27.12.2017 Views

Snæfinnur 2017

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

14. árg. . desember <strong>2017</strong><br />

Jólatónleikar með<br />

Sigríði Thorlacius og Valdimar<br />

Hvað er meira viðeigandi en að<br />

fara á jólatónleika á fyrsta í aðventu?<br />

Það gerðu rúmlega 200 íbúar<br />

Þorlákshafnar ásamt fjölmörgum<br />

öðrum gestum, sunnudagskvöldið<br />

3. desember, þegar Sigríður Thorlacius<br />

og Valdimar héldu tónleika í<br />

Versölum. Með þeim spiluðu snillingarnir<br />

Tómas Jónsson, píanisti<br />

og Þorgrímur Jónsson, kontrabassi.<br />

Tónleikarnir voru allt í senn, léttir,<br />

lifandi, hátíðlegir, hugljúfir, rólegir<br />

og hressir, bara allt eins og það á að<br />

vera. Það er alveg ljóst að jólatónleikar<br />

í Þorlákshöfn er skemmtileg<br />

viðbót við jólatónleikaflóruna og<br />

yndislegt að sjá hversu margir nýttu<br />

sér það tækifæri að sækja tónleika í<br />

heimabyggð.<br />

ams<br />

Nýtt á matseðli<br />

Aukið vöruúrval<br />

Fótboltamyndirnar komnar<br />

SKÁLINN<br />

Saga Þorlákshafnar<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

Tilboðsverð út desember 7.500 krónur<br />

Starfsfólk Skálans óskar viðskiptavinum sínum<br />

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.<br />

Opnunartími yfir jól og áramót:<br />

Þorláksmessa........... 09:00-22:00 Annar í jólum......... 10:00-22:00<br />

Aðfangadagur......... 10:00-14:00 Gamlársdagur......... 10:00-16:00<br />

Jóladagur................. Lokað Nýársdagur............. Lokað


2<br />

Jólakveðja<br />

Starfstúlkurnar á 9-unni<br />

óska öllum sem hafa glatt<br />

þær með nærveru sinni á<br />

árinu, gleðilegra jóla og<br />

farsældar á komandi ári.<br />

Óskum viðskiptavinum okkar<br />

og íbúum sveitar-félagsins<br />

gleðilegra jóla og farsældar á<br />

komandi ári.<br />

Þökkum viðskiptin á árinu.<br />

Kvenfélagskonur gefa gjafir<br />

Við kvenfélagskonur fórum á stúfana<br />

nú á haustmánuðum og gáfum<br />

gjafir fyrir það fé sem hefur safnast<br />

fyrir með fjáröflunum félagsins undanfarið.<br />

Sigurði Torfasyni var færður Ipad<br />

að gjöf en hann hefur glímt við erfið<br />

veikindi í ár. Okkur til mikillar<br />

gleði hefur hann nú náð bata og óskum<br />

við honum og fjölskyldu hans<br />

innilega til hamingju með það. Hér<br />

má sjá Sigga með Ástu Margréti formanni<br />

og Erlu Gunnarsdóttur.<br />

Einnig styrktum við skólann með<br />

veglegri peningagjöf sem nota átti<br />

í þágu nemenda skólans. Og hér á<br />

þessum myndum má sjá þá fjölmörgu<br />

hluti sem skólastýrurnar okkar<br />

keyptu af mikilli útsjónasemi og<br />

nýttu þær peningana vel. Voru m.a<br />

keyptir 2 sófar, gólfteppi, lampar,<br />

púðar, kósýteppi, Bose hátalari,<br />

geislaspilari, kortalesari, dróni og 5<br />

stk Ipadar. Geri aðrir betur. Og ekki<br />

er annað að sjá en unglingarnir séu<br />

að „fíla þetta í tætlur“.<br />

Formleg afhending fór fram núna<br />

þann 8.12 og tóku formenn nemendaráðs,<br />

þær Katla Ýr Gautadóttir<br />

og Solveig Þóra Þorsteinsdóttir,<br />

við gjöfunum. Þær má sjá hér á<br />

myndinni ásamt formanni kvenfélagsins<br />

Ástu Margréti Grétarsdóttur<br />

og varastjórnarkonunum þeim Erlu<br />

Gunnarsdóttur og Fjólu Halldóru<br />

Jónsdóttur.<br />

Kvenfélagið hefur styrkt krabbameinssjúka<br />

einstaklinga á árinu<br />

og við styrkjum „Sjóðinn góða“<br />

hjá kirkjunni okkar sem úthlutar úr<br />

honum fyrir jólin, það höfum við<br />

gert í fjöldamörg ár. Við gefum<br />

jólagjafir á Sambýlið okkar og margt<br />

fleira sem glatt hefur meðborgara<br />

okkar.<br />

Aðal fjáröflun kvenfélagsins er að<br />

selja kaffi og meðlæti í erfidrykkjum,<br />

einnig vorum við með vöfflusölu<br />

á Hafnardögum og seldum<br />

Jólastjörnur og Bergfléttur fyrir<br />

aðventuna. Viljum við senda innilegar<br />

þakkir til þeirra fjölmörgu<br />

fyrirtækja og einstaklinga sem hafa<br />

styrkt okkur á liðnu ári.<br />

Með ósk um gleðilega jólahátið og<br />

farsæld á komandi ári<br />

Ásta Margrét Grétarsdóttir<br />

Formaður Kvenfélags Þorlákshafnar<br />

sendir viðskiptavinum sínum<br />

og íbúum sveitarfélagsins<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur.<br />

