27.12.2016 Views

49.tbl.2016

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

Auðvelt að verða<br />

VEGAN<br />

Gómsætar vegan uppskriftir fyrir jólin<br />

Tinna Björg Hilmarsdóttir hefur síðasta árið aðhyllst vegan lífstílinn sem sífellt er að verða vinsælli. Keflvíkingurinn Tinna segir að alveg síðan hún man eftir sér hafi hún<br />

verið mikill dýravinur. Hún skildi aldrei þörfina hjá fólki til þess að drepa dýr, þau ættu eins mikinn rétt og við á því að lifa.<br />

„Þó var ég alin upp við að halda að ég<br />

sem manneskja þyrfti að borða kjöt og<br />

dýraafurðir, líkt og flest okkar erum<br />

alin upp við. Mér þótti því alltaf mjög<br />

leiðinlegt að ég, verandi manneskja,<br />

þyrfti að borða dýrin því maðurinn<br />

var jú kjötæta, eða það hef ég alltaf<br />

haldið.“ Því varð Tinna virkilega<br />

spennt þegar hún frétti af „veganisma“<br />

frá vinkonu sinni í maí í fyrra. „Það<br />

má segja að það hafi verið mikill léttir<br />

fyrir mig að kynnast þeim lífsstíl og<br />

mér líður í raun eins og þar hafi ég<br />

loksins fundið sjálfa mig.“ Tinna tók<br />

sér eina helgi til þess að kynna sér út<br />

á hvað vegansimi gengur. Hún horfði<br />

á heimildamyndir eins og Cowspiracy,<br />

Earthlings, Forks over knives,<br />

Vegucated og las heilan helling.<br />

„Heilsufarsþættirnir og umhverfisáhrif<br />

dýraafurðariðnaðarins komu<br />

mér svakalega mikið á óvart. Þessi<br />

vegan heimildar-helgi gerði mig enn<br />

meira staðfasta í því að þetta væri lífsstíll<br />

sem ég þyrfti að tileinka mér og<br />

einnig lífsstíll sem ég þyrfti að kynna<br />

fyrir öðrum og fræða aðra um. Neysla<br />

okkar skiptir mun meira máli fyrir<br />

jörðina okkar en fólk almennt gerir sér<br />

grein fyrir og kemur okkur því öllum<br />

við,“ segir Tinna.<br />

Gerðist vegan á einum degi<br />

Það tók Tinnu aðeins einn dag að<br />

leggja dýraafurðir til hliðar. Það kom<br />

henni sjálfri mikið á óvart hvað það<br />

reyndist auðvelt. „Helgina á undan var<br />

ég líka dugleg að afla mér upplýsinga<br />

um hvað fólk er að fá sér í staðinn<br />

fyrir dýraafurðirnar. Ég komst að því<br />

að til er vegan útfærsla af nánast öllum<br />

dýraafurðum og því minnsta mál að<br />

skipta því bara út. Ég er ekki mikill<br />

kokkur og því hélt ég að þetta yrði<br />

mikið mál, en komst svo að því að<br />

það þarf alls ekki að vera erfitt. Það er<br />

mikið til af tilbúnum og bragðgóðum<br />

vegan vörum sem maður skellir bara í<br />

ofninn og lítið mál að græja meðlæti<br />

með. Vegan mataræðið er svo mikið<br />

fjölbreyttara en ég bjóst við. Ég hélt<br />

fyrst að ég myndi bara lifa á grænmeti<br />

og ávöxtum en áttaði mig svo á að<br />

plönturíkið er mikið stærra og fjölbreyttara<br />

en svo. Þetta ár er líka búið<br />

að vera svakalega magnað hvað varðar<br />

aukið úrval af vegan vörum í matvöruverslunum<br />

sem hafa aukið úrval<br />

sitt mjög mikið á því rúma ári sem ég<br />

hef verið vegan. Ég bjóst líka við því<br />

að það yrði dýrara að kaupa vegan<br />

kjötvörur en hef svo tekið eftir því að<br />

ég eyði minna í mat en ég gerði áður.“<br />

Fjölskyldan hrifin af hnetusteik<br />

Fyrstu vegan-jól Tinnu í fyrra tókust<br />

vel. Hún ákvað að fara auðveldu<br />

leiðina að jólamatnum og keypti sér<br />

hnetusteik og sveppasósu hjá Sollu<br />

í Gló. „Hnetusteikin kom fjölskyldu<br />

minni skemmtilega á óvart. Fjölskyldan<br />

mín og nánasti vinahópur<br />

hefur að öllu jöfnu sýnt mér mikinn<br />

stuðning og skilning hvað varðar<br />

þessa lífsstílsbreytingu, enda kom það<br />

engum á óvart að Tinna dýrahippi<br />

myndi ákveða að hætta neyslu dýraafurða,“<br />

segir hún létt í bragði.<br />

Erfitt að horfa upp á allt kjötátið<br />

„Það má segja að það helsta sem mér<br />

þykir erfitt í kringum jólahátíðina er<br />

að horfa upp á fólkið í kringum mig<br />

borða kjöt, og svona mikið magn af<br />

því. Sumir hafa spurt mig hvort það sé<br />

ekki erfitt vegna þess að ég „get ekki“<br />

borðað hangikjötið eða hamborgarhrygginn,<br />

sem mér þótti vissulega<br />

bragðgott áður, en ástæðan er þvert á<br />

móti sú að ég sé ekki mat lengur þegar<br />

ég sé kjöt heldur er ég mjög meðvituð<br />

