22.12.2012 Views

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

VERKEFNIN<br />

Verkefnin fjölbreytt<br />

og krefjandi<br />

Friðleifur Jóhannsson hefur<br />

ákveðið að láta af störfum<br />

eftir þrjátíu og fimm ára<br />

starf hjá embætti ríkisskattstjóra.<br />

Friðleifur<br />

hefur skrifað margar greinar<br />

í Tíund enda hefur hann<br />

komið mikið að undirbúningi<br />

að lagasetningu um skattamál.<br />

Að þessu sinni báðum<br />

við hann um að setja á blað<br />

það sem honum er helst<br />

minnisstætt frá starfsárunum<br />

og fer það hér á eftir.<br />

„Ég byrjaði að vinna hjá ríkisskattstjóra<br />

12. október 1970 á afmælisdaginn<br />

minn þegar ég var tuttugu og sex ára.<br />

Ég hafði þá lokið námi í viðskiptafræði<br />

við Háskóla Íslands. Þá var ríkisskattstjóri<br />

til húsa að Reykjanesbraut 6, það<br />

heitir reyndar Skógarhlíð í dag og þar er<br />

Sýslumaðurinn í Reykjavík nú með<br />

skrifstofur.<br />

Ef ég man rétt þá voru einungis<br />

ellefu starfsmenn á þessum tíma. Það<br />

er kannski ekki alveg rétt að segja að<br />

ég hafi starfað hjá ríkisskattstjóra í upphafi<br />

því á þessum tíma má segja að ég<br />

hafi starfað fyrir ríkisskattanefnd, en<br />

Sigurbjörn Þorbjörnsson var ríkisskattstjóri<br />

og jafnframt formaður ríkisskattanefndar.<br />

Ævar Ísberg var vararíkisskattstjóri<br />

og varaformaður nefndarinnar,<br />

Kjartan Jóhannesson var deildarstjóri<br />

og þetta voru mínir helstu lærifeður á<br />

þessum árum.<br />

Starf mitt á þessum tíma var að undirbúa<br />

úrskurði fyrir nefndina, en undir-<br />

Friðleifur Jóhannsson<br />

búningurinn fólst í því að fara yfir kærur<br />

og gera tillögur að úrskurðum.<br />

Árið 1973 voru gerðar miklar breytingar<br />

sem fólust í því að ríkisskattanefnd<br />

var aðskilin ríkisskattstjóraembættinu.<br />

Eftir það var starfið sem snéri<br />

að málaafgreiðslu fyrst og fremst fólgið<br />

í því að afgreiða það sem við köllum<br />

skatterindi. Á þessum árum barst gífurlegur<br />

fjöldi mála til afgreiðslu hjá embættinu<br />

og við vorum með langan hala<br />

af óafgreiddum málum. Skattar voru<br />

greiddir eftirá, mikil verðbólga geisaði<br />

og þetta var allt annað skattaumhverfi<br />

en við búum við í dag. Það má segja að<br />

á þessum tíma hafi embætti ríkisskattstjóra<br />

og skattakerfið í heild verið að<br />

mótast og þá sérstaklega að því er<br />

varðar verkaskiptingu.<br />

Þó að mestur tími hafi farið í málaafgreiðslu<br />

þá voru mörg önnur verkefni<br />

sem þurfti stöðugt að sinna. Við<br />

komum mikið að gerð skattalagafrumvarpa<br />

auk hefðbundinna starfa eins og<br />

gerð leiðbeininga o.þ.h. Það voru miklar<br />

breytingar á skattalögum, skattlagning<br />

á einstaklinga gjörbreyttist og má<br />

þar t.d. nefna skattlagningu hjóna og<br />

afnám frádráttarliða. Hjá rekstraraðilum<br />

var tekin upp verðbólguleiðrétting, en á<br />

þessum tíma var Ísland eina landið sem<br />

tók upp þá aðferð, sem reyndar hefur<br />

nú verið afnumin. Að stofni til voru<br />

þetta lög frá 1978, seinna lög nr.<br />

75/1981. Þetta kallaði á mikla vinnu við<br />

endurhönnun skattframtala, eyðublaða<br />

og leiðbeininga eins og gefur að skilja.<br />

Þetta var skemmtilegur tími, það má<br />

t í u n d<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!