27.12.2016 Views

50.tbl.2016

37. árg.

37. árg.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

• fimmtudagurinn 22. desember 2016 • 50. tölublað • 37. árgangur<br />

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM<br />

Gleðilega hátíð!<br />

Amma hringir<br />

á hverjum degi<br />

frá Póllandi<br />

Körfuboltastelpurnar<br />

í Keflavík<br />

SAGA BRENTONS<br />

körfuboltakappa<br />

bls. 68<br />

bls. 62-63<br />

bls. 64-65<br />

bls. 16<br />

Enginn staður<br />

eins og Björgin<br />

Sjálfboðastarf<br />

Súsönnu í<br />

Suður-Afríku<br />

bls. 18-20<br />

Unga fólkið<br />

í Rauða kross búðinni<br />

bls. 24


2 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Sjá fram á bjartari tíma<br />

●●Reykjanesbær hefur náð samkomulagi við kröfuhafa<br />

●●Skilmálar samkomulags Reykjanesbæjar við hluta kröfuhafa liggja nú fyrir<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

kaffitáR<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

hátíð<br />

í bæ<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

frá býli í bolla<br />

Reykjanesbær<br />

semur við<br />

kröfuhafa<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

Reykjanesbær og kröfuhafar Eignarhaldfélagsins<br />

Fasteignar hafa náð<br />

niðurstöðu um skilmála samkomulags,<br />

sem unnið verður í að útfæra<br />

nánar á næstu vikum og mánuðum og<br />

sjá bæjaryfirvöld því fram á bjartari<br />

tíma þó að áfram verði nauðsynlegt<br />

að gæta aðhalds í rekstri. Viðræðum<br />

við kröfuhafa Reykjaneshafnar er ekki<br />

lokið og verður haldið áfram á nýju<br />

ári. Eignarhaldsfélagið Fasteign er nú<br />

alfarið í eigu Reykjanesbæjar og kveða<br />

samningar við kröfuhafa þess á um<br />

skuldbreytingar, skilmálabreytingar<br />

og sölu eigna. Ekki er gert ráð fyrir<br />

afskriftum eða niðurfellingum skulda.<br />

„Við höfum náð mikilvægum áfanga<br />

en þessu er ekki lokið. Við þurfum<br />

áfram að velta fyrir okkur hverri<br />

krónu,“ segir Kjartan Már Kjartansson,<br />

bæjarstjóri Reykjanesbæjar.<br />

Ný sveitastjórnarlög tóku gildi hér á<br />

landi árið 2012 og kveða á um að árið<br />

2022 beri sveitarfélögum að skulda<br />

minna en 150 prósent af árlegum<br />

tekjum. Ljóst var að róðurinn yrði erfiður<br />

fyrir nokkur sveitarfélög og hvað<br />

erfiðastur fyrir Reykjanesbæ. Kjartan<br />

segir að ljóst hafi verið að Reykjanesbær<br />

myndi ekki ná skuldaviðmiðinu<br />

nema semja að nýju við kröfuhafa<br />

sína. „Fyrst þegar við hófum viðræður<br />

við kröfuhafa fyrir tveimur árum<br />

var staðan önnur og verri en nú. Þá<br />

sáum við ekki fram á annað en að við<br />

þyrftum afskriftir skulda.“ Með uppsveiflu<br />

undanfarinna missera hefur<br />

ástandið batnað og aðilar frekar einbeitt<br />

sér að því að ná fram breytingum<br />

á skilmálum og tilfæringum á greiðslum.<br />

Nú er samkomulag í höfn sem<br />

Kjartan segir hjálpa bæjaryfirvöldum<br />

í þá átt.<br />

Fasteign skipt í tvö félög<br />

Þátttaka í Fasteign ehf. hefur verið<br />

umdeild en í henni fólst að eignarhaldsfélagið<br />

keypti fasteignir sveitarfélaga,<br />

sá um rekstur þeirra og<br />

sveitarfélögin leigðu þær af því undir<br />

starfsemi sína. Kjartan Már var bæjarfulltrúi<br />

á þeim tíma þegar kerfið var<br />

innleitt í Reykjanesbæ og var það samþykkt<br />

í bæjarstjórn með tíu atkvæðum<br />

af ellefu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá<br />

en það var Kjartan. Hann kveðst enn<br />

þann dag í dag vera ánægður með þá<br />

ákvörðun sína. „Hefði ég samþykkt<br />

þetta á sínum tíma væri erfitt fyrir<br />

mig að vinna gegn fyrirkomulaginu.<br />

Ég skil vel að menn hafi viljað prófa<br />

nýjar leiðir. Eftir á er auðvelt að sjá<br />

að það var rangt að hafa helming fjármögnunar<br />

í erlendum lánum. Nú er<br />

búið að endurskipuleggja félagið sem<br />

samanstóð af mörgum eigendum,<br />

sveitarfélögum, bönkum, traustum og<br />

góðum stofnunum á sínum tíma.“<br />

Reykjanesbær er eina bæjarfélagið<br />

sem eftir er í Fasteign og því er fasteignafélagið<br />

aðeins utan um eignir<br />

Reykjanesbæjar sem hefur tekið það<br />

inn í rekstur sinn. Kröfuhafar félagsins<br />

voru meðal þeirra sem bæjaryfirvöld<br />

í Reykjanesbæ náðu samningum<br />

við í vikunni. Reykjanesbær er með<br />

langa leigusamninga við félagið. Upphæð<br />

skuldarinnar er um 14 milljarðar.<br />

Höfuðstóll lánanna hefur ekki verið<br />

lækkaður en vextir verða endurskoðaðir.<br />

Ákveðið hefur verið að skipta<br />

Fasteign í tvö félög, annars vegar um<br />

þær eignir sem hýsa lögboðna starfsemi<br />

og sveitarfélagið getur ekki verið<br />

án, eins og grunnskóla og leikskóla.<br />

Annað félag verður stofnað um aðrar<br />

eignir sem Reykjanesbær hefur leigt<br />

og eru ekki fyrir lögboðin verkefni.<br />

Að sögn Kjartans verða leigusamningar<br />

styttir og skuldbinding þar með.<br />

Þá er til skoðunar að selja hluta fasteignanna.<br />

Beina nú orkunni í annað<br />

Viðræður við kröfuhafa hafa staðið<br />

yfir í um tvö ár og hafa tekið mikinn<br />

tíma og orku bæjaryfirvalda og fulltrúa<br />

þeirra. Kjartan segir það ágætis<br />

tilbreytingu að þau verkefni séu frá.<br />

„Þetta er búinn að vera mjög lærdómsríkur<br />

tími og við erum öll reynslunni<br />

ríkari. Nú förum við að beina<br />

sjónum okkar að öðrum verkefnum<br />

eins og uppbyggingu í Reykjanesbæ<br />

og á Suðurnesjum öllum til að grípa<br />

þau tækifæri sem liggja í loftinu, til<br />

dæmis í tengslum við uppbyggingu á<br />

Keflavíkurflugvelli.“<br />

Hækka hvatagreiðslur til barna<br />

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir<br />

tímabilið 2017 til 2020 var samþykkt<br />

samhljóða á bæjarstjórnarfundi síðasta<br />

miðvikudag. Þrátt fyrir áframhaldandi<br />

aðhald í rekstri verður<br />

markmiðið að bæjarfélagið bjóði<br />

íbúum áfram upp á góða þjónustu,<br />

að sögn Kjartans. „Það hefur verið<br />

okkar keppikefli. Til að mynda ætlum<br />

við að taka Borgarveginn í gegn og<br />

sinna áfram viðhaldi gatna og styðja<br />

við íþróttastarf, svo eitthvað sé nefnt.“<br />

Lagt hefur verið til að hvatagreiðslur<br />

til tómstundastarfs barna verði hækkaðar<br />

úr 15.000 í 21.000 krónur á næsta<br />

ári. „Við ætlum að halda áfram á þessari<br />

braut svo að bæjarbúar geti unað<br />

sáttir við sitt þó að við séum á sama<br />

tíma í þröngu aðhaldi.“<br />

Tekjur Reykjanesbæjar hafa aukist<br />

undanfarin misseri með fjölgun íbúa<br />

og betra atvinnuástandi. Kjartan<br />

segir mögulegt að nýta innviði þar<br />

sem tekjur vaxi en kostnaður ekki eins<br />

mikið. „Þegar við svo förum að byggja<br />

skóla verður kostnaður meiri en tekjur<br />

og þá kemur mínus sem jafnast út<br />

næstu ár á eftir.“ Nú er að nást jafnvægi<br />

í rekstri Reykjanesbæjar. Samkvæmt<br />

reglum ber sveitarfélögum að<br />

vera í plús á hverju þriggja ára tímabili<br />

og Reykjanesbær er að ná því í fyrsta<br />

sinn í langan tíma.<br />

Þakklátur fyrir samstöðu<br />

Kjartan tók við stöðu bæjarstjóra<br />

sumarið 2014 og hafa viðræður við<br />

kröfuhafa staðið yfir síðan þá. Hann<br />

kveðst ánægður með samstöðu bæjarfulltrúa<br />

á þeim erfiðu tímum sem<br />

senn eru að baki. „Í um 95 prósent<br />

mála hafa minni- og meirihluti verið<br />

sammála. Auðvitað hefur komið upp<br />

núningur og mál þar sem fólk er ekki<br />

sammála. Það hefur munað miklu að<br />

vera ekki að eyða púðri í innbyrðis<br />

átök. Ég vil líka nota tækifærið og<br />

þakka íbúum fyrir þeirra samstöðu.“<br />

Vegna slæmrar fjárhagsstöðu hefur<br />

verið sérstakt álag á útsvar. Það verður<br />

fellt niður 1. janúar 2018 og fer þá úr<br />

15,05 prósentum í 14,52 prósent líkt<br />

og tíðkast víða um land.<br />

Lengri útgáfu af viðtalinu við Kjartan<br />

Má, sem er jafnframt sjónvarpsviðtal,<br />

má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.<br />

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar til<br />

fjögurra ára, 2017 til 2020, var afgreidd<br />

að lokinni síðari umræðu á<br />

bæjarstjórnarfundi og samþykkt samhljóða<br />

síðasta þriðjudag. Undanfarin<br />

misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu<br />

fjármála Reykjanesbæjar<br />

og hefur sveitarfélagið meðal<br />

annars átt í viðræðum við helstu<br />

kröfuhafa sína með það að markmiði<br />

að endurskipuleggja efnahagsreikning<br />

samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins.<br />

Viðræður hafa nú skilað árangri<br />

og liggja fyrir skilmálar samkomulags<br />

við lánveitendur Eignarhaldsfélagsins<br />

Fasteignar, sem nú er alfarið í eigu<br />

Reykjanesbæjar, en viðræðum við<br />

kröfuhafa Reykjaneshafnar er ólokið.<br />

Má segja að með þessu sé Reykjanesbær<br />

að rétta úr kútnum og bæjaryfirvöld<br />

horfi fram á bjartari tíma þó að<br />

áfram verði nauðsynlegt að gæta aðhalds<br />

í rekstri og útgjöldum, segir í<br />

tilkynningu frá Reykjanesbæ.<br />

Skilmálar samkomulags við kröfuhafa<br />

Fasteignar gerir ráð fyrir skuldbreytingum,<br />

skilmálabreytingum og sölu<br />

eigna. Ekki er gert ráð fyrir afskriftum<br />

eða niðurfellingum skulda. Með samkomulaginu<br />

er greint á milli eigna sem<br />

nýttar eru til lögbundinnar grunnþjónustu<br />

sveitarfélagsins og annarra<br />

eigna, en dregið er verulega úr<br />

leiguskuldbindingum sveitarfélagsins<br />

vegna þeirra eigna. Samkomulagið er<br />

háð endanlegri undirritun aðila sem<br />

og skilyrðum af beggja hálfu. Unnið<br />

verður að því á næstunni að útfæra<br />

og uppfylla þau ásamt því að ljúka<br />

viðræðum við aðra hagsmunaaðila<br />

og kröfuhafa sveitarfélagsins og samstæðu<br />

þess. Einnig er sveitarfélaginu<br />

gert kleift að huga að uppbyggingu<br />

nauðsynlegra innviða svo sem nýs<br />

grunnskóla í Dalshverfi og fjölgun<br />

leikskólaplássa.<br />

Samhliða þessu er ætlunin að færa<br />

Fasteignir Reykjanesbæjar, sem<br />

heldur meðal annars utan um félagslegt<br />

húsnæði, yfir í húsnæðis-sjálfseignarstofnun<br />

eins og heimild er fyrir<br />

í nýjum lögum um almennar íbúðir og<br />

mun það létta talsvert á skuldabyrði<br />

sveitarfélagsins.<br />

Þessar aðgerðir, ásamt ýmsum öðrum,<br />

munu gera Reykjanesbæ kleift að<br />

uppfylla fjárhagsleg skilyrði sveitarstjórnarlaga<br />

og miðað við núverandi<br />

forsendur er ekki lengur þörf á að<br />

sveitarfélagið óski eftir skipun sérstakrar<br />

fjárhaldsstjórnar á vegum<br />

innanríkisráðuneytisins eins og útlit<br />

var fyrir um tíma. Áfram verður þó<br />

þörf á ströngu aðhaldi í fjármálum<br />

sveitarfélagsins.<br />

Sendum bæjarbúum<br />

okkar bestu óskir um gleðileg jól<br />

og farsælt komandi ár


Gleðilega hátíð<br />

Aðventuljósin prýða ótal glugga á<br />

Íslandi og vekja jafnan athygli gesta<br />

því ljósin sjö minna á menóru, sem er<br />

eitt elsta trúartákn gyðinga.<br />

En siðurinn barst ekki hingað frá Ísrael<br />

heldur frá Gautaborg þar sem maður<br />

að nafni Oscar Andersson föndraði<br />

með bilaðar ljósaperur fyrir jólin 1934.<br />

Lestu um sögu aðventuljósanna á landsbankinn.is/jol.<br />

Landsbankinn<br />

landsbankinn.is 410 4000


Jólakjötið færðu í Nettó<br />

Hangiframpartur<br />

úrbeinaður - Kjötsel<br />

2.294 KR<br />

KG<br />

Áður: 2.798 kr/kg<br />

Hangilæri<br />

úrbeinað - Kjötsel<br />

2.962 KR<br />

KG<br />

Áður: 3.798 kr/kg<br />

22%<br />

Kalkúnn heill<br />

Frosinn - Allar stærðir<br />

998 KR<br />

KG<br />

Viltu hafa það<br />

hefðbundið<br />

um jólin...<br />

40%<br />

Hamborgarhryggur<br />

snyrtur og úrbeinaður - Kjötsel<br />

1.739 KR<br />

KG<br />

Áður: 2.898 kr/kg<br />

40%<br />

Rjúpubringur<br />

400 gr.<br />

1.998 KR<br />

pK<br />

40%<br />

Hangilæri<br />

með beini - Kjötsel<br />

2.146 KR<br />

KG<br />

Áður: 2.384 kr/kg<br />

Bayonneskinka<br />

Kjötsel<br />

1.198 KR<br />

KG<br />

Áður: 1.996 kr/kg<br />

Humar<br />

Askja - 2 kg.<br />

9.998 KR<br />

pK<br />

Humar<br />

án skeljar 800 gr. poki.<br />

2.999 KR<br />

pK<br />

Áður: 4.998 kr/pk<br />

HS Skelbrot<br />

blandað - 1 kg<br />

3.469 KR<br />

KG<br />

Áður: 3.895 kr/kg<br />

Hamborgarhryggur<br />

KEA<br />

1.798 KR<br />

KG<br />

Tilboðin gilda 21 . – 24. desember 2016<br />

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Dádýralundir<br />

frá Nýja Sjálandi<br />

5.838 KR<br />

KG<br />

Áður: 7.298 kr/kg<br />

20%<br />

...eða viltu hafa það<br />

framandi<br />

Kálfalundir<br />

frá Holland<br />

3.998 KR<br />

KG<br />

Áður: 4.998 kr/kg<br />

20%<br />

Nautalundir<br />

Danish Crown 1,2 - 1,5 kg.<br />

3.438 KR<br />

KG<br />

Áður: 4.298 kr/kg<br />

20%<br />

20%<br />

Hreindýralundir<br />

7.910 KR<br />

KG<br />

Áður: 8.989 kr/kg<br />

20%<br />

Kalkúnabringur<br />

Erlendar<br />

2.098 KR<br />

KG<br />

Áður: 2.498 kr/kg<br />

Kengúru fille<br />

Frosið<br />

3.198 KR<br />

KG<br />

Áður: 3.998 kr/kg<br />

Dádýravöðvar<br />

frá Nýja Sjálandi<br />

3.198 KR<br />

KG<br />

Áður: 3.998 kr/kg<br />

Nautalundir<br />

frá Nyja-Sjálandi, 1,8 - 2,2 kg.<br />

3.998 KR<br />

KG<br />

Nauta T-bone steik<br />

1 stk.<br />

3.993 KR<br />

KG<br />

Áður: 4.698 kr/kg<br />

Nautamjaðmasteik<br />

Roastbeef 600 - 800 gr.<br />

2.998 KR<br />

KG<br />

www.netto.is<br />

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

STARFSSTÖÐ HRINGRÁSAR<br />

HELGUVÍK<br />

MUN LOKA UM ÁRAMÓT<br />

Viðskiptavinir velkomnir í Klettagarða 9.<br />

Gleðilegt ár og þökkum viðskiptin á árinu.<br />

LAUS STÖRF<br />

VELFERÐARSVIÐ Umönnun á heimili fatlaðra barna<br />

FRÆÐSLUSVIÐ Sálfræðingur í 50% starfshlutfall<br />

HOLTASKÓLI<br />

Staða kennara<br />

AKURSKÓLI<br />

Skólaliði<br />

AKURSKÓLI Kennari í íslensku og samfélagsfræði<br />

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef<br />

Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða<br />

beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/<br />

storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um<br />

auglýst störf.<br />

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er<br />

komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.<br />

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex<br />

mánuði.<br />

JÓLAHUGVEKJA ERLU<br />

Horft til himins<br />

Þegar horft er upp í stjörnuhimininn sækir sú<br />

hugsun að okkur, hvort líf sé að finna einhvers<br />

staðar í þeim ómælisvíddum sem þar mæta<br />

augum okkar. Horfir ekki hvelfingin til baka á<br />

okkur eins og vera með þúsund augu? Er einhver þarna<br />

úti sem spyr sig sömu spurninga? Þrátt fyrir alla þekkingu<br />

okkar vitum við ekki enn hvort líf sé að finna víðar<br />

en á þessari plánetu – en spurningin lætur okkur ekki í<br />

friði og enn leitum við. Af hverju? Jú, vegna þess að þrátt<br />

fyrir stærðirnar, fjöldann, aflið og furðurnar sem blasa við<br />

augum okkar er ekkert eins merkilegt og lífið<br />

Á jólahátíðinni fyrstu fengu hirðarnir óvænta heimsókn –<br />

ef til vill úr fjarlægum kimum alheimsins eða jafnvel einhverjum<br />

öðrum víddum tilverunnar. Boðskapurinn sem<br />

gestirnir færðu hirðunum var sá að nýtt líf væri komið í<br />

heiminn: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Heimurinn varð<br />

aldrei samur, því lífið breytir öllu.<br />

Frelsari sá sem fæddist þessi fyrstu jól átti eftir að hafa<br />

mikil áhrif og fylgjendur hans halda heilög jól í minningu<br />

fæðingar hans. Jólin eru hátíð lífsins. Þau fjalla um<br />

dýrðina sem lífinu fylgir. Með þeim hætti birtist hinn<br />

almáttugi Guð sem lítið barn, eins og Einar í Heydölum<br />

lýsir þessum atburði: Fjármenn hrepptu fögnuð þann,<br />

þeir fundu bæði Guð og mann,<br />

í lágan stall var lagður hann,<br />

þó lausnarinn heimsins væri.<br />

Sá sem þar kom í heiminn starfar enn og lifir enn. Hann<br />

er sá sem lét dauðann lúta í lægra haldi fyrir lífinu. Hann<br />

minnir okkur enn á undur lífsins og það hversu ríkar<br />

skyldur við berum gagnvart því. Sjálfur sagðist hann<br />

mæta okkur í okkar minnsta bróður – og einmitt þannig<br />

mætum við honum hvað eftir annað.<br />

Boðskapurinn er sá sami. Jafnvel þegar lífið er umkomulaust<br />

í smæð sinni og hverfulleik er það ríkulegri vottur<br />

um sköpun Guðs en stærstu furður alheimsins.<br />

Erla Guðmundsdóttir<br />

Sóknarprestur í Keflavíkurkirkju<br />

Ég ætla að muna eftir ykkur á jólunum<br />

OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT<br />

Ráðhús<br />

-þjónustuver og bókasafn<br />

Lokað 24.-26. desember<br />

Opnar kl. 10:00 27. desember<br />

Lokað 31. desember-2. janúar<br />

Aðra daga er hefðbundinn<br />

opnunartími.<br />

VIÐBURÐIR<br />

Sundmiðstöð/Vatnaveröld<br />

Opið 23. desember til kl. 16:00<br />

Lokað 24.-26. desember<br />

Opið 31. desember til kl. 11:00<br />

Lokað 1. janúar<br />

Aðra daga er hefðbundinn<br />

opnunartími.<br />

Þetta voru orð frú Ásu Olavsen þegar hún kvaddi börnin<br />

í Keflavík sem hún hafði boðið til veislu heim til sín, í<br />

fínasta hús bæjarins, Fischershús, einn fagran sumardag.<br />

Frú Ása var eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og meðeiganda<br />

Duusverslunar í kringum aldamótin 1900.<br />

Frú Ása stóð við sitt. Frá þessum tíma stóð Duusverslunin<br />

fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum í Bryggjuhúsinu<br />

um 20 ára skeið. Þarna komu saman öll börn bæjarins<br />

og úr nágrannabyggðum, allt upp undir 300 börn og sáu<br />

þá mörg þeirra jólatré í fyrsta sinn. Skemmtunin hófst<br />

seinni partinn og stóð fram undir miðnætti. Dansað var<br />

í kringum jólatréð, söngvar sungnir og veitingar reiddar<br />

fram. Um miðnættið tók fullorðna fólkið við og skemmti<br />

sér fram eftir nóttu. Ljóst er að þessar skemmtanir hafa<br />

verið mikil upplyfting á þessum tímum þegar Keflavík<br />

var bara lítið, fátækt þorp og fátt um að vera. Kannski<br />

hafa þær haft svipað gildi og Ljósanótt fyrir okkur í dag.<br />

Í desember var litið til baka og þessi aldargamli viðburður<br />

rifjaður upp með jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu.<br />

Þessi mynd var tekin þar á aðventunni.<br />

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur<br />

Opið 23. desember til kl. 13:00<br />

Lokað 24.-26. desember<br />

Lokað 31. desember og 1. janúar<br />

Aðra daga er hefðbundinn<br />

opnunartími.<br />

Duus Safnahús og Rokksafn<br />

Lokað 24. og 25. desember<br />

Lokað 31. desember og 1. janúar<br />

Aðra daga er hefðbundinn<br />

opnunartími.<br />

Gleðilega hátíð!<br />

Óskum bæjarbúum<br />

gleðilegra jóla með ósk<br />

um friðsæla jólahátíð<br />

og farsælt komandi ár<br />

Þökkum fyrir ánægjuleg<br />

samskipti á árinu sem<br />

er að líða.<br />

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ,<br />

sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is<br />

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími<br />

421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús<br />

Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421<br />

0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is<br />

// Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.<br />

vf.is og kylfingur.is<br />

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag<br />

sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist<br />

fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur<br />

auglýsinga fram um einn sólarhring.<br />

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat<br />

ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða<br />

myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.<br />

Fálkavöllur 7 - 235 Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0700 - www.airportassociates.


Njóttu líðandi<br />

stundar<br />

timamot.is


8 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

TÖLVUSTÝRÐ<br />

LYFJASKÖMMTUN<br />

GERIÐ VERÐSAMANBURÐ<br />

Á SKÖMMTUNARGJÖLDUM<br />

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00<br />

og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.<br />

Lionessur styrktu<br />

kaup á lestæki<br />

fyrir blindan<br />

nemanda<br />

●●Mun skipta sköpum<br />

fyrir nám nemandans, að<br />

sögn sérkennara<br />

Lionessur í Keflavík styrktu á dögunum<br />

kaup á lestæki fyrir blindan<br />

nemanda í Myllubakkaskóla. Lestækið<br />

samanstendur af skjá, myndavél og<br />

vinnuborði. Það sem skoða á er lagt<br />

á vinnuboðið og myndavélin varpar<br />

því á skjáinn. Hægt er að stjórna því<br />

hversu mikið myndefnið er stækkað<br />

og skerpa línur eða myndir. Einnig<br />

er hægt að skipta um liti, hægt er að<br />

velja að hafa í lit eða svarthvítt og að<br />

velja ýmsa liti á bókstafi og bakgrunni.<br />

Vinnuborðið er á sleða sem hægt er<br />

Á myndinni er Michalina Sandra Hirsz ásamt þeim Áslaugu Bergsteinsdóttur<br />

og Þorbjörgu Hermannsdóttur frá Lionessuklúbbi Keflavíkur. Með þeim á<br />

myndinni eru Svala Reynisdóttir, stuðningsfulltrúi og Helena Rut Borgarsdóttir,<br />

sérkennari.<br />

að færa bæði lóðrétt og lárétt eftir því<br />

hvar nemandinn er staddur í bókinni<br />

sem verið er að vinna með, þannig<br />

þarf sem minnst að færa bókina til.<br />

Að sögn Helenu Rutar Borgarsdóttur,<br />

sérkennara við Myllubakkaskóla, mun<br />

lestækið skipta sköpum í námi Michalínu<br />

Söndru Hirsz, sem er blind.<br />

Með tækinu mun hún geta tekið þátt í<br />

því sem fram fer í skólastofunni, geta<br />

unnið í skólabókum sínum, séð hvað<br />

kennari er að gera uppi á töflu og hvað<br />

nemendur eru að gera inni í skólastofunni.<br />

Tækið er á hjólaborði svo<br />

auðvelt er að ferðast með það á milli<br />

stofa.<br />

Hægt er að nota tækið við lestur og<br />

skrift en einnig ýmislegt fleira eins<br />

og að skoða myndir eða gera handavinnu.<br />

Hringbraut 99 - 577 1150<br />

Bílaviðgerðir - Partasala<br />

Kaupum bilaða og tjónaða bíla<br />

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ<br />

sími 421 7979<br />

www.bilarogpartar.is<br />

Verið velkomin<br />

24 des kl. 17.00<br />

Hátíðarsamkoma<br />

25.des. Engin samkoma<br />

jóladag.<br />

Hvítasunnukirkjan í Keflavík,<br />

Hafnargötu 84<br />

SENDUM VIÐSKIPTAVINUM OG ÖÐRUM<br />

SUÐURNESJAMÖNNUM BESTU<br />

jóla - og<br />

nýárskveðju<br />

Sendum öllum Suðurnesjamönnum<br />

bestu jóla - og nýárskveðjur,<br />

þökkum fyrir viðskiptin á árinu<br />

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK<br />

VIÐ BREYTUM!<br />

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár<br />

SENDUM BÆJAR-<br />

BÚUM OKKAR BESTU<br />

ÓSKIR UM GLEÐILEG<br />

JÓL OG FARSÆLT<br />

KOMANDI ÁR<br />

Þökkum kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.<br />

LANGBEST VERÐUR LOKAÐ MILLI JÓLA OG NÝÁRS VEGNA BREYTINGA.<br />

Sjáumst á nýju ári!<br />

VIÐ OPNUM ENDURBÆTTAN VEITINGASTAÐ<br />

2. JANÚAR.<br />

Óskum viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar og sjáumst hress á nýju ári.<br />

Starfsfólk Langbest


EITTHVAÐ FYRIR ALLA MEÐ<br />

BLUE LAGOON SKIN CARE<br />

Frí heimsending um land allt: vefverslun.bluelagoon.is<br />

Laugarvegur 15, 101 Reykjavík


10 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla,<br />

takk fyrir það liðna og gleðilegt nýtt ár.<br />

Þökkum fyrir viðskiptin á arinu sem er að líða.<br />

Brynja Sigfúsdóttir á skrifstofu Samkaupa afhenti Helgu Pálsdóttur nýjan Iphone<br />

7 sem hún vann í Jólalukku Víkurfrétta.<br />

Óskum Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegra jóla og farsældar<br />

á nýju ári<br />

Sæmundur með gamla Nokia símann og nýja Iphone 7 símann.<br />

„Ég nota kannski Iphone-inn í<br />

útskriftargjöf fyrir drengina“<br />

●●Iphone og ferðavinningar til heppinna Jólalukkuhafa<br />

Helga M. Pálsdóttir, íbúi við Suðurgötu<br />

í Keflavík var nýbúinn að fá<br />

nýjan síma þegar hún var dreginn<br />

út í fyrsta útdrætti Jólalukkunnar en<br />

hún skilaði miðum í kassa í Nettó í<br />

Njarðvík. „Ég er með tvo unga menn<br />

í fjölskyldunni sem eru að útskrifast<br />

úr námi næsta vor. Ég gæti kannski<br />

notað þennan flotta Iphone í það, er<br />

það ekki?“ sagði Helga þegar blaðamaður<br />

VF sveif á hana þar sem hún<br />

var að taka við símanum á skrifstofu<br />

Samkaupa í Krossmóa.<br />

Sæmundur Pétursson, íbúi við Kirkjuveg<br />

1 í Keflavík var einnig með heppnina<br />

með sér í fyrsta útdrætti. Hann er<br />

núna splunkunýjum Iphone 7 ríkari.<br />

Sæmundur veifaði gamla Nokia símanum<br />

og sagði að nú væru tímamót<br />

hjá honum. Ný símaöld að taka við.<br />

Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla<br />

og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og<br />

samskiptin á árinu sem er að líða.<br />

Fitjabakka 2-4<br />

ódýrt bensín<br />

Fitjabakka<br />

Njarðvík<br />

Básinn<br />

Vatnsnesvegur 16<br />

Sigrún var alsæl með ferðavinninginn sinn.<br />

Sigrún Siglufjarðarmær<br />

ánægð á Suðurnesjum<br />

●●Vann ferðavinning í Jólalukku og ætlar að nota hann í<br />

ferð til dótturinnar í Bandaríkjunum<br />

„Þetta var æði. Ég var nýbúinn að<br />

skafa eina tveggja lítra Appelsín og<br />

tuðaði við sjálfa mig af hverju ég fengi<br />

ekki stærri vinning. Svo kom þessi<br />

glæsilegi vinningur sem kemur sér vel<br />

því dóttir mín býr í Bandaríkjunum,“<br />

segir Sigrún Ingólfsdóttir en hún er<br />

nýbúi á Ásbrú og vann ferðavinning<br />

með Icelandair í Jólalukku VF og<br />

verslana á Suðurnesjum.<br />

Sigrún flutti á Ásbrú í fyrra og er búin<br />

að búa í Reykjanesbæ í um ár eftir að<br />

hafa búið á Siglufirði í nærri fjörutíu<br />

ár. Fór ung stúlka á vertíð og festist<br />

á staðnum, átti börn og góða ævi í<br />

firðinum norður í landi. „Mér finnst<br />

mjög fínt hér suður með sjó, er þó að<br />

venjast vindinum sem er ekki svona<br />

fyrirferðamikill á Sigló,“ segir hún.<br />

Sigrún ákvað að elta börnin sín og<br />

barnabörnin sem búa á Suðurnesjum<br />

og í Hafnarfirði. „Ég var að missa af<br />

þeim hreinlega og ákvað að flytja mig<br />

nær þeim. Mér finnst ég öll hafa lifnað<br />

við að hitta börnin og barnabörnin<br />

miklu oftar svo þetta er bara æðislegt<br />

hérna,“ sagði hin glaði vinningshafi<br />

Sigrún Ingólfsdóttir.


