br />

þess að ég v<strong>er</strong>ði ekki leiður<br />

á því.<br />

Þetta vín heitir Dievole<br />

Rinascimento, <strong>er</strong> rauðvín<br />

og frá Fattoria di Dievole<br />

í Toskana. Það sem <strong>er</strong><br />

áhugav<strong>er</strong>t við þetta vín<br />

- fyrir utan miðana á flöskunum<br />

sem á <strong>er</strong>u andlitsmyndir<br />

víng<strong>er</strong>ðarmanna<br />

Dievole - <strong>er</strong> að það <strong>er</strong><br />

g<strong>er</strong>t úr þrúgum sem fyrr á<br />

tímum voru vinsælar í Toskana<br />

en <strong>er</strong>u nú að mestu<br />

komnar úr notkun og<br />

fallnar í gleymsku. Þessar<br />

þrúgur <strong>er</strong>u Malvasia N<strong>er</strong>o<br />

(80%) og Canaiolo a Raspo<br />

Rosso (20%). Vínið <strong>er</strong> látið<br />

eldast í slóvenskri eik og<br />

kirsub<strong>er</strong>javiði í átta mánuði<br />

og geymt aðra átta mánuði<br />

á flöskum áður en það f<strong>er</strong> á<br />

markað.<br />

Í nefi <strong>er</strong> þroskaður<br />

ávöxtur, jafnvel ofþroskaður,<br />

en jafnframt vottur<br />

af brenndum brjóstsykri.<br />

Bragðið <strong>er</strong> nokkuð ávaxtaríkt<br />

en þó aðgengilegt og<br />

mjúkt. Þar sem hér <strong>er</strong><br />

ekki um stórvín að ræða,<br />

<strong>er</strong> ekki langt né tiltakanlega<br />

mikið eftirbragð. Yfir<br />

höfuð finnst mér hins vegar<br />

v<strong>er</strong>a um að ræða vel g<strong>er</strong>t<br />

vín sem ég v<strong>er</strong>ð ekki leiður<br />

á. Þess vegna <strong>er</strong> það í<br />

uppáhaldi sem neysluvín,<br />

ef ég má orða það svo, til<br />

aðgreiningar frá sparivínunum.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 77


ÚR EINU Í ANNAÐ<br />

Sumarfríið:<br />

FERÐ MEÐ 4. FLOKKI<br />

Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild<br />

Landsbankans hélt til Glasgow í Skotlandi í<br />

sumar. Með í för voru 29 stúlkur í 4. flokki<br />

kvenna í Fylki, tveir þjálfarar og þrír aðrir<br />

foreldrar. Stúlkurnar <strong>er</strong>u 13 og 14 ára. Ein<br />

þeirra <strong>er</strong> dóttir Eddu Rósar. Dvalist var í<br />

Skotlandi í viku.<br />

„Þetta var frábær f<strong>er</strong>ð. Stelpurnar æfðu<br />

á frábærum velli og var grasið eins og á<br />

golfvelli. Ég fylgdist með æfingum og hafði,<br />

ásamt hinum foreldrunum, umsjón með stelpunum.<br />

Það var gaman að upplifa hv<strong>er</strong>nig<br />

samskipti stelpnanna <strong>er</strong>u og hv<strong>er</strong>nig þær<br />

bregðast við ólíkum uppákomum.“<br />

Hópurinn fór einn daginn til Edinborgar og<br />

skoðaði m.a. kastalann. Þá var farið í tívólí,<br />

á Rang<strong>er</strong>s-fótboltaleik og í v<strong>er</strong>slanir. „Stelpurnar<br />

voru með ákveðna upphæð og þær voru<br />

ótrúlega hagsýnar. Þetta voru litlir peningar<br />

en þær sýndu hæfileika í að láta þá endast.“<br />

Edda Rós fór líka norður á Siglufjörð í<br />

sumar þar sem dóttirin keppti í fótbolta og<br />

upp á Akranes þar sem sonur hennar, sem<br />

„Það var gaman að upplifa hv<strong>er</strong>nig samskipti stelpnanna <strong>er</strong>u og hv<strong>er</strong>nig þær bregðast við<br />

