29.07.2014 Views

Það

Það

Það

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

K Y N N I N G<br />

RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ÍSLANDSFERÐA:<br />

Einstakir viðskiptavinir – frábært starfsfólk<br />

Ég fæ oft spurninguna: „Í hverju er starf ykkar á ráðstefnuskrifstofunni<br />

fólgið? Þessu er ekki hægt að svara í fáum orðum, enda starfið<br />

innan þessarar deildar fyrirtækisins svo viðamikið, en við erum<br />

sérstök deild innan Íslandsferða, „Iceland Travel“, sem er dótturfyrirtæki<br />

„Icelandair Group,“ segir Helga Lára Guðmundsdóttir, deildarstjóri Ráðstefnuskrifstofu<br />

Íslandsferða.<br />

„Í deildinni starfa sex manns auk mín. Við þjónum um sex þúsund<br />

manns á ári en sú tala getur farið í níu til tíu þúsund eftir því hve viðamikil<br />

verkefnin eru en þau eru ráðstefnur, fundir, viðburðir og sýningar.<br />

Verkefnin koma í hús eftir ýmsum leiðum: Með föstum viðskiptavinum,<br />

með tilboðum, í gegnum persónulegan kunningsskap og á Netinu. Ráðstefnuþjónusta<br />

er mjög persónuleg og þess vegna nefni ég kunningsskap<br />

sérstaklega. Í litlu samfélagi eins og okkar þekkir maður mann og góður<br />

orðrómur er okkar besta markaðssetning. Í persónulegri þjónustu felst<br />

að hugsað er um viðskiptavininn frá A til Ö en þjónusta er mismikil eftir<br />

umfangi verkefnisins. Stærri ráðstefnum, sem hafa verið í undirbúningi<br />

í allt að tvö ár, fylgja töluvert mikil samskipti og persónulegri þjónustu<br />

og náin tengsl myndast oft milli starfsmanna skrifstofunnar og viðskiptavinarins<br />

við tíðar fundarsetur og mikil samskipti. Ég á því láni að fagna<br />

að vera með frábært fólk sem er tilbúið að gefa af sér það sem þarf og<br />

stuðlar að okkar góða orðspori.“<br />

Mikill undirbúningur „Ráðstefnuhaldi fylgir gríðarlegur undirbúningur<br />

og þjónustan felst m.a. í að aðstoða við nákvæmar tímasetningar, bóka<br />

gistingu, funda- og sýningaraðstöðu og aðstoða við auglýsinga- og bæk-<br />

Ráðstefnuskrifstofan hefur séð um Norðurlandaráðsþing,<br />

ráðstefnu norrænna bæklunarlækna og<br />

Evrópuþing sérfræðinga í svefnrannsóknum. Í undirbúningi<br />

eru, t.d. ráðstefna á vegum Háskólans í<br />

Reykjavík, European Marketing Academy og alþjóðleg<br />

ráðstefna um málefni mænuskaddaðra.<br />

lingagerð. Erlendir ráðstefnugestir kjósa oft að bæta dögum framan eða<br />

aftan við ráðstefnudagana og þá kemur oft til okkar kasta að skipuleggja<br />

það. Einnig þarf að skipuleggja ýmsa atburði utan formlegrar dagskrár,<br />

makaferðir og skoðunarferðir.<br />

Sjá þarf um að nægt starfsfólk sé á ráðstefnustað sem er gestum innan<br />

handar og sér um skráningu og sölu aukaatburða. Eftir á felst vinnan í<br />

uppgjöri og ýmsum frágangi. Nálgunin er mismunandi eftir verkefnum.<br />

Nú vinnum við t.d. með Félagi heyrnarlausra, sem heldur á Akureyri<br />

norræna menningarhátíð heyrnarlausra um miðjan júlí. Allir fundir með<br />

undirbúningsnefndinni fara fram með táknmálstúlkun sem hefur gefið<br />

okkur heilmikla innsýn í heim heyrnarlausra. Þegar verið var að ákveða<br />

hvar gestirnir ættu að gista, kom upp spurningin hvernig staðið væri<br />

að brunavörnum á viðkomandi hótelum, nokkuð sem ekki er hugsað<br />

út í daglega. Annað dæmi er norræn ráðstefna fatlaðra sem haldin var<br />

í Reykjavík fyrir nokkrum árum og varð til að bæta aðgengi fatlaðra til<br />

muna á nokkrum stærstu hótelum borgarinnar.<br />

Starfmenn ráðstefnuskrifstofu Íslandsferða.<br />

108 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!