09.05.2017 Views

Bæjarlíf maí 2017

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

Aprílmánuður var líflegur hjá okkur<br />

í Grunnskólanum í Þorlákshöfn<br />

þó hefð bundið páskafrí hafi auðvitað<br />

stytt hann talsvert. Dagana 4.-7.<br />

apríl var fríríkið Þorpið starfrækt í<br />

skólanum og var það mikið tilhlökkunarefni<br />

hjá nemendum og starfsfólki.<br />

Fyrir þá sem ekki þekkja til starfsins<br />

í Þorpinu er gaman að segja frá því<br />

að þá er öllu skólastarfi umturnað og<br />

fyrirtæki af ýmsu tagi sett á laggirnar.<br />

Gjaldmiðill inn ,,þollari“ er tekinn í<br />

gagnið og bankinn í Þorpinu borgar<br />

starfsmönn um (nemendum) laun<br />

fyrir vinnuna. Fjórir dagar eru teknir<br />

í verkefnið en síðasti dagurinn er<br />

uppskerudagur. Þá eru afurðir vinnunnar<br />

seldar, selt inn á viðburði og<br />

kaffihús starfrækt. Þennan dag myndast<br />

skemmtilegur þorpsbragur í skólanum<br />

þar sem foreldrar, afar, ömmur<br />

og aðrir gestir mæta á staðinn.<br />

Flestir fara í bankann og kaupa sér<br />

þollara fyrir íslenskar krónur og fara<br />

síðan um Þorpið og versla. Skartgripagerð,<br />

kertagerð, fiskvinnsla,<br />

lista smiðja, saumastofa og bakarí eru<br />

dæmi um fyrirtæki í Þorpinu auk þess<br />

sem fréttablaðið Þorparinn er gefið<br />

Skólalíf<br />

út og útvarpsstöð starfrækt. Starfsfólk<br />

stöðvanna er á ýmsum aldri og<br />

hjá sumum fyrirtækjum störfuðu<br />

nemendur úr öllum árgöngum saman<br />

í sátt og samlyndi, þeir eldri hjálpuðu<br />

þeim yngri og allir fengu hlutverk<br />

við hæfi. Þorpsverkefnið gekk mjög<br />

vel í ár, en þetta er í þriðja sinn sem<br />

það er unnið. Stefnt er að því að halda<br />

því fyrirkomulagi sem verið hefur,<br />

að hafa Þorpið annað hvert skólaár á<br />

vordögum.<br />

Í vetur hefur gott samstarf verið<br />

milli leikskólans Bergheima og<br />

grunnskólans og hafa gagnkvæmar<br />

heimsóknir elstu deildar Bergheima<br />

og 1. bekkjar grunnskólans verið<br />

reglu legar í vetur. Hóparnir hittust<br />

nú í byrjun apríl ásamt kennurum<br />

sínum og héldu nokkurs konar uppskeruhátíð.<br />

Sungin voru nokkur lög,<br />

spjallað, leikið og boðið var upp á<br />

kleinur og djús. Þetta var hin besta<br />

skemmtun og góður endir á góðum<br />

vetri.<br />

Skólapúlsinn er tæki sem notað er<br />

við mat á skólastarfi grunnskólans.<br />

Nemendur 6. – 10. bekkjar taka þátt<br />

í skólapúlsinum, svara spurningum<br />

varðandi skólastarfið, námið og líðan.<br />

Út frá niðurstöðum er svo reynt að<br />

bæta það sem betur má fara. Sambærileg<br />

foreldrakönnun hefur verið<br />

tekin annað slagið og einnig starfsmannakönnun.<br />

Kannanir allra þriggja<br />

hópanna voru teknar í vetur og þegar<br />

þetta er ritað er verið að vinna úr þeim<br />

síðastnefndu.<br />

Um næstu mánaðamót mun sveitarfélagið<br />

taka upp samstarf við fyrirtækið<br />

Vinnuvernd og fengu starfsmenn<br />

skólans kynningu á því samstarfi í<br />

byrj un apríl. Einnig fengum við árvissa<br />

heimsókn frá ljósmyndara sem<br />

myndaði 1., 6. og 10. bekk.<br />

Síðustu vikuna í apríl fór 7. bekkur í<br />

skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði,<br />

en það hefur verið árviss viðburður í<br />

