29.07.2014 Views

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

RITSTJÓRNARGREIN<br />

AÐ TRÚA ÖLLU ILLU UPP Á VALDHAFA?<br />

Bush og Baugsmálið<br />

ÉG HEF VELT ÞVÍ fyrir mér síðustu daga hv<strong>er</strong>s vegna vel<br />

menntað, upplýst og þenkjandi fólk trúir öllu illu upp á stjórnmálaforingja.<br />

Það virðist v<strong>er</strong>a hægt að dengja hv<strong>er</strong>ju sem <strong>er</strong> á þá<br />

- og þess vegna b<strong>er</strong>a upp á þá glæpsamlegt athæfi - fólk kokgleypir<br />

við því. Og það án þess að færð séu rök fyrir glæpnum heldur virðist<br />

það eitt duga að vísa til þess að þeim sé trúandi til alls vegna þess að<br />

þeir séu vondir, illgjarnir og hefnigjarnir. Tvö nýleg dæmi um þetta<br />

<strong>er</strong>u ásakanir um að Davíð Oddsson utanríkisráðh<strong>er</strong>ra sé á bak við<br />

Baugsmálið og að Georg W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt<br />

skeytingaleysi og lítinn vilja til að hjálpa svörtum samlöndum sínum<br />

í neyð í New Orleans vegna hörundslitar þeirra.<br />

EN HVERS VEGNA þessi trúgirni? Ástæðan<br />

getur varla v<strong>er</strong>ið önnur en að fólki finnist fljótlegra<br />

og auðveldara að v<strong>er</strong>a með sleggjudóma og dæma<br />

aðra út frá tilfinningum og stjórnmálaskoðunum<br />

fremur en rökum. Þegar ég ræddi nýlega við ágætan<br />

og mjög svo upplýstan vin minn, sem að vísu styður<br />

Samfylkinguna og hefur fundist Davíð Oddsson<br />

hrokafullur, spurði ég hvort hann tryði því virkilega<br />

að Davíð væri á bak við Baugsmálið og hefði sigað<br />

löggunni á Baugsmenn. Hann svaraði: „Já, ég trúi því<br />

að hann hafi v<strong>er</strong>ið með puttana í þessu.“ Hvað með<br />

rök? spurði ég: „Ég get ekki nefnt þau, hann hefur<br />

bara v<strong>er</strong>ið svo augljóslega á móti Bónusfeðgum,<br />

talað illa um þá í fjölmiðlum og kallað Jón Ásgeir<br />

götustrák.“<br />

ÉG ÆTLA AÐ VÍSA í annað samtal við annan góðan vin minn.<br />

Eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurríki Bandaríkjanna og allt<br />

var á tjá og tundri í New Orleans, Mississippi og Louisiana barst í<br />

tal að myndir frá New Orleans hefðu v<strong>er</strong>ið eins og í þriðjaheims ríki<br />

og að frásagnir fólks af nauðgunum og barsmíðum hefðu v<strong>er</strong>ið með<br />

ólíkindum. Við höfðum orð á því að hér heima á Íslandi hefði þetta<br />

ekki getað g<strong>er</strong>st. Talið barst síðan að því hv<strong>er</strong>s vegna ekki hefði<br />

v<strong>er</strong>ið búið að styrkja flóðgarða í kringum New Orleans til að draga<br />

úr hörmungunum, en fellibylir ganga yfir Flórída og suðurríkin á<br />

hv<strong>er</strong>ju ári. Ennfremur ræddum við það hv<strong>er</strong>s vegna svo mikill seinagangur<br />

hefði v<strong>er</strong>ið á að hjálp bærist og að eitthvað væri að almannavörnum<br />

Bandaríkjamanna.<br />

ÞÁ SAGÐI MINN ágæti vinur allt í einu, að þarna hefðu Bush<br />

og ríkir Bandaríkjamenn afhjúpað sig sem kynþáttahatara því þeim<br />

stæði á sama um þessa svörtu, fátæku landa sína í New Orleans sem<br />

þeir hefðu skilið eftir í dauðanum og hann bætti við: „Bush kom illa<br />

upp um sig. Það hefði v<strong>er</strong>ið eitthvað annað ef þetta hefðu v<strong>er</strong>ið ríkir,<br />

