22.04.2014 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Kennaraháskóli Íslands<br />

Lokaverkefni til B.Ed. – prófs júní 2007<br />

Sigrún þórólfsdóttir<br />

2. Umhverfisstígur við Laxá - verkefnið<br />

Umhverfisstígur er skipulagsform á afmörkuðum stíg sem má nýta sem<br />

skólaumhverfi utan húss, en nánari skilgreiningu á umhverfisstíg má sjá á bls. 6.<br />

Stígurinn er staðsettur rétt við Hraunsrétt, á bökkum Laxár í Aðaldal og ætti<br />

auðveldlega að nýtast skólum í Suður Þingeyjarsýslu, jafnvel víðar.<br />

Greinargerðin er að mestu fræðilegur texti þar sem megin áhersla er lögð á ýmsa<br />

þætti er lúta að útikennslu og útinámi á umhverfisstíg. Kennslan er byggð á<br />

samþættingu náttúrufræða og annarra greina, miðuð við miðstig grunnskóla, og mun<br />

ég í greinargerðinni einnig fjalla um námsgreinar sem tengjast verkefnum stígsins<br />

ásamt kennsluaðferðum og námsmati.<br />

Stíginn má auðveldlega útfæra fyrir eldri eða yngri nemendur, bæta við nýjum<br />

verkefnum eða taka út þau sem ekki henta hverju sinni. Umhverfisstígnum við Laxá<br />

fylgja verkefni sem nemendur geta leyst ýmist að hluta eða að öllu leyti á staðnum.<br />

Kennsluáætlanir og verkefni sem tengjast stígnum eru útfærð á náms- og kennsluvef<br />

sem fylgja þessu verkefni (sjá vefslóð: http://lokaverkefni.khi.is/v2007/sigthoro eða<br />

disk).<br />

Umhverfisstíg sem þennan þarf að skipuleggja mjög vel, hann er vel afmarkaður með<br />

númeruðum stöðvum sem eru teiknaðar inn á kort og ættu nemendur að geta fylgt<br />

korti á milli stöðva og hjálpast að við að leysa þau verkefni sem hann hefur upp á að<br />

bjóða.<br />

Við vinnu á stígnum má nota hluta verkefnanna eða öll saman, en þeir sem hafa<br />

áhuga á að nýta sér verkefni stígsins eru beðnir að taka tillit til þess að þau hafa ekki<br />

öll verið prófuð.<br />

3. Rökstuðningur fyrir vali á verkefni<br />

Eins og fram kom í formálanum hefur áhugi minn á útiveru alltaf verið mikill svo<br />

það lá beinast við að skoða útikennslu og útinám þegar ég fór í Kennaraháskóla<br />

Íslands. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með það og stefndi fljótlega að því að tengja<br />

lokaverkefni mitt við skólann þeim fræðum.<br />

Bls. 5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!