25<br />

ÁR<br />

HJÁ<br />

Pottar og pönnur<br />

Hársnyrtitæki<br />

20%<br />

afsláttur<br />

20%<br />

afsláttur<br />

kr. 6.990,-<br />

Fjögurra brauða rist<br />

með brauðbollugrind.<br />

Jóla<br />

dagar<br />

Alsjálfvirk, afkastamikil<br />

og endingagóð kaffivél til<br />

heimilisnota. 5 ára reynsla á<br />

Íslandi<br />

kr. 79.900,-<br />

Allinox<br />

Góðir og stórir<br />

stálpottar<br />

á fínu verði.<br />

Sterk keramik húð, sem rispast ekki.<br />

Þolir háan hita. Góð handföng. Auðvelt<br />

að þrífa að utan og innan. Líka í<br />

uppþvottavél.<br />

Verð frá 5.990,-<br />

Jólatilboð<br />

Gleðilegar og<br />

gagnlegar vörur<br />

á góðu verði<br />

MS23F301EAS<br />

23 lítra örbylgjuofn.<br />

kr. 19.900,-<br />

Þrifalegu<br />

ruslaföturnar<br />

vinsælu eru til í<br />

mörgum stærðum,<br />

gerðum og litum.<br />

Smoothie Twister<br />

Samlokugrill<br />

kr. 7.990,-<br />

kr. 6.990,-<br />

VOLTA<br />

Lilly<br />

m/hleðslurafhlöðu<br />

Skaftryksuga<br />

m/Lithium rafhlöðu<br />

kr. 29.900,-<br />

EQUIPT<br />

kr. 13.900,-<br />

ZWILLING vörurnar eru<br />

lofaðar af fagmönnum um<br />

allan heim.<br />

kr. 3.990,-<br />

nýr vefur<br />

Netverslun<br />

Opnunartímar:<br />

22. desember kl. 10-19<br />

Þorláksmessa kl. 10-21<br />

Aðfangadagur kl. 10-12<br />

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU<br />

HAFNARgötU 23<br />

REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535<br />

Greiðslukjör<br />

Vaxtalaust<br />

í allt að 12 mánuði


12 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Opið allan sólarhringinn<br />

Í NÝRRI KRAMBÚÐ<br />

Ný og glæsileg Krambúð þar sem áður var Samkaup Strax<br />

verslun að Hringbraut 55 í Reykjanesbæ hefur verið opnuð.<br />

Er þetta þriðja Krambúðarverslunin á landinu sem Samkaup<br />

opnar, en hinar eru við Skólavörðustíg í Reykjavík og<br />

á Húsavík.<br />

Krambúðin verður opin allan sólarhringinn og er verslun<br />

sem býður upp á það nauðsynlegasta í matvöru með mikla<br />

áherslu á að leysa þarfir viðskiptavina sem eru á hraðferð<br />

eða vilja versla þegar aðrar verslanir hafa lokað.<br />

Lagt er upp með að viðskiptavinir geti orðið sér út um þær<br />

vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði.<br />

Fyrir fólk sem vantar skyndilausnir þá verður boðið uppá<br />

bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt,<br />

Take-Away kaffi o..fl. o.fl.<br />

Krambúðin Hringbraut verður eins og áður segir opin allan<br />

sólarhringinn og kemur þannig til móts við þá sem eru á<br />

ferðinni utan hefðbundins opnunartíma matvöruverslana.<br />

Verslun í 60 ár í húsinu<br />

Opnunardagur Krambúðarinnar er sérstakur en sama dag,<br />

15. desember, voru liðin 60 ár frá opnun verslunar í húsinu.<br />

Um var að ræða fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunina á Suðurnesjum<br />

að sænskri fyrirmynd. Áður hafði það tíðkast að<br />

kaupmaðurinn stæði fyrir aftan búðarborðið og sækti vörurnar<br />

sjálfur. Það þótti því nýstárlegt að viðskiptavinurinn<br />

gæti sjálfur sótt vörurnar í innkaupakörfuna. Þótti sumum<br />

þessi aðferð vafasöm. Verslunin hét fyrstu árin Kjörbúðin<br />

en það nafn hefur nú verið tekið upp aftur á keðju verslana í<br />

eigu Samkaupa. Verslunarhúsnæðið var stækkað árið 1976<br />

og nafnið Sparkaup tekið upp um leið og versluninni breytt<br />

í lágvöruverðsverslun. Verslunin bar nafnið Sparkaup þar<br />

til hún fékk nafnið Samkaup Strax. Nú hefur verslunin við<br />

Hringbraut gengið í gegnum mikla endurnýjun, hún verið<br />

minnkuð um 100 fermetra og opnuð allan sólarhringinn<br />

með breyttum áherslum eins og rakið er hér að framan.<br />

Starfsfólk Sparkaupa árið 1978.<br />

GEFÐU GÓÐA GJÖF UM JÓLIN<br />

Oakley brettaog<br />

skíðagleraugu,<br />

margar gerðir,<br />

frá kr. 7.800<br />

Oakley brettaog<br />

skíðahjálmar,<br />

margir litir,<br />

frá kr. 25.900


DEKKJAÞJÓNUSTA / SMURÞJÓNUSTA / VIÐGERÐIR<br />

Við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.<br />

Óskum viðskiptavinum okkar gleði og öryggis yfir hátíðarnar<br />

og farsældar á komandi ári.<br />

Njarðarbraut 9<br />

260 Reykjanesbæ<br />

420 3333<br />

Opið<br />

Virka daga frá 8 til 18<br />

www.nesdekk.is / reykjanes@nesdekk.is


Allt fyrir<br />

Þorláksmessuveisluna<br />

Opnunartími<br />

21. des. miðvikudagur 10-20<br />

22. des. fimmtudagur 10-21<br />

23. des. Föstudagur 10-22<br />

24. des. laugardagur 10-14<br />

27. des. þriðjudagur 11-18:30<br />

998<br />

kr. kg<br />

NF Saltfiskbitar<br />

Útvatnaðir, frosnir<br />

1.298<br />

kr. kg<br />

Fiskbúðin okkar Skata<br />

Kæst og söltuð<br />

Gleðileg Jól<br />

Starfsfólk Bónus<br />

NÝ UPPSKERA<br />

Beint frá S-Afríku<br />

779<br />

kr. kg<br />

Græn Vínber<br />

Ný uppskera frá S-Afríku<br />

Hið eina sanna<br />

2.798<br />

kr. kg<br />

Norðanfiskur<br />

Reyktur eða grafinn lax<br />

Með þrúgusykri<br />

95<br />

kr. 0,5 l<br />

95<br />

kr. 0,5 l<br />

95<br />

kr. 0,5 l<br />

49<br />

kr. 330 ml<br />

Víking Hátíðarblanda<br />

0,5 l<br />

Víking Malt<br />

0,5 l<br />

Egils Appelsín<br />

0,5 l<br />

Faxe Kondi<br />

330 ml<br />

1,5L<br />

700g<br />

195<br />

kr. 1,5 l<br />

Coca Cola<br />

1,5 l<br />

169<br />

kr. 100 g<br />

Toblerone<br />

100 g<br />

698<br />

kr. 700 g<br />

Appolo Lakkrís<br />

700 g<br />

Verð gildir til og með 25. desember eða meðan birgðir endast


98%<br />

kjöt<br />

1.998<br />

kr. kg<br />

Kalkúnabringa<br />

Þýskaland, frosin<br />

1.359<br />

kr. kg<br />

Bónus Hamborgarhryggur<br />

Með beini<br />

3.198<br />

kr. kg<br />

Nautalundir<br />

Þýskaland, frosnar<br />

HÁTÍÐARMATUR Á GÓÐU VERÐI<br />

Vinsælasti<br />

hamborgarhryggurinn<br />

í Bónus<br />

Norðlenskt kofareykt<br />

hangikjöt<br />

1.959<br />

kr. kg<br />

Ali Hamborgarhryggur<br />

Úrbeinaður<br />

1.698<br />

kr. kg<br />

Ali Hamborgarhryggur<br />

Með beini<br />

SAMA VERd<br />

um land allt<br />

2.098<br />

kr. kg<br />

KF Hangiframpartur<br />

Kofareyktur, úrbeinaður<br />

2.898<br />

kr. kg<br />

KF Hangikjöt<br />

Kofareykt, úrbeinað<br />

lambalæri með<br />

villtum íslenskum<br />

kryddjurtum<br />

Ferskur veislufugl<br />

með fyllingu<br />

998<br />

kr. kg<br />

Veislufugl<br />

Með fyllingu, ferskur<br />

1.898<br />

kr. kg<br />

Kjarnafæði Hangilæri<br />

Kofareykt, með beini<br />

1.498<br />

kr. kg<br />

Kjarnafæði Heiðalamb<br />

Kryddað lambalæri, ferskt<br />

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


16 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Díana Hilmarsdóttir, forstöðukona<br />

Bjargarinnar, ásamt Emil<br />

N. Ólafssyni. VF-mynd/dagnyhulda<br />

ENGINN STAÐUR EINS OG<br />

BJÖRGIN<br />

Hjá Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur líðandi ár verið<br />

erfitt vegna óvissu um framhald starfseminnar en nú horfir til bjartari<br />

tíma. Díana Hilmarsdóttir, forstöðukona Bjargarinnar, segir mikilvægt<br />

að uppræta fordóma gagnvart andlegum veikindum.<br />

Dagný Hulda Erlendsdóttir<br />

dagnyhulda@vf.is<br />

Búið er að tryggja rekstur Bjargarinnar,<br />

geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja,<br />

út árið 2017. Sú staða kom upp<br />

fyrir um ári síðan að útlit væri fyrir að<br />

vegna niðurskurðar hjá Reykjanesbæ<br />

þyrfti að loka Björginni um mitt þetta<br />

ár. Með samstilltu átaki einstaklinga,<br />

félagasamtaka, sveitarfélaga og ríkisins<br />

var lokuninni afstýrt. Nú síðast á<br />

dögunum var undirritaður samningur<br />

um tveggja milljóna króna styrk frá<br />

Rauða krossinum til Bjargarinnar. Að<br />

sögn Díönu Hilmarsdóttur, forstöðukonu<br />

Bjargarinnar, er nú unnið að<br />

því hörðum höndum að tryggja að<br />

reksturinn verði til framtíðar. Hún er<br />

bjartsýn á að það takist. Díana tók við<br />

forstöðu Bjargarinnar fyrr á árinu eftir<br />

að forveri hennar, Hafdís Guðmundsdóttir,<br />

lést eftir stutta en erfiða baráttu<br />

við krabbamein. Áður hafði Díana<br />

starfað hjá Björginni frá árinu 2014.<br />

Björgin er athvarf þar sem veitt er<br />

endurhæfing og eftirfylgd fyrir fólk<br />

með geðheilsuvanda. Að sögn Díönu<br />

er athvarfið fyrir einstaklinga sem<br />

flestir eru á endurhæfingarlífeyri og<br />

örorku, eru annað hvort í hlutastarfi<br />

eða óvinnufærir. „Endurhæfingin er<br />

einstaklingsbundin og helsta markmiðið<br />

með henni er að aðstoða<br />

einstaklinginn til sjálfshjálpar. Einstaklingar<br />

eru hér í endurhæfingu í<br />

skemmri eða lengri tíma, allt eftir því<br />

hvar þeir eru staddir. Frá okkur fara<br />

þeir svo í nám, út á vinnumarkaðinn<br />

eða á örorku ef heilsa þeirra er slík,“<br />

segir hún. Mikil áhersla er lögð á að<br />

rjúfa félagslega einangrun einstaklinga<br />

hjá Björginni og efla sjálfstæði<br />

þeirra sem þangað leita og draga úr<br />

innlögnum á stofnanir. Díana segir<br />

starfið hjá Björginni mjög gefandi og<br />

þá sérstaklega að geta hjálpað fólki<br />

til sjálfshjálpar. „Það er yndislegt að<br />

fá að fylgja fólki og sjá það byggja sig<br />

upp, ná bata og geta gert það sem það<br />

vill, hvort sem það er nám, vinna,<br />

sjálfboðastarf eða annað. Mér finnst<br />

yndislegt að geta verið til staðar fyrir<br />

fólkið mitt.“<br />

Þörf á öðrum geðlækni<br />

Pétur Hauksson, geðlæknir, kemur í<br />

Björgina einu sinni í viku og er hann<br />

eini geðlæknirinn sem starfar á Suðurnesjum.<br />

Díana segir mikla ásókn í<br />

tíma hjá honum og að fyrir hafi komið<br />

að töluverð bið myndist eftir tíma. Því<br />

sé ekki vanþörf á að fá annan geðlækni<br />

til starfa á Suðurnesjum.<br />

Starfið hjá Björginni hefur þróast<br />

frá stofnun árið 2005 og hefur fjöldi<br />

þeirra sem þangað sækja þjónustu<br />

aukist jafnt og þétt síðan. Aðspurð<br />

að því hvort farið sé eftir fyrirmynd<br />

annars staðar frá við starfið í Björginni<br />

segir Díana nokkrar stofnanir<br />

hér á landi fást við svipuð verkefni<br />

og Björgin. „Ég vil þó leyfa mér að<br />

segja að það sé enginn staður eins og<br />

Björgin starfræktur hér á landi.“<br />

Björgin vinnur einnig að því að auka<br />

þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum.<br />

Björgin var á sínum<br />

tíma með verkefni sem hét Geðveik<br />

hönnun, félagar í Björginni gáfu út<br />

ljóðabók og föndruðu ýmislegt sem<br />

var svo selt til styrktar Björginni. Árlega<br />

var farið í göngu á alþjóða geðheilbrigðisdaginn<br />

þann 10. október hér<br />

í Reykjanesbæ ásamt fleiru. Björgin<br />

hefur tekið þátt í listasýningum og<br />

núna síðast List án landamæra þar<br />

sem myndir eftir einstaklinga í Björginni<br />

voru á veggjum í húsnæði Miðstöðvar<br />

símenntunar á Suðurnesjum<br />

að Krossmóa 4.<br />

Óvissan erfið<br />

Síðastliðið ár hefur verið mjög þungt<br />

í skauti vegna óvissu með starfsemi<br />

Bjargarinnar, að sögn Díönu. „Við<br />

vorum undirmannaðar stóran hluta<br />

árs og þurftum því miður að draga<br />

úr ákveðinni þjónustu um tíma. Nú<br />

erum við fullmannaðar á nýjan leik<br />

með öflugt starfsfólk sem er stútfullt af<br />

hugmyndum fyrir Björgina og starfssemi<br />

hennar. Við höfum hugsað okkur<br />

að koma annað slagið með fróðleik í<br />

formi pistla eða greina inn á heimasíðu<br />

Bjargarinnar www.bjorgin.is með<br />

það að markmiði að okkar fólk sem<br />

og aðstandendur og almenningur lesi<br />

sér til fróðleiks og upplýsinga til að<br />

draga úr fordómum og vanþekkingu<br />

á geðrænum vanda. Það er verið að<br />

vinna í heimasíðunni okkar hörðum<br />

höndum, gera hana aðgengilega fyrir<br />

alla, að fólk geti leitað sér upplýsinga<br />

um geðsjúkdóma á síðunni og þau úrræði<br />

sem eru í boði í samfélaginu. Við<br />

erum með ýmislegt á takteinunum<br />

þannig að endilega fylgist með okkur.“<br />

Díana segir mjög mikilvægt að auka<br />

þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum,<br />

bæði til að fólk skilji<br />

að fólk með geðrænan vanda er eins<br />

og hver annar. Einnig sé brýn þörf<br />

á að fólk fái fræðslu á mannamáli<br />

um það hvernig geðsjúkdómar virka.<br />

„Það hefur verið ákveðinn stimpill<br />

á fólki með geðsjúkdóma í gegnum<br />

tíðina og einnig á Björginni, að það<br />

sé svo veikt fólk hér. Ef einstaklingur<br />

fótbrotnar þá fer hann í gifs og þarf<br />

hækjur. Einstaklingur sem glímir við<br />

andleg veikindi hefur þann möguleika<br />

að koma í Björgina og fá sitt gifs og<br />

sínar hækjur hér,“ segir Díana. Hún<br />

segir vanta meira hér á Suðurnesjum<br />

að einstaklingar með geðrænan vanda<br />

og sömuleiðis með skerta starfsgetu<br />

fái tækifæri á vinnumarkaði til að sýna<br />

hvað í þeim býr. „Flestir þessara einstaklinga<br />

hafa ekki verið á atvinnumarkaði<br />

um tíma og þurfa tíma til<br />

aðlögunar, fá að byrja í hlutastarfi og<br />

auka við sig hægt og rólega. Sumum<br />

hverjum hentar hlutastarf og öðrum<br />

hentar fullt starf. Það þarf að sýna<br />

skilning og sveigjanleika. Það á ekki<br />

að vera feimnismál þegar maður sækir<br />

um vinnu að maður eigi við geðrænan<br />

vanda að stríða, það á ekki að<br />

eyðileggja fyrir manni.“<br />

Fólkið sem leitar til Bjargarinnar fær<br />

tilvísanir frá fagaðilum hérna á Suðurnesjum<br />

og höfuðborgarsvæðinu,<br />

meðal annars frá Virk, Vinnumálastofnun,<br />

Samvinnu, Miðstöð Símenntunar<br />

á Suðurnesjum, Landspítalanum,<br />

Reykjalundi og frá sveitarfélögunum á<br />

svæðinu. Einnig kemur fólk í Björgina<br />

af sjálfsdáðum eftir að hafa heyrt af<br />

starfinu frá öðrum.<br />

„Það á ekki að<br />

vera feimnismál<br />

þegar maður<br />

sækir um vinnu<br />

að maður eigi við<br />

geðrænan vanda<br />

að stríða, það á<br />

ekki að eyðileggja<br />

fyrir manni“<br />

Stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttur<br />

■■Undirritaður var samningur um styrk að upphæð tvær milljónir frá Suðurnesjadeild Rauða krossins til Bjargarinnar<br />

á dögunum. Á myndinni má sjá Hannes Friðriksson frá Rauða krossinum og Kjartan Má Kjartansson,<br />

bæjarstjóra Reykjanesbæjar, við undirritunina, ásamt fólkinu í Björginni. Kjartan þakkaði Hannesi fyrir elju og<br />

dugnað sem hann hefur sýnt við baráttu fyrir áframhaldandi starfsemi Bjargarinnar. Styrkurinn frá Rauða krossinum<br />

er upp á tvær milljónir og hefur þegar rúmlega einni milljón verið varið til kaupa á ýmsum húsgögnum og<br />

búnaði. Það sem eftir er verður nýtt til að stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttir, fyrrum forstöðukonu<br />

Bjargarinnar, sem lést á árinu. Úr sjóðnum verða veittir styrkir til menntunar fólks sem sótt hefur Björgina.


t<br />

ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR<br />

LED sjónvörp<br />

á frábæru verði<br />

með 3 x HDMI<br />

tengi<br />

ANDROID ULTRA HD<br />

FULL HD SJÓNVARP<br />

2 GamePad stýripinnar að<br />

verðmæti 9.990 fylgja með.<br />

49“<br />

Philips 49PUT6401<br />

VERÐ<br />

109.995<br />

55“<br />

Philips 55PUT6401<br />

VERÐ<br />

129.995<br />

32“<br />

United 32LEDX17T2<br />

40“<br />

United 40LEDX17T2<br />

50“<br />

United 50LEDX17T2<br />

ULTRA<br />

HD 65“<br />

United 65LEDX17T2<br />

VERÐ<br />

24.995<br />

VERÐ<br />

44.995<br />

VERÐ<br />

59.995<br />

VERÐ<br />

109.995<br />

Philips PUT6401<br />

Smart LED sjónvarp með Ultra HD 4K 3840x2160p upplausn og Pixel Plus Ultra HD. Micro Dimming Pro, 800 Hx PPI,<br />

Ambilight 2 bakljós og Android 5.1 nettenging með Google Play store. Netflix í 4K, 3 x USB og 4 x HDMI tengi.<br />

Lenco L3867<br />

Plötuspilari með<br />

innbyggðum formagnara<br />

og USB tengi. 33/45<br />

snúninga.<br />

Ariete 2952<br />

Poppvél með heitum blæstri. Tekur<br />

2 mínútur að poppa. Gegnsætt lok<br />

með áfyllingar íláti.<br />

VERÐ<br />

19.995<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

REVLON RVHA6475<br />

Hárblásari með bursta. Þurrkar og sléttir<br />

úr hárinu á sama tíma. Með jónatækni.<br />

VERÐ<br />

7.995<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

VERÐ<br />

5.495<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

Melissa 16310176<br />

SOUS VIDE vacumsuðu tæki fyrir alla potta. Dælir<br />

vatni í 360°. LED skjár. Nákvæm hitastýring frá<br />

5-100°C. Nákvæmni uppá 0,1°C. Tímastillir.<br />

Philips HR1603<br />

550W Daily Collection töfrasproti með<br />

ProMix hnífum og þægilegu handgripi.<br />

Þeytari / hakkari og 0.5L skál fylgja.<br />

KAUPAUKI<br />

2 Senseo kaffiglös<br />

og 5 pakkar af kaffi<br />

meðan birgðir endast<br />

VERÐ<br />

17.995<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

VERÐ<br />

7.995<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

Philips HD781760<br />

Original Senseo<br />

kaffivél sem hellir upp<br />

á 1 eða 2 bolla í einu.<br />

VERÐ<br />

13.995<br />

FRÁBÆRT VERÐ<br />

69.995<br />

ÁÐUR 74.995<br />

ÓTRÚLEGT<br />

JÓLATILBOÐ<br />

12.995<br />

ÁÐUR 14.995<br />

32.995<br />

ÁÐUR 36.995<br />

ACE-NXGCEED042<br />

NEX-NX785QC8G<br />

ASU-VX248H<br />

FHD SKJÁR OG SSD<br />

Ótrúlegt verð fyrir fartölvu með Intel örgjörva, 8GB minni<br />

og 128GB SSD disk. 15,6” kristaltær Full HD skjár.<br />

8” SPJALDTÖLVA Í JÓLAPAKKANN<br />

Vinsæl 8” spjaldtölva fyrir börnin sem geta valið úr<br />

þúsundum ókeypis leikja í Google Playstore . Ótrúlegt verð.<br />

24” FULLHD Á JÓLATILBOÐI<br />

Glæsilegur Asus UltraSlim háskerpuskjár sem getur<br />

tengst við flest öll tæki. HDMI og innbyggðir hátalarar.<br />

11. 995<br />

LEIKJAMÚS<br />

8.995<br />

STÝRIPINNI<br />

9.995<br />

ÁÐUR 11.995<br />

ÓTRÚLEGT<br />

VERÐ<br />

9.995<br />

ÁÐUR 11.995<br />

59.995<br />

GTX 1060 GÆÐI<br />

Allt efnið er birt með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl.<br />

RAZ-RZ0101210100R3G1<br />

RAZER DEATHADDER<br />

CHROMA<br />

Sérstaklega vinsæl og næm leikjamús.<br />

10.000 DPI optískur skynjari og<br />

Chroma lýsing með 16,8 milljónum lita.<br />

MS-52A00005<br />

STÝRIPINNI FYRIR<br />

XBOX OG PC<br />

Vinsæll og vandaður USB<br />

stýripinni fyrir XBOX 360<br />

og PC tölvur frá Microsoft.<br />

EPS-XP235<br />

ÞRÁÐLAUS<br />

HEIMILISPRENTARI<br />

Ótrúlegt jólatilboð á þessum fjölnota<br />

heimilisprentara sem prentar, skannar<br />

og ljósritar. Einfaldur í notkun.<br />

TRAUSTUR 1TB<br />

VASAFLAKKARI<br />

TOS-HDTB310EK3AA<br />

Traustur og handhægur 1TB Toshiba Canvio<br />

vasaflakkari á jólatilboði. Háhraða USB 3.0<br />

og fær rafmagn í gegnum USB snúruna.<br />

ASU-STRIXGTX1060O6G<br />

GTX1060<br />

LEIKJASKJÁKORT<br />

6GB Asus Strix GTX1060 með<br />

þremur viftum og þriggja ára<br />

ábyrgð. VR Ready og hljóðlátt.<br />

ht.is<br />

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740


18 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

ÍSLENDINGUR<br />

MEÐ BANDARÍSKT VEGABRÉF<br />

Flugumferðarstjórinn Brenton Birmingham<br />

um ferilinn og lífið eftir körfuboltann<br />

●●Átti erindi í NBA l Ætlaði að hætta 22 ára<br />

●●Lék vonda gaurinn í körfuboltamynd l Fór í áheyrnarprufu hjá Spike Lee<br />

Það mætti alveg deila um það hvort örlögin hafi hreinlega ætlað Bandaríkjamanninum<br />

Brenton Birmingham að setjast að á Íslandi. Það var fyrir algjöra tilviljun að hann<br />

endaði hér þegar hann eltist við æskudrauminn. Í hans tilfelli féllu öll vötn til Njarðvíkur<br />

en þar hefur hann endað oftar en einu sinni eftir að hafa leitað á önnur mið. Þar<br />

fann hann ástina og átti ákaflega farsælan feril í körfubolta. Nú sér hann um að stjórna<br />

flugumferðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem hinn yfirvegaði Brenton nýtur sín til fulls.<br />