um að kjötið komi af dýri sem vildi lifa<br />

en missti líf sitt fyrir máltíðina og það<br />

þykir mér erfitt að horfa upp á fólkið<br />

mitt styrkja þegar engin þörf er á slíku<br />

lengur.“<br />

Fordómar í garð vegan fólks<br />

Hvernig finnst þér fólk bregðast við<br />

þeim sem eru vegan?<br />

„Ég hef fundið fyrir miklum fordómum<br />

og í raun reiði og pirringi í<br />

garð vegan fólks, bæði gagnvart mér<br />

sjálfri og öðrum. Þó aðalega í gegnum<br />

samskiptamiðla eins og Facebook og<br />

í kommentakerfum vefmiðla. Það er<br />

sjaldan sem ég hef fundið það í eigin<br />

persónu en það hefur samt komið<br />

fyrir. Vegan fólki finnst siðferðislega<br />

rangt að nota dýr til manneldis,<br />

í fatnað, til afþreyingar eða nota þau<br />

á nokkurn annan hátt þegar engin<br />

þörf er á því lengur í nútíma samfélagi<br />

og vissulega finnst manni óþægilegt<br />

þegar hópi fólks finnst eitthvað siðferðislega<br />

rangt við lífstílinn manns.<br />

Þetta skapar oft mikla spennu á milli<br />

fólks. Þessi spenna getur þó verið jákvæð<br />

þar sem í kjölfarið koma upp<br />

tækifæri á málefnalegum umræðum<br />

og fræðslu ef báðir aðilar eru tilbúnir<br />

til að ræða sín á milli með opnum hug,<br />

en það getur stundum reynst erfitt.“<br />

„Veganisminn er lífsstíll sem snýst um<br />

það að valda sem minnstum skaða<br />

gagnvart dýrum, jörðinni og heilsunni<br />

okkar. Veganar eru fólk sem vill láta<br />

gott af sér leiða með sínum lífsstíl og<br />

eru að taka mjög upplýstar ákvarðanir<br />

hvað varðar neyslu sína, reiði í<br />

garð vegana virðist aðalega vera vegna<br />

skilningsleysis og skorts á fræðslu en<br />

með aukinni umræðu og vitundarvakningu<br />

í samfélaginu tel ég það<br />

smám saman vera að lagast.“<br />

Tinna situr í stjórn samtaka sem<br />

kallast Aktívegan. Helsta markmið<br />

samtakanna er að vekja fólk til umhugsunar<br />

um það hvaðan dýraafurðirnar<br />

koma og hvaða afleiðingar sú<br />

framleiðsla hefur í för með sér fyrir<br />

dýrin, jörðina og heilsu okkar. „Ég<br />

tel mjög mikilvægt að fólk geri sér<br />

grein fyrir því að dýrin sem notuð<br />

eru til að framleiða þessar afurðir<br />

upplifa sömu grunn tilfinningar og<br />

gæludýrin okkar og jafnvel mennirnir,<br />

bæði andlega og líkamlega. Þessi dýr<br />

verða hrædd, einmanna, kvíðin, glöð,<br />

þau elska, finna fyrir sársauka og vilja<br />

lifa frjáls rétt eins og önnur dýr. Íslenskt<br />

þjóðfélag hefur reitt sig mikið á<br />

bændur og sjómenn þegar það kemur<br />

að framleiðslu matvæla, en núna er<br />

að koma í ljós að slík framleiðsla er<br />

skaðleg jörðinni okkar, neysla þessara<br />

matvæla ekki eins góð heilsu okkar og<br />

áður var haldið ásamt því að fólk er að<br />

verða meira meðvitað um tilfinningalíf<br />

dýranna í þeim iðnaði og farið að<br />

líta gagnrýnum augum á siðferði þess<br />

að halda slíkri framleiðslu áfram núna<br />

þegar við þurfum þess ekki lengur.<br />

Við í Aktívegan viljum hjálpa fólki<br />

að ná tengingunni á milli dýranna<br />

og afurðanna sem koma frá þeim, að<br />

fólk geri sér betur grein fyrir því hvað<br />

dýrin þurfa að ganga í gegnum innan<br />

þessa iðnaðar fyrir þessar vörur. Það<br />

eru margir sem gera sér til dæmis ekki<br />

grein fyrir því að kýr þarf að fæða og<br />

missa kálf stuttu eftir fæðingu svo að<br />

fólk geti drukkið kúamjólk, mjólk sem<br />

var einungis framleidd fyrir kálfinn og<br />

við mennirnir höfum enga þörf fyrir<br />

frekar en hundamjólk. Enn færri sem<br />

átta sig á því að karlkyns ungar sem<br />

fæðast inn í eggja iðnaðinn missa líf<br />

sitt stuttu eftir fæðingu, eru gasaðir<br />

eða hakkaðir til dauða, þar sem engin<br />

not eru fyrir þá í þeim iðnaði bara<br />

svo eitthvað sé nefnt. Það er ótrúlega<br />

margt sem fólk almennt gerir sér ekki<br />

grein fyrir hvað það er að styrkja og<br />

þar sem dýrin geta ekki sagt frá því<br />

og beðið fólk að breyta neysluvenjum<br />

sínum þá tökum við það erfiða, en<br />

mikilvæga, verkefni að okkur.“<br />

„Hnetusteikin kom fjölskyldu<br />

minni skemmtilega á óvart“

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!