05.10.2017 Views

Bæjarlíf október 2017

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 9. tölublað <strong>2017</strong><br />

Skólasetning<br />

Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur<br />

við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 22.<br />

ágúst sl. Að loknu ávarpi Guðrúnar<br />

Jóhannsdóttur skólastjóra gengu<br />

nem endur með umsjónarkennurum<br />

sínum til stofu, fengu stundaskrá og<br />

spjallað var um komandi vetur. Þá var<br />

tilkynnt að Sveitarfélagið Ölfus kaupir<br />

nú öll námsgögn fyrir nemendur<br />

og því engir bóka- og ritfangalistar<br />

afhentir. Þetta kemur mörgum fjölskyldum<br />

vel og ber að þakka.<br />

Heimsóknirkynfræðingur<br />

og fleira.<br />

Það sem af er skólaárinu höfum við<br />

þegar fengið nokkra gesti í skólann,<br />

m.a. kennara úr Vestmannaeyjum og<br />

skólaþjónustufólk að norðan. Hæst<br />

ber þó heimsókn Siggu Daggar kynfræðings<br />

þann 5. september. Hún<br />

spjallaði í nokkrum hópum við alla<br />

nemendur í 6. – 10. bekk um kynlíf,<br />

kynhegðun, kynhneigð og fleira sem<br />

tengist því að vera kynvera. Starfsfólk<br />

fékk svo fræðslu síðar að deginum og<br />

foreldrafundur var í dagslok. Þetta var<br />

afar fróðlegt; opinskáar umræður og<br />

góð fræðsla um þessi mál er nauðsynleg,<br />

ekki síst nú á tímum fjölbreyttari<br />

Skólalíf<br />

og búskaparhætti. Þau höfðu mjög<br />

gaman af þessari ferð, ekki síst að<br />

stoppa í Heiðmörk á heimleiðinni og<br />

borða nestið sitt í haustblíðu eins og<br />

hún verður best á Íslandi.<br />

Unglingastigið fór í sína haustferð<br />

á Þingvelli. Þar tók fræðslufulltrúi<br />

þjóðgarðsins á móti þeim og gengið<br />

var um helstu<br />

sögustaði, sagt<br />

frá sögulegum<br />

viðburðum<br />

og ein stökum<br />

náttúruperlum.<br />

Almannagjá,<br />

Lögberg, Drekkingarhylur,<br />

Öxarárfoss<br />

og Hakið<br />

voru staðir sem<br />

margir höfðu ekki<br />

heimsótt áður.<br />

Eins og hinar<br />

ferðirnar var þessi<br />

afar vel heppnuð.<br />

Uppgjör hennar fór svo fram nokkrum<br />

dögum síðar þegar krakkarnir<br />

buðu foreldrum sín um í morgun kaffi<br />

og skoruðu á þá í spurningakeppni<br />

um Þingvelli. Það er skemmst frá því<br />

að segja að nemendur höfðu betur í<br />

keppninni svo eitthvað af fræðslunni<br />

er kosning í ýmsar nefndir og ráð hjá<br />

nemendum og starfsfólki. Einnig eru<br />

samræmd próf lögð fyrir í 4. og 7.<br />

Bekk, íþróttakennslan fer að miklu<br />

leyti fram utan dyra fyrstu vikurnar<br />

og nýtt útivistarval í 8.-10. bekk hefur<br />

farið í skemmtilegar gönguferðir á<br />

fjöll og aðrar merktar gönguleiðir nú<br />

á haustdögum.<br />

Þetta haustið fórum við af stað með<br />

tvö átaksverkefni í skólanum. Við<br />

ætlum að leggja aukna áherslu á lestur<br />

og virkja heimilin með okkur í<br />

því þannig að ALLIR nemendur lesi<br />

heima fimm sinnum í viku. Vonumst<br />

við til að forráðamenn taki því vel og<br />

hjálpi okkur við að bæta lestrarfærni<br />

barnanna.<br />

Þá verður framhaldið verkefninu<br />

um minni matarsóun. Gengið hefur<br />

verið skrefinu lengra, því nú verður<br />

vigtaður sá matur sem fer í ruslið frá<br />

hverjum bekk og metnaður lagður í að<br />

hafa töluna sem lægsta.<br />

Hér er fátt eitt talið úr fjöl breyttu og<br />

skemmtilegu skólastarfi Grunnskólans<br />

í Þorlákshöfn við upphaf skólaárs.<br />

Vonandi eigum við góðan vetur fyrir<br />

höndum.<br />

Bestu kveðjur frá nemendum og<br />

starfsfólki,<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Barnabókahátíð<br />