ólíkum uppákomum.“<br />

<strong>er</strong> sjö ára, keppti í fótbolta. Yngsta barnið <strong>er</strong><br />

að v<strong>er</strong>ða tveggja ára og býst Edda Rós við<br />

að fara í keppnisf<strong>er</strong>ðir til Siglufjarðar til ársins<br />

2016.<br />

Hún á enn eftir nokkrar vikur af sumarfríinu.<br />

Fjölskyldan ætlar til Kanaríeyja um jólin.<br />

„Ég v<strong>er</strong>ð f<strong>er</strong>tug 29. desemb<strong>er</strong> og <strong>er</strong>u vinir og<br />

félagar velkomnir í afmælið.“<br />

Stíll stjórnandans:<br />

VANDAÐUR FATNAÐUR OG GÆÐI<br />

„Ég <strong>er</strong> hrifin af stílhreinum fatnaði sem ég get bætt upp með<br />

fallegum skartgripum, beltum eða öðrum fylgihlutum.“<br />

Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri<br />

STRÁ MRI og<br />

eigandi fyrirtækisins, segir að í<br />

vinnunni leggi hún áh<strong>er</strong>slu á að<br />

v<strong>er</strong>a vel klædd og snyrtileg til<br />

fara. Heima <strong>er</strong> hún yfirleitt í einhv<strong>er</strong>ju<br />

léttara, s.s. gallabuxum<br />

og bol, og hvað hestamennskuna<br />

áhærir þá <strong>er</strong>u það auðvitað<br />

reiðfötin.<br />

„Ég vel umfram allt vandaðan<br />

fatnað og gæði og vil að<br />

mér líði vel í þeim fatnaði sem<br />

ég klæðist þannig að efnið<br />

skiptir máli. Ég geng m.a. í<br />

buxnadrögtum, síðbuxum og<br />

peysum, pilsum og peysum<br />

eða blússum. Ég fell aðallega<br />

fyrir jarðlitum og svörtum eða<br />

ljóslitum fatnaði og <strong>er</strong> hrifin af<br />

m.a. silki, kasmírull, leðri og<br />

feldum.“<br />

Guðný kaupir fatnað sinn<br />

helst í útlöndum auk þess að<br />

v<strong>er</strong>sla í betri v<strong>er</strong>slunum hér á<br />

landi. Hún segir að sér finnist<br />

almennt ekki gaman að v<strong>er</strong>sla<br />

en detti frekar niður á eitthvað<br />

þegar svo b<strong>er</strong> undir.<br />

„Ég <strong>er</strong> mikið fyrir fylgihluti<br />

og vel hluti sem fást ekki hér<br />

heima, s.s. skó og veski. Ég<br />

geng í háhæluðum skóm í<br />

vinnunni og við betri tækifæri<br />

en í þægilegri skófatnaði í<br />

frístundum. Ég <strong>er</strong> hrifin af stílhreinum<br />

fatnaði sem ég get<br />

bætt upp með fallegum skartgripum,<br />

beltum eða öðrum fylgihlutum.“<br />

78 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


Sælk<strong>er</strong>i mánaðarins:<br />

BRAGÐSTERKUR KJÚKLINGUR<br />

Kristinn Þór Geirsson, forstjóri<br />

Ingvars Helgasonar, rakst á<br />

þessa uppskrift í DV árið 1992.<br />

Síðan þá hefur rétturinn v<strong>er</strong>ið vinsæll<br />

hjá honum og eiginkonunni<br />

og <strong>er</strong> hann eldaður þegar þau<br />

vilja eitthvað bragðmikið og gott.<br />

Fyrir þrjá:<br />

1 kjúklingur (eða nokkrir<br />

kjúklingabitar)<br />

Sósa:<br />

0,5 l matreiðslurjómi<br />

3 dl tómatsósa<br />

1 1 /2 tsk. pipar<br />

2 tsk. karrí<br />

1 tsk. salt<br />

Öllu nema rjómanum <strong>er</strong> hrært<br />

saman.<br />

Kjúklingurinn <strong>er</strong> hlutaður niður<br />

í bringur, læri, leggi og vængi og<br />

settur í eldfast mót. Sósunni <strong>er</strong><br />

smurt á kjúklinginn (þó ekki allri)<br />

og hann settur í ofn í 200 gráðu<br />

hita og bakaður í 45 mínútur.<br />

Rjómanum <strong>er</strong> blandað saman<br />

við það sem eftir <strong>er</strong> af sósunni og<br />

