05.10.2017 Views

Bæjarlíf október 2017

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 9. tölublað <strong>2017</strong><br />

7<br />

Bergheimalíf<br />

Leikfélag Ölfuss æfir nú af krafti Blessað<br />

barnalán eftir Kjartan Ragnarsson<br />

í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.<br />

Leikarar að þessu sinni eru: Helena<br />

Helgadóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir,<br />

Róbert Karl Ingimundarson,<br />

Aðalsteinn Jóhannesson, Ingólfur<br />

Arn arson, Erla Dan Jónsdóttir, Jóhanna<br />

Hafdís Leifsdóttir, Oddfreyja<br />

H. Oddfreysdóttir, Kristín Svanhildur<br />

Helgadóttir, Kolbrún Dóra<br />

Snorradótt ir, Ragnhildur Ýr Gunnarsdóttir<br />

og Árný Leifsdóttir.<br />

Þetta er í fjórða skipti sem Gunnar<br />

Björn leikstýrir hjá LÖ en áður hefur<br />

hann sett upp verkin Blúndur og<br />

blásýra, Maður í mislitum sokkum og<br />

Himnaríki.<br />

Blessað barnalán fjallar um Þorgerði<br />

gömlu sem á fimm uppkomin börn<br />

en gamla konan þráir ekkert heitar að<br />

September er búin að vera óvenju hlýr<br />

og mildur þrátt fyrir stöku lægðir. Hefur<br />

því útivera verið með meira móti<br />

þótt skipulagt starf sé hafið á öllum<br />

deildum en það er gjarnan fært út<br />

þegar vel viðrar. Haustin eru gjarnan<br />

tími þar sem farið er út og gróður<br />

skoðaður hvernig hann breytist á þessum<br />

tíma, tínd laufblöð og úr þeim unnin<br />

listaverk.<br />

Haustþing starfsfólks leikskóla á suðurlandi<br />

verður haldið á Selfossi 13. <strong>október</strong><br />

nk. og mun allt starfsfólk Bergheima<br />

fara á það og sækja fyrirlestra.<br />

Leikskólinn er lokaður þennan dag.<br />

Í <strong>október</strong> verða haldnir foreldrafundir<br />

á öllum deildum til þess að kynna starf<br />

deildanna sem geta verið mismunandi.<br />

Það er gott fyrir foreldra að mæta á<br />

þessa fundi til þess að fá allar helstu upplýsingar<br />

varðandi leikskólann og deild<br />

barns síns.<br />

Frá árinu 2013 hefur leikskólinn verið<br />

að vinna að Grænfána verkefni í samstarfi<br />

við Landvernd og árið 2014 fengum<br />

við fyrsta Grænfánann og var það<br />

vegna vel unninna starfa við flokkun á<br />

úrgangi og endurnýtingu á verðlausu<br />

efni. Í haust fór í gang næsta umsókn<br />

vegna lýðheilsu og kemur fulltrúi frá<br />

Landvernd í <strong>október</strong> til þess að taka út<br />

vinnu okkar í sambandi við lýðheilsu.<br />

Vonandi í framhaldinu fáum við afhentan<br />

fána númer tvö en hægt er að<br />

fá þrettán fána út á ýmiskonar verkefni.<br />

Ekki hefur verið ákveðið hvaða verkefni<br />

við stefnum að næst en við höldum<br />

ótrauð áfram.<br />

Kveðja, Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

MAMMA ER DÁIN–KOMIÐ STRAX-INGA<br />

öll börnin komi saman á æskuheimilinu<br />

þar sem hún býr enn ásamt Ingu<br />

einni af dætrunum. Mæðgurnar plana<br />

sumarfríið og eiga von á að öll systkinin<br />

snúi heim til að njóta austfirsku<br />

sumarblíðunnar með þeim. En hvað<br />

gerist þegar systkinin afboða komu<br />

sína hvert af öðru ? Jú, Inga grípur<br />

til sinna ráða, arkar uppá símstöð<br />

og sendir skeyti: „mamma er dáin –<br />

komið strax – Inga“. Atburðarásin<br />

sem fer af stað í kjölfar skeytisins er<br />

hreint óborganleg og óhætt að lofa því<br />

að magavöðvarnir fái ærlega hreyfingu.<br />

Stefnt er að frumsýningu um miðjan<br />

