22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

svipaðra ástæðna. 66 Ísland er aðili að Norðurlandasamningi um rétt norrænna ríkisborgara til<br />

að nota eigin tungu í öðru norrænu landi, dönsku, sænsku íslensku og norsku. 67 Hugsanlegt er<br />

að ríkari skylda sé gagnvart öðrum erlendum aðilum sem skilja ekki íslensku en þar fer þó<br />

eftir atvikum hverju sinni.<br />

3.3.1 Hvað felst í leiðbeiningarskyldunni?<br />

Ríkisskattstjóra ber að upplýsa um kæruleiðir, aðstoða við útfyllingu eyðublaða.<br />

Benda skal á frádráttarétt, sem dæmi má nefna aðstoða aðila sem hefur ökutækjastyrk eða<br />

dagpeninga við útfyllingu þar til gerðra eyðublaða. Rétt er að benda aðila á að hann hafi<br />

heimild til að draga frá tekjuskattstofni eftir þeim reglum sem um það gilda.<br />

Einnig er ákvæði í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna varðandi<br />

leiðbeiningaskyldu. Þar segir að starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leitar<br />

nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda á, ef svo ber undir, hvert þeir<br />

skuli leita með erindi sín. 68 Efni leiðbeininga þarf að vera skýrt og auðskiljanlegt svo aðili<br />

geti gætt hagsmuna sinna á sem bestan hátt. 69 Meðal annars hvaða réttarreglur reynir á í<br />

málinu, hvernig meðferð máls er venjulega hagað og hversu langan tíma getur tekið að<br />

afgreiða málið. Í dæmaskyni er vert að nefna að þegar aðili kærir til yfirskattanefndar fær<br />

hann bréf um að kæra hans er móttekin og þar kemur fram hvernig meðferð máls sé háttað. Í<br />

bréfinu eru upplýsingar um að mál sé sent til ríkisskattstjóra til framlagningar greinargerðar<br />

og gagnaöflunar, tilkynntur er sá tími sem tekur almennt að afgreiða mál samkvæmt<br />

lögunum. Auk þess er greint frá að heimilt sé að krefjast málskostnaðar ef úrskurður falli<br />

aðila í hag að hluta eða öllu leyti.<br />

Á stjórnvöldum hvílir aðeins skylda til að leiðbeina aðilum um mál sem snerta<br />

starfssvið þess og aðeins nauðsynlegar leiðbeiningar, en ekki að veita umfangsmikla og<br />

sérfræðilega ráðgjöf. 70 Það er ekki aðeins skylda að svara fyrirspurnum sem aðili beinir beint<br />

til viðkomandi stjórnvalds heldur einnig þegar stjórnvaldi má vera ljóst að aðili hefur<br />

misskilið réttarreglur, ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum, eða ekki veitt nægilegar<br />

upplýsingar og bersýnilega er þörf fyrir leiðbeiningar skal stjórnvald gera aðilanum viðvart<br />

og veita honum viðeigandi leiðbeiningar. Hægt er að senda aðila bréf um að það vanti gögn<br />

áður en málið verður afgreitt í stað þess að vísa málinu frá. Það fer eftir atvikum máls og<br />

66<br />

6.mgr. 90.gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt, sbr. 17.gr. laga nr. 136/2009, lög um breytingu á lögum um<br />

tekjuskatt, og fleiri lögum.<br />

67<br />

Auglýsing nr. C 5/1987, stjórnartíðindi<br />

68<br />

2. mgr. 14. gr laga nr. 70/1996.<br />

69<br />

Páll Hreinsson: Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Tímarit lögfræðinga 1. tbl. 2007<br />

70<br />

Páll Hreinsson: Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Tímarit lögfræðinga 1. tbl. 2007<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!