Þökkum viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

olfus.is


Jólaísinn frá Kjörís er hreint út sagt ómótstæðilegur.<br />

Í ár hringjum við inn hátíð ljóss og friðar með hátíðarís<br />

með karamellusnúningi. Það er góður siður að gera sér<br />

dagamun yfir jólin með ábætisrétti að lokinni máltíð –<br />

eða með örlitlu góðgæti eftir annasaman dag. Hvort<br />

sem þú kýst heldur, þá er alltaf tími fyrir jólaís.<br />

3


4<br />

Jólin koma<br />

Skólastarfið er auðvitað farið að<br />

bera þess merki að jólin eru framundan.<br />

Þegar þetta er skrifað er búið<br />

að skreyta jólatréð í matsalnum,<br />

setja ljós í glugga, skreyta stofur og<br />

kveikja á jólatrénu á skólalóðinni.<br />

Það var gert í morgunskímunni<br />

þann 1. desember og fjölmenntu<br />

nemendur og starfsmenn út, gengu<br />

kringum tréð og sungu tvö jólalög.<br />

Þessi stund er alltaf svolítið spennuþrungin,<br />

enda markar hún upphaf<br />

jólaundirbúnings í skólanum.<br />

Gjöf frá Kvenfélagi<br />

Þorlákshafnar<br />

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefur<br />

ávallt notið velvildar í samfélaginu.<br />

Félagasamtök og einstaklingar hafa<br />

sýnt hollustu sína við skólann og<br />

ungviði bæjarins á ýmsan hátt. Nú<br />

í desember komu konur úr Kvenfélagi<br />

Þorlákshafnar færandi hendi í<br />

skólann og gáfu peninga sem nýttir<br />

skyldu í þágu unglinganna í skólanum<br />

þó svo að það nýtist að sjálfsögðu<br />

öðrum nemendum skólans.<br />

Ákveðið var að kaupa húsgögn,<br />

teppi, lampa, spjaldtölvur, hátalara,<br />

spil og fleira til að gera ,,glerhýsið“<br />

vistlegra til dæmis fyrir frímínútnasamveru.<br />

Kvenfélag Þorlákshafnar<br />

fær innilegar þakkir fyrir hlýhuginn<br />

frá nemendum og starfsfólki<br />

skólans.<br />

Foreldrakynningar<br />

Talsvert hefur færst í aukana að<br />

foreldrum sé boðið í morgunkaffi<br />

og verkefnakynningar inn í bekkina.<br />

Nú í nóvember buðu 5. bekkingar<br />

foreldrum sínum á sýningu á landnámsverkefni<br />

sem þau hafa unnið<br />

í haust. Sýningin gekk vel og alltaf<br />

gaman að fá foreldra í heimsókn í<br />

skólann.<br />

Skólalíf<br />

Verum ástafangin<br />

af lífinu!<br />

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur<br />

kom í nóvember og hélt fyrirlestur<br />

fyrir nemendur 10. bekkjar undir<br />

yfirskriftinni hér að ofan. Þar talaði<br />

hann um jákvætt hugarfar, sjálfsmynd<br />

unglinga, markmiðssetningar<br />

í lífinu og samskipti. Þorgrímur<br />

hefur sem íþróttamaður, þjálfari og<br />

höfundur unglingabóka góða innsýn<br />

í hugarheim unglinga og nær vel<br />

til þeirra, enda féll fyrirlesturinn í<br />

góðan jarðveg hjá krökkunum.<br />

Dagur íslenskrar tungu<br />

Dagur íslenskrar tungu var haldinn<br />

hátíðlegur í skólanum á fæðingardegi<br />

Jónasar Hallgrímssonar, 16.<br />

nóvember. Unnin voru verkefni<br />

á öllum aldursstigum í upplestri,<br />

framsögn, myndbandagerð og tónlist<br />

auk þess sem rithöfundar heimsóttu<br />

skólann og lásu úr verkum sínum<br />

fyrir nemendur.<br />

Samtökin 78 í heimsókn<br />

Þriðjudagurinn 5. nóvember var<br />

í skólanum helgaður kynningu á<br />

starfsemi Samtakanna 78. Fyrir<br />

hádegi komu fulltrúar samtakanna<br />

og töluðu við nemendur í 6.-10.<br />

bekk um málefni ,,hinsegin“ fólks.<br />

Fyrirlestrarnir voru í hverjum bekk<br />

fyrir sig og í lok þeirra gafst tími<br />

fyrir spurningar og umræður. Farið<br />

var yfir fjölbreytileikann sem samtökin<br />

standa fyrir og þá fordóma<br />

sem smám saman fara minnkandi<br />

með aukinni fræðslu bæði í skólum<br />

og samfélaginu almennt. Starfsfólk<br />

skólans fékk síðan fræðslu í lok<br />

dags; svipaða kynningu og nemendur<br />

um fjölbreytileikann en einnig<br />

var farið yfir æskilegt viðmót gagnvart<br />

,,hinsegin“ nemendum sem<br />

koma í skólann. Bæði nemendur<br />

og starfsfólk voru afar ánægðir með<br />

þennan fræðsludag.<br />

Jóla, jóla, jóla<br />

Desember er eins og alltaf að mikli<br />

leyti helgaður undirbúningi jólanna.<br />

Starfsmannafélagið stóð fyrir<br />

jólaföndri fyrir starfsfólk þann 29.<br />

nóvember og foreldrafélagið bauð<br />

upp á jólaföndur fyrir nemendur<br />

og foreldra síðdegis þann 30. nóvember.<br />

Þar var einnig vöfflusala<br />

10. bekkjar og blómabúðin bauð<br />

jólaskreytingar til sölu samkvæmt<br />

óskum kaupenda. Þetta var ákaflega<br />

vel heppnuð samverustund við<br />

kertaljós og jólatónlist.<br />

Jólabingó 10. bekkjar var haldið 6.<br />

desember og var fjölsótt. Glæsilegir<br />

vinningar voru í boði en nemendur<br />

leituðu til fyrirtækja í Þorlákshöfn<br />

og nágrenni eftir vinningum og fengu<br />

góðar viðtökur. Ágóðinn rennur<br />

í ferðasjóð bekkjarins vegna vorferðar<br />

í Skagafjörð.<br />

Jólakvöldvaka miðstigs var haldin<br />

7. desember og yngsta stigs þann<br />

12. desember. Dagskráin þessara<br />

skemmtana var hefðbundin; kórsöngur,<br />

leikin leikrit, sungin jólalög,<br />

hljóðfæraleikur og jólaguðspjallið<br />

sett upp. Jólaskemmtun unglingastigs<br />

verður fimmtudaginn 14.<br />

desember og verður að þessu sinni<br />

með breyttu sniði. Nemendur ætla<br />

að bjóða foreldrum í heimsókn í<br />

skólann seinnipart dags, standa fyrir<br />

samkeppni í byggingu og skreytingu<br />

piparkökuhúsa og bjóða upp á kaffi<br />

og eitthvað góðgæti með. Þegar<br />

foreldrarnir fara til síns heima ætla<br />

krakkarnir að borða saman jólamat<br />

og skemmta sér fram eftir kvöldi.<br />

Föstudaginn 15. desember koma<br />

