22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

skattsvik. 29 Í reglugerð nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna, er<br />

rakið nánar með hvaða hætti rannsókn af hálfu embættisins getur verið tilkomin og við hvaða<br />

skilyrði skattrannsóknarstjóri tekur við málum úr höndum ríkisskattstjóra.<br />

2.4.1. Hæfi skattrannsóknarstjóri<br />

Ráðherra skipar skattrannsóknarstjóra til fimm ára í senn. Aðeins má skipa mann í<br />

embættið sem fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í 85. gr. laga um tekjuskatt, um<br />

embættisgengi ríkisskattstjóra. 30<br />

2.4.2. Skatteftirlit og skattrannsóknir<br />

Um skatteftirlit, skattrannsóknir og verkaskiptingu skattrannsóknarstjóra,<br />

ríkisskattstjóra er fjallað í reglugerð nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og<br />

skattrannsókna. Í 1. gr. reglugerðar nr. 373/2001 kemur fram að ríkisskattstjóri annist<br />

skatteftirlit og hefur á hendi yfirstjórn skatteftirlits á landinu öllu. Skattrannsóknarstjóri<br />

ríkisins skuli hafa með höndum rannsóknir á skattsvikum og öðrum refsiverðum brotum á<br />

lögum um skatta og gjöld sem á séu lögð af ríkisskattstjóra ásamt rannsókn á brotum á lögum<br />

um bókhald og ársreikninga. Í 2. gr. reglugerðarinnar er fjallað um hvað felst í skatteftirliti. Í<br />

1. mgr. greinarinnar segir að skatteftirlit í skilningi reglugerðarinnar taki til hvers konar<br />

könnunar ríkisskattstjóra á réttmæti skattskila fyrir og eftir álagningu eða ákvörðun opinberra<br />

gjalda eða skatta, samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað sé<br />

að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um skattstofn eða<br />

skattskyldu. Í könnun á réttmæti skattskila felist m.a. samanburður upplýsinga sem fyrir<br />

hendi eru innan skattkerfisins við skattframtöl og aðrar skýrslur skattaðila, könnun á réttmæti<br />

frádráttarliða, innskatts og endurgreiðslukrafna, skoðun bókhaldsgagna og eftirlit með<br />

tekjuskráningu. Einnig öflun frekari gagna frá skattaðilum eða öðrum, könnun á<br />

launabókhaldi og skilum á staðgreiðslu, virðisaukaskatti og öðrum gjöldum. Í 8. gr.<br />

reglugerð nr. 373/2001 kemur fram hvaða málum skuli vísað til skattrannsóknastjóra en í 9.<br />

gr. sömu reglugerðar segir hvaða mál koma ekki til afgreiðslu hjá honum. Vanframtaldar<br />

tekjur af atvinnurekstri eða vanframtalin skattskyld velta til virðisaukaskatts eða aðrar<br />

vanframtaldir skattstofnar sem ríkisskattstjóri leggur á heyrir undir skattrannsóknastjóra nema<br />

ljóst er að almennt gáleysi skattaðila sé um að kenna. Einnig ef innskattur eða krafa um<br />

endurgreiðslu á virðisaukaskatti er byggður á röngum gögnum sem tilheyra öðrum<br />

skattaðilum. Þá fellur það einnig undir verksvið skattrannsóknastjóra ef um óskráða starfsemi<br />

29 Skipulag og verkefni, verksvið skattrannsóknarstjóra, tekið af vef skattrannsóknarstjóra þann 19. des. 09,<br />

http://www.skattrann.is/skipulagogverkefni.asp?n=1<br />

30 88. gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt.<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!