Eyþór Sæmundsson<br />

eythor@vf.is<br />

„Góðan daginn! Er möguleiki fyrir<br />

þig að hittast klukkan 13:00,“ segir<br />

Brenton og tekur þannig af allan vafa<br />

blaðamanns um hvort hann hafi átt<br />

að senda viðtalsbeiðnina á íslensku<br />

eða ensku. Brenton, sem fyrst kom<br />

til Íslands fyrir 18 árum hefur náð<br />

góðum tökum á íslenskunni og talar<br />

hana vel. Hann er giftur Njarðvíkingnum<br />

Berglindi Sigþórsdóttur og<br />

saman eiga þau þrjá drengi sem hann<br />

tjáir sig við á ensku, enda vill hann að<br />

þeir læri hans móðurmál. Foreldrar<br />

Brentons áttu spænsku að móðurmáli<br />

og er hann satt að segja frekar súr að<br />

þau hafi ekki kennt honum spænsku<br />

þegar hann var að alast upp í Bronx<br />

hverfi New York borgar. Hann á rætur<br />

að rekja til Karíbahafsins. Móðir hans<br />

flúði Kúbu þegar Castro komst þar til<br />

valda. Faðir hans á svo uppruna sinn<br />

að rekja til Jamaíka og Kúbu. Lífið í<br />

Bronx var ekki auðvelt á áttunda áratug<br />

síðustu aldar þar sem mikið var<br />

um gengi og ofbeldi. Brenton segist<br />

þó ekki hafa upplifað ofbeldi eða neitt<br />

slíkt af eigin raun enda alinn upp til<br />

þess að halda sig á mottunni. Hann<br />

náði alfarið að sniðganga vandræði<br />

og öll vímuefni og var snemma farinn<br />

að stunda íþróttir. Brenton var góður<br />

íþróttamaður og frambærilegur námsmaður.<br />

Hann komst inn í menntaskóla<br />

í Brooklyn þar sem hann byrjaði<br />

að mæta á körfuboltaæfingar. Hann<br />

segir sjálfur að hann hafi verið hrár<br />

leikmaður í fyrstu en hafði góðan<br />

grunn til að byggja á.<br />

Versti leikur ferilsins<br />

fyrir framan stóru skólana<br />

Ekki voru margir af stóru háskólunum<br />

sem sýndu Brenton áhuga þrátt fyrir<br />

fínan feril í framhaldsskóla. Skólar<br />

úr 2. og 3. deild sýndu honum áhuga.<br />

Aðeins einn skóli úr 1. deild háskólaboltans<br />

vildi fá Brenton í sínar raðir.<br />

Það var Brooklyn háskólinn, sem er<br />

lítill einkaskóli sem lék utan deildar<br />

í þá daga. Brenton þekkti aðstoðarþjálfarann<br />

sem vildi ólmur fá hann,<br />

en aðalþjáfarinn var ekki sannfærður.<br />

Brenton spilaði mikilvægan leik í úrslitakeppni<br />

í borginni sem þjálfararnir<br />

komu að sjá. Þarna var stóra tækifærið<br />

fyrir ungan leikmann. „Við töpuðum<br />

leiknum og ég hitti úr einu af<br />

18 skotum mínum í leiknum,“ rifjar<br />

Brenton upp og skellihlær. „Þetta er<br />

ennþá versti leikurinn á ferli mínum<br />

og það er óhætt að segja að þjálfararnir<br />

hafi ekki verið sannfærðir.“<br />

Þjálfarar frá öðrum stórum skólum<br />

voru á leiknum og ljóst að nafn Brenton<br />

var strikað af mörgum listum þetta<br />

kvöld. Brenton fékk þó annað tækifæri<br />

og komst í Brooklyn skólann á<br />

hálfum skólastyrk þar sem hann þótti<br />

ekki nægilega góður. Með góðri spilamennsku<br />

vann Brenton sér inn fullan<br />

styrk og lék með skólanum í tvö ár.<br />

Þá fékk hann slæmar fréttir. Skólinn<br />

var í fjárhagskröggum og þurfti að<br />

leggja niður allar íþróttir. Þá var Brenton<br />

á byrjunarreit og þurfti að leita<br />

sér af nýjum skóla. Flestir skólarnir<br />

í umdæminu voru áhugasamir enda<br />

komst Brenton í úrvalslið í fylkinu<br />

eftir annað árið sitt í Brooklyn. „Ég<br />

gerði munnlegt samkomulag við Davidson<br />

skólann í Norður Karolínu en<br />

komst ekki inn þar sem einkunnirnar<br />

voru ekki nægilega góðar. Það var algjör<br />

vendipunktur í lífi mínu og ég var<br />

mjög vonsvikinn. Ég var bara að<br />

gera það sem þurfti til að skrimta<br />

námslega séð en það kom mér<br />

í koll á endanum.“ Á síðustu<br />

stundu kom Manhattan skólinn<br />

til sögunnar þar sem Brenton<br />

kláraði háskólaferilinn. Þar var<br />

Brenton í frægðarhöllinni og átti<br />

glæstan feril og leiddi liðið meðal<br />

annars til NCAA-úrslita þar sem<br />

liðið tapaði gegn sterku Virgina liði.<br />

Brenton varð besti leikmaður liðsins<br />

og einn af þeim bestu í New York umdæminu<br />

auk þess sem hann bætti úr<br />

námsárangrinum og var verðlaunaður<br />

á þeim vettvangi. Hann taldi því að<br />

hann ætti möguleika á að verða atvinnumaður.<br />

Ef ekki NBA deildin<br />

þá Evrópa. „Ef þú ferð í lítinn skóla<br />

þarftu að gera eitthvað stórkostlegt<br />

til þess að vekja athygli á þér. Þeir fá<br />

ekki mikla umfjöllun,“ segir Brenton<br />

en hann hlaut ekki náð fyrir augum<br />

NBA liða eða stóru liðanna í Evrópu.<br />

Hann þurfti virkilega að hafa fyrir því<br />

að komast í atvinnumennsku.<br />

Skrykkjótt leiðin í atvinnumennsku<br />

Eftir að ljóst varð að Brenton myndi<br />

ekki að ná að upplifa drauminn strax<br />

eftir útskrift lék hann með liði sem<br />

ferðaðist um landið og spilaði æfingaleiki<br />

við háskólalið. Hann segir<br />

það hafa verið mikið hark. „Við<br />

spiluðum 22 leiki á 30 dögum og<br />

fórum vítt og breitt um Bandaríkin.<br />

Þjálfarinn í því liði kom mér<br />

á fyrsta samninginn minn sem atvinnumaður<br />

í Finnlandi.“ Þar lék<br />

Brenton aðeins hluta af tímabili en<br />

fékk ekki áframhaldandi samning.<br />

Á besta aldri sagði Brenton<br />

því skilið við körfubolta í þrjú ár.<br />

Hann þjálfaði þá kvennaliðið við<br />

gamla háskólann sinn. „Ég leit svo<br />

á að ég væri hættur<br />

í körfubolta 22 ára<br />

gamall. Ég ætlaði þá<br />

að snúa mér að þjálfun<br />

og gera starfsframa úr<br />

því.“ Ástríðan var ekki<br />

beint til staðar í þjálfun en<br />

Brenton hafði gaman af því<br />

að vera í kringum körfubolta.<br />

Þegar Brenton greip í körfubolta<br />

þá fór hann jafnan illa með andstæðinga<br />

sína. Fólk furðaði sig á því<br />

af hverju hann væri ekki að spila.<br />

Fór í áheyrnarprufu hjá Spike Lee<br />

og lék vonda gaurinn í bíómynd<br />

Þegar hann var í fríi frá körfubolta<br />

daðraði Brenton við kvikmyndaiðnaðinn<br />

þar sem hann lék vonda<br />

gaurinn í körfuboltamyndinni<br />

Game day sem fór beint á dvd.<br />

Hann lék líka í auglýsingum sem<br />

sýndar voru um öll Bandaríkin<br />

og gáfu vel í aðra höndina.<br />

Brenton var einn af þeim sem<br />

komu til greina í stórmyndina<br />

He got game og fór í áheyrnarprufu<br />

hjá sjálfum Spike Lee.<br />

„Það gekk ekki vel og ég<br />

var mjög stressaður. Ég er<br />

enginn leikari og hafði enga<br />

þannig þjálfun, ég las bara<br />

beint upp af blaðinu,“ rifjar<br />

Brenton upp og hlær. Brenton var<br />

hvattur til þess að leggja auglýsingar<br />

fyrir sig en þá var hann þegar farinn<br />

að huga að körfuboltanum aftur.<br />

Eftir þrjú ár í dvala fékk hann boð<br />

um að reyna fyrir sér hjá liði í<br />

Kýpur. Í lélegu formi skoraði<br />

Brenton 30 stig gegn sterku liði<br />

í sínum fyrsta leik. „Í lok leiksins<br />

komst ég í hraðaupphlaup og<br />

lagði boltann ofan í í stað þess


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

19<br />

segist ekki sjá eftir neinu. Svona gerast<br />

kaupin á eyrinni bara.<br />

að troða. Stjórn liðsins líkaði illa við<br />

það. Áhorfendur vildu sjá Bandaríkjamennina<br />

troða.“ Stjórnin var á<br />

báðum áttum með að semja við Brenton<br />

sem var langt frá leikformi. Hann<br />

tók ákvörðunina fyrir þá og ákvað að<br />

yfirgefa Kýpur. „Ég var svo á Ítalíu á<br />

heimleið þegar ég fékk símtal frá umboðsmanninum<br />

mínum þar sem mér<br />

var boðið að fara til Íslands. „Okei ég<br />

er til,“ sagði Brenton án þess að hugsa<br />

sig um. Þannig hafnaði Brenton hjá<br />

Njarðvíkingum.<br />

Frá Bronx til Njarðlem<br />

„Þetta var smá sjokk í fyrstu, komandi<br />

frá New York. Ég á hins vegar auðvelt<br />

með að aðlagast og liðsfélagarnir<br />

mínir létu mér líða eins og heima<br />

hjá mér. Ég þurfti bara að venjast því<br />

að lífið gekk aðeins hægar fyrir sig<br />

en ég var vanur,“ rifjar Brenton upp<br />

um fyrstu mánuðina á Íslandi. „Ég<br />

skildi ekki hvernig það var hægt að<br />

tala á meðan maður dró andann, en<br />

fyrir utan það fannst mér Íslendingar<br />

yndislegt fólk,“ segir Brenton í gríni.<br />

Þetta var árið 1998 og voru Njarðvíkingar<br />

og Keflvíkingar með bestu lið<br />

landsins. Njarðvíkingar höfðu landað<br />

titlinum árið áður. Brenton sá fyrir sér<br />

að að nýta Ísland sem stökkpall í stærri<br />

deild og bjóst ekki við því að ílengjast<br />

hér. Á fyrsta tímabili Brentons á Íslandi<br />

töpuðu Njarðvíkingar svo fyrir<br />

erkifjendunum í lokaúrslitum. „Ég<br />

var miður mín og vildi koma aftur<br />

og vinna titilinn með Njarðvík. Þeir<br />

voru hins vegar að setja saman lið ÍRB<br />

(sameiginlegt lið Njarðvíkur og Keflavíkur<br />

í Evrópukeppni) og ákváðu að<br />

velja stóran erlendan leikmann.“<br />

Brenton var því atvinnulaus og ekkert<br />

virtist vera að hlaupa á snærið. „Ég<br />

fæ svo símtal frá Sævari Garðarssyni<br />

þar sem hann segir mér að Grindavík<br />

hafi verið að reka Kanann sinn,<br />

og hvort ég vilji ekki koma þangað.“<br />

Aftur var hann kominn til Íslands.<br />

Einar Einarsson var þjálfari liðsins á<br />

þeim tíma. Hann gaf Brenton skotleyfi<br />

og fól honum að leiða liðið. Brenton<br />

átti sitt besta tímabil á ferlinum<br />

með Grindavík það ár og liðið varð<br />

bikarmeistari og tapaði í lokaúrslitum<br />

gegn KR. Brenton var maður tímabilsins<br />

og átti von á því að fá gott boð<br />

frá Grindvíkingum. „Þeir gerðu mér<br />

hins vegar móðgandi tilboð sem ég<br />

hafnaði. Njarðvíkingar sögðu hins<br />

vegar að þeir vildu fá mig aftur, að<br />

þeir hefðu gert mistök með því að láta<br />

mig fara og ég samdi við þá.“ Brenton<br />

var hálpartinn ættleiddur í Njarðvík<br />

þar sem Þórunn Þorbergsdóttir, gjaldkeri<br />

liðsins og Jón þáverandi maður<br />

hennar, tóku Brenton að sér. Hann átti<br />

sitt herbergi á heimili þeirra og var<br />

með lykil. Þar varð hann eins og einn<br />

af fjölskyldunni og heldur enn mjög<br />

nánu sambandi við Þórunni og fjölskyldu<br />

í dag.<br />

Fjórfaldar tvennur og fjöldi titla<br />

Ýmislegt hefur Brenton afrekað á<br />

körfuboltaferlinum þrátt fyrir brösuga<br />

byrjun. Tvisvar hefur hann náð því<br />

sem kallað er fjórföld tvenna, en það<br />

er afar sjaldgæft í körfubolta. Í leik<br />

með Grindavík gegn Keflavík í úrslitakeppni<br />

árið 1999 skoraði hann 17 stig,<br />

tók 14 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og<br />

stal 10 boltum. Í lokaúrslitum Njarðvíkur<br />

og Tindastóls árið 2001 átti<br />

Brenton svo leik þar sem hann skoraði<br />

28 stig, gaf 11 stoðsendingar, tók<br />

10 fráköst og stal 10 boltum. Þrisvar<br />

hefur Brenton orðið Íslandsmeistari<br />

með Njarðvík (2001,2002 og 2006) og<br />

fjórum sinnum bikarmeistari. Fjórum<br />

sinnum hefur hann tapað í lokaúrslitum,<br />

þrisvar gegn KR og einu sinni<br />

gegn Keflavík.<br />

Eilífð vandræði með bakið<br />

Eftir að hafa unnið allt sem var í boði<br />

árið 2002 með Njarðvíkingum þá kom<br />

loks tækifærið til að leika í stærri deild.<br />

Brenton fór þá til Frakklands þar sem<br />

hann lék með liði Rueil í B-deildinni.<br />

Þá var hann þegar byrjaður að finna<br />

Brenton kann vel við sig í flugturninum<br />

þar sem mikilvægt er að<br />

vera rólegur undir álagi: „Góður<br />

flugumferðarstjóri getur séð eitthvað<br />

gerast fyrir og brugðist fljótt við án<br />

þess að frjósa eða fara á taugum.“<br />

VF/mynd: Eyþór Sæm.<br />

verulega til í bakinu og á endanum<br />

fór hann í uppskurð vegna brjóskloss,<br />

þá þrítugur að aldri. „Það voru<br />

sumir dagar þar sem ég féll í gólfið af<br />

sársauka og gat kannski ekki gengið í<br />

nokkra daga, ég vissi ekkert hvað var í<br />

gangi.“ Upp frá því háði bakið honum<br />

mikið og hamlaði því að hann næði<br />

að sýna sitt allra besta. „Bakið setti<br />

algjörlega strik í reikninginn á mínum<br />

ferli,“ viðurkennir Brenton en hann<br />

Nógu góður fyrir NBA deildina<br />

Ýmsir örlagavaldar hafa orðið til þess<br />

að Brenton endaði á Íslandi en það<br />

er eitthvað sem hann óraði ekki fyrir<br />

þegar hann var ungur maður í Stóra<br />

eplinu. Hann er á þeirri skoðun að<br />

til þess að ná langt í körfubolta þá<br />

dugi hæfileikarnir einir saman ekki til<br />

þess að koma sér í deild þeirra bestu<br />

eða stóru háskólana þar sem sviðið er<br />

stærst. „Þú þarft að vera á réttum stað<br />

á réttum tíma og heppni spilar þarna<br />

inn í líka.“<br />

„Ég held að Brenton hefði vel getað<br />

spilað í NBA deildinni eða í sterku<br />

liði í meistaradeild Evrópu. Hann er<br />

stór bakvörður sem er frábær varnarmaður,<br />

getur skotið og hefur boltatæknina,“<br />

segir Njarðvíkingurinn<br />

Logi Gunnarsson, fyrrum samherji<br />

og vinur Brenton til fjölda ára. „Ég<br />

hef heyrt þessu fleygt fram. Ég trúi í<br />

hjarta mínu að ég hefði getað spilað í<br />

stórri deild í Evrópu. Bakið eyðilagði<br />

það eiginlega fyrir mér þegar ég var<br />

kominn með annan fótinn þangað í<br />

Frakklandi. Þegar allt kemur til alls þá<br />

þýðir lítið að horfa til baka, „it is what<br />

it is,“ segir Brenton á móðurmálinu.<br />

Brenton er annálað ljúfmenni utan<br />

vallar og ótrúlega vel liðinn hvar sem<br />

hann drepur niður fæti. „Hann verður<br />

þó grimmur inni á vellinum og breytist<br />

talsvert mikið. Hann er einn mesti<br />

sigurvegari sem hef spilað með,“ bætir<br />

Logi við um félaga sinn.<br />

Eftir atvinnumennsku í Frakklandi<br />

stoppaði Brenton stutt við í London<br />

en var sagt upp þar vegna bakmeiðslanna.<br />

Hann kom því heim til Njarðvíkur<br />

aftur og það tók hann í raun tvö<br />

ár að ná sér af meiðslunum sem þó há<br />

honum enn þann dag í dag. „Ég hefði<br />

líklega verið eins og Darrell Lewis að<br />

spila eftir fertugt ef það hefði ekki<br />

verið fyrir bakið,“ segir Brenton sem<br />

þó spilaði til 38 ára aldurs. „Ég vil geta<br />

labbað þegar ég verð sextugur og því<br />

er ég opinberlega hættur,“ segir hann<br />

kíminn.<br />

Það voru sumir<br />

dagar þar<br />

sem ég féll í gólfið<br />

af sársauka og gat<br />

kannski ekki gengið<br />

í nokkra daga, ég<br />

vissi ekkert hvað<br />

var í gangi<br />

Heilt byrjunarlið: Brenton ásamt sonum sínum. Elstur er Rúnar Ingi, svo er það Róbert Sean, næstur er Patrik Joe og svo Sigþór<br />

litli.


20 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Lífið eftir körfuboltann<br />

Þegar halla fór á síðari hluta ferils<br />

Brenton í körfuboltanum fór hann að<br />

hugsa um hvað tæki við. Hann ákvað<br />

að opna húsgagnaverslun við Hafnargötu<br />

í Reykjanesbæ árið 2006 og rak<br />

hana í tvö ár. Brenton og Berglind<br />

fóru að vera saman þegar Brenton var<br />

að fara að spila í Frakklandi en þar<br />

bjuggu þau saman. Þau eignuðust son<br />

saman 2004 en fyrir átti hún einn son.<br />

„Það var gaman í upphafi að reka búðina.<br />

Svo tekur raunveruleikinn við.<br />

Til þess að fyrirtækið virki þurftum<br />

við að njóta ákveðinnar velgengni.<br />

Svo kom kreppan og við þurftum að<br />

ákveða hvort við ættum að segja skilið<br />

við búðina,“ segir Brenton um húsgagnaævintýrið.<br />

Það stóð aldrei til að verða eftir á Íslandi<br />

þegar körfuboltanum lauk.<br />

„Berglind er ástæðan fyrir því að ég<br />

varð eftir á Íslandi. Eftir Frakkland þá<br />

varð Ísland heimahöfnin fyrir mér þar<br />

sem hún var hér. Það var ekki erfið<br />

ákvörðun að setjast að á Íslandi. Ef þú<br />

elskar einhvern þá skiptir staðsetningin<br />

engu máli. Ég sakna auðvitað<br />

fjölskyldu minnar í Bandaríkjunum<br />

mjög mikið en er að reyna að lifa<br />

mínu eigin lífi.“<br />

Fyrir tilviljun fékk Brenton spurnir<br />

af námi flugumferðastjóra. Það er<br />

starf þar sem enska er fyrirferðamikil<br />

og mikilvægt er að vera yfirvegaður<br />

undir álagi. „Ég elska þessa vinnu og<br />

hlakka til þess að mæta á hverja vakt,“<br />

segir Brenton sem hafði alltaf áhuga<br />

á flugi en var ekki áhugasamur um<br />

að vera flugmaður. „Ég er ekki flughræddur<br />

en kýs frekar að vera á jörðu<br />

niðri.“ Brenton skráði sig í námið hjá<br />

Keili árið 2009 og stóð sig mjög vel.<br />

Hann var ráðinn til Isavia í kjölfarið<br />

og kláraði réttindin ári síðar.<br />

„Þessu starfi fylgir ákveðin streita og<br />

þú þarft að vera mjög einbeittur. Við<br />

erum auðvitað ekki eins og Heathrow<br />

í London og umferðin er ekki mikil<br />

miðað við þessa stóru flugvelli. Eins<br />

undarlega og það hljómar þá er það<br />

stundum þannig að okkar umferð er<br />

erfiðari en á þessum stóru völlum. Hér<br />

eru námsvélar og oft hervélar í bland<br />

við almenna umferð.“<br />

„Við verðum að vera tilbúin að kveikja<br />

á okkur og takast á við verkefni á<br />

örskotsstundu. Það er ekki hægt að<br />

hita upp og teygja í þessum geira og<br />

hlutirnir gerast hratt.“ Þannig getur<br />

ýmislegt komið upp á og mistök geta<br />

haft alvarlegar afleiðingar. „Það gerist<br />

auðvitað ýmislegt þar sem mannlegi<br />

þátturinn er stór í starfinu. Góður<br />

flugumferðarstjóri getur séð eitthvað<br />

gerast fyrir og brugðist fljótt við án<br />

þess að frjósa eða fara á taugum.“<br />

Brenton segir að liðsvinnan sé mikil<br />

eins og í körfuboltanum. Allir hafi<br />

sömu markmið og mikil áhersla er<br />

á samskipti. Brenton sér fyrir sér að<br />

starfa á þessum vettvangi lengi enda<br />

mjög hamingjusamur í starfi.<br />

Fjórir strákar og fjörugt heimili<br />

Brenton er mikill fjölskyldumaður.<br />

Þau Berglind eiga saman þrjá stráka<br />

og Berglind átti soninn Rúnar fyrir<br />

sem Brenton hefur verið uppeldisfaðir.<br />

„Ég elska fjölskyldulífið og það<br />

er fullkomið að ala upp börn á Íslandi.“<br />

Strákarnir eru í körfubolta og<br />

tekur Brenton þar mikinn þátt. Hann<br />

er eiginlega „all in“ þar eins og maður<br />

segir. Mætir á öll mót og ráðleggur<br />

stákunum. „Ég segi þeim að þeir þurfi<br />

ekki að spila körfubolta út af mér. En<br />

ef þeir vilja spila körfubolta þá finnst<br />

mér að þeir verði að leggja 120% á sig<br />

og þá er ég til í að hjálpa.“<br />

„Margir hafa ákveðnar hugmyndir<br />

um starfið. Einn spurði mig til dæmis<br />

um daginn hvort við værum byrjaðir<br />

að starfa innandyra, hann hélt að við<br />

værum gaurarnir með ljósin sem<br />

leiðbeina flugvélunum við rampinn,“<br />

segir hann og hlær. „Það eru mismunandi<br />

tegundir af flugumferðarstjórum.<br />

Þeir sem eru í turninum, en ég fæst við<br />

það núna. Svo eru það þeir sem stýra<br />

flugumferð á flugvöllum á Íslandi og<br />

í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er<br />

5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð<br />

og eitt það stærsta í heiminum. Svo<br />

eru aðrir sem stjórna aðflugi og ratsjánum.<br />

Það er svo ótalmargt í þessu<br />

sem fólk gerir sér kannski ekki grein<br />

fyrir. Við verðum að vera með það<br />

á hreinu hvað fer fram á öllum flugbrautum<br />

þar sem umferð bíla og flugvéla<br />

er talsverð, svo er oft mikið um<br />

framkvæmdir á flugbrautunum og við<br />

fylgjumst vel með því.“<br />

Stoltur Íslendingur sem<br />

öskrar yfir fótbolta<br />

Brenton er eins og áður segir vel liðinn<br />

í samfélaginu en hann hefur þó fundið<br />

fyrir því að vera öðruvísi á stundum.<br />

„Að vera svartur maður á Íslandi, þá<br />

líður manni stundum eins og utanaðkomandi.<br />

Vegna þeirra sem eru mér<br />

nærri, fjölskyldu og vina sem mér<br />

þykir vænt um, þá gerist það mjög<br />

sjaldan.“<br />

Brenton var eins og allir Íslendingar<br />

með fótboltaæði í sumar þegar EM<br />

stóð yfir. Brenton sjálfur lék á sínum<br />

tíma 19 landsleiki fyrir Íslands hönd.<br />

„Þegar við spiluðum við England,<br />

hver var ekki hoppandi og öskrandi af<br />

gleði? Ég bý yfir miklu íslensku stolti.<br />

Ég hef verið hér í 18 ár, næstum hálfa<br />

ævina, auðvitað er ég stoltur Íslendingur.<br />

Nú til dags skilgreini ég mig<br />

sem Íslending með bandarískt vegabréf,“<br />

segir hinn geðþekki Brenton.<br />

Góður í Grindavík: „Ég er mikill Njarðvíkingur en ber líka tilfinningar<br />

til Grindavíkur. Mér var nokkurn veginn ýtt þangað<br />

á sínum tíma. Ég hefði líklega spilað allan minn feril hjá Njarðvík<br />

á Íslandi ef þetta hefði ekki farið svona. Þetta snýst líka um<br />

viðskipti og tryggðin nær aðeins visst langt á báða bóga.“<br />

Frægðarhöllin: Brenton átti frábæran feril í Manhattan skólanum.<br />

Brenton prófaði einu sinni að drekka í háskóla fyrir<br />

forvitnissakir. „Það var bara tilraun. Ég vissi strax að það yrði<br />

í eina skiptið.“<br />

Spilaði 19 landsleiki: „Jón Arnór er erfiðasti andstæðingurinn. Hann er besti leikmaður<br />

sem Ísland hefur átt. Hann er líka tíu árum yngri en ég og því var stundum<br />

erfitt að líta á hann sem andstæðing á sama stigi.“<br />

Sú eina rétta: „Berglind er ástæðan fyrir því að ég varð eftir á Íslandi. Eftir Frakkland<br />

þá varð Ísland heimahöfnin fyrir mér þar sem hún var hér.“<br />

Fingur-rúll: Eitt af einkennismerkjum Brenton, er hið svokallaða.<br />

„finger roll. Hann átti það nú líka til að troða boltanum<br />

hressilega.


GLEÐILEGA<br />

HÁTÍÐ<br />

Við óskum landsmönnum<br />

öllum gleðilegra jóla og<br />

gæfuríks komandi árs.<br />

Gjafakort Íslandsbanka hittir alltaf í mark og er gjöf með endalausa<br />

möguleika. Kortið má nota eins og önnur greiðslukort, bæði<br />

í verslunum um allan heim og á netinu.<br />

Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum í næsta<br />

útibúi Íslandsbanka.


22 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Fjöldi á fundi um<br />

mengun frá kísilveri<br />

Fjölmenni var í Stapa á fundinum.<br />

●●Fulltrúi United Silicon baðst afsökunar á mengun<br />

●●Margir íbúar tóku til máls á fundinum<br />

Fjöldi íbúa Reykjanesbæjar mætti<br />

á íbúafund í Stapa á miðvikudagskvöld<br />

í síðustu viku þar sem rædd var<br />

ófyrirséð mengun frá kísilveri United<br />

Silicon í Helguvík. Verksmiðjan hóf<br />

framleiðslu í haust og upp úr miðjum<br />

nóvember fóru íbúar að finna fyrir<br />

lyktar- og reykmengun og hafa Umhverfisstofnun<br />

borist fjölmargar<br />

ábendingar vegna þess. Að loknum<br />

framsögum á fundinum frá fulltrúum<br />

Reykjanesbæjar, United Silicon, Umhverfisstofnun<br />

og Orkurannsóknum<br />

Keilis gafst fundargestum kostur á<br />

að bera fram spurningar. Ýmis mál<br />

tengd uppbyggingu stóriðju í Helguvík<br />

brunnu á fundargestum og stóð<br />

fundurinn í rúmlega þrjár klukkustundir<br />

en þá var mælendaskrá lokað.<br />

Óttast að íbúar flytji vegna mengunar<br />

Íbúi í næsta nágrenni við kísilverið<br />

lýsti því hvernig gasskynjari hafi farið<br />

gang þegar hann hafði útidyrahurð á<br />

heimili sínu opna um tíma. Hann lýsti<br />

yfir áhyggjum af því að önnur efni en<br />

þau sem verið er að mæla streymi frá<br />

verksmiðjunni. Íbúi við Heiðarholt<br />

benti á að leikskólinn Heiðarsel væri<br />

nálægt verksmiðjunni. Annar kvaðst<br />

upplifa stöðuna sem svo að hann væri<br />

staddur í skipulagslegu stórslysi þar<br />

sem hver vísi á annan. Þá lýsti íbúi í<br />

Reykjanesbæ yfir áhyggjum af því að<br />

ungt fólk myndi í framtíðinni flytja<br />

frá bæjarfélaginu vegna mengunar.<br />

„Við erum að ala upp kynslóð hér sem<br />

hefur staðið sig vel í Pisa-könnunum<br />

og við viljum hafa hana hér áfram, er<br />

það ekki?,“ sagði sá íbúi og uppskar<br />

lófaklapp fundargesta.<br />

Segjast vilja gott samstarf<br />

við nágranna<br />

Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis-<br />

og umhverfismála hjá United<br />

Silicon, sagði í framsögu sinni að<br />

fulltrúum fyrirtækisins þætti miður<br />

að íbúar hafi orðið fyrir óþægindum<br />

vegna byrjunarörðugleika sem þeir<br />

hafi glímt við. Hann sagði þá leggja<br />

áherslu á að eiga gott samstarf við nágranna<br />

sína, íbúa og bæjaryfirvöld.<br />

11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis<br />

Í framsögu Sigríðar Kristjánsdóttur,<br />

teymisstjóra eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar,<br />

kom fram að skráð hafi<br />

verið 11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis<br />

kísilvers United Silicon í Helguvík.<br />

Hún sagði skráningar United<br />

Silicon ekki hafa verið fullnægjandi<br />

og upplýsingar sem fulltrúar fyrirtækisins<br />

gáfu stofnuninni misvísandi.<br />

Þá lýsti hún því að sérfræðingar Umhverfisstofnunar<br />

hafi haft áhyggjur af<br />

samskiptum við fulltrúa fyrirtækisins.<br />

Hún minna fundargesti á að eftirlitsskýrslur<br />

um starfsemina væru aðgengilegar<br />

á vef stofnunarinnar.<br />

Umhverfisstofnun beitti þvingarúrræði<br />

í þar síðustu viku eftir að hafa<br />

skráð frávik en ekki fengið þau viðbrögð<br />

frá fyrirtækinu sem þau vonuðust<br />

til. Þvingunarúrræðið fólst í því<br />

að fyrirtækið skyldi ekki kveikja aftur<br />

á ofni eftir að slökkt var á honum í<br />

kjölfar vinnuslyss. Sigríður sagði að<br />

þá hafi fulltrúar United Silicon brugðist<br />

hratt við og sent gögn sem farið<br />

var yfir. Því var fyrirmælum aflétt og<br />

fyrirtækinu heimilt að kynda aftur<br />

upp í ofninum.<br />

Fulltrúar United Silicon við háborðið, Helgi forstjóri þriðji frá hægri. Þeim til hliðar<br />

eru Sigríður Kristjánsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun.<br />

VF-myndir/pket.<br />

Háskólabrú í janúar Flugvirkjanám í janúar Tæknifræði í júní<br />

Háskólabrú í ágúst Íþróttaakademía í janúar Atvinnuflugnám í júní<br />

Til hamingju<br />

útskriftarnemendur!<br />

Atvinnuflugnám í janúar<br />

Háskólabrú í júní<br />

Árið 2016 útskrifaði Keilir 296<br />

nemendur úr öllum deildum skólans.<br />

Við óskum þeim til hamingju með<br />

þennan áfanga og þökkum þeim fyrir<br />

árið sem er að líða.<br />

Íþróttaakademía í júní<br />

Leiðsögunám í júní


IS<br />

A031<br />

EFTA<br />

IS<br />

A031<br />

EFTA<br />

Opið<br />

9-22<br />

alla daga fram að jólum<br />

Krónan<br />

mælir með!<br />

399<br />

kr.<br />

stk.<br />

Klementínur 950 g, Spánn<br />

Nóatúns hamborgarhryggur<br />

1899<br />

kr.<br />

kg<br />

Krónan<br />

mælir með!<br />

Sjúklega gott!<br />

FRIÐRIK V<br />

Veislumatur<br />

FRIÐRIK V<br />

Veislumatur<br />

Lambalæri með sveppum og púrtvíni, úrval fyllinga<br />

3199<br />

kr.<br />

kg<br />

Bakið í 7 mínútur<br />

30 smákökur<br />

899<br />

kr.<br />

stk.<br />

17 Sortir smákökudeig, úrval bragðtegunda<br />

Framleiðandi Norðlenska Húsavík, s 460-8800<br />

Framleiðandi Norðlenska Húsavík, s 460-8800<br />

Tilboðin gilda til 26. desember. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Afgreiðslutímar á www.kronan.is


24 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

RAUÐA KROSS BÚÐIN<br />

kom unga<br />

fólkinu á óvart<br />

Rauði Krossinn á Suðurnesjum rekur fataverslun við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ þar sem boðið er<br />

upp á fatnað sem fólk á svæðinu hefur gefið. Þar er mikið úrval af alls kyns fatnaði í öllum stærðum og<br />

gerðum. Við fengum með okkur tvo unga Suðurnesjamenn, þau Özru Crnac og Arnór Breka til þess að<br />

fara í Rauðakross-búðina og kaupa tvö „outfit“, eitt hversdags og annað aðeins fínna fyrir jólin. Þau<br />

fengu 10.000 krónur í heildina til þess og tókst vel til.<br />

AZRA:<br />

„Mun hiklaust fara aftur<br />

með vinkonurnar í eftirdragi“<br />

●●Magnað að geta endurnýtt gamlar flíkur sem eru að ●<br />

koma aftur í tísku á hagkvæman og umhverfisvænan hátt<br />

„Pelsinn er<br />

hægt að nota<br />

við marga viðburði<br />

hvort sem<br />

það er rölt á<br />

Laugaveginum<br />

á köldum vetradegi<br />

eða á leiðinni<br />

í jólaboð.“<br />

„Þetta verkefni sem við fengum var afar krefjandi. Ég vissi í<br />

rauninni ekki hvað ég var að koma mér út í en það hljómaði<br />

spennandi. Um leið og ég gekk inn í Rauða Krossinn blasti<br />

við mér fullt af fallegum flíkum og það tók mig ekki langan<br />

tíma að finna mér föt sem ég varð strax ástfangin af,“ sagði<br />

Azra Crnac.<br />

„Ég valdi mér tvær yfirhafnir, tvennar buxur, peysu og bol.<br />

Yfirhafnirnar hafði ég hugsað sem smá „blast from the past“<br />

sem ætti við okkar nútíma tísku. Ég hef lengi leitað mér að<br />

dúnúlpu við hæfi, sem mér þykir temmilega „oversized“ en<br />

ekki of síð. Viti menn, það leyndist ein slík í fatarekkanum<br />

í búðinni. Það var fyrsta flíkin sem ég fann. Svo fann ég<br />

fallegan „vintage“ pels sem mig hefur lengi dreymt um en<br />

það er ótrúlegt hvað það leynast margar gersemar þarna<br />

inni. Pelsinn er hægt að nota við marga viðburði, hvort<br />

sem það er rölt á Laugaveginum á köldum vetrardegi eða<br />

á leiðinni í jólaboð. Buxurnar voru ekki af verri gerðinni,<br />

mjög einfaldar gallabuxur sem ég fann með aðstoð starfsfólks.<br />

Starfsfólkið átti mikinn þátt í fatavalinu en ég þurfti<br />

ekki annað en að lýsa fyrir þeim flíkinni sem ég hafði séð<br />

fyrir mér og á augabragði voru þær mættar með hana skælbrosandi.<br />

Svoleiðis fann ég einmitt fínu, útvíðu buxurnar<br />

sem ég klæðist við pelsinn. Ég vildi fá slíkar buxur við fallegan<br />

bol sem myndi falla vel saman. Bolurinn sem ég valdi<br />

er ekkert ósvipaður „gatsby“ fílingnum og fannst mér hann<br />

mjög viðeigandi. Þessi ferð mín í Rauða krossinn skildi<br />

eftir hlýja minningu í hjartanu. Ég sá svo mikið og mér<br />

finnst magnað að geta endurnýtt gamlar flíkur sem eru að<br />

koma aftur í tísku á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.<br />

Það skemmir ekki reynsluna að starfsfólkið er gríðarlega<br />

hvetjandi og huggulegt. Reynslan mín var svo jákvæð að<br />

ég mun hiklaust nýta mér það að fara þangað aftur og helst<br />

með vinkonur mínar í eftirdragi.“<br />

„Ég hef lengi leitað<br />

mér að dúnúlpu<br />

við hæfi, sem mér<br />

þykir temmilega<br />

„oversized“<br />

en ekki of síð.“<br />

„Jóladressið<br />

var því samsett<br />

af kjólfötum<br />

að<br />

ofan, svartri<br />

skyrtu, vínrauðri<br />

slaufu<br />

og fann svo<br />

þessa fínu<br />

Chelsea<br />

boots.“<br />

Ég valdi mér<br />

flottan vax<br />

jakka, svartan<br />

bol, svartar<br />

gallabuxur<br />

og brúna fína<br />

kuldaskó í<br />

venjulega<br />

„outfittið“<br />

mitt.“<br />

ARNÓR BREKI:<br />

„Klárt mál að ég mun fara oftar<br />

að skoða og kaupa mér föt“<br />

●●Þarna leynast mikið af flottum ódýrum fatnaði<br />

„Þetta verkefni sem við fengum að taka þátt í var<br />

mjög spennandi og skemmtilegt. Ég var ekki alveg<br />

viss um hvað ég væri að koma mér út í og ég hafði<br />

ekki hugmynd um það hvort ég myndi finna mér<br />

eitthvað af flottum fötum. Ég hafði litlar væntingar<br />

en mér brá verulega þegar ég kom á staðinn og sá<br />

mikið af flottum fatnaði sem ég bjóst ekki við að<br />

væri til. Ég valdi mér flottan vaxjakka, svartan bol,<br />

svartar gallabuxur og brúna fína kuldaskó í venjulega<br />

„outfittið“ mitt. Það tók mig ekki langan tíma<br />

að finna fötin en ég var gríðarlega ánægður með útkomuna<br />

og þetta er klárlega fatnaður sem ég myndi<br />

ganga í hversdagslega.<br />

Að velja jóladressið var aðeins meira krefjandi<br />

en gaman. Það var mikið af flottum jakkafötum í<br />

ýmsum stærðum. Eftir dágóða leit fann ég geggjuð<br />

kjólföt sem ég gat bara ekki látið vera. Þau pössuðu<br />

vel á mig og urðu fyrir valinu. Jóladressið var því<br />

samsett af kjólfötum að ofan, svartri skyrtu, vínrauðri<br />

slaufu og fann svo þessa fínu „Chelsea boots.“<br />

Ég er virkilega ánægður með það sem ég valdi<br />

mér. Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Starfsfólkið<br />

er alveg yndislegt og virkilega hjálpsamt og<br />

vil ég þakka þeim sérstaklega. Það er alveg klárt mál<br />

að ég mun fara oftar í Rauða Krossinn að skoða mér<br />

og kaupa föt. Þar leynist greinilega mikið af flottum<br />

fötum á mjög ódýru verði.“<br />

„Starfsfólkið er alveg yndislegt og virkilega<br />

hjálpsamt og vil ég þakka þeim sérstaklega“<br />

Páll Orri Pálsson<br />

pop@vf.is


16-3280 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA<br />

Starfsfólk Isavia óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar<br />

á komandi ferðaári. Þökkum kærlega fyrir árið sem er að líða.


