19.11.2014 Views

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2006<br />

Trjákynbótaverkefnið Betri tré<br />

Halldór Sverrisson<br />

Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá<br />

Tvö áföll standa upp úr þegar saga ræktunar innfluttra trjáa<br />

er skoðuð, þ.e. aprílhretið mikla vorið 1963 og furulúsarplágan,<br />

sem gerði nánast út af við skógarfuruna. Af vorhretinu<br />

drógu skógræktarmenn þann lærdóm að kvæmi og klónar<br />

sem koma frá svæðum með kaldan og stöðugan vetur henta<br />

illa á sunnan- og vestanverðu landinu og víðar við sjávarsíðuna.<br />

Gripið var til þess ráðs að safna efniviði af alaskaösp<br />

og sitkagreni frá suðlægari svæðum í Alaska en áður og lögð<br />

áhersla á að planta þeim trjám á þeim svæðum sem verst<br />

urðu úti vorið 1963. Frægarður með völdum grenitrjám var<br />

síðar stofnaður á Taraldsöy í Noregi. Lúsarplágan varð hins<br />

vegar til þess að ræktun skógarfuru var algerlega gefin upp á<br />

bátinn.<br />

Þó að þessi áföll beri hæst þegar saga innfluttra trjáa er<br />

skoðuð, fer því þó fjarri að þetta sé það eina sem hrjáð hefur<br />

nýbúana. Segja má að á nokkurra ára fresti komi fram kal,<br />

og aðrar veðurskemmdir einhvers staðar á landinu. Köld<br />

sumur koma af og til og draga úr vaxtargetu og viðnámsþrótti<br />

trjánna. Nýir skaðvaldar, misalvarlegir, hafa einnig plagað<br />

skógana okkar. Grenilúsin (sitkalúsin) sem talin er hafa borist<br />

hingað 1959 og asparryðið, sem fyrst fannst 1999, eru líklega<br />

verstu plágurnar.<br />

efniviður á að vera sjúkdómsþolinn, vaxa vel og áfallalaust og<br />

hafa gott byggingarform. Í fyrsta áfanga verður lögð höfuðáhersla<br />

á kynbætur og úrval í ösp og sitkagreni. Báðar þessar<br />

tegundir gegna miklu og vaxandi hlutverki í íslenskri skógrækt,<br />

en á báðum eru vankantar sem þörf er á að sníða af.<br />

Verkefnisáætlun<br />

Asparkynbæturnar skiptist í fjóra þætti. Í fyrsta lagi úttekt<br />

á klónatilraunum sem stofnað var til á árunum 1992-1995.<br />

Í öðru lagi rannsóknir á þeim kynbótaefniviði sem þegar er<br />

búið að framleiða með víxlunum. Í þriðja lagi eru gerðar tegundavíxlanir.<br />

Síðast en ekki síst þarf að miðla bættum efniviði<br />

til notenda.<br />

Sproti af úrvalstré af sitkagreni sem græddur<br />

hefur verið á stofn annars trés.<br />

Fyrsta skipulega tilraun með stýrða víxlun á asparklónum<br />

var gerð árið 1995. Afkvæmunum var plantað í tilraunir í<br />

Þrándarholti og í Mýrdal. Árið 1999 fannst hér í fyrsta sinn<br />

ryðsjúkdómur á alaskaösp. Útlit var fyrir að þessi sjúkdómur<br />

gæti torveldað mjög ræktun aspar hér á landi. Klónatilraunir<br />

voru smitaðar til þess að finna út hvort einhverjir klónar hefðu<br />

mótstöðu gegn ryðinu. Árið 2002 voru valdir þrír klónar með<br />

sæmilegt ryðþol og þeim víxlað við ýmsa klóna með góða<br />

ræktunareiginleika. Afkvæmunum var plantað í tilraunir víða<br />

um land. Fleiri víxlanir voru svo gerðar árin 2004 og 2006<br />

með öðrum klónum að hluta.<br />

Þótt ekki sé komin löng reynsla á kynbætur alaskaaspar, þykir<br />

byrjunin lofa góðu. Ákveðið var að setja á fót nýtt verkefni<br />

til þess að halda utan um trjákynbæturnar. Um er að ræða<br />

samstarfsverkefni Skógræktar ríkisins og Landshlutabundinna<br />

skógræktarverkefna. Verkefni þetta nefnist fullu nafni „Búum<br />

til betri tré“ en í styttri útgáfu „Betri tré“. Markmið þess er<br />

að tryggja íslenskri trjárækt bættan efnivið til frambúðar. Sá<br />

10<br />

Ársskýrsla 2006 Skógrækt ríkisins · Trjákynbótaverkefnið Betri tré

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!