22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

eignarskatt, að afla yfirlita frá Reiknistofu bankanna um<br />

bankareikninga, án þess að aðilum væri gert viðvart, og hvort það<br />

samrýmdist 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og<br />

sparisjóði.<br />

Umboðsmaður rakti ákvæði 43. gr. laga nr. 113/1996, 1. mgr. 94. gr.<br />

laga nr. 75/1981 og 36. gr. eldri laga um tekjuskatt og eignarskatt nr.<br />

55/1964, sbr. 5. gr. laga nr. 70/1965, en ákvæði 36. gr. laga nr.<br />

55/1964, sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar (H 1965:930), var<br />

sambærilegt 1. mgr. 94. gr. laga nr. 75/1981 hvað mál A snertir.<br />

Niðurstaða umboðsmanns var að af áðurnefndum dómi og ummælum<br />

í lögskýringargögnum væri ljóst að 43. gr. laga nr. 113/1996 stæði<br />

ekki í vegi fyrir því að skattyfirvöld öfluðu upplýsinga um einstaka<br />

skattaðila frá bankastofnum í þágu skatteftirlits eða skattrannsókna,<br />

sbr. 1. mgr. 94. gr. laga nr. 75/1981.“<br />

Þá kom fram í álitinu hvað varðaði andmælarétt í 4. mgr. 94. gr. :<br />

“að með orðinu aðili í fyrrgreindu ákvæði væri átt við þá sem væri<br />

óskað upplýsinga hjá en ekki þá aðila sem óskað væri upplýsinga um.<br />

Andmælaréttur hafði því ekki verið brotinn á A.”<br />

4.5. Tengsl 94. gr. við 96. gr. laga um tekjuskatt<br />

Tengslin á milli 94. og 96. gr. laga um tekjuskatt, eru þau að ef ríkisskattstjóri óskar<br />

eftir upplýsingum frá gjaldanda sjálfum með vísan til 94. gr. er verið að afla upplýsinga þ.e.<br />

bara fyrirspurn og ekki er verið að véfengja framtalið. Telji ríkisskattstjóri eftir athugun<br />

gagna og skýringa eitthvað athugavert er rétt að hann geri gjaldanda grein fyrir því á hvern<br />

hátt hann telji svar ófullnægjandi og boði viðkomandi endurákvörðun opinberra gjalda á þeim<br />

grundvelli sem gert er ráð fyrir í 96. gr. laga um tekjuskatt. Með 94. gr. er verið að afla<br />

upplýsinga áður og geta þær orðið að grunni véfengingu eða fyrirspurnar og boðunar<br />

samkvæmt 96. gr.<br />

Í dómi Hæstaréttar nr. 201/1965, hafði ríkisskattstjóri óskað eftir upplýsingum frá<br />

Landsbanka Íslands um tiltekinn viðskiptamann á grundvelli lagaákvæðis sem samsvarar<br />

núgildandi 94. gr. TSL (36. gr. þágildandi laga). Óskað var eftirfarandi upplýsinga og gagna:<br />

Hafði NN (tiltekinn einstaklingur) og BB (fyrirtæki) veltufjárreikninga<br />

á árunum 1962 og 1963? Áttu þeir innistæður á<br />

sparifjárreikningum? Skulduðu þeir bankanum á þessu tímabili?<br />

Höfðu þeir önnur viðskipti á þessu tímabili?<br />

Landsbankinn taldi ekki heimilt að láta gögnin af hendi vegna þagnarskylduákvæða og<br />

hafnaði því beiðninni. Í dómi sakadóms, sem staðfestur var af Hæstarétti, segir m.a.:<br />

„Er ljóst að mat á því, hvort þörf sé á slíkum upplýsingum, ber undir<br />

skattyfirvöld sjálf, en eigi dómstóla, þannig að ekki er þörf<br />

dómsúrskurðar í hverju einstöku tilviki. Ákvæðin í 36. gr. [skattalaga]<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!