22.12.2012 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hafa til athugunar og varða ekki endilega þann sem upplýsingarnar snertir. Þá er í ákvæðinu<br />

enn fremur heimild til að krefja aðila að koma til skýrslugjafar hjá ríkisskattstjóra. 104<br />

Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té<br />

ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast<br />

og unnt er að láta þeim í té. Fram kemur að ekki skipti máli hvort upplýsingarnar varði þann<br />

aðila sem beiðninni er beint til eða viðskipti annarra aðila við hann er hann getur veitt<br />

upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með<br />

skattyfirvöldum er átt við ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. 105<br />

Í dómi hæstaréttar nr. 514/2008, ríkisskattstjóri gegn Valitor hf, var Valitor hf. gert að<br />

afhenda yfirlit yfir hreyfingar á greiðslukortum sem gefin voru út og skuldfærð erlendis, en<br />

notuð á Íslandi til úttektar í bönkum eða til greiðslu á vörum og þjónustu á tilteknu tímabili.<br />

Miðað var við ákveðna lágmarksupphæð á úttekt sem var fimm miljónir í íslenskum krónum.<br />

Krafa ríkisskattstjóra var á grundvelli 1. mgr. 94. gr. laga um tekjuskatt. Rök Valitor fyrir að<br />

synja beiðni ríkisskattstjóra voru:<br />

„að honum sé óheimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar vegna<br />

lögboðinnar þagnarskyldu sem á honum hvíli samkvæmt 1. mgr. 58.<br />

gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt ákvæðinu hvíli<br />

þagnarskylda á varnaraðila um allt það sem hann fær vitneskju um<br />

við framkvæmd starfa sinna og varðar viðskipta- eða einkamálefni<br />

viðskiptamanna þess nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt<br />

lögum. Þar sem ákvæði 94. gr. laga nr. 90/2003 fela í sér skyldu til að<br />

veita upplýsingar og telja verður þau einnig sérákvæði gagnvart<br />

ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 ganga nefnd ákvæði 94. gr. þeim<br />

framar.“<br />

Einnig byggði Valitor rökstuðning sinn um synjun á afhendingu umræddra gagna að krafan<br />

verði ekki byggð á 94. gr. laga um tekjuskatt þar sem umbeðnar upplýsingar varði<br />

ónafngreindan og ótiltekinn fjölda aðila. Vísað var í því sambandi til forsendna héraðsdóms í<br />

dómi Hæstaréttar nr. 345/2006 en þar segir að 94. gr. hafi verið:<br />

„skýrð svo, eða beitt í framkvæmd með þeim hætti, að upplýsinganna<br />

verði krafist frá aðilum eða um aðila sem sérstaklega eru tilgreindir<br />

hver og einn.“ Hafi Hæstiréttur staðfest dóminn með vísan til<br />

forsendna hans.“<br />

Hæstiréttur vísaði þeirri málsástæðu frá með þeim orðum:<br />

104<br />

2.mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt, sbr. 20. gr. laga nr. 136/2009, lög um breyingu á lögum um<br />

tekjuskatt og fleiri lögum.<br />

105<br />

1. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt, sbr. 20. gr. laga nr. 136/2009, lög um breyingu á lögum<br />

um tekjuskatt og fleiri lögum.<br />

35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!