29.07.2014 Views

Það

Það

Það

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

K Y N N I N G<br />

Aukin tengsl og þjónusta<br />

við viðskiptavini<br />

Orkuveita Reykjavíkur er byggð á sterkum og traustum grunni í<br />

framleiðslu og dreifingu á orku. Stefnan hefur alltaf verið að sjá<br />

viðskiptavinum fyrir ódýrri vistvænni orku sem framleidd er á<br />

hagkvæman hátt úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum,“<br />

segir Ingibjörg Valdimarsdóttir sem hefur starfað<br />

hjá Orkuveitunni í fjögur og hálft ár við að byggja<br />

upp markaðs- og sölustarfsemi fyrirtækisins.<br />

Meginhluti raforkunnar sem Orkuveitan dreifir og<br />

selur er unninn í vatnsaflsstöðvum Landsvirkjunar en<br />

hún er einnig framleidd í gufuaflsstöð OR á Nesjavöllum<br />

í Grafningi sem og í Andakílsvirkjun og í Elliðaárstöð.<br />

Orkuveitan nýtir vatn af fjórum lághitasvæðum:<br />

Laugarnessvæði og Elliðaársvæði í Reykjavík og Reykjum og Reykjahlíð<br />

í Mosfellsbæ auk háhitasvæðisins að Nesjavöllum. Orkuveitan á ennfremur<br />

stærstu vatnsveitu landsins sem þjónar rúmlega 82% íbúa höfuðborgarsvæðisins<br />

og er eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins. Vatnsveita<br />

Reykjavíkur, sem síðar sameinaðist Orkuveitunni, varð fyrsta vatnsveita<br />

Norðurlanda til að hljóta vottun skv. ISO-9001 staðlinum árið 1999.<br />

ORKUVEITA REYKJAVÍKUR:<br />

Mikil áhersla er lögð<br />

á að efla tengsl við<br />

viðskiptavinina og<br />

sinna þörfum þeirra<br />

og óskum.<br />

Af öðrum veitum OR má nefna Fráveitu Reykjavíkur sem fluttist<br />

til hennar í júlí 2005 en stærsta verkefni hennar og eitt mesta umhverfisbótaverkefni<br />

hérlendis er hreinsun strandlengjunnar við Reykjavík.<br />

Nýtt hlutverk OR á sviði upplýsinga- og fjarskipta er<br />

undir hatti Gagnaveitunnar en OR hefur byggt upp ljósleiðaranet<br />

á suðvesturhluta landsins, allt frá Akranesi,<br />

austur fyrir fjall og til Vestmannaeyja.<br />

Verðsveigjanleikinn ekki sá sem margir bjuggust<br />

við „Helsta breyting á orkuumhverfinu sl. ár er samkeppni<br />

í sölu og framleiðslu raforku. Við teljum hana<br />

á margan hátt jákvæða en vegna fákeppni í raforkuframleiðslu<br />

er verðsveigjanleiki ekki sá sem margir bjuggust við enda framleiðir<br />

Landsvirkjun meginhluta raforkunnar í landinu.<br />

Áhersla er lögð á það hjá okkur að efla samskipti og tengsl við viðskiptavinina<br />

og við einbeitum okkur að því að sinna þörfum þeirra og<br />

óskum. Margir reyndir sérfræðingar á sviði orkumála starfa hjá OR og<br />

reynslu þeirra er miðlað til viðskiptavinanna svo að þeir geti nýtt sem<br />

best orkuna sem þeir kaupa. Öflugt þjónustuver sinnir einstaklingum<br />

og heimilum af kostgæfni og sölusvið þjónar stærri fyrirtækjum. Stærstu<br />

fyrirtækin hafa einnig eigin tengilið hjá sölusviðinu sem sinnir öllum<br />

þeirra orkumálum.<br />

Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti þeirra lífsþæginda sem<br />

orkan veitir og hafi sem minnst fyrir því, eða - ekkert vesen, og allt í<br />

góðu lagi !!!“<br />

Ingibjörg Valdimarsdóttir,<br />

deildarstjóri Markaðsdeildar<br />

Orkuveitunnar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!