26 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

SENDUM ÍBÚUM<br />

Í VOGUM BESTU<br />

ÓSKIR UM<br />

GLEÐILEG JÓL OG<br />

FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

Gleðilega hátíð<br />

Við óskum þér og fjölskyldu þinni<br />

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.<br />

Við þökkum kærlega vinskapin á árinu<br />

sem senn er að líða.<br />

Við munum vera með lokað frá og með:<br />

23.des - 3.jan 2017.<br />

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári,<br />

starfsfólk Hjá Höllu.<br />

Lutool Combo Kit<br />

allt settið aðeins<br />

17.890<br />

Combo<br />

sett<br />

Skrúfvél<br />

Keflavíkurkirkja ómar öll!<br />

Keflavíkurkirkja skartar sínu fegursta<br />

þessa aðventuna. Endurbótum á innréttingum<br />

kirkjuskipsins er lokið og<br />

kirkjan ljómar sem aldrei fyrr. Tónlistin<br />

skipar stóran sess í helgihaldinu<br />

og hafa allir kórar kirkjunnar látið<br />

raust sína hljóma þessa aðventuna.<br />

Leikskóla- og grunnskólabörn hafa<br />

komið og flutt helgileiki við góðar<br />

undirtektir og sungið jólalög. Reykjanesbær<br />

var með sína árlegu jólaföstu<br />

þar sem öllu starfsfólki bæjarins var<br />

boðið til árlegrar „jólaföstu í Keflavíkurkirkju”<br />

með tónlist og söng og<br />

endaði svo á að fá sér heitt súkkulaði<br />

og með því. Með þessari venju sem<br />

nær nú áratug aftur í tímann, leggur<br />

starfsmannafélag bæjarins til fé í Velferðarsjóð<br />

á Suðurnesjum, sem ella<br />

hefði verið varið í veisluhöld á aðventunni.<br />

Fyrsti sunnudagur í aðventu hófst<br />

með hefðbundnu helgihaldi við messu<br />

klukkan 11:00 og kom það svo í hlut<br />

kórs eldri borgara á Suðurnesjum,<br />

Eldeyjarkórsins, að syngja um kvöldið.<br />

Rúmlega 60 manns eru í þessari gleðisöngsveit.<br />

Annan sunnudag í aðventu var ljósamessa<br />

í Keflavíkurkirkju. Fermingarbörn<br />

skiptu á milli sín helgitextum<br />

og tendruðu ljós eftir hvern lestur.<br />

Að kvöldi dags kom það svo í hlut<br />

Kórs Keflavíkurkirkju að syngja í<br />

endurbótamessu. Fagnað var formlega<br />

endurbótum kirkjunnar, þar sem<br />

Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður<br />

sóknarnefndar og Páll Bjarnason,<br />

hönnuður framkvæmdanna,<br />

fluttu ávarp. Kirkjukórinn söng jólasálma<br />

og tveir kórfélagar sungu einsöng<br />

í „Laudate Dominum“ eftir Mozart<br />

og „Ó, helga nótt“ eftir Adams.<br />

Þriðji sunnudagur í aðventu hófst með<br />

helgistund í kirkjunni en svo tók við<br />

jólaball í safnaðarheimilinu þar sem<br />

yngri hópur úr „Skapandi starfi“ kom<br />

fram. Skapandi starf er verkefni sem<br />

hrundið var af stað í fyrra og hefur<br />

gefist mjög vel. Markmiðið er að hver<br />

og einn einstaklingur læri og þori<br />

að vera hann sjálfur í söng og leik.<br />

75 börn á aldrinum 7 til 15 ára eru í<br />

þessum hópi. Um kvöldið voru það<br />

svo eldri börnin í skapandi starfi sem<br />

komu fram ásamt sönghópnum „Vox<br />

felix“, eða „Hamingjuröddunum“.<br />

Vox felix var stofnaður fyrir fjórum<br />

árum fyrir tilstuðlan Sigurðar Grétars<br />

Sigurðssonar, þáverandi Útskálaklerks.<br />

Hópurinn er samstarfsverkefni<br />

allra sjö sókna á Suðurnesjum<br />

og hefur vaxið mjög á þessum fjórum<br />

árum. Núna skipa 28 manns hópinn,<br />

og hafa meðlimir þar að auki stofnað<br />

hljómsveit, með bassa, gítar og cajon<br />

trommu. Vox felix hefur haft nóg<br />

að gera þessa aðventuna og kemur<br />

flokkurinn fram, alls tólf sinnum.<br />

Framundan í kirkjunni eru svo hátíðarmessur<br />

um jól og áramót. Þetta<br />

er sannarlega innihaldsríkur tími þar<br />

sem hver og einn ætti að geta fundið<br />

eitthvað við sitt hæfi. Þrjár messur eru<br />

í kirkjunni á aðfangadag: Barnastund<br />

klukkan 16:00, hátíðarmessa klukkan<br />

18:00 og svo miðnæturmessa klukkan<br />

23:30. Í miðnæturmessunni, sem ber<br />

heitið „Nóttin var sú ágæt ein“ er<br />

komin hefð fyrir því að sönghópurinn<br />

Kóngarnir syngi. Kóngarnir er söngkvartett<br />

skipaður fjórum körlum úr<br />

Kór Keflavíkurkirkju. Stundin er látlaus<br />

og allt sungið „a-capella“ það er<br />

án meðleiks hljóðfæra.<br />

Barnakór Keflavíkurkirkju.<br />

Eldey, kór eldri borgara.<br />

Kór Keflavíkurkirkju.<br />

Vox Felix, ungmennakór kirknanna.<br />

Hátíðarmessa er á jóladag klukkan<br />

14:00, gamlársdag klukkan 18:00 og á<br />

nýársdag klukkan 14:00.<br />

Óhætt er að segja að Keflavíkurkirkja<br />

ómi og ljómi þessa hátíð sem aðrar og<br />

horfum við björtum augum til komandi<br />

tíma um leið og við byggjum á<br />

góðum grunni þjónustu sem nær nú<br />

heila öld aftur í tímann og við þreytumst<br />

ekki á að rifja upp.<br />

Gleðileg jól!<br />

Arnór Vilbergsson<br />

organisti Keflavíkurkirkju<br />

Almannavarnir loka<br />

Valahnúk vegna risasprungu<br />

Stingsög<br />

Fjölnotatæki<br />

Kletthálsi 7, Reykjavík<br />

Fuglavík 18, Reykjanesbæ<br />

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is<br />

■■Í samráði við Almannavarnir og Reykjanesbæ hefur Valahnúk á Reykjanesi verið lokað fyrir umferð fólks. Stór<br />

sprunga við brún Valahnúks hefur stækkað undanfarið og óhjákvæmilega mun sá hluti hrynja úr hnúknum.<br />

Varhugavert getur verið að vera nálægt brúninni ef og þegar hrun á sér stað.<br />

„Í samráði við almannavarnir og Reykjanesbæ var því tekin sú ákvörðun fyrir síðustu helgi að loka fyrir uppgöngu á<br />

Valahnúk. Lokunin gildir þar til annað verður ákveðið. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun skilning og upplýsið ykkar<br />

ferðamenn um hættuna sem fylgir uppgöngu ef þeir taka ekki mark á merkingum á svæðinu,“ segir Eggert Sólberg Jónsson<br />

hjá Reykjanes Geopark á vef ferðaþjóna á Reykjanesi á Facebook.


Gleðilega hátíð ljóss og friðar<br />

Starfsfólk HS Orku óskar ykkur birtu og gleði um jólin,<br />

orku og farsældar á nýju ári.<br />

www.hsorka.is


markhönnun ehf<br />

Gott og ódýrt fyrir jólin…<br />

Hátíðarlambalæri<br />

Hátíðarlambalæri marinerað - Goði<br />

1.594 KR<br />

KG<br />

Áður: 1.898 kr/kg<br />

22%<br />

20%<br />

Lambahryggur<br />

frosinn heill<br />

1.778 KR<br />

KG<br />

Áður: 2.279 kr/kg<br />

nýtt í<br />

Goði Pítubuff<br />

með 6 brauðum<br />

1.278 KR<br />

pK<br />

Áður: 1.598 kr/pk<br />

Hátíðarsúpa<br />

Humarsölunnar,<br />

850 ml<br />

1.298 KR<br />

pK<br />

Humar er<br />

ómissandi á<br />

veisluborðið!<br />

nýtt í<br />

Humar VIP<br />

millistærð 800 gr.<br />

5.898 KR<br />

pK<br />

20%<br />

20%<br />

Humar brauðaður<br />

500 gr.<br />

1.598 KR<br />

pK<br />

Áður: 1.598 kr/pk<br />

23%<br />

X-tra<br />

Tartalettur<br />

10 stk<br />

199 KR<br />

pK<br />

Áður: 259 kr/pk<br />

Okkar Laufabrauð<br />

8 stk.<br />

1.094 KR<br />

pK<br />

Áður: 1.367 kr/pk<br />

Coop Loftkökur<br />

Tylstrup 200 gr.<br />

199 KR<br />

pK<br />

Áður: 249 kr/pk<br />

Tilboðin gilda 21 . – 24. desember 2016<br />

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Opnun verslana yfir hátíðarnar<br />

Skrautlegu jólapeysurnar<br />

25%<br />

2.249 kr.<br />

Áður: 2.998 kr/stk<br />

Mackintosh<br />

1,3 kg.<br />

1.798 KR<br />

pK<br />

Celebrations<br />

750 gr.<br />

1.999 KR<br />

pK<br />

Áður: 2.398 kr/pk<br />

Lindor<br />

Mjólkursúkkulaði<br />

200 gr.<br />

699 KR<br />

pK<br />

Áður: 998 kr/pk<br />

34%<br />

Eplaskífur Coronet<br />

20 stk 560 gr.<br />

299 KR<br />

pK<br />

Áður: 398 kr/pk<br />

25%<br />

Daisy Ísterta<br />

2 tegundir - 1100 ml.<br />

1.398 KR<br />

pK<br />

Áður: 1.598 kr/pk<br />

Only Jólakúlur<br />

Súkkulaði 400 gr.<br />

498 KR<br />

pK<br />

Annas Piparkökuhús<br />

300 gr.<br />

395 KR<br />

STK<br />

Áður: 599 kr/pk<br />

www.netto.is<br />

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


30 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Kvennakór Suðurnesja söng undir stjórn<br />

Dagnýjar Þ. Jónsdóttur. VF-myndir/pket.<br />

Þökkum ánægjuleg<br />

viðskipti á árinu sem<br />

er að líða.<br />

Gleðilegt nýtt bílaár!<br />

Jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja<br />

■■Húsfyllir var á jólatónleikum Kvennakórs Suðurnesja í Ytri-Njarðvíkurkirkju á dögunum. Gestir á tónleikunum<br />

voru ungmennakórinn Vox Felix og barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.<br />

Kórarnir sungu jólalög og þá flutti séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir hugvekju.<br />

Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir. Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi svifið yfir<br />

vötnum í Njarðvíkurkirkju þetta kvöld sem var hátíðlegt.<br />

Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar<br />

söng nokkur lög undir stjórn<br />

Birtu Rósar Sigurjónsdóttur.<br />

Birta Rós Arnórsdóttir söng einsöng<br />

með Kvennakórnum.<br />

NÚ BORGAR SIG<br />

AÐ SKILA<br />

SÍÐASTI ÚTDRÁTTUR<br />

24. DESEMBER<br />

ipti á árinu sem er að líða.<br />

2016<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Skafmiðaleikur Víkurfrétta<br />

og<br />

og<br />

og<br />

verslana<br />

verslana<br />

verslana<br />

á<br />

á<br />

á<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

og verslana á Suðurnesjum<br />

SKÖTUHLAÐBORÐ<br />

Í Officeraklúbbnum 23. desember frá 11.30 til 14.00<br />

Verð kr. 3.700,-<br />

Allir velkomnir<br />

Borðapantanir í síma 421-4797<br />

FORRÉTTIR<br />

Síldarsalöt, þrjár tegundir<br />

Reyktur lax með piparótarsósu<br />

Grafinn lax með sinnepssósu<br />

Sjávarréttasalat<br />

Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp<br />

Villibráðarpaté<br />

AÐALRÉTTIR<br />

Kæst skata og tindabikkja<br />

Skötustappa<br />

Siginn fiskur<br />

Plokkfiskur<br />

Saltfiskur<br />

Hangikjöt með uppstúf<br />

MEÐLÆTI<br />

Hnoðmör, hamsatólg, lauksmjör,<br />

hrásalat, laufabrauð, rúgbrauð,<br />

kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál<br />

EFTIRRÉTTUR<br />

Ris a la mande


Gleðileg jól,<br />

þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og<br />

Gleðilegt nýtt ár<br />

Holtsgötu 56, 260 Reykjanesbæ // 421 2000


32 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Val á íþróttafólki ársins 2016<br />

Ungmennafélag Njarðvíkur<br />

Verðlaunuð verða íþróttakona og íþróttakarl hjá hverri deild<br />

og síðan þau sem hljóta heiðurinn að vera íþróttafólk UMFN 2016.<br />

Hófið verður haldið í Íþróttahúsinu í Njarðvík, fundarsal UMFN,<br />

þriðjudaginn 27. desember nk. og hefst kl. 17:30.<br />

Við hvetjum alla til að mæta og samfagna okkar frábæra íþróttafólki.<br />

Aðalstjórn UMFN<br />

29 nemendur útskrifast<br />

frá Fisktækniskóla Íslands<br />

Falleg grein<br />

á leiðið<br />

1.990 kr<br />

Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifaði 29 nemendur<br />

frá Fisktækniskóla Íslands nú í desember. Í hópnum voru<br />

tíu fisktæknar, ellefu gæðastjórar og átta sem voru útskrifaðir<br />

sem Marel-vinnslutæknar. Þetta var í þriðja skipti sem<br />

skólinn útskrifar nemendur frá því að námskrá skólans var<br />

formlega samþykkt árið 2012 og hafa nú alls um 90 nemendur<br />

útskrifast frá skólanum. Auk kennslu til grunnnáms<br />

á framhaldsskólastigi og sérnáms hefur námskeiðahald<br />

verið stór þáttur í starfsemi skólans á árinu og hafa um 800<br />

starfandi einstaklingar úr sjávarútvegi, fiskeldi og vinnslum<br />

af öllu landinu, sótt námskeið á vegum skólans.<br />

Frá stofnun skólans fyrir nær átta árum hefur verið lögð<br />

mikil áhersla á að auk kennslu í Grindavík yrði nám í fisktækni<br />

í boði sem víðast á landinu. Að sögn Ólafs Jón Arnbjörnssonar,<br />

skólameistara Fisktækniskóla Íslands hafur<br />

það markmið náðst enda stunduðu um 60 nemendur nám<br />

á þremur stöðum á landinu í góðu samstarfi við framhaldsskóla,<br />

símenntunarmiðstöðvar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi<br />

á hverjum stað nú á haustönn.<br />

Nú stendur yfir innritun á vorönn og auk tveggja ára<br />

grunnáms í Fisktækni og sérnáms í Marel-vinnslutækni og<br />

Gæðastjórnun verður í fyrsta skipti boðið upp á nýtt eins<br />

árs sérnám í Fiskeldi. Námið er sniðið fyrir þessa vaxandi<br />

iðngrein á Íslandi og er unnið í samstarfi við Háskólann á<br />

Hólum.<br />

Ekta<br />

leðurhanskar<br />

fyrir dömur<br />

3.900 kr<br />

Verzlun<br />

Fjölskylduhjálpar<br />

Íslands<br />

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ<br />

Iðufelli 14, Reykjavík<br />

Opið alla virka daga milli 13-18<br />

Arnar og Björn afhentu Önnu Valdísi<br />

styrk frá Kiwanisklúbbnum.<br />

Arnar og Björn með Þórunni frá Velferðarsjóði Suðurnesja.<br />

Kiwanismenn afhentu styrki<br />

■■Kiwanisklúbburinn Keilir er með<br />

sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðjunni.<br />

Auk trjáa eru í boði leiðiskrossar<br />

og skreyttar greinar. Þetta<br />

er stærsta fjáröflun Keilis og rennur<br />

allur ágóði til líknarmála. Það er<br />

hluti af jólahefð hjá fjölmörgum fjölskyldum<br />

á Suðurnesjum að kaupa<br />

jólatré af Kiwanisklúbbnum og færir<br />

hann þeim sínar bestu þakkir fyrir,<br />

segir í tilkynningu frá klúbbnum.<br />

Í upphafi sölunnar voru afhentir<br />

styrkir til Velferðarsjóðs og Fjölskylduhjálpar<br />

líkt og undanfarin ár,<br />

Skúli Magnússon forseti Keilis og<br />

Arnar Ingólfsson formaður styrktarnefndar<br />

sáu um afhendingu styrkjanna.<br />

Þórunn Þórisdóttir tók við<br />

styrknum fyrir hönd Velferðarsjóðs<br />

og Anna Valdís Jónsdóttir fyrir hönd<br />

Fjölskylduhjálpar. Anna Valdis notaði<br />

þetta tækifæri og afhendi Kiwanisklúbbnum<br />

viðurkenningu Fjölskylduhjálpar,<br />

Hjálparengil 2016.<br />

Margrét Arna Eggertsdóttir og Kjartan Már Kjartansson við undirritun samnings<br />

um akstursþjónustu fyrir fólk með fötlun. Mynd af vef Reykjanesbæjar.<br />

Ferðaþjónusta Reykjaness áfram<br />

með akstur fólks með fötlun<br />

■■Ferðaþjónusta Reykjaness mun áfram sinna akstri fólks með fötlun í<br />

Reykjanesbæ. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum. Samningurinn<br />

var gerður í kjölfar útboðs þar sem tvö fyrirtæki sendu inn tilboð.<br />

Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi í apríl á næsta ári.<br />

Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þjónustunni undanfarin ár og mun halda<br />

sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir<br />

fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera fólki kleift að stunda vinnu, nám eða sækja<br />

sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir.<br />

Óska Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegra jóla<br />

og farsældar á nýju ári<br />

Kærar þakkir fyrir stuðninginn á liðnum árum.<br />

Lifið heil, Páll Valur Björnsson


ÞAÐ ERU ALLIR PARTUR<br />

AF OMNIS FJÖLSKYLDUNNI<br />

HAFÐU<br />

ÞAÐ GOTT<br />

UM JÓLIN<br />

Ipad Air 2<br />

32GB WiFi<br />

Lenovo<br />

IT Tab 3-7”<br />

Samsung<br />

snjalltæki frá<br />

29.900,-<br />

Lenovo<br />

Yoga 310,1”<br />

10” spjaldtölva<br />

Fartölvur<br />

frá aðeins<br />

39.990,-<br />

66.990,-<br />

14.990,-<br />

49.900,-<br />

Blutooth<br />

hátalarar<br />

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200<br />

Úrvalið af tölvu<br />

og fylgihlutum<br />

eru í Omnis<br />

REYKJANESBÆ


34 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Osteopatar<br />

alltaf með svör<br />

●●Reynir á skipulag og sjálfsaga<br />

●●Nóg að gera að námi loknu<br />

●●Draumurinn að vinna með íþróttamönnum í fremstu röð, ●<br />

segir Unnar Már Unnarsson. Suðurnesjamenn fjölmennir í Svíðþjóð.<br />

Páll Orri Pálsson<br />

pop@vf.is<br />

Unnar Már Unnarsson er 21 árs<br />

Keflvíkingur sem stundar nám við<br />

skandinavíska Osteopataskólann í<br />

Svíþjóð og er að læra að verða osteopati.<br />

Hann hefur alltaf haft mikinn<br />

áhuga á líkamanum og heilsu en þegar<br />

hann fór til Péturs Péturssonar heitins<br />

sem hjálpaði honum í gegnum meiðsli<br />

kviknaði áhuginn á náminu. Fjórir<br />

aðrir Suðurnesjamenn eru í sama<br />

námi í skólanum. Námið fer fram eina<br />

viku í mánuði í Svíþjóð í 5 ár en samhliða<br />

því sinnir hann heimanámi á<br />

Íslandi.<br />

„Ég hef alltaf haft ótrúlega mikinn<br />

áhuga á líkamanum, líkamsrækt og<br />

heilsu yfir höfuð og svo hefur maður<br />

náttúrlega verið að spila fótbolta frá<br />

því maður byrjaði að standa í lappirnar,<br />

og þeir sem eru í boltanum vita<br />

vel að því geta fylgt meiðsli. Ég var svo<br />

ótrúlega heppinn að vera einn af þeim<br />

sem fékk að kynnast hinum elskulega<br />

Pétri Péturssyni sem við könnumst<br />

öll við af Suðurnesjum og hann<br />

hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég<br />

var að glíma við meiðsli. Það var þá<br />

þar sem ég fékk mikinn áhuga á að<br />

verða osteopati, þegar ég sá að hann<br />

hafði nánast alltaf svör við öllu. Hann<br />

náði einhvern veginn alltaf að koma<br />

mér á völlinn aftur með ótrúlegustu<br />

aðferðum sem er einmitt það sem<br />

osteopatar hafa oftast fram yfir aðra<br />

í þessum bransa, mjög mikið af aðferðum<br />

til að laga fólk. Ég hafði það<br />

alltaf á bak við eyrað að ég vildi verða<br />

osteopati í framtíðinni þar sem ég<br />

hafði mikinn áhuga en á þessum tíma<br />

var ég bara ennþá í Fjölbrautaskóla<br />

Suðurnesja. Ég lét svo loksins verða af<br />

því eftir að hafa tekið eina önn í viðskiptafræði<br />

í Flórída í byrjun árs þar<br />

sem ég var engan veginn að fíla mig,“<br />

segir Unnar.<br />

Það reynir mikið á skipulag og sjálfsaga<br />

í þessu námi þar sem stór hluti<br />

þess fer fram á Íslandi í heimanámi<br />

en mastersnámið tekur fimm ár og<br />

saman stendur af níu önnum. Námið<br />

er nokkuð dýrt en önnin kostar eina<br />

milljón króna. Með Unnari í náminu<br />

eru fjórir ungir Suðurnesjamenn.<br />

„Það er ótrúlegt að segja frá því en<br />

við sóttum öll um þetta nám án þess<br />

að vita hvert af öðru. Það er þvílík<br />

tilviljun að það séu eingöngu fjórir<br />

íslendingar í þessum bekk sem við<br />

erum í og að við séum öll frá Suðurnesjum<br />

og þekkjumst mjög vel, sem er<br />

náttúrlega bara stór plús.“<br />

Unnar býr hjá keflvíska knattspyrnumanninum<br />

Elíasi Má Ómarssyni, leikmanni<br />

IFK Gautaborg, þegar hann er<br />

úti en aðrir leigja sér íbúð.<br />

Er erfitt að fá starf sem<br />

osteopati á Íslandi?<br />

„Osteopatar starfa sjálfstætt eftir að<br />

þeir útskrifast, svo að svarið er nei,<br />

það er ekki erfitt að fá starf þar sem<br />

flestir stofna bara sitt eigið fyrirtæki<br />

og vinna sjálfstætt eða með öðrum<br />

osteopötum. Það eru náttúrlega ótrúlega<br />

fáir osteopatar á Íslandi og tel<br />

ég mikla þörf fyrir fleiri svo ég held<br />

að það verði nóg að gera hjá manni<br />

að loknu námi. Draumastarfið mitt<br />

innan osteopatíunnar væri að vinna<br />

með íþróttamönnum í fremstu röð.<br />

Ég hef sjálfur verið í íþróttum allt<br />

mitt líf og held að osteopatar eigi<br />

eftir að koma enn meira inn í íþróttirnar<br />

á næstunni og þá sérstaklega<br />

hjá klúbbum og íþróttamönnum sem<br />

spila í efstu deildum.“<br />

Hann segir það skemmtilegasta við<br />

námið að æfa sig í höndunum. Það<br />

er mjög stór hluti af starfinu. Anatómía<br />

er eftirlætis fagið þar sem hann<br />

lærir um alla vöðva í líkamanum,<br />

hvar þeir festast og hvernig þeir virka.<br />

„Við lærum svo öll bein og hvernig<br />

vöðvar og beinin vinna saman í að<br />

halda okkur uppi og hreyfa okkur. Það<br />

er allt kennt á latínu eins og oftast er<br />

gert í anatómíu. Þar þarf að læra rosalega<br />

djúpt inn á líkamann og öll kerfi í<br />

honum til að verða sem bestur og geta<br />

unnið vel með höndunum og hjálpað<br />

fólki. Það virkar vel að vera í verklegum<br />

æfingum og bóklegum saman<br />

sem gerir þetta ótrúlega skemmtilegt.<br />

Það hjálpar mikið til þegar við erum<br />

að fara yfir þungt efni að komast í<br />

smá verklegar æfingar inn á milli, það<br />

er bara algjörlega nauðsynlegt,“ segir<br />

Unnar en honum finnst skemmtilegast<br />

að ‘palpate-a’, en þá æfa nemendur<br />

sig að finna vöðva á hver öðrum.<br />

Unnar og Emil á svokölluðum beinalager.<br />

Unnar að skoða hreyfigetuna á milli hryggjaliða í viktori.<br />

Sóley að athuga með vöðvann Psoas Major hja Unnari og er að losa um spennu þar.


