04.07.2023 Views

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023 8. tbl. 21. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023
8. tbl. 21. árg.
Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023

Útfararstofa Hafnarfjarðar

www.utfararstofa.is • Dofrahellu 9b, Hafnarfirði

Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892

Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað

HLUTASTARF

Húsfélag í Hafnarfirði óskar eftir að ráða manneskju

í hlutastarf til að annast umsjón með og ræstingar

í fjölbýlishúsi fyrir eldri íbúa

Sverrir Einarsson

S: 896 8242

Jóhanna

Eiríksdóttir

Jón G. Bjarnason

S: 793 4455

Útfararstofa Íslands

www.utforin.is • Auðbrekku 1, Kópavogi

Meðal verkefna má nefna:

• Umsjón með sameiginlegu rými

• Ræstingar á sameign, að mestu teppalagðir gangar

• Vinna við tilfallandi verkefni sem tengjast notkun og umgengni í húsinu

• Umhirða lóðar yfir sumartímann, ef um semst

• Umhirða stétta utan húss

Nánari upplýsingar gefur:

Elfa Sif Jónsdóttir, formaður hússtjórnar í síma 696-0223 og

elfasif@gmail.com

Umsóknir skulu sendar á netfang formanns fyrir 15. júlí

Hjólastefna fyrir Hafnarfjörð samþykkt

Jón Ingi

Hákonarson

Lilja G.

Karlsdóttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti

einróma á fundi sínum þann 7. júní

hjóla stefnu fyrir Hafnarfjörð. Það var að

frumkvæði Viðreisnar að þessi vinna fór

af stað nú í haust og í höfum við nú í

fyrsta sinn heildstæða stefnu í þessum

málaflokki fyrir næstu fimm árin

EN AF HVERJU ER

HJÓLASTEFNA MIKILVÆG?

Hún er mikilvæg vegna þess að með

heildstæðri stefnu verð ur þessi ferðamáti

ekki afgangsstærð þegar kemur að

skipulagi nýrra sem gróinna hverfa. Með

þessu eru bæjaryfirvöld þannig að gefa

hjólreiðum meiri sess þegar kemur að

skipulagsmálum. Hjólastefna er jafnframt

fyrsti vísir að samgöngustefnu

fyr ir bæinn sem hefur sárlega vantað

síðustu ár. Þegar bæjarfélög hafa enga

samgöngustefnu er erfitt fyrir bæjarbúa

að fylgjast með því hvernig fjármagni er

veitt í mismunandi samgönguframkvæmd

ir. Það er því hluti af ábyrgum

rekstri að hafa áætlanir eins og hjólaáætlun

því einungis þannig geta bæjarbúar

séð hvernig gengur í hinum ólíku

málum og málaflokkum. Við í Viðreisn

stöndum fyrir opnum gagnsæjum ferlum

þegar farið er með almannafé. Það er

hornsteinn almannahagsmuna og lýðræðis.

Hjólastefnan er jafnframt liður í því að

bæta aðstöðu til hjólreiða og gera bæjarbúum

þannig kleift að nýta sér hjól í

meiri mæli til daglegra athafna. Aukning

hjólreiða í bænum er ekki síður lýðheilsu-

og lífsgæðamál. Hvað er betra en

að njóta bæjarins og náttúrunnar hér í

kring á reiðhjóli?

Eitt af hlutverkum sveitarfélaga í

loftslagsmálum er auka og hvetja til vistvænni

ferðamáta eins og göngu og

hjólreiðum. Hafnarfjörður gerir það best

með því að bæta aðstöðu til hjólreiða og

gera fólki kleift að stunda heilbrigðan og

vistvænan lífsstíl.

Hjólastefna er samt bara ein hliðin á

peningnum, eftirfylgni stefnunnar er hin

hliðin og nú verður áhugavert að sjá

hvort að núverandi meirihluti láti verkin

tala eða hvort stefnan muni safna ryki

ofan í skúffu. Við í Viðreisn hvetjum

bæjarbúa til að þrýsta á bæjaryfirvöld að

gera stefnuna að veruleika.

Það er gott að búa í Hafnarfirði og með

bættum hjólasamgöngum verður hér enn

betra að búa.

Jón Ingi er oddviti Viðreisnar í

bæjarstjórn. Lilja er varafulltrúi

Viðreisnar í skipulags og

byggingarráði.

Virðingarleysi

Lítil virðing borin fyrir rétti og öryggi gangandi

Útfararþjónusta

í yfir 70 ár

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Það er mjög algengt að sjá að ferð

gangandi og hjólandi um gangstéttar og

stíga Hafnarfjarðar eru hindruð, annað

hvort vegna framkvæmda eða vegna

þess að bílum er lagt hreinlega þar.

Lítið getur afsakað slíkt athæfi eins

og hér á Hlíðaberginu þar sem hópur

fólks þurfti að fara út á götu til að

komast leiðar sinnar.

Er ekki komið nóg af þessu?

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!