14.05.2018 Views

Bæjarlíf maí 2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

Með sandinn í skónum<br />

Við lok gróðursetningar 8. júní 1996 - frá vinstri Sigurður Jónsson,<br />

Guðbjörg Thorarensen og Svanur Kristjánsson<br />

Góðir gestir - Ágæta landgræðslufólk.<br />

Þegar ég hugsa til fyrstu ára minna hér<br />

í Þorlákshöfn kemur fyrst í hugann<br />

dagurinn sem ég flutti hingað ásamt<br />

fjölskyldu minni, það var 2. júli 1966.<br />

Það var bjartur sólskinsdagur, við vorum<br />

með síðasta varninginn af innbúinu<br />

í bílnum, öll stofublómin í fanginu<br />

græn og falleg. Þegar komið var niður<br />

á gamla Þorlákshafnarveginn blasti við<br />

þessi mikla auðn, sandur og klappir en<br />

hvergi að sjá nokkurn gróður. Ég man<br />

ekki eftir grænum melhól þó eflaust<br />

hafi þeir verið víða.<br />

En stofublómin mín og sandurinn<br />

sköpuðu ógleymanlegar andstæður.<br />

Ég tók fljótt þátt í hefðbundnum störfum<br />

kvenna, að sópa sandinn úr gluggum,<br />

forstofu og lóð, slá sandinn úr<br />

skóm barnanna. Það þurfti ekki mikið<br />

rok svo ekki væri allt umlukið þessum<br />

fjúkandi sandi. Þannig voru fyrstu árin.<br />

Ég á minningu um smá ferðalag. Það átti<br />

að halda tónleika á Selfossi í apríl 1967.<br />

Við Svanur vorum ákveðin í að fara en<br />

það viðraði ekki vel, úrhellis rign ing og<br />

rok. Þegar komið var svolítið upp fyrir<br />

þorpið var augljóst að við færum ekki<br />

lengra því rjúkandi sandmökkurinn<br />

tók á móti okkur. Þann ig var þetta oft<br />

á þessum árum. Það var svolítið erfitt<br />

að átta sig á því að vegurinn lokaðist<br />

ekki bara af snjó, heldur líka af sandi þó<br />

komið væri fram á vor.<br />

Haustin 1969-72 fórum við þorpsbúar<br />

sem áttum heimangengt, börn og<br />

fullornir upp fyrir byggðina til að skera<br />

mel, að beiðni landgræðslunnar. Farið<br />

var með fötur, poka og hnífa, afraksturinn<br />

áreiðanlega góður. Þetta voru líka<br />

góðar samveru stundir að loknu verki<br />

þar sem sest var niður með nesti og<br />

spjall að meðan börnin léku sér.<br />

Þarna er mín fyrsta tilfinning um að<br />

umgangast sandinn.<br />

Svanur maðurinn minn var mikill<br />

Lions maður. Ég fylgdist með áhuga<br />

þeirra á að taka þátt í að græða upp<br />

sandinn og stöðva áfokið á þorpið.<br />

Lionsmenn fengu leyfi Skógræktarfélags<br />

Árnesinga til að sækja lúpinu<br />

að Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Þeir<br />

gróðursettu lúpinuna á nokkrum<br />

stöðum á sandinum. Það verður að<br />

segjast eins og er að hún tók fljótlega<br />

við sér og breytti ásýndinni. Kom með<br />

svolítinn bláan og grænan lit. Þó okkur<br />

finnist nóg komið af henni í dag þá<br />

eigum við lúpinunni mikið að þakka og<br />

hefur ekki önnur jurt nema melgresið<br />

gert betur. En nú þurfum við að huga<br />

að Nesinu. Það er vinna en það er hægt.<br />

Það var mikið átak þegar félög í<br />

Þorláks höfn höfðu samstöðu ásamt<br />

Landgræðslunni og Sveitarfélaginu að<br />

reyna skógrækt á sandinum 1989. Við<br />

sjáum að þetta eru orðin myndar tré í<br />

dag sem segir okkur að það sem talið<br />

var ómögulegt er hægt.<br />

Svanur teiknaði upp svæðið á stórt<br />

pappaspjald og skráði niður hvar<br />

gróðursett var birki, jakutat og kordova<br />

græðlingar. Þetta spjald var lengi undir<br />

dýnunni í rúminu okkar. Lionsmenn<br />

seldu líka blóm á konudaginn en<br />

breyttu svo blómasölunni í birkihríslur<br />

og fengu að gróðarsetja þær fyrir sunnan<br />

Skýjaborgir þar sem nú er skógur í<br />

örum vexti.<br />

Í febrúar 1996 gerði mikið norðaustan<br />

óveður. Í höfninni höfðu loðnuskip<br />

verið að landa og mikil fitubræla lá<br />

í loftinu. Norðan við Glettingshúsin<br />

var birgða aðstaða vikur útflutnings,<br />

Þar voru háir vikurhólar. Í ofsaveðrinu<br />

blandaðist þetta saman ásamt miklu<br />

sandfoki sem skall á byggðinni. Það<br />

reyndist mjög erfitt að hreinsa þessa<br />

gulbrúnu leðju utan af húsum. Þetta<br />

voru ótrúleg veðuraðstæður og afleiðingar.<br />

En þetta óveður varð til þess að farið<br />

var í mikið átak til að græða upp næsta<br />

nágrenni bæjarins og upp með gamla<br />

veginum. Þar var plantað lúpinu,<br />

loðvíði, birki, og elri og eflaust fleiri<br />

tegundum. Að þessu mikla átaki stóð<br />

Landgræðslan, sveitarfélagið og fólkið<br />

í bænum. Þarna kom að gróðursetningu<br />

fjöldi manns sem vann þetta verk<br />

af mikilli samstöðu og gleði. Það hefur<br />

líka skilað árangri því með tímanum<br />

hefur gróðurinn lokað sárum og græna<br />

gróðurþekjan næst byggðinni orðin<br />

nokkuð samfelld.<br />

Ég veit að margir bæjarbúar eiga sinn<br />

lund hér á sandinum, hafa gróðursett<br />

græðlinga sem lifa og dafna. Með<br />

hlýnandi veðurfari kemur þetta allt.<br />

Breytingin er ótrúlega mikil á þessum<br />

50 árum sem ég hef fylgst með sandinum.<br />

Verkefnið sem verið er að kynna<br />

hér í dag er framtíðin. Svona átak er<br />

stórkostlegt, fyrir landið okkar og<br />

fólkið sem hér býr.<br />

Erindi flutt á kynningarfundi um<br />

Þorláksskóga 16. apríl <strong>2018</strong><br />

Edda Laufey Pálsdóttir<br />

5. tbl. . 18. árg. . Maí <strong>2018</strong><br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Kr. 7.500<br />

SAGA ÞORLÁKSHAFNAR<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

og Sunnlenska bókakaffinu.<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Þrjár tegundir af Boosti<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22<br />

Tvær nýjar<br />

pizzutegundir<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 1. júní <strong>2018</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 6. júní<br />

baejarlif@gmail.com<br />

Sími<br />

483 3801


2 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong> O – listi framfarasinna og félagshyggjufólks í Ölfusi<br />

olfus.is<br />

Framboðslistar<br />

í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir<br />

sveitarstjórnarkosningarnar 26. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong>.<br />

Tveir framboðslistar bárust kjörstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss á fundi hennar<br />

laugardaginn 5. <strong>maí</strong> sl. og voru þeir báðir úrskurðaðir gildir.<br />

D – listi Sjálfstæðisfélagsins Ægis<br />

1. Gestur Þór Kristjánsson<br />

Básahrauni 45, 815 Þorlákshöfn<br />

húsasmíðameistari<br />

2. Rakel Sveinsdóttir<br />

Lindarbæ, 816 Ölfusi<br />

framkvæmdastjóri<br />

3. Grétar Ingi Erlendsson<br />

Hafnarbergi 24, 815 Þorlákshöfn<br />

markaðsstjór<br />

4. Steinar Lúðvíksson<br />

Ísleifsbúð 3, 815 Þorlákshöfn<br />

hópstjóri<br />

5. Kristín Magnúsdóttir<br />

Setbergi 9, 815 Þorlákshöfn<br />

fjármálastjóri<br />

6. Sesselía Dan Róbertsdóttir<br />

Reykjabraut 16, 815 Þorlákshöfn<br />

nemi<br />

7. Eiríkur Vignir Pálsson<br />

Heinabergi 22, 815 Þorlákshöfn<br />

byggingafræðingur<br />

8. Sigríður Vilhjálmsdóttir<br />

Básahrauni 8, 815 Þorlákshöfn<br />

lögfræðingur<br />

9. Björn Kjartansson<br />

Grásteini 3, 816 Ölfusi<br />

atvinnurekandi<br />

10.Elsa Jóna Stefánsdóttir<br />

Hjallabraut 2, 815 Þorlákshöfn<br />

þroskaþjálfi<br />

11.Írena Björk Gestsdóttir<br />

Básahrauni 45, 815 Þorlákshöfn<br />

nemi<br />

12.Sigurður Bjarnason<br />

Finnsbúð 9, 815 Þorlákshöfn<br />

skipstjóri<br />

13.Sigríður Lára Ásbergsdóttir<br />

Eyjahrauni 18, 815 Þorlákshöfn<br />

sérfræðingur<br />

14.Einar Sigurðsson<br />

Skálholtsbraut 5, 815 Þorlákshöfn<br />

athafnamaður<br />

1. Jón Páll Kristófersson<br />

Pálsbúð 2, 815 Þorlákshöfn<br />

rekstrarstjóri<br />

2. Þrúður Sigurðardóttir<br />

Eyjahrauni 20, 815 Þorlákshöfn<br />

rekstrar og viðburðastjórnandi<br />

3. Guðmundur Oddgeirsson<br />

Setbergi 18, 815 Þorlákshöfn<br />

framkvæmdastjóri<br />

4. V. Baldur Guðmundsson<br />

Kirkjuferju, 816 Ölfusi<br />

húsasmíðameistari<br />

5. Ágústa Ragnarsdóttir<br />

Reykjabraut 19, 815 Þorlákshöfn<br />

grafískur hönnuður<br />

6. Harpa Þ. Böðvarsdóttir<br />

Brynjólfsbúð 18, 815 Þorlákshöfn<br />

verkefnastjóri<br />

7. Hjörtur S. Ragnarsson<br />

Heinabergi 7, 815 Þorlákshöfn<br />

sjúkraþjálfari<br />

8. Sigurlaug B. Gröndal<br />

Brynjólfsbúð 8, 815 Þorlákshöfn<br />

verkefnastjóri<br />

9. Axel Örn Sæmundsson<br />

Setbergi 19, 815 Þorlákshöfn<br />

háskólanemi<br />

10.Hildur María H. Jónsdóttir<br />

Egilsbraut 2, 815 Þorlákshöfn<br />

útflutningsstjóri<br />

11.Sigþrúður Harðardóttir<br />

Lyngbergi 12, 815 Þorlákshöfn<br />

grunnskólakennari<br />

12.Grétar Geir Halldórsson<br />

Básahrauni 6, 815 Þorlákshöfn<br />

rafvirkjameistari<br />

13.Anna Björk Níelsdóttir<br />

Sunnuhvoli, 816 Ölfusi<br />

bókari<br />

14.Sveinn S. Steinarsson<br />

Litlalandi, 816 Ölfusi<br />

hrossaræktandi<br />

Þorlákshöfn 9. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong><br />

Kjörstjórnin í Sveitarfélaginu Ölfusi<br />

Jón H. Sigurmundsson formaður<br />

Guðlaugur Óskar Jónsson<br />

Ingveldur Pétursdóttir


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

3<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

olfus.is<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 12.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Miklós Dalmay<br />