hrært vel saman. Kjúklingurinn <strong>er</strong><br />

tekinn út eftir 45 mínútur, rjómablandaðri<br />

sósunni hellt yfir hann<br />

og síðan settur aftur inn í ofn í<br />

15 mínútur.<br />

Kjúklingurinn <strong>er</strong> borinn fram<br />

í eldfasta mótinu með sósunni,<br />

hrísgrjónum og f<strong>er</strong>sku salati.<br />

Bókin:<br />

TVÆR Í SUMARFRÍINU<br />

„Ég las tvær bækur í sumarfríinu,“<br />

segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir,<br />

starfsmannastjóri<br />

Eimskips. „Það voru „Englar<br />

og djöflar“ eftir Dan Brown og<br />

„Winning“ eftir Jack Welch.<br />

Mér fannst „Englar og djöflar“<br />

mjög góð en hún <strong>er</strong> svolítið lengi<br />

að byrja. Bókin <strong>er</strong> með vísindaskáldsöguívafi,<br />

g<strong>er</strong>ist í Róm á<br />

nokkrum tímum og yfirvofandi <strong>er</strong><br />

sprenging Vatikansins.<br />

„Winning“ <strong>er</strong> nýjasta bók<br />

Welch og beint framhald af bókinni<br />

hans, „Straight from the<br />

Gut“. Bókin segir frá st<strong>er</strong>kum<br />

leiðtoga sem hefur náð gríðarlegum<br />

árangri í rekstri og hún<br />

<strong>er</strong> líkleg til að v<strong>er</strong>ða stjórnendahandbók<br />

framtíðarinnar. Welch<br />

lýsir því hv<strong>er</strong>nig á að leiða hóp<br />

áfram, ráða, hvetja og jafnvel<br />

g<strong>er</strong>a áætlanir. Leiðarljós<br />

hans í bókinni <strong>er</strong>: „Engar<br />

afsakanir, komdu hugmyndum<br />

í framkvæmd.“<br />

Fyrsti hluti bókarinnar<br />

fjallar m.a. um<br />

stjórnun, stefnu og<br />

markmið fyrirtækja,<br />

gildi þeirra og leiðarljós.<br />

Annar hluti<br />

fjallar m.a. um markmiðssetningu<br />

og hv<strong>er</strong>nig starfsmenn komast af<br />

í gegnum samruna og yfirtökur<br />

án þess að g<strong>er</strong>a mistök. Þriðji<br />

hluti bókarinnar fjallar um framtíð<br />

hv<strong>er</strong>s og eins í starfi, hv<strong>er</strong>nig<br />

maður finnur rétta starfið og samræmir<br />

vinnu og einkalíf.<br />

Næsta bók á dagskrá <strong>er</strong><br />

„Móðir í hjáv<strong>er</strong>kum“ eftir Allison<br />

Pearson. Hún <strong>er</strong> sögð mjög<br />

fyndin og skemmtileg.“<br />

„Ég las tvær bækur<br />

í sumarfríinu. Það<br />

voru „Englar og<br />

djöflar“ eftir Dan<br />

Brown og „Winning“<br />

eftir Jack Welch.“<br />

Svo mörg voru þau orð:<br />

,Við höfum umfangsmikið tengslanet og getum dreift fréttatilkynningum<br />

um allan heim. Svo veljum við þá samstarfsaðila sem við teljum<br />

að henti best hv<strong>er</strong>ju sinni.“<br />

Óli Jón Jónsson, ráðgjafi hjá KOM. Morgunblaðið 18. ágúst.<br />

,,Það <strong>er</strong> áframhaldandi útlit fyrir lága vexti á evrusvæðinu og breski<br />

seðlabankinn var að lækka stýrivexti fyrr í mánuðinum.“<br />

Lúðvík Elíasson hjá greiningardeild Landsbankans. Fréttablaðið 17. ágúst.<br />

Kristinn Þór Geirsson, forstjóri Ingvars Helgasonar, gefur góða uppskrift.<br />

,,Ég kenndi um skeið stærðfræði í MR og kenndi einnig með námi í<br />

Minnesota og við Háskóla Íslands eftir að heim var komið. Kennslan<br />

átti vel við mig og ég sæi mig alveg fyrir mér sem prófessor einhv<strong>er</strong>s<br />

staðar ef ekki væri fyrir fjármálin.“<br />

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Morgunblaðið 11. ágúst.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 79


