24.12.2012 Views

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Höfundi með því að fá skáldföðurinn <strong>og</strong> verk hans á heilann. 67 Eins <strong>og</strong> Bloom bendir einnig á<br />

er samband höfundarins við skáldföðurinn sérstaklega flókið <strong>og</strong> jafnvel flóknara en<br />

Ödipusarflækjan í hefðbundnu feðgasambandi því skáldfaðirinn verður ekki drepinn. Textar<br />

hans eru eilífir. Höfundurinn er því dæmdur til að lifa í skugganum af verkum skáldföðurins. Í<br />

Níu þjófalyklum er þessari kenningu Bloom aftur á móti snúið á haus. Undir lok síðustu<br />

sögunnar í smásagnasafninu drepur Guðjón Ólaf Jóhann með því að eyðileggja skuggsjána<br />

hans sem í samhengi sögunnar er forsenda skrifa hans. 68<br />

5.3. Textamyndlíkingin í Níu þjófalyklum<br />

Í báðum verkunum sem hér eru til umræðu er að finna myndlíkingar fyrir texta en þær<br />

myndlíkingar styðja kenningar um textatengsl <strong>og</strong> sýna texta sem afurð textalegra sambanda<br />

þar sem sérhver texti er upptaka <strong>og</strong> umbreyting annars texta. Myndlíkingarnar eru samt sem<br />

áður fyrirferðarmeiri í Níu þjófalyklum <strong>og</strong> eru sjálfsvísandi því þær eiga við um verkið, um<br />

meðvituð textatengsl höfundar, um leið <strong>og</strong> þær skírstota til texta <strong>og</strong> skáldskapar almennt.<br />

Augljósasta myndlíkingin fyrir texta, sem ávallt er textatengdur, eru ruslatunnurnar í<br />

smásögunni „Vegamót“, en sögumaðurinn í þeirri sögu er ruslakall sem finnur oft bækur í<br />

ruslatunnum. Í einni efnisgrein sögunnar eru allar bækurnar, sem hann hefur fundið, taldar<br />

upp. Hver titill vekur upp hugmynd um tengsl sögunnar við tiltekin verk; að verkið, sem nefnt<br />

er, eigi með vissum hætti að spegla eða varpa ljósi á textann í Níu þjófalyklum.<br />

Við starf sitt finnur sögumaðurinn meðal annars eftirfarandi bækur: Stúlkan í<br />

skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur, sem er sjálfsaga rétt eins <strong>og</strong> smásagnasafnið <strong>og</strong> fjallar um<br />

stúlku sem finnur bókmenntaverk í öskutunnum, <strong>Um</strong> sálina eftir Aristóteles, Skuggaleikir<br />

eftir José Carlos Samoza, en sú saga fjallar um þýðanda sem gagntekinn er af dulinni<br />

merkingu textans <strong>og</strong> tengist ákveðinni hugmynd sem frekar verður komið að hér á eftir.<br />

Sögumaður finnur einnig texta eftir ljóðskáldið Dylan Thomas <strong>og</strong> Jorge Louis Borges en, eins<br />

<strong>og</strong> kom áður fram, er Borges einn af frumkvöðlum hins sjálfsvísandi forms <strong>og</strong> höfundur sem<br />

Hermann vitnar mikið til í verkum sínum. Þetta eru asnar, Guðjón eftir Einar Kárason tengir<br />

aðalsöguhetjuna, rithöfundinn Guðjón, við verk Einars Kárasonar. Einnig undirbýr þessi<br />

fundur sögumannsins vísun sem kemur fram síðar í Níu þjófalyklum en síðasta saga safnsins<br />

ber heitið „Þetta eru þjófar, Guðjón“. Sögumaðurinn finnur jafnframt gallað eintak af Stolið<br />

frá höfundi stafrófsins sem er einnig dæmi um sjálfsvísun <strong>og</strong> ítrekar tengsl fyrstu sögunnar<br />

67<br />

Sama rit, bls. 135.<br />

68<br />

Gunnþórunn Guðmundsdóttir bendir á þennan viðsnúning á kenningu Bloom í greininni „Stolið <strong>og</strong> stælt“ á<br />

Bókmenntavefnum.<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!