nemendur í tvennu lagi á sal og dansa<br />

í kringum jólatréð við undirleik<br />

jólasveinahljómsveitar skólans.<br />

Skólastarfinu árið <strong>2017</strong> lýkur svo<br />

með kertadegi þann 20. desember.<br />

Þá á hver bekkur notalega samverustund<br />

í stofu sinni með umsjónarkennara<br />

áður en jólafrí hefst.<br />

Starfsfólk og nemendur<br />

Grunnskólans í Þorlákshöfn<br />

senda bæjarbúum og öðrum<br />

lesendum Snæfinns<br />

bestu óskir um gleðileg jól og<br />

farsælt komandi ár<br />

og þakka um leið vinum og<br />

velunnurum skólans<br />

allt gott á liðnum árum.<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

sendir viðskiptavinum sínum og<br />

íbúum sveitarfélagsins bestu jólaog<br />

nýárskveðjur.<br />

Þökkum viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

sendir viðskiptavinum sínum<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur<br />

með þökk fyrir viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

Þökkum íbúum,<br />

fyrirtækjum og öðrum<br />

velvild í okkar garð<br />

Sendum okkar bestu<br />

jóla og nýárskveðjur<br />

með ósk um farsæld<br />

og frið á komandi ári<br />

VISS Unubakka 4<br />

sendir starfsfólki sínu til sjós og<br />

lands og öðrum sveitungum,<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur með<br />

ósk um farsæld og frið á komandi ári.<br />

Óskar viðskiptavinum sínum og íbúum<br />

sveitafélagsins gleðilegrar hátíðar<br />

og farsældar á nýju ári.<br />

Þökkum viðskiptin á árinu.<br />

Jólakveðja, Helga og Svanlaug


5<br />

olfus.is<br />

Sveitarfélagið Ölfus, deiliskipulag<br />

Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn Í 10 úr landi Gljúfurárholts.<br />

Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss<br />

samþykkt 30. nóvember <strong>2017</strong> að auglýsa tillögu að breytingu á<br />

deiliskipulagi fyrir reitinn Í10, íbúðasvæði, úr landi Gljúfurárholts<br />

samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<br />

Áður var samþykkt deiliskipulag 15. apríl 2002 á 20 ha. landi úr<br />

Gljúfurárholti. Þar var gert ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum.<br />

Gert var ráð fyrir að íbúafjöldi gæti verið um 112 til 126 miðað við 4<br />

til 4,5 íbúa í íbúð.<br />

Tillagan, sem nú er til kynningar, á Í10, 20 ha landi úr jörðinni<br />

Gljúfur árholt, gerir ráð fyrir sama fjölda íbúa á reitnum Í10, 112-<br />

126 íbúar. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Á<br />

lóðunum Klettagljúfur 1, 3, 5 og 7 verði heimiluð einbýlishús og<br />

parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2, 4, 6, 8, 10 og 12 verði heimiluð<br />

einbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús. Klettagljúfur<br />

9, 11,13, 15 og 17 verði heimiluð einbýlishús.<br />

Breyting á greinargerð og tillögunni frá 2002 er að á lóðunum<br />

Kletta gljúfur 19, 21 og 23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús<br />

með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar<br />

íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2. Þessi breyting fjölgar<br />

ekki heildarfjölda íbúa frá tillögunni frá 2002.<br />

Ekki er gerð breyting á skipulagstillögunni er varðar hesthús innan<br />

byggingarreits á skástrikuðum svæðum.<br />

Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um<br />

uppbyggingu á hverfinu. Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá<br />

íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá<br />

lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum<br />

aðliggjandi jarða þar sem það á við.<br />

Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits.<br />

Auglýsingin fyrir deiliskipulagið liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á<br />

skrifstofutíma, frá 8. desember <strong>2017</strong> til 19. janúar 2018.<br />

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 19. janúar<br />

2018. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa,<br />

Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Hver sá<br />

sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn<br />

frest telst samþykkur henni.<br />

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.<br />

Jólatrjáasala<br />

Gefðu tré!<br />

Ef fólk vill styrkja gott<br />

málefni þá er hægt að<br />

kaupa tré og ánafna<br />

því Þorlákskirkju.<br />

Presturinn mun aðstoða<br />

okkur við að finna<br />

trjánum góð heimili.<br />

Kíwanisklúbbsins Ölvers<br />

Opnar á laugardaginn!<br />

Opið verður frá 16. til 20. desember<br />

á milli kl. 18:00 til 20:00<br />

Einnig verða til sölu jólatrésfætur og grenibúnt.<br />

Jólasveinarnir úr Geitarfelli munu sem<br />

fyrr fara með jólatré heim til þeirra<br />

sem þess óska 22. desember á milli<br />

kl. 19:00 og 22:00<br />

Verið velkomin!<br />

Allur ágóði<br />

rennur til<br />

góðgerðamála<br />

í heimabyggð


6<br />

Jólalýsingin í kirkjugarðinum<br />

Senn líður að jólum, því fylgja ýmiss verkefni og hefðir sem við hver og eitt sinnum. Eitt af verkefnum margra er<br />

að setja ljós á leiði látinna aðstandenda og vina. Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar halda áfram gjaldtöku fyrir<br />

rafmagn og aðstöðu vegna ljósa í kirkjugörðum Sóknanna. Gjaldið er kr. 1.500 og er það greiðsla vegna<br />

rafmagnsnotkunnar og aðstöðu.<br />

Aðstandendur sjá sjálfir um, eins og verið hefur, ljós og tengingar að rafmagnskössum.<br />

Ekki verða sendir út greiðsluseðlar eða sett á stofn innheimtuferli heldur eru þeir sem eru með ljós í görðunum<br />

beðnir að greiða kr. 1.500 inn á reikning Kirkjunnar í Landsbankanum í Þorlákshöfn.<br />

