20.03.2017 Views

Mæna 2015

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kort geta gefið<br />

tilfinningu fyrir<br />

stað sem er í órafjarlægð<br />

eða stað<br />

sem hefur jafnvel<br />

aldrei verið til.<br />

Kort og kortagerð hafa ætíð heillað mig þar sem<br />

mér hefur alltaf fundist merkilegt hvað kort geta<br />

geymt mikið af upplýs in gum sem settar eru fram<br />

á myndrænan hátt. Í kortum koma saman ekki<br />

aðeins upp lýsingar heldur einnig landa fræði,<br />

hönnun, teikningar og saga. Kort geta<br />

sagt okkur sögu, um land, þjóð eða<br />

jafnvel ævin týri. Þau geta frætt okkur<br />

og um leið kveikt á ímyndunar aflinu.<br />

Kort geta gefið tilfinningu fyrir stað<br />

sem er í óra fjarlægð eða stað sem hefur<br />

jafn vel aldrei verið til. Það er kann ski<br />

þaðan sem áhugi minn á kortum sprettur<br />

en sem barn var ég sólgin í ævintýrabækur<br />

sem gerðustí öðrum heimum og<br />

þótti mér þá algjör lega nauð synlegt að<br />

kort af þessum ævin týra heimi fylgdi<br />

með. Þannig varð heimur inn raun veru legri og um<br />

leið var hægt að stað setja sig í honum, þar sem<br />

kortið veitti einhvers konar vissu um raunveruleika<br />

heims ins. Það er einmitt í þessu sem mikil vægi<br />

korta hefur falist í gegnum tíðina; mögu leikanum<br />

á að staðsetja sig í heiminum.<br />

Kortgerð hefur fylgt mann kyninu frá örófi alda.<br />

Í sinni hrein ustu mynd er kort mynd af heim inum;<br />

kerfi saman sett af graf ískum táknum sem tákna<br />

umhverfið og fylgir þeim oftar en ekki lykill til að<br />

lesa úr tákn unum – eins konar að gangur að kerfinu. 1<br />

Ekki eru til neinar heim ild ir um fyrsta kortið en<br />

víst er að frá önd verðu hefur maðurinn ferðast um<br />

land ið og þurft að hafa yfirsýn með þessum ferðum<br />

sínum. Bendir allt til þess að sjálfstæð þróun korta<br />

hafi átt sér stað í öllum heims hornum fyrir árþúsunum<br />

síðan, fyrir tíma ritaðs máls og áður en<br />

maðurinn gerði sér grein fyrir víðfemi veraldarinnar.<br />

2 Hlutverk korta snýst ekki bara um að<br />

vísa fólki frá einum stað til annars, heldur einnig<br />

að staðsetja manninn og setja hann í samhengi<br />

við um heiminn. Kortið verður þannig að<br />

einu mikil vægasta grunn sam skipta tóli mann -<br />

kynsins. 3 Allt frá því er Grikkir komust að því<br />

að jörðin væri hnöttótt 4 hefur helsta vanda mál<br />

korta gerðar manna legið fyrir, en það er hægara<br />

sagt en gert að kortleggja jörðina rétt – því<br />

hvernig á að gera hnöttótt yfir borð jarðar innar<br />

að flatri teikn ingu án þess að eitthvað skekkist?<br />

Þetta hefur stundum verið kallað „app elsínu -<br />

barkar vanda málið“ því auð velt er að ímynda<br />

sér þá erfið leika sem upp koma þegar börkur<br />

Sigríður Hulda Sigurðardóttir<br />

7 Af kortum og Samúel Eggertssyni<br />

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!