22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

skattákvarðanir, feli ekki í sér skattrannsókn í raun. Í ljósi<br />

lagafyrirmæla um skattrannsóknir á vegum skattrannsóknarstjóra<br />

ríkisins, þar á meðal um réttarstöðu skattaðila á rannsóknarstigi, og<br />

eins og mörk skattrannsókna og skatteftirlits eru dregin í<br />

framangreindum ákvæðum reglugerðar nr. 373/2001, þykir bera, við<br />

afmörkun skatteftirlits annars vegar og skattrannsókna hins vegar og<br />

þar með við afmörkun valdsviðs viðkomandi skattyfirvalda, að túlka<br />

verksvið skatteftirlits með varfærni og fremur þröngt gagnvart<br />

skattrannsóknum, þannig að vafatilfelli verði talin falla undir<br />

skattrannsóknir.“<br />

2.5. Yfirskattanefnd<br />

Um yfirskattanefnd gilda lög nr. 30/1992, en nefndin er óháður úrskurðaraðili í<br />

ágreiningsmálum um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna sem á eru lögð af ríkisskattstjóra.<br />

Úrskurðarvald nefndarinnar tekur til ákvörðunar skatta og gjalda sem ríkisskattstjóri leggur<br />

á 33 auk tiltekinna ákvarðana sýslumanna vegna erfðafjárskatts. 34 Yfirskattanefnd ber að<br />

úrskurða um ýmsar bætur í skattkerfinu og afslætti, t.d. varðandi vaxtabætur og<br />

sjómannaafslátt. Nefndin hefur einnig úrskurðarvald varðandi ágreining um barnabætur og<br />

endurgreiðslur virðisaukaskatts til sveitarfélaga. Yfirskattanefnd úrskurðar ekki um<br />

ágreiningsefni um skatta og gjöld sem önnur stjórnvöld en þau sem að ofan greinir ákvarða,<br />

svo sem fasteignagjöld, tolla og önnur innflutningsgjöld. Yfirskattanefnd úrskurðar um<br />

kærur vegna bindandi álits ríkisskattstjóra. 35 Ennfremur falla undir hana sektarákvarðanir<br />

sem til hennar er vísað af skattrannsóknarstjóra ríkisins.<br />

Úrskurðir yfirskattanefndar eru fullnaðarúrskurðir um skattfjárhæð og sektarfjárhæð í<br />

skattsektarmálum. 36 Þó má bera ágreining um skattskyldu og skattstofna undir dómstóla. 37<br />

Með þeirri undantekningu að samkvæmt lögum um virðisaukaskatt er skilyrði að mál fari<br />

fyrir yfirskattanefnd áður en mál er borið undir dómstóla. 38<br />

2.5.1. Hæfi nefndarmanna yfirskattanefndar<br />

Í yfirskattanefnd eru sex nefndarmenn, fjórir þeirra hafa starfið að aðalstarfi.<br />

Nefndarmenn eru skipaðir til sex ára í senn og þurfa að uppfylla skilyrði 85. gr. laga um<br />

tekjuskatt um embættisgengi ríkisskattstjóra. Formaður og varaformaður þurfa að uppfylla<br />

skilyrði um embættisgengi héraðsdómara og þurfa því að vera lögfræðingar. 39<br />

33<br />

2. gr. laga nr. 30/1992, lög um yfirskattanefnd, sbr. 66. gr. laga nr. 136/2009, lög um breytingu á lögum um<br />

tekjuskatt og fleiri lögum.<br />

34<br />

3.mgr. 8.gr. laga nr. 14/2004, lög um erfðafjárskatt.<br />

35<br />

5.gr. laga nr. 91/1998, lög um bindandi álit í skattamálum.<br />

36<br />

22.gr. laga nr. 91/1998, lög um yfirskattanefnd.<br />

37<br />

15.gr. laga nr. 91/1998, lög um yfirskattanefnd.<br />

38<br />

5.mgr. 29.gr. laga nr. 50/1988, lög um virðisaukaskatt<br />

39<br />

9. gr. laga nr. 30/1992, lög um yfirskattanefnd.<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!