Reikningsnúmer og bankaupplýsingar eru: 0150-26-5490 k.t. 621182-0219.<br />

Um leið og sóknarnefnd sendir ykkur öllum jóla – og nýárskveðjur er það von okkar að þetta fyrirkomulag mælis<br />

vel fyrir og takist vel. Ljósin verða slökkt 20. janúar.<br />

Sóknarnefnd


7<br />

Í SKÓLANN OG Á<br />

SKRIFSTOFUNA<br />

HEIMSENT :)


8<br />

Gámasvæðið í Þorlákshöfn<br />

olfus.is<br />

Ágætu íbúar!<br />

Núna um áramótin verður tekið upp miðakerfi á Gámasvæðinu. En það virkar þannig að hvert heimili fær 12 miða sem íbúar nota<br />

til að losa sig við gjaldskyldan úrgang þeim að kostnaðarlausu. Hver heimsókn kostar 1 miða en hver miði gildir fyrir allt að 1<br />

m3.<br />

ATH. Að þetta gildir einungis fyrir heimili en ekki fyrirtæki þar sem ætlast er til að<br />

fyrirtækin séu sjálf með gáma og semji við sorphirðuaðila um losun á þeim.<br />

Gjaldskyldur úrgangur er: Málmar/járn, timbur, veiðarfæri, kaðlar, heimilisúrgangur, rekstrarúrgangur og byggingarúrgangur.<br />

Sjá nánar á https://www.olfus.is/static/files/Skrar/gjaldskra-fyrir-sorphirdu-<strong>2017</strong>.pdf<br />

Gjaldfrjáls úrgangur: Pappír/pappi, plast, hjólbarðar, föt o.fl.<br />

Miðarnir eru húseigendum til afgreiðslu frá og með áramótum á Bæjarbókasafninu á Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn.<br />

Þar er opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 12:30 til 17:30.<br />

Vinsamlegast athugið að miðarnir verða ekki sendir í pósti.<br />

Ennfremur verður hætt að taka við bílum en það verður hægt að fara með bíla á Netparta ehf fyrir utan Selfoss.<br />

Athugið breyttan opnunartíma á laugardögum en frá og með áramótum verður opið frá kl. 12:00 í staðinn fyrir 13:00.<br />

Opnunartími Gámasvæðis:<br />

Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 15:00-18:00<br />

Föstudaga frá kl. 13:00-18:00<br />

Laugardaga frá kl. 12:00-16:00<br />

Dreifbýli Ölfuss<br />

Móttaka sorps fyrir dreifbýli Ölfuss er í Hveragerði að Bláskógum 14.<br />

Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 16:00 - 18:00 og laugardaga frá kl. 12:00 - 16:00.<br />

Íbúar í dreifbýli Ölfuss fá 12 gámamiða afhenta árlega svo hægt sé að losa sig við sorp án endurgjalds.<br />

Hægt er að nálgast miðana á bókasafninu í Hveragerði.<br />

Þar er opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 13:00 til 18:30 og á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00.<br />

Sorp frá fyrirtækjum:<br />

Gámasvæðið tekur við flokkuðum úrgangi (hámark 2 m2 í einu) frá fyrirtækjum í Ölfusi gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá.<br />

Fyrirtæki, lögaðilar og aðrir sem hafa með höndum starfsemi og koma með sorp á sorpmóttökustað<br />

sveitarfélagsins í Þorlákshöfn skulu greiða móttöku- og sorpeyðingargjald samkvæmt magni.<br />

Ætlast er til að fyrirtækin séu sjálf með gáma og semji við sorphirðuaðila um losun á þeim.<br />

