24.12.2012 Views

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Það sem greinir þessa myndlíkingu frá líkingunni við bókahillu er staðsetning hennar innan<br />

frásagnarinnar. Myndlíkingin, sem byggir á bókahillunni, birtist í texta söguhöfundar, þ.e. í<br />

frásögninni sem fjallar um Guðjón <strong>og</strong> skrif hans, en hin birtist í sögunni sem Guðjón er að<br />

skrifa, textanum sem staðsettur er innan textans <strong>og</strong> settur fram á forsendum hins skáldaða<br />

veruleika. Í tilvitnunni er Guðmundur Hlíðberg, sögupersóna Guðjóns í sögunni „Stolið frá<br />

Stolið frá höfundi stafrófsins“, villtur í byggingunni þar sem Guðríður, konan sem hann reynir<br />

að táldraga, á heima.<br />

Þrátt fyrir að ritstuldur Guðjóns, áhrif eða textatengsl, séu að hans sögn ómeðvituð,<br />

vinnur söguhöfundurinn meðvitað með slík tengsl <strong>og</strong> snýr þeim upp í leik. Sá meðvitaði<br />

leikur birtir meðal annars sjálfsvitund verksins <strong>og</strong> undirstrikar metatextann eða hin<br />

<strong>sjálfsöguleg</strong>u einkenni sögunnar. Ennfremur stýrir hinn meðvitaði leikur textatengsla <strong>og</strong><br />

áhrifa lestri verksins. Leikurinn leggur áherslu á tengsl frásagnarinnar við aðrar frásagnir <strong>og</strong><br />

um leið stöðu textans sem samræðu á milli höfundar <strong>og</strong> lesanda. Þannig sannreynir textinn<br />

hugmynd Kristevu um þrívíða stöðu orðsins <strong>og</strong> vísar í söguhöfundinn, lesandann <strong>og</strong> hið<br />

textalega samhengi sem orðið skírskotar til.<br />

5.4. Merking sem er dulin eða fjarverandi?<br />

Texti sem völundarhús er algeng myndlíking <strong>og</strong> var til að mynda Jorge Luis Borges hugleikin<br />

en Hermann ræðir nokkra texta Borgesar í Sjónhverfingum. 69 Textinn er ekki aðeins<br />

völundarhús að því leyti að hann tengir saman aðra texta undir formerkjum textatengsla <strong>og</strong><br />

með þeim hætti að lesandinn kemur ekki endilega auga á tengslin. Jafnframt minnir textinn<br />

sem völundarhús á hugmyndina um hina leyndu eða duldu merkingu textans. Þar gæti<br />

hugtakið „túlkunarlykill“ komið að góðum notum. Hugmyndin um slíkan lykil er strax vakin<br />

með titli verksins Níu þjófalyklar en Hermann ræðir einnig um hugtakið lykil í<br />

Sjónhverfingum <strong>og</strong> vísar í umfjöllun sinni í Blekspegilinn eftir Borges: „Þegar Tzinacán<br />

galdramaður í sögu Jorge Louis Borgesar hefur lesið skrift Guðs [...] stendur hann með<br />

lykilhugtakið í höndunum, lykilinn að dýflissunni.“ 70 Dýflissan minnir um margt á<br />

völundarhúsið, ekki síst þegar hún er borin saman við texta, <strong>og</strong> lykillinn að dýflissunni vísar í<br />

túlkunarlykilinn sem opnar dyrnar að merkingu textans.<br />

Hermann leitast aftur á móti við að afbyggja þessa hugmynd um túlkunarlykil <strong>og</strong><br />

endanlega merkingu texta. Hann líkir slíkum textagreiningum við gátur þar sem mestu máli<br />

69<br />

Sbr. Jorge Luis Borges – Labyrinths, ritstj. Donald A. Yates <strong>og</strong> James E. Irby (Bretland: Penguin Books,<br />

1970). Fyrsta útgáfa 1964.<br />

70<br />

Hermann Stefánsson, Sjónhverfingar, bls. 84.<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!