29.07.2014 Views

Það

Það

Það

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FÓLK<br />

Nafn: Hildur Inga Björnsdóttir.<br />

Fæðingarstaður: Reykjavík, 16. 5. 1965.<br />

Foreldrar: Björn H. Jóhannsson og Þrúður<br />

G. Sigurðardóttir.<br />

Maki: Jóhann Kristjánsson.<br />

Börn: Æsa, tæplega 5 ára, og þrjú fósturbörn:<br />

Nadía, 12 ára, Arnór Tumi, 14 ára,<br />

og Viktoría, 18 ára.<br />

Menntun: Grafísk hönnun frá MHÍ, myndlistarnám<br />

í Accademia di Belle Arti di<br />

Brera í Mílanó og master í tískuhönnun<br />

frá Domus Academy í Mílanó.<br />

HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR<br />

framkvæmdastjóri Xirena<br />

Hildur Inga Björnsdóttir<br />

mun á næstunni opna<br />

verslun með eigin hönnun;<br />

á myndinni klæðist hún<br />

kjól hún hannaði.<br />

Hildur Inga Björnsdóttir,<br />

tísku- og grafískur<br />

hönnuður, stofnaði<br />

í ársbyrjun fyrirtækið Xirena<br />

ehf. og um næstu mánaðamót<br />

opnar hún nýja sérverslun fyrir<br />

konur við Skólavörðustíg, sem<br />

selur hönnunarfatnað eftir hana<br />

undir vörumerkinu Xirena.<br />

„Verslunin endurspeglar léttleika<br />

norrænnar náttúru, s.s.<br />

haf, ís og vind, þar sem áhersla<br />

er lögð á að viðskiptavinir<br />

geti slakað á í amstri dagsins<br />

og notið líðandi stundar. Þar<br />

mun einnig fást ítalskur hönnunarfatnaður<br />

ásamt þægilegum<br />

fatnaði frá Dimensione Danza<br />

sem sækir áhrif til alhliða dansmenningar.<br />

Eftir að ég kom heim frá<br />

Ítalíu, þar sem ég dvaldist<br />

í fjögur ár, hef ég starfað á<br />

tímaritinu Nýju lífi sem grafískur<br />

hönnuður, stílisti og<br />

blaðamaður. Ég gekk þó alltaf<br />

með þann draum í maganum<br />

að hanna eigin fatnað. Síðan<br />

lét ég loksins til skarar skríða<br />

og pantaði mér efni frá Ítalíu<br />

og byrjaði að sauma. Samhliða<br />

vann ég að viðskiptaáætlun hjá<br />

Brautargengi í Iðntæknistofnun<br />

og fékk ég verðlaun fyrir bestu<br />

viðskiptaætlunina.“<br />

Hildur segir hugmyndina<br />

að fatnaðinum hafi kviknað á<br />

námsárum hennar á Ítalíu: „Ég<br />

saknaði sárlega íslenskrar náttúru<br />

og fór því að líkja eftir<br />

henni með sérstæðri textílhönnun.<br />

Konur geta þannig<br />

íklæðst náttúrunni með fatnaðinum<br />

og orðið að eins konar<br />

gyðjum, enda dregur Xirena<br />

nafn sitt af hafmeyjum.<br />

Til að tryggja hágæðavöru<br />

fer öll framleiðslan fram á<br />

Norður-Ítalíu. Ég hef því verið<br />

með annan fótinn þar undanfarið<br />

til að fylgja henni eftir<br />

en allur undirbúningur miðast<br />

við að fatnaðurinn fari á<br />

erlendan markað. Vefsíðan<br />

xirena.com er þegar tilbúin<br />

og svo verður farið í frekari<br />

markaðsvinnu um leið og<br />

fyrsta hönnunarlínan kemur<br />

til landsins, en von er á henni<br />

á næstu dögum.“<br />

Hildur er gift Jóhanni Kristjánssyni,<br />

framkvæmdastjóra<br />

Iceland Travel, sem er jafnframt<br />

meðeigandi hennar í<br />

Xirena ehf., og eiga þau eina<br />

dóttur saman, Æsu.<br />

Eins og gefur að skilja er<br />

hönnun ofarlega á blaði þegar<br />

kemur að áhugamálum: „Ég hef<br />

mikinn áhuga á allri hönnun<br />

og listum og við hjónin förum<br />

mikið á leiksýningar. Ég hef<br />

einnig mjög gaman af dansi og<br />

íþróttum og keppti meðal annars<br />

í frjálsum íþróttum fyrir<br />

Ármann hér áður fyrr.“<br />

Vegna opnunar Xirenaverslunarinnar<br />

fer fjölskyldan<br />

ekki í langt frí þetta sumarið<br />

en reynir að nýta helgarnar í<br />

styttri ferðir: „Við höfum bæði<br />

mjög gaman af því að ferðast<br />

um landið og viljum yfirleitt<br />

nýta hásumarið til þess. Síðasta<br />

sumar fórum við þó allar<br />

systurnar, sem erum fjórar<br />

talsins, ásamt fjölskyldum<br />

okkar til Toscana á Ítalíu, þar<br />

sem við leigðum risastórt sumarhús<br />

í litlu fjallaþorpi. Það<br />

var alveg meiriháttar.<br />

178 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!