ÞORLÁKSKIRKJA, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

HJALLAKIRKJA, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

STRANDARKIRKJA<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Í vetur fer fermingarfræðsla fram í Þorlákskirkju kl. 15:15 á mánudögum.<br />

Fastur viðtalstími séra Baldurs í kirkjunni:<br />

Mánudagar kl. 14-15 & fimmtudagar kl. 13-14.<br />

Viðtalstímar Guðmundar djákna í kirkjunni:<br />

Fimtudagar kl. 9-10 & eftir samkomulagi<br />

Kirkjustarf á vormisseri <strong>2018</strong><br />

20. <strong>maí</strong> Hvítasunnudagur:<br />

Fermingarmessa kl. 13:30<br />

Fermd verða:<br />

Alexander Wilkowski<br />

Eyjahrauni 31, 815 Þorlákshöfn<br />

Birgitta Björt Rúnarsdóttir<br />

Pálsbúð 28, 815 Þorlákshöfn<br />

Daníel Rúnarsson<br />

Pálsbúð 28, 815 Þorlákshöfn<br />

Emilía Hugrún Lárusdóttir<br />

Reykjabraut 10, 815 Þorlákshöfn<br />

Kristófer Júlíusson<br />

Oddabraut 11, 815 Þorlákshöfn<br />

Kristófer Logi Benediktsson<br />

Hafnarbergi 10, 815 Þorlákshöfn<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870<br />

Lúkas Máni Gíslason<br />

Oddabraut 4, 815 Þorlákshöfn<br />

Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir<br />

Reykjabraut 19, 815 Þorlákhöfn<br />

Sigríður Júlía Wium Hansdóttir<br />

Brynjólfsbúð 4, 815 Þorlákshöfn<br />

Svanlaug Halla Baldursdóttir<br />

Sunnuvegi 11, 800 Selfossi<br />

3. júní Sjómannadagurinn:<br />

Messa kl. 14:00 GB prédikar<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

BERGVERK<br />

VÉLSMIÐJA I NÝSMÍÐI I VIÐGERÐIR<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187


4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

Fjársjóðurinn í fólkinu!<br />

Amma og umhverfismálin<br />

Nú 26. <strong>maí</strong> næstkomandi eru sveitarstjórnarkosningar.<br />

Vikurnar fram að<br />

kosningum í litlum samfélögum eins<br />

og okkar geta oft verið ansi skrítnar<br />

og samskipti fólks eiga það til að<br />

breytast. Fólk flokkar hvort annað í<br />

lið, þrætir um hluti sem það myndi<br />

á öðrum tíma aldrei ræða, hætta að<br />

heilsast og jafnvel alveg að tala saman.<br />

Ekki eru þó allir í þessum gír og þetta<br />

tímabil gengur yfir og komast vonandi<br />

flestir ósárir frá því.<br />

En er ekki gott mál að íbúar hafi<br />

skoðanir á málefnum í sínu sveitarfélagi?<br />

Sýnir það ekki bara að fólki er<br />

ekki sama?<br />

Hér í Ölfusi búum við í sveitar félagi<br />

sem hefur allt að bera til að vera<br />

einn besti, ef ekki besti búsetukostur<br />

á landinu. Við erum vel staðsett.<br />

Við höfum frábæran skóla og leikskóla<br />

með frábæru starfsfólki. Allar<br />

olfus.is<br />

aðstæður til íþrótta, tómstunda og<br />

útiveru eru þannig að fólk sem<br />

heimsækir okkur verður orðlaust. Við<br />

höfum náttúruperlur við hvert fótmál<br />

sem bjóða upp á óendanleg tækifæri. Í<br />

atvinnumálum eru endalausir möguleikar<br />

og með höfnina sem flaggskipið<br />

eigum við að stuðla að framúrskarandi<br />

umhverfi fyrir fyrirtæki af öllum<br />

stærðum og gerðum, jafnt í dreifbýli<br />

sem og þéttbýli.<br />

En stóri fjársjóðurinn í Ölfusi er<br />

fólkið sem hér býr. Fólkið sem hefur<br />

svo miklar skoðanir á því sem gert<br />

er og hvernig staðið er að hlutunum.<br />

Fólkinu sem er ekki sama. Fólk sem<br />

kom og byggði þetta samfélag upp af<br />

dugnaði og bjartsýni. Það fólk á skilið<br />

að búa á heimaslóðum með góða<br />

þjónustu við góðar aðstæður síðustu<br />

æviárin sín. Fólkinu sem er að byggja<br />

þetta samfélag upp af dugnaði og<br />

bjartsýni og á skilið framúrskarandi<br />

þjónustu og aðstæður fyrir sig og sína.<br />

Fólkið hér er stóra málið.<br />

Hér á D-listanum í Ölfusi er hópur af<br />

flottu fólki sem býður fram krafta sína<br />

næstu 4 árin til að stýra þessu sveitarfélagi.<br />

Ég leyfi mér að segja að allir<br />

bjóða sig fram til að gera sitt besta.<br />

Gera það sem það telur best fyrir<br />

samfélagið okkar. Fyrir fólkið okkar<br />

hér í Ölfusi og gera lífið betra.<br />

Kjörskrá vegna<br />

sveitastjórnarkosninga<br />

25. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong><br />

Gestur Þór Kristjánsson<br />

1. sæti D listans í Ölfusi<br />

Fyrr í vetur þegar ég var spurð hvort<br />

ég hefði áhuga á að koma á lista framfarasinna<br />

og félagshyggjufólks fyrir<br />

sveitastjórnarkosningarnar í ár varð<br />

ég nokkuð hugsi og þurfti langan tíma<br />

til á ákveða mig. Fyrir mig var þetta<br />

nokkuð stórt skref, fyrst og fremst<br />

kannski vegna þess að ég er frekar<br />

þessi prívat týpa og sækist ekki eftir<br />

athygli í tíma og ótíma. Mér fannst<br />

líka hugsunin um að fara fram gegn<br />

öðru, og oft frábæru fólki mjög skrýtin<br />

en það var líklega tvennt sem ýtti<br />

mér fram að brúninni. Annars vegar<br />

það að fatta að ég er ekki í framboði<br />

gegn neinum, heldur fyrst og fremst<br />

að bjóða fram krafta mína, vonandi<br />

samfélaginu til heilla. Hins vegar<br />

var það samtalið við ömmu Rúnu og<br />

þegar ég spurði hana um hvort ég<br />

ætti að taka boðinu um að vera með á<br />

lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar.<br />

Hún var ekki lengi að svara og sagði<br />

,, Auðvitað gerir þú það Harpa, við<br />

þurfum fólk eins og þig og allir þurfa<br />

að leggja til samfélagsins“. Ég átti ekki<br />

von á svona afgerandi svari frá ömmu<br />

og í framhaldinu ákvað ég að fara eftir<br />

þessum skýru leiðbeiningum.<br />

En talandi um þá sem á undan okkur<br />

ganga og svo þá sem á eftir okkur<br />

munu koma. Í mínum<br />

huga eru umhverfismál<br />

og hvernig við vinnum<br />

að þeim eitt af lykilverkefnum<br />

stjórnvalda<br />

í dag og á það einnig<br />

við um stjórnsýsluna<br />

heima fyrir. Það er<br />

mjög mikilvægt að við<br />

finnum leiðir til að auka<br />

vægi umhverfismála í<br />

allri stefnumótun og<br />

ákvarðanatöku sveitarfélagsins.<br />

Við þurfum<br />

að huga að sjálfbærri<br />

þróun og verndum<br />

umhverfisins um leið og við tryggjum<br />

hagsmuni almennings. Sveitarfélagið<br />

Ölfus hefur sett fram umhverfisstefnu<br />

sem er mjög mikilvægt skref til að<br />

tryggja sjálfbæra þróun. Að mínu viti<br />

er sveitarfélagið tilbúið til að vinna að<br />

næstu skrefum eins og t.d. að koma á<br />

sérstakri umhverfisnefnd sem myndi<br />

tryggja að horft sé til verndunar<br />

umhverfisins við ákvörðunartöku<br />

á hverjum tíma. Hún ætti einnig að<br />

móta aðgerðaáætlanir til að hrinda<br />

umhverfisstefnu sveitarfélagsins í<br />

framkvæmd og stuðla að fræðslu og<br />

umræðu um umhverfismál í sveitarfélaginu.<br />

Ég geri mér grein fyrir að umræða um<br />

umhverfismál og loftslagsbreytingar<br />

er oft erfið og þung, við nennum ekki<br />

að eiga við mál sem kalla á miklar<br />

breytingar sem snúa jafnvel beint að<br />

okkur sjálfum. Ég ætla samt að hafa<br />

trú á okkur og veit að við getum verið<br />

hugrökk, breytt nálgun okkar og<br />

hugarfari. Við þurfum bara að fara eitt<br />

skref í einu og gera okkar besta. Meira<br />

er yfirleitt hvort sem er ekki í boði.<br />

Harpa Þ. Böðvarsdóttir<br />

Skipar 6. sæti á lista framfarasinna<br />

og félagshyggjufólks í Ölfussi<br />

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Ölfus vegna sveitarstjórnarkosninganna<br />

26 <strong>maí</strong> <strong>2018</strong> mun liggja frammi á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins<br />

Ölfuss að Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn frá og með 14. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong> til<br />

