03.11.2015 Views

Skólavarðan

1WwJ52v

1WwJ52v

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Rannsóknir sýna að<br />

nemendur tileinka sér<br />

innihald myndasagna<br />

betur en hefðbundins<br />

texta og hafa meiri<br />

ánægju af lestrinum.<br />

viðhalda áhugahvöt í lestri. Með markvissu inngripi er hægt að<br />

stuðla að miklum lestraráhuga á meðal nemenda. Samvinna<br />

í lestrarnámi er mjög mikilvæg og ýtir undir innri áhugahvöt;<br />

nemendur geta lesið hver fyrir annan, rætt innihald texta og<br />

kynnt lesefni sitt fyrir bekkjarfélögum. Nemendum sem setja sér<br />

markmið um félagslega ábyrgð í náminu, eins og að vinna með<br />

öðrum og hugsa út í hvernig hegðun þeirra hefur áhrif á aðra,<br />

vegnar betur í náminu en þeim sem setja sér ekki markmið. Þá<br />

geta félagslegar athafnir eins og spil og leikir aukið lestrargetu<br />

barna í gegnum leik. Kennarinn þarf að huga að vali á lesefni,<br />

en efnið þarf að vera fjölbreytt og við hæfi<br />

hvers og eins. Takist að efla lestraráhugahvöt<br />

nemenda og fá þá til að lesa sér til<br />

gagns og gamans leiðir það til viðvarandi<br />

áhugahvatar og framfara í lestri. Stuðningur<br />

foreldra og vina er einnig mikilvægur.<br />

Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval<br />

af lesefni er komið til móts við ólík áhugasvið<br />

nemenda. Kennari þarf að huga að<br />

þyngd textans, stærð leturs, lengd bóka<br />

og bókakafla, myndum í bókum og því að fjölbreytni sé í umfjöllunarefnum<br />

og textategundum. Bjóða þarf upp á sögur, ljóð,<br />

ævintýri, fræðitexta, uppflettirit og fleira. Kennarinn getur gert<br />

áhugakannanir á meðal nemenda og notað niðurstöðurnar við að<br />

ákvarða hvaða lesefni hann býður upp á og þannig aukið áhuga<br />

nemenda sinna á lestri. Samvinnuverkefni nemenda, eins og að<br />

lesa hver fyrir annan, ræða innihald, spá fyrir um framhaldið og<br />

kynna lesefni fyrir samnemendum, kveikja og viðhalda áhuga á<br />

lestri og ættu að standa nemendum á öllum aldri til boða.<br />

Fjölbreytt lesefni<br />

Börn eru líklegri til að skilja og tileinka sér texta sem þeim finnst<br />

áhugaverður og áhugaverðastur er texti sem er um kunnuglegt<br />

efni, höfðar til þeirra og þeim tekst að tengja eigin reynslu.<br />

Kennari þarf því að þekkja nemendur sína vel til að skilja hvaða<br />

lesefni er líklegt til að vekja áhuga þeirra.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!