Jólakveðja<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss


9<br />

Jólakveðja bæjarstjóra<br />

Aðventan er geng in<br />

í garð og það styttist<br />

mjög til jóla og áramóta. Þessi<br />

dimmasti tími ársins er hins vegar<br />

tími ljóss og friðar, tími gleði og<br />

söknuðar og tími mikilla tilfinninga.<br />

Samfélagsumræðan undanfarið<br />

hefur verið tilfinningum<br />

hlaðin. Umræðan hefur verið<br />

málefna leg, snúist um samskipti<br />

fólks og neikvæða hegðun en ekki<br />

um nafngreinda einstaklinga. Ég<br />

upplifi umræðuna á þann hátt að<br />

hún sé ekki áfellisdómur heldur<br />

ákall um bætt samskipti og betra<br />

samfélag. Það er ekki vanþörf á því<br />

að fólk staldri við og fari yfir háttsemi<br />

sína í garð annarra og vandi<br />

sig virkilega í samskiptum, hvort<br />

heldur er í beinum samskiptum eða<br />

opinberri gagnrýni.<br />

Það að vera þátttakandi í samfélagi<br />

krefst þess að taka tillit til annarra<br />

og ekki síður að taka tillit til náttúrunnar.<br />

Unga fólkið okkar er vel<br />

inni í mikilvægi þess að ganga vel<br />

um náttúruna og nýta auðlindir<br />

hóflega. Bæði Leikskólinn Bergheimar<br />

og Grunnskólinn í Þorlákshöfn<br />

eru skólar á grænni grein, þ.e.<br />

hafa fengið afhentan grænfána en<br />

grænfánaverkefnið er alþjóðlegt<br />

verkefni sem miðar að sjálfbærni<br />

og umhverfisvernd. Ég fékk á<br />

dögunum spurningar frá nemendum<br />

í grunnskólanum sem voru að<br />

vinna að samfélagsfræðiverk efni<br />

um sjálfbæra þróun. Spurt var<br />

hvað Sveitarfélagið Ölfus gerði til<br />

að stuðla að sjálfbærri þróun, hvað<br />

það gæti gert betur í þeim efnum og<br />

hvort uppi væru plön um að stuðla<br />

betur að sjálfbærri þróun.<br />

Sjálfbær þróun er nýting auðlinda í<br />

dag sem ekki kemur niður á möguleikum<br />

kynslóða framtíðarinnar til<br />

að mæta sínum þörfum. Því miður<br />

hafa lifnaðarhættir mannsins í för<br />

með sér allt of mikil neikvæð áhrif<br />

á náttúruna. Notkun á jarð eldsneyti<br />

er líklega skýrasta dæmið um<br />

þett a. Segja má að jarðeldsneyti<br />

sé óendur nýjanleg auðlind, a.m.k.<br />

er verið að tala um endurnýjun á<br />

milljón um ára. Bruni þess hefur í<br />

för með sér mikla loftmengun sem<br />

svo getur haft keðjuverkandi áhrif<br />

á náttúruna. Olía er einnig notuð<br />

til búa til plast og plastnotkun á<br />

heimsvísu er mikil. Þetta hefur í för<br />

með sér óhóflega notkun auðlindar<br />

og verulega neikvæð umhverfisáhrif<br />

þar sem plast brotnar mjög<br />

seint niður og er ein mesta ógn við<br />

lífríki jarðar í dag.<br />

Sveitarfélagið Ölfus gerir ýmislegt<br />

til að stuðla að sjálfbærri þróun þó<br />

svo eflaust mætti stíga stærri skref<br />

í þá átt. Sveitarfélagið hefur tekið<br />

upp flokkun á úrgangi frá heimilum<br />

en heimilum ber að flokka pappa/<br />

pappír, plast og lífrænan úrgang frá<br />

almennum úrgangi sem til fell ur.<br />

Þetta er m.a. gert til þess að koma<br />

í veg fyrir urðun á endurvinnanlegum<br />

og/eða endurnýtanlegum<br />

úrgangi sem á móti hefur jákvæð<br />

áhrif t.a.m. á loftlagsþróun. Áður<br />

en til þessa kerfis kom var búið að<br />

innleiða flokkun í anda Grænfána<br />

stefnunnar hjá öllum stofnunum<br />

sveitarfélagsins. Starfsfólk sveitarfélagsins<br />

á því að vera vel meðvitað<br />

um mikilvægi flokkunar á sjálfbæra<br />

þróun landsins okkar og jarðarinnar.<br />

Það er fleira sem vert er að<br />

nefna, t.d. fjárfesti sveitarfélagið í<br />

rafbíl á árinu, setti upp rafhleðslustöð<br />

og vinnur að uppsetningu<br />

hraðhleðslustöðvar í Þorlákshöfn í<br />

samvinnu við ON. Með þessu móti<br />

stuðlar sveitarfélagið að notkun<br />

umhverfisvænni orku. Öll fiskiskip<br />

geta tengst rafmagni í Þorlákshöfn<br />

og stuðlar það að sjálfbærri þróun.<br />

Upptalningin er ekki tæmandi en<br />

sveitarfélagið og íbúar þess geta<br />

vissulega gert betur í þessum efnum.<br />

Það er mjög þægilegt fyrir<br />

marga að gera hlutina eins og<br />

þeir alltaf hafa gert þá þó svo að<br />

sannar lega sé hægt að gera þá á<br />

umhverfis vænni hátt. T.d. það<br />

að flokka heimilis úrgang reynist<br />

mörgum mjög erfitt, það er meiri<br />

fyrirhöfn og erfiðara en að henda<br />

öllu í sama dallinn. Í þessu tilviki<br />

tekur fólk eigin þægindi fram yfir<br />

heildarhagsmuni. Flest að því sem<br />

sveitarfélagið gerir snýr að öllum<br />

íbúunum að meira eða minna leyti.<br />

Margt er það sem hægt væri að gera<br />

til að stuðla að sjálfbærri þróun,<br />

t.d. að fækka sorphirðudögum, það<br />

myndi spara mikinn akstur og þar<br />

með brennslu á eldsneyti. Þetta<br />

myndi hins vegar þýða það að einhverjir<br />

íbúar gætu þurft fleiri eða<br />

stærri ílát við heimili sín. RARIK á<br />

götulýsinguna í Þorlákshöfn en það<br />

hefur verið rætt að sveitarfélagið<br />

taki hana yfir og reki hana með umhverfisvænni<br />

hætti. Í dag eru orkufrekar<br />

perur sem innihalda spilliefni<br />

notaðar í lýsinguna en með því<br />

að nota umhverfisvænni perur sem<br />

nota 90-95% minna rafmagn myndum<br />

við stuðla að sjálfbærri þróun.<br />

Þetta á raunar við um alla lýsingu<br />

í fasteignum sveitarfélagsins. Við<br />

gætum líka stuðlað að minni plastnotkun<br />

og í raun minni umbúðanotkun<br />

en gert er í dag. Hægt væri<br />

að hverja fólk til að fara alltaf með<br />

fjölnota innkaupapoka þegar farið<br />

er í búðina og við gætum verið með<br />

stöðuga hvatningu til fyrirtækja um<br />

að draga úr umbúðanotkun. Með<br />

þessu móti yrði til minni úrgangur<br />

sem á móti dregur úr sóun auðlinda<br />

og loftmengun. Enn og aftur verður<br />

þetta ekki tæmandi því á mörgum<br />

sviðum getum við breytt hegðun<br />

okkar í átt að sjálfbærri þróun.<br />

Það hafa ýmsar hugmyndir aðrar<br />

verið ræddar sem stuðlað geta að<br />

sjálfbærri þróun. Rætt hefur verið<br />

um að gera Ölfus að plastpokalausu<br />

samfélagi sem væri mjög áhugavert<br />

verkefni. Þessa dagana er verið að<br />

kanna möguleika á því að tengja<br />

stærri skip við rafmagn í höfninni<br />

en sérstaklega er verið að skoða<br />

málin varðandi Mykines. Mikla<br />

orku þarf til að keyra búnaðinn um<br />

borð og því yrði mikill ávinningur<br />

af því tengja skipið rafmagni í stað<br />

þess að brennd sé olía um borð á<br />

meðan það liggur við festar í Þorlákshöfn.<br />

Kæru íbúar Ölfuss, gleðjumst um<br />

jólin, sýnum hverju öðru virðingu<br />

og veltum fyrir okkur hvaða áhrif<br />

gjörðir okkar í dag hafa á komandi<br />

kynslóðir.<br />

Ég óska ykkur gleðilegra jóla<br />

og farsældar á komandi ári.<br />

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri


10<br />

Meitillinn óskar<br />

viðskiptavinum<br />

sínum<br />

gleðilegra jóla<br />

og farsældar<br />

á nýju ári<br />

ÞORLÁKSMESSUSKATA!<br />

BORÐAPANTANIR Í SÍMA 483 5950 / 892 2207<br />

PIZZERIA | GRILL | BAR<br />

Óskum Sunnlendingum öllum ljóss og friðar<br />

yfir jólahátíðina og á nýju ári.<br />

Þakka góðar viðtökur á árinu sem er að líða.<br />

Íþróttamiðstöð<br />

Þorlákshafnar<br />

sendir viðskiptavinum sínum<br />

og íbúum sveitarfélagsins<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur<br />

Þökkum viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

Unubakki 10-12 . 815 Þorlákshöfn<br />

Ath!<br />

Breyttan opnunartíma<br />

á nýju ári!