kjördags á opnunartíma skrifstofunnar<br />

frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga.<br />

Þá er bent á upplýsingavef innanrikisráðuneytisins www.kosning.is<br />

en þar er að finna<br />

hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna.<br />

Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá.<br />

Bæjarritari


Bergheimalíf<br />

olfus.is<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

5<br />

Laust starf<br />

á gámasvæði Ölfuss í Þorlákshöfn<br />

Um miðjan apríl var okkar árlega<br />

íþrótta sýning og gekk hún mjög vel,<br />

börnin voru dugleg að taka þátt í<br />

æfingum og sýndu á sér sínar bestu<br />

hliðar. Við starfsfólkið erum mjög stolt<br />

af börnunum og vonum við að gestir<br />

hafi haft jafn gaman að þessu og við.<br />

Takk fyrir komuna þið sem sáuð ykkur<br />

fært að mæta.<br />

Í apríl fengum við góða gesti í heimsókn<br />

en þá komu þau Alda og Erlendur frá<br />

Félagi eldriborgara og lásu fyrir börnin<br />

á Tröllaheimum. Síðustu vikuna í apríl<br />

fengum við heimsókn frá tónlistarskólanum<br />

en þá kom hann Gestur<br />

Áskelsson með þær Guðrúnu Önnu,<br />

Hildi Ósk og Sóleyju Dögg sem allar<br />

spiluðu á klarínett fyrir börn og starfsfólk.<br />

Þetta voru síðustu heimsóknir á<br />

þessu skólaári frá Félagi eldriborgara<br />

og frá tónlistarskólanum og viljum við<br />

þakka öllum sem hafa heimsótt okkur<br />

kærlega fyrir komuna.<br />

Í byrjun <strong>maí</strong> bauð foreldrafélagið börnunum<br />

á Goðheimum ásamt kennurum<br />

deildarinnar út að borða í Hendur í<br />

Höfn. Þetta hefur verið hefð í nokkur<br />

ár og alltaf jafn skemmtileg stund.<br />

Þann 22. <strong>maí</strong> kl. 15 verður svo formleg<br />

útskrift þar sem foreldrum er boðið<br />

að koma og vera viðstödd þegar börn<br />

þeirra útskrifast úr leikskólanum. Við<br />

það tilefni fá börnin afhent útskriftarplagg<br />

og leikskólinn færir börnunum<br />

gjöf. Slík útskrift hefur ekki verið hjá<br />

okkur áður en tíðkast gjarnan á leikskólum<br />

og ætlum við að hafa þetta<br />

svona alla vega þetta árið og ef vel<br />

reyn ist gerum við þetta að nýrri hefð<br />

hjá okkur.<br />

Að venju verður farið í hesthúsin í<br />

<strong>maí</strong> til að skoða nýfædd lömb, kindur,<br />

hesta, og fleiri dýr sem verða á vegi<br />

okk ar. Hver deild skipuleggur sína ferð<br />

og verða valdir dagar sem vel viðrar til<br />

að fara í þessar ferðir. Laugardaginn 26.<br />

<strong>maí</strong> verður vorhátíð foreldrafélagins,<br />

auglýst nánar síðar. Með hækkandi<br />

sól fara nemendur leikskólans að fara í<br />

meira mæli í göngu- og vettvangsferðir<br />

og viljum við biðja ökumenn að sýna<br />

börnunum þá virðingu að stöðva bíla<br />

sína við gangbrautir ef þau þurfa yfir.<br />

Það ber mikið á því að fólk vill láta<br />

bíla sína renna hægt á meðan börnin<br />

fara yfir en við getum ekki kennt litlum<br />

börnum að fara yfir götu nema að<br />

bílar stöðvi. Það er mikilvægt að kenna<br />

börn unum umferðareglunar og þær<br />

hættur sem þar eru og biðjum við ykkar<br />

að aðstoða okkur við það.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða<br />

umsjónarmann gámasvæðis Ölfuss í Þorlákshöfn.<br />

Ábyrgðar- og starfssvið:<br />

Umsjónarmaður gámasvæðis hefur umsjón með faglegri starfsemi er<br />

fellur undir starfssvið gámasvæðis, sér um að farið sé eftir þeim<br />

reglugerðum sem gilda um meðferð og flokkun á þeim efnum sem<br />

berast. Umsjónarmaður sinnir verkstjórn með losun á gámasvæði og<br />

leiðbeinir íbúum við flokkun úrgangs og spilliefna. Hann sér um að<br />

halda svæðinu hreinu og snyrtilegu. Hann sér um skráningu á<br />

magntölum og hefur umsjón með ýmsum tölfræðilegum upplýsingum<br />

er varða starfsem gámasvæðis. Starfið heyrir undir verkstjóra<br />

þjónustumiðstöðvar.<br />

Um er að ræða 30 % starf en getur orðið meira í framtíðinni.<br />

Hæfniskröfur:<br />

• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði<br />

• Stundvísi og almenn reglusemi<br />

• Góð mannleg samskipti<br />

Vinnutíminn er frá 15:00 til 18:00 mánudaga til fimmtudags<br />

og 13:00 til 18:00 á föstudögum.<br />

Og annan hvern laugardag frá kl. 12:00–16:00<br />

Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra<br />

sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.<br />

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson,<br />

umhverfis stjóri Ölfuss í síma 899-0011 eða david@olfus.is<br />

Umsóknum með ferilskrá skal skila á skrifstofu<br />

sveitarfélags ins eða senda í tölvupósti á david@olfus.is.<br />

Umsóknarfrestur er til 18. <strong>maí</strong>.<br />

Öllum umsóknum verður svarað.


6 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong> olfus.is<br />

Listalíf<br />

Það hefur ýmsilegt drifið á daga okkar<br />

á listasviðinu í apríl og <strong>maí</strong>. Nemendur<br />

og kennari 6. bekkjar fengu boð<br />

um að koma á leiksýningu á vegum<br />

Þjóðleikhússins sem sýnd var í Hveragerði<br />

24. apríl. Þetta var sýningin<br />

Oddur og Siggi en efni hennar tengist<br />

málefnum sem varða unglinga, m.a.<br />

einelti.<br />

Í byrjun <strong>maí</strong> tóku nemendur í 8. og 9.<br />

bekk þátt í myndlistarverkefni í Hveragerði<br />

í samvinnu við nokkra skóla á<br />

Suðurlandi og Listaháskóla Íslands.<br />

Verkefnið stóð í tvo daga og kallaðist<br />

List fyrir alla. Nemendum var skipt<br />

í þrjá hópa og var unnið á stöðvum<br />

í þremur lotum. Viðfangsefnin voru<br />

fjölbreytt en endurvinnsla og sköpun<br />

var undirtónn verkefnisins. Re bekka<br />

Ómarsdóttir myndmenntakennari<br />

hélt utan um þátttöku okkar nemenda.<br />

Við erum svo heppin hér í grunnskólan<br />

um að markviss dans kennsla<br />

fer fram í 1.-7. bekk og í vali í 8.-10.<br />

bekk. Afrakstur þeirrar kennslu er<br />

m.a. myndar leg danssýning sem<br />

Anna Berg lind danskennari skipuleggur<br />

árlega af mikilli röggsemi.<br />

Danssýning in er hugsuð fyrir foreldra<br />

og aðra aðstandendur og gesti. Hún<br />

var að þessu sinni haldin fimmtudaginn<br />

3. <strong>maí</strong> og tókst afskaplega vel.<br />

Aðdáun vakti hve börnin komu vel<br />

undirbúin og nutu þess að sýna dans,<br />

en að þessu sinni voru það zumba,<br />

línudans og free-style dansar sem voru<br />

viðfangsefnið.<br />

Kórar skólans hafa verið að æfa vordagskrána<br />

og koma fram við ýmis<br />

tækifæri. Yngri kórinn tók þátt í<br />

vormessu í Hjallakirkju sunnudaginn<br />

6. <strong>maí</strong> og tókst afar vel upp. Einum<br />

kirkjugestinum varð að orði í lok<br />

messunnar að börnin hefðu verið svo<br />

frábær að honum hefði bara vöknað<br />

um augun við að hlusta! Eldri kórinn<br />

kom svo fram á vortónleikum með<br />

Söngfélagi Þorlákshafnar 10. <strong>maí</strong> og<br />

stóð sig einnig ákaflega vel. Sérstaklega<br />

var gaman að því að hljóðfæraleikarar<br />

úr hópi kórfélaga gripu til hljóðfæranna<br />

í sumum lögunum.<br />

Heimsóknir<br />

Ein kærkomnasta heimsókn skólaársins<br />

er jafnan þegar fulltrúar<br />

Kiwanis klúbbsins Ölvers heimsækja<br />

1. bekkinga og færa þeim reiðhjólahjálma<br />

að gjöf. Að þessu sinni komu<br />

þeir Aðalsteinn og Gísli með hjálmana<br />

og fræddu börnin jafnframt um mikilvægi<br />

þess að nota þá ALLTAF þegar<br />

hjólað er.<br />

Fulltrúar Menntamálastofnunar komu<br />

þann 11. apríl og lögðu PISA-könnunina<br />

fyrir nemendur í 10. bekk.<br />

Þetta var þriggja tíma könnun og gekk<br />

fyrirlögnin á allan hátt vel fyrir sig.<br />

Nú á vorönn höfum við verið með<br />

Skólalíf<br />

nema í kennarafræðum og stuðningsfulltrúanámi<br />

í starfsnámi. Það er alltaf<br />

skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu<br />

að fá nema og jákvætt fyrir skólann að<br />

þeir sækist eftir því að koma.<br />

Magnús Stefánsson frá Marita -<br />

fræðslunni heimsótti skólann þriðjudaginn<br />

8. <strong>maí</strong>. Hann var fyrst með<br />

fyrirlestur fyrir nemendur í 5.-6.<br />

bekk og foreldra þeirra og síðan með<br />

7.-10. bekk eftir það. Marita gengur<br />

út á fræðslu um skaðsemi vímuefna<br />

og alvarlegar afleiðingar sem neysla<br />

þeirra getur haft á andlega og líkamlega<br />

heilsu og einnig ýmsa félagslega<br />

og fjárhagslega þætti. Að þessu sinni<br />

hafði Magnús gest með sér, ungan<br />

mann sem deildi persónulegri reynslu<br />

sinni af fíknivanda. Magnús nær alltaf<br />

vel til nemenda og vonandi skilar sér<br />

það í því að þau kjósi sér heilbrigðan<br />

lífsstíl í framtíðinni.<br />

Ljósmyndari kom í lok apríl og voru<br />

teknar hefðbundnar bekkjarmyndir af<br />

1., 6. og 10. bekk.<br />

Vorið<br />

Árshátíð elsta stigs var haldin fimmtudaginn<br />

26. apríl. Hún er ávallt með<br />

hátíðlegu sniði, unglingarnir borða<br />

saman í skreyttum matsalnum, flutt<br />

eru skemmtiatriði, sem að þessu sinni<br />

voru aðallega myndbönd unnin af<br />

nem endum og loks er dansað. Árshátíðin<br />

gekk mjög vel og allir skemmtu<br />

sér konunglega.<br />

Uppgjör samstarfs grunn– og leikskóla<br />

er árlegur viðburður í skólastarfinu<br />

og með þeirri skemmtun lýkur<br />

formlega nánu samstarfi elstu deildar<br />

leikskólans (Goðheima) og 1.<br />

bekkjar grunnskólans. Allir koma<br />

á sal, syngja saman og njóta veitinga.<br />

Einnig fer fram skilafundur<br />

milli skólanna að vori, þar sem kennarar<br />

elstu leikskólabarnanna hitta tilvonandi<br />

1. bekkjarkennara og farið<br />

yfir nemendahópinn sem er á leið í<br />

grunnskólann. Dagana 16. og 17. <strong>maí</strong><br />

koma þessir krakkar svo í vorskóla<br />

þar sem kennari þeirra og aðrir starfsmenn<br />

taka á móti þeim. Allt er þetta<br />

gert til að auðvelda nýju nemendunum<br />

þetta skref sem framundan er, að fara í<br />

,,stóra skólann“.<br />

Skólaferðalag 10. bekkjar er framundan<br />

í lok <strong>maí</strong>, námsmat af einhverju tagi<br />

í öllum bekkjum og svokallaðir vordagar,<br />

þar sem hefðbundið skólastarf<br />

verður brotið upp og reynt verður að<br />

njóta útiveru eins og hægt er. Þannig<br />

bjóðum við sumarið velkomið!<br />

Skólaslit Grunnskólans í Þorlákshöfn<br />

fara fram í Íþróttamiðstöð<br />

Þorlákshafn ar fimmtudaginn 7. júní<br />

kl. 17:30.<br />

Sumarkveðjur frá nemendum og<br />

starfsfólki GÞ. Sigþrúður Harðardóttir<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Anna Margrét Smáradóttir markaðs- og menningarfulltrúi, annamargret@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