skólanum frá upphafi skólabúðastarfsemi<br />

þar. Þessi ferð er ávallt mikið<br />

tilhlökkunarefni og undirbúningur<br />

tekur a.m.k. eitt ár, enda safna krakkarnir<br />

fyrir ferðinni með ýmsu móti.<br />

Ferðin gekk vel í ár og krakkarnir<br />

skóla sínum og heimilum til mikils<br />

sóma.<br />

Innilegar sumarkveðjur sendum við úr<br />

Grunnskólanum í Þorláks höfn<br />

til Ölfusinga allra.<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Bergheimalíf<br />

Í byrjun apríl var okkar árlega íþróttasýning<br />

gekk hún mjög vel, börnin voru<br />

dugleg að taka þátt í æfingum og sýndu<br />

á sér sínar bestu hliðar. Við starfsfólkið<br />

erum mjög stolt af börnunum og vonum<br />

við að gestir haft haft jafn gaman að<br />

þessu og við. Takk fyrir komuna þið<br />

sem sáuð ykkur fært að mæta.<br />

Í apríl fengum við góða gesti í heimsókn<br />

eða um miðjan apríl komu þær<br />

Jóna og Ellen frá Félagi eldriborgara og<br />

lásu fyrir börnin á Tröllaheimum.<br />

Síðustu vikuna í apríl kom lögreglan og<br />

var með eftirlit með notkun öryggisbúnaðar<br />

á bílastæði leikskólans. Að eftirliti<br />

loknu komu lögregluþjónarnir og<br />

heilsuðu uppá börnin. Vöktu búningar<br />

þeirra og aukabúnaður mikla athygli,<br />

þeir fóru á allar deildir og gáfu sér<br />

góðan tíma til þess að spjalla við börnin<br />

og svara forvitni þeirra. Þessa sömu<br />

viku fengum við líka heimsókn frá tónlistarskólanum<br />

en þá kom Kristinn<br />

gítarkennari með tvo nemendur þær<br />

Önnu Laufeyju og Huldu Vöku. Kristinn<br />

fræddi börnin um gítarinn og<br />

ýmislegt sem honum fylgir, þau spiluðu<br />

öll fyrir okkur á gítar og í lokin fengu<br />

allir að syngja með. Þökkum við öllu<br />

þessu góða fólki fyrir komuna.<br />

Í lok apríl var útskrift elstu barnanna,<br />

foreldrafélagið bauð börnunum út að<br />

borða á Hendur í Höfn ásamt kennurum<br />

deildarinnar. Börnunum þótti<br />

spennandi að fara á veitingarstað að<br />

borða og ekki spillti fyrir að fá líka flottar<br />

veitingar. Leikskólinn færði börnunum<br />

kveðjugjöf og þau fengu einnig<br />

útskriftarplagg, þetta er alltaf hátíðleg<br />

og skemmtileg stund.<br />

Að venju verður farið í hesthúsin í <strong>maí</strong><br />

til að skoða nýfædd lömb, kindur, hesta ,<br />

og fleiri dýr sem verða á vegi okkar.<br />

Hver deild skipuleggur sína ferð og<br />

verða valdir dagar sem vel viðrar til að<br />

fara í þessar ferðir. Laugardaginn 20.<br />

<strong>maí</strong> verður vorhátíð foreldrafélagins,<br />

auglýst nánar síðar. Með hækkandi sól<br />

fara nemendur leikskólans að fara í<br />

meira mæli í göngu- og vettvangsferðir<br />

og viljum við biðja ökumenn að sýna<br />

börnunum þá virðingu að stöðva bíla<br />

sína við gangbrautir ef þau þurfa yfir.<br />

Það ber mikið á því að fólk vill láta bíla<br />

sína renna hægt á meðan börnin fara<br />

yfir en við getum ekki kennt litlum<br />

börn um að fara yfir götu nema að bílar<br />

stöðvi. Það er mikilvægt að kenna<br />

börn unum umferðareglunar og þær<br />

hættur sem þar eru og biðjum við ykkar<br />

að aðstoða okkur við það.<br />

Við viljum benda fólki á að hægt er að<br />

sækja um leikskólapláss fyrir börn daginn<br />

sem þau verða ársgömul.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!