11<br />

Bergheimalíf<br />

Það var mikið um góða gesti hjá<br />

okk ur í nóvember má þar nefna þær<br />

Öldu og Ásu frá Félagi eldri borgara<br />

en þær komu og lásu fyrir börnin á<br />

Tröllaheimum. Nemendur 6. bekkjar<br />

komu og lásu fyrir öll börnin í tilefni<br />

af degi íslenskrar tungu sem er<br />

16. nóvember ár hvert. Krakkarnir í<br />

6. bekk stóðu sig með stakri prýði,<br />

þau komu vel undirbúin og með<br />

lesefni sem hæfði börnunum vel.<br />

Þau héldu athygli barnanna með<br />

góðum lestri á skemmtilegum<br />

bók um. Við fengum líka góða gesti<br />

frá tónlistarskólanum þegar hann<br />

Guðmundur fiðlukennari kom<br />

með nokkrar stúlkur sem spil uðu<br />

fyrir okkur á fiðlu og einn ig kom<br />

einn gítarnemandi með þeim sem<br />

spilaði dúett með einum fiðluleikaranum.<br />

Goðheimar fóru líka í<br />

heimsókn í tónlistarskólann og<br />

hittu þar Ester píanókennara sem<br />

fræddi þau heilmikið um píanó og<br />

fengu þau að fylgjast með þegar<br />

hún spilaði á flygilinn. Nokkrir<br />

nemendur spiluðu svo fyrir börnin<br />

á píanó. Þökkum við öllu þessu fólki<br />

kærlega fyrir.<br />

Snjórinn lét loksins sjá sig um miðjan<br />

nóvember og vakti mikla lukku,<br />

allar snjóþotur voru teknar fram úr<br />

geymslunni og vel nýttar á meðan<br />

einhver föl var á jörðu. Börnin nutu<br />

sín þótt kalt væri úti við að renna<br />

sér í brekkunni og við að gæða sér<br />

á snjó num sem er alltaf jafn vinsælt.<br />

Leikhópurinn Vinir komu til okkar<br />

21. nóvember með sýninguna<br />

„Strákurinn sem týndi jólunum“.<br />

Var þetta frábær sýning og gaman<br />

hvað þeir náðu að hrífa með sér allan<br />

ald ur en yngstu börnin sátu og<br />

horfðu á full af áhuga á meðan eldri<br />

börnin fengu að taka þátt í sýningunni<br />

og hlógu mikið. Við starfsfólkið<br />

skemmt um okkur ekki síður<br />

og náðu leikarar að heilla okkur upp<br />

úr skónum. Leiksýningin var í<br />

boði foreldrafélagsins og færum<br />

við þeim okkar bestu þakkir<br />

fyrir.<br />

Jólaballið verður haldið 12. desember<br />

og eru foreldrar velkomnir<br />

og viljum við hvetja foreldra<br />

til þess að taka þátt í að dansa í<br />

kringum jólatréð með börnum<br />

sínum. Ballið verður í Ráðhúsi<br />

Ölfus og byrjar kl. 10. Nemendur<br />

úr tónlistarskólanum sjá um<br />

tónlistarflutning en undanfarin<br />

ár hefur verið sett saman jólasveinahljómsveit<br />

sem skipuð er<br />

meðlimum skólalúðrasveitarinnar<br />

og hafa þau notið aðstoðar<br />

söngvara úr grunnskólanum.<br />

Með jólakveðju,<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

KJARTAN<br />

RAKARI<br />

sendir viðskiptavinum<br />

sínum og íbúum<br />

sveitarfélagsins bestu<br />

jóla- og nýárskveðjur.<br />

Þakka viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

Athugið!<br />

Opið sunnudaginn 17.<br />

desember frá kl. 09:00.<br />

Tímapantanir í síma<br />

899-2499<br />

Óskum íbúum<br />

gleðilegra jóla og góðs og<br />

farsælds komandi árs<br />

Jólakveðja<br />

Bæjarstjórn og bæjarstjóri Ölfuss


12<br />

Óskum Ölfusingum<br />

öllum gleðilegra jóla,<br />

árs og friðar.<br />

Þökkum fyrirtækjum svo og<br />

öðrum velvild í okkar garð.<br />

Sérstakar þakkir og kveðjur til<br />

félagskvenna fyrir þeirra<br />

frábæru störf í þágu góðra málefna<br />

í sveitarfélaginu okkar.<br />

Megi ljós og friður jólanna<br />

umvefja okkur öll.<br />

Höfn hollvinafélag<br />

Höfn hollvinafélag var stofnað 11. júní 2013 til uppbyggingar<br />

öldrunarmála í Ölfusi og er því orðið rúmlega 4 ára<br />

gamalt félag.<br />

Í þessi ár hafa þær Halldóra Sigríður og Elín Björg staðið<br />

í stefninu og unnið mjög gott starf fyrir félagið. Á síðasta<br />

aðalfundi sem var 30. október sl. létu þær af störfum<br />

sem formaður og gjaldkeri og viljum við þakka þeim fyrir<br />

óeigin gjarnt starf í þágu félagsins.<br />

Nýr formaður félagsins er Einar Sigurðsson og gjaldkeri<br />

Jóna Guðlaugsdóttir. Bjóðum við þau velkomin til starfa.<br />

Bæjarbókasafnið<br />

óskar íbúum í<br />

Ölfusi gleðilegra jóla!<br />

Við þökkum öllum þeim<br />

sem hafa lagt okkur lið við<br />

sýning ar, hátíðir, viðburði og<br />

annað sem safnið hefur boðið<br />

upp á á árinu.<br />

Starfsfólk bókasafnsins.<br />

Kvenfélag Þorlákshafnar<br />

F.h stjórnar<br />

Sigrún Theodórsdóttir<br />

Starfsfólk leikskólans Bergheimar óskar íbúum sveitarfélagins<br />

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.<br />

Með kærri þökk fyrir alla velvildina og stuðning í garð starfsmannafélagsins.<br />