7<br />

Nýtum kosningaréttinn<br />

Síðastliðna þrjá mánuði hef ég verið<br />

á flakki um Suðaustur Asíu ásamt<br />

kærastanum mínum. Á þessu tímabili<br />

höfum við heimsótt samtals sex lönd.<br />

Hvert land er dásamlegt á sinn hátt<br />

og það er alltaf jafn magnað að fara<br />

úr öðru landi yfir í það næsta, upplifa<br />

eitthvað glænýtt og kynnast nýjum<br />

menningarheimum. Það eru sannarlega<br />

forréttindi að fá tækifæri til að<br />

ferðast og skoða heiminn og á meðan<br />

á svona ferðalagi stendur finnur<br />

maður einnig hversu mikil forréttindi<br />

það eru að búa á Íslandi.<br />

Ísland hefur nefnilega ótrúlega<br />

marga kosti sem aðrar þjóðir hafa<br />

ekki. Margt sem meðal annars ég, tek<br />

oft sem sjálfsögðum<br />

hlut. Tökum rafmagn<br />

sem dæmi en það<br />

er sannarlega ekki<br />

sjálfsagður hlutur<br />

alls staðar í heiminum.<br />

Hreint vatn<br />

sömuleiðis, hvergi er<br />

hreinna eða betra vatn<br />

en á Íslandi og eins<br />

furðulega og það nú<br />

hljómar þá kann ég<br />

mun betur að meta<br />

góðar skólplagnir en<br />

áður. Ef við skoðum<br />

umhverfismálin aðeins<br />

betur þá er hægara sagt en gert að<br />

finna ruslatunnur í mörgum löndum<br />

Asíu, hvað þá flokkunartunnur.<br />

Plastnotkun er einnig gríðarstórt<br />

vandamál en það sést kannski best<br />

þegar verslað er í matvörubúðum þar<br />

sem hver hlutur er settur í plastpoka,<br />

algjörlega óháð stærð. Til að toppa<br />

það er jafnvel nokkrum plaströrum<br />

hent með. En þó að umhverfisvernd<br />

sé vissulega mikilvæg þá er ekki síður<br />

vert í þessu samhengi að minnast þess<br />

að Ísland er ljósárum á undan hinum<br />

ýmsu þjóðum hvað varðar jafnrétti í<br />

sinni víðustu mynd þó enn sé töluvert<br />

í land. Við búum nefnilega við þau<br />

forréttindi að allir þeir sem hafa náð<br />

Sr. Gunnar Björnsson messar<br />

Fermt verður á Hvítasunnudag kl.<br />

13:30, ellefu börn eins og fram kemur<br />

annarsstaðar í blaðinu.<br />

Á Sjómannadag verður messa kl. 14:00<br />

og prestur er sr. Gunnar Björnsson.<br />

Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn<br />

Edit Anna Molnár og í lok messu<br />

verður lagður blómsveigur á minnisvarða<br />

fyrir drukk naða.<br />

18 ára aldri, konur jafnt sem karlar,<br />

mega kjósa og geta þannig haft áhrif á<br />

samfélagið sitt.<br />

Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar<br />

finnst mér ég því knúin<br />

til þess að tala um mikilvægi þess að<br />

hver og einn nýti sinn kosningarétt.<br />

Að hver einstaklingur finni út hvað<br />

höfði til hans og taki meðvitaða og<br />

upplýsta ákvörðun. Í því sambandi<br />

langar mig ekki síst að beina orðum<br />

mínum til unga fólksins. Þar sem ég<br />

tilheyri þeim hópi þá hef ég fullan<br />

skilning á að það geti verið hinn mesti<br />

hausverkur að finna út hvað maður<br />

á að kjósa. Það þarf að leggjast í smá<br />

rannsóknarvinnu, skoða hvað hver<br />

listi hefur upp á að bjóða og mynda<br />

sér skoðun út frá því. Það er stutt<br />

síðan ég fékk að kjósa í fyrsta skipti og<br />

á þeim tíma fannst mér þetta heldur<br />

flókið. Ég skildi ekki allt sem hver<br />

og einn flokkur lofaði og átti því í<br />

stökustu vandræðum með að velja<br />

á milli. Mitt besta ráð við þessu er<br />

að nýta hvert tækifæri sem gefst til<br />

að afla sér upplýsinga, mæta á opna<br />

fundi og aðra viðburði, tala við frambjóðendur<br />

og heyra hvað þeir hafa að<br />

segja. Þrátt fyrir algengan misskilning<br />

þá eru málefni okkar unga fólksins<br />

nefnilega ÖLL réttmæt málefni og<br />

hver spurning á rétt á sér. Við búum<br />

Sóknarprestur og djákni verða komnir<br />

í sumarfrí en viðvera þeirra verður<br />

stopul í júní og Júlí. Jón Ragnarsson<br />

í Hveragerði og Kristján Björnsson<br />

jú í þjóðfélagi þar sem lýðræði er<br />

veruleiki og við eigum virkilega kost<br />

á því að hafa áhrif í sveitarfélaginu<br />

okkar. Ég hvet ykkur því til að nýta<br />

kosningaréttinn ykkar.<br />

Þetta er í fyrsta sinn sem ég býð mig<br />

fram í sveitarstjórnarkosningum og<br />

ferlið er allt saman frekar nýtt fyrir<br />

mér. Í gegnum tíðina hef ég þó setið<br />

í hinum ýmsu ráðum og byrjaði<br />

ung að koma mínum skoðunum og<br />

hugmyndum á framfæri. Skólaárið<br />

2013-14 gegndi ég stöðu formanns<br />

nemendaráðs Grunnskólans í Þorlákshöfn<br />

ásamt því að sitja í Ungmennaráði<br />

Ölfuss á árunum 2013-2015.<br />

Seinna var ég kjörin varaformaður<br />

nemendafélags Fjölbrautaskóla<br />

Suðurlands 2016-17. Ég hef alltaf<br />

haft mikinn áhuga á því að hafa áhrif<br />

á umhverfi mitt, koma skoðunum<br />

mínum og annarra á framfæri og<br />

almennt láta gott af mér leiða. Það var<br />

því rökrétt skref að bjóða mig fram á<br />

lista XD í Ölfusi með öllu því klára og<br />

frábæra fólki sem þar situr með mér.<br />

Ég hlakka til komandi tíma og vona<br />

að við fáum tækifæri til að gera gott<br />

samfélag ennþá betra.<br />

Sesselía Dan Róbertsdóttir<br />

6. sæti D listans í Ölfusi<br />

leysa þá af en upplýsingar um prestsþjónustu<br />

má alltaf fá hjá sóknarpresti í<br />

síma 8980971.


8<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

Við viljum standa vörð um það góða starf sem unnið er<br />

í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins og halda áfram<br />

að byggja upp faglega og skilvirka þjónustu fyrir alla<br />

íbúa sveitarfélagsins<br />

Við viljum að Ölfus sé heilsueflandi samfélag og að lögð<br />

sé áhersla á margvíslegt forvarnar- og heilsueflandi<br />

starf, það er mikilvægt fyrir heilsuna okkar.<br />

Við viljum áframhaldandi þ<br />

varðandi mótun þjónustu o<br />

málefni sveitarfélagsins.<br />

rafrænar íbúakannanir<br />

Fræðslu- og uppeldismál, málefni aldraðra<br />

og fólks með fötlun og velferðarmál<br />

XO Ölfus mun beita sér fyrir því að:<br />

• Byggja 11 íbúðir við Egilsbraut 9 og bæta þjónustuaðstöðuna<br />

fyrir íbúa og starfsfólk<br />

• Bæta aksturþjónustu aldraðra þannig að þjónustan nái til<br />

allra eldri borgara og tryggi möguleika þeirra á þátttöku<br />

í félagsstarfi aldraðra<br />

• Komið verði á laggirnar smiðju við Egilsbraut 9 til að auka<br />

fjölbreytni í tómstundastarfi eldri borgara<br />

• Stofna notendaráð meðal fólks með fötlun<br />

• Dagvistunarmál séu í stöðugri endurskoðun og að unnið verði<br />

í leiðum til að brúa það bil sem nú er varðandi gæslu barna<br />

frá 9-18 mánaða aldri<br />

• Leikskólagjöld verði endurskoðuð og þau lækkuð<br />

á kjörtímabilinu<br />

• Auka úrræði í boði fyrir ungmenni, einkum 16-20 ára,<br />

á vegum sveitarfélagsins<br />

• Skólaakstur fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanema<br />

sé í samræmi við þarfir notendanna og búsetu þeirra<br />

• Styðja við aukið list-, verk- og tækninám í Grunnskólanum<br />

í Þorlákshöfn<br />

• Koma á verkefninu „Stuðningsfjölskyldur fyrir nýflutta“<br />

Heilsa og íþróttaog<br />

æskulýðsmál<br />

XO Ölfus mun beita sér fyrir því að:<br />

• Ölfus sé heilsueflandi samfélag og að stefnur sveitarfélagsins<br />

taki mið af því að viðhalda og bæta heilsu og færni fólks<br />

á öllum æviskeiðum<br />

• Verja með öllum ráðum Heilsugæsluna í Þorlákshöfn<br />

• Efla almenningsíþróttir í sveitarfélaginu og að allir, óháð aldri<br />

og heilsu, geti átt kost á hreyfingu og heilsueflandi starfi<br />

• Að standa áfram vörð um það öfluga íþrótta- og<br />

æskulýðsstarf sem er í sveitarfélaginu með áframhaldandi<br />

stuðningi við íþróttafélögin<br />

• Í boði verði heildstæð íþróttadagskrá fyrir yngsta<br />

aldurshópinn í samvinnu við íþróttafélögin<br />

• Fylgja eftir þeirri markvissu uppbyggingu sem farið hefur<br />

fram á íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu<br />

• Komið verði upp fleiri bekkjum við helstu göngustíga svo<br />

allir geti nýtt þá sér til heilsubótar<br />

• Aukin áhersla sé lögð á úrræði fyrir ungmenni á aldrinum<br />

16-20 ára til að auka virkni þeirra í félags- og íþróttastarfi<br />

• Afreksstefna verði kláruð á sviði íþrótta- og æskulýðsmála<br />

og auknu fé verði varið til að styðja við bakið á okkar<br />

afreksfólki.<br />

Stjórnsý<br />

íbúalý<br />

XO Ölfus mun beita sér fyrir<br />

• Styrkja stjórnsýsluna enn fre<br />

stækkandi samfélags og auk<br />

• Taka upp atvikaskráningu sv<br />

sveitarfélagsins<br />

• Stuðla enn frekar að opinni<br />

efni og erindi fái góða og m<br />

• Áframhald verði á reglulegu<br />

• Koma á laggirnar rafrænum<br />

yfirskriftinni „Okkar Ölfus“<br />

• Stefna að því að jafna hlut k<br />

og stjórnum á vegum sveita<br />

er á um í Jafnréttisáætlun Ö<br />

• Viðhalda launajafnrétti meða<br />

vinna gegn kynbundnum lau<br />

jafnlaunavottun


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

9<br />

róun í virkri þátttöku íbúa<br />

g ákvörðunum sem varða<br />

Reglulegir íbúafundir og<br />

styrkja samtalið okkar.<br />

slan og<br />

ðræði<br />

því að:<br />

kar í ljósi vaxandi umsvifa,<br />

inna sóknartækifæra<br />

o bæta megi þjónustu<br />

og skilvirkri stjórnsýslu svo verkarkvissa<br />

úrvinnslu og kynningu<br />

m íbúafundum<br />

íbúakönnunum undir<br />

ynja í nefndum, ráðum<br />

rfélagsins eins og kveðið<br />

lfuss frá 2016<br />

l starfsfólks sveitarfélagsins og<br />

namun með því að fá<br />

Við viljum taka næstu skref í kynningu á sveitarfélaginu<br />

undir formerkjum átaksins „Hamingjan er hér“. Sú vinna<br />

mun enn frekar styrkja stoðir atvinnu-, markaðs- og<br />

menningarmála sveitarfélagins, sóknina okkar.<br />

Markaðs- og menningarmál,<br />

ferðamál og atvinnumál<br />

XO Ölfus mun beita sér fyrir því að:<br />

• Styðja áfram við atvinnulíf í sveitarfélaginu með því m.a.<br />

að hafa á skipulagi nægar lóðir og atvinnusvæði fyrir<br />

fjölbreytta starfsemi<br />

• Halda áfram uppbyggingu hafnarmannvirkja og umhverfi þeirra<br />

fyrir fjölbreytta hafnsækna starfsemi<br />

• Auka enn frekar vægi og styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu<br />

