22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

“Beiðni [ríkisskattstjóra] í máli þessu hefur verið rökstudd, undirbúin<br />

og afmörkuð með þeim hætti að telja verður hana réttmæta, og sé<br />

[Landsbankanum] skylt að verða við henni. Ákvæði 71 gr.<br />

stjórnarskrárinnar koma ekki heldur í veg fyrir það, að umbeðnar<br />

upplýsingar verði veittar. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta<br />

héraðsdóm.“<br />

5. Málsmeðferð fyrir álagningu<br />

5.1. Inngangur<br />

Í þessum kafla verður fjallað um málsmeðferð fyrir álagningu en gera þarf greinarmun<br />

á málsmeðferð fyrir álagningu annars vegar og málsmeðferð eftir álagningu hins vegar. Skila<br />

þarf skattframtölum til ríkisskattstjóra í því formi sem hann ákveður. Skattframtölum þarf að<br />

skila innan lögmælts frest. 112 Á framtalinu skal greina frá tekjum síðasta árs, eignum í árslok<br />

og öðru því sem skiptir máli við skattlagningu. Ríkisskattstjóri leggur tekjuskatt á aðila<br />

samkvæmt framtali hans þegar framtalsfrestur er liðinn. Skattframtal sem lagt er fram á<br />

tilskildum tíma er grundvöllur skattálagningar, ef ekki er að því fundið eða það rengt að hálfu<br />

ríkisskattstjóra. 113 Uppfylli það ekki tilskildar formkröfur er það ógilt og ber ríkisskattstjóra<br />

að líta svo á að ekkert framtal hafi borist. 114 Þegar aðilar óska eftir álagningu aftur í tímann<br />

og ekki eru tiltæk framtöl sem tilheyra því ári geta menn skrifað viðkomandi ár á skattframtal<br />

og lagt það þannig til ríkisskattstjóra.<br />

5.2. Hverjir eru framtalskyldir?<br />

Í I. kafla tekjuskattslaganna eru taldir upp þeir aðilar sem bera skattskyldu hér á landi.<br />

Þeir sem bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu eru þeir aðilar sem eru heimilisfastir hér á<br />

landi eða hafa verið það nema þeir séu skattskyldir í öðru ríki. Einnig þeir aðilar sem dvelja<br />

hér á landi lengur en 183 daga á ári eða starfa um borð í loftfari eða skipi, sem skráð er hér,<br />

lengur en í 183 daga. 115 Lögaðilar sem um ræðir í 2. gr. og eiga hér heimili bera einnig fulla<br />

og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. Af því er varðar menn þá hvílir framtalsskylda á<br />

hverjum manni en fjárhaldsmenn þurfa að telja fram fyrir þá sem ekki eru fjárráða. Á<br />

skattframtal barna 15 ára og yngri þarf að færa tekjur þeirra og þær eru skattlagðar<br />

sérstaklega. Annars eru tekjur barns almennt færðar á framtal framfæranda þeirra, eftir<br />

nánari reglum. 116 Framfærandi barns sem hefur misst foreldra sína getur sótt um til<br />

112 90. og 93. gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt.<br />

113 Nýjar málsmeðferðarreglur skattalaga, Kristján Gunnar Valdimarsson, Tíund apríl 1997.<br />

114 Nýjar málsmeðferðarreglur skattalaga, Kristján Gunnar Valdimarsson, Tíund apríl 1997.<br />

115 1.gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt.<br />

116 6.gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt.<br />

41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!