FÓLK<br />

Hörður Steinar<br />

Sigurjónsson<br />

Sölu- og markaðsstjóri hjá INNN hf.,<br />

ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsi<br />

TEXTI: HILMAR KARLSSON<br />

MYND: GEIR ÓLAFSSON<br />

Hörður Steinar Sigurjónsson viðskiptafræðingur<br />

starfar hjá INNN hf., ráðgjafar-<br />

og hugbúnaðarhúsi sem<br />

stofnað var árið 1997 og <strong>er</strong> eitt elsta fyrirtækið<br />

á sínu sviði. INNN hf. hefur frá upphafi<br />

hannað og smíðað vefumsýsluk<strong>er</strong>fið<br />

LiSA, í fjölmörgum útgáfum, núna síðast<br />

LiSA.NET. LiSA <strong>er</strong> ein þekktasta lausnin<br />

og jafnframt ein sú vinsælasta á markaðinum.<br />

INNN hf. veitir einnig alhliða ráðgjöf<br />

<strong>er</strong> sn<strong>er</strong>tir upplýsingatækni. INNN hf. veitir<br />

ráðgjöf á borð við Sharepoint, gagnagrunna,<br />

k<strong>er</strong>fisinnleiðingar, öryggismál, prófanir og<br />

svo mætti lengi telja.<br />

„Starf mitt hjá INNN hf. <strong>er</strong> afar lifandi,<br />

skemmtilegt og krefjandi. Mín staða innan<br />

fyrirtækisins felst í að stýra sölu og markaðssetningu,<br />

afla nýrra viðskiptavina og skapa<br />

ný tengsl. Samskipti við núv<strong>er</strong>andi viðskiptavini,<br />

ráðgjöf í markaðsmálum á vefnum. Ennfremur<br />

kemur inn á mitt svið almenn dagleg<br />

stjórnun og umsýsla ýmiss konar.<br />

Stefnan hjá fyrirtækinu <strong>er</strong> skýr, afla nýrra<br />

viðskiptatengsla <strong>er</strong>lendis sem hérlendis og<br />

styrkja tengsl við núv<strong>er</strong>andi viðskiptavini og<br />

samstarfsaðila. Halda áfram þróunarstarfi<br />

sem unnið <strong>er</strong> á LiSA, til að tryggja viðskiptavinum<br />

okkar bestu mögulegu lausnirnar<br />

á markaðinum. Síðast en ekki síst <strong>er</strong> mér<br />

ofarlega í huga að styrkja hinn frábæra og<br />

hæfileikaríka starfshóp sem fyrir starfar hjá<br />

okkur með góðu starfsfólki.<br />

Ég vil nota tækifærið til að hvetja fyrirtæki<br />

og félög, sem hafa látið vefmál sín sitja<br />

á hakanum, til að sinna þessum mikilvæga<br />

Hörður Steinar Sigurjónsson: „Sinni krefjandi og lifandi starfi.“<br />

þætti betur, þar sem vefsvæði <strong>er</strong>u oft andlit<br />

fyrirtækja og félaga útávið.“<br />

Hörður segist hafa fjöldann allan af áhugamálum:<br />

„Allar íþróttir <strong>er</strong>u áhugamál, þó<br />

helst fótbolti, handbolti, körfubolti, skíði og<br />

golf. Ennfremur hef ég mikinn áhuga á tónlist,<br />

viðskiptum, tölvum og tækni. Síðast en<br />

ekki síst <strong>er</strong> það fjölskyldan, en okkur finnst<br />

mjög gott að komast út úr bænum og njóta<br />

kyrrðar í sumarbústaðnum í Skorradal.<br />

Sumarfríið mitt var af skornum skammti<br />

en ég fór í stutta f<strong>er</strong>ð með félögum til Englands<br />

og síðan náði ég tveimur dögum með<br />

fjölskyldunni í sumarbústað. Framundan <strong>er</strong><br />

því líklegast borgarf<strong>er</strong>ð til Evrópu, en síðan<br />

byrjar sú stutta sína skólagöngu, það <strong>er</strong> nóg<br />

framundan.<br />

Nafn: Hörður Steinar Sigurjónsson<br />

Fæðingarstaður: Reykjavík 8. 10. 1975<br />

Foreldrar: Jenný G. Magnúsdóttir fulltrúi.<br />

Stjúpfaðir: Stefán B<strong>er</strong>gsson,<br />

löggiltur endurskoðandi PWC.<br />

Faðir: Sigurjón Stefánsson flugstjóri.<br />

Maki: Sólveig Friðriksdóttir, sérfræðingur<br />

Og Vodafone.<br />

Börn: Stjúpdóttir, Sóley Birta.<br />

Menntun: Viðskiptafræðingur frá<br />

Háskólanum í Reykjavík.<br />

80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5


FÓLK<br />

Halla Rut Bjarnadóttir<br />

framkvæmdastjóri Ice in a bucket<br />

Halla Rut Bjarna dótt ir: „Þeg ar ég hóf v<strong>er</strong>sl un ar rekst ur nítján ára göm ul varð það sjálf krafa að mínu að al á huga máli.“<br />