í sveitarfélaginu. Stuðningur við ferðaþjónustugreinar verði með<br />

leiðbeinandi hætti og sprota- og frumkvöðlastarf í greininni<br />

verði stutt fjárhagslega sbr. styrki til menningarmála og<br />

afreksíþróttafólks innan sveitarfélagsins<br />

• Tryggja aðgengi fyrirtækja að auðlindum sveitarfélagsins,<br />

t.d. raforku og vatni, bæði til neyslu og upphitunar<br />

• Verðlagningu á íbúðar- og atvinnulóðum verði áfram stillt í hóf<br />

og fasteignargjöld verði áfram lág í Ölfusi.<br />

• Tryggja eftirfylgni við markaðsátakið „Hamingjan er hér“<br />

og auka áherslu á að kynna útivistar- og afþreyingarmöguleika<br />

í dreifbýli<br />

• Að útbúnir verði áningarstaðir, í samstarfi við Vegagerð ríkisins,<br />

á völdum stöðum fyrir norðurljósa- og stjörnuskoðun<br />

• Áfram verði hugað að hvatningu og stuðningi við framtakssama<br />

einstaklinga og félagasamtök sem vilja koma á menningarviðburðum<br />

hvers konar sveitarfélaginu til heilla<br />

• Koma fyrir varanlegu sviði í skrúðgarðinum<br />

• Tryggt verði viðhald göngustíga á hverfisverndarsvæði og næsta<br />

nágrenni sem og merkingum og söguskiltum þar<br />

• Haldið verði áfram að merkja og kynna valda sögustaði<br />

og minjar í sveitarfélaginu<br />

Við leggjum áherslu á að skipulagðar séu lóðir í takt við<br />

þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Samgöngur<br />

þurfa að vera öruggar og í samræmi við þarfir íbúanna.<br />

Auka þarf vægi umhverfismála í allri ákvarðanatöku<br />

sveitarfélagins til að vernda umhverfið okkar.<br />

Samgöngur, umhverfisog<br />

skipulagsmál<br />

XO Ölfus mun beita sér fyrir því að:<br />

• Skoðað verði hvernig styðja megi við áframhaldandi<br />

uppbyggingu í Reykjadal<br />

• Óskað verði eftir samstarfi við Hveragerði og Árborg við<br />

að klára „Árborgar-hringinn“ til útivistar<br />

• Kláruð verði uppbygging og frágangur héraðsvega<br />

í dreifbýli Ölfuss<br />

• Endurnýja götur og lagnir í elstu götum Þorlákshafnar<br />

• Leiksvæði í Búðahverfi Þorlákshafnar verði gert<br />

• Þrýst verði enn frekar á Vegagerðina með að tryggja öryggi<br />

vega í sveitarfélaginu, þar með talið er uppbygging<br />

á Þorlákshafnarvegi<br />

• Nýtt svæði móttöku- og flokkunarstöðvar sorps verði klárað<br />

hið fyrsta<br />

• Sveitarfélagið verði leiðandi í flokkun og endurvinnslu á sorpi


10<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

Við á D-listanum munum<br />

beita okkur fyrir því að:<br />

Tryggja að öll verkefni, störf og<br />

umsýsla eigna á vegum sveitarfélagsins<br />

séu vel auglýst, útboð vel unnin og<br />

kynnt með góðum fyrirvara og<br />

jafnræðis sé gætt við ákvarðanatöku.<br />

Lækka álögur á íbúa og fyrirtæki<br />

í sveitarfélaginu m.a. draga strax til<br />

baka hækkanir á leikskólagjöldum<br />

og lækka þau um næstu áramót.<br />

Stórauka heimahjúkrun og heimaþjónustu<br />

og halda áfram þeirri vinnu sem<br />

er hafin um stækkun Níunnar og reyna að<br />

flýta þeirri vinnu eins og kostur er.<br />

Hækka frístundastyrki<br />

sveitarfélagsins úr 20.000 kr. í 40.000<br />

kr. á ári og afnema aldursskilyrði<br />

þannig að styrkurinn nái yfir öll börn 18<br />

ára og yngri. Jafna þannig tækifæri allra<br />

til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og<br />

æskulýðsstarfi.<br />

Tryggt sé að börn í sveitarfélaginu fái<br />

nauðsynlega sérfræðiþjónustu og allra<br />

leiða sé leitað til að tryggja almennt<br />

geðheilbrigði og vellíðan þeirra.<br />

Aðstoða íbúa af erlendu bergi brotnu<br />

með kynningu á réttindum þeirra<br />

og þeirri þjónustu sem er í boði í<br />

sveitarfélaginu.<br />

Setja á laggirnar atvinnumálanefnd<br />

með það að markmiði að auka<br />

fjölbreytileika atvinnulífsins og auka<br />

áherslu sveitarfélagsins á atvinnumál<br />

almennt.<br />

Lækka inntökualdur í leikskólanum<br />

niður í 12 mánuði ásamt því að finna<br />

hentugt fyrirkomulag sem eykur<br />

sveigjanleika fyrir foreldra varðandi<br />

vistunartíma barna í samvinnu við<br />

starfsfólk og foreldra.<br />

Tryggja nægilegt framboð af lóðum<br />

fyrir minni og ódýrari íbúðir til að auka<br />

valkosti í búsetu í samræmi við þarfir<br />

markaðarins.<br />

Útbúa upplýsta göngu- og reiðleið<br />

samhliða vegi við Neshringinn.<br />

Auka gagnsæi í vinnubrögðum,<br />

opna bókhaldið, vera með öfluga<br />

upplýsingamiðlun til íbúa ásamt því að<br />

auka aðkomu íbúa að stærri málum.<br />

Beita ríkið meiri þrýstingi til að<br />

knýja fram löngu tímabærar úrbætur<br />

í samgöngu- og fjarskiptamálum.<br />

Gerum lífið<br />

betra í Ölfusi!


