22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ríkisskattstjóri skaut úrskurði sínum til yfirskattanefndar og vísaði til<br />

þess að um mistök hefði verið að ræða í kæruúrskurði.<br />

Yfirskattanefnd taldi að ríkisskattstjóri hefði ekki heimild til að skjóta<br />

eigin kæruúrskurðum til hennar og vísaði kærunni frá.“<br />

2.4.4. Kærufrestur<br />

Kærufrestur til yfirskattanefndar eru þrír mánuðir frá póstlagningu úrskurðar<br />

ríkisskattstjóra. 47 Það gildir jafnt fyrir skattaðila, ríkisskattstjóra og viðkomandi sveitarfélag.<br />

Eina undantekningin frá þessum kærufresti, er 30 daga frestur sem erfingi hefur til að kæra til<br />

yfirskattanefndar ákvörðun sýslumanns um fjárhæð erfðafjárskatts. 48<br />

2.4.5. Málsmeðferð<br />

Mál geta sætt ýmist almennri eða sérstakri meðferð hjá yfirskattanefnd. Í sérstakri<br />

meðferð taka fimm aðilar nefndarinnar afstöðu til málsins í stað þriggja eins og venjulega er.<br />

Ef ástæða þykir til er heimilt að munnlegur málflutningur fari fram.<br />

Þegar kæra hefur verið skráð og fengið númer er afrit af henni ásamt fylgigögnum<br />

sent ríkisskattstjóra til gagnaöflunar og ritunar kröfugerðar. Kæranda og umboðsmanni hans<br />

er tilkynnt um móttöku kærunnar og þá fresti sem ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd hafa til<br />

afgreiðslu máls sem og upplýsingar um kröfu um málskostnaðar. Með því er<br />

leiðbeiningaskyldu stjórnsýslulaga fullnægt.<br />

Rannsóknarregla stjórnsýslulaga gildir við meðferð stjórnsýslumála, eins og hjá<br />

yfirskattanefnd og öðrum stjórnvöldum. Yfirskattanefnd ber að undirbúa og rannsaka mál að<br />

eign frumkvæði til að afla nauðsynlegra upplýsinga um málsatvik þannig að unnt verði að<br />

taka efnislega rétta ákvörðun í því. Telji yfirskattanefnd að mál sé ekki nægilega upplýst<br />

getur nefndin beint því til málsaðila, kæranda og/eða ríkisskattstjóra að leggja fram frekari<br />

gögn eða upplýsingar. 49 Hins vegar hefur yfirskattanefnd ekki heimildir til að spyrja aðra þar<br />

sem hún er ekki meðal þeirra aðila sem taldir eru upp í 94. gr. laga um tekjuskatt.<br />

Almennt er málsmeðferð skrifleg en hins vegar er heimilt að fara fram á munnlegan<br />

málflutning. Kærandi eða umboðsmaður hans getur farið fram á munnlegan málflutning fyrir<br />

nefndinni, ríkisskattstjóri hefur sömu heimild. 50 Nefndin leggur mat á þetta og verður að<br />

skoða hvort líklegt sé að málið upplýsist betur með þessum hætti. Þegar menn óska eftir<br />

munnlegum málflutningi er ekki víst að yfirskattanefnd fallist á þá kröfu. Formaður ákveður<br />

hvort slíkt teljist, nauðsynlegt eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að munnlega flutt mál sæti<br />

jafnframt sérstakri meðferð, ekkert samhengi er þar á milli<br />

47 5.gr. laga nr. 30/1992, lög um yfirskattanefnd.<br />

48 4.mgr. 7.gr. laga nr. 14/2004, lög um erfðafjárskatt.<br />

49 4.mgr. 6.gr. laga nr. 30/1992, lög um yfirskattanefnd.<br />

50 1.mgr. 7.gr. laga nr. 30/1992, lög um yfirskattanefnd.<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!