Ice in a bucket <strong>er</strong> þriggja ára gam alt<br />

fyr ir tæki og við stofn uð um það, ég og<br />

eig in mað ur minn, Agn ar Örn Jón as son.<br />

Hug mynd in var að opna smá vöru v<strong>er</strong>sl un<br />

að breskri fyr ir mynd og má nefna Accessorize<br />

og Claire’s í því sam bandi. Ég hafði<br />

v<strong>er</strong> ið í v<strong>er</strong>sl un ar rekstri frá nítján ára aldri<br />

og sá að þarna var mögu leiki á Ís landi,<br />

v<strong>er</strong>sl un ar rekst ur sem ekki var fyr ir hendi.<br />

Við fór um því af stað<br />

með „Ice in a bucket“<br />

sem al ís lenskt fyr irtæki<br />

og vor um ekki<br />

í sam starfi við einn<br />

eða neinn.<br />

Fyrsta v<strong>er</strong>sl un in<br />

var opn uð í Kringlunni,<br />

í litlu hús næði<br />

á neðri hæð inni. Fólk<br />

hafði ekki mikla trú<br />

á v<strong>er</strong>sl un inni í fyrstu,<br />

Nafn: Halla Rut Bjarnadóttir<br />

Fæð ing ar stað ur: Reykja vík, 23. 9. 1969<br />

For eldr ar: Bjarni Sigfússon og Aðalheiður<br />

Haraldsdóttir<br />

Maki: Agnar Örn Jónasson<br />

Börn: Elís, 12 ára, Ivan, 2 ára, Arnb<strong>er</strong>g,<br />

7 mánaða<br />

Mennt un: Sjálfmenntuð<br />

en í stuttu máli gekk rekst ur inn vel strax<br />

frá byrj un og við fór um að færa út kví arn ar.<br />

Fyr ir tveim ur árum opn uð um við v<strong>er</strong>sl un á<br />

Ak ur eyri, þar næst í Smára lind inni. Síð an<br />

flutt um við okk ur um set í Kringl unni og<br />

fór um upp á aðra hæð í mun stærra húsnæði<br />

og á þessu ári opn uð um við v<strong>er</strong>sl an ir í<br />

Hv<strong>er</strong>a g<strong>er</strong>ði og á Sel fossi.“<br />

Halla Rut seg ir að vör urn ar komi alls<br />

stað ar frá: „Við fram leið um mik ið sjálf og<br />

g<strong>er</strong> um það í Aust ur lönd um fjær, Tæv an,<br />

Kóreu, Kína og víð ar. Sú fram leiðsla <strong>er</strong><br />

okk ar hönn un í nafni Ice in a bucket. Við<br />

selj um einnig vör ur frá Evr ópu lönd um, helst<br />

tísku vör ur. Í dag starfa hjá okk ur um tutt ugu<br />

manns og mitt starf<br />

felst að al lega í að sjá<br />

um inn kaup in.“<br />

Halla Rut <strong>er</strong> spurð<br />

hvort fleiri v<strong>er</strong>sl an ir<br />

séu í far vatn inu:<br />

„Ekki hér á landi, en<br />

við höf um full an hug<br />

á að opna v<strong>er</strong>sl an ir í<br />

út lönd um og þá fyrst<br />

í London, þar sem<br />

við sjá um helst tækifæri.<br />

Við för um þó ekki út í slíkt æv in týri<br />

nema með að stoð bak hjarla og banka eða<br />

fjár mála fyr ir tækja. Mál ið <strong>er</strong> í bið stöðu eins<br />

og <strong>er</strong>, en ég <strong>er</strong> bjart sýn á að það leys ist<br />