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

11<br />

1. Gestur Þór Kristjánsson<br />

45 ára, húsasmíðameistari<br />

2. Rakel Sveinsdóttir<br />

47 ára, form. Félags kvenna í atvinnulífinu<br />

3. Grétar Ingi Erlendsson<br />

34 ára, meðeigandi og markaðs-/sölustjóri<br />

4. Steinar Lúðvíksson<br />

34 ára, hópstjóri og ráðgjafi<br />

5. Kristín Magnúsdóttir<br />

41 árs, fjármálastjóri<br />

6. Sesselía Dan Róbertsdóttir<br />

19 ára, nemi<br />

7. Eiríkur Vignir Pálsson<br />

42 ára, byggingafræðingur<br />

8. Sigríður Vilhjálmsdóttir<br />

34 ára, lögmaður<br />

9. Björn Kjartansson<br />

50 ára, atvinnurekandi<br />

10. Elsa Jóna Stefánsdóttir<br />

36 ára, þroskaþjálfi<br />

11. Írena Björk Gestsdóttir<br />

20 ára, nemi<br />

12. Sigurður Bjarnason<br />

73 ára, skipstjóri<br />

13. Sigríður Lára Ásbergsdóttir<br />

54 ára, sérfræðingur og atvinnurekandi<br />

14. Einar Sigurðsson<br />

75 ára, athafnamaður


12<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

Fram og til baka<br />

Það eru átta á síðan við félagarnir<br />

ákváðum að gefa kost á okkur í<br />

framboði til sveitarstjórnar án þess að<br />

vita endilega hvað við vorum að fara<br />

út í enda eru verkefni sveitarstjórna<br />

afar fjölbreytt. Þessi ár hafa verið<br />

lærdómsrík, skemmtileg og að okkar<br />

mati árangursrík. Við fengum góða<br />

kosningu 2010 og hreinan meiri hluta<br />

á núverandi kjörtímabili og fyrir það<br />

erum við afar þakklátir. En nú er<br />

sem sagt að koma að kosningum og<br />

við félagarnir ætlum að skipta um<br />

hlutverk, Jón Páll tekur að sér að leiða<br />

listann en Sveinn tekur neðsta sætið.<br />

Eins og kynnt hefur verið þá bjóða<br />

Framfarasinnar og félagshyggjufólk í<br />

Ölfusi fram saman og hafa á að skipa<br />

fjórum núverandi bæjarfulltrúum í<br />

efstu fimm sætunum og finnst okkur<br />

það vera mikill styrkur enda hópurinn<br />

samstíga, komin með allgóða reynslu<br />

af sveitarstjórnarstörfum og mikinn<br />

metnað fyrir sitt sveitarfélag.<br />

Þau eru fjölmörg verkefnin sem við<br />

höfum unnið að í bæjarstjórn sveitarfélagsins<br />

á síðustu árum og langar<br />

okkur að nefna nokkur af þeim.<br />

Uppbygging leikskóla í<br />

þéttbýli og dreifbýli<br />

Það verður að segjast að við erum<br />

ákaflega stoltir af starfi beggja skólastiganna<br />

í sveitarfélaginu en eins og<br />

við vitum byggir það ekki síst á góðu<br />

starfs- og forstöðufólki og samstarfi<br />

við bæjaryfirvöld.<br />

Að skapa skólastarfi umgjörð er viðvarandi<br />

verkefni og er þessa daganna<br />

verið að leggja lokahönd á uppbyggingu<br />

leikskólamannvirkja í Þorlákshöfn.<br />

Átján mánaða inntökumarkmið<br />

er þá endanlega innleitt og von okkar<br />

sú að bið eftir inngöngu komist í gott<br />

jafnvægi. Næsta stig þjónustunnar er<br />

að færa aldursinntökuviðmið leikskólanna<br />

enn neðar og er það verkefni<br />

næsta kjörtímabils að útfæra.<br />

Stór áfangi í leikskólamálum í dreifbýli<br />

sveitarfélagsins náðist á líðandi<br />

kjörtímabili þegar við fjárfestum í<br />

leikskólunum í Hveragerði. Eftir þá<br />

breytingu eiga börn í dreifbýli Ölfuss<br />

jafn greiðan aðgang að leikskólunum<br />

í Hveragerði og börn í Hveragerði en<br />

fram að því gat verið mjög ófyrirsjáanlegt<br />

hvenær börn sem komin<br />

voru á leikskólaaldur fengu inngöngu.<br />

Þessi aðgerð hefur sannarlega bætt<br />

búsetuskilyrði í dreifbýlinu.<br />

Það tengist líka börnum og<br />

æskulýðsstarfi að viðbygging við<br />

íþróttahúsið í Þorlákshöfn er farin í<br />

gang en búið er að semja við verktaka<br />

um fyrsta áfangann sem er jarðvinna<br />

og undirstöður undir húsið en<br />

skóflustunga að framkvæmdinni var<br />

tekin 13. apríl. Samhliða viðbyggingunni<br />

verður farið í mikilvæga<br />

viðhaldsaðgerð á íþróttahúsinu en<br />

skipt verður um klæðningu á húsinu,<br />

vesturgafl hússins verður endurnýjaður<br />

og loftræstikerfi verður sett í allt<br />

húsið. Það eru líka framkvæmdir í<br />

gangi í sundlauginni en bygging nýrra<br />

glæsilegra heitra potta stendur yfir og<br />

eiga þeir að komast í gagnið í upphafi<br />

sumarsins.<br />

Íbúðir fyrir eldri borgara<br />

Bæjarstjórn setti á laggirnar vinnuhóp<br />

sl. haust sem falið var að greina þörf<br />

fyrir frekari uppbyggingu í þágu eldri<br />

borgara sveitarfélagsins. Niðurstaða<br />

þeirrar vinnu lá fyrir í upphafi ársins<br />

en hópurinn lagði til að byggðar yrðu<br />

hið minnsta 10 íbúðir sem staðsettar<br />

yrðu við Níuna (þjónustumiðstöð<br />

aldraðra) í Þorlákshöfn og tengdust<br />

henni með tengibyggingu. Auk<br />

íbúðanna er gert ráð fyrir að byggt<br />

verði yfir starfsemi dagvistar sem nú<br />

er rekin í einni af íbúðum Níunnar.<br />

Bæjarstjórn fól vinnuhópnum nýtt<br />

hlutverk í febrúar, sem var að vinna<br />

með arkitekt að hugmyndum um<br />

fyrirkomulag og útlit og er stefnt að<br />

því að kynna þær hugmyndir fyrir<br />

bæjarstjórn og á íbúafundi í <strong>maí</strong>.<br />

Þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármagni<br />

hjá sveitarfélaginu til þessarar<br />

framkvæmdar á næsta og þarnæsta ári<br />

en samkvæmt áformun bæjarstjórnar<br />

er stefnt að því að öll gögn til útboðs<br />

verði tilbúin á haustdögum, framkvæmdir<br />

hefjist 2019 og íbúðirnar<br />

tilbúnar til notkunar 2020.<br />

Leiguíbúðaframboð í<br />

samstarfi við Bjarg<br />

Í samstarfi við Bjarg íbúðafélag verður<br />

á þessu ári hafist handa við byggingu<br />

11 íbúða fjölbýlishúss í Þorlákshöfn.<br />

Áformað er að íbúðirnar verði tilbúnar<br />

til útleigu vorið 2019. Útleiguformið<br />

verður á grundvelli laga um<br />

almennar íbúðir þar sem markmiðið<br />

er að efnaminni fjölskyldur og einstaklingar<br />

fái aðgang að leiguhúsnæði<br />

á viðráðanlegu verði.<br />

Ógnun breytist í tækifæri<br />

Eins og flestir íbúar Þorlákshafnar<br />

hafa tekið eftir þá mun Lýsi flytja<br />

þurrkstarfsemi sína í stórt og glæsilegt<br />

hús vestan Þorlákshafnar. Þessi<br />

breyting er kærkomin en áhrif af<br />

þurrkstarfseminni á íbúa og nærliggjandi<br />

fyrirtæki hefur reynst mörgum<br />

erfið og umræða um lyktaráhrifin í<br />

Þorláks höfn bæjarfélaginu á tíðum<br />

verið mjög skaðleg. Því má segja að<br />

þetta sé löngu tímabært en gott samstarf<br />

tókst með bæjaryfirvöldum og<br />

eigendum Lýsis um þennan flutning<br />

og mun sá flutningur eiga sér stað í<br />

sumar.<br />

Við erum fullvissir um að starfsemi<br />

Lýsis á eftir að stóreflast á nýjum stað,<br />

starfsfólki, eigendum og sveitarfélaginu<br />

til heilla. Það hlýtur að vera þannig<br />

að starfsemi eins og hausaþurrkun<br />

sé víkjandi þar sem hún er í miklu<br />

návígi við byggð og hefur truflandi<br />

áhrif enda var markmið okkar þegar<br />

við skipulögðum stórt atvinnusvæði<br />

fyrir vestan Þorlákshöfn að þar byggðist<br />

upp starfsemi með áhrifasvæði,<br />

t.d. vegna lyktaráhrifa. Þessa dagana<br />

er unnið að því að leggja veitulagnir<br />

inná svæðið og mun reiðhjóla- og<br />

göngustígur með slitlagi vera ofan á<br />

lögnunum frá Óseyrarbraut að skipulögðu<br />

iðnaðarhverfi. Sveitarfélagið<br />

sótti um styrk til Vegagerðarinnar<br />

vegna stígsins og höfum við fengið<br />

vilyrði um dágóðan styrk.<br />

Það var annað hvort að<br />

duga eða drepast hvað<br />

framtíð hafnarinnar<br />

varðaði!<br />

Það þurfti áræði til að fara í stórframkvæmdir<br />

við höfnina, heildardýpkun<br />

ásamt ýmsum breytingum innan<br />

hafn ar án þess að tiltekin aukin<br />

verkefni væru fyrirliggjandi enda um<br />

mjög kostnaðarsama framkvæmd að<br />

ræða. En það var bjargföst trú okkar<br />

að við yrðum að hefja framkvæmdir<br />

og þá myndu verkefnin koma. Við<br />

þurftum ekki að bíða lengi en eins og<br />

kunnugt er hófust fyrir ári síðan vikulegar<br />

siglingar milli Þorlákshafnar,<br />

Rotterdam og Færeyja. Verkefnið,<br />

sem Smyril Line stendur fyrir, hefur<br />

gengið ákaflega vel og áfallalaust<br />

