19.11.2014 Views

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

Ársskýrsla Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

2006<br />

mars var hitasumman að laufgun komin í um 225 °C daga (óbirt<br />

gögn). Um það leiti byrjuðu blaðvísarnir að vaxa í brumunum. Þessi<br />

athugun bendir til að lítil hætta sé á að vetrarhlýindi veki aspirnar fyrr<br />

en í febrúar. Veturinn 2002-2003 var óvenju mildur og sýnatakan gaf<br />

innsýn í atburðarásina sem leiddi til kalskemmdanna í maí 2003. Í<br />

Hellisskógi við Selfoss voru kannaðar blað- og sprotaskemmdir á 29<br />

asparklónum eftir vorhretið 2003 og mældur sprotavöxtur þessara<br />

klóna haustið eftir. Til að fá nánari mynd af áhrifum blaðskemmda<br />

í maí á blaðflöt og sprotavöxt voru gerðar mælingar á sprota- og<br />

blaðvexti sýnatökutrjánna í Vestmannaeyjum á tveggja vikna fresti<br />

sumarið 2006.<br />

Vorið 2006 kom í ljós að asparklóninn ‘Salka’ var illa kalinn víða<br />

á Suðurlandi. Nánast öll brum voru dauð og sumstaðar var vaxtarvefurinn<br />

dauður undir berkinum. Þessar skemmdir komu fram fyrir<br />

maíhretið og gátu því ekki skýrst af því veðri. Á Stjórnarsandi voru<br />

nánast öll brum dauð utan stöku brum á toppsprotum trjánna. Í byrjun<br />

júlí var laufgun trjánna metin um 6% af því sem vænta mátti án kals<br />

(3. mynd). Þótt brumin væru ónýt var vaxtarvefurinn lifandi á þessum<br />

trjám og dvalabrum í berkinum náðu að laufgast þegar leið á sumarið<br />

(4. mynd). Mikill klónamunur var í þessum skemmdum og á Stjórnarsandi<br />

voru engar skemmdir sjáanlegar á ´Keisara’ þótt ‘Salka’ væri<br />

illa leikin (3. mynd). Orsök skemmdanna fanst með athugunum á<br />

Stjórnarsandi, í Hellisskógi við Selfoss og samanburði við vöktunargögnin<br />

frá Vestmannaeyjum.<br />

Febrúar 2006 var mjög mildur. Í lok febrúar höfðu blaðvísar í brumum<br />

‘Keisarans’ í Vestmannaeyjm vaxið meira en dæmi voru til frá upphafi<br />

mælinga (september 2005). Athuganir á dauðum brumum á trjám<br />

af ‘Keisara’ í Hellisskógi sýndu að þau brum höfðu drepist eftir að<br />

blaðvöxtur hófst í brumunum og blaðvísarnir voru á sama stigi og<br />

í brumum ‘Keisara’ í Vestmannaeyjum í lok febrúar. Dauð brum af<br />

‘Sölku’ í Hellisskógi voru komin lengra en brumin af ‘Keisara’ þegar<br />

þau dóu. Sölku-brumin voru þá komin fast að laufgun. Samanburður<br />

milli ‘Sölku’ á Stjórnarsandi og Hellisskógi sýndi að brumin á<br />

sandinum voru komin lítileitt lengra eða í fyrsta stig laufgunar (1a)<br />

þegar þau dóu. Fyrstu dagana í mars 2006 gerði grimmdarfrost eftir<br />

hlýindakaflann. Þetta frost virðist ástæða skemmdanna á ‘Sölku’ sem<br />

komu í ljós vorið 2006. Athugun á Stjórnarsandi í lok maí 2007 sýndi<br />

að Sölkurnar höfðu þá náð sér furðu vel þótt kal væri í toppi og laufþekjan<br />

nokkru minni en vænta mætti af óskemmdum trjám. Asparklóninn<br />

‘Salka’ er vinsælt ræktunartré þar sem hann er fljótsprottinn og<br />

sæmilega harðger. Septemberfrosti árið 1997 kól þennan klón illa víða<br />

á Suðurlandi. Það var því vitað að hann væri ekki öruggur á haustin.<br />

Vetrarkalið 2006 sýnir að þessi klónn kann að reynast ótryggur með<br />

hlýnandi vetrarveðráttu.<br />

Til að fá skýrari sýn á brumdvala, blaðvöxt að vetri, laufgun og kal<br />

voru þessir þættir kannaðir á 29 asparklónum í Hellisskógi veturinn<br />

2006-2007. Þær athuganir sýna að það er verulegur munur í þessum<br />

eiginleikum milli klóna og það þótt alsystkin séu. Það virðast góðar<br />

horfur á að við getum bæði séð fyrir kalhættu með breyttu loftslagi<br />

og fundið klóna sem ráða við núverandi og væntanleg vaxtarskilyrði á<br />

Íslandi.<br />

4. Mynd. Öll vaxtarbrum dauð á grein af ‘Sölku’<br />

á Stjórnarsandi en dvalabrum að laufgast í byrjun<br />

júlí 2006 (Mynd Úlfur Óskarsson).<br />

40 Ársskýrsla 2006 Skógrækt ríkisins · Kal og blaðvöxtur í asparbrumum

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!