far sæl lega og þá för um við af full um krafti<br />

í út rás ina.“<br />

Agn ar Örn Jónas son, eig in mað ur Höllu<br />

Rut ar, <strong>er</strong> k<strong>er</strong>f is fræð ing ur sem hafði unn ið<br />

við graf íska hönn un áður en hann fór á fullu<br />

til starfa við Ice in a Bucket. Hann út fær ir<br />

hug mynd ir Höllu í sam bandi við hönn un auk<br />

þess að starfa við rekst ur inn. Þau eiga þrjú<br />

ung börn svo það <strong>er</strong> í mörg horn að líta hjá<br />

Höllu: „Ég hef alltaf v<strong>er</strong> ið mjög skipu lögð,<br />

ann ars myndi ekki ganga upp gagn vart börnun<br />

um að vinna eins og ég g<strong>er</strong>i. Ég <strong>er</strong> ekki<br />

að segja að ég vinni meira en aðr ir. Yf ir leitt<br />

vinn ég venju leg an vinnu tími nema þeg ar ég<br />

<strong>er</strong> <strong>er</strong> lend is, með al ann ars á sýn ing um. Innkaup<br />

in fara nán ast öll fram í tölv um svo ekki<br />

þarf að f<strong>er</strong>ð ast þeirra vegna. Það gef ur samt<br />

auga leið að lít ill tími gefst fyr ir ann að en<br />

vinn una og fjöl skyld una. Má segja að á hugamál<br />

mitt sam ein ist vinn unni og fjöl skyld unni<br />

og <strong>er</strong> dag ur inn stund um ansi lang ur. Ég<br />

hef alltaf haft á huga á v<strong>er</strong>sl un og tók strax<br />

vinn una fram yfir skóla nám og þeg ar ég hóf<br />

v<strong>er</strong>sl un ar rekst ur nítján ára göm ul þá varð<br />

það sjálf krafa að mínu að al á huga máli.“<br />

Sum ar frí ið var ekki langt hjá Höllu Rut<br />

og fjöl skyldu: „Við skrupp um að eins í sum arbú<br />

stað. Það <strong>er</strong> <strong>er</strong>fitt að fara með ung börn í<br />

strangt f<strong>er</strong>ð lag, það kem ur að því seinna.“<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 81


FÓLK<br />

Helga Margrét Reykdal<br />

framkvæmdastjóri Truenorth<br />

Þegar Truenorth ehf. var stofnað sumarið 2003 var megintilgangur<br />

félagsins að þjóna <strong>er</strong>lendum aðilum sem koma til<br />

Íslands til kvikmyndag<strong>er</strong>ðar, vinna að g<strong>er</strong>ð auglýsinga fyrir<br />

íslenskan markað sem og standa að skipulagningu margvíslegra<br />

viðburða („event planing“). Hópurinn sem<br />

stendur á bak við félagið býr yfir víðtækri<br />

og langri reynslu á sviði kvikmyndag<strong>er</strong>ðar.<br />

Auk mín starfa á skrifstofu félagsins Leifur<br />

B. Dagfinnsson, Árni Páll Hansson og Rafnar<br />

H<strong>er</strong>mannsson,“ segir Helga Margrét Reykdal,<br />

framkvæmdastjóri Tuenorth ehf.<br />

„Allt frá upphafi hefur það v<strong>er</strong>ið grundvallarhugsun<br />

að halda yfirbyggingu félagsins í<br />

lágmarki og vinna með besta fagfólkinu sem<br />

völ <strong>er</strong> á þegar að hinum ýmsu v<strong>er</strong>kefnum<br />

Helga Margrét<br />

Reykdal. „Fátt sem<br />

toppar að fara með<br />

skemmtilegum vinahópi<br />

út fyrir bæjarmörkin<br />

í gleði og<br />

afslöppun.“<br />

kemur. Strax eftir stofnun Truenorth tókum við að okkur að ýta<br />

úr vör framleiðslu Latabæjarþáttanna, fólst það starf í að stýra uppsetningu<br />

á stúdíóinu í Garðabæ, finna alla starfsmenn (bæði <strong>er</strong>lenda<br />

og innlenda) og þau tæki sem vantaði. Annað stórt v<strong>er</strong>kefni sem<br />

Truenorth hefur tekið að sér <strong>er</strong> hluti af framleiðslustjórn („line producing“)<br />

á kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Þar<br />

Nafn: Helga Margrét Reykdal<br />

Fæðingarstaður: Reykjavík, 18. 11. 1969<br />

Foreldrar: Jóhannes Reykdal og Birna<br />

Eybjörg Gunnarsdóttir<br />

Maki: ógift<br />

Börn: barnlaus<br />

Menntun: BA í stjórnmálafræði<br />

og fjölmiðlun<br />

að auki höfum við unnið með fyrirtækjum frá Bretlandi, Bandaríkjunum,<br />

Frakklandi, Danmörku og Þýskalandi að auglýsingum, tónlistarmyndböndum<br />

og tískuljósmyndun.<br />

Þessa dagana <strong>er</strong> ég og samstarfsfólk mitt við önnum kafið vegna<br />

upptöku á kvikmyndinni Flags of our Fath<strong>er</strong>s í leikstjórn Clints<br />

Eastwood en upptökur fara fram bæði í Sandvík og við Arnarfell<br />

en við hjá Truenorth <strong>er</strong>um þjónustuaðilar þeirra hér á landi. Þetta<br />

<strong>er</strong> lang<strong>umfangsmesta</strong> v<strong>er</strong>kefni sinnar tegundar sem hefur komið til<br />

Íslands, þar sem hátt í helmingur kvikmyndarinnar <strong>er</strong> tekinn upp hér<br />

á landi. Flytja þurfti til landsins margvísleg farartæki frá síðari heimsstyrjöldinni<br />

og suma daga hafa v<strong>er</strong>ið um 950 manns á tökustað.“<br />

Helga Margrét segir sitt starf felast í umsjón með daglegum<br />

rekstri fyrirtækisins og hafa umsjón með þeim v<strong>er</strong>kefnum sem fyrirtækið<br />

tekur að sér: „Ég tel einn af aðalkostum okkar fyrirtækis<br />

að við gegnum sjálf lykilstöðum í þeim v<strong>er</strong>kefnum sem unnið <strong>er</strong> að<br />

innan fyrirtækisins. Þessa dagana <strong>er</strong> ég t.d. það sem <strong>er</strong> kallað „coordinator“<br />

við Flags of our Fath<strong>er</strong>s.“<br />

Helga Margrét byrjaði snemma að starfa innan fjölmiðlageirans:<br />

Ég skrifaði um popptónlist fyrir Vikuna þegar ég var aðeins 16 ára<br />

og var síðan með þeim fyrstu sem útskrifaðist af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans<br />

í Breiðholti. Eftir stúdentsprófið starfaði ég um tíma<br />

á DV en á meðan ég stundaði nám við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði<br />

og fjölmiðlun villtist ég inn í sjónvarpsbransann og hóf störf<br />

við þáttinn „Í sannleika sagt“ sem sýndur var á RUV en framleiddur<br />

af Sagafilm. Ég var ráðin tímabundið til að vinna við þann þátt en<br />

ílengdist og starfaði þar í 9 ár. Á meðal v<strong>er</strong>kefna sem ég vann að<br />

þar voru stór <strong>er</strong>lend v<strong>er</strong>kefni á borð við James Bond myndina Die<br />

Anoth<strong>er</strong> Day. Sumarið 2003 stofnuðum við<br />

Truenorth og höfum haft nóg að g<strong>er</strong>a síðan.<br />

Áhugamál mín <strong>er</strong>u margvísleg og flest af<br />

klassíska skólanum svo sem útiv<strong>er</strong>a, heilsurækt,<br />

tennis, bækur og svo hef ég líka gífurlega<br />

gaman af því að elda góðan mat. Frístundum<br />

eyði ég með fjölskyldu og vinum en<br />

ég tel mig mjög heppna að eiga svona stóran<br />

og skemmtilegan vinahóp og það <strong>er</strong> fátt sem<br />

toppar það að fara með þeim út fyrir bæjarmörkin<br />

í gleði og afslöppun og því fylgir nær<br />

undantekningalaust skemmtilegar matarveislur þar sem allir hjálpast<br />

að við matseldina.<br />

Vegna annríkis að undanförnu við kvikmyndina Flags of our<br />

Fath<strong>er</strong>s, hef ég ekki ennþá náð að taka mér sumarfrí en það v<strong>er</strong>ður<br />

í staðinn farið í gott vetrarfrí þegar þetta <strong>er</strong> allt afstaðið, hvenær og<br />

hv<strong>er</strong>t v<strong>er</strong>ður þá farið kemur bara í ljós með tímanum.“<br />

82 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!