<strong>október</strong>. Hlökkum til að sjá ykkur í<br />

leikhúsinu<br />

Leikfélag Ölfuss<br />

Menningarlíf<br />

Þann 27.september sl. stóð sveitarfélagið<br />

undir stjórn menningarfulltrúa<br />

fyrir kynningu í Ráðhúsi Ölfuss þar<br />

sem kynnt voru íþrótta, tómstundar og<br />

félagastörf í Þorlákshöfn. Mörg félög<br />

létu sjá sig og kynntu sína starfsemi<br />

fyrir gestum og gangandi. Dekkað var<br />

upp borðum og stólum og mátti sjá<br />

allskyns leiðir við framsetningu. Sveitarfélagið<br />

bauð uppá kaffi og með því<br />

meðan fólk skoðaði sig um og eflaust<br />

einhverjir sem létu drauminn rætast<br />

og gengu í einhver félög. Almenn<br />

ánægja var meðal fólks og spurning<br />

hvort við sjáum þetta aftur allavega í<br />

einhverri mynd að ári.<br />

Leikfélag Ölfuss æfir um þessar<br />

mundir gamanleikinn Blessað Barnalán<br />

eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn<br />

Gunn ars Björns Guðmundssonar<br />

en þetta er í fjórða skipti sem<br />

hann leikstýrir hjá félaginu áður hefur<br />

hann til að mynda sett upp verk á borð<br />

við Blúndur og Blásyra og Himna ríki.<br />

Alls taka 12 leikarar þátt í uppsetningunni.<br />

Verkið verður frumsýnt í<br />

Versölum, Ráð húsi Ölfuss, fimmtudaginn<br />

12.<strong>október</strong> kl.20:00<br />

Fréttir af lúðrasveitinni eru þær að<br />

Í ágúst var kynntur til sögunnar nýr<br />

stjórnandi lúðrasveitarinnar, Snorri<br />

Heimisson en hann tekur nú við<br />

af Róberti A. Darling sem stjórnaði<br />

sveitinni í tugi ára. Í september<br />

hófst 34. starfsár sveitarinnar fjöldinn<br />

allur að hljóðfæraleikurum,<br />

heima manna jafnt sem aðkomufólks<br />

skipa sveitina. Æfingar fara fram á<br />

fimmtudagskvöldum í tónlistarálmu<br />

Grunnskólans kl.20, ef að fólk vill<br />

rifja upp gamla takta við sín hljóðfæri.<br />

Nýárstónleikar verða haldnir í byrjun<br />

nýs árs að venju og margt annað sem<br />

ekki hefur verið gefið upp en verður<br />

auglýst hér þegar þar að kemur.<br />

Björgunarsveitin Mannbjörg heldur<br />

útí unglingadeildinni Strump, þar fá<br />

ungmenni að spreyta sig á þeim ýmsum<br />

verkefnum sem björgunarsveitarmaður<br />

þarf að gera í sínum starfi og er<br />

þetta m.a. hugsað sem undirbúning ur<br />

fyrir þá sem vilja gerast svo félagar<br />

í sveitinni sjálfri. Eins og síðustu ár<br />

verður haldnir fundir einu sinni viku á<br />

þriðjudagskvöldum kl.20 í Björgunarsveitaskýlinu/v<br />

Hafnarskeið, þar sem<br />

allskonar verður gert, eins og sig, leit<br />

og fleira. Allir frá 8.bekk sem vilja taka<br />

þátt er því bent á að mæta þriðjudaginn<br />

10.<strong>október</strong> þegar fyrsti fundur<br />

vetr arins verður haldin.<br />

Þann 3.desember kl.20 munu Valdmiar<br />

Guðmundsson og Sigríður Thorlacius<br />

hefja aðventuna með tónleikum<br />

í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Miðaverð<br />

verður 3.900 og hægt verður að kaupa<br />

miða á midi.is . Tengill á miðasöluna<br />

og fleira má sjá á viðburði á Facebook.<br />

Nánar auglýst síðar.<br />

Einnig má geta þess að félagsvist er<br />

spiluð öll mánudagskvöld kl. 20 á<br />

Níunni, allir eru velkomnir, bæði<br />

ung ir sem aldnir.<br />

Hákon Svavarsson<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina)<br />

ll - rannsóknargrundað

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!