27.12.2016 Views

49.tbl.2016

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

VÍKURFRÉTTIR<br />

39<br />

„sjá þessa líka ofvirku hormóna á<br />

harðasta aldri innan um allar þessar<br />

brjóstgóðu og gjafvaxta konur“<br />

Birkir og Finna, eiginkona hans, að fara í flug 1962.<br />

Birkir 22 ára<br />

flugvélstjóri hjá<br />

Loftleiðum.<br />

Skátafélagið Ernir í Keflavík. Birkir í fremstu röð fyrir miðju.<br />

Vinur hans Þórir Baldursson er annar frá vinstri í efri röð.<br />

14 Birkir fyrir miðju, 17 ára gamall markmaður hjá KFK.<br />

honum svipaði talsvert til Lalla goggs,<br />

enda var hann álíka uppburðarlítill og<br />

feiminn mjög við annað fólk, langur<br />

reyndar á skrokkinn en dularfullur<br />

í hverjum sentimetra. Okkur var<br />

sagt að hann eyddi helst ekki krónu<br />

um sína daga heldur safnaði saman<br />

öllum þeim peningum sem hann<br />

fengi að launum fyrir margvísleg viðvik<br />

í bænum og rúllaði seðlunum svo<br />

saman og brygði teygju um hólkinn.<br />

Loks raðaði hann þeim ofan í tómar<br />

tóbaksdósir og kæmi fyrir undir<br />

rekkjunni sinni í stæðum og stöflum.<br />

Þar sat hann vanalega á kvöldin, svo<br />

sem sjá mátti inn um smávegis rifu á<br />

gættinni hans; fáskiptinn maður og<br />

talaði aldrei við mig, en bauð mömmu<br />

stundum góðan daginn án þess að<br />

þora að horfa í augun á henni.<br />

Í kompaníi við Bjarnfríði og Gústa,<br />

sem hvort virtist efnað á sinn ólíka<br />

máta, leið okkur mömmu nokkuð vel.<br />

Og þótt aðstæðurnar í kjallaranum<br />

væru fjarri því að vera ríkmannlegar<br />

– og svo þröngar raunar að það<br />

hvarflaði aldrei að mömmu að bjóða<br />

þangað nokkurri einustu manneskju,<br />

þá fundum við til öryggis þarna niðri<br />

þar sem kyrrðin ríkti að frátalinni<br />

stöku hrotu úr herberginu hans Gústa<br />

sem við fundum strax að var meinlaus<br />

með öllu og maður friðsemdar.<br />

Mamma gat því hætt að sofa með flökunarhnífinn<br />

undir koddanum sínum.<br />

Það er annar bragur á samfélaginu<br />

á Suðurnesjum en heima á gamla<br />

góða Sigló á þessum árum – og ekki<br />

einasta að þessi sjávarpláss í suðri og<br />

norðri séu afgirt jafn ólíkri náttúru og<br />

landkostum og hugsast getur, heldur<br />

verður þess líka vart hvað nútíminn<br />

bankar miklu harðar á dyr í hinni<br />

villtu og veraldarvönu Keflavík heldur<br />

en norður á þeim þjóðholla Sigló sem<br />

haldið hefur ró sinni hvað sem á hefur<br />

gengið í gegnum tíðina – og þá ekki<br />

síður í gamla siði.<br />

Á meðan síldin flæddi inn á Siglufjörð<br />

flóði allt í víni og vænum mat í<br />

kringum herstöðina í suðri sem kynnti<br />

fyrir Íslendingum allt það nýjasta sem<br />

var að gerast í heiminum jafn hratt og<br />

hressilega og alda breytinganna reið<br />

yfir Ameríku og Evrópu. Þar bar auðvitað<br />

rokkið hæst sem hristi heldur<br />

betur upp í landsmönnum, enda<br />

Ein af Douglas DC-6 flugvélum Loftleiða.<br />

enginn venjulegur hljómflutningur á<br />

ferðinni þar sem gargandi söngurinn í<br />

síendurteknu viðlaginu bar á stundum<br />

hljóðfærasláttinn ofurliði; annað eins<br />

höfðu menn auðvitað ekki heyrt í<br />

fásinninu fram til þessa – og þegar<br />

stjörnur á borð við Bill Haley vestur í<br />

Bandaríkjunum skutust á toppinn um<br />

miðjan sjötta áratuginn með lögum<br />

eins og Rock Around the Clock, vissi<br />

fólk bæði vestan hafs og austan að það<br />

yrði ekki aftur snúið.<br />

Í miðju Atlantshafinu barst þessi kraftmikli<br />

hljómur ofan af Velli eins og<br />

hver önnur áminning um aldahvörf –<br />

og gott ef krakkar og ungmenni voru<br />

ekki byrjuð að klæða sig öðruvísi en<br />

áður þekktist, alltént var farið að sjást<br />

til kvenna í þröngum síðbuxum upp í<br />

aðþrengt mittið sem var óneitanlega<br />

nokkuð skrýtin sjón að sjá – og þær<br />

sem enn voru í pilsum voru farnar að<br />

stytta þau upp fyrir hnésbót og vera<br />

í öllu falli frjálslegri til fara en þekkst<br />

