14.05.2018 Views

Bæjarlíf maí 2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

Fjársjóðurinn í fólkinu!<br />

Amma og umhverfismálin<br />

Nú 26. <strong>maí</strong> næstkomandi eru sveitarstjórnarkosningar.<br />

Vikurnar fram að<br />

kosningum í litlum samfélögum eins<br />

og okkar geta oft verið ansi skrítnar<br />

og samskipti fólks eiga það til að<br />

breytast. Fólk flokkar hvort annað í<br />

lið, þrætir um hluti sem það myndi<br />

á öðrum tíma aldrei ræða, hætta að<br />

heilsast og jafnvel alveg að tala saman.<br />

Ekki eru þó allir í þessum gír og þetta<br />

tímabil gengur yfir og komast vonandi<br />

flestir ósárir frá því.<br />

En er ekki gott mál að íbúar hafi<br />

skoðanir á málefnum í sínu sveitarfélagi?<br />

Sýnir það ekki bara að fólki er<br />

ekki sama?<br />

Hér í Ölfusi búum við í sveitar félagi<br />

sem hefur allt að bera til að vera<br />

einn besti, ef ekki besti búsetukostur<br />

á landinu. Við erum vel staðsett.<br />

Við höfum frábæran skóla og leikskóla<br />

með frábæru starfsfólki. Allar<br />

olfus.is<br />

aðstæður til íþrótta, tómstunda og<br />

útiveru eru þannig að fólk sem<br />

heimsækir okkur verður orðlaust. Við<br />

höfum náttúruperlur við hvert fótmál<br />

sem bjóða upp á óendanleg tækifæri. Í<br />

atvinnumálum eru endalausir möguleikar<br />

og með höfnina sem flaggskipið<br />

eigum við að stuðla að framúrskarandi<br />

umhverfi fyrir fyrirtæki af öllum<br />

stærðum og gerðum, jafnt í dreifbýli<br />

sem og þéttbýli.<br />

En stóri fjársjóðurinn í Ölfusi er<br />

fólkið sem hér býr. Fólkið sem hefur<br />

svo miklar skoðanir á því sem gert<br />

er og hvernig staðið er að hlutunum.<br />

Fólkinu sem er ekki sama. Fólk sem<br />

kom og byggði þetta samfélag upp af<br />

dugnaði og bjartsýni. Það fólk á skilið<br />

að búa á heimaslóðum með góða<br />

þjónustu við góðar aðstæður síðustu<br />

æviárin sín. Fólkinu sem er að byggja<br />

þetta samfélag upp af dugnaði og<br />

bjartsýni og á skilið framúrskarandi<br />

þjónustu og aðstæður fyrir sig og sína.<br />

Fólkið hér er stóra málið.<br />

Hér á D-listanum í Ölfusi er hópur af<br />

flottu fólki sem býður fram krafta sína<br />

næstu 4 árin til að stýra þessu sveitarfélagi.<br />

Ég leyfi mér að segja að allir<br />

bjóða sig fram til að gera sitt besta.<br />

Gera það sem það telur best fyrir<br />

samfélagið okkar. Fyrir fólkið okkar<br />

hér í Ölfusi og gera lífið betra.<br />

Kjörskrá vegna<br />

sveitastjórnarkosninga<br />

25. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong><br />

Gestur Þór Kristjánsson<br />

1. sæti D listans í Ölfusi<br />

Fyrr í vetur þegar ég var spurð hvort<br />

ég hefði áhuga á að koma á lista framfarasinna<br />

og félagshyggjufólks fyrir<br />

sveitastjórnarkosningarnar í ár varð<br />

ég nokkuð hugsi og þurfti langan tíma<br />

til á ákveða mig. Fyrir mig var þetta<br />

nokkuð stórt skref, fyrst og fremst<br />

kannski vegna þess að ég er frekar<br />

þessi prívat týpa og sækist ekki eftir<br />

athygli í tíma og ótíma. Mér fannst<br />

líka hugsunin um að fara fram gegn<br />

öðru, og oft frábæru fólki mjög skrýtin<br />

en það var líklega tvennt sem ýtti<br />

