20.03.2019 Views

75Q_471024407_IS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

SAUMA STILLINGAR<br />

Tvíburanál<br />

Snertið táknið fyrir tvíburanál til að opna lista yfir tvíburnálar og<br />

nálarmillibil á þeim. Þegar þið veljið ákveðna tvíburanál, verður<br />

breidd á öllum saumum stillt í samræmi við nálarmillibilið á þeirri nál<br />

til að forðast nálarbrot. Sú stilling verður virk áfram þar til þið gerið<br />

aðgerðina um nálarmillibilið óvirka.<br />

Sporbreiddaröryggi<br />

Veljið sporbreiddaröryggið þegar þið notið saumfót fyrir beina sauma.<br />

Nálarstaðan verður þá læst í miðjunni fyrir alla sauma til að forða því<br />

að óvart verði stillt á zik zak eða aðra breiða sauma.<br />

Þegar kveikt er á saumvélinni með þessa stillingu virka og þið reynið<br />

að velja saum sem ekki er beint spor, þá mun sprettigluggi koma fram<br />

og minna ykkur á að vélin sé stillt eingöngu fyrir beina sauma. Afveljið<br />

sporbreiddaröryggið til að fara til baka á venjulegar stillingar.<br />

Ath: Ekki er hægt að nota sporbreiddaröryggið og tvíburastillingu á sama tíma.<br />

Sjálfvirk tvinnaklipping<br />

Til að gera þessa aðgerð virka, veljið þið “sjálfvirka tvinnaklippingu”<br />

í sauma stillingum. Tvinnarnir verða þá sjálfkrafa klipptir og<br />

saumfætinum lyft í lok saums og eftir að vélin hefur heft fyrir sauminn.<br />

Ef þetta er afvalið þá mun vélin ekki klippa tvinnann sjálfkrafa í lok<br />

saums.<br />

Sjálfvirk fótlyfting.<br />

Þegar þetta er valið er sjálfvirk fótlyfting virk. Saumfætinum er lyft í<br />

sveifluhæð þegar þíð stöðvið vélina með nálina í neðstu stöðu. Þegar<br />

þetta er afvalið, verður saumfóturinn áfram niðri jafnvel þótt vélin<br />

stöðvist með nálina niðri, eða eftir tvinnaklippingu.<br />

FIX Auto<br />

Þegar “FIX Auto” er virkt, mun vélin byrja á saumum með sjálfvirkum<br />

FIX sporum. Til að hætta við FIX Auto, afveljið þið þessa aðgerð í<br />

SET valmyndinni. Ef þessi aðgerð er ekki virk notið þá FIX hnappinn<br />

framan á vélinni til að ganga frá saumnum.<br />

TÁKN SEM ERU OFT NOTUÐ<br />

OK<br />

Staðfestir stillingar eða breytingar og fer aftur í fyrri glugga.<br />

Hætta við<br />

Hættir við stilliingar og breytingar og fer aftur í fyrri skjámynd.<br />

Snert og haldið<br />

Sum tákn hafa aukalegar aðgerðir og eru þá merkt með þríhyrningi í<br />

neðra hægra horninu. Til að komast að þessum aðgerðum, ýtið þið<br />

“snerta og halda” tákninu í nokkrar sekúndur.<br />

3:8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!