20.03.2017 Views

Mæna 2015

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

menningarheimum. Þetta er vandinn sem snýr<br />

að „huglægni“ fagurfræðilegra gilda. Hins vegar<br />

er það vandinn sem snýr að þeim kerfum sem<br />

sam félagið hefur komið sér upp til þess að byggja<br />

ákvarðanir sínar í umhverfis málum á – en þessi<br />

kerfi eru ekki gerð til þess að fanga og taka tillit<br />

til þessara gilda. Þessi vandamál eru augljós lega<br />

tengd. Það er vegna hinnar téðu hug lægni fagurfræðilegra<br />

gilda sem þau passa ekki inn í þau kerfi<br />

sem við höfum og byggja á vísindalegum og hlutlægum<br />

útreikn ingum sem eru ekki gerðir til að ná<br />

utan um huglæg gildi.<br />

En í hverju felast þessi huglægu gildi landslags? Hugtökin<br />

fegurð og hið fagurfræðilega leika mikil vægt hlutverk í<br />

skilningi okkar á landslagi. Lands lag er hugtak sem hefur<br />

mörg lög merkingar, eins og fegurð hefur landslag verið<br />

túlkað bæði út frá hlutlægum eigin leikum eða huglægri<br />

reynslu þess sem dvelur í landslaginu. Margir fræðimenn<br />

hafa á síðustu árum gagnrýnt ofur áherslu á hið sjónræna<br />

í túlkun á landslagshugtakinu og hvatt til víðari skilnings á<br />

landslagi sem sambandi eða samræðu milli manns og lands<br />

sem skapast í gegnum upplifun fólks af og í lands laginu.<br />

Þannig hefur viðleitnin verið að færa áhersluna frá hlutlægum<br />

(sjónrænum) þáttum landslagsins yfir á hug læga<br />

þætti sem birtast í upplifun þess sem dvelur í lands laginu.<br />

Þar sem áhersla á hið sjónræna (og þar með fjar lægð áhorfandans)<br />

hefur einnig verið miðpunktur athygl innar í skilningi<br />

á fegurð og hinu fagurfræðilega 4 hefur tilhneig ingin<br />

verið sú að ýta fegurðinni til hliðar með hinu sjónræna<br />

þegar ætlunin er að víkka út landslags hugtakið. En ég færi<br />

rök fyrir því að í stað þess að túlka fegurð aðeins út frá hinu<br />

sjón ræna, ættum við frekar að skilja fegurð og hið fagurfræði<br />

lega í mun víðara samhengi út frá því sambandi og<br />

sam tvinnun vitundar og viðfangs sem reynslan af fegurð<br />

ein kennist af. 5 Ef fegurðarhutakið er víkkað út á þennan<br />

hátt er ekki hægt að segja að áhersla á fegurð í skilningi<br />

okkar á land slagshugtak inu stuðli að því að smætta landslag<br />

niður í hið sjónræna; frekar hjálpar þá fegurðarhugtakið<br />

okkur að skilja hvers konar samræða það er sem á sér stað<br />

á milli manns og lands og við köllum landslag. 6<br />

Þegar við ræðum um fagurfræði legt, upp lifunar- og til finningalegt<br />

gildi landslags erum við að vísa í upplifun; upplifun<br />

sem við segjum sögur af. Ef við viljum fanga þetta<br />

gildi þurfum við að skoða upplifanir, sögur einstak linga<br />

og samfélaga, því að það er þar sem maður og lands lag<br />

mætast – það eru þessar sögur sem skapa merk ingu<br />

og gildi landslags. Vandamálið er að þau kerfi sem við<br />

höfum eru ekki hönn uð til að skoða upp lifanir.<br />

17 Utan kerfis: Landslag og fegurð<br />

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!