29.07.2014 Views

Það

Það

Það

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

K Y N N I N G<br />

Upplýsingasvið Útflutningsráðs<br />

svarar fyrirspurnum íslenskra<br />

fyrirtækja um fjölmargt er tengist<br />

útflutningi og aðstoðar þau við<br />

leit á samstarfsaðilum fyrir milligöngu<br />

Euro Info Centre netsins<br />

sem Útflutningsráð á aðild að.<br />

Erna Björnsdóttir hefur verið forstöðumaður upplýsingasviðs Útflutningsráðs í rúm fimm ár.<br />

ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS:<br />

Sala vöru og þjónustu<br />

er markmið kynningarstarfsins<br />

Meginhlutverk Útflutningsráðs Íslands er að auðvelda íslenskum<br />

fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu erlendis<br />

og miðast öll verkefni að því að fyrirtækin nái sölu, að sögn<br />

Ernu Björnsdóttur, forstöðumanns upplýsingasviðs Útflutningsráðs.<br />

Erna hefur starfað í rúm fimm ár hjá Útflutningsráði en áður vann hún<br />

í tæpt ár hjá Fjárfestingarstofunni sem nú heyrir undir Útflutningsráð<br />

og er ætlað að laða til landsins erlenda fjárfesta.<br />

„Skipulagning sýningarþátttöku er grunnurinn að starfsemi okkar<br />

og kannski það sem við erum þekktust fyrir. Þátttaka í sýningum hefur<br />

aukist mikið, áður var farið á 7-8 sýningar á ári en nú eru þær hátt í 20<br />

talsins. Fyrrum voru þetta nær eingöngu sjávarútvegssýningar en nú er<br />

m.a tekið þátt í hönnunar- og líftæknisýningum, sýningum á farsímalausnum<br />

og kaupstefnum um tónlist, auk þess sem farið er á hestamót<br />

erlendis með vörur sem tengjast íslenska hestinum.“<br />

Útflutningsráð skipuleggur ferðir sendinefnda til útlanda t.d. í<br />

tengslum við opinberar heimsóknir. Íslensku þátttakendurnir funda með<br />

fyrirtækjum í því landi sem heimsótt er og haldin er ráðstefna þar sem<br />

kynnt eru íslensku fyrirtækin, íslenskt viðskiptalíf og viðskiptaumhverfi.<br />

Á sama hátt er Útflutningsráð erlendum sendinefndum og blaðamönnum<br />

sem hingað koma innan handar við að veita upplýsingar og<br />

koma á tengslum við íslensk fyrirtæki. Þá má nefna að markaðsráðgjafar<br />

starfa erlendis fyrir íslensk fyrirtæki og samstarf er við viðskiptafulltrúa í<br />

sendiráðum Íslands og er það starf ómetanlegt í íslenskri útrás.<br />

Löng og stutt námskeið Ráðgjöf og fræðsla skipar einnig stóran sess<br />

í starfinu. Haldin eru bæði stutt og löng námskeið og sem dæmi um<br />

stutt námskeið má nefna námskeið haldin í samstarfi við Mími um<br />

hvernig svara skuli í síma á ensku en þeir sem annast símsvörun eru<br />

fyrsta rödd fyrirtækisins og því nauðsynlegt að þeir kunni að koma<br />

fyrir sig orði á ensku. Lengri námskeið hafa m.a. verið haldin um<br />

sölutækni og samstarf við umboðsmenn og sérsniðin námskeið fyrir<br />

aðila í ferðaþjónustu.<br />

„Flaggskipið okkar er Útflutningsaukning og hagvöxtur, níu mánaða<br />

námskeið. Fulltrúar u.þ.b. 10 fyrirtækja hittast þá í hverjum mánuði og<br />

fá leiðsögn um hvað eina sem tengist markaðssetningu og útflutningi og<br />

vinna með ráðgjafa að gerð útflutningsskýrslu en fulltrúar fyrirtækja á<br />

borð við Össur og Bakkavör stigu einmitt sín fyrstu skref á þessu námskeiði.<br />

Sextándi hópurinn var að útskrifast og við segjumst gjarnan gera<br />

þá kröfu að fyrirtækin standi sig ekki síður en fyrirrennararnir og verði í<br />

sömu sporum og þeir eftir 10 ár!“ segir Erna og brosir glettnislega.<br />

152 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!