Gleymdirðu<br />

einhverju?<br />

Þú getur andað rólega. Í 10–11, Fitjum finnur<br />

þú allt sem gleymdist að kaupa í jólastressinu.<br />

Við vitum öll hvernig þetta er.<br />

Gleðileg jól, takk fyrir viðskiptin á árinu<br />

og hafðu það sem best yfir hátíðarnar.<br />

24. des. Opið til 17<br />

25. des. Lokað<br />

26. des. Opið 24/7<br />

31. des. Opið 24/7<br />

1. jan. Opið 24/7<br />

HOLLUR SKYNDIBITI<br />

Opnunartími Fitjum<br />

Hringir inn jólin<br />

Opnunartími Fitjum<br />

23. des 10–22<br />

26. des Lokað<br />

23. des 7–22<br />

26. des 7–22<br />

24. des Lokað<br />

31. des Lokað<br />

24. des 7–16<br />

31. des 7–16<br />

25. des Lokað<br />

1. jan Lokað<br />

25. des Lokað<br />

1. jan 10–22


36 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

ÁRATUGUR FRÁ STRANDI WILSON MUUGA Í HVALSNESFJÖRU VIÐ SANDGERÐI<br />

STÍMDI BEINT TIL<br />

LANDS Á FULLRI FERÐ<br />

Áratugur er liðinn síðan flutningaskipið Wilson Muuga strandaði í Hvalsnesfjöru við Sandgerði. Strandið átti sér stað seint um nótt þann 19. desember 2006.<br />

Fjórtán manna áhöfn var á flutningaskipinu. Í aðdraganda björgunaraðgerða fórst bátsmaður af léttabáti frá danska varðskipinu Triton.<br />

Hilmar Bragi Bárðarson<br />

hilmar@vf.is<br />

Flutningaskipið Wilson Muuga stímdi<br />

beint til lands á fullri ferð án þess að<br />

áhöfnina grunaði hvað framundan<br />

væri. Þetta kom fram í sjóprófum sem<br />

fram fóru í Héraðsdómi Reykjaness<br />

vegna strandsins. Kom í ljós að bæði<br />

sjálfsstýring skipsins og svokallaður<br />

gírókompás biluðu. Gírókompásinn<br />

sýndi stefnu í hásuður þótt skipið<br />

hefði í raun hrakist af leið vegna<br />

hliðarvinds. Í sjóprófunum kom fram<br />

að gert hefði verið við gírókompásinn<br />

í byrjun desember vegna bilunar.<br />

Yfirstýrimaður skipsins, sem var við<br />

stjórnvölinn þegar skipið strandaði,<br />

vissi hins vegar ekki af viðgerðinni.<br />

Beiðni um dráttarbát barst frá Wilson<br />

Muuga seint um nótt. Í fyrstu var<br />

ekki vitað hvar skipið væri strandað<br />

en björgunarskip voru send út bæði<br />

frá Sandgerði og Grindavík. Skipið<br />

fannst svo langt uppi í fjöru við<br />

Hvalsneskirkju. Viðbragðsaðilar settu<br />

upp aðstöðu við Hvalsneskirkju en<br />

þaðan sást vel yfir strandstaðinn.<br />

Danska varðskipið Triton heyrði<br />

hjálparbeiðnina frá Wilson Muuga<br />

og bauð fram aðstoð sína. Var léttabátur<br />

sjósettur frá skipinu með átta<br />

mönnum. Mjög þung alda var úti<br />

fyrir Sandgerði, ölduhæðin margir<br />

metrar og aðstæður mjög erfiðar.<br />

Léttabátnum hvolfdi í brimgarðinum<br />

ekki langt frá strandstað. Við<br />

þetta slys breyttist atburðarásin.<br />

Bátsmennirnir voru hætt komnir<br />

í brimsköflunum þegar bát þeirra<br />

hvofldi. Mannskapurinn var mjög<br />

vel þjálfaður og höfðu þeir náð að<br />

krækja sig saman þegar áhöfn þyrlu<br />

Landhelgisgæslunnar fann þá. Einn<br />

þeirra drukknaði en gat hafði komið<br />

á björgunarbúning hans en hinum<br />

var bjargað með ævintýralegum hætti<br />

úr öldum sem voru á hæð við þriggja<br />

hæða hús og vann þyrlusveit Landshelgisgæslunnar<br />

þar mikið afrek.<br />

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum<br />

höfðu á þessum tímapunkti<br />

verið kallaðar út og þá var óskað<br />

eftir aðstoð björgunarsveita af<br />

höfuðborgarsvæðinu með mesta<br />

forgangi. Hluti björgunarliðsins<br />

vann að aðgerðum við strandstað<br />

Wilson Muuga á meðan aðrir tóku<br />

þátt í leit að danska sjóliðanum.<br />

Samskiptin við skipstjóra Wilson<br />

Muuga gengu erfiðlega framan af.<br />

Hann vildi ekki láta bjarga áhöfninni<br />

frá borði en björgunarsveitir höfðu<br />

frá því í birtingu unnið að því að<br />

koma línu um borð í skipið. Einnig<br />

voru þyrlur Landhelgisgæslunnar<br />

tiltækar til að hífa áhöfnina í land.<br />

Skipstjórinn vildi hins vegar bara fá<br />

dráttarbát til að draga skipið á flot og<br />

halda ferðinni til Rússlands áfram.<br />

Hann gerði sér enga grein fyrir aðstæðum<br />

og hversu langt upp í fjöruna<br />

skipið var komið. Skipbrotsmenn<br />

voru þó fluttir í land þegar líða tók á<br />

daginn og síðdegis þann 19. desember<br />

hafði öll áhöfnin verið flutt í land<br />

með þyrlum Landhelgisgæslunnar.<br />

Þegar Wilson Muuga strandaði<br />

aðfaranótt 19. desember 2006 voru<br />

aðstæður mjög slæmar á strandstað,<br />

vaxandi straumur, áhlaðandi og mikill<br />

vindur. Spáð var áframhaldandi<br />

Léttabát af danska varðskipinu Triton rak<br />

upp í fjöru á Hvalsnesi eftir að hafa hvolft<br />

í brimrótinu þar sem einn bátsverji fórst.<br />

roki næstu daga. Um borð í skipinu<br />

voru 145 tonn af svartolíu og 33 tonn<br />

af annarri olíu. Var í upphafi óttast<br />

að olía úr skipinu gæti komist út í<br />

umhverfið og valdið mengunarslysi<br />

og var strax hafist handa við að gera<br />

ráðstafanir til að fjarlægja olíuna<br />

úr skipinu. Tókust þær aðgerðir<br />

giftusamlega og lítil olía komst út í<br />

umhverfið og olli hverfandi skaða.<br />

Sólarhring eftir strandið töldu menn<br />

litlar líkur á að hægt yrði að bjarga<br />

Wilson Muuga af strandstað. Gunnar<br />

Stefánsson hjá Landsbjörgu sagði í<br />

samtali við Víkurfréttir sólarhring<br />

eftir strandið að það stórsæi á botni<br />

Mikill viðbúnaður björgunarliðs á<br />

fjörukambinum við Hvalsnes.<br />

skipsins eftir að hafa lamist til í óveðrinu<br />

sólarhringinn á undan. Talsverður<br />

leki var kominn í skipið, í lestar og<br />

víðar. Slæm veðurspá var yfirvofandi<br />

og því ljóst að erfitt yrði að koma<br />

fyrir búnaði til að dæla sjó úr skipinu,<br />

sagði í frétt daginn eftir strandið.<br />

Þá var búið að leggja veg að strandstað<br />

strax daginn eftir strand skipsins<br />

til að auðvelda aðkomu að fjörunni<br />

en um 400 metrar voru frá fjörukambi<br />

að skipinu. Gunnar Stefánsson<br />

sagði á vef Víkurfrétta líklegt að að<br />

nýtt Víkartindsmál væri í uppsiglingu.<br />

Skipið snérist mikið á strandstaðnum<br />

fyrsta sólarhringinn. Þá voru allir<br />

botntankar skipsins rifnir og hætta<br />

var á að skipið liðaðist í sundur en<br />

sprungur voru komnar í plötumót.<br />

Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum<br />

var kallað út á aðfangadag<br />

2006 til að leita að olíublautum<br />

fugli nærri strandstað en vart hafði<br />

orðið við olíuleka frá skipinu.<br />

„Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur<br />

algjört forgangsatriði að olíu úr Wilson<br />

Muuga verði hið fyrsta komið<br />

á land til að koma í veg fyrir umhverfisslys<br />

á fjörum og við strendur<br />

bæjarfélagsins af völdum olíumengunar.<br />

Bæjarráð vill hins vegar taka<br />

fram að gæta þarf fyllsta öryggis<br />

á strandstað og að starfsmönnum<br />

verði ekki stefnt í voða í ljósi þess<br />

að nú þegar hefur einn látist<br />

(framhald í næstu opnu)


38 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur<br />

með olíublautan æðarfugl.<br />

Wilson Muuga á strandstað í ársbyrjun<br />

2007. Loðnuflotinn skammt undan.<br />

Víkurfréttamyndir:<br />

Ellert Grétarsson, Þorgils Jónsson,<br />

Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson<br />

Útkallið breyttist fljótt þegar léttabáturinn frá Triton fórst í briminu og leita þurfti af átta bátsmönnum. Einn þeirra fórst.<br />

við björgunarstörf á svæðinu.<br />

Bæjarráð hefur því fullan skilning<br />

á að taka þurfi mið af aðstæðum,“<br />

segir í ályktun sem samþykkt<br />

var á aðfangadag 2006.<br />

„Bæjarráð gerir því ekki athugasemd<br />

við þá ákvörðun sérfræðinga á vegum<br />

Umhverfisstofnunar að vinna<br />

á strandstað verði takmörkuð á<br />

meðan veður og straumar ógna öryggi<br />

starfsmanna á þeirra vegum.<br />

Bæjarráð telur hins vegar rétt að<br />

leggja áherslu á þá skoðun bæjaryfirvalda<br />

að mikilvægt er að vinna við<br />

dælingu olíunnar á land hefjist um<br />

leið og aðstæður til þess skapast og<br />

treystir sérfræðingum Umhverfisstofnunar<br />

og þeim sem á hennar<br />

vegum starfa til að tryggja að svo<br />

verði. Af gefnu tilefni er einnig rétt<br />

að taka það fram að bæjaryfirvöld<br />

eða starfsmenn Sandgerðisbæjar taka<br />

engan þátt í ákvarðanatöku eða framkvæmd<br />

aðgerða á strandstað. Umhverfisráð<br />

bæjarfélagsins, bæjarráð<br />

og bæjarstarfsmenn eru til reiðu<br />

og munu bregðast við ef og þegar<br />

eftir því verður leitað undir stjórn<br />

Umhverfisstofnunar og í samráði<br />

við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja,“<br />

sagði jafnframt í ályktuninni.<br />

Talsvert var tekist á um Wilson<br />

Muuga í ársbyrjun 2007. Bæjaryfirvöld<br />

í Sandgerði hugðust leita<br />

réttar síns fyrir dómstólum ef<br />

eigendur Wilsons Muuga færu ekki<br />

að vinna í því að fjarlægja skipið úr<br />

Hvalsnesfjöru þar sem það hafði<br />

setið í mánuð. Vildu bæjaryfirvöld<br />

meina að útgerð skipsins væri<br />

að tefja brottflutning skipsins.<br />

Starfsmenn Náttúrufræðistofu<br />

Reykjaness fundu talsverða olíumengun<br />

í fjörunni við Wilson Muuga<br />

síðdegis þann 19. febrúar 2007 þegar<br />

þeir gengu fjörur á Hvalsnesi. „Hugsanlegt<br />

er að þar sé að finna örsök<br />

þeirrar olíumengunar sem hundruð<br />

sjófugla lentu í nú um helgina og sést<br />

hafa meðfram ströndum við Garðskaga.<br />

Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja<br />

hefur verið gert viðvart og munu<br />

fulltrúar þess fara á staðinn í fyrramálið<br />

og meta aðstæður. Að sögn<br />

starfsmanns hjá Náttúrufræðistofu<br />

virðist nokkur olía hafa borist upp<br />

á land og sest í tjarnir ofan við<br />

fjörukambinn. Starfsmaður Náttúrufræðistofu<br />

Reykjaness treysti sér<br />

þó ekki til að meta umfang mengunarinnar,<br />

það yrði að metast af þeim<br />

aðilum sem til þess hefðu sérþekkingu,“<br />

sagði í frétt á vef Víkurfrétta.<br />

Fjölmennur hópur á vegum Bláa<br />

hersins var kallaður til. Hann hreinsaði<br />

meðal annars olíublautt þang úr<br />

Gerðakotstjörn. Voru um 25 tonn<br />

af olíublautu þangi flutt á brott.<br />

Í mars 2007 tilkynnti umhverfisráðherra<br />

að samkomulag hefði náðst við<br />

eigendur skipsins um að fjarlægja það<br />

af strandstað. Þau voru svo fölskvalaus<br />

fagnaðarlætin í fjörunni við<br />

strandstað Wilson Muuga þann 17.<br />

apríl 2007 þegar skipið náðist á flot<br />

um klukkan hálf sex síðdegis. „Enda<br />

voru menn búnir að leggja nótt við<br />

nýtan dag síðustu sólarhringana<br />

við undirbúning björgunarinnar“.<br />

Það var síðan í byrjun júní sem<br />

skipið hélt af landi brott áleiðis til<br />

Líbanon. Þar átti að gera skipið<br />

upp. Skipið fékk nafnið Karim.<br />

Flogið yfir strandstað með TF-LÍF.<br />

25 tonn af olíublauti þangi voru<br />

hreinsuð upp af svæðinu.<br />

3700 tonna skipið er risastórt í fjörunni<br />

í samanburði við jeppann og fólkið.<br />

Dráttarbátur togar í Wilson Muuga<br />

í Hvalsnesfjöru 17. apríl 2007.<br />

Það var fagnað þegar skipið<br />

náðist loks á flot í apríl 2007.


Jólakveðja frá starfsfólki Bláa Lónsins


40 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Óska öllum Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegra hátíðar og<br />

velferðar á nýju ári.<br />

Opnunartíminn yfir hátíðarnar:<br />

Virkadaga kl. 7:00 - 17:30.<br />

Laugardaga kl. 8:00 - 16:00 og sunnudaga kl. 9:00 - 16:00.<br />

Þorláksmessa kl. 7:00 - 17:30. Aðfangadagur jóla kl. 8:00 - 13:00 .<br />

Lokað verður 25. og 26. desember.<br />

Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbæ // Sími 421-5255<br />

Ef þú lendir í tjóni<br />

þá sér Bílnet um málin !<br />

Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á.<br />

Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá<br />

Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð.<br />

Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í<br />

Gleðileg Gleðileg jól og jól farsælt og farsælt komandi komandi ár<br />

samstarfi við Poulsen.<br />

ár<br />

Þökkum Þjónusta viðskiptin í boði hjá Bílneti á árinu sem eru að líða<br />

Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða<br />

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir<br />

Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun<br />

Brekkustíg 38 • 260 • Fitjabraut Reykjanesbær 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • Sími: • 420-0040 GSM: 698-5693 • GSM: 698-5693 • •<br />

ílasprautun • Réttingar Bílasprautun • Sprautulökkun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Plastviðgerðir • Mössun • Mössun • Bílrúðuskipti<br />

• Jólaspjall:<br />

Karaoke græjan<br />

þótti mikið sport<br />

Hafdís Ásta Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur er búsett í Garðinum<br />

ásamt fjölskyldu sinni, en þar er hún fædd og uppalin. Henni<br />

finnst jólin koma með Baggalúts-tónleikum ár hvert en er að öðru<br />

leyti ekki vanaföst yfir hátíðarnar.<br />

Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is<br />

Jólabíómyndin sem kemur<br />

þér í skapið?<br />

Það koma náttúrulega ekki jól nema<br />

maður horfi á the Holiday.<br />

Sendir þú jólakort eða hefur<br />

Facebook tekið yfir?<br />

Við sendum jólakort fyrstu tvö jólin<br />

eftir að eldri strákurinn okkar fæddist<br />

en svo er ég því miður sek um að hafa<br />

ekki nennt ekki að standa í þessum<br />

jólakortum síðustu tvö ár og frekar<br />

skellt í eina jólakveðju á Facebook.<br />

Stefni samt á að senda jólakort á næsta<br />

ári.. ef ég nenni.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað<br />

sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Nei er alls ekki vanaföst um jólin. Eina<br />

sem mér dettur í hug er að við systkinin<br />

höfum alltaf opnað pakkana frá<br />

hvort öðru fyrir matinn á aðfangadag<br />

en annars er ég bara nokkuð slök með<br />

allt annað.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf<br />

sem þú hefur fengið?<br />

Hef fengið alveg ótrúlega margar fallegar<br />

gjafir en eftirminnilegasta jólagjöfin<br />

er líklega karaoke græjan sem<br />

ég fékk frá mömmu og pabba þegar ég<br />

var yngri. Get ekki sungið fyrir fimmaur<br />

og er líklega falskari en flestir á<br />

Íslandi en þetta var svaka sport og var<br />

mikið notað, ætli mamma og pabbi<br />

hafi ekki fljótlega séð eftir þessari gjöf.<br />

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér<br />

frá yngri árum þínum á jólum?<br />

Eitt sem ég man vel eftir er þegar afi<br />

Pétur datt á aðfangadagskvöld niður<br />

þessar heilu tvær tröppur sem liggja<br />

niður í stofu heima hjá foreldrum<br />

mínum og lenti ofan á Knúti bróður<br />

sem þá var tveggja ára og sat í sínu<br />

mesta sakleysi á nýju snjóþotunni<br />

sinni. Þeir meiddust nú hvorugir sem<br />

betur fer en gamli var eðlilega alveg<br />

miður sín yfir þessu, greyið.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur<br />

og meðlæti. Svo er alltaf Toblerone<br />

ís í eftirrétt.<br />

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?<br />

Mér finnst jólin ekki vera komin nema<br />

ég fari á Baggalúts-tónleika.<br />

Hefur þú verið eða gætir þú hugsað<br />

þér að vera erlendis um jólin?<br />

Við vorum úti á Tenerife síðustu jól og<br />

áramót, ég ásamt einum bumbubúa,<br />

Danni kærastinn minn, strákurinn<br />

okkar Eyþór, mamma, pabbi, Sveinlaug<br />

systir, Davíð mágur minn og<br />

börnin þeirra Hafþór og Elísabet. Svo<br />

hitti svo skemmtilega á að tengdaforeldrar<br />

mínir voru líka úti á Tene á<br />

sama tíma. Okkur fannst rosa notalegt<br />

að vera úti um jólin og myndum<br />

alveg pottþétt vilja gera það aftur. Allt<br />

öðruvísi jól auðvitað en skemmtilegt<br />

samt að upplifa svona öðruvísi jól einu<br />

sinni.<br />

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?<br />

Já, ég á tvö uppáhalds jólaskraut sem<br />

strákurinn minn föndraði í leikskólanum.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Ég fer með fjölskyldunni minni í jólaboð<br />

bæði til mömmu og pabba og<br />

svo til tengdó seinna um daginn. Svo<br />

höfum við það bara kósý saman um<br />

kvöldið.


ljósmynd rax<br />

GLEÐILEG JÓL<br />

Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári<br />

með þökk fyrir viðskiptin á árinu.<br />

Á þessum árstíma kemur dagatal Eimskips ávallt út. Myndirnar sem prýða dagatalið<br />

fyrir árið 2017 eru teknar af RAX, Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Hægt er að nálgast<br />

dagatöl á afgreiðslustöðum Eimskips um land allt.<br />

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


42 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Hefur hitt<br />

nokkra jólasveina<br />

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri<br />

Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, heldur<br />

enn í þann sið að senda jólakort en þeim hefur<br />

þó fækkað með tilkomu Facebook. Ein ef eftirminnilegri<br />

jólagjöfum sem hún hefur fengið er<br />

uppblásið Barbie sófasett og hún segir að jólin<br />

komi þegar jólaklukkurnar klingi í „Gufu“ Ríkisútvarpsins<br />

klukkan sex á aðfangadag.<br />

Sími 420 2500 |<br />

www.skolamatur.is<br />

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær<br />

Sendum Suðurnesjamönnum<br />

bestu óskir um<br />

gleðileg jól og<br />

farsælt nýtt ár.<br />

Þökkum viðskiptin<br />

á árinu<br />

sem er að líða.<br />

Jólabíómyndin sem kemur<br />

þér í skapið?<br />

Love Actually er mitt uppáhald.<br />

Sendir þú jólakort eða<br />

hefur Facebook tekið yfir?<br />

Ég held enn í þann sið að senda jólakort.<br />

Þeim hefur þó fækkað með árunum,<br />

þar sem maður er í góðu sambandi<br />

við vini og ættingja á Facebook.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað<br />

sem þú gerir alltaf yfir hátíðirnar?<br />

Við hjónin höfum haft það fyrir sið að<br />

gera eitthvað með börnum og tengdabörnum<br />

um jólin. Hvort sem það er<br />

að fara út að borða saman eða bara<br />

í bíó.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf<br />

sem þú hefur fengið?<br />

Af jólagjöfum sem ég fékk sem barn<br />

stendur upp úr uppblásið Barbie sófasett<br />

og svefnherbergishúsgögn fyrir<br />

Sindy sem ég fékk frá eldri systkinum<br />

mínum. Þetta hafði verið á óskalistanum<br />

mínum allt árið. Sérstaklega<br />

sófasettið fyrir Barbie. Það sem<br />

stendur upp úr seinni árin er hringur<br />

sem eiginmaðurinn gaf mér ein jólin<br />

fyrir ansi mörgum árum. Við vorum<br />

nýlega byrjuð að búa og engu eytt.<br />

Við höfðum ákveðið að sleppa jólagjöfum<br />

til hvors annars þetta árið en<br />

svo beið eftir mér óvænt jólagjöf undir<br />

jólatrénu.<br />

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér<br />

frá yngri árum þínum á jólum?<br />

Jólabarnaefnið í sjónvarpinu allan<br />

daginn á aðfangadag, það var nú eitthvað<br />

góðmeti sem maður var ekki<br />

vanur. Þegar ég var barn (ekki svo<br />

langt síðan) var Stundin okkar á<br />

sunnudögum það eina sem var í boði.<br />

Nú, svo fékk maður nammi allan daginn<br />

eins og maður gat í sig látið. Mér<br />

fannst líka nauðsynlegt að öll systkinin<br />

mín sem voru flutt að heiman<br />

kæmu í mat á aðfangadagskvöld til<br />

foreldra okkar, fannst ómögulegt að<br />

við Kristín systir værum bara tvær<br />

með gamla settinu. Eldri systkini<br />

mín voru auðvitað komin með börn<br />

og tóku því ekki alveg eins vel í hugmyndir<br />

mínar.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Eiginmaðurinn sér um að grilla<br />

humar í forrétt, við erum með hamborgarahrygg<br />

í aðalrétt. Eftirrétturinn<br />

samanstendur af ís og heitri snickersíssósu.<br />

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?<br />

Ég ólst upp við það að setjast niður við<br />

matarborðið þegar að kirkjuklukkurnar<br />

hringja inn jólin á Gufunni<br />

klukkan 18:00. Ég hef reynt að halda<br />

í þennan sið og þó að ég sé ekkert<br />

sérstaklega trúrækin eru jólin komin<br />

þegar ég heyri í kirkjuklukkunum í<br />

útvarpinu.<br />

Hefur þú verið eða gætir þú hugsað<br />

þér að vera erlendis um jólin?<br />

Ég hef aldrei verið erlendis um jólin<br />

og gæti ekki hugsað mér það eins og<br />

staðan er núna. En maður á aldrei að<br />

segja aldrei og ef það myndi gerast,<br />

yrði ég að hafa alla fjölskylduna með<br />

mér!<br />

Hvernig brástu við þegar þú komst<br />

að leyndarmálinu um jólasveininn?<br />

Þetta var að sjálfsögu mikið áfall. Við<br />

erum að tala um mikið leyndarmál<br />

sem var upplýst. Ég neitaði algerlega<br />

að horfast í augu við leyndamál sem<br />

lak út í Grunnskólanum í Njarðvík.<br />

Seinni árin hef ég svo komist að því að<br />

þetta er ekki alveg svona svart/hvítt.<br />

Ég hef nefnilega hitt nokkra jólasveina<br />

og segi því að þeir eru til.<br />

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?<br />

Uppáhalds jólaskrautið mitt er jólaskraut<br />

sem börnin mín hafa gefið<br />

okkur hjónunum. Aníta, dóttir okkar,<br />

hefur gefið okkur jólakúlur á tréð í<br />

jólagjöf undanfarin ár, sem ég held<br />

mikið upp á. Svo er það jólaengill úr<br />

gleri sem sonur okkar, hann Aron, gaf<br />

okkur eitt árið, hann var ekki nema<br />

7 ára. Hann hafði safnað peningum<br />

fyrir gjöfinni og fór og keypti hana<br />

sjálfur. Á leiðinni heim rann þetta<br />

eitthvað úr höndunum á honum og<br />

engillinn brotnaði. Hann fór því aftur<br />

í búðina og ætlaði að kaupa annan<br />

en afgreiðslukonan ákvað að gefna<br />

honum bara annan engil. Þessa sögu<br />

sagði hann mér þegar ég opnaði pakkann<br />

og því finnst mér þessi gjöf innihalda<br />

sannan jólaanda.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Þetta er dagurinn þegar maður borðar<br />

allan daginn og reynir að leggja sig<br />

á milli. Við höfum hitt fjölskylduna<br />

mína í hádegismat og svo hittist fjölskylda<br />

eiginmannsins um kvöldmatarleytið.<br />

Það er stundum gripið í<br />

borðspil á jóladagskvöld eða bara eytt<br />

kvöldinu í gott spjall. Mér finnst þetta<br />

dýrmætur tími og maður á að muna<br />

að njóta hans vel. Samveran er sennilega<br />

eitt það besta sem hægt er að óska<br />

sér í jólagjöf.<br />

Ég sendi mínar bestu jólakveðjur til<br />

allra íbúa á Suðurnesjum. Megi nýja<br />

árið færa okkur öllum birtu og yl.<br />

Sendum félagsmönnum og<br />

Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir<br />

um gleðileg jól og farsælt komandi ár.<br />

Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.<br />

H<br />

F<br />

IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320


Þökkum fyrir viðskiptin á árinu<br />

&<br />

óskum öllum Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegrar hátíðar<br />

Ísbúð - Grill - Pizza<br />

Hafnargötu 6a, 230 Reykjanesbæ // Sími 421-1544.


44 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Þúsund manns á jólafimleikum<br />

■■Fimleikadeild Keflavíkur<br />

hélt á dögunum<br />

stórglæsilega jólasýningu.<br />

Allir iðkendur deildarinnar<br />

5 ára og eldri tóku<br />

þátt í sýningunni. Yfir þúsund<br />

manns komu á glæsilega<br />

jólasýningu Fimleikadeildar<br />

Keflavíkur<br />

nú á aðventunni. Þema<br />

sýningarinnar var eftir<br />

hinni sívinsælu teiknimynd<br />

„Frozen.“ Höfundar<br />

sýningarinnar voru þær<br />

Eva Hrund Gunnarsdóttir<br />

og Jóhanna Runólfsdóttir.<br />

Í fyrsta skipti tilkynnti<br />

fimleikadeildin á jólasýningu<br />

hverjir hlutu titilinn<br />

Fimleikakona ársins 2016<br />

og Fimleikamaður ársins<br />

2016. Í ár hlutu titilinn<br />

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir<br />

Newman og Atli<br />

Viktor Björnsson.<br />

VF-myndir/Páll Orri Pálsson.


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

45<br />

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman og Atli Viktor Björnsson, fimleikafólk<br />

ársins 2016.


46 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Litskrúðug jólasýning BRYN<br />

■■Árleg jólasýning BRYN ballett akademíunnar, Listdansskóla Reykjanesbæjar, var haldin í húsakynnum skólans á dögunum. Á sýningunni sýndu nemendur skólans hvað þeir hafa verið að fást<br />

við í vetur. Sýndur var ballett, nútímadans og alls konar dansstílar og atriði. Meðfylgjandi myndir fengum við sendar frá dansskólanum en þær voru teknar á jólasýningunni.


OPIÐ ALLAN SóLAhrINgINN<br />

298<br />

kr<br />

179<br />

kr<br />

649<br />

kr<br />

267<br />

kr<br />

179<br />

kr<br />

149<br />

kr<br />

APPELSíNur/<br />

BANANAr<br />

KR/KG.<br />

AgÚrkur<br />

íSLENSkAr<br />

STK.<br />

OkkAr<br />

kAFFI<br />

400 GR<br />

mS rJómI<br />

1/4 LTR.<br />

mS SkYr.IS<br />

PRóTEINDRYKKUR<br />

JARÐARbERJA EÐA<br />

bANANAR - 300 ML<br />

NÝmJóLk /<br />

LéttmJóLk<br />

1 LÍTER<br />

ALLt þAÐ NAuÐSYNLEgAStA tIL hEImILISINS á hAgStæÐu vErÐI<br />

SAmLOkur<br />

& SALÖt<br />

MIKIÐ ÚRVAL,<br />

FÍNT Í HÁDEGISMATINN<br />

rJÚkANDI<br />

hEItt kAFFI<br />

NÝMALAÐ<br />

ILMANDI KAFFI<br />

BAkAÐ á<br />

StAÐNum<br />

KLEINUHRINGIR,<br />

RÚNSTYKKI OG FLEIRA<br />

gLæSILEgA<br />

NÝ krAmBÚÐ<br />

HRINGbRAUT 55 | REYKJAENSbæ<br />

GleðileGa Hátíð


Það er náttúran<br />

sem færir okkur<br />

notaleg jól<br />

ORKA NÁTTÚRUNNAR<br />

Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is


Frá 1921 hefur rafmagnið frá okkur lýst upp aðventuna, hnoðað piparkökudeigið, bakað smákökurnar,<br />

steikt laufabrauðið og spilað jólalögin. Nú starfrækir ON hraðhleðslustöðvar á þrettán stöðum á landinu<br />

og tekur því jafnvel þátt í að knýja sjálfan heimilisbílinn í jólastússinu.<br />

Óskum landsmönnum öllum notalegrar hátíðar ljóss og friðar.


