14.05.2018 Views

Bæjarlíf maí 2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bergheimalíf<br />

olfus.is<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2018</strong><br />

5<br />

Laust starf<br />

á gámasvæði Ölfuss í Þorlákshöfn<br />

Um miðjan apríl var okkar árlega<br />

íþrótta sýning og gekk hún mjög vel,<br />

börnin voru dugleg að taka þátt í<br />

æfingum og sýndu á sér sínar bestu<br />

hliðar. Við starfsfólkið erum mjög stolt<br />

af börnunum og vonum við að gestir<br />

hafi haft jafn gaman að þessu og við.<br />

Takk fyrir komuna þið sem sáuð ykkur<br />

fært að mæta.<br />

Í apríl fengum við góða gesti í heimsókn<br />

en þá komu þau Alda og Erlendur frá<br />

Félagi eldriborgara og lásu fyrir börnin<br />

á Tröllaheimum. Síðustu vikuna í apríl<br />

fengum við heimsókn frá tónlistarskólanum<br />

en þá kom hann Gestur<br />

Áskelsson með þær Guðrúnu Önnu,<br />

Hildi Ósk og Sóleyju Dögg sem allar<br />

spiluðu á klarínett fyrir börn og starfsfólk.<br />

Þetta voru síðustu heimsóknir á<br />

þessu skólaári frá Félagi eldriborgara<br />

og frá tónlistarskólanum og viljum við<br />

þakka öllum sem hafa heimsótt okkur<br />

kærlega fyrir komuna.<br />

Í byrjun <strong>maí</strong> bauð foreldrafélagið börnunum<br />

á Goðheimum ásamt kennurum<br />

deildarinnar út að borða í Hendur í<br />

Höfn. Þetta hefur verið hefð í nokkur<br />

ár og alltaf jafn skemmtileg stund.<br />

Þann 22. <strong>maí</strong> kl. 15 verður svo formleg<br />

útskrift þar sem foreldrum er boðið<br />

að koma og vera viðstödd þegar börn<br />

þeirra útskrifast úr leikskólanum. Við<br />

það tilefni fá börnin afhent útskriftarplagg<br />

og leikskólinn færir börnunum<br />

gjöf. Slík útskrift hefur ekki verið hjá<br />

okkur áður en tíðkast gjarnan á leikskólum<br />

og ætlum við að hafa þetta<br />

svona alla vega þetta árið og ef vel<br />

reyn ist gerum við þetta að nýrri hefð<br />

hjá okkur.<br />

Að venju verður farið í hesthúsin í<br />

<strong>maí</strong> til að skoða nýfædd lömb, kindur,<br />

hesta, og fleiri dýr sem verða á vegi<br />

okk ar. Hver deild skipuleggur sína ferð<br />

og verða valdir dagar sem vel viðrar til<br />

að fara í þessar ferðir. Laugardaginn 26.<br />

<strong>maí</strong> verður vorhátíð foreldrafélagins,<br />

auglýst nánar síðar. Með hækkandi<br />

sól fara nemendur leikskólans að fara í<br />

meira mæli í göngu- og vettvangsferðir<br />

og viljum við biðja ökumenn að sýna<br />

börnunum þá virðingu að stöðva bíla<br />

sína við gangbrautir ef þau þurfa yfir.<br />

Það ber mikið á því að fólk vill láta<br />

bíla sína renna hægt á meðan börnin<br />

fara yfir en við getum ekki kennt litlum<br />

börnum að fara yfir götu nema að<br />

bílar stöðvi. Það er mikilvægt að kenna<br />

börn unum umferðareglunar og þær<br />

hættur sem þar eru og biðjum við ykkar<br />

að aðstoða okkur við það.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða<br />

umsjónarmann gámasvæðis Ölfuss í Þorlákshöfn.<br />

Ábyrgðar- og starfssvið:<br />

Umsjónarmaður gámasvæðis hefur umsjón með faglegri starfsemi er<br />

fellur undir starfssvið gámasvæðis, sér um að farið sé eftir þeim<br />

reglugerðum sem gilda um meðferð og flokkun á þeim efnum sem<br />

berast. Umsjónarmaður sinnir verkstjórn með losun á gámasvæði og<br />

leiðbeinir íbúum við flokkun úrgangs og spilliefna. Hann sér um að<br />

halda svæðinu hreinu og snyrtilegu. Hann sér um skráningu á<br />

magntölum og hefur umsjón með ýmsum tölfræðilegum upplýsingum<br />

er varða starfsem gámasvæðis. Starfið heyrir undir verkstjóra<br />

þjónustumiðstöðvar.<br />

Um er að ræða 30 % starf en getur orðið meira í framtíðinni.<br />

Hæfniskröfur:<br />

• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði<br />

• Stundvísi og almenn reglusemi<br />

• Góð mannleg samskipti<br />

Vinnutíminn er frá 15:00 til 18:00 mánudaga til fimmtudags<br />

og 13:00 til 18:00 á föstudögum.<br />

Og annan hvern laugardag frá kl. 12:00–16:00<br />

Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra<br />

sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.<br />

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson,<br />

umhverfis stjóri Ölfuss í síma 899-0011 eða david@olfus.is<br />

Umsóknum með ferilskrá skal skila á skrifstofu<br />

sveitarfélags ins eða senda í tölvupósti á david@olfus.is.<br />

Umsóknarfrestur er til 18. <strong>maí</strong>.<br />

Öllum umsóknum verður svarað.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!