mér fram að brúninni. Annars vegar<br />

það að fatta að ég er ekki í framboði<br />

gegn neinum, heldur fyrst og fremst<br />

að bjóða fram krafta mína, vonandi<br />

samfélaginu til heilla. Hins vegar<br />

var það samtalið við ömmu Rúnu og<br />

þegar ég spurði hana um hvort ég<br />

ætti að taka boðinu um að vera með á<br />

lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar.<br />

Hún var ekki lengi að svara og sagði<br />

,, Auðvitað gerir þú það Harpa, við<br />

þurfum fólk eins og þig og allir þurfa<br />

að leggja til samfélagsins“. Ég átti ekki<br />

von á svona afgerandi svari frá ömmu<br />

og í framhaldinu ákvað ég að fara eftir<br />

þessum skýru leiðbeiningum.<br />

En talandi um þá sem á undan okkur<br />

ganga og svo þá sem á eftir okkur<br />

munu koma. Í mínum<br />

huga eru umhverfismál<br />

og hvernig við vinnum<br />

að þeim eitt af lykilverkefnum<br />

stjórnvalda<br />

í dag og á það einnig<br />

við um stjórnsýsluna<br />

heima fyrir. Það er<br />

mjög mikilvægt að við<br />

finnum leiðir til að auka<br />

vægi umhverfismála í<br />

allri stefnumótun og<br />

ákvarðanatöku sveitarfélagsins.<br />

Við þurfum<br />

að huga að sjálfbærri<br />

þróun og verndum<br />

umhverfisins um leið og við tryggjum<br />

hagsmuni almennings. Sveitarfélagið<br />

Ölfus hefur sett fram umhverfisstefnu<br />

sem er mjög mikilvægt skref til að<br />

tryggja sjálfbæra þróun. Að mínu viti<br />

er sveitarfélagið tilbúið til að vinna að<br />

næstu skrefum eins og t.d. að koma á<br />

sérstakri umhverfisnefnd sem myndi<br />

tryggja að horft sé til verndunar<br />

umhverfisins við ákvörðunartöku<br />

á hverjum tíma. Hún ætti einnig að<br />

móta aðgerðaáætlanir til að hrinda<br />

umhverfisstefnu sveitarfélagsins í<br />

framkvæmd og stuðla að fræðslu og<br />

umræðu um umhverfismál í sveitarfélaginu.<br />

Ég geri mér grein fyrir að umræða um<br />

umhverfismál og loftslagsbreytingar<br />

er oft erfið og þung, við nennum ekki<br />

að eiga við mál sem kalla á miklar<br />

breytingar sem snúa jafnvel beint að<br />

okkur sjálfum. Ég ætla samt að hafa<br />

trú á okkur og veit að við getum verið<br />

hugrökk, breytt nálgun okkar og<br />

hugarfari. Við þurfum bara að fara eitt<br />

skref í einu og gera okkar besta. Meira<br />

er yfirleitt hvort sem er ekki í boði.<br />

Harpa Þ. Böðvarsdóttir<br />

Skipar 6. sæti á lista framfarasinna<br />

og félagshyggjufólks í Ölfussi<br />

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Ölfus vegna sveitarstjórnarkosninganna<br />

26 <strong>maí</strong> <strong>2018</strong> mun liggja frammi á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins<br />

Ölfuss að Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn frá og með 14. <strong>maí</strong> <strong>2018</strong> til<br />

kjördags á opnunartíma skrifstofunnar<br />

frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga.<br />

Þá er bent á upplýsingavef innanrikisráðuneytisins www.kosning.is<br />

en þar er að finna<br />

hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna.<br />

Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá.<br />

Bæjarritari

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!