50 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Á auðvelt með að<br />

hrífast af landslagsmyndum<br />

●●Jón Steinar Sæmundsson er nánast alltaf með myndavél við höndina<br />

Jón Steinar Sæmundsson er fæddur á Ísafirði 30. júní en fluttist til Grindavíkur, sem hann kallar<br />

Nafla alheimsins, á fyrsta ári. Jón Steinar lauk grunnskólagöngu í Grindavík og fór í framhaldinu í Fjölbrautaskóla<br />

Suðurnesja og nam þar húsasmíði að mestu leiti, án þess þó að ljúka náminu. Hann starfar<br />

í dag sem tæknistjóri hjá Vísi h/f í Grindavík og sér um viðhald á vélum og búnaði í saltfiskvinnslu<br />

fyrirtækisins í Grindavík. Þegar Jón Steinar er ekki í vinnunni þá er hann út um allar koppa grundir<br />

með myndavélina.<br />

Norðurljósin<br />

Norðurljósin eru magnað fyrirbæri og heilla ábyggilega<br />

meirihluta ljósmyndara og er undirritaður þar<br />

engin undantekning. Þessi mynd er kannski mín<br />

besta en skorar samt hátt þar sem að þetta líka<br />

magnaða stjörnuhrap rataði inn á hana. Það eru<br />

svona augnablik sem gera það fullkomlega þess virði<br />

að standa klukkutímum saman úti í kaldri nóttinni,<br />

og maður fer sáttur á koddann.<br />

Hilmar Bragi Bárðarson<br />

hilmar@vf.is<br />

Hvenær fékkstu áhuga á ljósmyndun?<br />

Váhh. Þetta er stór spurning. Ég vil<br />

meina að ég hafi alltaf haft áhuga á<br />

ljósmyndun og alltaf dáðst af fallegum<br />

myndum. Fyrsta alvöru myndavélin<br />

mín var Canon 40D.<br />

Hvað kveikti áhugann?<br />

Stórt er spurt. Hver hefur ekki setið<br />

eða staðið fyrir framan fallega mynd<br />

og dáðst að? Ég á auðvelt með að hrífast<br />

af landslagsmyndum og myndum<br />

sem tengjast sjónum á einhvern hátt<br />

og held að þannig myndir hafi kveikt<br />

í mér í upphafi.<br />

Hvernig er ljósmyndataskan í dag?<br />

Hvaða vél og linsur eru í töskunni og<br />

hvaða linsu ertu oftast að nota?<br />

Í dag er ég að nota tvær vélar, annars<br />

vegar Canon 7D og hins vegar er það<br />

Canon 7D Mark II. Ég nota Canon EF<br />

100 - 400mm aðdráttarlinsu aðallega<br />

þegar að ég er að mynda báta koma að<br />

landi og svo nota ég Canon 16 - 35mm<br />

í nánast allt annað og bæti við hana<br />

„filterum“ og öðru sem við þarf að éta.<br />

Svo leynist reyndar í töskunni Samyang<br />

2,8 - 14mm sem er dregin upp<br />

þegar norðurljósin sýna sig. Það er<br />

eitthvað fleira dót í pokunum en það<br />

er dýpra á því.<br />

Hvar liggur áhugasvið þitt<br />

í ljósmynduninni?<br />

Bátar eru þér hugleiknir.<br />

Já, bátar eru mér nánast allt, ef svo<br />

má segja. Maður er náttúrulega alinn<br />

upp við sjávarsíðuna og kemst þar af<br />

leiðandi ekki undan því að hrífast af<br />

því sem gengur á í kringum mann og<br />

Áhugaljósmyndarinn<br />

Jón Steinar Sæmundsson.<br />

eitt af því er náttúrulega sjórinn og allt<br />

í kringum hann. Hetjurnar sem voru<br />

á bátunum og einnig bátarnir sjálfir.<br />

Allt átti þetta sína sögu, og að heyra<br />

sögur þegar maður var að alast upp af<br />

Willard eða Venna á Grindvíking, Ölver<br />

á Geirfugli, Svenna Ísaks á Hrafni<br />

og Helga á Hafberginu þegar að þeir<br />

lentu í mokfiskiríii eða lentu í brjáluðu<br />

veðri og þar fram eftir götunum. Það<br />

kveikti ákveðinn áhuga og ljóma yfir<br />

sjómennsku og bátum.<br />

Ég geri ráð fyrir að þú hafir varið<br />

mörgum klukkustundum við innsiglinguna<br />

í von um rétta augnablikið?<br />

Hefur þú náð því?<br />

Já, innsiglingin hefur verið á köflum<br />

mitt annað heimili og ég hef, þó ég<br />

segi sjálfur frá, náð nokkuð góðum<br />

myndum, en svo kemur alltaf upp<br />

kappið í manni að ná betri mynd en<br />

maður náði síðast. Þannig að svarið<br />

við þessari er já, ég er búinn að fanga<br />

rétta augnablikið, en á bara eftir að ná<br />

því „örlítið“ réttara.<br />

Þú hefur einnig gaman<br />

af því að mynda fugla.<br />

Áttu þér uppáhalds fugl?<br />

Já, ég hef gaman að því að mynda fugla<br />

og einnig að fylgjast með þeim, þó<br />

svo að ég hafi ekki sökkt mér í það að<br />

mynda þá.<br />

Það sagði mér maður sem er í fuglaljósmyndun;<br />

„Þegar að þú ferð af<br />

fullum krafti í fuglana, þá getur þú<br />

kysst allt annað bless.“ Þannig að ég<br />

hef ekki farið að krafti í það frekar en<br />

golfið.<br />

Uppáhaldsfuglinn minn er tvímælalaust<br />

himbriminn. Ég hef bæði þurft<br />

að slást við að ná góðum myndum af<br />

honum og einnig lent í slagsmálum<br />

við að greiða hann úr silunganetum.<br />

Kröftugur fugl sem að ég ber ómælda<br />

virðingu fyrir.<br />

Ferðu í sérstakar ljósmyndaferðir eða<br />

ertu bara með myndavélina til taks ef<br />

þú sérð eitthvað áhugavert?<br />

Ég fer í ljósmyndaferðir af og til þegar<br />

færi gefast og hins vegar þá er ég nánast<br />

alltaf með vélarnar með mér þegar<br />

ég er á ferðinni utan vinnutíma. Ég<br />

hafði marg oft lent í því að kíkja út um<br />

gluggann og ákveða, nei það er ekkert<br />

sérstakt veður, eða skyggni og ekkert<br />

að sjá og þar fram eftir götunum... Svo<br />

sá maður eitthvað, en engin vél með í<br />

för. Þannig að núna hef ég tamið mér<br />

að grípa vélarnar alltaf með.<br />

Ertu að fara um landið til að mynda<br />

eða er „nafli alheimsins“ og hans<br />

nánasta umhverfi þitt svæði?<br />

Nafli alheimsins er náttúrulega mitt<br />

svæði. En, jú ég rata alveg út fyrir<br />

grindahliðið og geri mér reglulega<br />

ferðir víðar um land.<br />

Hefur þú haldið sýningu<br />

eða stendur til að gera slíkt?<br />

Nei, ég hef ekki haldið sýningu en það<br />

hefur verið orðað við mig nokkrum<br />

sinnum að gera slíkt. Þá kikkar félagsfælnin<br />

inn. Nei, það hefur bara aldrei<br />

orðið af því, einhverra hluta vegna.<br />

Ágúst GK í brimi<br />

Áhugi minn á bátum og bátamyndum hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum. Það að hafa alist upp í kringum sjóinn og séð<br />

bátana koma að í alls kyns veðrum getur ekki gert annað en að byggja upp hjá manni ákveðna virðingu fyrir hafinu og þeim<br />

mönnum sem það sækja. Þessi mynd finnst mér sýna svo vel hvaða krafta menn eru að slást við þegar sótt er yfir vetrartímann<br />

og veður eru válynd. Tek hatt minn ofan fyrir sjómönnum þessa lands. Það eru myndir eins og þessi sem að gera þetta brölt<br />

þess virði að halda áfram og gera betur. Reyna að ná betri mynd næst...


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

51<br />

JÓN<br />

STEINAR<br />

YFIRHEYRÐUR<br />

Rjúpa<br />

Þetta er ekki besta myndin sem að ég hef tekið, en í mínum huga er þetta magnaðasta „mómentið“ sem ég hef fangað. Ég fékk<br />

að fljóta með bróðir mínum sem er mikill veiðimaður á rjúpu og ég kom auga á þessa og byrjaði að mynda. Þar sem að ég var<br />

að mynda þá læddist bróðir minn til hliðar við mig án þess að ég yrði hans var og hleypti af<br />

og þarna er þetta rjúpugrey í miðju hagléli. Ég vill meina að þetta sé óheppnasta rjúpa í heimi, skotin tvisvar á sama augnablikinu<br />

með myndavél og haglara.<br />

Himbriminn<br />

Himbriminn er klárlega minn uppáhalds fugl og ljósmyndadellan er þeim kostum búin að hún dregur mann út í náttúruna og<br />

hvetur til hreyfingar sem hverjum manni er holl.<br />

Svo er auðvitað ekki leiðinlegt að fá svona bónusa eins og þennan, að komast í nálægð við Himbrimann sitjandi á óðali sínu.<br />

Hvaða tegund af<br />

tannkremi notar þú?<br />

Kolgata.<br />

Síðasta kvöldmáltíðin?<br />

Hverslags spurning er þetta? Ég er<br />

ekki dauður enn og hef þar af leiðandi<br />

ekki borðað síðustu kvöldmáltíðina<br />

enn.<br />

Brenndur eða grafinn?<br />

Pottþétt grafinn. Eftirlifendur skulu<br />

sko fá að hafa fyrir mér.<br />

Hvað setur þú á pylsuna?<br />

Allt nema þetta aukarugl sem að<br />

Akureyringar og nærsveitamenn<br />

tóku upp á að troða með í brauðið.<br />

Hvar lætur þú klippa þig?<br />

Þar sem maður er nú að mestu<br />

vaxinn upp úr gærunni, þá fer rúningurinn<br />

á því litla sem að eftir er<br />

bara fram heima fyrir.<br />

Borðar þú svið?<br />

Já. Ég svoleiðis gúffa þeim í mig eins<br />

og enginn sé morgundagurinn og<br />

þetta séu hreinlega síðustu sviðin<br />

í heiminum, en sé svo eftir öllu að<br />

loknum síðasta bitanum.<br />

Hvað gerir þú milli<br />

klukkan 5 og 7 á daginn?<br />

Oftast nær fer þessi tími í vinnu. En<br />

ef heppnin er með manni þá kemst<br />

maður fyrr út með myndavélina.<br />

Súrmaturinn eða pottrétturinn?<br />

Súrmaturinn. Pottrétturinn er bara<br />

ekki minn tebolli.<br />

Hvað ertu með í vinstri vasanum?<br />

Ekkert. Sit á vasalausri brókinni<br />

að skrifa svörin við þessum spurningum.<br />

Hver væri titill ævisögu þinnar?<br />

Þetta reddast.<br />

Hver er draumabíllinn?<br />

Ford F 450. Bara af því að Trump<br />

er mættur á svæðið og hafnar öllu<br />

loftslagsruglinu. Þá er um að gera<br />

að fá sér eitthvað sem að eyðir öllu<br />

sem að maður setur á hann og helst<br />

helling í viðbót.<br />

Ferðu í kirkju?<br />

Já. Brúðkaup og jarðarfarir. Algjör<br />

óþarfi að fara oftar.<br />

Innanlandsflug til<br />

Keflavíkurflugvallar?<br />

Hvernig dettur mönnum í hug að<br />

Grindvíking langi að fljúga til Keflavíkur?<br />

Fallegasti staður á landinu?<br />

Fyrir utan Nafla alheimsins (Grindavík),<br />

þá er skora gotstöðvarnar, Ísafjörður,<br />

hátt hjá mér.<br />

Kjöt eða fiskur?<br />

Jafn vígur á bæði, þó svo að góð steik<br />

toppi allt.<br />

Evrópuferð eða Ameríku?<br />

Evrópuferð fyrir allan peninginn.<br />

Hef engan áhuga að að skoða nagdýrið<br />

á hausnum á Trump.<br />

Gist í fangaklefa?<br />

Nei, til hvers?<br />

Sturta eða bað?<br />

Sturta, takk.<br />

Hver er besta ákvörðun<br />

sem þú hefur tekið?<br />

Ég er alveg örugglega ekki búinn að<br />

taka hana ! Eða.... er ég?<br />

Hvaða sögu hafa foreldrar<br />

þínir endurtekið sagt af þér?<br />

Hversu góður og stilltur ég var sem<br />

barn. Alveg satt!<br />

Furðulegasti matur<br />

sem þú hefur borðað?<br />

Surströmming. Þetta er rotin síld frá<br />

Svíþjóð og er algjör viðbjóður sem<br />

að hvorki er á borð bjóðandi eða á<br />

vetur setjandi.<br />

Hvað er það neyðarlegasta<br />

sem þú hefur lent í ?<br />

Það er án efa hláturkast í biðröð á<br />

leið í bíó fyrir all nokkrum árum<br />

með vini og til að bjarga andlitum<br />

okkar og forðast hneykslan annara<br />

í röðinni, þá stukkum við fyrir<br />

horn til að jafna okkur sem að tók<br />

þó nokkurn tíma. Þegar við höfðum<br />

tekið okkur saman í andlitinu og<br />

komum aftur fyrir hornið hafði<br />

röðin ekkert hreyfst.<br />

Hver er fyrsta endurminning þín?<br />

Sem lítill pjakkur á þríhjóli í Betra<br />

hverfinu (Þórkötlustaðahverfi).<br />

Sameinuð sveitarfélög á<br />

Suðurnesjum eða áfram eins og nú?<br />

Áfram eins og nú. Okkur Grindvíkingum<br />

þykir ekki leiðinlegt að<br />

skilja Keflvíkinga eftir í reyknum.<br />

Sólstafir<br />

Þetta er mynd sem að er tekin út yfir Járngerðarstaðasundið (innsiglingin til Grindavíkur). Eftir að ég tók upp þá reglu að hafa<br />

alltaf myndavélarnar með mér, brenndur af því svo oft að hafa ákveðið að nú væri veður og skyggni svo leiðinlegt og lélegt<br />

og örugglega ekkert að sjá, en lenda svo í því myndavélalaus að sjá eitthvað sniðugt. Þá er þetta einmitt dæmi mynd tekna<br />

á þannig degi. Ekkert nema dumbungur og drungi og svo allt í einu búmm, himininn opnast og þessir líka fallegu sólstafir<br />

stinga sér niður. Ljósmyndarinn fór glaður heim þarna í stað þess að vera bölvandi yfir því að hafa ekki tekið græjurnar með.<br />

„Þegar að þú ferð af fullum krafti í fuglana,<br />

þá getur þú kysst allt annað bless.“<br />

Hér eru græjurnar<br />

sem til eru á lagernum<br />

þessa stundina.


52 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

STÖRF HJÁ IGS<br />

DEILDARSTJÓRI FRÍLAGERS<br />

IGS ehf leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf deildarstjóra Frílagers.<br />

HELSTU VERKEFNI:<br />

· Ábyrgð á daglegum rekstri frílagers<br />

· Birgðastýring<br />

· Áætlanagerð<br />

· Dagleg samskipti við viðskiptavini og stofnanir<br />

HÆFNISKRÖFUR:<br />

· Góð Excel og bókhalds þekking<br />

· Hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun<br />

· Góð íslensku-og enskukunnátta<br />

· Mikið frumkvæði og frjó hugsun<br />

· Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð<br />

· Útsjónarsemi og heiðarleiki.<br />

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is<br />

fyrir 6. janúar 2017<br />

Blýantsteikningar til<br />

styrktar Unicef<br />

●●Arís Eva lætur gott af sér leiða<br />

Arís Eva Vilhelmsdóttir,<br />

26 ára úr Reykjanesbæ,<br />

fæst við ýmis konar listsköpun<br />

og hefur teiknað<br />

frá því hún man eftir sér.<br />

Síðasta sumar eignaðist<br />

hún sitt fyrsta barn og<br />

á síðustu vikum meðgöngunnar<br />

velti hún því<br />

mikið fyrir sér hversu<br />

erfitt það er fyrir barnshafandi<br />

konur að vera<br />

á flótta undan stríði.<br />

Hún ákvað því að teikna<br />

myndir af börnum, selja<br />

og láta ágóðann renna<br />

til Unicef, Barnahjálpar<br />

Sameinuðu þjóðanna.<br />

„Ég var eiginlega með<br />

börn á heilanum á<br />

þessum tíma og langaði<br />

til að gera fallega<br />

seríu með teikningum<br />

af börnum. Mig langaði<br />

að gefa af mér til Unicef<br />

og reyna að hjálpa,“<br />

segir hún. Markmiðið er að safna fyrir<br />

vatnsdælu sem kostar 52.540 krónur<br />

og nýta svo afganginn til að kaupa<br />

teppi, mat og bólusetningar.<br />

Arís teiknaði fjórar myndir og selur<br />

frumrit þeirra á 29.000 krónur og<br />

rennur sá ágóði óskiptur til Unicef.<br />

Arís Eva eignaðist dótturina<br />

Flóru Lind Fannarsdóttur<br />

síðasta sumar. Á<br />

meðgöngunni hugsaði hún<br />

mikið til barnshafandi<br />

kvenna á flótta undan stríði<br />

og ákvað að selja blýantsteikningar<br />

og láta ágóðann<br />

renna til Unicef<br />

Eftirprentanir myndanna<br />

kosta 6.900 krónur.<br />

Arís verður á hárgreiðslustofunni<br />

Háráttu<br />

við Hafnargötu í Reykjanesbæ<br />

á Þorláksmessu<br />

með myndirnar sínar.<br />

Veggmyndirnar er einnig<br />

hægt að nálgast á Facebook-síðunni<br />

Studio<br />

Aris og á vinnustofu<br />

Sossu við Mánagötu í<br />

Reykjanesbæ. Myndirnar<br />

teiknaði Arís með<br />

blýpenna með þykku<br />

blýi á vatnslitapappír og<br />

segir hún það gefa mjög<br />

grófa og skemmtilega<br />

áferð.<br />

Arís er að mestu sjálflærð<br />

í teikningu en lærði<br />

líka myndlist í Fjölbrautaskóla<br />

Suðurnesja<br />

og hefur lokið fornámi<br />

við Myndlistarskóla<br />

Reykjavíkur. Þá lærði<br />

hún þrívíddar tölvuleikjahönnun í eitt<br />

ár í Hollandi og var myndlist ein af<br />

undirstöðum þess náms og því skipti<br />

sköpum fyrir Arís að vera með góðan<br />

grunn í teikningu. Hún hefur einnig<br />

lokið einni önn í handritagerð og leiklist<br />

frá Kvikmyndaskóla Íslands.<br />

Í þessum þætti:<br />

Guðni Kjartansson<br />

Á tónleikum með Elízu<br />

Keflvískir bókaútgefendur<br />

Jólaball í Brygg juhúsinu<br />

GUÐNI KJARTANSSON &<br />

HORFÐU Í KVÖLD!<br />

í keflvískri knattspyrnu og árin með landsliðum Íslands<br />

SUÐURNESJAMAGASÍN<br />

á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 21:30<br />

Þátturinn er einnig á vf.is og kapalrásinni í Reykjanesbæ


MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA<br />

OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR<br />

Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar<br />

og endalausra ævintýra á nýju ári.<br />

www.dutyfree.is<br />

HVÍTA HÚSIÐ | SÍA 2015


54 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

AUGLÝSING<br />

Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12<br />

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst<br />

til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga.<br />

Deiliskipulagssvæðið er lóðin Hafnargata 12 (SBK-lóðin). Fjarlægja<br />

á núverandi byggingar og byggja 3. hæða íbúðablokk með 77 íbúðum<br />

og bílastæðakjallara. Skv. gildandi aðalskipulagi er þetta íbúðasvæði.<br />

Tillaga ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar<br />

að Tjarnargötu 12 frá og með 22. desember 2016 til 2. febrúar<br />

2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,<br />

www.reykjanesbaer.is.<br />

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn<br />

kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila<br />

inn athugasemdum er til 2. febrúar 2017. Skila skal inn skriflegum<br />

athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.<br />

Reykjanesbæ, 22. desember 2016.<br />

- Húsasmiður (innréttingasmíði)<br />

- Húsasmiður (almenn smíðavinna)<br />

- Pípulagningamaður / vélstjóri<br />

Skipulagsfulltrúi<br />

Jólaspjall:<br />

Appelsínur og epli<br />

-voru góðgætið í þá daga<br />

Þórður Karlsson, gæða- og öryggisstjóri hjá<br />

Íslenskum aðalverktökum, er fæddur og uppalinn<br />

í Reykjanesbæ og er giftur Sigurlínu Högnadóttur.<br />

Þórður keyrir alltaf út síðustu jólakortin<br />

sem „gleymdist“ að senda, á aðfangadegi. Eitt<br />

sinn fengu þau hjónin pakka með snuði í jólagjöf,<br />

en það gaf til kynna að þau væru að verða<br />

afi og amma.<br />

Jólabíómyndin sem<br />

kemur þér í skapið?<br />

Það myndi vera Christmas Vacation.<br />

Drepfyndin, sérstaklega á þessum<br />

tíma árs.<br />

Sendir þú jólakort<br />

eða hefur Facebook tekið yfir?<br />

Við sendum ennþá eitthvað af jólakortum,<br />

það er bara hluti af stemningunni<br />

að fá fallegar jólakveðjur á<br />

pappír frá ættingjum og vinum.. En<br />

við setjum jólakveðju á Facebook líka.<br />

Kynntu þér málið á<br />

bluelagoon.is/atvinna<br />

og sæktu um<br />

VIÐ LEITUM AÐ<br />

IÐNAÐARMÖNNUM<br />

Á FASTEIGNASVIÐ<br />

Iðnaðarmenn eru mikilvægur hluti af starfsliði Bláa Lónsins.<br />

Nú viljum við stækka þennan samstillta hóp og bjóðum upp á<br />

þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað.<br />

STÖRF Í BOÐI<br />

Einstakt<br />

umhverfi<br />

Skemmtiferðir<br />

og fríðindi<br />

Akstur til<br />

og frá vinnu<br />

Góður<br />

starfsandi<br />

Góður<br />

matur<br />

Nánari upplýsingar veitir Ámundínus Örn Öfjörð í síma 660 8820. Umsóknarfrestur er til og með 8. jan.<br />

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað<br />

sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Já, eru það ekki allir, það má til dæmis<br />

byrja á undirbúningnum, skatan<br />

á Þorláksmessu, undirbúa jólamatinn,<br />

skreyta jólatréð og alltaf minnist<br />

ég þess að þurfa að keyra út einhverjum<br />

jólakortum á aðfangadag,<br />

sem „gleymdist“ að senda. Síðan er<br />

kveikt á kertum á leiðum hjá látnum<br />

ættingjum. Maturinn er alltaf á sama<br />

tíma og pakkarnir opnaðir þegar búið<br />

er að ganga frá eftir matinn.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf<br />

sem þú hefur fengið?<br />

Ætli það sé ekki pakkinn með snuðinu,<br />

um jólin 2002 sem gaf til kynna<br />

að við værum að verða afi og amma.<br />

Fyrsta barnabarnið fæddist svo í júlí<br />

2003.<br />

Er eitthvað eftirminnilegt í huga<br />

þér frá yngri árum þínum á jólum?<br />

Já, mér er minnisstætt að hafa fengið<br />

sama jólamat og við eldum um hver<br />

jól. Í minningunni var alltaf snjór og<br />

lítið um jólaseríur í gluggum nema<br />

þá helst hjá bandarískum fjölskyldum<br />

sem bjuggu í bænum. Í þá daga var<br />

jólagóðgætið appelsínur og epli, síðan<br />

var kannski laumað til okkar konfektmola<br />

á aðfangadagskvöldi. Það<br />

flæddi ekki sælgæti úr öllum skálum<br />

í þá daga.<br />

Frá þingmanni VG<br />

- til ykkar í Suðurkjördæmi<br />

Ari<br />

Trausti Guðmundsson<br />

Mörgum sögum fer af viðræðum<br />

um stjórnarmyndun og<br />

vinnu við fjárlagagerð.<br />

Reyndar er ólíku saman að<br />

jafna vegna þess að niðurstöður<br />

kosninga skópu engar skýrar<br />

línur utan um augljósa stjórn<br />

en við breytingar á fjárlögum<br />

verða til alls konar samstöðuhópar.<br />

Vinstrihreyfingin grænt<br />

framboð hefur haldið fast við<br />

þau fyrirheit að afla fjár til allra<br />

brýnustu umbóta í heibrigðisþjónustu,<br />

menntakerfi og velferðarkerfi,<br />

og úrbóta í samgöngum<br />

hvers konar. Sett það í<br />

fyrsta sæti, fram fyrir til dæmis<br />

breytingar í atvinnumálum eða<br />

hvað varðar stjórnarskrá, en<br />

hvort tveggja eru þó mikilvæg<br />

mál sem ríkisstjórn myndast<br />

um. Á ríkisfjármálum hefur<br />

strandað þegar hér er komið,<br />

um miðjan desember.<br />

Þetta er mér efst í huga þegar<br />

hallar að jólum og áramótum,<br />

nú þegar vinna við ný fjárlög<br />

ríkisins er mikil og ótal erindi<br />

berast og áköll heyrast um<br />

aukið fé til brýnna verkefna.<br />

Eftir nokkra daga taka hugrenningar<br />

um jól og nýtt ár<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Við erum alltaf með beinlausa fugla í<br />

matinn á aðfangadag. Það hefur verið<br />

þannig alveg frá því ég man eftir mér<br />

og eitthvað aftur í ættir. Þetta er þó<br />

ekki fuglakjöt enda útbúið úr lambalærisneiðum<br />

sem eru úrbeinaðar,<br />

barðar, kryddaðar og fylltar með kjötfarsi<br />

og beikon sneiðum. Þetta er síðan<br />

vafið og bakað í ofni. Það bíða allir<br />

spenntir eftir þessum eðal mat.<br />

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?<br />

Þegar allar verslanir hafa lokað á aðfangadag.<br />

Þá fyrst færist ró yfir.. nei í<br />

alvöru þá finnst mér þetta vera komið<br />

þegar búið er að skreyta jólatréð á<br />

Þorláksmessukvöldi. Þá skreytum við<br />

saman, hlustum á jólatónlist og jólakveðjur<br />

í útvarpi.<br />

Hefur þú verið eða gætir þú<br />

hugsað þér að vera erlendis um jólin?<br />

Við höfum tvívegis verið erlendis um<br />

jól og það var mjög gaman. Í dag er<br />

það þannig að helst vill maður hafa<br />

alla fjölskylduna með og krefst það<br />

mikillar skipulagningar ef allir eiga<br />

að komast. Nú seinni árin höfum við<br />

haldið okkur heima en hver veit hvað<br />

verður, það er alltaf gaman að breyta<br />

til.<br />

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?<br />

Ekki get ég sagt það. Mér finnst yfirleitt<br />

allt jólaskraut fallegt og gott í hófi.<br />

Ég var duglegri að skreyta hér áður<br />

fyrr en nú vil ég hafa þetta einfalt og<br />

fljótlegt.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Það er slökun fram eftir degi, lesið<br />

eða horft á sjónvarp og nartað í afganga<br />

frá aðfangadegi. Seinni partinn<br />

er síðan haldið í Kópavoginn, í heimsókn<br />

til tengdó, þar sem hangikjöt er<br />

á boðstólum. Þá er fjör, tekið í spil og<br />

haft ofan af fyrir þeim yngstu.<br />

Óska öllum gleðilegra<br />

jóla og farsældar á nýju ári.<br />

að lauma sér í þingstörfin og<br />

andrúmsloftið á vinnustaðnum<br />

tekur að léttast.<br />

Hin tvöfalda hátíð í desember,<br />

gömlu, hefðbundnu jólin<br />

og vonglöð áramótin, mótar<br />

mannlífið mestan hluta<br />

desember. Það er bæði gott og<br />

hollt en um leið má minna á<br />

hófstillingu og mannúð sem<br />

væri óskandi að einkenndi<br />

þennan tíma.<br />

Langt frá okkur, víða í heimi,<br />

einkenna skelfileg manndráp<br />

og mannréttindabrot heilu<br />

samfélögin. Við getum bæði<br />

fordæmt gerendurna og lýst<br />

samúð gagnvart þolendum<br />

en verðum að ganga lengra.<br />

Sem ríki verðum við að leggja<br />

hjálpar- og friðaöflunum lið.<br />

Sem mannverur verðum við<br />

að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur<br />

er hrópa á hjálp. Það<br />

gerum við með hjálparstarfi<br />

þar sem fólkið er statt og með<br />

því að taka við flóttamönnum<br />

með reisn og kærleika.<br />

Ég óska íbúum Suðurkjördæmis<br />

gleðilegrar jólahátíðar<br />

og farsældar á nýju ári.


56 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Borða fisk<br />

á aðfangadagskvöld<br />

●●Í Póllandi tíðkast að bjóða upp á tólf rétti á aðfangadagskvöld og eiga þeir að<br />

tákna gæfu alla tólf mánuðina á nýja árinu.<br />

Börn af pólskum uppruna<br />

á jólatrésskemmtun<br />

■■Jólatrésskemmtun Krakka Akademíunnar var haldin í húsnæði Keilis<br />

á Ásbrú laugardaginn 17. desember síðastliðinn. Jólasveinninn mætti og<br />

gladdi börnin með ýmsum gjöfum. Í Krakka Akademíunni læra börn af<br />

pólskum uppruna pólsku á sama hátt og jafnaldrar þeirra í Póllandi. Meðfylgjandi<br />

myndir voru teknar á skemmtuninni.<br />

Það er jólaös í Pólsku búðinni Mini<br />

Market í miðbæ Reykjanesbæjar eins<br />

og víðast hvar í verslunum þessa dagana.<br />

Þar versla Pólverjar í jólamatinn<br />

sem er nokkuð frábrugðinn þeim<br />

hefðbundna íslenska. Á veisluborðinu<br />

á aðfangadag í Póllandi tíðkast að<br />

bjóða upp á tólf rétti og á það að tákna<br />

velsæld alla mánuðina á nýja árinu.<br />

Ekki er kjöt í neinum réttanna. Að<br />

sögn Agnesar Agnieszku hjá Pólsku<br />

búðinni er aðalrétturinn yfirleitt fiskréttur<br />

sem kallaður er „carb.“ Meðal<br />

annarra rétta á aðfangadagskvöld eru<br />

síld, rauðrófusúpa eða sveppasúpa<br />

með ravioli, hálfmánar með káli og<br />

sveppum og birkikaka. Undir dúkinn<br />

á veisluborðinu er sett hey til að<br />

minnast þess að Jesús hafi verið lagður<br />

í jötu eftir fæðingu. „Ofan á dúkinn<br />

á miðju borði setjum við alltaf brauð<br />

eða oblátu og deilum henni áður en<br />

við óskum hvert öðru gleðilegra jóla<br />

og gleðilegs árs og byrjum að borða,“<br />

segir Agnes.<br />

Við pólskt jólaveisluborð er alltaf eitt<br />

autt sæti, svona til öryggis ef óvæntur<br />

gestur skyldi kíkja við. Einnig tíðkast<br />

að fólk bjóði til sín þeim sem ekki<br />

eiga fjölskyldu til að verja aðfangadagskvöldi<br />

með. Eftir jólamáltíðina<br />

eru jólalög sungin saman og sælgætismolar<br />

eru hengdir á jólatréð og<br />

börnin fá leyfi til að næla sér í nokkra.<br />

Beata Mioduszewska og Martyna Praznowska, starfsmenn Pólsku búðarinnar í<br />

Reykjanesbæ. VF-mynd/dagnyhulda<br />

„Undir dúkinn á veisluborðinu er sett hey til að minnast<br />

þess að Jesús hafi verið lagður í jötu eftir fæðingu“<br />

OPNUNARTÍMAR UM<br />

JÓL OG ÁRAMÓT<br />

Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag,<br />

jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.<br />

Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega.<br />

Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is<br />

Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.<br />

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!<br />

HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTUR YFIR JÓL<br />

OG ÁRAMÓT Í KEFLAVÍKURKIRKJU<br />

AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER<br />

Jólin allsstaðar, hátíðar barnaog<br />

fjölskyldustund kl. 16:00.<br />

Aftansöngur kl. 18:00.<br />

Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30. Miðnæturstund<br />

í kirkjunni. Karlakvartettinn Kóngarnir syngur.<br />

JÓLADAGUR 25. DESEMBER<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.<br />

Helgistundir á Hrafnistu á jóladag<br />

Nesvellir – hjúkrunarheimili kl. 15:00.<br />

Hlévangur – hjúkrunarheimili kl. 15:30.<br />

GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00.<br />

NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.<br />

Kór Keflavíkurkirkju syngur við allar stundirnar<br />

undir stjórn Arnór Vilbergsonar organista.<br />

Sr. Erla og sr. Eva Björk þjóna ásamt<br />

messuþjónum.