hafði um og upp úr seinna stríði.<br />

Hér skipti auðvitað miklu máli að sjónvarpið<br />

var komið til sögunnar, jafnvel<br />

úti í miðju Atlantshafi, en um sama<br />

leyti og Bill Haley byrjaði að rokka út<br />

í gegn fékk bandaríski herinn á Miðnesheiði<br />

leyfi til sjónvarpsútsendinga<br />

innan herstöðvarinnar, en fram að<br />

því hafði Kanaútvarpið hljómað á<br />

miðbylgjunni um nokkurra ára skeið<br />

og gefið mönnum tóninn fyrir það<br />

sem koma skyldi. Þetta voru alger<br />

nýmæli uppi á köldum klakanum og<br />

slík undur og stórmerki fyrir íslenska<br />

starfsmenn innan girðingar að þá rak<br />

í vörðurnar þegar þeir reyndu að lýsa<br />

þessum ósköpum fyrir óbreyttum<br />

Suðurnesjamönnum niðri í bæ.<br />

Sendingar Kanasjónvarpsins náðust<br />

í fyrstu lítt út fyrir Vallarsvæðið, en<br />

eftir því sem sendistyrkurinn var<br />

aukinn á næstu árum gátu æ fleiri<br />

íbúar á suðvesturhorni landsins náð<br />

fjölbreyttri dagskránni sem var borin<br />

uppi af bandarískum skemmtiþáttum<br />

og bíómyndum – og þar var engum<br />

frönskum barnamyndum til að dreifa<br />

eins og maður hafði vanist norður á<br />

Sigló heldur alvöru reiðmönnum eins<br />

og Roy Rogers og Kit Carson og svo<br />

náttúrlega norskættaða leikaranum James<br />

Arness í myndaflokknum Gunsmoke<br />

þar sem hann túlkaði hörkutólið<br />

Matt Dillon með þvílíkum tilþrifum<br />

að hvorki fyrr né síðar hefur nokkur<br />

lögga í villta vestrinu verið jafn sannfærandi.<br />

Þá var heldur ekki ónýtt fyrir<br />

íslenska ungviðið að kynnast ævintýrum<br />

Rin Tin Tin og Lassie, að ekki<br />

sé talað um svaðilfarir Súpermanns<br />

sem flaug um skjáinn í skikkju sinni<br />

göldróttri.<br />

Hér kvað við nýjan tón og hér mættust<br />

líka tveir harla ólíkir menningarheimar,<br />

svo jaðraði við býsna alvarlegan<br />

árekstur. Alltént hafði íslenska<br />

lögreglan ekki áður verið kvödd að<br />

heimahúsi vegna heiftarlegs rifrildis<br />

hjóna sem deildu hart og lengi um<br />

afþreyingu kvöldsins; konan vildi<br />

skemmtiþátt Svavars Gests á meðan<br />

karlinn vildi ekki heyra minnst á það<br />

volæði og heimtaði að sjá hinn eina<br />

sanna Bonanza.<br />

Það var líkast því sem öðrum vonum<br />

og væntingum hefði allt í einu skolað<br />

á land – og fyrir vikið breyttust gildin;<br />

með sjónvarpinu fylgdu ágengar auglýsingar<br />

um það hvernig unga fólkið<br />

og þá einkum stelpurnar ættu að<br />

klæða sig og snyrta og hvernig þær<br />

yrðu yfir sig hamingjusamar ef þær<br />

fengju í hendur nýjustu heimilistæki á<br />

borð við ryksugu og ristavél, hrærivél<br />

og hreingerningatól sem áttu að virka<br />

eins og töfrar inni á gljáandi og sólríkum<br />

heimilum þeirra.<br />

Þetta var allt saman frekar skrýtið í<br />

huga litla alþýðupiltsins sem fremur<br />

en angandi eldhúsa minntist matargerðar<br />

inni í miðstöðvarklefa á<br />

þessum brokkgengu tímum og var<br />

vanur því að hneppa koti sínu í þykka<br />

ullarsokkana sem hvort tveggja var að<br />

öllum líkindum að detta úr tísku.<br />

Það er eins og maður lifi tímana<br />

tvenna á þessum barnsaldri íslenska<br />

lýðveldisins – og enda þótt nútíminn<br />

sé spennandi með öllum sínum nýjungum,<br />

vil ég samt ekki eldast of hratt<br />

– og held þéttingsfast fram eftir öllum<br />

unglingsaldri í þróttmikið skátastarfið<br />

í bænum, þar sem spilað er og sungið<br />

fram eftir öllum kvöldum með hljómvísum<br />

strákum á borð við Þóri Baldurs;<br />

hvergi líður mér nefnilega betur<br />

en á öllum þeim skátamótum sem ég<br />

sæki og færa mér þær þrautir allar og<br />

verkefni sem hugurinn girnist mest á<br />

þessum ærslafullu árum þegar maður<br />

getur fundið fróun sína í að hnýta og<br />

leysa einn og sama rembihnútinn svo<br />

tímunum skiptir, en helst kem ég þó<br />

sjálfum mér á óvart með því að læra<br />

smám saman á gítar, sem ekki er galið<br />

í ging-gang-gúllí-söngvunum öllum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!