27.12.2016 Views

49.tbl.2016

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

43<br />

Eva Björk er nýlega komin frá London þar sem hún skoðaði hvað er og verður í tísku í hárgreiðslum og klippingum.<br />

GleðilegtHártískan<br />

yfir hátíðarnar<br />

hÁR<br />

samkvæmt<br />

Evu Björk<br />

Það virðist mikið í gangi í hártískunni<br />

um þessar mundir ef marka má hárgreiðslumeistarann<br />

Evu Björk Sigfúsdóttur<br />

sem rekur hárgreiðsluna Háráttu<br />

við Hafnargötu í Reykjanesbæ.<br />

Hún fór yfir það helsta í tískunni núna<br />

fyrir jólin og á komandi misserum.<br />

Hjá ungum dömum er mikið um<br />

toppa og nokkuð djarfa liti á meðan<br />

strákarnir greiða aftur eða til hliðar og<br />

eru með snúð margir hverjir.<br />

„Að mínu mati er fólk farið að hugsa<br />

yfir höfuð betur um hárið á sér en<br />

áður. Nú höfum við tækifæri til að<br />

nota hreinni, náttúrulegri vörur og<br />

fjölbreyttar mótunarvörur. Alls kyns<br />

blásara og járn sem gefa okkur möguleika<br />

á að skarta fallegum lokkum án<br />

of mikillar fyrirhafnar.<br />

Ammoníaks-fríir litir hafa rutt<br />

sér til rúms og fólk vill upp<br />

til hópa hafa náttúrulegt fallega<br />

útlítandi hár sem auðvelt<br />

er að hrista og renna<br />

fingrunum í gegnum. Hár<br />

sem geislar af heilbrigði án<br />

geymslu og aukaefna. Fyrir<br />

þá sem fíla þurrara, grófara<br />

útlit eru til alls kyns<br />

mótunarefni til að ná fram<br />

þeirri útkomu sem óskað<br />

er eftir. Að vissu leiti<br />

er pönk, diskó og rokk<br />

ríkjandi í tísku á klæðnaði<br />

og hári, frelsi til að túlka<br />

eigin stíl,“ segir Eva.<br />

Stuttir skornir toppar eru eldheitir<br />

Hjá dömunum er ég sjálf mikið að<br />

vinna með rótarskugga, náttúrulegar<br />

litasamsetningar og að ógleymdu<br />

„balayage“ sem lýsa og skyggja hárið<br />

í hinum ýmsu útfærslum.<br />

Skærir, djafir litir í hluta af hárinu eru<br />

heitir núna, einnig mjúkir jarðlitir,<br />

perluljóst, grá/öskutónar og strípur<br />

með náttúrulegu flæði.<br />

Dömur eru líka að taka áhættu og<br />

eru djarfar, stuttar, grófar klippingar,<br />

mjúkir látlausir toppar og stuttir<br />

skornir toppar eldheitir á komandi<br />

misserum, axlasíddin og aðeins síðara,<br />

mjúkar styttur, alls konar fléttur<br />

og undirklipping (undercut) sem<br />

þýðir í raun að hárið er klippt ótengt<br />

(disconnected). Litlar krullur, stórar<br />

krullur, krumpur og slétt og fallega<br />

blásið með flottri lyftingu, hreyfingu<br />

og jafnvel svolítið matt við sérstök<br />

tilefni. Auðvitað er sítt, fallegt hár líka<br />

frábært, með smá hreyfingu og látlausum<br />

topp sem hægt er að færa til<br />

eftir skapi allt frá hlið, miðju eða beint<br />

fram.<br />

Strákarnir pæla mikið<br />

í hárinu á sér<br />

Herrarnir eru fjölbreyttir og frábærir!<br />

Rolling stones, Jimi Hendrix og<br />

Bítlarnir eru áhrifavaldar um þessar<br />

mundir. Krullur eru mjög ríkjandi hjá<br />

herrum á næstu misserum og spái ég<br />

jafnvel mikilli aukningu í sjálfliðun<br />

(permanent). Beinir og jafnvel saxaðir<br />

toppar, „punk streetlook“ og vel rakað<br />

í „húðhverfu“ (skinfaid). Margir eru<br />

greiddir aftur eða til hliðar. Strákarnir<br />

pæla mikið í hárinu á sér og velja sér<br />

fleiri vörur en gömlu, góðu geltúpuna.<br />

Enn aðrir leita í létta náttúrulega, „laid<br />

back“ lúkkið. Aðrir halda því síðu og<br />

flétta eða gera snúð, jafnvel bæði sem<br />

er líka mjög skemmtilegt.<br />

„Að mínu mati er<br />

fólk farið að hugsa<br />

yfir höfuð betur um<br />

hárið á sér en áður“<br />

Eyþór Sæmundsson<br />

eythor@vf.is<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

kaffitáR<br />

frá býli í bolla<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

hátíð<br />

í bæ<br />

kaffitár<br />

frá býli í bolla<br />

Auglýsing um endurskoðun á<br />

Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030<br />

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag<br />

Reykjanesbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<br />

Fyrri auglýsing birt í Lögbirting, Víkurfréttum og á vef Reykjanesbæjar<br />

24. nóvember sl. er hér með ógild. Breytingar hafa verið gerðar<br />

á gögnum til samræmis við svæðisskipulag vegna vatnsverndar.<br />

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu<br />

12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 15. desember 2016 til<br />

26. janúar 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar,<br />

www.reykjanesbaer.is.<br />

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur<br />

á að gera athugasemdir við tillögna. Frestur til að skila inn athugasemdum<br />

er til 26. janúar 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum<br />

á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ<br />

eða á netfangið adalskipulag@reykjanesbaer.is.<br />

frá býli í bolla<br />

kaffitár<br />

Reykjanesbæ, 15. desember 2016.<br />

Skipulagsfulltrúi<br />

Auglýsingasíminn<br />

er 421 0001

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!