Bókabæjanna austafjalls.<br />

Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls<br />

var haldin hátíðleg 22.-23. september.<br />

Hátíðin hófst á föstudaginn<br />

með því að Þórdís Gísladóttir rithöfundur<br />

kom í heimsókn á bókasöfn<br />

Bókabæjanna og las uppúr bókum<br />

sínum. Á laugardaginn setti Birgitta<br />

Haukdal hátíðina í Versölum, Þorlákshöfn.<br />

Hún söng, las bókina Lára fer á<br />

skíði og gaf öllum börnum sem komu<br />

fallegt plakat sem þau gátu svo litað<br />

á hátíðinni. Leikfélag Ölfuss sá um<br />

skipulagningu hátíðarinnar að þessu<br />

sinni og meðal annars það sem var í<br />

boði var föndursmiðja, búningahorn,<br />

kósýhorn og happdrætti. Það voru<br />

fjölmargir sem komu og eyddu deginum<br />

á þessari skemmtilegu hátíð.<br />

Kynningarfundur<br />

félagsamtaka Ölfuss.<br />

Sveitarfélagið Ölfus hélt opinn kynningarfund<br />

27. September síðastliðinn,<br />

þar sem öll íþrótta- og tómstundafélög<br />

í sveitarfélaginu gátu komið og kynnt<br />

starfssemi sína. Það voru alls 18 félög<br />

sem mættu, ásamt undirdeildir Þórs.<br />

Það var vægast sagt góð þátttaka<br />

þar sem saman komu rúmlega 100<br />

manns, bæði til að kynna starfsemi<br />

síns félags og kynna sér starfsemi<br />

félaga. Andrúms loftið var skemmtilegt<br />

og ein kenndist af lífi og fjöri. Það<br />

var greinilegt þar var saman komið<br />

hresst og skemmtilegt fólk. Þetta var<br />

virkilega fróðlegt og notalegt kvöld og<br />

auðveldlega mátti sjá að félögin höfðu<br />

lagt sig fram við að taka saman efni<br />

fyrir kynningarkvöldið.<br />

og hispurslausari samskipta á netmiðlum.<br />

Haustferðir<br />

Allir bekkir hafa nú farið í haustferðir.<br />

Það er skemmst frá því að segja að þær<br />

tókust allar mjög vel og voru farnar í<br />

veðurblíðu.<br />

Ynsta stigið fór í tveimur hópum, sitt<br />

hvorn daginn í byrjun september, á<br />

Þjóðminjasafnið. Þar fengu börnin<br />

fræðslu um safnið og muni þess auk<br />

þess sem þau máttu að handleika<br />

gamla hluti og prófa aldagömul verkfæri.<br />

Ferðin tókst afar vel og var bæði<br />

fróðleg og skemmtileg.<br />

Sama má segja um haustferð miðstigs<br />

á Árbæjarsafnið. Þar fóru börnin í<br />

skemmtilegan ratleik um safnið og<br />

fræddust um leið um forna heimilis-<br />

hefur greinilega skilað sér!<br />

Nýir starfsmenn<br />

Nokkrir nýir starfsmenn tóku til starfa<br />

við skólann í haust. Ágúst Ólason er<br />

umsjónarkennari, Karl Ágúst Hannibalsson<br />

íþróttakennari, Ásta Kristín<br />

Ástráðsdóttir kennari og Torfi Hjörvar<br />

Björnsson smíðakennari. Þrír nýir<br />

skólaliðar tóku til starfa; Erla Dan<br />

Jónsdóttir, Vigdís Lea Kjartansdóttir<br />

og Þórunn Jónsdóttir – en gaman er<br />

að segja frá því að þær eru allar fyrrverandi<br />

nemendur skólans.<br />

Haustverkin og<br />

heimalestur<br />

Nokkur atriði teljast til hefðbundinna<br />

haustverka í grunnskólum. Það<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!