22.12.2012 Views

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

LEIÐARI<br />

INDRIÐI H.<br />

ÞORLÁKSSON<br />

2 t í u n d<br />

STÓRFYRIR..<br />

Stórfyrirtækjaeining<br />

Atvinnulífið og starfsemi fyrirtækja hefur tekið stórfelldum breytingum á síðustu árum.<br />

Alþjóðavæðing, samþjöppun eignarhalda, flókin eignatengsl og margt fleira gerir það að<br />

verkum að viðfangsefni skattyfirvalda eru nú með allt öðrum hætti en þau voru fyrir fáum<br />

árum. Á það ekki síst við um samskipti þeirra við skattaðila með umfangsmikla og fjölbreytta<br />

starfsemi og fyrirtæki með beina eða óbeina aðild að starfsemi erlendis.<br />

Hvort sem um er að ræða þjónustu við þessi fyrirtæki eða eftirlit með skattskilum<br />

þeirra er mikilvægt að því verkefni sé sinnt með sem bestum hætti. Það skiptir þessi fyrirtæki<br />

miklu að geta fengið með öruggum og skjótum hætti álit og mat skattyfirvalda á<br />

skattalegum álitamálum og það er mikilvægt fyrir þau að almenningur treysti því að starfsemi<br />

þeirra sé að fullu í samræmi við skattalög. Góð þjónusta við þau og virkt eftirlit með<br />

skattamálum þeirra er hagsmunamál fyrir þau, atvinnulífið og almenning í landinu.<br />

Skattyfirvöld eru fáliðuð miðað við hinn mikla fjölda skattborgara og verkefna sem þau<br />

þurfa að sinna og æ fleiri og flóknari úrlausnarefni og þurfa að hagræða í starfsemi sinni<br />

eins og kostur er. Víða hefur verið brugðist við með endurskipulagningu á starfsemi<br />

skattyfirvalda, aukinni verkaskiptingu og sérhæfingu innan þeirra. Í flestum löndum<br />

Evrópu og víðar hefur þjónustu og eftirliti með stórfyrirtækjum og fyrirtækjum með erlend<br />

tengsl verið komið fyrir í einni eða fáum einingum innan skattkerfisins sem annast þessi<br />

samskipti óháð því svæðaskipulagi sem til staðar kann að vera að öðru leyti.<br />

Sú starfseining, sem sinnir þessum málum, þarf að uppfylla kröfur langt umfram það<br />

sem almennt er til staðar innan skattkerfisins. Hún þarf að hafa aðgang að bestu sérfræðingum<br />

á sviði skattaréttar, bæði vegna þjónustu sem veita þarf og vegna flókinna<br />

álita- og úrlausnarmála sem upp koma við eftirlit. Hjá henni eiga að starfa færustu<br />

endurskoðendur og eftirlitsmenn sem standa jafnfætis þeim sem starfa á þessum vettvangi<br />

í atvinnulífinu eða eru þar til ráðgjafar og hún verður að búa yfir þekkingu og tækjum<br />

til að nýta bestu tækni sem völ er á svo sem rafræna endurskoðun bókhaldsgagna.<br />

Hún á að hafa aðgang að miðlægum gagnabönkum skattkerfisins og kunnáttu til að nýta<br />

þá í störfum sínum og vera í góðum tengslum við erlend skattyfirvöld vegna upplýsingaskipta<br />

milli landa.<br />

Þetta eru miklar kröfur og því skiljanlegt að í öðrum löndum hafi einungis fáar sérhæfðar<br />

einingar verið byggðar upp til að sinna þessum verkefnum. Jafnvel þótt um milljónaþjóðir<br />

sé að ræða er geta skattyfirvalda til að sinna verkefnum sínum háð takmörkuðu<br />

fjármagni og kröfur gerðar um hagkvæmni. Eins er samkeppni um hæfan mannafla mikil.<br />

Þetta á ekki síður við hér á landi og því væri æskilegt að skapa hér forsendur til að starfrækja<br />

einingu innan skattkerfisins, sem væri sérhæfð í að þjónusta og hafa eftirlit með<br />

stórfyrirtækjum og að sinna alþjóðaskattlagningu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!