hvítir Bandaríkjamenn.“ Skömmu síðar sá ég að vinur minn var ekki<br />

Fyrir þá sem trúa<br />

öllu illu upp á<br />

stjórnmálaforingja,<br />

jafnvel glæpsamlegt<br />

einelti,<br />

þá <strong>er</strong> eins gott að<br />

hér á landi sé til<br />

dómsvald þannig<br />

að maður þurfi<br />

ekk<strong>er</strong>t að óttast.<br />

einn um þessa skoðun, bandarísk dagblöð voru byrjuð að leita að<br />

sökudólg vegna afleiðinga fellibylsins. Hann fannst. Bush forseti.<br />

Fljótlegt og auðvelt! Eitt stórt samsæri.<br />

ÞAÐ SAMA Á VIÐ um Baugsmálið. Eitt stórt samsæri! Sú<br />

skoðun <strong>er</strong> ótrúlega útbreidd. Enda hefur v<strong>er</strong>ið keyrt á henni mjög<br />

markvisst í vörn þeirra feðga, Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs<br />

Jóhannessonar. Ég hef góðar taugar til þeirra feðga, eins og annarra<br />

duglegra athafnamanna. Mér finnst þeir harðir, duglegir, snjallir<br />

og klókir bisnessmenn sem taka áhættu í fjárfestingum. Þeir hafa<br />

unnið þrekvirki fyrir íslenska neytendur með lágu matvöruv<strong>er</strong>ði og<br />

Bónus mælist vinsælasta fyrirtæki landsins í könnun<br />

Frjálsrar v<strong>er</strong>slunar ár eftir ár.<br />

ÉG ER HINS VEGAR alg<strong>er</strong>lega á öndv<strong>er</strong>ðum<br />

meiði við þá feðga - og næ ekki þeirri vörn þeirra - að<br />

þetta sé allt runnið undan rifjum Davíðs Oddssonar<br />

og að háttsettir embættismenn dansi eftir hans höfði.<br />

Er þetta ekki einum of bíómyndalegt? Hv<strong>er</strong>nig <strong>er</strong><br />

hægt að fá það út að hatur Davíðs á Jóni Ásgeiri sé<br />

svo mikið að embætti lögreglustjóra og tugir sérfræðinga<br />

þar séu með samráð um að knésetja hann og<br />

aðra tengda Baugi. Mér hefur satt best að segja v<strong>er</strong>ið<br />

brugðið hvað bæði Jón Ásgeir og Jóhannes hafa sett<br />

þetta fram af mikilli einlægni og sannfæringu.<br />

EN GOTT OG VEL, látum það nú v<strong>er</strong>a þótt<br />

þeir Jón Ásgeir og Jóhannes trúi öllu misjöfnu upp<br />

á Davíð. Einhv<strong>er</strong> kynni að segja sem svo að þetta væri hluti af einhv<strong>er</strong>ri<br />

„paranoju“ og þeir „fyndu heldur betur fyrir stöðu sinni“ fyrst<br />

þeir trúa því svo einlæglega að forsætisráðh<strong>er</strong>ra sé að eltast við þá<br />

prívat og p<strong>er</strong>sónulega. Hins vegar <strong>er</strong> lyginni líkast hvað margt fólk<br />

trúir því að þetta sé samsæri Davíðs. Ef til vill <strong>er</strong>u það þó fyrst og<br />

fremst pólitískir andstæðingar hans. Davíð hefur að vísu g<strong>er</strong>t sig<br />

sekan um að tala óvarlega í garð Jóns Ásgeirs, kallað hann „götustrák“<br />

og haft á orði að þeir feðgar séu of valdamiklir í viðskiptalífinu.<br />

En fyrr má nú v<strong>er</strong>a trúgirni fólks.<br />

SANNLEIKURINN ER SÁ að enginn maður hefur átt meira<br />

undir því en einmitt stjórnmálaforinginn Davíð Oddsson að Íslendingar<br />

hefðu það gott, að viðskiptalífið dafnaði af miklum krafti, að<br />

kaupmáttur Íslendinga ykist stöðugt, og að Íslendingar byggju við<br />

hið lága matvöruv<strong>er</strong>ð sem þeir feðgar hafa innleitt hér á landi með<br />

Bónusv<strong>er</strong>slunum sínum. Hvað græðir hann á að hjóla í þá?<br />

FYRIR ÞÁ SEM TRÚA öllu illu upp á stjórnmálaforingja, jafnvel<br />

glæpsamlegt einelti, þá <strong>er</strong> eins gott að hér á landi sé til dómsvald<br />

þannig að maður þurfi ekk<strong>er</strong>t að óttast.<br />

Jón G. Hauksson<br />

6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!