og flutningar verið umfram allar<br />

væntingar. Kröfur um aukin svæði á<br />

landi hafa að sjálfsögðu fylgt í kjölfar<br />

innflutningsins og er verið að bregðast<br />

við þessa daganna t.a.m með gerð<br />

fjögurra hektara tollvörusvæðis.<br />

Breytingarnar á höfninni hafa líka<br />

skilað auknum flutningum af annarra<br />

hálfu og okkar mat er að höfnin


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

13<br />

í Þorlákshöfn muni jafnt og þétt<br />

vinna á sem vöruhöfn og verða ein<br />

af mikilvægustu inn- og útflutningshöfnum<br />

landsins. Áhrifin af þessum<br />

breytingum eru mikil og ekki bara við<br />

höfnina og þjónustu kringum hana.<br />

Við sem leitt höfum þessar breytingar<br />

og líklega flestir finna það að samfélagið<br />

fær mikla athygli og líkur á að<br />

ýmiss konar starfsemi staðsetji sig við<br />

ferjuleiðina. Það veltur mikið á bæjarog<br />

hafnaryfirvöldum hvernig umfang<br />

hafnarinnar vex og dafnar en höfnin<br />

er samfélaginu gríðarlega mikilvæg.<br />

Næstu verkefni við höfnina eru að<br />

klára viðhald á helstu viðleguköntum<br />

hennar og klára að móta frábæra hugmynd<br />

um framtíðarhöfn Þorlákshafnar<br />

sem snýst um að stækka höfnina til<br />

austurs.<br />

Eitt af okkar stærstu<br />

tækifærum er fiskeldi<br />

Það er almennt viðurkennt að<br />

strandlengjan sunnan og vestan<br />

Þorlákshafnar er ákjósanleg til<br />

fiskeldis, bæði til seiðaframleiðslu og<br />

landeldis. Mikill áhugi er hjá þeim<br />

aðilum, sem starfað hafa mörg undanfarin<br />

ár í Þorlákshöfn, að stækka sína<br />

starfsemi og nýir aðilar hafa fengið<br />

úthlutað lóðum. Við fögnum þessu<br />

og hefur öllum hugmyndum um<br />

uppbygg ingu í þessum iðnaði verið<br />

tekið af áhuga af hálfu bæjarfélagins.<br />

Bæjarfélagið hefur þegar í sínu skipulagi<br />

skilgreint stórt svæði undir fiskeldisstöðvar,<br />

unnið með hugmynd ir<br />

að því hvernig svæðið muni tengjast<br />

helstu veitum og vegtengingum.<br />

Við höfum einnig sett af stað vinnu<br />

með sérfræðingum til að rannsaka<br />

vatnsmagn á svæðinu og mögulega<br />

upptöku og munu þær upplýsingar<br />

verða hluti af skipulagsupplýsingum<br />

sveitarfélagsins. Þannig höfum við<br />

og erum að undirbúa okkur gagnvart<br />

auknum áhuga á svæðinu en<br />

uppbygg ing vega og annarra innviða<br />

mun haldast í hendur við vaxandi<br />

umfang fiskeldisins.<br />

Fjárfesting í atvinnuhúsnæði<br />

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á<br />

kjörtímabilinu að kaupa Selvogsbraut<br />

4 í þeim tilgangi að styðja við atvinnuuppbyggingu<br />

í sveitarfélaginu og þá<br />

sér í lagi á sviði ferðaþjónustu. Áður<br />

en sveitarfélagið festi kaup á húsinu<br />

hafði eignin verið í formlegu söluferli<br />

til margra ára, án árangurs, og var<br />

húsið farið að láta verulega á sjá og<br />

ásýnd bæjarins til vansa. Þessi tilraun<br />

bæjarstjórnar til styðja við þjónustutengda<br />

starfsemi var ekki óumdeild<br />

en mikilvægt skref til þess að koma<br />

hreyfingu á hluti og eignir sem höfðu<br />

verið illa nýttar og í niðurníðslu.<br />

Húsnæðið var selt aftur og greitt fyrir<br />

það með vaxtaberandi skuldabréfi líkt<br />

og fordæmi eru fyrir bæði í sölu eigna<br />

og lóðaréttinda. Húsið hefur nú aftur<br />

fengið nýtt hlutverk sem er í takt við<br />

upphafleg áform bæjarstjórnar.<br />

Samstarfsverkefnið<br />

Þorláksskógar<br />

Við höfum horft til margra þátta<br />

á kjörtímabilinu og einn þeirra er<br />

gríðarlega mikilvægt samstarfsverkefni<br />

um skógrækt og upp græðslu.<br />

Verkefnið hefur verið kynnt á<br />

íbúafundi og mun skógurinn bera<br />

nafnið Þorláksskógar. Verkefnið<br />

er mjög metnaðarfullt og munu<br />

sveitarfélagið, Landgræðslan og<br />

Skógræktin með þessu framtaki auka<br />

lífsgæði íbúa mikið. Forstöðumaður<br />

Landgræðslunnar tók þannig til orða<br />

á kynningarfundi að Þorláksskógar<br />

ætti ekki að verða síðri útivistarparadís<br />

fyrir Ölfusinga en Heiðmörk<br />

fyrir höfuðborgarbúa. Við teljum að í<br />

framtíðinni verði Þorláksskógar stolt<br />

okkar Ölfusinga en við þurfum að<br />

standa okkur gagnvart svona verkefni,<br />

það tekur langan tíma og kostar heilmikla<br />

fjármuni og reynir á eftirfylgni<br />

bæjaryfirvalda.<br />

Ljósleiðari til 95 %<br />

heimila í sveitarfélaginu<br />

Það er afar ánægjulegt að ljósleiðaravæðing<br />

sé orðin að veruleika í<br />

Sveitarfélaginu Ölfusi en vorið 2015<br />

var lagningu um sveitarfélagið því<br />

sem næst lokið. Enn er eftir að leggja<br />

í Selvoginn og horfum við nú til mjög<br />

raunhæfra lausna í þeim efnum en<br />

ljósleiðari verður lagður vestur á nýja<br />

iðnaðarsvæðið (þar sem Lýsi er að<br />

byggja) og verður því mun einfaldara<br />

en áður að búa til lausn gagnvart Selvogi.<br />

Það eru mörg sveitarfélög sem<br />

eru að ljósleiðaravæða hjá sér þessa<br />

dagana en við í Ölfusi vorum með<br />

þeim fyrstu á landinu sem lögðum í<br />

ljósleiðara um okkar dreifbýli.<br />

Styrking Vatnsveitu<br />

Berglindar<br />

Framundan á þessu ári er að virkja<br />

kaldavatnsholu sem boruð var í landi<br />

Ölfusborga á síðast ári og með þeirri<br />

tengingu mun afhending kaldavatns<br />

batna til muna á vestursvæði Vatnsveitu<br />

Berglindar. Má segja að þetta sé<br />

fyrsta stóra skrefið í að bæta stöðu<br />

vatnsveitunnar en talsverð þörf er<br />

komin á endurbætur og auka afhendingargetu<br />

veitunar.<br />

Þjónustan í sífelldri<br />

þróun til hagsbóta fyrir<br />

okkur öll í Ölfusi<br />

Að mörgu er að taka í þessum efnum<br />

en m.a. voru styrkir til foreldra<br />

vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs<br />

innleiddir á kjörtímabilinu auk þess<br />

sem fjármagn til styrktar öflugu<br />

íþróttastarfi félag anna hér aukið<br />

umtalsvert. Þjónusta við nemendur<br />

í skólum sveitarfélagsins var einnig<br />

bætt með auknu fjármagni til faglegs<br />

starfs, sumar frístund sett á laggirnar<br />

og nem endum úthlutað öllum<br />

námsgögn um án endurgjalds.<br />

Fjárhagsstaða sterk og<br />

rekstur gengur vel<br />

Öll þau ár sem við Framfarasinnar<br />

höfum verið í bæjarstjórn hefur<br />

rekstrarniðurstaðan verið jákvæð og á<br />

þessum átta árum hefur skuldaviðmið<br />

sveitarfélagsins (hlutfall skulda af<br />

tekj um) farið frá því að vera 198%<br />

niður undir 80% á síðasta ári og var<br />

rekstrar afgangur síðasta árs rúmar<br />

150 milljónir. Miklar framkvæmdir<br />

hafa verið í sveitarfélaginu á undanförnum<br />

árum sem tekist hefur að<br />

fjármagna án lántöku ef frá eru talin<br />

lán sem voru tekin vegna tveggja<br />

íbúðarhúsa sem keypt voru í félagslegum<br />

tilgangi.<br />

Það skiptir máli hverjir<br />

stjórna og hvernig<br />

stjórnað er<br />

Það á ekki að dyljast neinum að<br />

miklar framfarir hafa átt sér stað í<br />

sveitarfélaginu á kjörtímabilinu sem<br />

nú er að líða undir lok. Sveitarfélagið<br />

er eftirsótt til búsetu, íbúar hafa<br />

aldrei verið fleiri og fer fjölgandi,<br />

ný fyrirtæki eru að festa hjá okkur<br />

rætur og jarðvegur til að fleiri skjóti<br />

rótum. Framfarasinnar og félagshyggjufólk<br />

sjá mjög mörg spennandi<br />

tækifæri á komandi kjörtímabili og<br />

ætla að vinna saman að því að fanga<br />

þau sem flest, í samstarfi og samráði<br />

við öflugt starfsfólk sveitarfélagsins<br />

sem og íbúa þess. Ráðinn bæjarstjóri<br />

Gunnsteinn R. Ómarson hefur öðlast<br />

dýrmæta reynslu í sínu starfi á líðandi<br />

kjörtímabili og hefur mikinn metnað<br />

fyrir velgengni sveitarfélagsins og er<br />

vilji okkar að til hans verði leitað um<br />

áframhaldandi starf í þágu sveitarfélagsins<br />

að kosningum loknum.<br />

Sveinn Steinarsson forseti bæjarstjórnar, skipar<br />

14. sæti á lista Framfarasinna og<br />

félagshyggjufólks og<br />

Jón Páll Kristófersson formaður bæjarráðs,<br />

skipar 1. sæti á lista Framfarasinna<br />

og félagshyggjufólks.