Ísfélag<br />

Þorlákshafnar<br />

Óskum viðskiptavinum<br />

okkar og íbúum sveitarfélagsins<br />

gleðilegra jóla og<br />

farsældar á komandi ári.<br />

Þökkum viðskiptin á árinu.<br />

sendir viðskiptavinum sínum og<br />

íbúum sveitarfélagsins bestu jólaog<br />

nýárskveðjur.<br />

Með þökk fyrir viðskiptin á<br />

árinu sem er að líða.<br />

sendir starfsfólki sínu til sjós<br />

og lands og öðrum sveitungum,<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur með ósk<br />

um farsæld og frið á komandi ári.<br />

Nemendur og starfsfólk<br />

Grunnskólans í Þorlákshöfn<br />

senda öllum íbúum<br />

Sveitarfélagsins Ölfuss bestu<br />

jóla- og nýárs kveðjur.<br />

Sjáumst hress á nýju ári.


13<br />

Baldvin Snær 2 ára<br />

Viktoría Ösp 5 ára<br />

Þórdís Ragna 2 ára<br />

1.Vörubíl og babúbíl<br />

2. Hóhóhó<br />

3. Veit ekki<br />

4. Mikið<br />

5. Veit ekki<br />

6. Afi Svenni gerir það<br />

7. Stór jólasveinn, veit ekki.<br />

8. Það er bannað<br />

1. Frozen úr<br />

2. Grýla.<br />

3. Kertasníkir<br />

4. Bara það sem amma eldar<br />

5. Upp í himninum<br />

6. Ég, afi amma og mamma.<br />

7. Hurðaskellir, af því að hann<br />

er með læti.<br />

8. Þegar þeir eru óþekkir.<br />

1. Gjafir og græna dúkku<br />

2. Grýla<br />

3. Jólasveinn<br />

4. Veit ekki<br />

5. Veit ekki<br />

6. Mamma<br />

7. Blái, hann gefur köku<br />

8. Ég fékk kartöflu í skóinn<br />

Jólayfirheyrslan<br />

1. Hvað langar þig í jólagjöf?<br />

2. Hvað heitir mamma jólasveinanna?<br />

3. Hvaða jólasveinn kemur á aðfangadag?<br />

4. Hvað ætlar þú að borða um jólin?<br />

5. Hvar fæddist Jesús?<br />

6. Hver skreytir jólatréð heima hjá þér?<br />

7. Hvaða jólasveinn er bestur og af hverju?<br />

8. Af hverju fá sumir kartöflur í skóinn?<br />

1. Myndavél<br />

2. Man það ekki<br />

3. Veit ekki hvað þeir heita,mamma veit það.<br />

4. Smákökur<br />

5. Í holu<br />

6. Ég, mamma, Daníel, Hákon og afi Viggi og amma.<br />

7. Veit ekki<br />

8. Ég vil ekki kartöflu, bara mandarínu. Hugi Dagur 2 ára<br />

1. Zombie bilabraut<br />

2. Grýla<br />

3. Stúfur<br />

4. Grjónagraut<br />

5. Í stráhúsi<br />

6. Ég, mamma pabbi og Hjálmar<br />

7. Gluggakíkir,<br />

hann gefur mér alltaf gjöf<br />

8. Þeir sem eru óþekki,<br />

ég hef aldrei fengið kartöflu í skóinn<br />

Jóel Kári 4 ára<br />

Helga Katrín 3 ára<br />

Steinar Fannberg 4 ára<br />

1. Transofrmers karl, rauðan<br />

2. Grýla<br />

3. Kertasníkir<br />

4. Köku<br />

5. Man það ekki<br />

6. Pabbi en mamma hjálpar<br />

7. Kertasníkir, af því hann stelur dótinu mínu<br />

8. Af því þau eru góð<br />

1. Stóra glans sokka<br />

2. Grýla<br />

3. Gáttaþefur<br />

4. Pulsur<br />

5. Veit það ekki<br />

6. Pabbi og ég<br />

7. Stekkjastaur, bara<br />

8. Það eru skjaldbökur sem fá<br />

kartöflu í skóginn<br />

Herbert 5 ára<br />

1. Bangsa hund<br />

2. Grýla<br />

3. Kertasníkir<br />

4. Kjöt<br />

5. Í heiminum<br />

6. Mamma, pabbi ég og Ernest<br />

7. Kertasníkir, veit ekki<br />

8. Af því þau eru ekki góð<br />

Karen Lilja 3 ára<br />

1. Ís og nammi<br />

2. Þólaból<br />

3. Veit ekki<br />

4. Kjöt<br />

5. Í sjónum<br />

6. Mamma<br />

7. Jólasveinninn heima hjá mér,<br />

veit ekki<br />

8. Í pabba skó<br />

1. Dót<br />

2. Veit ekki<br />

3. Veit ekki<br />

4. Kjöt<br />

5. Veit ekki<br />

6. Mamma<br />

7. Kertasníkir, af því bara<br />

8. Veit ekki<br />

Nadía Sif 2 ára<br />

<strong>Snæfinnur</strong> þakkar nemendum og<br />

starfsfólki Leikskólans Bergheima fyrir þátttökuna.


