19.11.2014 Views

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2006<br />

Áhrif skógræktar á þéttleika jarðvegsdýra<br />

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins,<br />

Mógilsá, og Guðmundur Halldórsson, Landgræðsla<br />

ríkisins, Gunnarsholti.<br />

Inngangur<br />

Megnið af láglendi Íslands var þakið birki (Betula pubescens)<br />

við landnám en síðan hefur þekja birkis á öllu Íslandi fallið úr<br />

25% í 1%. Í stað birkiskóganna þekur nú beitt mólendi stóran<br />

hluta landsins, en í hluta þess hafa erlendar trjátegundir verið<br />

gróðursettar. Rannsóknaverkefnið SKÓGVIST, sem er samstarfsverkefni<br />

Skógræktar ríkisins, Landbúnaðarháskólans<br />

og Náttúrufræðistofnunar, hefur það markmið að rannsaka<br />

hvaða breytingar verða á vistkerfi lands þegar skógur er<br />

ræktaður á mólendi (Ásrún Elmarsdóttir et al. 2003). Hluti<br />

þeirra rannsókna fólst í að athuga hvaða áhrif skógrækt hefði<br />

á jarðvegsdýr en fáar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á<br />

áhrifum skógræktar á þéttleika jarðvegsdýra (Úlfur Óskarsson<br />

1984, Edda S. Oddsdóttir 2002).<br />

Aðferðir<br />

Rannsóknin fór fram á rannsóknarsvæði SKÓGVISTar á<br />

Fljótsdalshéraði (65°13’N, 14°82’). Þéttleiki jarðvegsdýra var<br />

skoðaður í 5 lerkiteigum og 2 birkiteigum á mismunandi aldri<br />

og borinn saman við beitt mólendi (Tafla 1). Þess ber að geta<br />

að yngri birkiteigurinn, B1, og lerkiteigurinn L2 eru í sama<br />

landi (á Buðlungavöllum innan við Hallormsstað) sem friðað<br />

var árið 1979. Lerki var gróðursett í hluta þess en birki sáði<br />

sér í aðra hluta svæðisins.<br />

Tafla 1. Stærð mæliteiga, gróðursetningarár eða friðunarár<br />

Teigur Gróður Flatarmál Gróðursetningarár/<br />

(ha) *friðað f. beit<br />

H1 Mólendi 7.4<br />

B1 Birki 5.1 1979*<br />

B2 Birki 6.1 1905*<br />

L1 Lerki 4.6 1990<br />

L2 Lerki 7.2 1984<br />

L3 Lerki 9.5 1983<br />

L4 Lerki 3.2 1966<br />

L5 Lerki 7.3 1952<br />

Innan hvers mæliteigs voru lagðir út 5 rannsóknareitir (50x2<br />

m). Innan hvers reits settir 5 smáreitir, sem lágu þvert yfir<br />

reitinn. Lega þessara smáreita var ákvörðuð með tilviljanaúrtaki.<br />

Einn slíkur smáreitur var valinn af handahófi til<br />

jarðvegssýnatöku. Jarðvegssýni voru tekin 3.júní, 13.júlí og<br />

14.september 2004. Tveir borkjarnar voru teknir í hverjum<br />

smáreit. Kjarninn var 5 cm í þvermál og sýni voru tekin á<br />

þremur dýptum, 0-5 cm, 5-10 cm og 10-15 cm. Vegna þess<br />

að mjög fá dýr fundust á 5-15 cm dýpi var sýnatöku á 10-15<br />

cm dýpi sleppt í síðustu sýnatöku en í staðinn tekin alls 4 sýni<br />

á 0-5 cm dýpi (Tafla 2). Jarðvegsdýr voru flæmd úr sýnunum<br />

í MacFayden jarðvegsdýraflæmi og greind í hópa. Fyrirhugað<br />

er að greina mordýr til tegunda og er ætlunin að sú vinna í<br />

lok ársins 2007, en ekki er ráðgerð frekari tegundagreining á<br />

mítlum.<br />

Mítlar<br />

Mordýr<br />

10.000<br />

d<br />

8000<br />

bcd<br />

Meðalfjöldi jarðvegsdýra<br />

6000<br />

4000<br />

2000<br />

0<br />

bc<br />

c<br />

bc<br />

a<br />

a<br />

abc<br />

a<br />

a<br />

a<br />

a<br />

a<br />

a<br />

a<br />

a<br />

Mynd 1. Meðalfjöldi mítla og<br />

mordýra/m2 á 0-5 cm dýpi í<br />

mismunandi mæliteigum á öllum<br />

sýnatökudögum. Láréttar línur<br />

sýna StE. Ekki er marktækur<br />

munur milli stöpla með sama<br />

bókstaf. Merkingar fyrir mæliteiga<br />

eru útskýrðar í töflu 1.<br />

B1 B2 L1 L2 L3 L4 L5 H1 B1 B2 L1 L2 L3 L4 L5 H1<br />

26 Ársskýrsla 2006 Skógrækt ríkisins · Áhrif skógræktar á þéttleika jarðvegsdýra

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!