14<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

olfus.is<br />

Vinnuskóli Ölfuss<br />

Skráning í vinnuskóla Ölfuss er hafin!<br />

Skráningablöð fást á heimasíðu og á bæjarskrifstofu Ölfuss.<br />

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 3. ágúst.<br />

Mæting í Svítuna föstudaginn 8.júni kl. 8.00.<br />

Í sumar munum við taka nokkra daga frá<br />

og blanda saman fræðslu og skemmtun.<br />

Hægt er að nálgast reglur vinnuskólans á<br />

heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is<br />

Síðasti skráningadagur er<br />

fimmtudagurinn 31. <strong>maí</strong> n.k.<br />

Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að<br />

unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfi skólans<br />

og samþykki reglur hans.<br />

Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is<br />

eða hjá umhverfisstjóra david@olfus.is eða í síma 899-0011.<br />

Unglingalandsmót og<br />

Hafnardagar sumarið <strong>2018</strong><br />

Það verður ekki hægt að segja annað<br />

en að ágústmánuður árið <strong>2018</strong> eigi eftir<br />

að lifa lengi í minnum manna. Eins<br />

og flestir vita þá erum við að fara að<br />

halda Unglingalandsmót UMFÍ um<br />

verslunarmannahelgina frá 02. ágúst<br />

til 05. ágúst. Unglingalandsmót UMFÍ<br />

eru haldin ár hvert víðsvegar um<br />

landið. Í fyrra var það á Egilsstöðum,<br />

þar áður í Borgarnesi og svo árið 2015<br />

á Akureyri. Við setjum markið hátt og<br />

ætlum okkur að vera með um 13.000<br />

manns hér á svæðinu, keppendur,<br />

aðstandendur og aðrir gestir. Það gefur<br />

augaleið að svona stórt mót krefst<br />

gríðarlegrar skipulagningar, undirbúnings<br />

og vinnu. Slík vinna byggist<br />

að miklu upp á starfsfólki frá UMFÍ<br />

og Unglingalandsmótsnefnd en hana<br />

skipa, Ómar Bragi starfsmaður UMFÍ<br />

og framkvæmdarstjóri nefndarinnar,<br />

Örn Guðnason, starfsmaður UMFÍ,<br />

Guðríður Aadnegard, formaður HSK,<br />

Helgi Sigurður Haraldsson, varaformaður<br />

HSK, Engilbert Olgeirsson,<br />

HSK, Gunnsteinn R. Ómarsson,<br />

HSK og formaður nefndarinnar,<br />

Hólmfríður Fjóla Smáradóttir, HSK,<br />

Guðbjörg Heimisdóttir, HSK, Ragnar<br />

Matthías Sigurðsson, HSK, Anna<br />

Margrét Smáradóttir, HSK, Sigurður<br />

Jónsson, HSK, Anna Júlíusdóttir,<br />

HSK, Davíð Halldórsson, HSK, Jakob<br />

Unnar Sigurðarson, HSK, Sandra Dís<br />

Jóhannesdóttir, HSK og verkefnastjóri<br />

Unglingalandsmótsins er Garðar<br />

Geirfinnsson og svo síðast, en alls ekki<br />

síst, mörg hundruðum sjálfboðaliða.<br />

Ef það væri ekki fyrir það óeigingjarna<br />

starf sem sjálfboðaliðar vinna þá væri<br />

ekki mikið um íþróttastarf yfir höfuð,<br />

hvað þá mót af þessari stærðargráðu.<br />

Það er þess vegna sem ég er búin að<br />

tilkynna þeim ,,krökkum“ sem þykjast<br />

ætla að bregða sér af bæ á einhverja<br />

útihátið, að vegatálmar verða settir<br />

upp við útgönguleiðir bæjarins og ekki<br />

hleypt út nema sannað sé að fólk komi<br />

aftur. Nei nei ... En hér man fólk enn<br />

eftir mótinu 2008 og minnist þess með<br />

hlýju.<br />

Helgin eftir verslunarmannahelgina<br />

hefur nú síðustu ár verið tileinkuð<br />

Hafnardögum, bæjarhátíð okkar íbúa.<br />

Dagskrá hátíðarinnar hefur yfirleitt<br />

hafist snemma í vikunni. Ungmennadagskrá<br />

hefur verið áberandi og hefur<br />

ungmennaráð staðið sig vel í að<br />

Leikreglurnar<br />

Gamall kunningi hafði samband við<br />

mig og bað mig að vera á framboðslista<br />

fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.<br />

Þátttaka í pólitík og það<br />

í litlu samfélagi sem ég er nýfluttur<br />

í var sannarlega ekki markmið mitt<br />

þetta árið. Hinsvegar, eftir að hafa<br />

fengið upplýsingar um hverjir væru<br />

mögulega á framboðslistanum og<br />

hver markmiðin og stefnan væri, þá<br />

kom ekkert annað til greina en að<br />

vera bara montinn af því að fá að vera<br />

með.<br />

Alla daga vinn ég fyrir aðila í framkvæmdum.<br />

Fólk sem oft á tíðum er<br />

búið að leggja allt sitt undir viðkomandi<br />

framkvæmd. Ég starfa eftir<br />

þeirri einföldu reglu að setja mig<br />

í þeirra spor, rétt eins og ég sé að<br />

ráðstafa mín um eigin fjármunum,<br />

með ráðdeild og hagsýni að leiðarljósi.<br />

Þeir sem starfa í sveitarstjórnum<br />

eiga að hugsa eins. Við eigum að geta<br />

skipuleggja hana. Í ár verða Hafnardagar<br />

aðeins með breyttu sniði. Vegna<br />

gríðarlegrar vinnu og fjölbreyttrar<br />

afþreygingar á Unglingalandsmótinu,<br />

þar sem allir ættu að finna eitthvað<br />

við sitt hæfi, bæði ungir sem aldnir,<br />

þá hefur verið ákveðið að halda eingöngu<br />

kvöldskemmtanir þetta árið.<br />

Ég veit fyrir víst að hún nafna mín,<br />

Anna Margrét Káradóttir, er að undirbúa<br />

frábæra tónleika á fimmtudagskvöldinu.<br />

Hafnardagar verða síðan<br />

formlega settir á föstudagskvöldinu og<br />

treyst því að kjörnir fulltrúar ráðstafi<br />

úr sameiginlegum sjóðum, rétt eins<br />

og þeir séu að ráðstafa eigin fjármunum<br />

og þeir geri það líka eftir þeim<br />

leikreglum sem gilda um opinber innkaup.<br />

Því að starfa fyrir sveitarfélag er<br />

að nokkru leiti ólíkt því að starfa fyrir<br />

fyrirtæki og einstaklinga. Sveitarfélög<br />

teljast opinberir aðilar í skilningi laga<br />

og ber þeim því að haga kaupum á<br />

þjónustu og verkum í samræmi við<br />

lög um opinber innkaup. Það þýðir að<br />

öll innkaup á vörum yfir 5 milljónir<br />

og kaup á þjónustu og verkkaupum<br />

yfir 10 milljónir skal bjóða út. Það útboðsferli<br />

skal gert eftir ákveðnu formi<br />

á ákveðinn hátt. Ekki bara “fá tilboð”.<br />

Hvernig hefur þessum málum verið<br />

háttað á undanförnum árum hjá<br />

sveitarfélaginu okkar? Kann að vera<br />

að þessi skylda hafi gleymst? Hver er<br />

innkaupastefna sveitarfélagsins?<br />

Útboð eru viðurkennd aðferð til að<br />

ná hagkvæmustu verðum hverju<br />

sinni og opinberir aðilar nýta þau í<br />

öllum stærri innkaupum til að tryggja<br />

ráðdeild og hagræðingu í sínum<br />

rekstri. Gilda ekki sömu lögmál í<br />

okkar sveitarfélagi?<br />

Við á D-listanum í Ölfusi viljum að<br />

farið sé að lögum um opinber innkaup,<br />

að innkaupastefna sveitarfélagsins<br />

sé skýr og gagnsæ og að íbúar<br />

geti treyst því að þessum leikreglum<br />

sé fylgt.<br />

Eiríkur Vignir<br />

7. sæti D-listans í Ölfusi<br />

verður það allt með hefðbundnu sniði,<br />

skrúðganga, frábær skemmtiatriði,<br />

Emmsjé Gauti, Hreimur og Árni úr<br />

Made in sveitin, verðlaunaafhendingar,<br />

varðeldur og flugeldasýning.<br />

Laugardagskvöldið verður tileinkað<br />

stórtónleikum þar sem fram koma<br />

Jói Pé og Króli og stórhljómsveitin<br />

Stjórnin. Í ár ætlar körfuknattleiksdeildin<br />

að sjá um að vera með opið<br />

um helgina í Versölum, pöbbaball á<br />

föstudagskvöldinu og pöbbastemning<br />

á laugardagskvöldinu.<br />

Markaðs- og menningarnefnd vill<br />

hvetja íbúa til að skreyta hjá sér fyrir<br />

verslunarmannahelgina í ár. Það væri<br />

gaman ef allir myndu leggja sig fram<br />

við að setja eitthvað skraut upp og taka<br />

þannig þátt í að gera bæinn okkar fallega<br />

litríkan.<br />

Hafnardagar í ár verða fyrst og fremst<br />

hugsaðir sem þakklætisvottur til íbúa<br />

fyrir vel unnin störf helgina á undan.<br />

Kær kveðja Anna Margrét Smáradóttir,<br />

markaðs- og menningarfulltrúi.


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

15<br />

893 3276<br />

Ert þú<br />

Í söLuHugLEiðingum?<br />

Hólmar Björn SigþórSSon<br />

Í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala<br />

Holmar@helgafellfasteignasala.is<br />

SÓL<br />

GLER<br />

AUGU<br />

Í MIKLU<br />

ÚRVALI<br />

- með og án styrkleika<br />

Flott merki<br />

Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144<br />

info@gleraugnagalleri.is gleraugnagalleri.is<br />

Erum líka á Facebook: gleraugnagalleri<br />

BROSANDI BLAÐ FRÁ 2001<br />

baejarlif@gmail.com<br />

www.baejarlif.net<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

Afmæliskveðja<br />

Elsku Katrín. Til hamingju með 20 ára afmælið<br />

þitt 20. <strong>maí</strong>.<br />

Haltu áfram að vera eins flott eins og þú ert og<br />

ævintýrin eru rétt að byrja.<br />

Með kveðju<br />

Mamma og pabbi.<br />

Kæru íbúar:<br />

við hjá Helgafell fasteignasölu bjóðum ykkur<br />

• Frítt verðmat<br />

• Fagljósmyndun<br />

• Fagleg og vönduð vinnubrögð<br />

Við fögnum nýjum viðskiptavinum<br />

Pálsbúð 17 og Gissurarabúð 4<br />

Í smíðum falleg 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum<br />

bílskúr. Burðavirki hússins er úr timbri. Útveggir eru klæddir að utan með<br />

ljósu og dökkbrúnu steni. Stærð húsanna er 192 fm. þar af er íbúðarhluti 141<br />

fm. og innbyggður bílskúr 51 fm. Í húsunum eru 4 svefnherbergi. Eignirnar<br />

skilast á byggingarstigi 5, tilbúið til innréttingar. Hægt að fá þau fullkláruð.<br />

Vel skipulögð fjölskylduhús.<br />

Verð: 45.9 milljónir.<br />

Allar nánari upplýsingar veitir<br />

Hólmar Björn Sigþórsson í námi til löggildingar fasteignasala<br />

í síma: 893 3276 eða holmar@ helgafellfasteignasala.is<br />

Vantar allar gerðir fasteigna á skrá.<br />

7755 800<br />

Knútur BjarnaSon<br />

Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali<br />

Knutur@helgafellfasteignasala.is<br />

Helgafell fasteignasala · stórhöfða 33 · 110 reykjavík · s. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is<br />

T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi<br />

Um er að ræða reksturinn í einkahlutafélaginu<br />

T-bær, um 1 hektara eignarlóð,<br />

100 fermetra timburhús með<br />

stórri verönd og tæki og borðbúnaður<br />

sem tilheyra veitingarekstrinum. Í<br />

húsinu er veitingasalur fyrir 60 manns,<br />

eldhús, snyrtingar, köld geymsla,<br />

þvottahús og starfsmannaaðstaða.<br />

Miklir möguleikar eru á að auka við<br />

núverandi starfsemi og að bæta nýjum<br />

stoðum undir reksturinn.<br />

Í smíðum glæsilegt 260 fm. einbýlishús<br />

með innbyggðum tvöföldum<br />

bílskúr. Burðavirki hússins er úr<br />

steypu. Stærð hússins er 260 fm. þar<br />

af er íbúðarhluti 194,1 fm. og bílskúr<br />

65,9 fm. í húsinu eru 3- 4 svefnherbergi.<br />

Eignin skilast á byggingarstigi<br />

5, tilbúið til innréttingar. Frábær<br />

staðsetning í jaðri Búðarhverfis.<br />

Pálsbúð 25<br />

Verð: 39.8 milljónir.<br />

Verð: 59.8 milljónir.<br />

Eignir væntanlegar í sölu:<br />

Ísleifsbúð 22-28, fimm raðhús 120,1-193,1 fm. Verð frá 43,9-33 milljónir.<br />

Sambyggð 10, þriggja herbergja endaíbúð, stærð 83 fm.


16 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Fjárhagsstaða Ölfuss mjög góð og framtíðin er björt<br />

Á fundi bæjarstjórnar<br />

Sveitar félagsins Ölfuss,<br />

föstu daginn 27. apríl <strong>2018</strong>,<br />

var ársreikningur Ölfuss<br />

fyrir árið 2017 tekinn til<br />

síðari umræðu og staðfestingar.<br />

Skemmst er frá því að<br />

segja að rekstrarniðurstaða<br />

ársins var mjög góð eða um<br />

152 milljóna króna rekstrarafgangur.<br />

Allar fjárhags legar<br />

kennitölur sveitarfélagsins<br />

eru mjög góðar og hafa<br />

styrkst verulega á kjörtímabilinu.<br />

Húsnæðismál og<br />

eldri borgarar<br />

Þegar liggja fyrir hugmyndir<br />

að viðbyggingu við<br />

Níuna þar sem gert er ráð<br />

fyrir að lágmarki 10 nýjum<br />

þjónustuíbúðum fyrir<br />

aldraða og mjög bættri<br />

aðstöðu fyrir eldri borgara í<br />

Ölfusi og gengið er út frá því<br />

að mjög auðveldlega verði<br />

hægt byggja við. Áætlað er<br />

að byggingin verði tilbúin<br />

árið 2020.<br />

Bjarg íbúðafélag hefur<br />

ákveðið byggja 11 íbúða fjölbýlishús<br />

í Þorlákshöfn. Tilgangur<br />

Bjargs er að tryggja<br />

tekjulægri fjölskyldum<br />

aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði<br />

í langtímaleigu.<br />

Áætlað er að íbúðirnar verði<br />

tilbúnar til útleigu vorið<br />

2019.<br />

Þrjár aðrar fjölbýlishúsalóðir<br />

eru á skipulagi og þegar hafa<br />

komið um þær fyrirspurnir frá traustum<br />

aðilum. Fullbúið deiliskipulag<br />

ligg ur fyrir á nýju íbúðarhverfi norðan<br />

Norðurbyggðar þar sem í boði verða<br />

lóðir fyrir par- og raðhús í fyrri áfanga<br />

og einbýlis-, par- og raðhús í síðari<br />

áfanga.<br />

Atvinnuuppbygging<br />

Undanfarið hefur fjöldi samninga verið<br />

í vinnslu vegna atvinnustarfsemi- og<br />

uppbyggingar í Þorlákshöfn. Gætt hefur<br />

verið að hagsmunum sveitarfélagsins<br />

og sérstaklega passað uppá tímalengd<br />

samninganna og það að lóðir<br />

renni aftur til sveitarfélagsins sé ekki<br />

staðið við skilmála.<br />

Samið hefur verið við Smyril Line til<br />

6 ára um hafnaraðstöðu og aðstöðu til<br />

vöruflutninga í Þorlákshöfn. Landeldi<br />

ehf. hyggur á myndarlega uppbyggingu<br />

fiskeldis í Þorlákshöfn og liggur fyrir<br />

samningur þess efnis. Öll fiskeldisfyrirtækin<br />

í Þorlákshöfn áforma stækkun<br />

í næstu framtíð.<br />

Sveitarfélagið hefur verið í viðræðum<br />

við fjölda annarra fyrirtækja um uppbyggingu<br />

í Ölfusi. Hægt er að nefna<br />

Síld og fisk og Carbon Recycling International<br />

sem hyggja á uppbyggingu<br />

í Þorlákshöfn og Algaennovation sem<br />

hyggur á upp byggingu<br />

í Jarðhitagarðinum við<br />

Hellis heiðarvirkjun.<br />

Undanfarið höfum við<br />

verið að kynna sveitarfélagið<br />

sérstaklega fyrir<br />

íslenskum fyrirtækjum<br />

til atvinnuuppbyggingar.<br />

Markpóstur hefur verið<br />

sendur á mikinn fjölda<br />

fyrirtækja og samstarfssamningur<br />

er við Húseign<br />

fasteignamiðlun um kynningu<br />

á atvinnulóðum í<br />

Þorlákshöfn.<br />

Samgöngur<br />

öryggi<br />

og<br />

Samgöngur eru ein mikilvægasta<br />

lífæð samfél aga.<br />

Þess vegna höfum við<br />

kapp kostað góð samskipti<br />

við Vegagerðina, t.d. vegna<br />

uppbyggingar á Þjóðvegi<br />

1 í Ölfusi og þrýst mjög<br />

á um vegbætur og bætta<br />

þjónustu á vegum í sveitarfélaginu.<br />

Unnið er að gerð 4,5 km.<br />

hjóla- og göngustígs samhliða<br />

lagningu á veitum<br />

að nýju iðnaðarsvæði við<br />

Víkursand vestan Þorlákshafnar.<br />

Stígurinn er samstarfsverkefni<br />

Ölfuss, Veitna,<br />

Rarik, Gagnaveitunnar,<br />

Mílu og Vegagerðarinnar<br />

og verður fullkláraður eigi<br />

síðar en að vori 2019.<br />

Í nokkurn tíma hefur staðið<br />

til að setja upp öryggismyndavélar<br />

við innkeyrsluna<br />

í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni<br />

Ölfuss, Lögregl unnar og<br />

Neyðarlínunnar og ef allt gengur eftir<br />

verða vélarnar settar upp á næstu vikum<br />

enda rafmagn og ljósleiðari komið<br />

á staðinn.<br />

Þessi upptalning á jákvæðum verkefnum<br />

í sveitarfélaginu er hvergi nærri<br />

tæmandi en ljóst er að fjárhagsstaða<br />

Ölfuss er mjög góð og stefnt er að<br />

áframhaldandi eflingu þjónustu við<br />

íbúa á öllum aldri í dreifbýli og þéttbýli.<br />

Bestu sumarkveðjur,<br />

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 1. júní <strong>2018</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 6. júní<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!