19.11.2014 Views

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þróunarsvið<br />

Hlutverk Þróunarsviðs Skógræktar ríkisins er að hafa umsjón<br />

með þjóðskógum og fást við fræðslu, ráðgjöf og áætlanagerð.<br />

Meðal verkefna er: að reka þjóðskógana þannig að þeir nýtist<br />

til útivistar og kynningar fyrir almenning, að þróa verklag<br />

í meðferð skóga og skógfræðilegar aðferðir, s.s. um grisjun<br />

og nýtingu skógarafurða; að þróa áætlanagerð svo að áætlanir<br />

nýtist sem best við að ná settum markmiðum; að taka<br />

öflugan þátt í fræðslustarfi og þróun þess; að meta árangur<br />

í skógrækt og hafa eftirlit með ýmsum þáttum skógræktar;<br />

o.m.fl.<br />

Þröstur Eysteinsson<br />

þróunarstjóri<br />

Stjórnun – Sviðsstjóri þróunarsviðs annast daglega stjórnun<br />

þróunarsviðs og þeirra verkefna sem falla undir faglega<br />

forystu sviðsins. Hann ber ábyrgð á og annast eftir atvikum<br />

faglega og fjárhagslega áætlanagerð og daglega verkstjórn<br />

þar sem það á við. Skógræktarstjóri úrskurðar í þeim málum<br />

sem sviðsstjóri hefur ekki vald til að úrskurða á grundvelli<br />

stöðu hans sem forstöðumanns A-hluta ríkisstofnunar.<br />

Sviðsstjóri þróunarsviðs situr í framkvæmdaráði og skal kynna<br />

og undirbúa mál fyrir fundi þannig að nauðsynlegur undirbúningur<br />

eigi sér stað. Á framkvæmdaráðsfundum leiðir hann<br />

umræðu um þau málefni sem heyra beint undir hans svið.<br />

Verksvið – Sviðsstjóri þróunarsviðs SR annast þau verkefni<br />

er varða umsjón með þjóðskógunum, fræðslu, ráðgjöf og<br />

áætlanagerð.<br />

Hann skal leiða þá vinnu er stuðlar getur að farsælli framþróun<br />

skógræktar á íslandi með leiðum öðrum en rannsóknum.<br />

Ábyrgð – Þróunarstjóri er ábyrgur gagnvart skógræktarstjóra<br />

fyrir daglegri stjórnun og rekstri þróunarsviðs Skógræktar<br />

ríkisins. Hann er ábyrgur fyrir því að sviðið sinni hlutverki sínu<br />

og skyldum eins og það er skilgreint í gildandi stjórnskipulagi<br />

og stefnumótun á hverjum tíma. Sviðsstjórinn skal jafnframt<br />

sjá til þess að stefnu starfseminnar sé miðlað til þeirra starfsmanna<br />

sem undir hans svið heyra og vera leiðandi á sínu<br />

sviði við endurskoðun stefnunnar.<br />

Í því felst að reka þjóðskógana þannig að þeir nýtist til útivistar<br />

og kynningar fyrir almenning.<br />

Sviðsstjórinn skal leiða vinnu við þróun áætlanagerðar og<br />

taka ríkan þátt mótun og þróun fræðslustarfs.<br />

Sviðsstjóri þróunarsviðs er næsti yfirmaður skógarvarða og<br />

starfsfólks þjóðskóganna auk ráðunauta SR.<br />

Efnisyfirlit<br />

bls 44 Kynning á Þjóðskógum bls 46 Ný alhliða skógarvél tekin í notkun<br />

bls 47 Höfðavík, nýtt tjaldsvæði á Hallormsstað bls 48 ...að friða og bæta...<br />

bls 50 Umhirðu og nýtingaráætlun fyrir Vaglaskóg bls 55 Skógar og lýðheilsa<br />

Þróunarsvið · Ársskýrsla 2006 Skógrækt ríkisins 43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!