24.12.2012 Views

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

texta sem byggir á kóðaðri umræðu. Þessi tvöfalda kóðun gengur út á að draga í efa þær<br />

aðferðir <strong>og</strong> frásagnarform sem eru við lýði í bókmenntakerfinu. <strong>Um</strong> leið er gerð grein fyrir<br />

því að það verði samt, að minnsta kosti enn um sinn, að styðjast við þessar aðferðir <strong>og</strong><br />

frásagnarform. 62 Póstmódernísk sagnagerð er því mótsagnakennd, samkvæmt Hutcheon, því<br />

hún vinnur innan þess kerfis sem hún leitast við að brjóta niður <strong>og</strong> einkennist af írónískri<br />

fjarlægð í úrvinnslu sinni á eldri hefðum.<br />

Frásagnargerð paródíunnar skiptist annars vegar í „doxa“ <strong>og</strong> hins vegar „paradoxa“ en<br />

þessi hugtök notar Barthes til að lýsa því hvernig höfundar vinna úr textum eldri höfunda. 63<br />

„Doxa“ gefur til kynna úrvinnslu hins póstmóderníska höfundar á hefðbundnum<br />

frásagnarformum sem hann notar til að sýna fram á hvernig hann er háður þessum formum til<br />

þess að búa til sviðsettan texta. 64 Harmleikjaþemað í sögu Guðjóns <strong>og</strong> Helenu í Stefnuljósi <strong>og</strong><br />

í sögunni „Orfeus <strong>og</strong> Evridís“ í Níu þjófalyklum er dæmi um úrvinnslu á eldri hefðum í<br />

textum Hermanns Stefánssonar. „Paradoxa“ byggir aftur á móti á hliðskipun aðferða <strong>og</strong> kóða.<br />

Þá skeytir höfundurinn saman ólíkum <strong>og</strong> oft mótsagnakenndum frásagnarformum eða<br />

aðferðum til þess að grafa undan eldri formum bókmenntahefðarinnar. „Paradoxa“ byggir þar<br />

af leiðandi á því að höfundurinn beitir samtímis „doxa“ <strong>og</strong> „paradoxa“. 65 Ljósmyndir sem<br />

frásagnaraðferð í Stefnuljósi er gott dæmi um „paradoxa“ sem t<strong>og</strong>ast á við hið hefðbundna<br />

frásagnarform harmleiksins <strong>og</strong> grefur undan veruleikagildi þess.<br />

Paródían í textanum beinist einnig að hugmyndum <strong>og</strong> kenningum Harolds Blooms en<br />

söguhöfundurinn snýr meðvitað út úr <strong>og</strong> leikur sér með þær. Harold Bloom lítur á hugtakið<br />

textatengsl í þrengri merkingu orðsins texti en Kristeva <strong>og</strong> Barthes en merking hans<br />

einskorðast við orð á blaði. Hann telur að allur skáldskapur sé textatengdur því yfirleitt geti<br />

skáldskapur <strong>og</strong> textar aðeins líkt eftir eldri skáldskap <strong>og</strong> textum. 66 Þá tengir Bloom ennfremur<br />

textatengsl við kenningar Freuds um sálgreiningu <strong>og</strong> líkir sambandi höfundar við texta eldri<br />

höfunda við Ödipusarduld, þar sem eldri höfundurinn er í hlutverki skáldföður (e. poetic<br />

father). Samband höfundarins Guðjóns í textanum við skáldföðurinn Ólaf Jóhann er gott<br />

dæmi paródíu <strong>og</strong> meðvitaðan leik. Eins <strong>og</strong> fram hefur komið birtist nafn Ólafs Jóhanns<br />

ítrekað í sögum Guðjóns <strong>og</strong> Helena dregur þá ályktun að Guðjón sé með persónu Ólafs<br />

Jóhanns á heilanum. Þetta samband speglar kenningu Blooms um höfundinn sem verður að<br />

62 Sama rit, bls. 188-9.<br />

63 Sama rit, bls. 76.<br />

64 Sama rit, bls. 190.<br />

65 Sama rit, bls. 190.<br />

66 Sama rit, bls. 134.<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!