14<br />

Meistaraflokkur Þórs<br />

í körfubolta óskar öllum sveitungum gleðilegra jóla og þakkar fyrir frábæran stuðning á árinu.<br />

Það er von okkar að 2018 færi okkur öllum farsæld og eintaklega gott körfuboltaár.<br />

Áfram Þór!<br />

Leikfélag Ölfuss<br />

Óskum vinum og velunnurum<br />

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári<br />

Þökkum Kærlega fyrir árið sem er að líða og sjáumst hress á nýju ári


15<br />

Sendum starfsmönnum okkar og öllum<br />

íbúum sveitarfélagsins okkar bestu jólaog<br />

nýárskveðjur.<br />

ÁRAMÓTABRENNA<br />

OG FLUGELDASÝNING<br />

norðan við gámasvæðið<br />

kl. 17 á gamlársdag.<br />

Kiwanisklúbbsins Ölvers<br />

og Björgunarsveitarinnar<br />

Mannbjargar í Þorlákshöfn<br />

Salan fer fram í Kiwanishúsinu við Óseyrarbraut og er opin:<br />

Fimmtudaginn 28. des. kl. 17:00-22:00<br />

Föstudaginn 29. des. kl. 17:00-22:00<br />

Laugardaginn 30. des. kl. 17:00-22:00<br />

Sunnudagur 31. des kl. 10:00-16:00<br />

Kaupum flugelda frá viðurkenndum<br />

aðilum og styrkjum hjálparstarf<br />

í heimabyggð.<br />

Þökkum viðskiptin á árinu<br />

sem er að líða.<br />

Jólakveðja<br />

Sendum viðskiptavinum okkar<br />

og öðrum íbúum sveitarfélagsins<br />

bestu jóla- og nýársóskir.<br />

Tannlæknastofa<br />

Þorlákshafnar<br />

Óskum viðskiptavinum<br />

okkar og íbúum sveitarfélagsins<br />

gleðilegra jóla og farsældar<br />

á komandi ári.<br />

Þökkum viðskiptin á árinu.<br />

Valverk ehf.<br />

Sendi viðskiptavinum mínum og öllum íbúum<br />

sveitarfélagsins mínar bestu jóla- og nýárskveðjur.<br />

Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.<br />

BERG<br />

VERK<br />

sendir viðskiptavinum sínum<br />

og íbúum sveitarfélagsins<br />

bestu jóla- og nýárskveðjur.<br />

Þökkum viðskiptin<br />

á árinu sem er að líða.<br />

RS-útgáfan<br />

óskar lesendum sínum og<br />

viðskiptavinum<br />

gleðilegra jóla og farsæld ar<br />

á komandi ári.


16<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Jólakósýstund með Söru Blandon<br />

í sundlaug Þorlákshafnar<br />

Sara Blandon, ásamt Árna Frey gítarleikara, ætla að skella<br />

sér í úlpurnar og vettlingana og flytja okkur hugljúfa og<br />

hátíðlega tónlist í sundlaug Þorlákshafnar, 13. desember<br />

kl: 21:00. Á meðan slökum við á í sundlauginni og heitum<br />

pott um og njótum stundarinnar.<br />

Rafbókasafnið<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

Nú er Bæjarbókasafn Ölfuss orðinn meðlimur í Rafbókasafninu.<br />

Allir þeir sem eiga bókasafnsskírteini hafa aðgang. Enn<br />

sem komið er eru megnið af bókatitlum á ensku, bæði í rafbókum<br />

og hljóðbókum, en unnið er í því að fjölga bókatitlum<br />

á íslensku. Það þarf að kíkja uppá bókasafn og fá lykilorð og<br />

athuga þarf hvort skírteinið ykkar byrjar á GE, A eða B.<br />

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar inná rafbokasafnid.is<br />

og starfsmenn Bæjarbókasafnsins eru einnig til staðar við upplýsingagjöf.<br />

Við hvetjum alla til að nýta sér þessa frábæru viðbót í bókaflórunni.<br />

Nú er hægt að hlusta og lesa alls staðar.<br />

SÍMI<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Tendrun jólatrés<br />

og jólakvöld<br />

Jólatré Sveitarfélagsins Ölfuss<br />

var tendrað við hátíðlega athöfn<br />

á Ráðhústorginu 1. Desember, á<br />

sama tíma og jólaopnanir voru í<br />

fyrirtækjum. Viðburðurinn fór vel<br />

fram og það má með sanni segja að<br />

veðurguðirnir hafi verið kátir með<br />

okkur þann daginn, því það stytti<br />

upp klukkan 18 og gerði hið fínasta<br />

veður. Það var frábær mæting og<br />

allir skemmtu sér vel bæði börn<br />

og fullorðnir. Markaðir og opnanir<br />

fyrirtækja voru vel sótt og eru<br />

orðinn partur af upphafi jólanna hjá<br />

mörgum íbúum.<br />

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar<br />

inná rafbokasafnid.is og<br />

starfsmenn Bæjarbókasafnsins eru<br />

einnig til staðar við upplýsingagjöf.<br />

Við hvetjum alla til að nýta sér þessa<br />

frábæru viðbót í bókaflórunni. Nú er<br />

hægt að hlusta og lesa alls staðar.<br />

ams<br />

Bæjarlíf<br />

brosandi blað!<br />

Bæjarlíf – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 5. janúar 2018<br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 10. janúar<br />

baejarlif@gmail.com<br />

Óskum öllum félagsmönnum og<br />

velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á<br />

nýju ári.<br />

F.E.B.Ö.<br />

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA – 11-1769<br />

Sjóvá<br />

færir ykkur öllum ósk um<br />

gleðileg jól og<br />

færsælt komandi ár.<br />

· Afsláttur af tryggingum<br />

· Stofn endurgreiðsla<br />

· Vegaaðstoð án endurgjalds<br />

· Ókeypis bílaleigubíll í 7 daga<br />

vegna kaskótjóns<br />

Ávísun á ánægju<br />

Árlega fá um 20.000<br />

viðskiptavinir í Stofni<br />

endurgreiðsluávísun frá Sjóvá<br />

ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI<br />

· Afsláttur af barnabílstólum<br />

· Frí flutningstrygging innanlands<br />

· Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni<br />

· Nágrannavarsla<br />

... og margt fleira<br />

Jólahelgihald í<br />

Þorlákshafnarprestakalli<br />

13. desember<br />

Látinna minnst<br />

í Þorlákskirkju kl. 18.00<br />

Aðfangadagur<br />

24. desember<br />

Aftansöngur<br />

í Þorlákskirkju kl. 18.00<br />

2. jóladagur<br />

26. desember<br />

Hátíðarguðþjónustur<br />

í Hjallakirkju kl. 13:30<br />

Strandarkirkju kl. 15:00.<br />

Umboðsmaður í Þorlákshöfn og Ölfusi<br />

Vignir Arnarson, Unubakka 10-12, 815 Þorlákshöfn,<br />

sími 483 3440 og 897 0999 .<br />

Umboðið er opið alla virka daga kl. 9–13.<br />

Baldur Kristjánsson,<br />

sóknarprestur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!