JÓLALUKKU VF FÆRÐU Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:<br />

GEORG V. HANNAH<br />

Úr og skartgripir<br />

6 ÞÚSUND VINNINGAR<br />

AÐ VERÐMÆTI UM<br />

7 MILLJÓNIR KRÓNA<br />

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM<br />

3. ÚTDRÁTTUR - VINNINGSHAFAR<br />

Iphone 7 - Hafliði Hjaltalín, Laut 37 Grindavík<br />

120 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Hallgrímur Stefánsson, Hjallarvegi 3 f, Njarðvík<br />

Icelandair ferðavinningur - Birgir Ómarsson, Hringbraut 82, Keflavík<br />

15 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Unnar Kristjánsson, Smáratúni 46, Keflavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Sólborg Þorláksdóttir, Suðuróp 1, Grindavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Fjaðursteinn, Baðsvellir 12, Grindavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Erla Ósk Pétursdóttir, Efstahraun 32, Grindavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Hermann Ólafsson, Árnastíg 10, Grindavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Lilja Thomas, Miðóp 16, Grindavík<br />

10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Hildur Gunnarsdóttir, Glæsivellir 14, Grindavík<br />

2016<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Skafmiðaleikur Víkurfrétta<br />

og<br />

og<br />

og<br />

verslana<br />

verslana<br />

verslana<br />

á<br />

á<br />

á<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

og verslana á Suðurnesjum<br />

SÍÐASTI ÚTDRÁTTUR ER 24. DESEMBER.<br />

4 STK<br />

IPHONE 7<br />

VERÐA DREGNIR ÚT Í<br />

JÓLALUKKUNNI<br />

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA<br />

Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið<br />

4 sinnum í desember og meðal vinninga eru<br />

4 STK. IPHONE 7<br />

2 STK. 120.000,- KR<br />

GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ<br />

4 STK. ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR<br />

10 STK. 10.000,- OG 4 STK. 15.000,- KR.<br />

GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK<br />

OG GRINDAVÍK<br />

20 STK. KONFEKTKASSAR


markhönnun ehf<br />

JÓLAGJÖFIN F<br />

ÚTKALL - KRAFTAVERK<br />

UNDIR JÖKLI<br />

4.199 KR<br />

PABBI PRÓFESSOR<br />

2.879 KR<br />

GUNNAR HELGASON<br />

MUN ÁRITA BÓK SÍNA PABBI<br />

PRÓFESSOR Í NETTÓ KROSSMÓA<br />

FIMMTUDAGINN 22. DESEMBER<br />

MILLI KL 17:15-18:30<br />

STÓRA SMÁKÖKUBÓKIN<br />

2.999 KR<br />

FÓLK Á FJÖLLUM<br />

4.549 KR<br />

ELDHÚS GRÆNKERANS<br />

4.689 KR<br />

PETSAMO<br />

4.199 KR<br />

STJÖRNUSKOÐUN<br />

3.834 KR<br />

BLÓMIÐ<br />

4.549 KR<br />

ELSKU DRAUMA MÍN<br />

4.499 KR<br />

NÓTTIN SEM ÖLLU BREYTTI<br />

4.199 KR<br />

Tilboðin gilda 22. – 24. september 2016<br />

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


ÆST HJÁ OKKUR<br />

KRAFLA - SPIL<br />

8.498 KR<br />

STÓRA BÓKIN<br />

UM VILLIBRÁÐ<br />

6.699 KR<br />

Orðaleikur fyrir tvo til fjóra<br />

leikmenn sem reynir á orðaforða,<br />

hugmyndaflug og herkænsku<br />

ÞÍN EIGIN HROLLVEKJA<br />

2.879 KR<br />

AFLAUSN<br />

3.989 KR<br />

HEIÐA Á LJÓTARSTÖÐUM<br />

4.549 KR<br />

TVÍSAGA<br />

4.874 KR<br />

LADDI<br />

4.199 KR<br />

SVARTALOGN<br />

4.549 KR<br />

VONDA FRÆNKAN<br />

2.924 KR<br />

VÍSINDABÓK VILLA<br />

SKYNJUN OG SKYNVILLUR<br />

3.704 KR<br />

www.netto.is<br />

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


60 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Jólafjör í skrúðgarðinum<br />

í Reykjanesbæ<br />

■■Börn af leikskólanum Vesturbergi<br />

og Tjarnarseli og nemendur<br />

úr 1. bekk í Myllubakkaskóla gerðu<br />

sér glaðan dag í skrúðgarðinum í<br />

Reykjanesbæ á dögunum. Þar dönsuðu<br />

þau í kringum jólatré, skiptust<br />

á jólakortum og gæddu sér á heitu<br />

kakói og piparkökum.<br />

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um<br />

gleðilega jólahátíð og<br />

farsæld á komandi ári!<br />

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!<br />

Sími: 4567600<br />

Völlur Leikskóli<br />

Meleyri<br />

Fiskverkun Ásbergs<br />

Ásabyggð<br />

Leigufélag<br />

Sjómanna og<br />

vélstjórafélag<br />

Grindavíkur<br />

Lagardere Travel Retail ehf. Sér um rekstur veitingastaða og<br />

sælkeraverslunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið<br />

fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi<br />

og alþjóðlegu starfsumhverfi.<br />

Starfsmenn óskast í fjölbreytt störf.<br />

Í boði eru störf í eldhúsi, afgreiðslu og þjónustu.<br />

Kokkar, aðstoðarkokkar, kaffibarþjónar og allir<br />

þeir sem hafa áhuga á því að vinna í skemmtilegu<br />

og fjölbreyttu umhverfi. Við leitum eftir fólki<br />

í fullt starf og hlutastarf.<br />

Þeir sem hafa áhuga senda inn umsókn á<br />

www.ltr.is eða senda á hjordisr@ltr.is<br />

Einnig er laust starf bókara<br />

Helstu verkefni:<br />

Móttaka og skráning innkaupareikninga.<br />

Færsla bókhalds og afstemmingar lánardrottna.<br />

Birgðabókhald, s.s. skráning birgða og birgðabreytinga.<br />

Kostnaðarútreikningar á birgðum<br />

Önnur almenn skrifstofustörf.<br />

Hæfniskröfur:<br />

Haldbær reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði.<br />

Góð almenn tölvukunnátta.


LAUS STÖRF Í<br />

FARÞEGAAFGREIÐSLU<br />

IGS 2017<br />

IGS LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í FJÖLBREYTILEG OG SKEMMTILEG STÖRF HJÁ<br />

FYRIRTÆKINU. UM ER AÐ RÆÐA STÖRF Í FARÞEGAAFGREIÐSLU<br />

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi,<br />

stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.<br />

Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:<br />

FARÞEGAAFGREIÐSLA<br />

Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá.<br />

Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta<br />

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið<br />

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is<br />

fyrir 1. febrúar 2017.


62 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Jólamyndina sem vinir og fjölskylda í Póllandi fengu senda þessi jólin.<br />

Í PÓLLANDI LÆTUR FÓLK<br />

ÞAÐ GANGA FYRIR AÐ VINNA<br />

●●Ania og Marcin Rubaj ●<br />

una hag sínum vel á Suðurnesjum<br />

Ania og Marcin Rubaj ætluðu að vinna á Íslandi í eitt ár og safna<br />

pening en hafa nú komið sér vel fyrir í Reykjanesbæ. Þau segja lífið á<br />

Íslandi gott en sakna sinna nánustu í Póllandi, sérstaklega um jólin.<br />

Fyrstu árin töluðu þau ensku við Íslendinga en ákváðu að ná góðum<br />

tökum á íslenskunni þegar eldri sonur þeirra fæddist enda gátu þau<br />

ekki hugsað sér að hann myndi þurfa að túlka fyrir þau þegar hann<br />

yrði eldri.<br />

Ania Beata Rubaj og Marcin Marek<br />

Rubaj fluttu frá Póllandi til Íslands<br />

fyrir níu árum síðan, þá um tvítugt.<br />

Þau ætluðu að vinna hérna í eitt ár<br />

og fara svo aftur heim. Þau búa enn á<br />

Íslandi, hafa fest kaup á fallegu húsi í<br />

Reykjanesbæ og eiga tvo syni, Kacper<br />

6 ára og Alexander 2 ára og sjá framtíðina<br />

fyrir sér á Íslandi. „Lífið á Íslandi<br />

er yndislegt en ég sakna fjölskyldu<br />

og vina í Póllandi mikið. Sérstaklega<br />

núna um jólin. Stundum hugsa ég um<br />

að flytja til baka en minni mig þá á að<br />

lífsbaráttan þar er miklu erfiðari. Við<br />

Marcin erum heppin að hafa bæði góð<br />

störf á Íslandi og strákarnir okkar una<br />

sér vel í skóla og leikskóla,“ segir Ania.<br />

Eiga góða að á Íslandi<br />

Bæði eru þau Ania og Marcin frá<br />

suðurhluta Póllands en kynntust þegar<br />

þau voru í skólaferðalagi með menntaskólum<br />

sínum í norður Póllandi.<br />

Stuttu eftir stúdentsprófin hjá Marcin<br />

hafði bróðir hans samband frá Íslandi<br />

og sagði honum að starf hefði verið<br />

að losna í kavíarvinnslu í Njarðvík og<br />

bauðst til að lána honum fyrir flugfarinu.<br />

„Ég vildi ekki fara til Íslands<br />

nema Ania kæmi með. Hún hafði enga<br />

vinnu fyrstu vikurnar, við þekktum<br />

fáa og töluðum ekki tungumálið svo<br />

þetta var erfitt til að byrja með,“ segir<br />

Marcin. Eftir nokkurra vikna dvöl á<br />

Íslandi fékk Ania vinnu hjá Matstofu<br />

Kópavogs sem síðar færði út kvíarnar<br />

og opnaði veitingastað á Keflavíkurflugvelli<br />

og þá færði hún sig þangað.<br />

Þar vann Ania hjá Haraldi Helgasyni<br />

úr Njarðvík. Magnús Þórisson, sem í<br />

dag á Réttinn, starfaði á þeim tíma á<br />

veitingastaðnum á Keflavíkurflugvelli<br />

og þegar hann stofnaði réttinn bauð<br />

hann Öniu vinnu. Enn þann dag í dag,<br />

tæpum átta árum síðar, starfar Ania<br />

enn á Réttinum. „Maggi og hans fjölskylda<br />

hafa verið eins og íslenska fjölskyldan<br />

okkar og það er alveg ómetanlegt.<br />

Við njótum mikils skilnings á því<br />

að við eigum ekki ömmur og afa hér<br />

á Íslandi sem passa fyrir okkur. Til<br />

dæmis núna í vikunni lauk skólanum<br />

fyrr síðasta daginn fyrir jólafrí og þá<br />

passaði sonur Magga strákinn okkar,<br />

svona fáum við dýrmæta hjálp við að<br />

leysa málin,“ segir Ania.<br />

Þau fara til Póllands á hverju ári og<br />

reyna eftir fremsta megni að halda<br />

góðu sambandi við fjölskyldu og vini í<br />

Póllandi sem koma líka í heimsókn til<br />

Íslands. Ania heyrir daglega í mömmu<br />

sinni á Skype og segir það dýrmætt,<br />

þó svo að samtölin séu stundum stutt<br />

og þær deili helstu fréttum. „Síminn<br />

hringir yfirleitt nokkrum mínútum<br />

eftir að við komum heim og það er<br />

Marcin hefur unnið hjá Idex gluggum í Njarðvík í átta ár og líkar vel og kveðst alltaf hlakka til að mæta í vinnuna að loknu<br />

helgarfríi.<br />

alltaf gott að heyra í mömmu,“ segir<br />

Ania.<br />

Hlakkar alltaf til að mæta í vinnuna<br />

Bróðir Marcin, sem taldi hann á að<br />

flytja til Íslands á sínum tíma, er<br />

fluttur aftur heim til Póllands. Marcin<br />

hefur unnið á sama staðnum, hjá<br />

Idex-gluggum í Njarðvík í yfir átta<br />

ár. „Þegar ég byrjaði kunni ég varla<br />

neitt en nú er ég yfirmaður fimm<br />

manna svo það er töluverð ábyrgð.<br />

Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og<br />

starfið er mjög fjölbreytt. Á sunnudagskvöldum<br />

hlakka ég til að mæta í<br />

vinnuna á mánudagsmorgni og þannig<br />

á þetta að vera.“ Marcin og vinnufélagar<br />

hans hafa til að mynda smíðað<br />

glugga í viðbyggingar á flugstöðinni á<br />

Keflavíkurflugvelli og segir hann alltaf<br />

gaman að sjá gluggana í húsum þegar<br />

verkið er tilbúið.<br />

Annað sjónarhorn á lífið<br />

Eins og áður sagði eru Ania og Marcin<br />

frá Suður Póllandi. Marcin segir ljóst<br />

að þau gætu ekki haft það eins gott og<br />

þau gera ef þau byggju þar. Hann segir<br />

brauðstritið erfiðara í suður Póllandi<br />

en annars staðar í landinu og tekur<br />

föður sinn sem dæmi. Hann hefur<br />

alla tíð starfað í kolanámu, stundum á<br />

fimm hundruð metra dýpi við erfiðar<br />

og jafnvel hættulegar aðstæður. „Ég<br />

get ekki hugsað mér þannig líf enda<br />

á ég tvo syni og vil vera til staðar fyrir<br />

þá. Við gætum ekki átt svona stórt hús<br />

í Póllandi og ég hugsa að þá ættum við<br />

frekar eitt barn en tvö. Ég held að við<br />

þyrftum líka að vinna miklu meira,<br />

jafnvel tólf tíma á dag, alla virka daga.“<br />

Ania og Marcin eru sammála um að<br />

hver og einn sjái heiminn út frá sinni<br />

reynslu og því ef til vill skiljanlegt að<br />

Íslendingar séu ekki allir jafn sáttir og<br />

þau við lífskjörin hér á landi. „Kannski<br />

væri gott að senda ungt fólk á Íslandi<br />

til Póllands eða Litháens í eitt ár. Eftir<br />

það myndi fólk skilja betur hvað<br />

það hefur það gott á Íslandi,“ segir<br />

Marcin og brosir. „Við höfum búið í<br />

Póllandi og þekkjum vel til þar svo<br />

að við höfum samanburðinn. Fyrir<br />

okkar er lífið hérna betra en auðvitað<br />

söknum við fólksins okkar í Póllandi.<br />

Til dæmis á bróðir minn tvö börn sem<br />

ég hitti allt of sjaldan og þegar amma<br />

mín féll frá komst ég ekki að kveðja<br />

hana. Þær stundir eru alltaf erfiðar,“<br />

segir Ania.<br />

Vilja ekki að börnin<br />

verði túlkar foreldranna<br />

Bæði Ania og Marcin tala reiprennandi<br />

íslensku og segjast hafa lært mest<br />

af því að spjalla við íslenska vinnufélaga.<br />

Til að byrja með fóru þau á


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

63<br />

nokkur íslenskunámskeið. „Það tók<br />

okkur langan tíma að læra íslenskuna<br />

og fyrstu þrjú til fjögur árin á Íslandi<br />

þá töluðum við ensku. Svo fæddist<br />

eldri strákurinn og fór í leikskóla og<br />

lærði íslensku og auðvitað vildum<br />

við skilja það sem hann sagði og líka<br />

hvað var að gerast þar. Núna er eldri<br />

strákurinn okkar í 1. bekk og er að<br />

læra að lesa og skrifa sögur og við<br />

lærum íslensku líka með honum. Það<br />

er erfitt að læra nýtt tungumál en ég<br />

held að þeir sem virkilega vilji læra íslenskuna<br />

geti það,“ segir Ania. Marcin<br />

segir Íslendinga alltaf hafa verið jákvæða<br />

þegar hann var að reyna að tala<br />

íslensku í byrjun. „Ég fór bara í bankann<br />

og á pósthúsið og talaði við fólk á<br />

íslensku. Ég hef engar áhyggjur af því<br />

að ruglast, stundum skilur fólk mig<br />

ekki strax en það er allt í lagi.“ Ania<br />

segir að fæðing eldri sonarins hafi ýtt<br />

við þeim að læra íslensku enda gátu<br />

þau ekki hugsað sér að hann myndi<br />

þurfa að túlka fyrir þau þegar hann<br />

yrði eldri.<br />

Fjölskyldan talar yfirleitt saman á<br />

pólsku heima og horfir saman á<br />

barnaefni á pólsku. „Stundum eftir<br />

langan dag í skóla og á íþróttaæfingu<br />

þá spyr sá eldri hvort hann geti ekki<br />

bara sagt okkur frá einhverju atviki á<br />

íslensku og þá er það auðvitað í lagi,“<br />

segir Ania.<br />

Kannski<br />

væri gott að<br />

senda ungt fólk<br />

á Íslandi til Póllands<br />

eða Litháens<br />

í eitt ár?<br />

Ania hefur starfað hjá matstofunni Réttinum frá því fyrirtækið var stofnað fyrir tæplega átta árum og er vaktstjóri þar.<br />

Bæði pólskir og íslenskir<br />

jólasveinar<br />

Í Póllandi tíðkast að borða ekki kjöt<br />

á aðfangadag, heldur fisk, súrsað kál,<br />

sveppi og fleiri smárétti og heldur<br />

fjölskyldan jólin að pólskum sið. Þar<br />

tíðkast líka að bíða eftir að fyrsta<br />

stjarnan sjáist á himni og setjast þá<br />

við matarborðið. Það er reyndar erfitt<br />

að halda í þá hefð á Íslandi þar sem<br />

oft er lélegt skyggni í vetrarhörkum<br />

í desember. Ania og Marcin halda<br />

alltaf upp á jólin með pólskum vinum<br />

sem búa í Reykjavík. Fjölskyldurnar<br />

skiptast á að bjóða heim til sín á aðfangadagskvöld.<br />

„Þau eru í sömu<br />

stöðu og við og eiga ekki fjölskyldu<br />

á Íslandi. Við erum eiginlega orðin<br />

eins og fjölskylda og það er gaman<br />

að halda saman upp á jólin, sérstaklega<br />

eftir að börnin fæddust,“ segir<br />

Marcin. Synirnir Alex og Kacper fá<br />

í skóinn frá íslensku jólasveinunum<br />

og hittu líka þann pólska 6. desember<br />

en sá dagur er jólasveinadagurinn í<br />

Póllandi. Þá kemur jólasveinn heim<br />

til fólks, spjallar við börnin og gefur<br />

þeim pakka.<br />

Komin með íslenskan<br />

hugsunarhátt<br />

Ania og Marcin eru sammála um að<br />

hugsunarháttur Íslendinga og Pólverja<br />

sé að sumu leiti ólíkur. Þau útskýra<br />

það þannig að vegna þess lífsbaráttan<br />

sé erfið í Póllandi láti fólk það<br />

ganga fyrir að vinna, ekki endilega<br />

til að kaupa sér fallega hluti heldur<br />

til að þess að lifa af. „Þessi hugsun<br />

er einfaldlega í blóðinu,“ segja þau.<br />

Eftir áramót ætlar Ania að hefja nám í<br />

förðun við Reykjavík Make-up School<br />

og hlakkar mikið til. „Ég er pínu<br />

stressuð að skilja ekki allt sem verður<br />

sagt á námskeiðinu en þetta verður<br />

alveg örugglega gaman. Mig langar að<br />

breyta til og gera eitthvað fyrir sjálfa<br />

mig. Það væri gaman að geta tekið<br />

að sér að farða fólk fyrir sérstök tilefni.<br />

Ætli þetta sé ekki hluti af því að<br />

hugsunarhátturinn okkar er búinn að<br />

breytast og orðinn meira eins og hjá<br />

Íslendingum, að kunna líka að njóta<br />

lífsins.“<br />

duus@duus.is - Sími 421 7080<br />

Skötuhlaðborð<br />

á Þorláksmessu<br />

frá kl. 12 - 14.30 og kl. 18 - 22<br />

Skata<br />

Kæst skata<br />

Saltfiskur<br />

Hangiflot<br />

Hnoðmör<br />

Hamsatólg<br />

Plokkfiskur<br />

Sjávarréttagratín<br />

Bayonnes skinka<br />

Hangikjöt með uppstúf<br />

Kartöflur<br />

Kartöflusalat<br />

Rúgbrauð<br />

Smjör<br />

Harðfiskur<br />

Hákarl<br />

Rófur<br />

Síldarþrenna<br />

Laufabrauð<br />

Verð pr. mann að kvöldi kr. 4.250,-<br />

Verð pr. mann í hádegi kr. 3.500,-<br />

Börn yngri en 12 ára 1.600,-<br />

Borðapantanir í síma 421 7080 eða duus@duus.is<br />

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!<br />

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða


64 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Súsanna að kyssa<br />

fílinn Three. „Fílinn<br />

var klárlega uppáhalds<br />

dýrið mitt<br />

í Glen Afric og<br />

finnst mér þeir vera<br />

ein mögnuðustu<br />

dýr sem til eru.“<br />

Sjálfboðastarf<br />

Súsönnu í Suður-Afríku<br />

●●Súsanna Edith Guðlaugsdóttir vann með börnum sem búa við mikla fátækt<br />

●●Starfaði líka í dýraathvarfi fyrir munaðarlaus og slösuð dýr<br />

Hildur Björk Pálsdóttir<br />

hildur@vf.is<br />

Þrettán ára gömul ákvað Súsanna<br />

Edith Guðlaugsdóttir að einn daginn<br />

færi hún til Afríku að hjálpa börnum.<br />

Í fyrra lét hún verða af því og fór til<br />

Höfðaborgar í Suður-Afríku í eins<br />

konar samfélagsþjónustu þar sem<br />

hún vann með börnum sem bjuggu<br />

við erfiðar aðstæður og mikla fátækt.<br />

Hún fór einnig til Jóhannesarborgar<br />

og vann í dýraathvarfi fyrir munaðarlaus<br />

og slösuð dýr, en hún segir þá<br />

reynslu hafa gert sér enn betri grein<br />

fyrir mikilvægi dýraverndar.<br />

„Ég man eftir að hafa horft á þátt<br />

um styrktarforeldra Unicef og verið<br />

mjög hissa á að foreldrar mínir væru<br />

ekki styrktarforeldrar. Ég tók málið<br />

í mínar hendur og hringdi inn fyrir<br />

hönd foreldra minna.“ Hún ákvað þá<br />

að hún skyldi einhvern tímann fara til<br />

Afríku og láta gott af sér leiða. Undir<br />

lok framhaldsskólagöngunnar, þegar<br />

flestir voru að safna fyrir útskriftarferð<br />

safnaði Súsanna fyrir ferðinni til<br />

Afríku, en hana hafði hún skipulagt í<br />

samstarfi við ferðaskrifstofuna Kilroy.<br />

Súsanna valdi verkefnið „Heart for<br />

juniors Noordhoek“ sem er á vegum<br />

You 2 Africa samtakanna og er staðsett<br />

í Noordhoek, í um 40 mínútna<br />

fjarlægð frá Höfðaborg. „Verkefni<br />

okkar var að aðstoða börn á aldrinum<br />

1 til 15 ára með að læra ensku, lesa og<br />

leika sér ásamt því að sýna þeim ást og<br />

umhyggju. Við byrjuðum alla morgna<br />

í bænum Ocean View, þar sem okkur<br />

var skipt niður á mismunandi verkefni.<br />

Það virkaði þannig að þeir sem<br />

voru lengst fengu yfirleitt erfiðustu<br />

verkefnin því það var mikilvægt að<br />

kynnast krökkunum og aðstæðunum<br />

vel. Verkefnin voru mjög misjöfn en<br />

mitt var að mæta á leikvöll á hverjum<br />

morgni sem er í miðju hverfinu og<br />

rölta í kringum hann til að finna þau<br />

börn sem komust ekki í skólann og<br />

voru þau á aldrinum 7 til 15 ára. Við<br />

lögðum mikið upp úr því að hafa alltaf<br />

gaman, fara í leiki, á bókasafnið að<br />

lesa eða kæla börnin niður með vatnsslöngum<br />

þegar það var alltof heitt úti.<br />

Mikið var haft upp úr því að halda<br />

börnunum uppteknum til að koma í<br />

veg fyrir að þau færu í slæman félagsskap.“<br />

Foreldrarnir þakklátir<br />

Sjálfboðaliðunum var bent á að<br />

koma ekki með verðmæti með sér<br />

þar sem foreldrar og eldri systkini<br />

margra barnanna hafa þjálfað þau til<br />

að stela öllu sem þau koma höndum<br />

yfir. „En með tímanum kynntumst<br />

við börnunum, lærðum nöfnin þeirra<br />

og fórum í heimsókn heim til þeirra<br />

þar sem við sáum aðstæðurnar sem<br />

þau bjuggu við. Það var gaman að sjá<br />

hve þakklátir foreldrar þeirra voru,“<br />

segir Súsanna. Seinni part dags fóru<br />

sjálfboðaliðarnir í bæinn Masiphumelele<br />

og var verkefni Súsönnu þar að<br />

fara í svokölluð „wetlands,“ eða hverfi<br />

með moldarkofum, engu rafmagni né<br />

rennandi vatni og vera til staðar fyrir<br />

börnin sem búa þar.<br />

„Við vorum með tvo kofa. Í öðrum<br />

þeirra voru ungabörn og í hinum voru<br />

munaðarlaus börn á aldrinum 1 til 5<br />

ára. Þegar ég kom þangað fyrst fékk<br />

ég létt hjartaáfall. Börnin höfðu eina<br />

fóstru en hún svaf allan daginn og<br />

þegar börnin reyndu að ná athygli<br />

hennar þá lamdi hún þau. Hún talaði<br />

ekki ensku svo við gátum ekki talað við<br />

hana né börnin. Ég og önnur stelpa í<br />

hjálparstarfinu töluðum við samtökin<br />

og útskýrðum að okkur þætti erfitt að<br />

horfa upp á þetta. Börnin fengu nýja<br />

fóstru sem talaði örlitla ensku og var<br />

tilbúin að vinna með okkur. Hvert<br />

verkefni hafði svokallaða ömmu sem<br />

allir kalla „mama,“ líka sjálfboðaliðarnir.<br />

Mama, ásamt fóstrunni sáu um<br />

að skipta á börnunum og hlúa að þeim<br />

ef þau slösuðu sig, en um 40 prósent<br />

íbúa bæjarins eru smituð af HIV. Í Masiphumelele,<br />

eða Masi eins og hann er<br />

kallaður, er einungis talað tungumálið<br />

Xhosa, svo við lögðum mikið upp úr<br />

því að kenna krökkunum að syngja<br />

lög á ensku, telja upp á tíu og læra um<br />

litina og dýrin. Áður en við komum<br />

héngu börnin inni í kofanum allan<br />

daginn og sum þeirra fengu ekkert<br />

að borða. Í framhaldi af því ákváðum<br />

við að byrja alla daga á því að syngja<br />

höfuð, herðar, hné og tær ásamt alls<br />

konar litaleikjum. Við fórum með<br />

börnin á leikvelli á hverjum degi til<br />

að leyfa þeim að fá útrás svo allir<br />

væru vel þreyttir fyrir lúr dagsins. Um<br />

leið og við sáum að sum barnanna<br />

Súsanna með Ashalele,<br />

eins árs, sofandi í fanginu<br />

í Masi. „Ég náði vel til Ashalele<br />

en hún og tvíburasystir<br />

hennar eru báðar<br />

mjög veikar af nýrnasjúkdóm.“<br />

fengu ekki að borða ákváðum við að<br />

byrja að smyrja nesti fyrir alla. Eitt<br />

af því sem við áttum mest erfitt með<br />

að meðtaka var að það voru engin<br />

klósett, enginn klósettpappír og flest<br />

barnanna voru aðeins með eina taubleyju<br />

allan daginn. Við reyndum að<br />

venjast þessu en enduðum á því að<br />

koma með klósettpappír með okkur á<br />

hverjum degi. Þar sem ég og sjálfboðaliðinn<br />

með mér í verkefninu vorum<br />

þarna í einn og hálfan mánuð langaði<br />

okkur að gera eitthvað meira. Við til<br />

dæmis máluðum kofann að innan,<br />

keyptum borð og stóla ásamt því að<br />

útbúa blöð með litum, dýrum, tölum<br />

og líkamanum sem hengd voru upp á<br />

vegg. Þetta hjálpaði okkur mikið við<br />

að kenna krökkunum líkamsparta og<br />

liti. Við ákváðum einnig að kaupa klósett<br />

og borga fyrir að leggja lagnir sem<br />

kostaði okkur litlar 15 þúsund krónur<br />

íslenskar.“<br />

Skotárás á leikvelli<br />

Súsanna dvaldi með hinum sjálfboðaliðunum<br />

í bænum Kommetjie í húsi<br />

sem hún segir líta að vissu leyti út eins<br />

og húsin á Íslandi nema þau eru opin,<br />

og bjóða því dýrum eins og slöngum,


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

65<br />

rottum, kakkalökkum og köngulóm<br />

í heimsókn. Hún vaknaði eitt skipti<br />

með kakkalakka á hálsinum og rakst<br />

stundum á rottur í herberginu sínu,<br />

sem henni fannst allt í lagi þangað<br />

til hún var komin aftur til Íslands og<br />

áttaði sig betur á hlutunum.<br />

Aðspurð um muninn á borginni og<br />

fátæku smábæjunum segir hún það<br />

tvennt ólíkt og stéttaskiptingu mikla.<br />

„Ocean View er bær staðsettur í fjalli<br />

með íbúðarblokkum en engu rafmagni<br />

eða rennandi vatni, þar sem ríkið vill<br />

ekki styrkja svæðið. Bærinn varð til<br />

árið 1968 þegar ‘litað’ fólk var fjarlægt<br />

frá svokölluðum ‘hvítum’ svæðum í<br />

Höfðaborg. Heilu fjölskyldurnar búa<br />

saman í litlum íbúðum þar sem fjölskyldumeðlimir<br />

þurfa að skiptast á að<br />

sofa yfir sólarhringinn. Bærinn einkennist<br />

af ofbeldi og þjófnaði. Masi<br />

er mun fátækari bær en hann skiptist<br />

í tvennt, hús byggð úr steypu og svo<br />

álkofar í mold eða í mýrinni, ‘wetlands.’<br />

Inni í kofunum eru bara rúm<br />

og þarf fólk því að notast við almenningssalerni<br />

sem eru kamrar og einn<br />

krani með rennandi vatni. Ég mun<br />

seint gleyma því þegar Mama bauð<br />

okkur inn til sín á meðan við biðum<br />

eftir farinu okkar heim. Hún átti fimm<br />

börn og kofinn hennar var álíka stór<br />

og þvottahús í hefðbundnu húsi á Íslandi.<br />

Þar hafði hún eitt rúm fyrir þau<br />

öll saman, tvo stóla, bolla og bala.“<br />

Þetta var vissulega ekki eina atvikið<br />

sem mun seint renna henni úr minni,<br />

en skotárás átti sér stað á leikvellinum<br />

þar sem hún vann um miðjan dag. „Í<br />

þessu hverfi býr ein hættulegasta mafía<br />

Höfðaborgar. Einn daginn vorum<br />

við að leika við börnin og heyrum foreldrana<br />

skyndilega kalla þau inn. Við<br />

skildum ekkert hvað var að gerast þar<br />

til eitt foreldrið útskýrir fyrir okkur að<br />

þetta sé reglulegur atburður. Þá lenti<br />

ungum krökkum saman og skotárás<br />

braust út í kjölfarið. Í dag er sjálfboðastarf<br />

ekki lengur leyft á þessu svæði,“<br />

segir Súsanna. Annað sem hún rifjar<br />

upp er eitt skiptið þegar hún var að<br />

finna bók til að lesa fyrir börnin. Hún<br />

tók nokkrar bækur úr hillunni og<br />

sá svo fimm kakkalakka inni í einni<br />

þeirra. „Ég stökk á fætur og öskraði<br />

og allir horfðu á mig. Ég áttaði mig á<br />

því að þetta væri ekki rétti staðurinn<br />

til að öskra yfir kakkalakka og reyndi<br />

að halda „kúlinu“ frá og með þessum<br />

tímapunkti ferðarinnar.“<br />

Hugsaði um ljón, gíraffa og fíla<br />

Hinir sjálfboðaliðarnir komu frá<br />

hinum ýmsu Evrópulöndum auk<br />

Ástralíu og Brasilíu. Öll voru þau að<br />

ferðast ein svo þau kynntust hvert<br />

öðru og heldur Súsanna reglulegu<br />

sambandi við tvær þýskar vinkonur<br />

í dag. Hún kveðst hafa verið stressuð<br />

fyrir því að fara ein út þar sem hún<br />

hafði aldrei ferðast ein áður, og fyrir<br />

því að þurfa að tala ensku. „Um leið<br />

og ég kom út og hitti hina sjálfboðaliðana<br />

þá hætti ég að vera stressuð því<br />

öllum fannst þeir vera lélegir í ensku.<br />

Það fyrsta sem ég gerði var að kaupa<br />

símkort og ótakmarkað gagnamagn til<br />

að vera í sambandi við fjölskylduna og<br />

til að auka öryggi. Það var alltaf nóg að<br />

gera og við nýttum frítíma okkar vel<br />

í alls kyns skemmtanir. „Við höfðum<br />

öll kvöld laus ásamt helgunum en þá<br />

skoðuðum við okkur um, fórum í<br />

brimbrettakennslu, skipulagða ferð<br />

um strendur Höfðaborgar og svo<br />

voru samtökin dugleg að skipuleggja<br />

lautarferðir þar sem kvöldmaturinn<br />

var borðaður undir berum stjörnuhimni<br />

og söng.“<br />

Súsanna og Jack, eini sebrahesturinn sem hægt var að snerta og tala við. „Jack átti<br />

