24.12.2012 Views

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

Af sjónhverfingum Um sjálfsöguna og sjálfsöguleg ... - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

meðaljón. Táknræn vídd nafnsins undirstrikar hlutverk Guðjóns, sem fyrst <strong>og</strong> fremst höfundar<br />

sem skapar <strong>og</strong> skrifar texta, <strong>og</strong> óræð auðkenni höfundarins í textanum. Ennfremur minnir það<br />

á aðgreininguna milli höfundar <strong>og</strong> söguhöfundar <strong>og</strong> á hina textalegu valdabaráttu á milli<br />

söguhöfundarins <strong>og</strong> lesandans. Textinn er samræða á milli þessara tveggja aðila <strong>og</strong> merking<br />

hans verður til út frá samspili þeirra.<br />

Gagnrýni metatextans beinist því að skáldskap sem aðhyllist höfundarhugtakið <strong>og</strong> að<br />

textum þar sem höfundarnafnið virðist alfarið hafa vald á merkingarsköpun textans. Slíkir<br />

textar byggja á blekkingu um algilda merkingu texta <strong>og</strong> taka ekki mið af kenningum <strong>og</strong><br />

umræðum sem sýna fram á að merking texta færist undan <strong>og</strong> er í raun fjarverandi. Í því tilliti<br />

skiptir virkni sjónhverfingarinnar höfuðmáli. Sjónhverfingin sýnir ekki aðeins fram á fjarveru<br />

heldur gefur hún til kynna ákveðna sýnd sem hverfur, - þ.e. blekkingu. Í textum Hermanns<br />

Stefánssonar undirstrikar sjónhverfingin fjarveru hinnar endanlegu merkingar <strong>og</strong> dregur fram,<br />

afhjúpar <strong>og</strong> afbyggir blekkingu hinnar skálduðu frásagnar. Textar Hermanns leitast við að<br />

afbyggja rödd höfundarins í textanum en skuggsjáin, sem undirstrikar textatengsl, samræðan,<br />

sem gefur til kynna þátttöku lesandans, <strong>og</strong> leikur með ímynd höfundar dregur athyglina frá<br />

höfundinum sem sjálfsveru <strong>og</strong> vald í textanum. Höfundarröddin er því sjónhverfing; nafnið á<br />

bókarkápunni gefur til kynna að hún sé til en þegar betur er að gáð kemur í ljós að hún var<br />

aldrei til staðar.<br />

Frásagnarspeglar <strong>og</strong> textatengsl í verkum Hermanns Stefánssonar eru forsendur hins<br />

<strong>sjálfsöguleg</strong>a forms <strong>og</strong> gera metatexta verkanna mögulegan. Í báðum tilfellum krefjast hin<br />

<strong>sjálfsöguleg</strong>u einkenni þátttöku lesandans því án virkni hans <strong>og</strong> lesturs gengur samræðan við<br />

höfundinn, <strong>og</strong> umræðan um skáldskap, ekki upp. Sjálfsagan dregur veruleikann inn í verkið<br />

en sá veruleiki er textalegur <strong>og</strong> byggir á textalegri hefð sem umræða sjálfsögunnar vísar í.<br />

Hún er því ekki af smækkaðri mynd hins hversdaglega veruleika eins <strong>og</strong> raunsæi gerir tilkall<br />

til. Sjálfsagan afhjúpar takmarkanir skáldskaparformsins <strong>og</strong> hvernig skáldsagan getur ekki<br />

endurspeglað veruleikann því samkvæmt hinu póstmóderníska ástandi, sem hún er spottin úr,<br />

er veruleikinn ekki til sem heilsteyptur <strong>og</strong> algildur fasti heldur sem margræð <strong>og</strong> fjölbreytileg<br />

hugmynd.<br />

36

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!