22.12.2012 Views

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

STARFAÐI Starfaði að AÐ skattamálum ...<br />

í hartnær 60 ár<br />

Jón Zophoníasson hóf störf á Skattstofunni<br />

í Reykjavík 1947 að loknu námi<br />

í Samvinnuskólanum. Hann lauk starfsferli<br />

sínum hjá embætti ríkisskattstjóra<br />

15. september sl. þegar hann<br />

varð áttræður. Í hartnær 60 ár starfaði<br />

Jón með einum eða öðrum hætti í þágu<br />

skattyfirvalda. Jón var frumkvöðull í<br />

hagnýtingu upplýsingatækni hér á landi.<br />

Hann var í fremstu röð þeirra sem<br />

nýttu vél- og tölvutækni í þágu stjórnsýslu<br />

hér á landi. Hann vann m.a. að<br />

fyrstu gerð vélvæddrar þjóðskrár og<br />

undirbjó fyrstu vélvinnslu framtala og<br />

álagningar.<br />

Þrátt fyrir langa starfsævi staðnaði<br />

Jón ekki í verki eða hugsun og var<br />

virkur í þróun nýjunga allt fram á<br />

síðasta starfsdag. "Það er allt hægt"<br />

var hann vanur að segja þegar ný<br />

úrlausnarefni voru borin upp. Fumlaus<br />

tök á verkefnunum, nákvæm greining á<br />

eðli þeirra og tilgangi og skapandi<br />

hugsun einkenndu verk hans og gerðu<br />

honum kleift að standa við þau orð.<br />

Embætti ríkisskattstjóra og samstarfsmenn<br />

Jóns kvöddu hann með samkomu<br />

22. september sl. og þökkuðu honum<br />

langt og farsælt samstarf og einstaklega<br />

góða viðkynningu.<br />

Jón Zophoníasson andaðist 16 október<br />

sl. og var kvaddur með mikilli virðingu<br />

og vináttu við jarðarför 26. október.<br />

Indriði H. Þorláksson<br />

t í u n d<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!