erfiða æsku, var lagður í einelti og ólst upp með ösnum.“<br />

„Þá keyrðum við bíl með pallinn fullan af mat og lokkuðum dýrin til<br />

okkar, svo þegar kom að athöfninni voru dýrin öll í bakgrunni.“<br />

Súsanna fór svo í sjálfboðavinnu í<br />

dýraathvarfinu Wildlife Sanctuary í<br />

Glen Afric, sem er staðsett á 750 hektara<br />

svæði sem tilheyrir svokallaðri<br />

Vöggu mannkynsins, eða The Cradle<br />

of Humankind, en það er á heimsminjalista<br />

UNESCO. Svæðið er vaktað<br />

að nóttu til þar sem trúarbrögð í Afríku<br />

eru mjög sterk og trúa sumir því<br />

að lækna megi veikindi með vissum<br />

líkamspörtum af dýrum. Stuttu áður<br />

en Súsanna kom í athvarfið hafði einhverjum<br />

tekist að brjótast inn á svæðið<br />

og skera hornið af nashyrningi, sem<br />

drapst í kjölfarið.<br />

Í athvarfinu er tekið á móti munaðarlausum<br />

og meiddum dýrum og<br />

þeim veitt aðhlynning á meðan þau<br />

ná sér af þeim áföllum sem þau hafa<br />

orðið fyrir. Mikið var af kattardýrum<br />

og öðrum villtum dýrum eins og gíröffum,<br />

sebrahestum, nashyrningum,<br />

flóðhestum, ösnum, antilópum og<br />

vörtusvínum. Sum dýrin hafa hins<br />

vegar ekki þann möguleika á að vera<br />

sleppt lausum þar sem þau eru ekki<br />

vön því og kunna því ekki að bjarga<br />

sér í náttúrunni, eins og til dæmis dýr<br />

sem bjargað er frá sirkusum og dýragörðum.<br />

Það voru meðal annars fílar,<br />

ljón, tígrisdýr, híenur og blettatígrar.<br />

Brúðkaup í skóginum<br />

„Verkefni okkar sjálfboðaliðanna voru<br />

meðal annars að þrífa aðstöðuna hjá<br />

dýrunum og gefa þeim að borða. Við<br />

fórum í göngur með sum þeirra og<br />

fengum að vera með þeim dýrum sem<br />

voru vön fólki. Hefðbundinn dagur<br />

hjá fílunum inniheldur langa göngu<br />

frá sjö um morguninn til sjö að kvöldi<br />

í fylgd með þremur manneskjum. Svo<br />

var alltaf eitthvað skemmtilegt á dagskrá.<br />

Reglulega voru bókuð brúðkaup<br />

í miðjum skóginum. Þá keyrðum við<br />

bíl með pallinn fullan af mat og lokkuðum<br />

dýrin til okkar, svo þegar kom<br />

að athöfninni voru dýrin öll í bakgrunni.“<br />

Spurð út í framtíðar ferðaplön segist<br />

Súsanna vilja kynnast Afríku betur<br />

og stefnir að því að heimsækja önnur<br />

lönd heimsálfunnar. „Ég hef áhuga á<br />

að sinna fleiri hjálparstörfum í framtíðinni,<br />

hvort sem það verður hér á<br />

landi eða annars staðar. Svo er ég að<br />

íhuga að fara aftur til Höfðaborgar um<br />

næstu jól með vinum. Mig langar að<br />

sýna þeim umhverfið sem ég starfaði<br />

í, fegurðina og fjölbreytileikann sem<br />

Höfðaborg hefur að bjóða og svo má<br />

ekki gleyma elsku börnunum.“<br />

Súsanna með Ashalele á bakinu<br />

Eins og sést eru aðstæður í svokölluðum „Wetlands“ hverfum hrikalegar. Mjög reglulega kviknar í einhverjum kofanna þar<br />

sem mikill hiti myndast frá brennandi sólskininu.<br />

Salernisaðstæður í Masi voru ekki góðar.


66 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Skrautlegt<br />

Keilisfólk<br />

FÍTON / SÍA<br />

einföld reiknivél<br />

á ebox.is<br />

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA<br />

SMÆRRI SENDINGAR<br />

eBOX flytur minni sendingar frá<br />

Evrópu til Íslands. Sendingin þín<br />

kemur heim með fyrstu ferð.<br />

Auðvelt og fljótlegt.<br />

■■Starfsfólk Keilis tók þátt í jólapeysudeginum sem haldinn var á dögunum.<br />

Var farið í skápa og jólapeysan dregin fram í dagsljósið. Eins og sjá má á<br />

meðfylgjandi mynd er hópurinn skrautlegur og þeir sem ekki mættu í jólapeysu<br />

fengu annað hvort jólasveinahúfu eða rándýran geislabaug.<br />

auðveldar smásendingar<br />

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is<br />

Jólasveinar og jólahljómsveit<br />

mæta á Hafnargötuna<br />

Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ<br />

að fá jólasveinana og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar<br />

í heimsókn niður í bæ á Þorláksmessu.<br />

Jólasveinar munu gefa börnunum nammipoka og halda uppi fjöri og<br />

jólastemmningu með jólahljómsveitinni rétt áður en jólin ganga í garð.<br />

Opið í verslunum 22. desember til kl. 22:00,<br />

Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00.<br />

Gleðileg jól í Betri bæ<br />

Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

67<br />

Óskum öllum Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.<br />

Þökkum frábærar viðtökur við jólamarkaði<br />

TG raf og glitrandi jólaleiknum okkar.<br />

GS í góðum málum<br />

Rekstur Golfklúbbs Suðurnesja gekk<br />

vel á árinu sem er að líða en aðalfundur<br />

hans var haldinn í golfskálanum<br />

í síðustu viku. Í frétt á heimasíðu<br />

GS segir að á heildina litið hafi<br />

árið 2016 verið gott rekstrarár, sennilega<br />

það besta í sögu klúbbsins.<br />

Ný gjaldskrá og lagabreytingar voru<br />

samþykkt og að lokum var ný stjórn<br />

kosin.<br />

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja árið<br />

2017 er skipuð eftirfarandi:<br />

Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður<br />

Björgvin Sigmundsson<br />

Georg Arnar Þorsteinsson<br />

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson<br />

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir<br />

Hilmar Björgvinsson<br />

Johan D. Jónsson<br />

Sigurrós Hrólfsdóttir<br />

Sveinn Björnsson<br />

Tekjur klúbbsins voru 80.899.000<br />

milljónir og jukust um 12% á milli ára.<br />

Gjöld klúbbsins voru 77.871,329<br />

milljónir og jukust um 10% á milli<br />

ára. Hagnaður af rekstri var um<br />

2.200.000 miljónir. Skuldir klúbbsins<br />

lækkuðu á árinu og fóru úr um það<br />

bil 19 milljónum í um 15 milljónir eða<br />

sem nemur 26% lækkun. Félagafjöldi<br />

jókst á árinu og fór í 574 félaga sem er<br />

mestur fjöldi frá upphafi.<br />

Sendum íbúum Sandgerðis bestu óskir um<br />

gleðileg jól<br />

og farsælt nýtt ár<br />

Óskum Suðurnesjamönnum<br />

gleðilegra jóla og<br />

farsældar á nýju ári<br />

Óskum Suðurnesjamönnum öllum<br />

gleðilegra jóla, árs og friðar<br />

með þökk fyrir árið sem er að líða<br />

Sendum öllum Suðurnesjamönnum bestu<br />

jóla - og nýárskveðju,<br />

megi árið 2017 verða farsælt<br />

og gott ár fyrir<br />

okkur öll.


68 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Keflavík er á toppi Domino’s deildar kvenna. Liðið<br />

er skipað ungum leikmönnum sem hafa komið<br />

upp úr yngri flokkum liðsins. Á meðal þeirra eru<br />

þær Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir<br />

og Birna Valgerður Benonýsdóttir en þær<br />

hafa spilað stórt hlutverk í leik liðsins á tímabilinu.<br />

Allar hafa þær orðið lykilleikmenn umferðarinnar<br />

og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á<br />

tímabilinu. Þær æfa allt að fimm sinnum í viku<br />

ásamt því að stunda lyftingar. Við fengum þessar<br />

efnilegu og ungu stelpur til þess að svara nokkrum<br />

spurningum.<br />

„TELJUM OKKUR ALVEG GETA<br />

AXLAÐ ÞESSA ÁBYRGГ<br />

●●Höfum komið mörgum skemmtilega á óvart l Frábær liðsheild sem nær vel saman<br />

Emelía Ósk Gunnarsdóttir<br />

hefur spilað með U15, U16, U18 á yngra ári og eldra og A-<br />

landsliðinu. Hún er 18 ára og byrjaði að æfa körfu 7 ára, áhuginn<br />

kviknaði af því að bróðir hennar æfði og hana langaði að<br />

prófa.<br />

Erfiðasti andstæðingurinn er Snæfell. „Mér finnst mjög<br />

gaman að spila í meistaraflokki og ennþá skemmtilegra að<br />

vera með svona stórt hlutverk í þessum flokki. Tímabilið hefur<br />

byrjað mjög vel og skemmtilega og við höfum komið mörgum<br />

skemmtilega á óvart.“<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

How the Grinch Stole Christmas kemur mér í jólaskapið.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Uppáhalds jólalagið er Snjókorn falla<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem<br />

þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Það hefur alltaf verið hefð að krakkarnir<br />

á heimilinu skreyti tréð.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú<br />

hefur fengið?<br />

Eftirminnilegasta jólagjöfin<br />

er uppblásna kórónan mín.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Á aðfangadag eru rjúpur<br />

í matinn en við systurnar<br />

borðum ekki rjúpu svo við<br />

fáum oftast hamborgarahrygg.<br />

Hvenær eru jólin komin<br />

fyrir þér?<br />

Þegar ég er búin í prófum<br />

og það er byrjað að snjóa þá<br />

eru jólin komin.<br />

Hvernig brástu við þegar þú<br />

komst að leyndarmálinu um<br />

jólasveininn?<br />

Ég man ekki eftir því hvernig ég<br />

brást við leyndarmáli jólasveinsins.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Á jóladegi er morgunganga með<br />

fjölskyldunni og seinna um daginn<br />

förum við í jólaboð.<br />

Sjónvarpsþættir: One Tree Hill.<br />

Kvikmynd: Love and Basketball.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Zara Larsson.<br />

Leikari: Jim Carrey.<br />

Skyndibiti: Saffran og Serrano.<br />

Tónlist í laumi: River Flows in You.<br />

Hver myndi vinna í 21? Thelma myndi pottþétt vinna í 21.<br />

Birna Valgerður Benonýsdóttir<br />

er 16 ára og spilar með unglingaflokki og meistaraflokki. Hún<br />

hefur verið þrisvar sinnum í landsliði, U15 árin 2014 og 2015<br />

og U16 árið 2016 og var einnig valin í 15 manna æfingahóp A-<br />

landsliðsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket<br />

í haust. „Ég byrjaði að æfa í fyrsta bekk, vegna þess að mamma<br />

mín spilaði einhvern tíma og mér fannst þetta rosalega spennandi.<br />

Í yngri flokkunum var það alltaf Grindavík hjá mér, en<br />

núna eru öll liðin frekar jöfn bara. Mér finnst mjög gaman<br />

að fá tækifæri til þess að spila í efstu deild, frábær hópur og<br />

mjög skemmtilegt að spila með öllum þessum stelpum. Þetta<br />

er fyrsta tímabilið mitt í meistaraflokki og deildin hefur alveg<br />

staðist mínar væntingar.“<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

Harry Potter maraþon er klassískt um hátíðarnar,<br />

kemur mér alltaf í hátíðarskap.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Ég bara hef ekki hugmynd.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað<br />

sem þú gerir alltaf um<br />

hátíðarnar?<br />

Amma og afi koma alltaf<br />

til okkar á aðfangadag<br />

og við borðum hamborgarahrygg<br />

saman,<br />

svo jólaboðin hjá<br />

fjölskyldunni.<br />

Eftirminnilegasta<br />

jólagjöf sem<br />

þú hefur fengið?<br />

Ég fékk gallabuxur frá<br />

mömmu og pabba einhvern<br />

tíma fyrir löngu.<br />

Þær eru eiginlega ógleymanlegar.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Hamborgarahryggur.<br />

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?<br />

Þegar allir eru byrjaðir að borða á<br />

aðfangadag.<br />

Hvernig brástu við þegar<br />

þú komst að leyndarmálinu<br />

um jólasveininn?<br />

Hvaða leyndarmáli???<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Uppi í sófa í náttfötum að horfa<br />

á myndir með fjölskyldunni og<br />

borða nammi.<br />

Sjónvarpsþættir: Ætli það sé ekki SKAM.<br />

Kvikmynd: Það eru alltof margar.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Þeir eru einnig rosalega margir.<br />

Leikari: Johnny Depp hefur alltaf verið í uppáhaldi.<br />

Skyndibiti: Ætli það sé ekki Villi bara.<br />

Tónlist í laumi: Tónlist frá ’00 er lúmskt góð stundum.<br />

Hver myndi vinna í 21? Thelma Dís.<br />

Thelma Dís Ágústsdóttir<br />

er 18 ára og spilar með unglinga- og meistaraflokki Keflavíkur.<br />

Hún hefur spilað með U15, U16, U18 ára landsliðum Íslands og<br />

nú síðast tvo landsleiki með A-landsliðinu.<br />

Hún byrjaði að æfa 5 ára en móðir hennar var í körfu og fór<br />

með hana á fyrstu æfinguna.<br />

Upp yngri flokkana voru Haukar alltaf erfiðasti andstæðingurinn<br />

en í meistaraflokki er það Snæfell.<br />

„Mér finnst bara gaman að fá svona stórt hlutverk á þessu tímabili.<br />

Þetta er fjórða tímabilið okkar Emelíu í meistaraflokki og<br />

við teljum okkur alveg geta axlað þessa ábyrgð. Tímabilið er<br />

búið að vera mjög skemmtilegt, enda er okkur búið að ganga<br />

mun betur en búist var við af okkur. Það er skemmtilegt á<br />

æfingum, við erum frábær liðsheild sem nær vel saman og ekki<br />

má gleyma þjálfurunum og kvennaráðinu sem eru að standa<br />

sig gríðarlega vel,“ segir Thelma.<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

Elf er uppáhalds jólamyndin mín og kemur mér yfirleitt í mikið<br />

jólaskap.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Kósýheit par exelans með Baggalút er uppáhalds jólalagið.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Rétt fyrir jól fer ég bíltúr og ber út jólakort fyrir fjölskylduna með<br />

frænkum mínum. Fjölskyldan fer líka alltaf í jólaboð til ömmu<br />

og afa.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf<br />

sem þú hefur fengið?<br />

Eftirminnilegasta jólagjöfin er örugglega<br />

sjónvarp sem ég fékk frá<br />

mömmu og pabba fyrir tveimur<br />

árum og þurfti að leita að því út<br />

um allt hús.<br />

Hvað er í matinn<br />

á aðfangadag?<br />

Við borðum alltaf hamborgarhrygg<br />

á aðfangadag.<br />

Hvenær eru jólin<br />

komin fyrir þér?<br />

Mömmukökurnar hjá<br />

ömmu og skinkuhornin<br />

hennar mömmu koma<br />

með jólin.<br />

Hvernig brástu við þegar<br />

þú komst að leyndarmálinu<br />

um jólasveininn?<br />

Ég var svolítið svekkt en<br />

sagði mömmu og pabba<br />

ekkert frá því þegar ég komst<br />

að leyndarmálinu um jólasveininn<br />

þannig að ég hélt<br />

áfram að fá í skóinn í nokkur ár.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Náttföt, hangikjöt og NBA<br />

einkenna jóladag.<br />

Sjónvarpsþættir:<br />

Núna er ég að klára Person Of Interest sem eru mjög góðir.<br />

Ég held samt að það sé ekkert að fara að toppa Friends.<br />

Kvikmynd: Stella í Orlofi.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé.<br />

Leikari: Will Smith.<br />

Skyndibiti: Langbest.<br />

Tónlist í laumi: Mér finnst ABBA lögin alltaf góð.<br />

Hver myndi vinna í 21? Úff, ég veit ekkert hver myndi vinna í<br />

21. Ætli við þurfum ekki bara að taka leik?


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

69<br />

Jói „drummer“<br />

stjórnaði Víkingaklappi á íþróttahátíð BBC<br />

Keflvíkingurinn Jói „drummer“ eða<br />

Jóhann D. Bianco sló trommuna í Víkingaklappinu<br />

ásamt einum félaga sínum<br />

úr Tólfunni á heiðursverðlaunahátíð<br />

á vegum BBC í Englandi en þá<br />

er m.a. íþróttamaður ársins valinn.<br />

Tólfan fór sem kunnugt er á kostum á<br />

Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar.<br />

Tvímenningarnir fóru sem fulltrúar<br />

Tólfunnar til að stýra Víkingaklappinu<br />

á hátíðinni. Eins og flestir muna<br />

niðurlægðu Íslendingar þá ensku í<br />

16 liða úrslitum EM í sumar með 2-1<br />

sigri.<br />

Jóhann var í essinu sínu á íþróttahátíð<br />

BBC og náði gestum á hátíðinni með<br />

í fjörið.<br />

Hér fyrir neðan er okkar maður á<br />

mynd með fyrrum knattspyrnugoðinu<br />

Gary Lineker en hann er sjónvarpsmaður<br />

hjá BBC og einn þeirra<br />

sem var í þessari útsendingu. Einn<br />

gesta sem tók vel undir í Víkingaklappinu<br />

var enginn annar en Vilhjálmur<br />

prins.<br />

ATVINNA<br />

FRAMKVÆMDASTJÓRI KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLAVÍKUR<br />

Knattspyrnudeild Keflavíkur auglýsir starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar<br />

Keflavíkur laust til umsóknar. Framtíðarsýn knattspyrnudeildar er<br />

að vera áfram í fremstu röð knattspyrnuliða á Íslandi. Mjög öflugt uppbyggingarstarf<br />

er hjá Keflavík og fjöldi iðkenda.<br />

HELSTU VERKEFNI<br />

FRAMKVÆMDASTJÓRA<br />

• Stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar<br />

• Kemur að fjáröflun í samvinnu við stjórn<br />

• Samskipti við aðila innan og utan deildar<br />

HÆFNISKRÖFUR:<br />

• Framúrskarandi hæfni<br />

í mannlegum samskiptum<br />

• Dugnaður og frumkvæði<br />

• Reynsla í stýringu fjármála<br />

• Þekking á íþróttahreyfingunni<br />

• Góð tök á íslensku máli<br />

• Góð tök á notkun samfélagsmiðla<br />

Nánari upplýsingar veita Ingvar Georgsson 899 0557 starfandi framkvæmdastjóri<br />

eða Jón Ben formaður í síma 699 5625 eða á netfangið jben@internet.is<br />

Umsókn og fylgiskjöl sendist á kef-fc@keflavík.is<br />

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.<br />

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2017.<br />

Huh!<br />

2016<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Skafmiðaleikur<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Víkurfrétta<br />

Skafmiðaleikur Víkurfrétta<br />

og<br />

og<br />

og<br />

verslana<br />

verslana<br />

verslana<br />

á<br />

á<br />

á<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

Suðurnesjum<br />

og verslana á Suðurnesjum<br />

NÚ BORGAR SIG<br />

AÐ SKILA<br />

SÍÐASTI ÚTDRÁTTUR<br />

24. DESEMBER<br />

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um<br />

gleðilega jólahátíð og<br />

farsæld á komandi ári!<br />

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!<br />

Hótel<br />

Grásteinn ehf<br />

Hársnyrtistofan<br />

Kamilla<br />

Skipting ehf


70 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

SÚPUMÓT<br />

í Sandgerði í sultublíðu í desember<br />

Þrjátíu og fimm áhugasamir kylfingar mættu í opið „súpumót“<br />

Golfklúbbs Sandgerðis í blíðunni sunnudaginn 4.<br />

des. sl.Sandgerðingurinn Sveinn H. Gíslason lék sannkallað<br />

sumargolf og sigraði með 28 punktum eftir 12 holur.<br />

Þó svo það hafi ekki verið hægt að hefja leik fyrr en kl. 10.30<br />

á sunnudagsmorgun vegna myrkurs var Kirkjubólsvöllur<br />

enn í nettum sumarbúningi, kannski aðeins gulari annars<br />

mjög fínn. Leikið var inn á sumarflatir og slegið af flestum<br />

sumarteigum. Svo spígsporuðu breitt brosandi kylfingar<br />

um völlinn eins og beljur að vori og voru að leika golf í<br />

7-8 stiga hita og nánast logni. Dagsetningin var 4. des. Gat<br />

þetta verið?<br />

Eftir hring var boðið upp á sveppasúpu að hætti Sandgerðinga.<br />

Eins og fyrr segir sigraði Sveinn en í 2. sæti var<br />

Stefán Arnbjörnsson á 24p. og þriðji var Grétar Agnarsson,<br />

líka með 24.<br />

Atli Þór Karlsson, gjaldkeri GSG var ánægður með þátttökuna<br />

og sagði klúbbinn frægan fyrir vetrarmótin. Hann var<br />

líka ánægður með gang mál á nýafstöðu sumri. Þó klúbburinn<br />

væri lítill gengi reksturinn þar sem skuldir væru litlar<br />

og félagar áhugasamir og hjálpsamir. „Við viljum vera<br />

góður lítill klúbbur. Hér koma nokkrir kylfingar í öllum<br />

veðrum og leika golf allt árið og það er bara skemmtilegt,“<br />

sagði Atli.<br />

Góð þátttaka í jólaskákmóti<br />

■■Glæsilegt Jólaskákmót var haldið í fimmta sinn á vegum Samsuð og<br />

Krakkskákar 17.desember síðastliðinn. Mótið var haldið í Gerðaskóla og<br />

mættu 48 keppendur til leiks. Þeir voru úr flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum.<br />

Grindvíkingar, Njarðvíkingar og Garðbúar voru fjölmennastir<br />

þátttakanda.<br />

Nettó gaf glæsilega happdrættisvinninga í lok mótsins eins og vanalega á þessu<br />

skákmóti. Keppnin var spennandi allt fram á síðustu stundu.<br />

Sigurvegarar í yngri flokki stúlkna:<br />

1. Svanhildur Róbertsdóttir, Grindavík<br />

2. Birta Eiríksdóttir, Grindavík<br />

3. Ólöf Bergvinsdóttir, Grindavík<br />

Þær eru einnig núverandi Íslandsmeistarar<br />

í liðakeppni grunnskóla<br />

yngri stúlkur.<br />

Sigurvegarar í yngri flokki pilta:<br />

Sigurður Bergvin Ingibergsson,<br />

Grindavík<br />

Andrés Kristinn Haraldsson,<br />

Reykjanesbæ<br />

Hjörtur Líndal Jónsson, Garði<br />

Sigurvegarar í eldri stúlkur:<br />

Nadía Arthúrsdóttir, Grindavík<br />

Lovísa Ólafsdóttir, Sandgerði<br />

Aþena Rún Helgadóttir, Sandgerði<br />

Sigurvegarar í eldri pilta:<br />

Sólon Siguringason, Reykjanesbær<br />

Hjörtur Jónas Klemensson, Grindavík<br />

Róbert Birmingham, Reykjanesbær


fimmtudagur 22. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

71<br />

Börðust við MMA<br />

kappa í Montreal<br />

■■Á dögunum héldu tveir þjálfarar Keflavíkur í bardagaíþróttum til Bandaríkjanna<br />

á námskeið í barna- og unglingaþjálfun. Hnefaleikaþjálfarinn<br />

Björn Björnsson og Tae Kwon Do/BJJ þjálfarinn Helgi Rafn Guðmundsson<br />

fóru í frægðarför þar sem þeir heimsóttu í leiðinni meðal annars frægasta<br />

MMA æfingasal í heimi (Tristar MMA gym í Montréal í Kanada) og tókust<br />

þar á við MMA kappa. Það voru þeir Alex Garcia og Joe Duffy, einn af fáum<br />

mönnum sem hefur sigrað Conor McGregor. Helgi og Björn stefna á að setja<br />

á fót MMA námskeið strax í janúar á Suðurnesjum. Þjálfararnir segja að á<br />

heildina litið hafi þessi reynsla verið þeim mjög góð og ferðin ánægjuleg.<br />

Þrír reynsluboltar<br />

yfirgefa Keflavík<br />

●●Haraldur og Magnús Sverrir hættir<br />

Þrír af reyndustu leikmönnum Keflvíkinga<br />

í karlafótboltanum munu ekki<br />

leika með liðinu á næsta tímabili. Eins<br />

og áður hefur verið greint frá þá hefur<br />

Haraldur Freyr Guðmundsson lagt<br />

skóna á hilluna en Magnús Sverrir<br />

Þorsteinsson mun einnig ganga frá<br />

skónum í skápinn góða. Þá mun<br />

Magnús Þórir Matthíasson ekki leika<br />

áfram með liðinu en ekki er ljóst hvort<br />

eða hvar hann mun leika á næsta<br />

tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu<br />

Keflavíkur.<br />

Samtals eiga þessir leikmenn að baki<br />

39 leiktímabil og tæplega 900 leiki<br />

með meistaraflokki Keflavíkur. Haraldur<br />

hefur leikið 200 deildarleiki með<br />

Keflavík og skorað í þeim átta mörk.<br />

Auk þess hefur hann leikið 27 bikarleiki<br />

og skorað fimm mörk og 78 leiki<br />

í deildarbikarnum og þar eru mörkin<br />

þrjú.<br />

Magnús Sverrir hefur alls leikið 17<br />

tímabil með liðinu en Magnús lék<br />

auk þess eitt tímabil með Grindavík.<br />

Hann hefur leikið 244 deildarleiki<br />

fyrir Keflavík og skorað í þeim 46<br />

mörk, 34 bikarleiki þar sem Magnús<br />

hefur skorað tólf mörk og sjö leiki í<br />

Evrópukeppnum þar sem eitt mark<br />

fylgir með. Leikirnir í deildarbikarnum<br />

eru 93 en þar er Magnús leikjahæsti<br />

leikmaður Keflavíkur og mörkin<br />

í keppninni eru 29. Hann hefur leikið<br />

213 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og<br />

er þar þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins<br />

frá upphafi.<br />

Magnús Þórir hefur leikið 129 deildarleiki<br />

fyrir Keflavík og skorað í þeim 18<br />

mörk. Hann hefur einnig leikið 13<br />

bikarleiki og skorað fjögur mörk auk<br />

eins leiks í Evrópukeppni og 33 leiki<br />

í deildarbikarnum þar sem mörkin<br />

eru 12.<br />

Náungakærleikur Njarðvíkinga<br />

●●Styrktu Fjölskylduhjálp ●<br />

og Unicef<br />

■■Stjórn körfuknattleiksdeildar<br />

Umfn ákvað að á síðasta heimaleik<br />

fyrir jól myndi allur aðgangseyrir<br />

fara til góðra málefna nú fyrir jólin.<br />

Njarðvíkingar léku þá gegn Þór Þorlákshöfn<br />

og var vel mætt. Allir sem<br />

lögðu leið sína í Ljónagryfjuna borguðu<br />

sig inn, þar á meðal leikmenn<br />

beggja liða og dómarar.<br />

Ákveðið var að styrkja Unicef sem<br />

aðstoðar nú börn í Sýrlandi sem eiga<br />

um sárt að binda og Fjölskylduhjálp í<br />

Reykjanesbæ. Logi Gunnarsson, fyrirliði<br />

Njarðvíkinga, mætti í Fjölskylduhjálp<br />

í vikunni og afhenti Önnu Jónsdóttur,<br />

verkefnastjóra hjá Fjölskylduhjálp,<br />

fjárhæð sem vafalaust kemur að<br />

góðum notum.<br />

Logi Gunnarsson kom færandi hendi í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ.<br />

VF/mynd Eyþór Sæm.<br />

RAUÐIKROSSINN<br />

VERSLUN<br />

Við erum með lokað til<br />

11. janúar<br />

Þökkum stuðninginn á árinu og<br />

óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla.


Hlýjar hátíðarkveðjur<br />

Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sendir landsmönnum öllum<br />

hlýjar óskir um gleðilega hátíð með þakklæti fyrir árið sem er að líða.<br />

Það eru ótal tækifæri í kortunum fyrir Reykjanesið á nýju ári og við munum<br />

halda áfram að efla samfélag og atvinnulíf við alþjóðaflugvöllinn.<br />

PIPAR \TBWA • SÍA<br />

PIPA<br />

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar<br />

Sími 425 2100 | www.kadeco.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!