29.07.2014 Views

Það

Það

Það

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M<br />

NÝJAR Í STARFI BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRA:<br />

Bæjarstjórar<br />

landsins eru 36<br />

– þar af er 7 konur.<br />

Sveitarstjórar<br />

landsins eru<br />

28 – þar af eru<br />

3 konur.<br />

Oddvitar landsins<br />

eru 15 – þar af<br />

eru 5 konur.<br />

Stefanía Katrín Karlsdóttir<br />

bæjarstjóri í Árborg<br />

„Áherslur nýs meirihluta í bæjarstjórn<br />

Árborgar taka meðal annars mið af miklum<br />

uppgangi og fjölgun íbúa sem er<br />

langt umfram landsmeðaltal. Fyrir vikið<br />

er í mörg horn að líta hjá stjórnendum<br />

sveitarfélagsins. Ég tel mig vera árangursdrifinn<br />

stjórnanda og tel mig ná meiri<br />

árangri með góðum hópi starfsmanna<br />

en ein og sér. Markmið mitt er að vera<br />

bæjarstjóri allra og stuðla að því að<br />

gera gott sveitarfélag betra.“<br />

Aldís Hafsteinsdóttir.<br />

Aldís Hafsteinsdóttir<br />

bæjarstjóri í Hveragerði<br />

„Ég er fyrsti bæjarstjórinn hér í<br />

Hveragerði sem á allar rætur sínar<br />

hér í bæ og jafnframt fyrsta konan<br />

sem gegni þessu starfi. Hvergerðingar<br />

þekkja mig og ég þekki<br />

þá. Konur líta oft á málefni með<br />

öðrum augum en karlar og efalítið<br />

munu áherslur mínar í starfi að<br />

einhverju leyti helgast af því. Ég<br />

legg mikla áherslu á metnaðarfullt<br />

skólastarf og að skilyrði til útiveru<br />

og heilbrigðrar hreyfingar verði<br />

bætt.“<br />

Svanfríður Jónasdóttir.<br />

Svanfríður Inga Jónasdóttir<br />

sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð<br />

„Fólk kallar eftir forystu og vill bæjarstjóra<br />

sem er öflugur talsmaður<br />

byggðarinnar, jafnt í sókn sem<br />

vörn. Krafan um þetta hefur aukist<br />

í seinni tíð og helst í hendur við<br />

breyttar áherslur í fjölmiðlun. Ég<br />

og fólkið á bak við mig erum mjög<br />

meðvituð um mikilvægi sterkrar<br />

og jákvæðrar ímyndar sveitarfélagsins.“<br />

Stefanía Katrín Karlsdóttir.<br />

Unnur Brá Konráðsdóttir.<br />

Oddný Guðbjörg Harðardóttir<br />

Sveitarfélaginu Garði<br />

„Ég legg áherslu á að taka viðráðanleg skref til nauðsynlegra<br />

breytinga í sveitarfélaginu og hafa samráð<br />

við starfsmenn bæjarins og íbúana um útfærslu á<br />

markmiðum bæjarstjórnar. Ég mun fylgja verkefnum<br />

eftir og fylgjast með framgangi mála. Lykilatriðin<br />

verða stefnufesta, traust, stuðningur og samráð.<br />

Verkefnin eru mörg en mín fyrstu verkefni eru að fara<br />

yfir fjárhag sveitarfélagsins og rekstrarstöðu og ræða<br />

við starfsmenn um fyrirliggjandi verkefni.“<br />

Unnur Brá Konráðsdóttir<br />

sveitarstjóri í Rangárþingi eystra<br />

„Sífellt fleiri eru sér meðvitaðir um<br />

þau lífsgæði sem felast í því að búa<br />

úti á landi. Kostirnir eru svo sannarlega<br />

til staðar, svo sem að hér er<br />

streitulítið og barnavænt umhverfi<br />

í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.<br />

Á næstu misserum hyggjumst<br />

við markaðssetja Rangárþing<br />

eystra sem búsetukost og þar verða<br />

íbúarnir sjálfir okkar bestu sendiherrar.<br />

Sveitarstjórinn mun leiða þessa<br />

aðgerð jafnframt því að stýra öðrum<br />

verkefnum sem bíða.“<br />

Oddný Harðardóttir.<br />

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 119

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!