03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fjölbreytt lesefni<br />

eykur lestraráhuga<br />

aðsend grein nóvember 2015<br />

Lestur er að flestra mati mikilvæg undirstaða í lífi hverrar<br />

manneskju og einstaklingur sem les sér ekki til gagns á erfitt<br />

með að ná fótfestu í tilverunni. Það er því kappsmál nú sem<br />

fyrr að þeir sem ábyrgð bera á uppeldi og menntun barna stuðli<br />

markvisst að því að börn verði læs. Það má gera með margvíslegum<br />

hætti. Lestur virðist fara minnkandi og þeim fækkar sem<br />

geta lesið sér til gagns. Strax í öðrum bekk sjást merki um það.<br />

Lestrarskimanir sem lagðar eru fyrir alla nemendur í 2. bekk<br />

í grunnskólum Reykjavíkur sýna að nú, árið 2015, geta<br />

64% nemenda lesið sér til gagns (ná að minnsta kosti 65%<br />

árangri á prófinu) og er það næstlægsta hlutfall frá og með<br />

árinu 2006. Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari<br />

þróun? Hlutverk hverra er það að snúa þessari þróun við?<br />

Eitt er að geta lesið sér til gagns og annað er að taka sér bók í<br />

hönd og lesa sér til gamans.<br />

Hafdís Guðrún<br />

Hilmarsdóttir<br />

B.Ed, M.Ed og Ph.D<br />

nemi við HÍ.<br />

Áhugi á lestri<br />

Lestraráhugahvöt er viljinn til að takast á við lestrarnámið þar<br />

sem hvatinn til að læra að lesa drífur einstaklinginn áfram.<br />

Nemandi með lestraráhugahvöt er tilbúinn til að tileinka sér<br />

námið, þ.e. hann er áhugasamur, athugull, forvitinn og tilbúinn<br />

að taka þátt. Mikilvægt er að hafa næga lestraráhugahvöt<br />

til að lestrarnámið verði jákvætt fyrir barnið og þannig<br />

verða framfarir meiri. Lestraráhugahvöt má örva og virkja<br />

með áhugaverðu og skemmtilegu lesefni. Lesefni sem vekur<br />

ekki áhuga eða er of erfitt getur dregið úr áhuga. Rannsóknir<br />

sýna að nemanda með mikla innri áhugahvöt í lestri gengur betur<br />

í lesskilningi en nemanda með litla innri áhugahvöt og góður<br />

lesskilningur er forsenda þess að ganga vel í námi. Áhugahvöt<br />

barna spáir fyrir um magn og breidd lesefnis þeirra.<br />

Hlutverk kennara er að hjálpa nemendum að efla og

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!