22.04.2014 Views

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

Skoða/Opna - Skemman

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kennaraháskóli Íslands<br />

Lokaverkefni til B.Ed. – prófs júní 2007<br />

Sigrún þórólfsdóttir<br />

5. Kennsluvefurinn „Umhverfisstígur við Laxá”<br />

Kennsluvefurinn sem fylgir þessari greinargerð ber nafnið „Umhverfisstígur við<br />

Laxá” og má finna á slóðinni http://lokaverkefni.khi.is/vor2007/sigthoro eða á diski<br />

sem fylgir greinargerðinni. Verkefni hans miðast við kennslu í Borgarhólsskóla á<br />

Húsavík en verkefnið getur einnig nýst öðrum skólum í næsta nágrenni við staðinn.<br />

Borgarhólsskóli hefur enga beina stefnu um útikennslu í sinni námskrá en þegar<br />

grannt er skoðað er nokkuð mikið um útikennslu við skólann. Farið er í markvissar<br />

ferðir með alla bekki, suma oftar en eina ferð á vetri og margar eru þessar ferðir mjög<br />

viðamiklar og spennandi. Til að mynda eru það árvissir viðburðir að einn bekkur fer í<br />

fuglaskoðun að Mývatni, unglingadeildin fer í sjóferð um Skjálfandaflóa, það er<br />

gengið yfir Tunguheiði, sveitin er skoðuð, einnig fjaran og ár og vötn í nágrenninu<br />

(Borgarhólsskóli 2006).<br />

Borgarhólsskóli heldur einnig úti frábærum vefjum sem tengjast náttúrufræðinni. Má<br />

þar nefna Fuglavefinn og Sjávarútvegsvefinn, og ekki má gleyma<br />

Náttúrufræðivefnum sem er kennsluvefur unglingadeildar skólans í náttúrufræðum<br />

(Borgarhólsskóli 2006).<br />

Hugmynd er uppi um að tengja kennsluvefinn „Umhverfisstígur við Laxá” við<br />

heimasíðu Borgarhólsskóla svo hann verði aðgengilegur kennurum skólans og er það<br />

von mín að hann geti stutt við útikennslu skólans í framtíðinni.<br />

Eins og fram hefur komið hefur stígurinn að geyma kennsluáætlanir og ýmis verkefni<br />

sem kennarar geta nýtt sér til í kennslu við stíginn. Einnig má þar finna eyðublöð<br />

sem nýta má við námsmat, tengla inn á erlenda útikennsluvefi og ýmislegt annað<br />

kennurum til stuðnings og fræðslu í útikennslu.<br />

Bls. 27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!