22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.9. Rökstuðningsreglan<br />

Það er gerð krafa um að úrskurður ríkisskattstjóra skuli vera rökstuddur. 86 Í 22. gr.<br />

stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er fjallað um efni rökstuðnings í 1. mgr. kemur fram að í<br />

rökstuðningi skuli vísað til þeirra réttarreglna sem ákvörðun stjórnvalds er byggð á. Aðili<br />

máls á að geta skilið af lestri rökstuðnings hvers vegna niðurstaða málsins var sú sem raun<br />

ber vitni um. Má sem dæmi nefna að nauðsynlegt er að vísa til lagaákvæðanna sem<br />

ríkisskattstjóri hefur ákveðið að byggja ákvörðun sína á. Ef stjórnvaldsákvörðun hefur ekki<br />

verið rökstudd nægjanlega, leiðir það almennt til þess að sú ákvörðun verði ógild. 87 Enda<br />

nást þá ekki þau markmið sem að er stefnt með rökstuðningi, eins og að auðvelda málsaðilum<br />

að meta hvort efni séu til að nýta frekari úrræði, t.d. kæru til æðra stjórnvalds. Úrskurður<br />

rskn. nr. 974/1977 sýnir að nauðsynlegt er að orða fyrirspurnarbréf nægilega skýrt, Um hvað<br />

er spurt? Skattaðili krafðist niðurfellingar á hækkun á tekjum en ríkisskattstjóri krafðist<br />

staðfestingar á úrskurði skattstjóra. Skattstjóri sendi kæranda fyrirspurnarbréf, dags. 14.<br />

janúar 1977, sem var á þessa leið:<br />

“Hver á þessa bifreið, sem þér rekið fyrir kr. 230.228,00”<br />

Þessu bréfi skattstjóra svarar umboðsmaður kæranda daginn eftir á þessa leið:<br />

“Sem svar við heiðruðu bréfi yðar, dags. 14. janúar sl. er svarið Jón<br />

Jónsson lagði bifreið til sjálfur.”<br />

Skattstjóri tilkynnti nú kæranda að tekjur hans hefðu verið hækkaðar um kr. 130.000,00<br />

vegna ósvaraðs fyrirspurnarbréfs frá 14. janúar 1977. Með úrskurði 25. maí 1977 lækkaði<br />

skattstjóri umrædda teknaviðbót um helming og kom fram í úrskurðinum að í fyrrnefndu<br />

bréfi hans frá 14. janúar hefði verið óskað eftir upplýsingum um bifreiðakostnað, en eins og<br />

áður er getið var í umræddu bréfi aðeins spurt um hver væri eigandi bifreiðarinnar, en ekki<br />

um önnur atriði. Teknaviðbót skattstjóra þótti því ekki nægilega rökstudd og var felld niður.<br />

3.10. Sakarforræðisreglan<br />

Sakarforræðisreglan og sakhraðareglan gilda ekki í skattarétti. 88 Þar af leiðandi geta<br />

aðilar máls ekki samið um efni þess eða gefið bindandi yfirlýsingar. Skattaðilar geta komið<br />

að málsástæðum og gögnum á kærustigi til yfirskattanefndar þótt þau hafi ekki komið fram á<br />

ríkisskattstjórastigi.<br />

86<br />

5.mgr. 96.gr. og 99.gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt, sbr. b-liður, 22.gr. og c-liður 24.gr. laga nr.<br />

136/2009, lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og fleiri lögum.<br />

87<br />

Jörundur Gauksson: „Rökstuðningur stjórnvaldsákvarðana“. Úfljótur 1. tbl. 1998, bls. 5-80<br />

88<br />

Kristján Gunnar Valdimarsson, Nýjar málsmeðferðarreglur skattalaga, Tíund apríl 1997<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!