22.12.2012 Views

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

2 - Ríkisskattstjóri

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ÞJÓNUSTULUND<br />

Þjónustulund<br />

Eftirfarandi eru hugleiðingar fulltrúa hjá skattstjóranum í<br />

Reykjavík um kosti þess að fara á námskeið í þjónustu og<br />

samskiptum við viðskiptavini opinberra stofnana.<br />

Dag einn er umræddur fulltrúi skattstjórans í Reykjavík á<br />

vakt í viðtals-og þjónustubás, þegar bjalla hringir til merkis<br />

um að viðskiptavinur sé kominn í viðtal. Í viðtalsbás situr<br />

dökkhærður maður á miðjum aldri og bíður rólegur eftir<br />

afgreiðslu.<br />

Maðurinn er í vinnuskyrtu með uppbrettar ermar. Fulltrúi<br />

býður góðan dag og innir eftir erindi mannsins. Í ljós kemur<br />

að hann er rússneskur og talar ekki íslensku og er lítt mælandi<br />

á ensku. Samskiptin fara því að mestu leyti fram á táknmáli<br />

og reynir fulltrúinn eins og hann getur að aðstoða<br />

manninn sem hefur að því er virðist verið með tvö skattkort<br />

í gangi á fyrra ári, sitt hjá hvorum launagreiðandanum.<br />

Fulltrúi bendir á tölvuskjáinn sér til hjálpar við útskýringarnar<br />

og maðurinn fer einnig að benda á skjáinn og spyrja.<br />

Þessi nánd við manninn verður til þess að fulltrúinn<br />

kemst ekki hjá því að taka eftir því útundan sér að framhandleggir<br />

mannsins eru útiteknir og sterklegir, hendurnar<br />

fagurskapaðar og stórar, ofanverðir handleggirnir eru þaktir<br />

dökkum hárum sem virðast vera mjúk viðkomu, eins og<br />

dökkur dúnn. Maðurinn ilmar viðkunnanlega, eins og eftir<br />

þvott með náttúrusápu t.d. ólífuolíusápu. Lyktin minnir fulltrúann<br />

allt í einu á bóndann á bænum þar sem hún var í sveit<br />

sem ung stúlka forðum.<br />

Hálfrar aldar minning, lýstur hana leiftursnöggt alveg<br />

varnarlausa, um dökkhærðan glettinn strák af næsta bæ<br />

sem kom til aðstoðar við heyskap í brakandi þurrki og um<br />

útreiðatúr með þessum glettna strák um síðsumarkvöld.<br />

Hún er orðin rjóð í framan við þessar óvæntu minningarglefsur<br />

úr fortíðinni, reynir að halda sér við efnið og aðstoða<br />

manninn sem er ekkert nema prúðmennskan og reynir að<br />

skilja hvað fulltrúinn er að útskýra. Þegar samtalinu, táknmálsútskýringunum,<br />

er lokið réttir Rússinn prúði fulltrúanum<br />

hönd sína í kveðjuskyni og hönd fulltrúans hverfur inn í stóra<br />

og hlýja hönd mannsins sem þrýstir hana kurteislega.<br />

Fulltrúinn sem var mjög veikur í hnjánum eftir þetta viðtal<br />

flýtti sér að drykkjarvatnstankinum á ganginum og fékk sér<br />

ískalt vatn til að hressa sig á. Henni varð hugsað til námskeiðsins<br />

um þjónustu við viðskiptavini opinberra stofnana,<br />

sem hún hafði nýlega verið á, en þar hafði verið fjallað vel og<br />

vandlega um erfiða viðskiptavini en ekki vikið einu orði að<br />

því hvernig hægt væri að brynja sig fyrir yfirmáta kynþokkafullum<br />

viðskiptavinum.<br />

INGIBJÖRG<br />

EIRÍKSDÓTTIR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!