24.12.2012 Views

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

skáldskaparskrifum almennt. Kenningar um afbyggingu <strong>og</strong> textatengsl eru náskyldar <strong>og</strong><br />

spretta úr jarðvegi póststrúktúralisma sem leggur áherslu á hvernig merking texta færist undan<br />

<strong>og</strong> á virkni lesandans í merkingarsköpun frásagnarinnar. Þessir þættir koma skýrt fram í<br />

greiningu á fyrrnefndum verkum.<br />

Í þessari ritgerð verður sjónum beint að <strong>sjálfsöguleg</strong>um einkennum í skáldsögum, rýnt<br />

í hugtakið frásagnarspegill <strong>og</strong> birtingarmynd þess í verkum rithöfundarins Hermanns<br />

Stefánssonar, Níu þjófalyklum <strong>og</strong> Stefnuljósi. Þá verður einnig fjallað um textatengsl <strong>og</strong><br />

hvernig Hermann beitir þeim meðvitað í þessum verkum. Áður en lengra er haldið er þó vert<br />

að skoða hvernig sjálfsagan tengist hugmyndum um hið póstmóderníska ástand síðnútímans.<br />

2. Póstmódernismi <strong>og</strong> póstmódernískar skáldsögur<br />

Jean-François Lyotard lýsir póstmódernisma sem ástandi frekar en stefnu sem ákveðnir<br />

kenningasmiðir boða. 4 Það ástand lýsir sundurleitu <strong>og</strong> mótsagnakenndu<br />

fjölmenningarsamfélagi <strong>og</strong> skilar sér í ákveðnum einkennum í bókmenntum <strong>og</strong> listum. Með<br />

vissum hætti leitast verk, sem eru unnin í síðnútímanum <strong>og</strong> undir formerkjum<br />

póstmódernisma, við að eyða eða öllu heldur að flækja aðgreiningu miðju <strong>og</strong> jaðars,<br />

hámenningar <strong>og</strong> lágmenningar, stéttaskiptingar, <strong>og</strong> aðgreiningu milli listgreina <strong>og</strong> landsvæða. 5<br />

Baudrillard lýsir veruleika hins póstmóderníska ástands sem sýndarveruleika en Hermann<br />

Stefánsson ræðir kenningu hans, hermilíking, í skáldfræðiritinu Sjónhverfingum. Hermilíking<br />

„merkir í grófum dráttum sýnd sem gerir fyrirmynd sína einnig að sýnd“ <strong>og</strong> byggir á þeirri<br />

hugmynd að veruleikinn sé í raun ekki raunverulegur <strong>og</strong> jafnvel ekki til. 6<br />

Sýndarveruleiki síðnútímans kemur skýrt fram í póstmódernískum verkum. Linda<br />

Hutcheon lýsir því til dæmis hvernig póstmódernískir höfundar leitast við að vefengja<br />

hermilíkingarferli eða sýndarveruleika, ekki með því að afneita hugmyndinni um<br />

hermilíkingu, heldur með því að gera vandamálin, sem fylgja því að setja veruleikann á svið,<br />

skrifa um hann <strong>og</strong> reyna að endurspegla, að viðfangsefni í textum sínum. 7 Margir telja<br />

höfuðmarkmið skáldsögunnar vera að endurspegla veruleikann <strong>og</strong> í raunsæisskáldsögum<br />

skiptir höfuðmáli að líkja eftir honum á sannfærandi hátt. Póstmódernískir höfundar efast<br />

aftur á móti um hinn algilda veruleika <strong>og</strong> að honum verði að öllu leyti lýst með tungumálinu<br />

4 Björn Þorsteinsson, „Inngangur“ í Hið póstmóderníska ástand eftir Jean-François Lyotard, þýð. Guðrún<br />

Jóhannsdóttir (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008), bls. 11-20, bls. 18.<br />

5 Steven Connor, „Introduction“ í The Cambridge Companion to Postmodernism, ritstj. Steven Connor<br />

(Cambridge: Cambridge University Press, 2004), bls. 1-19, bls. 3.<br />

6 Hermann Stefánsson, Sjónhverfingar (Reykjavík: Bjartur, 2003), bls. 31.<br />

7 Linda Hutcheon, „Conclusion: a poetics or a problematics?“ í A Poetics of Postmodernism: History, Theory,<br />

Fiction (New York <strong>og</strong> London: Routledge, 1988), bls. 222-232, bls. 223.<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!